Jerry Brudos - Shoe Fetish Slayer

Inga Lilja Hilmarsdóttir & Steinunn Vala Arnarsdóttir

Kynning

Jerry Brudos myrti 4 ungar konur á árunum 1968-1969. Hann var kallaður: The Shoe Fetish Slayer þar sem hann var með mikið blæti fyrir hælaskóm og kom það skýrt fram í öllum morðunum. Hann var strax með óeðlilega hegðun sem barn, sem þróaðist með árunum. Brudos myrti öll fórnarlömb sín með ólíkum kyrkingaraðferðum. Hann nauðgaði líkum þeirra allra, skar af sumum líkamshluta, tók myndir af líkunum og losaði sig við þau öll í sömu ánna. Hér verður farið yfir Brudos sem persónu og glæpi hans. Auk þess verður skoðað mismunandi mælitæki til að reyna að skýra hegðun hans t.d. hverjar hvatir hans voru til að drepa.

Mynd af Brudos þegar hann var ungur.

Heimild: https://allthatsinteresting.com/jerry-brudos

Glæpurinn

Jerry Brudos myrti að minnsta kosti fjórar ungar konur og reyndi að myrða tvær í viðbót. Hann framdi sitt fyrsta morð í janúar 1968. Þá bankaði hin 19 ára gamla Linda Slawson uppá hjá honum þegar öll fjölskyldan var heima. Brudos fékk hana til að fylgja sér niður í kjallara þar sem að hann rotaði hana og kyrkti svo. Brudos lék sér við það að klæða lík Lindu í föt og skó, stillti henni upp í örvandi stellingar og tók myndir. Hann skar svo af henni vinstri fótinn, sem hann geymdi í frysti og klæddi í hælaskó. Hann losaði sig við líkið í Willemette ánna sem var í nágrenninu. Í nóvember sama ár kom hann að Jan Susan Whitney einni úti í vegkanti. Hann bauð henni far en kyrkti hana svo til dauða og nauðgaði henni í bílnum. Hann tók lík hennar heim og hengdi í loftið í bílskúrnum. Hann klæddi hana upp í ýmis föt, tók myndir og nauðgaði líkinu. Eftir nokkra daga skar hann af henni eitt brjóstið sem hann geymdi og losaði sig svo við líkið og fót Lindu í sömu ánna.

Í mars 1969, fór Brudos uppklæddur í kvenmannsfötum með byssu út í búð og rændi 18 ára gamalli Karen Sprinkler. Hann fór með hana heim þar sem hann lét hana klæða sig í skó og föt og tók myndir af henni, nauðgaði henni og hengdi hana svo. Hann nauðgaði líkinu oft eftir að hún lést og skar af henni bæði brjóstin. Eftir nokkra daga losaði hann sig við líkið í ánni. Í apríl 1969 reyndi hann að ræna tveimur stelpum en það gekk ekki eftir. Daginn eftir fór hann út og rændi fjórða og síðasta fórnarlambinu sínu, Lindu Salee. Hann tók hana með sér heim, nauðgaði henni og myrti. Hann lék sér með líkið en ákvað að skera ekki af henni brjóstin eins og af hinum þar sem honum fannst þau of bleik. Að lokum losaði hann sig við líkið í ánna. Eftir hvert morð sem Brudos framdi þá fór hann í háa hæla og stundaði sjálfsfróun yfir líkinu.

Mynd af Jerry Brudos þegar hann er handtekinn og af fórnarlömbum hans.

Heimild: https://allthatsinteresting.com/jerry-brudos

Persónan

Jerry Brudos var fæddur 31. janúar árið 1939 í South Dakota. Hann var yngstur af tveimur bræðrum en móður hans hafði alltaf langað í stelpu og var því mjög vonsvikin þegar hún eignaðist hann. Hún beitti hann því miklu andlegu og líkamlegu ofbeldi. Fjölskylda hans flutti mikið þegar hann var barn, en endaði svo í Oregon. Brudos byrjaði að hafa mikinn áhuga á skóm kvenna þegar hann var aðeins 5 ára gamall. Sá áhugi byrjaði þegar hann tók eftir háum hælum á ruslahaugum og ákvað að taka þá með sér heim, mömmu hans til mikillar óánægju. Hann reyndi þá að fela skóna fyrir henni en hún fann þá og brenndi. Eftir þetta atvik byrjaði hann að mynda þráhyggju fyrir hælaskóm og safna þeim í leyni. Þráhyggjan hans jókst með árunum og varð alvarlegri. Í fyrsta bekk var hann byrjaður að stela skóm frá kennara sínum.

Hann byrjaði sem unglingur að eltihrella konur, lemja, kirkja þær og stela skóm þeirra. Þegar hann var 17 ára var hann svo handtekinn fyrir líkamsárás og lagður inn á geðheimili í 9 mánuði. Þar var hann greindur með Geðklofa og var komist að því að kynferðislegu fantasíur hans voru vegna haturs hans á móðir sinni og konum. Þrátt fyrir allt sem gerðist á unglingsárum kláraði hann framhaldsskóla árið 1957 og stuttu seinna varð hann rafvirki. Nokkrum árum seinna giftist hann henni 17 ára Darcie og eignuðust þau tvö börn. Hann byrjaði snemma að sýna brenglaða hegðun gagnvart konu sinni og lét hana meðal annars elda nakta í háum hælum á meðan hann tók myndir af henni.

Brudos var mjög líklega með nokkrar geðraskanir:

Blætisdýrkun 19.2. Við teljum Brudos hafa verið með blætisdýrkun þar sem hann mikla þráhyggju fyrir háhæluðum kvenmannsskóm. Hann var með sterkar kynhvatir þegar hann sá og snerti skó og stundaði sjálfsfróun bæði yfir háhæluðum skóm og þegar hann klæddist þeim.

Nágirnd 19.9.2. Við teljum Brudos hafa verið með nágirnd þar sem hann örvaðist kynferðislega við að fremja kynferðislegar athafnir á líkum. Hann nauðgaði allavega þrem af fjórum fórnarlömbum sínum eftir að hann drap þær.

Andfélagsleg persónuleikaröskun: 18.2.1. Við teljum Brudos hafa verið með anfélagslega persónuleikaröskun þar sem hann byrjaði snemma að brjóta af sér og lenda í kast við lögin með því að stela skóm, ráðast á ungar konur og fleira. Hann var hvatvís, þar sem hann framdi fyrstu 2 morðin þegar tækifæri gafst án þess að hafa skipulagt þau. Hann var mjög ofbeldisfullur þar sem hann var endurtekið að sýna árásarhneigð. Honum skorti einnig eftirsjá á glæpum sínum.

Mynd af Jerry Brudos.

Heimild: https://criminalminds.fandom.com/wiki/Jerry_Brudos

Endirinn

Þann 10. maí 1969 var maður að veiða í Willamette ánni og kom þá auga á lík Lindu Salee. Hann tilkynnti það til lögreglu og í kjölfarið var hafin leit í ánni og þar fannst líka lík Karenar. Borin voru kennsl á líkin með tannlæknaskrá. Þær höfðu báðar verið bundnar við þunga hluti með koparvír svo þær myndu sökkva. Þær voru báðar bundnar með hætti sem benti til þess að morðinginn hefði unnið sem rafvirki. Þar sem að Karen hafi stundað nám í háskólanum í bænum fór lögreglan að spyrja ungar konur í háskólanum hvort þær hafi orðið varar við einhverja sérkennilega hegðun. Ein kona svaraði játandi og sagði frá því að maður hafi hringt í hana og boðið henni á stefnumót. Hún fór með honum á eitt stefnumót en henni fannst hann óþægilegur þar sem hann minntist á þessi tvö lík sem fundust í ánni. Hún hjálpaði lögreglunni að finna Brudos með því að biðja hann um annað stefnumót, en þegar hann mætti var lögreglan þar. Þegar lögreglan ræddi við hann virtist hann vera mjög eðlilegur maður sem hafði ekkert að fela. Lögreglan fór í kjölfarið heim til hans og fann líkamshluta, myndir af líkunum og koparvír eins og líkin voru bundin með. Brudos var handtekinn í júni 1969 og játaði á sig sök á öllum fjórum morðunum en hann var aðeins ákærður fyrir morðin á Jan, Karen og Linda Salee. Brudos fékk þrjá lífstíðardóma og sat inni í 37 ár í Oregon State Penitentiary eða þar til hann lést árið 2005.

Myndband: https://www.youtube.com/watch?v=g1RCbIMI0Qs&t=26s

Mælikvarðar

Mælikvarði 8: cleckley 16 atriði

01. Yfirborðssjarmi/góð “greind.“ 02. Engin merki um geðrof. 03. Ekkert stress né taugaveiklun. 04. Óáreiðanleiki. 05. Ósannsögli og óheiðarleiki. 06. Skortur á eftirsjá eða skömm. 07. Ástæðulítil andfélagsleg hegðun. 08. Fátækleg tilfinningaviðbrögð. 09. Sjúklega sjálfsmiðaður og ástleysi. 10. Léleg dómgreind/lærir ekki af reynslunni. 11. Skortur á innsæi. 12. Lítil félagsleg svörun. 13. Fjarstæðukennd og óumbeðin hegðun. 14. Sjálfsmorð sjaldan framkvæmt. 15. Lítið og ópersónulegt kynlíf. 16. Fylgja ekki neinni lífsáætlun.

Cleckley mælikvarðinn á ágætlega við Jerry Brudos. Okkur fannst 13 atriði af 16 passa vel við hann. Hann var yfir meðalgreind og virtist eðlilegur fjölskyldufaðir þar sem hann var áreiðanlegur og í stöðugri vinnu. Eftir því sem okkur sýnist þá sýndi hann ekki merki um geðrof á fullorðinsárum og virtist ekki vera stressaður né taugaveiklaður. Hann var mjög óheiðarlegur, sjálfselskur og sýndi litlar tilfinningar og enga eftirsjá þegar komst upp um hann. Hann hafði lélega dómgreind, lítið innsæi og lærði ekki af reynslu sinni þar sem hann hélt alltaf áfram að brjóta af sér. Hann sýndi fjarstæðukennda og óumbeðna hegðun þar sem hann eltihrellti, beitti ofbeldi, nauðgaði og myrti. Ekki er vitað til þess að hann hafi glímt við sjálfsvígshugsanir.

Mælikvarði 11: Hare kenningin

Á Hare skalanum teljum við Brudos passa við þátt 2 sem er Félagsleg frávik og undirþáttinn Andfélagsleg hegðun. Við teljum hann passa við það þar sem hann byrjaði snemma að sýna hegðunarvandamál og brjóta af sér. Hann var handtekinn á unglingsárum og sat inni á geðheimili fyrir glæpinn. Hann átti erfitt með að stjórna hvötum sínum og hegðun þar sem að hann drap og misnotaði fjórar konur. Hann sýndi mikla fjölbreytni í glæpahegðun sinni þar sem að hann meðal annars eltihrellti, stal skóm, nærfötum, nauðgaði og myrti.

Mælikvarði 15: CCM flokkunin

Við teljum að flokkurinn sexual homicide eigi best við morð Brudos. Að okkar mati er ekki hægt að flokka öll morðin í sama flokk og því teljum við að fyrstu tvö morðin hafa verið í undirflokknum 131: Sexual homicide disorginized og seinni tvö morðin í undirflokknum 132: Sexual homicide organized. Fyrstu tvö morðin voru ekki plönuð og gerð í hvatvísi þegar tækifæri gafst. Hann drap þær báðar um leið og hann hafði þær í einrúmi og nauðgaði líkunum. Hann geymdi líkamshluta og gekk ekki frá glæpavettvangi sem var bílskúrinn hans, hins vegar faldi hann bæði líkin í ánni nálægt heimili sínu. Seinni tvö morðin voru plönuð, hann fór sérstaklega út í þeim tilgangi að finna fórnarlömb. Hann rænir þeim og er með stjórnina, bindur eina niður og tekur sinn tíma áður en hann drepur. Hann gengur frá líkunum og felur þau í á til að losa sig við þau.

Mælikvarði 17: Norris 7 fasar

1. Hugrofs fasi. 2. Veiði fasi. 3. Biðils fasi. 4. Handtöku fasi. 5. Morð fasi. 6. Minjagrips fasi. 7. Þunglyndis fasi.

Mælikvarði Norris passaði ekki alveg við Jerry Brudos, þá sérstaklega fyrri fasarnir. Hugrofs fasinn passar ekki vel við hann. Það er lítið vitað um hvernig Brudos upplifði raunveruleikann á meðan að morðunum stóð en við getum ímyndað okkur að hann hafi verið í eitthvers konar hugrofi. Hann á ekki vel við veiði fasann þar sem hann undirbjó ekki fyrri tvö morðin, en undirbjó seinni tvö. Biðils fasinn á vel við hann þar sem að hann finnur ungar konur og nær strax stjórninni. Handtöku fasinn á vel við þar sem hann annað hvort myrðir þær strax eða rænir þeim og fer með heim til sín. Morð fasinn á ágætlega við hann. Við teljum aðalatriðið við þetta allt saman sé morðið sjálft og kynferðislegi unaðurinn sem hann fékk eftir morðið. Minjagrips fasinn átti hins vegar mjög vel við þar sem að hann skar af sumum fórnarlömbunum líkamshluta sem að hann notaði fyrir kynferðislegan unað eftir morðin. Hann tók einnig myndir af líkunum í ýmsum stellingum og geymdi skó þeirra. Þunglyndis fasinn á ekki vel við hann, ekki er vitað til þess að hann hafi orðið þunglyndur eða fundið fyrir vonleysi eftir morðin.

Mælikvarði 14: mindhunter kenningin

Kenningin á ágætlega við Brudos þar sem 8 af 10 atriðum eiga vel við hann. Hann var hvítur karlmaður, þó ekki einhleypur, hann var yfir meðalgreind en menntaði sig og hélt góðri vinnu. Móðir hans vildi eignast stúlku og beitti hann andlegu og líkamlegu ofbeldi og pabbi hans misnotaði áfengi og eiturlyf. Vegna ofbeldis frá móður þróaði hann með sér mikið hatur á konum. Hann byrjaði snemma að brjóta af sér og lenda í kasti við lögin og sat inni á geðheimili sem unglingur vegna brota. Ekki eru merki um að hann hafi verið með sjálfsvígshugsanir á neinum tímapunkti. Hann var með mikil kynfrávik og blæti fyrir háhæluðum kvenmannsskóm.

Mælikvarði 13: Holmes & DeBurger flokkunin

Við teljum Brudos hafi flokkast undir 3a. Sterkar hvatir; sjálfselsku girnd. Hann drap bara fyrir sig, sínar hvatir og sinn kynferðislega unað.

Heimildir

  1. Wikipedia (e.d.) Jerry Brudos. Wikipedia.

    https://en.wikipedia.org/wiki/Jerry_Brudos#:~:text=had%20set%20up.-,Murders%20and%20incarceration,door%20on%20January%2026%2C%201968

  2. Jaclyn Anglis (2022, 15. maí). Inside The Grim Crimes Of Serial Killer Jerry Brudos, ‘The          Shoe Fetish Slayer’. ATI. https://allthatsinteresting.com/jerry-brudos

  3. Killer Cloud. (e.d.). Jerome Jerry Brudos. Killer Cloud.

    https://killer.cloud/serial-killers/show/330/jerry-brudos