Richard Ramirez - Night Stalker

Þórey Björk Eyþórsdóttir & Sigurður Jefferson Guarino

Kynning

Ricardo "Richard" Leyva Muñoz Ramirez oft kallaður: The night stalker eða: The Valley Intruder framdi og var dæmdur fyrir 14 morð, 11 kynferðisbrot og 14 innbrot ásamt töluverðum morðtilraunum og árásum. Þetta átti sér allt stað árið 1984 í Los Angeles. Ramirez réðst mest á konur sem hann drap, nauðgaði og pyntaði, yngsta fórnarlamb hans var 9 ára stelpa og elsta var 79 ára kona. Einnig voru einhver fórnarlömb hans strákar/karlar.

Lögreglumynd af Richard Ramirez.

Glæpurinn

27. mars 1985 braust Ramirez inn í hús eins og hann hafði gert mörgum sinnum áður og myrti tvö hjón sem sváfu þar. Hann skaut manninn Vincent Zazzara í höfuðið sem var svolítið einkennandi fyrir Ramirez að skjóta þar á meðan það svaf. Eftir það réðst hann á konu hans Maxine Zazzara þar sem hann nauðgaði henni, skar og seinna stakk hana til dauða. Þegar lögreglumenn komu svo á svæðið sást að Ramirez hafi skóflað úr augu hennar og tekið þau með sér.

Í byrjun þegar þessi morð voru að uppgötvast trúði lögreglan ekki að þetta gat verið einn maður að fremja öll þessi morð, nauðganir og árásir þar sem þessir glæpir voru alltof tilviljunarkenndir og engin röð eða regla á þeim eins og með aðra fjöldamorðingja. Þess vegna voru allir hræddir, hver sem er hefði getað verið fórnarlamb, karl, kona, eldri borgarar, lítil börn, stundum nauðgaði hann bara, stundum nauðgaði hann og myrti. Hann braust einu sinni inn í hús og stal barni úr rúmi sínu, tók það á vinnusvæði, nauðgaði og skildi barnið svo eftir á bensínstöð. Það vissi enginn hver væri næst á listanum.

Glæpavettvangur.

Djöfladýrkandinn Ramirez.

Persónan

Hann Ramirez átti erfiða æsku, hann var yngstur í 5 barna fjölskyldu sem voru innflytjendur frá Mexíkó og faðir hans var mikil ofbeldismaður og alkóhólisti og þegar Ramirez var 5 ára fékk hann flogakast eftir högg frá föður hans og er trú sálfræðinga að það hafi haft langtímaáhrif á þroska og hugræn ferli hans. Hann hætti í grunnskóla í 9. bekk og var ekki í miklum tengslum við fjölskyldu sína nema frænda sinn hann Miguel sem hafði slæm áhrif á hann. Ramirez byrjaði að nota LSD með Miguel aðeins 14 ára og byrjaði seinna með honum á kókaíni. Þegar hann var 13 ára varð hann vitni að morði þegar Miguel skaut konu sína fyrir framan hann og Miguel var sendur á geðheimili. Eftir það byrjaði Ramirez að brjótast inn í hús og stela til að styðja fíkniefnaneyslu hans. Einn einkennandi þáttur sem flest fórnarlömb sem lifðu hann af lýstu honum með hræðilegar og óhugnarlegar tennur og ógeðsleg lykt var af honum.

Ramirez ungur að árum.

Ramirez aðeins eldri.

DSM 5:

19.6. Sadismi

Frá tvítugsaldri myndi áhugi Ramirez á satan aukast og á nokkrum morðvettvangur myndi hann teikna tákn satans á veggi eða fórnalömbin sín með varalit eða hverju sem hann fann, hann virtist líka fá kynferðislega örvun frá athöfn sem tengjast kvölum annara ásamt að heimta það að fórnarlömb myndu biðja til satans.

18.2.1. Andfélagsleg persónuleikaröskun

Hann var endalaust að brjóta á réttindum annarra, hann hugsaði ekkert um það sem er rétt og rangt í samfélaginu. Hann fremur marga glæpi, morð, nauðganir, pyntanir, innbrot og árásir. Einnig hafði hann enga eftirsjá af glæpum sínum.

Svo einnig langar okkur að nefna líka:

16.5.3. Kókaín tengdar raskanir

1.4.1. Athyglisbrestur/ofvirkni

15.3. Hegðunarröskun

18.1.3. Geðklofalík persónuleikaröskun.

Þessar greiningar eiga líka mjög vel við Ramirez. Hann misnotaði vímuefni stanslaust og var um tvítugt byrjaður að nota kókaín sem leiddi til innbrots og svo seinna til morða. Sem krakki var hann greindur með ADHD og Hegðunarröskun og svo skelltum við á hann Geðklofalíkri persónuleikaröskun vegna einkennilegrar hugsunar, hegðunar og útlit mjög sérkennilegt, skortur á vinum, hjátrú og félagsfælni en ekki með neikvætt mat á sjálfum sér.

Endirinn

 30. ágúst 1985 fóra Ramirez  í strætó til að heimsækja bróður sinn, en á þessum tíma án hans vitundar var andlit hans gefið út í öll blöð í Los Angeles eftir að lögreglan hafi loksins fundið tengsl og fundið DNA hjá seinasta nauðgunarfórnalambinu. Þegar hann kom til baka 31. ágúst því bróðir hans var ekki heima voru tvær konur sem þekktu hann og kölluðu hann: El matador, sem þýðist yfir í “morðinginn” hann flúði og hópur af fólki myndaðist til að ná honum. Hann reyndi að stela tveim bílum en að lokum náði hópur af fólki honum, börðu og spörkuðu í hann þar til lögreglan var kölluð til og er sagt að lögreglan hafi bjargað lífi hans frá mannfjöldanum.

Ramirez var dæmdur til dauða árið 1989 eftir nokkra töf og þegar hann labbaði út úr dómsalnum sagði hann: Hey, big deal, death always comes with the territory. I'll see you in Disneyland. Í fangelsi giftist hann einni af mörgum aðdáendum hans en eftir 24 ár á dauðadeildinni dó hann svo 53 ára vegna krabbameins og af tengdum erfiðleikum sem tengjast langvarandi neyslu á kókaíni og öðrum vímuefnum.

Hér má sjá myndband sem lýsir máli hans vel: https://www.youtube.com/watch?v=xghc6gxWvi0

Mælikvarðar

Mælikvarði 8: Cleckley 16 atriði

Það sem á við hann í þessum mælikvarða er 4, 5, 6, 7, 8, 10, 11, 14, 16. Eins og sést töldum við hann Ramirez eiga við 9 af 16 atriðum.

Mælikvarði 11: Hare kenningin

Mælikvarði 11 - Hare kenning: Í factor 1 sem eru geðhrif þar sýnir Ramirez mörg atriði, hann er með mikinn: superficial charm, lack of remorse or guilt fyrir fórnarlömbum sínum, lack of empathy og failure to accept responsibility. Í factor 2 sem er lífsstíll þar er hann með: poor behavioural controls, early behavioral problems, need for stimulation, irresponsibility, juvenile delinquency. Við völdum þennan mælikvarða því hann átti best við.

Mælikvarði 12: Stone 22 listinn

Mælikvarði 12 - Stone 22: Þarna á hann við flokk 16 þar sem hann er andfélagslegur og fremur endalausa glæpi og morð. Einnig á hann við flokk 18 þar sem hann er pyntingar morðingi.

Mælikvarði 17: NOrris 7 fasar

 Mælikvarði 17 - Allir þeir fasar sem Norris setur fyrir getum við séð í hegðun og athöfnum hans. Ramirez er kannski ekki eins mikið fasi 3 þ.e.a.s. wooing því hann braust oft bara inn til fólks og það var ekki mikil tæling í gildrur þar og ég set líka spurningarmerki á seinasta fasann, semsagt þunglyndi því hann virtist allavega ekki vera það og morð hans og hvernig hann lét eftir á eins og í dómsal lýsir ekki manni sem er í einhverri innri baráttu með svoleiðis að okkar mati var hann bara mjög veikur á geði og örugglega með einhvern heilaskaða eftir barning frá föður hans.

Hugrofs fasi: Ramirez fékk mikla örvun við að sjá fórnarlömb sín hrædd og mörg af morðum hans gerði hann í nafni satans en fékk þó örvun af verkum hans.

Veiði fasi: Það byrjaði allt með að Ramirez braust bara inn í hús en um leið og hann drap sitt fyrsta fórnarlamb við innbrot byrjaði hans frenzy en ekki mikil pæling fór í að velja fórnarlömb það var mjög handahófskennt.

Biðils fasi: Ramirez var ekki mikið að setja fyrir gildrur heldur var bara handahófskennt hvern hann myndi brjótast inn á næst.

Handtöku fasi: Flest fórnalömb hans voru sofandi eða vöknuðu við hans verk þar sem hann braust inn í hús að nóttu til þannig hann hafði völdin oftast í þeim aðstæðum.

Morð fasi: Hápunktur Ramirez var að sjá og heyra fórnarlömb sín deyja, kvalir þeirra var örvun fyrir hann.

Minjagrips fasi: Í eitt skipti hafði hann Ramirez skóflað augun út á konu sem hann hafði drepið og tekið þau með sér og eftir nokkur morð hjá honum tók hann stundum með sér nesti frá ísskápum fórnarlambanna.

Þunglyndis fasi: Ramirez átti erfiða æsku, en fremur glæpi sína ekki mikið í hefndarskyni að mínu mati passar þessi fasi ekki alveg við Ramirez því hann var með enga eftirsjá og virðist ekki vera mjög reiður úti neinn þótt það gæti alveg verið að hann drepur sem hefnd á föður hans eða kannski frænda en ég held hann haus hans var að hugsa um allt annað við morðin hans.

Mælikvarði 14: Mindhunter kenningin

Mælikvarði 14: Mindhunter eru alveg með þetta og lýsa okkar manni næstum því hárrétt með með eina villu sem er há greind, Ramirez var ekki með mjög mikla greind kannski vegna heilaskaða en honum gekk illa í skóla eins og Mindhunter segir enda hætti hann í 9. bekk. En allt annað fellur í sinn stað, hann var einhleypur allavegana á tíma morðana, líkamlega misnotaður við æsku, alkóhólismi og dóp í fjölskyldunni, hann lenti í útistöðum við lögreglu og yfirmenn sína, rekinn úr vinnu, hann átti við geðrænan vanda sem krakki, hann var þó ekki með mikla sjálfsmorðs tilfinningar eða ekki af sögn annarra eins og atriði 9 bendir til, en var þó með áhuga á kynfrávikum og hafði verið að perrast mjög mikið bæði sjálfur og með frænda sínum áður en hann varð raðmorðingi.

Mælikvarði 13: Holmes & Deburger flokkunin

Hann Ramirez var líklegast sjálfelskutegund 3.a. Hann myrti og fékk oftast kynferðislega örvun frá verkum sínum, nauðgaði og pyntaði oft fórnalömb sín. Hann vildi heyra þau dýrka satan á meðan hann drap þau, sýndi enga eftirsjá, virtist hafa gert þetta alltaf fyrir sína eigin hvatir og örvun.

Heimildir

  1. Richard Ramirez. (2021, November 12). Biography; Biography. https://www.biography.com/crime/richard-ramirez

  2. Þættirnir Night Stalker; the hunt for a serial killler https://www.netflix.com/watch/81026479?trackId=255824129