Fundamentalist Church of Jesus Christ og Latter-Day Saints (FLDS)

Ósk Chow, Plamena Petrova & Thelma María Forberg

  1. Myndun hópsins

Fundamentalist Church of Jesus Christ of Latter-Day Saints (FLDS) kirkjan var stofnuð seint á tíunda áratugnum af John Y. Barlow, fyrrverandi mormóna. Barlow taldi að mormónakirkjan hafði villst frá upprunalegum kenningum sínum. Í kjölfarið stofnaði hann sinn eigin trúarhóp, sem var kallaður Fundamentalist Church of Jesus Christ of Latter Day Saints (FLDS). Barlow lýsti yfir valdi spámannsins. Árið 1891 kynnti hann kenninguna um fjölkvæni og leit á fjölkvæni sem skilyrði fyrir inngöngu í himneska ríkið. Árið 1896 var hann sendur af Church of Jesus Christ and His Church til að stjórna lítilli samkomu trúaðra á landamærum Utah/Arizona til að mynda kjarna Fundamentalist Church of Jesus Christ of Latter Day Saints. Þetta urðu höfuðstöðvar „Utah-Arizona stiku Zion“ og FLDS kirkjan hefur verið með höfuðstöðvar á þessum stað frá stofnun hennar. Warren Jeffs var gerður að spámanni árið 2002 og tók við hlutverkinu af föður sínum, Rulon Jeffs. Langt frá því að vera sanngjarn og réttlátur andlegur leiðtogi, stóð Jeffs á bak við fjöldamisnotkun á konum og börnum í því sem nú var sértrúarsöfnuður.

FLDS fjölskylda.

2. Glæpurinn

Fjölkvæni er ólöglegt í Bandaríkjunum en Warren Jeffs giftist 78 konum, þar af 24 börnum undir lögaldri. Yngsta fórnarlambið sem hann neyddi í hjónaband var aðeins 14 ára. Hann skipulagði og hafði umsjón með misnotkun á öðrum konum og börnum til annarra karla innan sértrúarsafnaðarins. Í dag situr Jeffs lífstíðardóm í fangelsi fyrir að bera ábyrgð á hjónaböndum við stúlkur undir lögaldri, gera öðrum karlmönnum kleift að nauðga stúlkum undir lögaldri, og að hafa sjálfur nauðgað stúlkum undir lögaldri. Að auki notaðist sértrúarsöfnuðurinn við barnaþrælkun til að byggja ,,Zion,” sem átti að vera himnaríki á jörðu.

Warren Jeff og ein af ungum eiginkonum hans.

3. MÆLIKVARÐAR FYRIR HÓPINN Mælikvarði 5: CCM

Þessi mælikvarði á ekki við þar sem sértrúarsöfnuðurinn framdi engin morð. Það er samt aldrei hægt að segja til um framtíðina, þar sem FLDS kirkjan er ennþá virk í dag.

Mælikvarði 3: Heilaþvottur

Þó að FLDS kirkjan passar þokkalega í þennan mælikvarða þá er erfitt að segja til um hvernig hún framkvæmir hvert þrep fyrir sig. Ástæðan fyrir því er að flestir meðlimir sem eru á lífi og virkir í dag fæddust inn í söfnuðinn og þurftu þar af leiðandi ekki sérstaka innleiðingaraðferð. Það er sjálfsagt að tileinka þér lifnaðarhátt FLDS ef þú þekkir ekki neitt annað. Heilaþvottur er meira til að halda fólkinu í skefjum.

Niðurbrots þrep

Karlmenn hljóta litla virðingu ef þeim er ekki úthlutað konu. Meðlimir safnaðarins sem er brotnir niður mest er án efa konurnar. Þær eiga stöðugt að vera blíðlyndar, eða “keep sweet,” hlýða karlmönnum samfélagsins og tileinka líf sitt trúnni. Karlmenn og konur eiga það hins vegar sameiginlegt að ef þau óhlýðnast, eða fara á móti orði Warren Jeffs, eru þau opinberlega niðurlægð fyrir framan alla meðlimi hópsins. Jeffs hikar ekki við að henda meðlimum út úr söfnuðinum ef hann telur þá vera ógnun við hans vald.

Breytingar þrep

Meðlimir FLDS er haldið frá umheiminum. Þar með talið er ekkert sjónvarp, fréttablöð og enginn varningur er fluttur inn í samfélagið. Þeir búa í tveimur bæjum sem geta viðhaldið sér sjálfir, þau rækta sinn eigin mat, byggja sín eigin hús og starfsmenn bæjarins eru meira að segja meðlimir FLDS (þar með talið lögreglumennirnir). Þannig geta þau lifað af án samskipta við ytri heiminn. Að auki eru stelpurnar skammaðar þegar þær vilja ekki giftast mönnunum sem þeim er úthlutað. Enn fremur er bannað að bera til tilfinningar til annarra en þeirra sem þú átt að giftast.

Uppbyggingar þrep

Þegar karlmenn fara eftir reglum og sjá til þess að fjölskylda þeirra fara eftir reglunum þá fá þeir aukið frelsi, viðurkenningu og virðingu. Karlmennirnir sem eru virkilega heppnir og hátt settir í augum Jeffs fá einnig að velja sér konu (reyndar réttara sagt, stúlku) til að giftast. Konur sem fylgja reglum var hrósað og þær eru notaðar sem fyrirmyndir. Þær geta einnig orðið kennarar, til að kenna nýrri kynslóð af börnum lífshætti kirkjunnar.

Mælikvarði 4: 25 Norris atriði

Það voru mörg atriði sem eiga ekki við. Atriðin hér á eftir eru ekki endilega í réttri númeraröð hvað varðar kvarðann, við fjöllum einungis um þau sem eru hópnum viðkomandi. 

  1. Sjarmerandi og andfélagslegur leiðtogi: Rulon Jeffs, faðir Warren Jeffs, þótti mjög sjarmerandi leiðtogi. Jeffs þykir ekki alveg jafn sjarmerandi, og þurftu meðlimir sértrúarsöfnuðisins mikla sannfæringu til að samþykkja hann sem leiðtoga. Þó að Jeffs mennirnir bera enga virðingu til kvenna og finna enga samkennd með þeim þá er ekki hægt að fullyrða að þér séu andfélagslegir, þar sem þeir finna samkennd með karlmönnum. Hálft stig.

  2. Afstaða fjölskyldu til ósveigjanlegar, óeftirgefanlegrar bókstafstrúar: FLDS kirkjan er í raun öfgafull útgáfa af kristinni trú. Fullt stig.

  3. Þörf einstaklings til að ná völdum í óvinveittum heimi: Meðlimir FLDS eru valdalausir án samþykkis og virðingu frá Warren Jeffs, þannig það er markmið flestra að gangast í augun á honum til að öðlast völd og virðingu. Ytri heiminum er lýst sem syndgafullum, illum og ógeðslegum. Fullt stig.

  4. Þörf til að stunda ódæmigerða, andfélagslega hegðun og kynfrávik m.a.: Einungis stundað fjölkvæni, og okkur finnst vafasamt að fordæma allt fjölkvæni. Útgáfan af fjölkvæni sem FLDS kirkjan stundar er hins vegar mjög vafasöm. Hálft stig.

  5. Þörf fyrir mikla samkennd með öðrum hópmeðlimum: Stelpurnar sem vilja ekki giftast mönnunum sem þeim var úthlutað verða oft vinkonur. T.d. voru tvær stelpur sem ætluðu að strjúka að heiman saman daginn fyrir brúðkaupið þeirra. Kvenkyns meðlimirnir eiga þá sameiginlega upplifun að fá ekki að velja eiginmann sinn og að vera nauðgað af honum á einhverjum tímapunkti. Karlmennirnir standa hver með öðrum svo lengi sem það sé ekki farið á móti orði Jeffs. Fullt stig.

  6. Dramatísk breyting á persónuleika eða geðlagi: Það er lítið hægt að segja um dramatíska breytingu á persónuleika eða geðlagi, vegna þess sem hefur verið nefnt áður. Þ.e.a.s. flestir virkir meðlimir í dag fæddust inn í FLDS kirkjuna. Hins vegar klæða allar konurnar sig eins og eru allar með ákveðnar hárgreiðslur sem eru samþykktar af Warren Jeffs. Hálft stig.

  7. Tapa frelsi viljans: Kvenkyns meðlimirnir hafa engan frjálsan vilja og þurfa að fylgja mjög ströngum reglum. Þó að karlkyns meðlimirnir eru frjálsari þá þurfa þeir samt sem áður að fylgja ströngum reglum til að halda sig á góðri hlið Warrens. Fullt stig.

  8. Ýkt samsömun við hugmyndir um yfirburði ákveðinna kynþátta: Þó að yfirlýst skoðun FLDS kirkjunnar á öðrum kynþáttum er ekki opinber þá eru allir meðlimir FLDS hvítir, sískynja og gagnkynhneigðir. Fullt stig.

Niðurstaða: FLDS kirkjan fær einungis 6,5 stig og passar þá illa.

Mælikvarði 6: Félagsleg áhrif

1. Undanlát

Konurnar eru undanlátar, þær mega ekki hafa sínar eigin skoðanir eða búa yfir neikvæðum tilfinningum. Karlarnir eru líka undanlátnir, þar sem þeir mega ekki fara á móti leiðtoganum. Þeir sem sýna ekki fram á undanlætni verða rifnir frá fjölskyldu sinni og hent út úr söfnuðinum.

2. Innhverfing

Guð er mikið notaður til að réttlæta m.a. hjónaband á milli fullorðinna karla og stúlkna og barnaþrælkun.

3. Samsömun

Þetta á sérstaklega vel við um karlmennina þeir geta orðið ,,guð” ef þeir ná að giftast 3 konum. Þeir geta samt ekki fengið konu nema með samþykki Warren Jeffs.

MÆLIKVARÐAR FYRIR LEIÐTOGANN

Mælikvarði 1: DSM-5

Barnahneigð

Samkvæmt skilgreiningu er Barnahneigð endurteknir og sterkir kynórar og kynhvatir sem fela í sér kynlíf með barni sem ekki hefur náð kynþroska á minnst 6 mánaða tímabili. Warren Jeffs nauðgaði endurtekið konum sínum sem voru þó nokkrar undir lögaldri. Í réttarsal var spiluð hljóðupptaka af Jeffs að undirbúa fimm ungar stúlkur til að sofa hjá honum.

Hugvilluröskun

Warren Jeffs telur sig vera Guð (1) og trúir vafasömum fullyrðingum skilyrðislaust. Hann er með ranghugmyndir, sem hafa varið í lengur en 1 mánuð (A). Það hefur verið rauður þráður hjá honum að vera með þá ranghugmynd að hann sé einstaklingur með mikinn hæfileika og innsæi - að hann sé ,,Guð” eða að ,,Guð” væri að tala við hann.  Jeffs hefur ekki verið greindur með Geðklofa (B). Mikilmennska er afbrigði sem gæti passað vel við Warren Jeffs.

Geðklofi

Warren Jeffs býr yfir mörgum ranghugmyndum, meðal annars að allt sem hann gerir og heldur fram sé rétt (A1). Heldur því einnig fram að hann heyrir Guð tala til sín (A2). Hins vegar er erfitt að segja til um hvort hann sé að ljúga þessu til að fá meðlimi söfnuðsins til að taka skilaboðum hans alvarlega. Ofangreind einkenni hafa verið til staðar í nokkra áratugi (C). Það er ekki hægt að útiloka að truflunina sé ekki vegna lífeðlisfræðilegra áhrifa, en það er ólíklegt að Warren hafi eða sé að neyta neinna efna (E).

Mælikvarði 2: Persónuleikaraskanir

Sjálfhverf persónuleikaröskun

Warren Jeffs er með mjög viðkvæma sjálfsmynd og allt sem stangast á við sjálfsmynd hans er hótun sem hann þarf að stöðva. Þegar Warren tók við af föður sínum sem leiðtogi krafðist hann að allir meðlimir yrðu hliðhollir honum (1). Warren er upptekinn af draumórum um fullkominn heim (2) sem hann telur sig geta byggt á bóndabæ í Texas. Hann krefst einnig ýktrar aðdáunar frá meðlimum sértrúnarsafnaðarins (4) og samdi marga sálma um hversu æðilsegur hann er. Við efumst ekki um að Warren haldi því fram að hann eigi skilið alla þá aðdáun, viðurkenningu, vald og viðurkenningu sem hann fær innan FLDS (5). Jeffs notar sér persónuleg sambönd til að ná eigin markmiðum, hann gerir það við alla meðlimi FLDS (6). Þó að Warren hefur sýnt fram á einhverja samkennd gagnvart karlmönnum þá hikaði hann samt ekki að rífa fjölskyldur í sundur með því að gera menn útlæga úr bænum og FLDS kirkjunni (7). Sem barn þá öfundaði Warren bræður sína því að hann var misheppnaður og vandræðalegur miðað við þá. Hann sýnir áfram fram á þessa öfund á fullorðinsárum sínum (8). Í réttarhaldi Warrens sýndi hann fram á hroka, drambsýni í hegðun og viðhorfum (9). Þannig uppfyllir Warren Jeffs í raun öll 9 greiningarviðmið fyrir þessa persónuleikaröskun.

Andfélagsleg persónuleikaröskun

Warren Jeffs lítur á fólk sem eitthvað til að notfæra sér og fannst hann mætti brjóta reglur og lög (A1). Allt sem hann gerði innan FLDS fyrir fangelsisdóminn han sýnir fram á hegðunarmynstur sem einkennist af því að vanvirða og brjóta á réttindum annarra. Að auki stundar hann það að ljúga að fjölmiðlum og meðlimum kirkjunnar (A2). Enn fremur sýnir hann fram á endurtekna ofbeldishneigð, árásargirni (A4) og sýndi algjört skeytingarleysi gagnvart öryggi barna og kvenna (A5). Jeffs hefur aldrei beðist afsökunar á gjörðum sínum og sýnir fram á litla eftirsjá (A7).

Heimildir

  1. ABC News. (2015, May 7). 9 Things You Didn’t Know About the FLDS Church.

  2. https://abcnews.go.com/US/things-didnt-flds-church/story?id=30827256,

  3. CNN Editorial Research. (2022, August 11). Fundamentalist Church of Jesus Christ of Latter-Day Saints Fast Facts. CNN.

  4. https://edition.cnn.com/2013/10/31/us/fundamentalist-church-of-jesus-christ-of-latter-day-saints-fast-facts/index.html

  5. Tempera, J., & Aloian, A. (2022, June 14). The FLDS Church In ‘Keep Sweet’ Has Some Pretty Intense Rules For Women. Women’s Health.

  6. https://www.womenshealthmag.com/life/a40221513/flds-rules-keep-sweet/