Rodney Alcala - Dating Game Killer

Ástrós Óskarsdóttir og Steinþór Örn Helgason

Kynning

Rodney Alcala, betur þekktur sem: The Dating Game Killer, var ljósmyndari sem misnotaði og drap stelpur og ungar konur á áttunda áratugnum. Hann fékk fórnarlömb sín til að fylgja sér heim til sín af því að hann ætlaði að taka myndir af þeim. Eftir myndartökurnar nauðgaði hann þeim og myrti þær. Myndir af um 120 stelpum, strákum og ungum konum fundust í eigu Alcala en hann var dæmdur fyrir sjö morð.

Rodney Alcala í réttarsalnum.

Glæpurinn

Fyrsti glæpurinn sem við vitum um var 1968: átta ára stelpa, Tali, sem hann lokkaði í íbúð sína, nauðgaði og barði. Hún lifði af því maður hafði séð Alcala taka stelpuna, keyrt á eftir honum og hringt á lögreglu. Alcala flúði til New York og breytti um nafn. Það var lýst eftir honum og hann náðist þremur árum seinna þegar hann vann í sumarbúðum og þar höfðu stelpur séð mynd af honum eftirlýstum og þekkt hann. Hann fór í fangelsi í 1,5 ár fyrir árásina á Tali en tveimur mánuðum eftir að hann losnaði rændi hann 13 ára stelpu og var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir það. 1977 losnaði hann aftur úr fangelsi og honum var leyft að fara til New York til að heimsækja fjölskyldu sína. Þar framdi hann minnst tvö morð. Eftir það byrjaði hann að vinna hjá dagblaðinu Los Angeles Times og hann lokkaði stelpur og konur í íbúðina sína með því að segjast ætla að taka myndir af þeim þangað til hann náðist í síðasta skipti 1979. Þá fundust myndir af um 120 stelpum og konum í eigu hans, margar af þeim voru nektarmyndir. Alcala var dæmdur fyrir glæpi á sjö stelpum og konum en fórnarlömb hans gætu verið hátt í 130. Hann nauðgaði þeim, beitti þær alvarlegu líkamlegu ofbeldi og drap þær.

Persónan

Alcala flutti frá Mexico til Los Angeles með móður sinni og tveimur systrum þegar hann var ellefu ára. Pabbi þeirra hafði farið frá fjölskyldunni. Alcala fór í ameríska herinn sautján ára en var látinn fara vegna þess að hann fékk taugaáfall og var í kjölfarið greindur með Jaðarpersónuleikaröskun (18.2.1. DSM-5). Hann greindist seinna með Sjálfhverfa persónuleikaröskun (18.2.4. DSM-5), Andfélagslega persónuleikaröskun (18.2.1. DSM-5) og Sadisma (19.6. DSM-5). Sadismi er skýr þáttur í glæpum Alcala. Hann örvaðist kynferðislega við það að kvelja fórnarlömbin. Hann lét þær missa meðvitund og vakti þær aftur og aftur sér til gamans og örvunnar. Vitað er að hann rændi og nauðgaði minnst tveimur mjög ungum stelpum sem voru átta og tólf ára og var hann því einnig með Barnahneigð (19.4. DSM-5).

Ýmis fórnarlömb Alcala.

Alcala var myndarlegur, klár og sjarmerandi. Hann fékk viðurnefnið: The Dating Game Killer vegna þess að hann tók þátt í sjónvarpsþætti (The Dating Game) þar sem kona mátti velja einn karlkyns keppenda til að fara á stefnumót með eftir að hafa spurt þá alla spurninga en ekki séð þá. Hún valdi Alcala en hætti síðan við að fara með honum á stefnumótið af því að henni fannst hann „creepy“ eftir að hafa talað meira við hann. Þegar hann fór í þáttinn var Alcala búinn að vera í fangelsi tvisvar fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum og er hann þá sagður verið í miðju morðæði (e. killing spree). 

Alcala var með miklar mikilmennskuhugmyndur sem lýsa sér ekki bara í þátttöku hans í The Dating Game heldur ákvað hann að vera sinn eigin lögmaður í síðustu réttarhöldunum. Hann yfirheyrði sjálfan sig í fimm klukkutíma og meira að segja breytti um rödd þegar hann var „lögmaðurinn.“ Þegar hann var í fangelsi skrifaði hann bók um það að hann væri saklaus og hann kærði réttarvörslukerfið í Californiu tvisvar: einu sinni fyrir það að hann hafði dottið og svo fyrir það að fangelsið gaf honum ekki nógu fitulítinn mat. Út frá þessum mikilmennskuhugmyndum hans er Alcala gott dæmi um einstakling með Sjálfhverfa persónuleikaröskun. Hann var með ofvaxið sjálfsálit og mikinn hroka. Hann hélt áfram að nauðga og drepa þó það væri lýst eftir honum og meira að segja eftir að hann hafði verið dæmdur í fangelsi tvisvar. Hann hélt að hann væri klárari en allir og gæti gert það sem honum sýndist. Honum fannst hann eiga rétt á að fá það sem hann vildi og sagðist hann til dæmis “alltaf fá stelpuna” (e. I always get the girl).

Alcala í sjónvarpssal í þættinum: The Dating Game.

Endirinn

Alcala rændi 12 ára Robin sem hann hafði áður hitt á ströndinni þar sem hún var með vinkonu sinni. Þegar Robin fannst látin tólf dögum seinna, var gert andlitsteikning af honum (af því vinkona Robin mundi eftir að “weirdo” gaur hafði spurt Robin hvort hann mætti taka myndir af henni á ströndinni). Skilorðsfulltrúi hans sá teikninguna, þekkti hann og hann var handtekinn. Það fundust fullt af eyrnarlokkum (e. trophies) af fórnarlömbum Alcalas og myndir af 120 konum og börnum. Hann fékk dauðadóm, en honum var snúið við. Málið fór aftur fyrir dóm og Alcala hlaut aftur dauðadóm, sem var aftur snúið við. Alcala varði sig sjálfur í þriðju réttarhöldunum (2010)  og var dæmdur fyrir morð, nauðgun og mannrán á Robin og fjórum öðrum konum. Hann hlaut dauðadóm í þriðja sinn. Árið 2013 hlaut Alcala tvo lífstíðardóma fyrir tvö morð í viðbót. 2021 dó hann af náttúrulegum orsökum í fangelsi í Californiu.

Þetta stutta vídeó lýsir málinu og fjallar um kvikmynd sem var gerð um Rodney Alcala: https://www.youtube.com/watch?v=8Kss30IQV0A

MælikvarðaR

Mælikvarði 9: Hare 22/20 listinn

1. Glibness/Superficial charm - Rodney notaði sjarma sinn til þess að blekkja fórnarlömb sín.

2. Grandiose sense of self worth - Hann var með mikilmennskuhugmyndir um sjálfan sig og var greindur með sjálfhverfu.
3. Need for stimulation/Proneness to boredom - Rodney var með einhvers konar þörf til þess að láta ungar stelpur þjást og því á það vel við þetta atriði.

4. Pathological lying - Hann laug og þóttist vera einhver annar þegar hann tældi fórnarlömb sín.
5. Conning/Manipulative - Hann var góður að tæla fórnarlömb sín og náði að stjórna þeim þannig að þau myndu fara með honum.

6. Lack of remorse or guilt - Hann fékk eitthvað út úr því að drepa fórnarlömbin sín og reyndi að sýna fram á sitt sakleysi fram á sinn dauðadag. Einnig varði hann sig ekki gegn öllum ákærum þar sem að hann hreinlega mundi ekki eftir öllum morðunum, þau voru það ómerkileg fyrir honum.
7. Shallow affect - Hann sýndi litlar tilfinningar og sýndi lítil viðbrögð þegar hann framkvæmdi þessi hryllingsverk.

8. Callous/Lack of empathy - Hann fann ekkert til með fórnarlömbum sínum.
9. Parasitic lifestyle - Á ekki við.

10. Poor behavioral controls - Hann hafði litla stjórn á hvötum sínum þar sem hann nauðgaði öllum sínum fórnarlömbum.
11. Promiscuous sexual behavior - Eins og áður kom fram þá má gera ráð fyrir að hann hafi misnotað u.þ.b. 120 börn og á því þetta atriði við.

12. Early behavioral problems - Hann var frekar venjulegt barn og gekk vel í skóla og að tala við annað fólk þegar hann var yngri - þetta atriði á því ekki við.
13. Lack of realistic, long-term plans - Hann flakkaði á milli staða og vinnustaða þar sem hann var lengi á flótta frá lögreglunni og virtist ekki hafa neitt skipulag á sínu lífi.

14. Impulsivity - Hann leyfði hvötum sínum að stjórna sér.
15. Irresponsibility - Hann var ekkert sérlega góður að fela ummerki þar sem hann var handtekinn nokkrum sinnum áður en að hann var tekinn af lífi.

16. Failure to accept responsibility for own actions - Hann reyndi að sanna sakleysi sitt og tók ekki ábyrgð á öllum sínum hryllingsverkum.
17. Many short-term marital relationships - Sambönd hans voru stutt og voru oftast við börn, gifti sig þó aldrei.

18. Juvenile delinquency - Á ekki við.
19. Revocation of conditional release - Á ekki við.

20. Criminal versatility - Glæpir hans voru að mestu leyti nauðgun og morð, því á þetta atriði ekki við.

15/20 atriði eiga við.

Mælikvarði 19: babiak & hare flokkunin

Alcala myndi flokkast sem klassískur siðblindur maður (1. Classic). Hann sýndi ummerki um að hann var bæði góður í að stjórna fólki, var mjög lævís og sýndi litla sem enga samkennd. Á sama tíma var hann hættulegur og sýndi andfélagslega hegðun, svo sem að nauðga og drepa börn.

Mælikvarði 12/15?: ccm flokkunin

134. Sexual homicide, sadistic - Alcala fékk örvun frá því að nauðga og pynta ungar stúlkur til dauða. Hans meginástæða fyrir því að nauðga og drepa var að sjá fórnarlamb sitt þjást.

Mælikvarði 17: NOrris 7 fasar

  1. Hugrofsfasi - Hann hefur líklegast fengið einhverskonar kveikjur og myndir í hugann um að finna sér fórnarlamb en það er erfitt að segja til um hvort þessi fasi eigi vel við um hann.

  2. Veiðifasi - Hann leitaði oft að fórnarlömbum sínum, oft í kringum staði þar sem börn og unglingar eru líklegir til þess að vera (menntaskólar, leikvellir, grunnskólar o.fl.).

  3. Biðilsfasi - Hann notaði stöðu sína sem myndatökumaður og sagðist vilja taka myndir af stelpunum því þær væru tilvaldar til þess að vera fyrirsætur. Þannig fékk hann fórnarlömb sín með sér á afskekkta staði eða einhvers staðar þar sem þau yrðu í einrúmi. Einnig þóttist hann vera vinur foreldra ungra barna eins og hann gerði með sitt fyrsta fórnarlamb sem vitað er af.

  4. Handtökufasi - Með því að lokka fórnarlömb sín á afskekkta staði náði hann öllum völdum yfir þeim, þar sem hann var fullorðinn maður í valdastöðu og þau voru oftast ungar stelpur á aldrinum 8-15 ára.

  5. Morðfasi - Hann nauðgaði stelpunum og pynti þær síðan til dauða, oft með því að kyrkja þær.

  6. Minjagripsfasi - Hann tók myndir af fórnarlömbum sínum.

  7. Þunglyndisfasi - Ekki er vitað til þess að hann hafi upplifað einhverskonar þunglyndisfasa, en í einu tilfelli, eftir að hafa nauðgað 15 ára stelpu og barið hana til meðvitundarleysis, vaknaði hún við það að hann væri að gráta. Ekki er vitað ástæðu þess að þessi maður sem var augljóslega siðblindur var að sýna tilfinningar af þessu tagi, en hægt er að álykta að hann hafi verið orðinn þreyttur þar sem hann var búinn að stunda þetta í langan tíma. Stelpan stakk þá upp á því að þau myndu fara heim til móður hans að tala saman um hvað gerðist. Á leiðinni stoppuðu þau til að kaupa eitthvað að drekka og komst hún undan. Alcala flúði vettvang eftir að hann tók eftir því að hún hefði horfið.

Mælikvarði 7: dauðasyndirnar 7

Dauðasynd nr. 7 (Stolt/Dramb) - Alcala var mjög sjálfselskur og er hægt að draga þá ályktun að hann hafi drepið því að hann hafði gaman af því að sjá annað fólk þjást sem var ekki jafn frábært og hann taldi sig sjálfan vera.

Mælikvarði 13: holmes & Deburger flokkunin

3a. Sjálfselsku girnd - Rodney Alcala nauðgaði og drap vegna þess að hann örvaðist kynferðislega við það. Hann hafði gaman af því að kvelja fórnarlömb sín og æstist við það.

Heimildir

  1. Inside Edition. (2017, 28. nóvember). Contestant on Dating Game Show Turned Out to be a Serial Killer. Youtube. https://www.youtube.com/watch?v=8Kss30IQV0A

  2. Kelly, E. (2021, 26. júlí). The Horrifying Story of Rodney Alcala, The Serial Killer Who Won ´The Dating Game´ During His Murder Spree. All that´s interesting. https://allthatsinteresting.com/rodney-alcala-dating-game-killer

  3. Kissel, B., Parks M. og Zebrowski, H. Episode 466: Rodney Alcala Part I - Wanna see a pretty picture?. Spotify. https://open.spotify.com/episode/7AfHDyOw6xs5dTielDBOm2

  4. Kissel, B., Parks M. og Zebrowski, H. Episode 467: Rodney Alcala Part II - Bananas for dinner. Spotify. https://open.spotify.com/episode/7lBvfULhPUj7gG9jDWckyG

  5. Levenson, M. Og Medina, E. (2021, 24. júlí). Rodney Alcala, the ´Dating Game´Serial Killer, Dies. The New York Times. https://www.nytimes.com/2021/07/24/us/rodney-alcala-dead-dating-game.html

  6. Real Crime. (2022, 30. apríl). Serial Killer Goes On A Dating Show?!: World’s Most Evil Killers: Real Crime [Myndskeið]. Youtube. https://www.youtube.com/watch?v=LhByrqrquA8

  7. That Chapter. (2020, 10. júlí). Rodney Alcala: Dating Game Killer. Youtube. https://www.youtube.com/watch?v=igYlhMB1BTg

  8. The Famous People. (e.d.). Rodney Alcala Biography. https://www.thefamouspeople.com/profiles/rodney-alcala-15714.php