Beverley Allitt

Beverley Allitt - Angel of Death

Katrín Sól Þórðardóttir

Kynning

Beverley Gail Allitt er bresk kona fædd 4. október 1968 sem gerir hana 54 ára gamla í dag. Allitt vann sem hjúkrunarfræðingur og myrti að minnsta kosti fjögur börn. Fórnarlömb hennar eru talin vera 13 talsins í heildina. Allitt er einnig kölluð: Angel of Death þar sem hún leit út fyrir að vera algjör engill, virtist vera svo góð við skjólstæðinga sína og ættingja þeirra en var það að vísu alls ekki. Hún var að verki frá febrúar 1991 fram í apríl 1991 þegar hún var svo handtekin stuttu seinna. Beverley var að vinna á Grantham og Kesteven spítalanum í Lincolnshire í Bretlandi á fæðingar- og barnadeild.

Beverley Gail Allitt.

Glæpurinn

Fyrsta fórnarlamb Beverley Allitt var hinn 7 mánaða gamli Liam Taylor. Hann hafði lagst inn á sjúkrahús á deildina þar sem Allitt vann þann 21. febrúar 1991. Hann hafði verið veikur með sýkingu í lungum, en ekki bráðveikur. Allt í einu þegar Beverley er ein með honum fer hann í hjartastopp og Beverley kallar í endurlífgunarteymið. Þau náðu að endurlífga hann en Liam hlaut mikinn heilaskaða og var í öndunarvél sem foreldrar hans, í samráði við lækni, tóku hann að lokum úr og Liam lést. Dánarorsök hans var upphaflega skráð sem hjartastopp.

Aðeins tveimur vikum seinna var komið að næsta fórnarlambi Allitt en það var hinn 11 mánaða gamli Timothy Hardwick. Timothy var með CP hreyfihömlun (e. cerebral palsy) og flogaveiki. Timothy hafði lagst inn á deildina sem Allitt var að vinna þann 5. mars. Hann hafði fengið flogakast og þess vegna þurft innlögn. Eins og hér áður þá fór Timothy í hjartastopp þegar Allitt var ein með drengnum. Endurlífgunarteymi var kallað út en ekki náðist að endurlífga Timothy. Krufning var gerð en ekki náðist að finna skýringu og var því flogaveiki hans skráð sem dánarorsökin.

Næstu fórnarlömb Allitt voru tveggja mánaða gömlu tvíburarnir Katie og Becky Philips. Þær höfðu fæðst fyrir tímann og voru þess vegna á deildinni hjá Allitt í eftirliti þann 1. apríl 1991. Beverley kallar á lækna og segir að Becky litla virðist vera í blóðsykursfalli og köld viðkomu en læknarnir fundu ekkert að henni. Becky var send heim með móður sinni en þessa sömu nótt lést Becky. Engin sérstök dánarorsök fannst við krufningu. Katie, hinn tvíburinn, fór í öndunarstopp nokkrum dögum eftir að Becky lést. Þó náðist að endurlífga hana en öndunarstoppið olli lömun, CP hreyfilömun og sjón- og heyrnarskaða. Móðir tvíburanna þakkaði Allitt fyrir að hafa náð að bjarga Katie litlu og bað móðirinn Allitt um að vera guðmóðir Katie, sem hún samþykkti með glöðu geði.

Allitt með eitt kornabarnið.

Síðasta fórnalamb Allitt var Claire Peck, 15 mánaða gömul stelpa með asthma. Claire leggst inn á deildina sem Allitt vann á þann 22. apríl 1991. Eftir aðeins nokkrar mínútur í umsjá Allitt fór Claire litla í hjartastopp. Það náðist að endurlífga hana en stuttu seinna, þegar Allitt var aftur í einrúmi með stelpunni fór hún aftur í hjartastopp og lést. Niðurstaða krufningar var að Claire hefði dáið af náttúrulegum orsökum.

Fórnalömb Allitt voru mun fleiri, eða 13 í heildina, en þau lifðu af. Flest voru þau send á annað sjúkrahús eftir endurteknar endurlífgunartilraunir þar sem sjúkrahúsið sem Allitt vann á taldi sig ekki vera reiðubúin í að sjá um þessi börn og þeirra sjúkdómsástand.

Persónan

Beverley Allitt átti þrjú systkini og foreldrar þeirra voru bæði í vinnu og áttu í erfiðleikum með að sýna öllum börnunum nægilega athygli. Uppeldi Allitt var þó alls ekki slæmt en hún hefur greint frá því að henni finndist hún ekki hafa fengið næga athygli sem barn og að eldri systir hennar hafi fengið töluvert meiri athygli en hún. Eldri systir Allitt var góður námsmaður, myndarleg og var bara hreinlega yfir meðallagi í flestu en Beverley var það ekki. Beverley var ekki góður námsmaður, var í offitu, átti fáa vini og undir meðallagi í öllu sem hún gerði. Hún hefur sagt að hún hafi alltaf litið á eldri systur sína sem útgáfu af sjálfri sér sem hún sjálf gæti aldrei orðið.

Beverley lenti í einelti sem barn sökum ofþyngdar og var það eina athyglin sem hún fékk frá samnemendum sínum. Beverley var oft mjög einmanna á unglingsárunum og þráði að fá athygli frá hinum börnunum. Beverley áttaði sig á því að ef hún var með plástra, gips eða eitthvað slíkt þá fékk hún þessa athygli frá hinum börnunum sem hún þráði og þá vorkenndu þau henni. Hún byrjaði því að gera sér upp einkenni og sjúkdóma, bjó sér til dæmis til gips sem hún fór reglulega með í skólann. Eftir einhvern tíma fóru krakkarnir hinsvegar að venjast því að Beverley væri með gips og plástra og hættu að gefa henni athygli út á það, en það var þá sem Beverley byrjar að skaða sig raunverulega. Beverley hélt áfram að gera sér upp sjúkdóma og einkenni alveg fram á fullorðinsárin.

Beverley Allitt leit út fyrir að vera hinn eðlilegasti hjúkrunarfræðingur en hún var það í raun og veru alls ekki. Það eina sem yfirmenn hennar gátu sett út á hana var hve marga daga hún var frá vinnu sökum veikinda. Hún var nefnilega alltaf að gera sér upp einkenni og sjúkdóma til að fá athygli og vorkun. Foreldrar barnanna á deildinni hjá Beverley hinsvegar dýrkuðu hana og dáðu, hún virtist vera svo ljúf og góð og hafði oft boðið sig fram til að mæta í vinnu launalaust til að hugsa sérstaklega um einstök börn, sem sum hver lentu svo í því að Beverley reyndi að myrða þau.

Allitt hefur verið greind með Uppgerðarröskun en það er þegar einstaklingur falsar líkamlegum eða sálfræðilegum einkennum eða framkallar skaða eða sjúkdóma. Ástæða fyrir þessum fölsunum og framköllunum á einkennum eða sjúkdómum er til að fá athygli eða í tengslum við einhver svik.

Beverley Allitt með móður og einu af fórnarlömbum sínum.

Ég myndi greina Allitt  með bæði Uppgerðarröskun einstaklings og Uppgerðarröskun annarra. Röskun hennar byrjar sem uppgerðarröskun einstaklings en þróar síðan út í uppgerðarröskun annarra, eftir að hún hættir að fá athygli og vorkun út á einkenni og sjúkdóma hjá sjálfri sér. Uppgerðarröskunin þróaðist líklegast úr uppgerðarröskun einstaklings yfir í uppgerðarröskun annarra þegar hún byrjar að vinna sem hjúkrunarfræðingur. Alveg frá því í æsku var hún að gera sér upp einkenni og sjúkdóma. Allitt var að framkalla sjúkdóma og skaða hjá fórnarlömbum sínum til að hún sjálf myndi fá athygli.

Ef ég ætti að greina Allitt með persónuleikaröskun þá myndi ég greina hana með Sjálfhverfa persónuleikaröskun. Hún er rosalega sjálfhverf, hún þarfnast ýkta aðdáun, hana skortir hluttekningu og sýnir örlitla mikilmennsku hegðunarmynstur.

Endirinn

Eftir fjórða og síðasta morð Allitt fóru viðvörunarbjöllur að hringja hjá einum lækninum, Dr. Nelson Porter. Honum fannst sérstaklega einkennilegt hve mörg börn höfðu verið að lenda í öndunar- eða hjartastoppi síðastliðna mánuði. Hann hélt upprunarlega að það væri einhver galli í meðferð þeirra á sjúkrahúsinu, hann grunaði aldrei að það væri einn hjúkrunarfræðingur viljandi að valda öllum þessum skaða. Hann fer að skoða nánar blóðprufuniðurstöður og krufningarniðurstöður hjá börnunum sem höfðu látist og einnig hjá börnunum sem fóru skyndilega í hjartastopp eða öndunarstopp en dóu ekki. Hann skoðaði nánar krufningarniðurstöður hjá Claire, síðasta fórnarlambi Allitt. Dr. Porter kom auga á óvenjulega mikið magn af kalíum í blóði Claire. Samkvæmt Cleveland Clinic getur of mikið magn af kalíum leitt til hjartastopps. Dr. Porter var lengi að velta sér upp úr þessu öllu saman en það sem var sameiginlegt í öllum málunum var of hár skammtur af annað hvort insúlín eða kalíum og það að Beverley Allitt hafi verið hjúkrunarfræðingurinn þeirra þegar þau létust.

Eftir að hafa fengið þessar upplýsingar hringir Dr. Porter á lögregluna og þá byrjar boltinn að rúlla. Samtals voru fórnarlömb Allitt 13 talsins en fjögur þeirra létust. Í nóvember 1991 var Allitt ákærð en réttarhöldin voru ekki fyrr en í febrúar 1993. Ástæða fyrir því að réttarhöldin voru svona seint var að Allitt var endurtekið veik þegar átti að halda réttarhöldin, einnig þróaði Allitt með sér lystarstol á þessum tíma. Það hefur verið í umræðunni hvort Allitt hafi viljandi þróað með sér lystarstol vegna þess að hún var ekki að fá neina athygli né vorkun sem hún þráði vegna uppgerðarröskunarinnar. Allitt var ákærð fyrir morðin fjögur, 11 tilraunir til manndráps og að hafa valdið 11 börnum alvarlegu líkamstjóni. Allitt var fundin sek af öllum þessum ákærum og var dæmd í 13 samfellda lífstíðardóma fyrir morðin og morðtilraunirnar. Allitt var ekki send í fangelsi heldur á lokaða geðdeild vegna andlegra veikinda hennar.

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=CULSKXX0qAo

Mælikvarðar

Mælikvarði 8: kleckley 16 atriði

Hegðun Beverley Allitt passar við 10 einkenni af 16 einkennunum sem eru á listanum. Hún sýnir engin merki um geðrof, hún er óáreiðanleg og óheiðarleg, hana skortir eftirsjá og skömm, hún sýnir fátækleg tilfinningaviðbrögð, er mjög sjálfsmiðuð, með lélega dómsgreind, skortir innsæi, sýnir fjarstæðukennda og óumbeðna hegðun og hefur ekki framið sjálfsmorð.

Mælikvarði 19: Babiak & Hare flokkunin

Ég myndi telja að Beverley Allitt falli í Manipulative psychopath flokkinn í mælikvarða Babiak og Hare. Hún er mjög sjarmerandi og yfirvegaður hjúkrunarfræðingur sem fólk treystir. Móðir eins barnsins sem hún myrti bað hana um að vera guðmóðir annars barns hennar, sem mér finnst segja svolítið mikið um hversu sjarmerandi, indæl og "eðlileg" hún leit út fyrir að vera.

Mælikvarði 15: CCM flokkunin

Mér finnst Beverley Allitt falla í flokk 126 í mælikvarða CCM, Nonspecific-motive murder. Beverley var andlega veik en hún var greind með uppgerðarröskun einstakling og uppgerðarröskun annarra. Hún drap börnin til þess að hún sjálf fengi athygli, líklega athyglin sem hún síðan fekk, þ.e. þakkir frá foreldrum fyrir að hafa reynt að bjarga börnunum þeirra, fyrir góða umönnum og svo framvegis.

Mælikvarði 18: Emerick hringkenningin

Það er svolítið erfitt að ákveða hvort Allitt passi í hringkenningu Emerick o.fl. vegna þess hve lítið er í raun vitað um hana. Hún er jú hrædd við höfnun og vill fá athygli og aðdáun frá öðrum og hún lítur mikið á sjálfa sig sem fórnarlambið en ekki einstaklingana sem hún myrðir. Neikvæða sjálfsmynd hennar lýsir sér einmitt í mikilli sjálfsvorkunn. Ekki er beint vitað hvort Beverley aðlagi sig á óheilbrigðann hátt en það mætti alveg segja að það að hún leiti í foreldra fórnarlamba sinna til að fá vorkunn sé mjög óheilbrigð aðlögun. Fantasíurnar hennar Allitt eru helst það að fá athyglina sem fylgir morðunum og hún getur þá orðið að fórnarlambinu. Þjálfunarferlið hjá Beverley er væntanlega að velja sér sjúkling til að reyna að myrða, verða sér út um annað hvort insúlín eða kalíum sem hún sprautar í börnin svo þau fari í hjartastopp eða öndunarstopp. Svo fer hún og fremur glæpinn sjálfan. Allitt fann ekki fyrir eftirsjá eftir að hafa framið glæpina. Hún réttlætir morðin fyrir sér, hún fékk athygli og þess vegna getur hún gert þetta aftur og aftur.

Mælikvarði 14: Mindhunter kenningin

Beverley Allitt passar ekkert við Mindhunter kenninguna. Hún er ekki hvítur einhleypur karlmaður, hún er ekki yfir meðalgreind og fjölskylda hennar virðist ekki vera vandamála fjölskylda. Hún hefur vissulega langa sögu um geðræn vandamál en það tíðkast ekki miklir glæpir né alkóhólismi í fjölskyldunni, það er ekki vitað til þess að hún hafi verið misnotuð í æsku. Hún virðist hafa átt nokkuð eðlileg sambönd við móður og föður, fyrir utan skort áa athygli að eigin sögn. Beverley lenti ekki á neinum stofnunum sem barn en átti þó við geðræn vandamál að stríða sem barn og unglingur. Ekki er vitað til þess að Beverley hafi glímt við sjálfsmorðshugsanir eða verið í sjálfsmorðshættu á unglingsárum og hún var ekki með nein kynfrávik. Beverley Allitt gæti ekki passað verr í þennan mælikvarða satt að segja, enda er hún ekki þessi týpiski morðingi.

Mælikvarði 13: Holmes & DeBurger flokkunin

Mér finnst Beverley Allitt ekki smellpassa í neinn flokkinn á mælikvarða Holmes og DeBurger en af öllum flokkunum myndi ég segja að hún passi best í 3.c. sem er sjálfselsku þægindi. Beverley myrti börnin vegna þess að hún hlaut gagn af því en hún fékk aukna athygli við það. Ef ég ætti að flokka Beverley Allitt í flokk eftir því hvort hún sé ósakhæf eða sakhæf þá myndi ég líklega setja hana í miðjuna. Miðjuflokkurinn er Hugsjónar flokkurinn en þar er spurningamerki sett við ósakhæfina, hún er vissulega mjög veik á geði en hún vissi að þetta væri ekki rétt.

Heimildir

  1. Beverley Allitt Biography. (2020). Biography. https://www.biography.com/crime/beverley-allitt.

  2. Eleanor Neale (Leikstjóri). (2022a, 9. apríl). THE „NIGHTMARE NURSE“ SERIAL KILLER (Beverley Allitt). https://www.youtube.com/watch?v=PPiFzJ5GAcw.

  3. Eleanor Neale (Leikstjóri). (2022b, 14. apríl). The „Angel of Death“ Serial Killer (Beverley Allitt) part 2. https://www.youtube.com/watch?v=7-S_zajoifI.

  4. Hyperinsulinemia: What It Is, Causes, Symptoms & Treatment. (2022). Cleveland Clinic. https://my.clevelandclinic.org/health/diseases/24178-hyperinsulinemia.

  5. Hyperkalemia (High Blood Potassium): Symptoms, Causes & Treatment. (2020). Cleveland Clinic. https://my.clevelandclinic.org/health/diseases/15184-hyperkalemia-high-blood-potassium.