Harold Shipman

Helga Margrét Rúnarsdóttir & Ólöf Jóhanna Sigurþórsdóttir

Kynning

Harold Shipman var breskur læknir og einn afkastamesti raðmorðingi í sögunni. Hann var dæmdur fyrir að myrða 15 sjúklinga sína árið 2000, en talið er að hann hafi myrt að minnsta kosti 218 manns á margra ára tímabili, þá aðallega eldri konur. Hann varð heltekinn og háður morðunum þar sem þau gáfu honum vald og stjórn. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn.

Lögreglumynd af Harold Shipman.

Glæpurinn

Harold Frederick Shipman drap sjúklinga sína með því að gefa banvæna skammta af lyfinu díamorfín, einnig þekkt sem heróín. Hann sprautaði lyfinu inn í fórnarlömb sín, annað hvort beint í blóðrás þeirra eða með dreypi í æð. Díamorfín er öflugt verkjalyf og er almennt notað til að lina alvarlega verki. Hins vegar, í stórum skömmtum, getur það valdið öndunarbilun og dauða. Shipman gaf lyfið oft í miklu meira magni en nauðsynlegt er, sem olli því að sjúklingar hans dóu úr ofskömmtun. Fórnarlömb Shipmans voru yfirleitt eldri konur sem bjuggu einar og höfðu sögu um langvinn veikindi eða voru í veikburða ástandi. Hann heimsótti heimili þeirra í þeim tilgangi að veita læknisaðstoð og sprautaði þá í þær lyfinu þar sem þær voru einar og viðkvæmar. Auk þess falsaði hann sjúkraskrár til að láta líta út fyrir að sjúklingarnir hefðu látist af náttúrulegum orsökum og breytti jafnvel erfðaskrá sinni til að erfa bú þeirra.

Shipman og til hægri lyfjaskammturinn sem hann notaði.

Persónan

Harold Shipman fæddist í Nottingham í Englandi árið 1946 og ólst upp í miðstéttar fjölskyldu. Eftir að hafa lokið læknisprófi við Leeds háskóla starfaði hann sem læknir á nokkrum sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum um Bretland áður en hann byrjaði sína eigin stofu í Hyde í Manchester árið 1993. Shipman var þekktur fyrir að vera mjög greindur og metnaðarfullur. Auk þess var hann talinn hæfur og traustur læknir af mörgum sjúklingum sínum. Hann var líka þekktur fyrir að vera sannfærandi og heillandi. Þrátt fyrir þetta var hann þekktur fyrir að vera mjög stjórnsamur, ráðríkur og hafði orð á sér fyrir að vera erfiður í samstarfi. Hann var einnig grunaður um að hafa stolið fíkniefnum frá fyrrverandi vinnustað sínum, þótt hann hafi aldrei verið ákærður fyrir brotið.

Það eru engar skýrar vísbendingar sem benda til þess að Harold Shipman hafi verið með greinanlegar geðraskanir, jafnvel þó að hann hafi sýnt fjölda persónueinkenna sem tengjast Siðblindu og Sjálfhverfri persónuleikaröskun. Í samhengi við glæpi hans og hegðun teljum við hann vera Sadista þar sem hann naut þess að kvelja aðra og sjá þá kvalda. Einnig teljum við hann hafa verið með Ópíum röskun (efnatengdar og ávana raskanir) þar sem hann var háður pethidine í upphafi starfsferilsins, sú fíkn breyttist síðar í morðfíkn. Að lokum er hann augljóslega með Sjálfhverfa persónuleikaröskun þar sem hann sýndi langvarandi hegðunarmynstur mikilmennsku, var með ofvaxið sjálfsálit, skorti samúð með öðrum og sýndi hroka í hegðun og viðhorfum.

Harold Frederick Shipman heimilislæknir.

Endirinn

Harold Shipman var handtekinn 7. september 1998, eftir að áhyggjur bárust af miklum fjölda dauðsfalla meðal sjúklinga hans. Síðasta fórnarlamb Shipmans, Kathleen Grundy, var auðug 81 árs gömul ekkja sem hafði nýlega gert upp erfðaskrá sína sem útilokaði Shipman frá búi hennar. Eftir lát Grundy fylltist dóttir hennar grunsemda og fór fram á krufnun sem leiddi í ljós banvænt magn diamorfíns í kerfi hennar. Lögreglan hóf þá rannsókn á starfsemi Shipmans og fann vísbendingar um að hann hefði markvisst myrt sjúklinga sína í mörg ár. Shipman var ákærður fyrir 15 morð og eitt skjalafals sem tengdist erfðaskrá Grundys. Í réttarhöldunum yfir honum sem hófust í október 1999 sagðist Shipman vera saklaus af öllum ákæruliðum. Réttarhöldin voru eitt umfangsmesta sakamál í sögu Bretlands og vöktu mikla athygli fjölmiðla. Verjendateymi Shipmans hélt því fram að dauðsföll sjúklinga hans væru af náttúrulegum orsökum og að hann væri á ósanngjarnan hátt skotmark saksóknara. Hins vegar voru sönnunargögnin gegn honum yfirþyrmandi og hann var fundinn sekur á öllum ákæruliðum þann 31. janúar, árið 2000. Shipman var dæmdur í lífstíðarfangelsi með þeim tilmælum að hann yrði aldrei látinn laus. Auk þess var hann sviptur læknisleyfi sínu. Hann eyddi því sem eftir var ævi sinnar í fangelsi þar til hann hengdi sig í klefa sínum 13. janúar 2004, 57 ára að aldri. Mál hans er enn eitt átakanlegasta dæmi um læknamisferli og hefur haft varanleg áhrif á læknastéttina og réttarkerfið í Bretlandi.

Heimild: Stutt myndband sem lýsir málinu vel: https://www.youtube.com/watch?v=zXQ1T8NvZtI

MÆLIKVARÐAR

Mælikvarði 8: cleckley 16 atriði

1. Yfirborðslegur sjarmi og góð greind. 2. Engin merki um geðrof. 3. Ekkert stress né taugaveiklun. 4. Óáreiðanleiki. 5.Ósannsögli og óheiðarleiki. 6. Skortur á eftirsjá eða skömm. 7. Ástæðulítil andfélagsleg hegðun. 8. Fátækleg tilfinningaviðbrögð. 9. Sjúklega sjálfsmiðaður og ástleysi. 10. Léleg dómgreind, lærir ekki af reynslunni. 11. Skortur á innsæi. 12. Lítil félagsleg svörun. 13. Fjarstæðukennd og óumbeðin hegðun. 14. Sjálfsmorð sjaldan framkvæmt. 15. Lítið og ópersónulegt kynlíf. 16. Fylgja ekki neinni lífsáætlun.

Að okkar mati fellur Harold Shipman undir lið 1 þar sem hann var bráðgreindur og vel menntaður. Liðir 2 og 3 eiga einnig við þar sem hann sýndi engin merki um geðrof eða taugaveiklun. Þar sem hann falsaði erfða- og sjúkraskrár á liður 5 einnig vel við um hann. Hann sýndi ekki merki um litla félagslega svörun eða að fylgja ekki lífsáætlun. Hins vegar sýndi hann margsinnis merki um litla sem enga eftirsjá, skort á innsæi, lélega dómsgreind og óumbeðna hegðun við samstarfsfélaga. Auk þess var hann sjúklega sjálfsmiðaður og því má segja að fleiri en færri einkenni eigi við um Harold Shipman.

Mælikvarði 19: babiak & hare flokkunin

Hare og Babiak bendu á að allir með siðblindu sýndu eftirfarandi einkenni: Grunnar tilfinningar, skort á samkennd, skort á sektarkennd og eftirsjá. Þeir skiptu siðblindum í þrjá flokka:

1. Classic: High: Interpersonal. +Affective. + Lifestyle. + Antisocial - Hér koma fram öll dæmigerð einkenni siðblindu.

2. Manipulative: High: Interpersonal. + Affective. Low: Lifestyle. + Antisocial - Hér eru einstaklingar sem ráðskast með aðra, eru stjórnsamir, svikulir og sjarmerandi en eru ekki hvatvísir né andfélagslegir. Þeir tala meira - gera minna.

3. Macho: High: Affective. Lifestyle. + Antisocial. Low: Interpersonal. - Hér eru dæmi um árásargirni, einelti og abrasiveen minna um sjarma og stjórnsemi. Gera meira - tala minna.

Að okkar mati á afbrigði 2. Manipulative siðblinda, best við um Harold Shipman þar sem hann skorar hátt bæði á Interpersonal skalanum og Affective skalanum auk þess að vera lár á Lifestyle skalanum og Antisocial skalanum. Hann var svikull, sjarmerandi og stjórnsamur en hvorki hvatvís né andfélagslegur.

Mælikvarði 15: ccm flokkunin

Að okkar mati á flokkur 128 medical murder, nánar tiltekið 128:1 Pseudo-Mercy Homicide, best við þar sem helstu fórnarlömb hans voru veikburða sjúklingar sem hann hafði litla samúð með. Morðin veittu honum vald og stjórn þar sem hann hafði ánægju af því hve vel sjúklingar hans treystu honum og hann gat valið hver fengi að lifa og hver myndi deyja.

Mælikvarði 17: Norris 7 fasar

1. Hugrofs fasi. 2. Veiði fasi. 3. Biðils fasi. 4. Handtöku fasi. 5. Morð fasi. 6. Minjagrips fasi. 7. Þunglyndis fasi.

Að okkar mati á þessi mælikvarði illa við þar sem atriðin samræmast ekki Harold Shipman. Til að mynda sýndi hann engin merki um hugrof, hann veiddi í raun ekki fórnalömb sín heldur treystu þau á að hann væri góður læknir og komu til hans. Eins króaði hann ekki fórnarlömb sín inni á afmörkuðu svæði, safnaði ekki minjagripum og sýndi ekki merki um þunglyndi. Hvað varðar morð fasan þá vissulega á það við um Harold Shipman að morðið sjálft var hápunktur en þar sem flest öll atriðin þurfa að eiga við samkvæmt Norris kvarðanum þá er ekki hægt að segja að hann passi vel við.

Mælikvarði 14: mindhunter kenningin

Mindhunter kenningin felur í sér ályktanir Mindhunter teymisins (John E. Douglas, Robert Ressler og Ann Burgess) um eðli og orsök morða og morðingja. Teymið setti fram tíu atriði sem einkenna morðingja sem flest passa illa við Harold Shipman:

  1. Flestir þeirra eru einhleypir hvítir karlmenn: Harold Shipman var vissulega hvítur karlmaður en hann var ekki einhleypur.

  2. Þeir eru dæmigert yfir meðalgreind, þó sjaldanst ofurgreindir: Þetta á við um Harold Shipman þar sem hann var vel menntaður læknir og var vissulega yfir meðalgreind.

  3. Þrátt fyrir góða greind gengur þeim illa í skóla, hafa gloppóttan atvinnuferil og enda í láglaunastörfum: Þetta á ekki við um Harold Shipman vegna þess að honum gekk ekki illa í skóla, hann kláraði læknisfræði frá University of Leeds Medical School árið 1970 og starfaði sem virtur læknir þar til hann var handtekinn.

  4. Þeir koma frá miklum vandamála fjölskyldum. Dæmigert er að þeim er hafnað af föður frá unga aldri og þeir alast upp hjá brotnum heimilum einstæðra mæðra: Lítið er vitað um fjölskyldu Harold Shipman á æskuárum hans, en faðir hans var mikið í burtu svo áætla má að hann hafi í raun alist upp hjá einstæðri móður. Ekki er vitað hvort vandamál voru í fjölskyldunni.

  5. Löng saga geðrænna vandamála, glæpa og alkóhólisma í fjölskyldum þeirra: Það eru engar vísbendingar sem benda til þess að löng saga sé um geðræn vandamál, glæpi og alkóhólisma í fjölskyldu hans.

  6. Í barnæsku eru þeir misnotaðir – andlega, stundum líkamlega, oft kynferðislega. Slík gróf misnotkun hefur sterk mótandi áhrif á þá, bæði í formi niðurlægingar og hjálparleysis: Sumir vilja meina að Harold Shipman gæti hafa upplifað tilfinningalega vanrækslu frá foreldrum sínum sem bæði voru upptekin við að vinna og gátu þá ekki veitt honum þá athygli og þann tilfinningalega stuðning sem hann þurfti á að halda sem barn. Hins vegar er ekkert sem bendir til þess að móðir hans eða faðir hafi beitt hann líkamlegu eða andlegu ofbeldi.

  7. Vegna neikvæðra tilfinninga þeirra til fjarlægra og oft fjarverandi feðra (sem misnota þá), eiga þeir í útistöðum við karlkyns yfirmenn sína. Og vegna þess að móðir þeirra er svo yfirþyrmandi þá ala þeir með sér mikið hatur á konum: Þetta á ekki við um Harold Shipman þar sem hann er ekki talinn hafa verið misnotaður af föður sínum. Eins er ekkert sem bendir til þess að hann hafi haft hatur á konum eða lent í útistöðum við karlkyns yfirmenn.

  8. Þeir eiga við geðræn vandamál sem börn og lenda snemma í útistöðum við kerfið – eru oft snemma inni á stofnunum (munaðarleysingja-, unglingaheimilum, fangelsum ...): Þetta á alls ekki við um Harold Shipman þar sem hann er ekki talin hafa átt við geðræn vandamál að stríða sem barn og lendi ekki í útistöðum við kerfið. Eins ólst hann upp á heimili foreldra sinna ásamt tveimur systkinum.

  9. Vegna mikillar einangrunar þeirra og haturs út í samfélagið (á einstaklingum og sjálfum sér) eru þeir oft í sjálfsmorðshættu á unglingsárum: Það eru engar vísbendingar sem benda til þess að Harold Shipman hafi verið í sjálfsmorðshættu á unglingsárum. Sem unglingur hagaði hann sér vel og stóð sig prýðilega í skóla. Hins vegar var hann rólegur og hlédrægur unglingur en ekkert bendir til þess að hann hafi verið einangraður eða hatursfullur út í samfélagið.

  10. Þeir sýna mikinn og viðvarandi áhuga á kynfrávikum með sérstaklegan áhuga á blætisdýrkun (e. fetishism), sýnihneigð (e. voyeurism) og ofbeldisfengnu klámi (sjá kafla 19: Kynfrávik í DSM-5): Hegðun Harold Shipman hafði ekkert með kynfrávik eða annars konar kynferðislega hegðun að gera. Því passar þessi liður ekki við hann.

Mælikvarði 13: holmes & deburger flokkunin

Ronald M. Holmes & James E. De Burger kynntu athyglisverða flokkun á morðum. Kenning þeirra gengur út á að útskýra ástæðu morða, þar sem þeir einbeita sér að raðmorðingjum.

Flokkarnir þrír eru: 1. Ofsjónir 2. Hugsjónir 3. Sjálfselska 3a. Sterkar hvatir 3b. Spenna 3c. Þægindi 3d. Stjórnun/vald 3e. Félagsskapur.

Að okkar mati flokkast Harold Shipman sem 3. Ssjálfselsku tegundin þar sem hann var hreinlega að drepa vegna þess að honum langaði til þess og fékk eitthvað útúr því. Nánartiltekið flokkast hann í lið 3.d stjórnunar/vald tegundin þar sem hann varð háður því að drepa, því það veitti honum vald og stjórn yfir annarri manneskju.

Heimildir

  1. Biography.com Editors. (2020, 14. febrúar). Harold Shipman Biography. Biography.

    https://www.biography.com/crime/harold-shipman

  2. O’Neill, 2000)O’Neill, B. (2000). Doctor as murderer. BMJ : British Medical Journal, 320(7231), 329–330.

  3. https://doi.org/10.1136/bmj.320.7231.329