KKK - Ku Klux Klan

Birna Lind Pálmadóttir, Heiðdís Mjöll Kristleifsdóttir & Sóley Sigurðardóttir

Heiti Kult hóps

Kult hópurinn sem valinn var heitir Ku Klux Klan, en er einnig skammstafaður KKK. Það hafa verið allskonar undirhópar verið myndaðir en flestir fylgja sömu viðmiðum og gildum upprunalega KKK. Árið 1925 voru í kringum 40.000 meðlimir, 1930 voru í um það bil 2 milljónir. Í dag eru bara nokkur þúsund, mun færri í nútímanum.

1. Myndun hópsins

Ku Klux Klan er einn elsti og frægasti haturshópur í heimi. Þessi hópur myndaðist stuttu eftir bandarísku borgarastyrjöldina árið 1865. Hópurinn hefur gert sér það markmið að miða aðallega hatur sinn á blökkumenn (e. African Americans), en hafa einnig ráðist á gyðinga og meðlimi LGBTQ+ hópa.

KKK meðlimir í dæmigerðum fatnaði.

2. Glæpur hópsins

Í gegnum nokkur hundruð árin sem KKK hefur verið virkt að þá hafa verið allskonar glæpir framdir. Í kringum 1930 þegar KKK var sem stærst (2 milljónir manna meðlimir) þá voru allskonar glæpir framdir t.d. að þúsundir blökkumanna voru drepnir og alvarlega særðir. Einnig voru framdar skotárásir á heimili þeirra sem endaði á því að drepa suma. Árið 1964 voru framkvæmdar nokkrar brennur í Mississippi til að reyna drepa þrjá aðgerðasinna sem endaði í því að KKK meðlimir myrtu þá. Bíl þeirra var fundinn og var þá búið að kveikja í bílnum. Nýlegri glæpir eru meðal annars að fyrrum leiðtogi Frazier Glenn Miller myrti þrjá gyðinga árið 2014. Einnig voru þrír mótmælendur stungnir af KKK meðlimum árið 2016.

3. Mælikvarði 5: CCM

Hópurinn KKK fellur undir flokkinn Félags-hagfræðileg morð (e. extremist homicide, socio-economic) samkvæmt mælikvarða sem kemur fram í handbókinni Crime Classification Manual (CCM). Félags-hagfræðileg morð einkennast aðallega af öfgafullu hatri á ákveðnum hóp eða einstakling, hvort sem það tengist trúarbrögðum, mismunandi kynþætti eða þjóðerni. Þar sem KKK einkennist af öfgafullum hatri gagnvart öðrum kynþáttum og mörg morð og glæpir framdir vegna hatursins, þá passar þessi flokkur mjög vel við þau.

Bíllinn umræddi, sem fannst brenndur, líklega til að fela sönnunargögn.

4. Næst Mælikvarði 3: Heilaþvottur

KKK er ekki eins og aðrir sértrúarhópar, heldur er þetta fólk að sameinast saman sem hafa það sameiginlegt að vera með kynþáttafordóma og vilja uppbyggja hvítt fólk. Þá er í raun ekki neitt niðurbrots þrep eins og kemur fram í mælikvarðanum. Hvað varðar breytingaþrepið þá alast einstaklingar í KKK líklegast upp í fjölskyldum og samfélögum sem hafa þessar sterkar skoðanir um kynþætti. Þau eru yfirleitt lokuð af í sínu samfélagi og heyra þannig sjaldnast aðrar skoðanir utan þeirra samfélags. Þannig verða skoðanir þeirra og hatur gagnvart öðrum kynþáttum meira öfgafullt vegna hversu einangruð þau eru. Uppbyggingarþrepið á heldur ekki við um KKK, þar sem þetta er ekki hefðbundinn öfgahópur.

5. Mælikvarði 4: 25 Norris atriði

Joel Norris mælikvarðinn inniheldur 25 atriði og passar illa fyrir KKK. Eitt af þeim atriðum sem eiga við eru sjarmerandi andfélagslegur leiðtogi. David Duke var einn af nokkrum leiðtogum KKK og var mjög sjarmerandi maður. Þar að auki sýndi hann töluverða andfélagslega hegðun sem við förum frekar í hér fyrir neðan. Önnur atriði sem eiga við eru vaxandi reiði þar sem einstaklingar eiga sameiginlegan óvin og þau deila hatri sínu á honum. Seinasti þátturinn sem á við er afstaða fjölskyldu til ósveigjanlegar og óeftirgefanlegrar bókstafstrúar þar sem einstaklingar hópsins eru meðlimir haturshóps. 3 þættir eiga því við en þar að auki eru 6 aðrir þættir sem við teljum að mögulega getu átt við: (Þörf fyrir dramatíska og eldfima útrás, þörf einstaklings til að ná völdum í óvinveittum heimi, áráttukenndir helgisiðir, dramatísk breyting á persónuleika eða geðlagi, uppteknir af dauða og ýkt samsömun við hugmyndir um yfirburði ákveðinna kynþátta). Samtals eru því 3-9 þættir sem eiga við KKK samkvæmt lista Joel Norris og því passar listinn illa fyrir KKK.

6. Mælikvarði 6: Félagsleg áhrif

Undanlát

Undanlát (e. compliance) er það þegar viðkomandi lætur eftir á yfirborðinu og breytir skoðunum sínum til þess að þóknast þeim aðila sem hafði áhrifin á þau. Þetta gæti átt við í þessu tilviki með KKK, að þeir meðlimir sem hafa gengist í klanið, létu mögulega eftir sínar persónulegu skoðanir, til þess að þóknast leiðtoga KKK.

Innhverfing

Innhverfing (e. internalization) er um ósviknar breytingar á viðhorfum, trú og hegðun viðkomandi að ræða. Viðkomandi trúir á nýju hugmyndirnar og hefur fellt þær að sínu gildismati. Meðlimir KKK sem voru með slíkan hugsunarhátt og sömu stefnu áður en þeir gengust í lið við KKK.

Samsömun

Í samsömun (e. identification) er um að ræða breytingar á viðhorfi, trú, og atferli í þeim tilgangi að líkja eftir persónu eða hóp sem maður ber virðingu fyrir eða dáir. Það gæti verið að nokkrir meðlimir KKK hafa fallið fyrir sjarma einhvers leiðtoga, og mögulega hafði leiðtoginn einhver margvísleg áhrif á þá að því leyti að viðhorf þeirra breyttist og varð ýktara gagnvart t.d. gyðingum.

7-8. Mælikvarði 1: DSM-5

David Duke er fyrrum þekktur leiðtogi KKK.

Geðröskun nr 16.13 Spilaæði

David Duke var sakfelldur fyrir skattsvik og fyrir að svíkja og blekkja KKK fylgjendur sína til að styrkja hann fjárhagslega. Hann sagðist vera í fjárhagsvanda og misnotaði peninga stuðningsmanna sinna. Hann notaði peningana fyrir persónulegar fjárfestingar og í fjárhættuspil í spilavítum. Hann var svo dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir þessa glæpi.

Geðröskun nr 15.3. Hegðunarröskun

Það eru ekki til mikið af sönnunargögnum um að hann væri með hegðunarröskun. Einhver möguleg dæmi eru að þegar hann var ungur að þá leiddi hann fólk í uppþot og hann var handtekinn fyrir það. Seinna meir leiddi hann aftur í kringum hundrað meðlimi KKK að umkringja lögreglubíla.

Ég er búin að fara í gegnum DSM-5 og finn enga aðra geðröskun sem á við um David Duke. Það er ekki til nægilega miklar upplýsingar um hann til að skella á hann einhverri annarri geðröskun.

9.-10. Mælikvarði 2: Persónuleikaraskanir

18.2.4. Sjálfhverf persónuleikaröskun

David Duke var ný-nasisti og varð seinna leiðtogi KKK á árunum 1974-1980. Hann yfirgaf seinna KKK og bauð sig fram í öldungadeild og seinna bauð sig fram í forseta embætti. Hann hefur mikla þörf fyrir völd og aðdáun og er með mjög ofvaxið sjálfsálit. Hann sýnir mikinn hroka, skortir samkennd til annarra t.d. fólk af öðrum kynþætti og virðist vera einnig alveg sama um fylgjendur sína þar sem hann notfærir sér þá t.d. til að stela peningum af þeim.

18.2.1. Andfélagsleg persónuleikaröskun

David Duke fellur einnig undir Andfélagslega persónuleikaröskun þar sem hann hefur brotið lög oft eins og t.d. skattsvik, stela af meðlimum KKK og leidd fólk í uppþot. Einnig hefur hann logið t.d. að hann hafi hætt í KKK útaf hann var á móti ofbeldinu sem sumir meðlimir voru að lenda í en hann var í raun neyddur til að yfirgefa KKK því hann seldi einhver gögn til FBI. Auk þess blekkti hann meðlimi KKK til að stela af þeim peningum. Hann er einnig óábyrgur og kom sér fram hjá því að borga skuldir. Hann virðist einnig ekki vera með neina eftirsjá.

David Duke.

Heimildaskrá

  1. Davis, R. (2016, december). 12 Horrific Crimes Committed By The KKK Between 1921 And 2016. Essence; Essence. https://www.essence.com/culture/horrific-kkk-crimes/

  2. Mississippi Burning | Federal Bureau of Investigation. (2022). Federal Bureau of Investigation. https://www.fbi.gov/history/famous-cases/mississippi-burning‌

  3. Wikipedia Contributors. (2023, February 12). David Duke. Wikipedia; Wikimedia Foundation. https://en.wikipedia.org/wiki/David_Duke

  4. Ku Klux Klan - Hearts of Darkness. (2015). Secret Societies, 84–89. History Classics.