Thompson & Venables - Bulger Case

Anna Júlía Magnúsdóttir & Eva María Thorarensen

Kynning

The Bulger Case fjallar um virkilega sorglega sögu James Bulger sem var myrtur aðeins tveggja ára gamall. Morðið átti sér stað þann 12. febrúar árið 1993 í Liverpool-borg í Englandi. Málið þykir með þeim verstu og hrottalegustu sem hafa átt sér stað þar í landi.

Það sem vekur athygli við þetta tiltekna mál er það að þeir sem urðu honum að bana voru tveir strákar sem voru aðeins 10 ára gamlir þegar að atvikið átti sér stað. Strákarnir tveir Robert og Jon, rændu James sem var ásamt móður sinni í verslunarmiðstöð í Liverpool. Móðir James leit af honum í aðeins nokkrar sekúndur, og voru þessar fáeinu sekúndur nógu margar til þess að strákarnir tveir náðu að lokka James með sér í burtu frá móður sinni. Jon og Robert gengu með hann að vatni sem var þar nálægt og þvinguðu hann til að krjúpa yfir vatnið svo þeir gætu drekkt honum en James hlýddi ekki og því næst tók Robert hann upp og grýtti honum í jörðina og var það þá sem ofbeldið gegn James litla byrjaði. Þetta mál er eitt viðkvæmasta sakamál sem hefur átt sér stað á Englandi og er hægt að segja að saga James sé ein af þeim áhrifaríkustu þar í landi. Eftir að þetta mál átti sér stað var öryggisgæsla í verslunum hert til muna í landinu.

2 ára James Bulger.

Glæpurinn

Glæpurinn er augljós þar sem strákarnir tveir myrtu lítið barn ásamt því að hafa rænt því og beitt það ofbeldi. Þeir byrjuðu á því að ræna James frá móður sinni er þau voru í verslunarferð í Strand verslunarmiðstöðinni i Liverpool. Þeir gengu með hann langa vegalengd og síðan beittu þeir hann hrottalegu ofbeldi. Eins og kom fram í kynningunni á málinu bað Robert James litla um að krjúpa yfir vatnið sem var nálægt og þegar James hlýddi ekki þá tók Robert hann upp og grýtti honum í jörðina, beint á höfuðið og hlaut hann slæma höfuðáverka í kjölfarið. Þeir gengu með hann alblóðugan nokkuð góðan spöl og gengu þeir framhjá fullt af fólki en enginn stöðvaði þá til að spyrjast fyrir um hvort það væri í lagi með barnið. Þeir gengu lengra, að lestarteinum sem voru skammt frá. Þegar þangað var komið grýttu þeir James í jörðina, köstuðu múrsteinum og járnbitum í höfuðið á honum og skyldu lík hans eftir á lestarteinum sem þar voru. Lest keyrði yfir James og lögreglan kom að líki hans í tvennu lagi.

Strákarnir lugu báðir mikið í yfirheyrslunni, Robert gaf þó undan fyrr en Jon. Það sem vekur sérstaklega athygli frá yfirheyrslunum var það hve miskunarlausir strákarnir voru. Er Robert var spurður hvað James hefði sagt eftir að þeir gengu með hann í burtu sagði hann að James hefði sagt: I want my mum og sagði í nákvæmlega sama tón og James litli hefði sagt það sem sýnir grimmdina og miskunarleysið. Á endanum voru þeir svo dæmdir sekir fyrir morðið á James Bulger.

Robert Thompson og Jon Venables, báðir 10 ára þegar atburðurinn átti sér stað.

Persónan

Robert Thompson: Robert ólst upp á heimili þar sem mikið andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi ríkti af hálfu stjúpföður síns. Móðir hans var talin vera með sjálfhverfa persónuleikaröskun og var einnig talið að hún ætti við fíknivanda að stríða. Robert hræddist hana mjög og faldi sig oft undir stól til að forðast hana. Hann virtist rólegur sem barn en nokkrir urðu varir við eineltishegðun af hálfu Roberts í skóla hans. Nafn hans var þekkt meðal þjónustumiðstöðva í Liverpool vegna vandamálanna sem ríktu á heimili hans og vegna þess að hann átti það til að stela úr búðum. Það er erfitt að greina Robert vegna aldursins og ekki er hægt að greina börn með persónuleikaröskun, en greiningin sem myndi líklegast verða fyrir valinu væri Áfallastreituröskun vegna heimilisaðstæðna hans og því ofbeldi sem hann varð fyrir sem barn. En málið þykir of flókið og viðkvæmt til að vera að greina hann nánar. Í yfirheyrslunum þóttist hann gráta þegar hann fékk spurningar sem honum þótti óþægilegt að svara en það sem var áhugavert við það var að aldrei komu nein tár er hann grét.

Jon Venebles: Jon ólst upp á örlítið skárra heimili en Robert en þó alls ekki fullkomnu. Hann átti frekar erfitt í skóla bæði náms- og félagslega. Talið var að Robert hafi sannfært hann um að koma með sér að ræna barni þennan dag sem þeir áttu að vera í skólanum og þvingað hann til að hlýða sér. Ekki eru til neinar upplýsingar um geðraskanir Venebles frá því þegar hann var barn en líkt og með Robert þá þykir málið of flókið og viðkvæmt til að vera að greina Jon með geðröskun. Hins vegar í dag væri hægt að greina hann með Barnahneigð vegna ákæra sem hann fékk sem fullorðinn einstaklingur (skýrist í næsta kafla). Jon laug mikið í yfirheyrslunum og þurfti fjórar yfirheyrslur þangað til að hann loks játaði fyrir að hafa orðið James að bana. Einnig var Jon mjög miskunnarlaus í yfirheyrslunum.

Endirinn

Átta árum seinna, þegar þeim var hleypt út af stofnuninni sem þeir voru vistaðir í fengu þeir báðir ný nöfn en árið 2013 var Venebles ákærður og hlaut tveggja ára dóm fyrir dreifingu á barnaklámi. Eftir að hann afplánaði dóminn fékk hann aftur nýtt nafn en árið 2017 var hann ákærður á ný fyrir niðurhal á barnaklámi og einnig fyrir að eiga myndefni þar sem börnin voru beitt kynferðisofbeldi. Hann átti yfir þúsund myndir og myndbönd af börnum sem voru beitt kynferðisofbeldi. Ekki er vitað um stöðu Roberts í dag fyrir utan að hann heitir öðru nafni. Eins óhugnanlegt og málið er, þykir það einnig áhugavert hvernig börn hefðu það í sér að framkvæma slíkan glæp. Það vakna ótal margar spurningar þegar maður hefur kynnt sér málið þar sem það þykir nánast óraunverulegt að þessi sorglega saga hafi raunverulega átt sér stað.

Myndband frá yfirheyrslum strákana: https://www.youtube.com/watch?v=EaSq6RPqMrU&ab_channel=Juni

Mælikvarðar

Mælikvarði 9: Hare 22/20 listinn

Þau atriði sem eiga við þetta mál úr Hare mælikvarðanum eru:

4. Pathological lying.

05. Conning/Manipulative.

06. Lack of remorse or guilt.

08. Callous/Lack of empathy.

10. Poor behavioral controls.

12. Early behavioral problems.

14. Impulsivity.

15. Irresponsibility.

16. Failure to accept responsibility for own actions.

 

Mælikvarði 19: babiak & Hare flokkunin

Að okkar mati falla strákarnir undir 1. Classic. Þeir sýndu ekki miklar tilfinningar og þóttust gráta en það komu aldrei tár. Þeir pyntuðu og myrtu smábarn sem að gefur til kynna að þeir finni ekki fyrir samkennd (e. lack of empathy). Einnig sýndu þeir ekki mikla raunverulega eftirsjá.

Mælikvarði 12: stone 22 listinn

Samkvæmt Stone listanum væri þetta atriði 22 Psychopathic torture-murderers with torture as their primary motive. Strákarnir pyntuðu James og meiddu hann aftur og aftur þótt hann hafi verið hágrátandi. Þeir sýndu honum enga miskun eða samúð og enduðu síðan með að skilja hann eftir á lestarteinum.

Mælikvarði 17: norris 7 fasar

Norris kvarðinn á frekar vel við í þessu máli. Upplýsingar eru þó af skornum skammti svo við getum ekki tengt þá við alla fasana.

1. Hugrofs fasi: við vitum ekki hvort þeir hafi farið í hugrof eða fengið óraunveruleika tilfinningu áður en þeir frömdu morðið.

2. Veiði fasi: þeir fóru sannarlega í veiði fasann þar sem að þeir undirbjuggu ránið á barninu.

3. Biðils fasi: Þeir nýttu tímann þegar að móðir James leit af honum í nokkrar sekúndur og tældu barnið til sín.

4. Handtöku fasi: Þeir leiddu James út úr verslunarmiðstöðinni og fóru með hann að vatninu.

5. Morð fasi: Strákarnir pyntuðu og myrtu James.

6. Minjagrips fasi: Þessi fasi á ekki við um strákana þar sem að þeir tóku enga minjagripi frá glæpavettvangi eða fórnarlambinu.

7. Þunglyndis fasi: Það er ekki vitað um að þetta eigi við strákana.

Mælikvarði 14: mindhunter kenningin

Eins og oft í þessu máli er erfitt að setja strákana inn í mælikvarða vegna þess að þeir eru bara 10 ára gamlir þegar að morðið átti sér stað.

  1. Atriðið á við þar sem að þeir eru hvítir karlmenn.

  2. Ekki er vitað um greind strákana enda voru þeir bara börn.

  3. Þeim gekk illa í skólanum svo þetta atriði á við.

  4. Strákarnir koma frá vandamála fjölskyldum, sérstaklega Robert. Móðir hans var sjálfhverf og stjúpfaðir hans beitti hann ofbeldi. Það voru svipaðar aðstæður hjá Jon en mamma hans var virkilega þunglynd og foreldrar hans voru skilin.

  5. Það er saga um bæði geðræn vandamál og alkóhólisma í fjölskyldum beggja strákana en ekki er vitað um glæpi.

  6. Robert var beittur ofbeldi af foreldrum sínum. Ekki er vitað um ofbeldi af hálfu foreldra Jon en vitað er um mikla vanrækslu á honum og systkinum hans.

  7. Ekki eru nægar upplýsingar til þess að segja til um hvort strákarnir passi í þetta atriði en það bendir allt til þess að þetta gæti verið svona þar sem að þeir eiga hvorugir gott samband við foreldra sína.

  8. Þeir voru ekki búnir að lenda í neinum útistöðum við kerfið þegar að morðið átti sér stað en Robert var búinn vera nappaður fyrir þjófnað nokkrum sinnum. Það má samt segja að þeir passi inn í þetta atriði þar sem að þeir lentu auðvitað í miklum útistöðum við kerfið þegar þeir voru 10 ára eftir að hafa framið morðið. Þeir voru inni á stofnun þar til þeir urði 18 ára gamlir. 

  9. Þetta atriði á ekki við eða allavega er ekki vitað um það.

  10. Þetta atriði á við fyrir Jon allavega þar sem að hann hefur verið tekinn tvisvar eftir morðið fyrir að eiga myndefni af kynferðisofbeldi gegn börnum. Ekki er vitað til þess að atriði 10 eigi við um Robert.

    Mælikvarði 13: holmes & Deburger flokkunin

Á þessum mælikvarða myndum við setja strákana í flokk 3.d.: Stjórnunar/vald tegundin. Við höfum ekki miklar upplýsingar um “motive” strákanna enda voru þeir bara 10 ára og frömdu bara þetta eina morð. Það sem við vitum samt er að þeir reyndu að ná valdi á James, lokkuðu hann með sér, reyndu að fá hann til þess að gera hluti eins og krjúpa við vatnið og ef hann vildi ekki gera það sem að þeir sögðu urðu þeir reiðir og pyntuðu hann. Út frá þeim upplýsingum setjum við þá í sjálfselsku flokkinn með undirflokkinn stjórnun/vald.

Heimildir

  1. All That's Interesting. (e.d.). The James Bulger Case: One Of Britain's Most Shocking Crimes.

    https://allthatsinteresting.com/james-bulger-case

  2. Benjamin Butterworth. (2021, 11. mars). James Bulger killers: What happened to Jon Venables and Robert Thompson after they murdered the toddler.

    https://inews.co.uk/news/uk/james-bulger-killers-jon-venables-robert-thompson-murder-now-221759

  3. Crime + Investigation UK. (e.d.). James Bulger.

    https://www.crimeandinvestigation.co.uk/crime-files/james-bulger

  4. Chambers, C. (2018, 27. janúar). 25 years after James Bulger's murder [Myndskeið]. YouTube

    https://www.youtube.com/watch?v=FNInymbjfvM&ab_channel=CraigChambers

  5. Chambers, C. (2019, 2. mars). James Bulger's killers [Myndskeið]. YouTube.

    https://www.youtube.com/watch?v=m2ubHTkT4No&ab_channel=CraigChambers

  6. The Guardian. (2000, 1. nóvember). Did bad parenting really turn these boys into killers

    https://www.theguardian.com/uk/2000/nov/01/bulger.familyandrelationships