Edmund “Ed” Emil Kemper

Heiðdís Mjöll Kristleifsdóttir & María Nína Gunnarsdóttir

Kynning

Edmund Emil Kemper fæddist í Burbank í Kaliforníu 18. desember 1948. Hann var miðjubarn og eini sonur foreldra sinna. Hann byrjaði ungur að sýna hegðun eins og grimmd gagnvart dýrum. Hann átti í mjög slæmu sambandi við móður sína sem átti við áfengisvanda að stríða, hún gerði lítið úr honum, niðurlægði og beitti hann ofbeldi. Hún lét hann oft sofa í læstum kjallara vegna þess að hún óttaðist að hann myndi skaða systur hans, hún gerði líka grín af stærð hans þar sem hann var 1.93 sm að hæð þegar hann var aðeins 15 ára. Á þeim aldri endaði hann að flýja að heiman og bjó hjá pabba sínum en var svo sendur til ömmu sinnar og afa. Þar framdi hann fyrsta morðið sitt á ömmu sinni og stuttu seinna myrti hann einnig afa sinn. Hann var lagður inn á geðdeild þar sem hann var greindur með geðklofa, seinna var greiningunni breytt, en losnaði út fyrir að vera kurteis og almennilegur við geðlækna. Seinna á fullorðinsárunum byrjaði hann að bjóða ungum konum far í bílnum sínum, keyrði afsíðis og drap þær. Hann drap alls átta konur, meðal annars móðir sína og vinkonu hennar.

Lögreglumynd af Ed Kemper.

Glæpurinn

Kemper var 21 árs þegar hann var útskrifaður af geðdeild, þá flutti hann aftur heim til móður sinnar þar sem þau rifust heiftarlega. Kemper vann mikið og nýtti peninginn til þess að flytja að heiman. Hann kvartaði þó mikið yfir því að komast ekki frá móður sinni þar sem hún hringdi reglulega í hann og heimsótti hann óvænt. Hann átti það til að eiga erfitt fjárhagslega, sem varð til þess að hann neyddist oft til að leita í íbúð móður sinnar. Þegar hann keypti sinn fyrsta bíl, fór hann að taka eftir fjölda ungra kvenna vera að ganga og hjóla um. Hann byrjaði þar af leiðandi að geyma plastpoka, hnífa, teppi og handjárn í bílnum sínum. Hann byrjaði á því að ná í ungar konur og hleypa þeim friðsamlega í burtu. Kemper segist hafa sótt og skutlað um 150 manns áður en hann fann fyrir kynferðislegum hvötum til manndráps.

Ed Kemper og myndir af glæpavettvangi.

Á tímabilinu maí 1972 til apríl 1973 drap Kemper átta manns, allt konur. Hann sótti ungar konur og fór með þær á einangruð svæði þar sem hann pynti þær. Meðal annars skaut, stakk, kæfði og kyrkti hann þær. Hann tók einnig lík fórnarlamba sinna heim til sín til þess að hafa samfarir við líkin, að því loknu limlesti hann þau. Á þessu 11 mánaða tímabili drap hann fimm háskólanema, einn menntaskólanema, móður sína og bestu vinkonu móður sinnar. Í viðtölum lýsir Kemper því að hann fór oft út í leit að fórnarlömbum eftir að hafa átt slæmt rifrildi við móður sína.

Persónan

Ed Kemper er gáfaður maður með mjög háa greindarvísitölu og einstaklega orðheppinn sem hann nýtti sér til að öðlast traust hjá fólki. Hann skorti samkennd og sýndi litla samúð gagnvart fórnarlömbum sínum, hann hafði enga iðrun vegna gjörða sinna.

Kemper handtekinn.

Það væri hægt að greina Ed Kemper með þó nokkrar geðraskanir meðal annars þó nokkrar kynfráviksraskanir eins og Líkamshlutar og Nágirnd (19.9.2 og 19.9.3 í DSM-5) þar sem hann hafði kynferðislegan áhuga á líkum, þá sérstaklega hausum.

Að auki þá á Sadismi (19.6 í DSM-5) sérstaklega við hann, þar sem hann naut þess að pynta og valda fórnarlömbum sínum sársauka. Að lokum þá á Andfélagsleg persónuleikaröskun (18.2.1 í DSM-5) við þar sem hann sýndi mjög skýrt virðingarleysi fyrir réttindum og tilfinningum annarra með glæpum sínum þar má nefna morð, nauðganir og sundurlimanir. Glæpir hans voru oft hvatvísir, hann sýndi mikinn skort á samúð gagnvart fórnarlömbum sínum og talaði um þau á kaldan máta. Í raun lýsti hann ánægju og stolti yfir gjörðum sínum. Kemper var þekktur fyrir að vera afbragðs lygari og sjarmerandi til að öðlast traust hjá fólki. Að auki sýndi hann ofbeldisfulla hegðun sem barn og unglingur, þar á meðal dráp á dýrum.

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=I8x5PeZZFNs

Endirinn

Að morði móður sinnar og vinkonu hennar loknu, fór hann í símabás og hringdi í lögregluna. Hann játaði morð á móður sinni og vinkonu hennar, en lögreglan tók símtal hans ekki alvarlega og sagði honum að hringja til baka síðar. Nokkrum klukkustundum síðar hringdi Kemper aftur og bað um að ræða við yfirmann sem hann þekkti persónulega. Hann játaði við þann yfirmann að hafa myrt þær og beið þess að lögreglan mætti ​​á vettvang og tæki hann í gæsluvarðhald þar sem hann játaði einnig morð á námsmönnunum sex. Seinna í viðtali var hann spurður hvers vegna hann gaf sig fram. Þá sagði Kemper: Upprunalegi tilgangurinn var horfinn, það þjónaði ekki neinum líkamlegum, raunverulegum eða tilfinningalegum tilgangi. Þetta var bara hrein tímasóun. Í dag er Ed Kemper í innlögn á réttargeðdeild í Kaliforníu og telur sig ekki eiga vera hluti af samfélaginu og á best heima þar.

Mælikvarðar

Mælikvarði 9: Hari 22/20 listinn

Ed Kemper bjó yfir eftirfarandi eiginleikum sem Hare 20 listinn telur upp, þ.e.a.s. öllum nema atriði 17. Many short-term marital relationships, hann trúlofaðist þó einu sinni. Hann átti annars aldrei eðlileg tengsl við konur og var almennt einfari.

1. Glibness/superficial charm.

2. Grandiose sense of self-worth.

3. Need for stimulation/prone to boredom.

4. Pathological lying and deception.

5. Conning/manipulating.

6. Lack of remorse or guilt.

7. Shallow affect.

8. Callous/lack of empathy.

9. Parasitic lifestyle.

10. Poor behavioral controls.

11. Promiscuous sexual behavior.

12. Early behavioral problems.

13. Lack of realistic, long-term plans.

14. Impulsivity.

15. Irresponsibility.

16. Failure to accept responsibility for own actions.

18. Juvenile delinquency.

19. Revocation of conditional release.

20. Criminal versatility.

Mælikvarði 19: Babiak & Hare flokkunin 

Samkvæmt Babiak og Hare listanum myndi Ed Kemper flokkast best sem Klassískur siðblindur maður þar sem hann sýnir öll einkenni siðblindu meðal annars í samskiptum og getur sýnt mikinn sjarma, skortir samúð, lifði hræðilegum lífstíl og er mjög andfélagslegur.

Mælikvarði 12: Stone 22 listinn

Samkvæmt Stone listanum fellur Ed Kemper undir flokk 22: Andfélagslegir pyntinga morðingjar, þar sem pyntingarnar eru aðalatriðið. Hvatir þurfa ekki endilega að vera kynferðislegar. Í hans tilfelli voru hvatirnar aðallega kynferðislegar, hann pynti konurnar og myrti þær að lokum.

Mælikvarði 18: Emerick Hringkenningin

Hringkenning Emerick, Gray & Gray er í 9 þrepum sem:

  1. Vænting höfnunar: Kemper var illa staddur félagslega, upplifði mikla höfnun í æsku og er ekki fært um að treysta fólki.

  2. Særðar tilfinningar: Kemper upplifði einmanaleika í kjölfarið sem yfirfærist í að upplifa sjálfan sig sem fórnarlambið.

  3. Neikvæð sjálfsmynd: Þetta getur falið í sér ýktar ranghugmyndir um sig sjálfan, Kemper átti erfitt með að axla ábyrgð, kenndi móður sinni um allt og hafði mikla sjálfsvorkunn, því á bæði opinber- og dulin neikvæð sjálfsmynd við hann.

  4. Óheilbrigð aðlögun: Kemper lifði óheilbrigðu líferni, hann framdi sjálfsvígstilraunir, var mikið einangraður. Samkvæmt kenningunni er hegðun á borð við þessa tilraun til þess að sýna ekki veikleika.

  5. Frávikskenndar fantasíur: Á þessu stigi samkvæmt kenningunni upplifir morðinginn sig ekki á neikvæðan hátt. Ed Kemper var með kynferðislegar fantasíur, þær geta hafa sprottið í von um hefnd, leit eftir athygli og valdi.

  6. Þjálfunarferlið: Ed Kemper er sagður hafa skutlað konum 150 sinnum áður en hann fór að myrða. Hann hafði því góða æfingu, útvegaði sér tólin sem hann þurfti til þess að t.d. aflima fórnarlömbin. Hann keyrði liðlanga nótt í leit að fórnarlömbum.

  7. Glæpurinn sjálfur: Í æsku myrti Kemper t.d. ketti. Þetta fór því fram í nokkrum skrefum, glæparnir urðu sífellt alvarlegri.

  8. Tímabundin eftirsjá: Hann hlutgerði fórnarlömb sín og vorkenndi sjálfum sér mikið, hann hefði líklega náðst fyrr hefði hann haft enga eftirsjá þó hún hafi líklega varið stutt.

 

Mælikvarði 14: Mindhunter kenningin

Mælikvarði 14, Mindhunter kenningin. Samkvæmt kenningu þeirra Resslers og Douglas hafa raðmorðingjar 10 einkenni. Ed Kemper hefur öll einkenni þessara kenningar.

1. Ed Kemper er hvítur karlmaður.

2. Hann er yfir meðalgreind.

3. Honum gekk þó illa í skóla og átti handahófskenndan og furðulegan atvinnuferil.

4. Æskan hans var erfið og mikil vandamál í fjölskyldu hans, móðir hans var alkóhólisti og faðir hans fjarverandi.

5. Móðir hans glímdi við geðræn vandamál meðal annars með Jaðarpersónuleikaröskun og alkóhólisma.

6. Hann var beittur ofbeldi af móður sinni í æsku bæði líkamlegu og  andlegu.

7. Hann ól sér upp mikið hatur gagnvart konum vegna móður sinni, faðir hans var fjarverandi og þá höfðu áhrif móður hans ennþá meiri áhrif.

8. Hann átti við geðræn vandamál að stríða sem barn.

9. Hann gerði tilraun til sjálfsmorðs, var einangraður og leið illa á táningsárum.

10. Hann var með kynfrávik t.d. sadisma, nágirnd og áhuga á líkamshlutum.

 

Mælikvarði 13: Holmes & Deburger flokkunin

Kenning Holmes og DeBurger reynir að útskýra hvers vegna raðmorðingjar fremja morð. Ed Kemper myndi flokkast undir 3.a. Sjálfselsku Girnd. Hann var dæmdur sakhæfur og hann var að uppfylla kynferðislegar fantasíur með morðum sínum.

Heimildaskrá

  1. Edmund Kemper Stories. (2020). Love life Archives - Edmund Kemper Stories. Edmund Kemper Stories. http://edmundkemperstories.com/blog/category/love-life/

  2. Wikipedia Contributors. (2023, March 28). Edmund Kemper. Wikipedia; Wikimedia Foundation. https://en.wikipedia.org/wiki/Edmund_Kemper#