Gary Heidnik

Ásdís Jana Ólafsdóttir

Kynning

Gary M. Heidnik var Bandarískur glæpamaður sem rændi, pyntaði og nauðgaði sex konum og drap tvær. Hann framdi þessa glæpi á árunum 1978 til 1987. Hann hélt fórnalömbunum í sjálfgrafinni holu í kjallaranum heima hjá sér. Hann var dæmdur til dauða og tekinn af lífi með banvænni sprautu í júlí 1999.

Gary Heidnick handtekinn.

Glæpurinn

Árið 1978 þegar Gary vann á geðheimili gaf hann Alberta Davidson, sem var sjúklingur inn á geðheimilinu, dagspassa. Hann tók hana heim með sér og gerði hana að fanga sínum í kjallaranum. Þar nauðgaði hann henni og pynti. Hann var handtekinn og dæmdur í fangelsi í 3 til 7 ár þegar Alberta fannst í kjallara hans.

Árið 1986 þegar Gary var kominn úr fangelsi byrjaði hann að ræna og nauðga konum aftur. Josefina Rivera var næsta fórnarlamb hans. Hún var vændiskona og eftir að hafa stundað kynlíf með Gary, kæfði hann hana þar til hún varð meðvitundarlaus og hlekkjaði hana síðan í kjallara sínum.

Heidnik byrjaði að grafa holu í kallaranum sem hann setti Josefinu síðan ofan í ef hún reyndi að flýja eða ef hún hegðaði sér illa. Nokkrum dögum síðar rændi hann annarri konu að nafni Sandra Lindsay. Hún var áður ólétt með barn Heidnik en fór í fóstureyðingu, sem Gary var ekki glaður með. Hann hélt konunum í kjallaranum, gaf þeim sjaldan að borða, nauðgaði þeim reglulega og hélt þeim hálf nöktum. Nokkrum dögum seinna rændi þrem öðrum konum, Lisa Thomas, Deborah Dudley og Jacquelyn Askins. Deborah reyndi oft að verja sig og var því oft sett í holuna. Hann lét konurnar stunda kyníf með hvor annarri og lét þær borða hundamat. 7. febrúar varð hann reiður við Söndru og lét hana hanga í loftinu með einni hendi í tvo daga. Hún fékk háan hita og dó. Hann tók lík hennar, sagaði hana í sundur og setti höfuð hennar í pott. Hann gaf hundunum sínum einhvern part af líki hennar en restina til kvennana. Á næstu dögum byrjuðu nágrannar hans að kvarta yfir vondri lykt og þegar lögreglan kom til að rannsaka útskýrði Heidnik að hann hafi verið að elda en brenndi matinn og lögreglan fór. Hann fór til kvennana og mútaði þeim og sagði Josefina honum frá að þær voru að plana að ráðast á hann. Þannig hann tróð skrúfjárni í eyru þeirra.

Gary byrjaði að nota raflost á allar konurnar nema Josefinu. Hún var orðin að uppáhalds fanga hans og fékk stundum forréttindi eins og að horfa á mynd eða að vera nauðgað á þæginlegri stað. 19. mars tók hann Deborah og setti í holu fulla af vatni og drap hana með raflosti fyrir að vera óþekk. Hann lét síðan Josefinu hjálpa sér að losa sig við líkið. Hann rændi síðan Agnes Adams sem átti að koma í stað fyrir Deborah. En markmið hans var að gera þær allar óléttar og ala síðan upp börnin sjálfur.

Teikning af brunninum.

Brunnurinn sjálfur.

Persónan

Gary Michael Heidnik fæddist Ohio 23. nóvember 1943. Þegar Gary var aðeins 3 ára skildu foreldrar hans og fór Gary, ásamt yngri bróður hans Terry, að búa hjá föður þeirra og stjúpmóður. Faðir þeirra lagði strákana bæði í líkamlegt og andlegt ofbeldi og var aðal refsingaraðferð hans að niðurlægja þá. Á tímabili þegar Gary pissaði í rúmið lét faðir hans Gary hengja lakið út fyrir alla til þess að sjá.

Gary gékk vel í skóla, fékk góðar einkunnir en hann var samt lagður í einelti og átti enga vini.

Alkóholismi var mikill í fjölskyldu hans þar sem báðir foreldrar hans misnotuðu áfengi. Sagt er að skilnaður foreldra hans hafi verið út af drykkju móðurinnar. Árið 1970 framdi móðir hans sjálfsvíg með ofskömmtun lyfja og áfengis. Þá framdi Gary sína fyrstu sjálfsvígstilraun af mörgum. Hann er sagður hafa farið oft inn á geðdeildir og að hann reyndi að fremja sjálfsvíg allavega 13 sinnum. Terry bróðir hans var einnig í sjálfsvígshættu og voru þeir báðir greindir með geðklofa. Gary greindist með geðklofa 19 ára gamall eftir að hafa verið í hernum í 13 mánuði. Hann var sendur heim úr hernum og fór að vinna sem hjúkrunarfræðingur. Það reyndist honum samt ekki vel og var hann ýmist rekinn fyrir að vera dónalegur við kúnna og fyrir að mæta of seint. 28 ára gamall stofnaði hann kirkju og hélt fundi í kjallaranum sínum. Innan nokkra ára var hann búinn að safna miklum peningi.

Hann eignaðist 2 börn. Fyrsta barn hans átti hann með Gail Lincow. Drengurinn var fljótlega eftir fæðingu sendur á fósturheimili vegna andlegrar getu Gail. Hann hitti síðan Anjeanette Davidson, sem var sjúklingur á einu geðheimili sem Gary vann á. Þau eignuðust dóttur saman, Maxine, sem var einnig tekin og sett á fósturheimili.

 Vitað er með vissu að Gary Heidnik var greindur með 2.1.5. Geðklofi og hægt er álykta að hann hafi verið 19.6. Sadisti og 18.2.1. Andfélagsleg persónuleikaröskun. Sadisminn segir sig ferkar sjálfur, hann hélt konunum föngun, pynti og nauðgaði þeim. En andfélagsleg persónuleikaröskun passar honum líka vel þar sem hann byrjaði snemma að brjóta af sér. Hann var hvatvís, ofbeldishneigður og skorti eftirsjá.

Gary M. Heidnik.

Endirinn

24. mars náði Josefine að sannfæra Gary um að fá að fara heim og hitta fjölskyldu sína. Hann trúði því að hún myndi koma aftur til hans en hún fór beint til kærasta síns og hann hringdi á lögregluna. Heidnik var handtekinn og kom fyrst fram í dómsal 1988. Þá sagði hann að konurnar sem hann rændi höfðu verið í kjallara hans þegar hann flutti inn í húsið. Hann reyndi einnig að vera dæmdur ósakhæfur en það hófst ekki hjá honum. 1. júlí var Heidnik dæmdur fyrir tvö morð, rán á fimm manneskjum, sex nauðganir, fjórar grófar líkamsárásir. Hann var dæmdur til dauða. Á áætluðum dauðadag hans, 31. desember, reyndi hann að fremja sjálfsmorð en fór í dá. 1997 var reynt aftur en frestað en 6. júlí 1999 dó hann með banvænni sprautu, 55 ára.

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=CM2IwBASG2I

 

Mælikvarðar

 

Mælikvarði 9: Hare 22/20 listinn

Hare mælikvarðinn passar mjög vel við Gary. Persónunlega finnst mér 15 atriði úr 20 atriða lista passa við hann, mögulega fleiri. Gary framdi glæpi sína á stuttum tíma og rændi konum með stuttu millibili sem gæti bent til þess að honum leiddist hratt eða hafði litla stjórn á hegðun sinni. Hann var hvatvís og ábyrgðarlaus. Hann sýndi litla sem enga samkennd eða samviskubit. Snemma byrjaði Gary að sýna óæskilega hegðun og tók aldrei ábyrgð á eigin gjörðum.

Atriði sem passa við hann: 03, 05, 06, 07, 08, 09, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 18 og 20.

Mælikvarði 11: Hare kenningin

Á Hare mælikvarðanum passar Gary við affective undirflokkinn. Hann sýndi litla sem enga samkennd eða samviskubit fyrir gjörðum sínum og virtist áhugalítill gangvart tilfinningum fórnalamba sinna. Hann tók heldur aldrei ábyrgð á glæpnum. Hann reyndi að vera dæmdur ósakhæfur og sagði einnig að fórnalömbin hefðu verið í kjallaranum þegar hann keypti húsið.

Mælikvarði 15: CCM flokkunin

Að mínu mati passar Gary best undir flokk 133: Sexual Homicise, mixed. Aðalmarkmið hans var að nauðga konunum en drap eina „óvart“ og hin fór ekki eftir reglum hans og hann náði ekki að stjórna henni svo hann drap hana.

Mælikvarði 18: Emerick hringkenningin

Hringkenningin passar ekki vel við Gary. Hann var mögulega hræddur við höfnun þar sem flest fórnalömbin hans voru vændiskonur. Næsta skref, særðar tilfinningar, finnst mér ekki passa við hann. Honum var sama um hvað konunum fannst. Mögulega hafði hann neikvæða sjálfsmynd í framhaldi af glæpnum, en samt ekkert sem bendir til þess. Heldur ekki upplýsingar um sjálfsvorkun. Ekkert sem bendir til þess að hann hafi haft einhverja óheilbrigða aðlögun eins og neyslu efna eða áfengis. Gary hafði frávikskenndar fantasíur en hann var einnig greindur með geðklofa þannig mögulega komu þær útaf geðklofanum. Þjálfunarferlið og glæðurinn sjálfur passar honum samt. Hann fer á stjá að ná í nýtt fórnarlamb, fremur glæpinn sjálfan. Seinasta skrefið er tímabundin eftirsjá, en ekkert bendir til þess að Gary hafi verið með eftirsjá.

Mælikvarði 14: Mindhunter kenningin

Gary var vissulega einhleypur, hvítur karlmaður, hann var yfir meðal greind. Honum gekk ágætilega í skóla, menntaði sig sem hjúkrunarfræðingur en náði ekki að halda vinnu. Hann kom úr slæmri fjölskyldu, bæði móðir hans og faðir komu illa fram við hann. Hann sjálfur var greindur með geðklofa og mikill alkóholismi var í fjölskyldu hans. Hann var misnotaður í barnæsku bæði andlega og líkamlega. Ekkert bendir til þess að hann hafi haft neikvæð viðhorf til karlkyns yfirmenn eða hatur á konum. Hann lenti ekki snemma í einhverjum stofnunum en hann greindist með geðklofa aðeins 19 ára. Hann reyndi að fremja sjálfsmorð þó nokkrum sinnum og að lokum hafði hann mikinn áhuga á kynfrávikum. Gary passar því mjög vel við Mindhunter kenninguna þar sem 9 af 10 atriðum á vel við hann.

Mælikvarði 13: Holmes & DeBurger flokkunin

Ég tel Gary falla best undir 3c. Sjálfselsku tegundina, gagn. Markmið hans var ekki að drepa konurnar heldur að nauðga þeim. Hann planaði að gera þær allar ófrískar og ætlaði síðan að ala sjálfur börnin.

Heimildaskrá

  1. Criminal minds wiki. (e.d.). https://criminalminds.fandom.com/wiki/Gary_Heidnik#Known_Victims

  2. Fiorillo, V. (2007). Inside the house of Heidnik. https://www.phillymag.com/news/2007/07/23/inside-the-house-of-heidnik/

  3. Morrison, R. (2023). Gary Michael Heidnik: Biography and Murders. https://warbletoncouncil.org/gary-heidnik-9613#menu-5

  4. The true crime edition. (2021). The Real-Life Silence of the Lambs. https://www.truecrimeedition.com/post/gary-heidnik