Harris og Klebold - Columbine

Unnur Sóley Lindudóttir

Kynning

Þann 20. apríl 1999 skutu Eric Harris, 18 ára og Dylan Klebold, 17 ára, 13 manns til bana og særðu yfir 20 manns skotárás í Columbine High School í Colorado í Bandaríkjunum. Skotárásin í Columbine High var ein versta á þeim tíma í Bandaríkjunum og það varð mikið umræða um eignarhald skotvopna og  öryggi í skólum.

Hryðjuverkin sjást mjög vel á öryggismyndavélum.

Glæpurinn

Skotárásin byrjaði kl. 11:19 þann 20. apríl 1999. Eric og Dylan mættu í löngum svörtum jökkum og með töskur fullar af auka skotum og sprengjum og byrjuðu að skjóta á nemendur fyrir utan skólann áður en þeir gengu inn. 
Þeir voru búnir að plana þessa skotárás á annan hátt. Þeir höfðu farið fyrr inn í skólann og sett tvær töskur með sprengjum í matsalinn sem áttu að springa kl. 11:17 og ætluðu að standa fyrir utan skólann og skjóta alla sem komu út. En vegna þess að þessar sprengjur virkuðu ekki ákváðu þeir að fara bara inn í skólann og byrja að skjóta. Þeir gengu um skólann og skutu alla sem þeir sáu. Þeir enduðu á bókasafninu það sem þeir skutu flesta. Þeir skutu þar einn þroskaskertan strák sem skildi ekki hvað var í gangi og að hann átti að fela sig. Einnig gerðu þeir lítið úr nokkrum sem þeir drápu áður en þeir skutu þá.

Harris og Klebold í einkennisbúningum að undirbúa verknaðinn.

Persónan

Eric fæddist 9. apríl 1981 í Kansas. Foreldrar hans fluttu mikið sem Eric fannst erfitt. Hann átti erfitt með að eignast vini í Colombine High School og var mjög reiður út í fólkið í skólanum og heiminn. Var líka oft reiður við vini. Eric átti einn vin, annan en Dylan sem hann hótaði að drepa útaf smá rifrildi. Eric var sagður vera Siðblindur. Hann hataði fólk og heiminn sjálfan. Hann sýndi slæma hegðun frá ungum aldri og var góður í að ljúga og komast upp með hluti.

Dylan fæddist 11. september 1981. Hann var klár strákur sem hafði gaman að því að kóða. Rétt fyrir skotárásina hafði hann farið með foreldrum sínum að skoða háskóla og langaði að fara að læra tölvunarfræði. Dylan var mjög rólegur og feiminn strákur sem var að glíma við Þunglyndi. Hann hafði ekki sýnt slæma hegðun áður en hann kynntist Eric. Dylan skrifaði í dagbók um líðan sína og lýsti því hvað honum liði illa og að hann vildi deyja. Hann átti erfitt með að eignast vini og byrjaði að kenna öðrum um hvernig honum leið. Hann var líka mjög einmana og þorði ekki að tala við stelpur. Hann var reiður út í aðra stráka fyrir að hafa kjark til að tala við stelpur og vildi ekkert meira en að eignast kærustu og vera hamingjusamur.

Eric: Geðraskanir: 15. Upplausnar, hvata-stjórnar og hegðunarraskanir:  15.1: Mótþróa þrjóskuröskun. Hann missti reglulga stjórn á skapi sínu, lék sér að því að angra annað fólk, var auðveldlega pirraður út í aðra, oft reiður og hefnigjarn. 06. Árátta- þráhyggja og tengdar raskanir: 6.1: Árráttu-þráhyggjuröskun. Hann var með þráhyggju fyrir fólki og hatri og ranghugmyndum sínum tengdar lífinu. Hann var alveg sannfærður um að áráttu-þráhyggju röskunar hugsanirnar voru sannar. 18. Persónuleikaraskanir: 18.2: B-klasi: 18.2.1. Andfélagsleg persónuleikaröskun. Hann vanvirti aðra og sýndi enga samúð með öðru fólki, var oft mjög pirraður og hótaði fólki dauða, laug og hann skorti eftirsjá.

Dylan: Geðraskanir: 04. Þunglyndisraskanir: 4.1: Veruleg þunglyndisröskun. Dylan talar um í dagbók sinni hvað honum líður illa og hvað hann vill deyja. Hann sá lítinn tilgang í lífunu. 06. Árátta-þráhyggja og tengdar raskanir: 6.1: Áráttu- þráhyggjuröskun. Hann var með áráttu og þráhyggju gagnvart nokkrun stelpun í skólanum hjá sér. 18. Persónuleikaraskanir: 18.3: C-Klasi 18.3.1: Hliðrunar persónuleikaröskun. Hann var óviljugur að hefja samskipti við fólk sýndi hömlur í nánum samskiptum, var með minnimáttarkennd og var hræddur við nýjar félagslegar aðstæður.

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=m7_zo2Y6QDE&list=PLC1nQwNAGnihJwMn4ZgGqKYElQwqD9_wt&index=44

Endirinn

Eftir um 40 mínútna skotárás inn í skóla höfðu næstum allir nemendur ná að koma sér út og lögreglan og sjúkrabílar voru fyrir utan að reyna að aðstoða þá slösuðu. Þá byrjuði Eric og Dylan að skjóta út um gluggann á nemendur sem var verið að reyna að bjarga og á lögregluna. Eftir nokkurn tíma af þeim að skjóta á lögreglu og nemendur  út um gluggann hættu þeir. Það var engin leið fyrir þá að komast út úr skólanum án þess að vera skotnir eða handteknir. Kl. 12:08 skutu Eric og Dylan sig og létu báðir lífið.

Endalokin.

Mælikvarðar

Mælikvarði 8: cleckley 16 atriði

Mér finnst þessi listi eiga ágætlega við Eric. Hann var gáfuður, sýndi ekki merki um geðrof, sýndi engin merki um stress, óáreiðanlegur, óheiðarlegur, skortur á eftirsjá, sýndi andfélagslega hegðun, fátækleg tilfinningaviðbrögð, lærði ekki af reynslu, lítil félagsleg svörun, fjarstæðukennd hegðun og fylgdi ekki neinni lífsáætlun. Dylan  passar ekki jafn vel inn í þetta. Hann var ekki með yfirborðssjarma, hann var stressaður og taukaveiklaður, sérstaklega í kring um stelpur. Hann var ekki með skort á eftirsjá eða skömm, sýndi ekki andfélagslega hegðun eða fátækleg tilfinningaviðbrögð. Hegðun hans breyttist þó ári fyrir skotárásina og þá voru hann og Eric byrjaðir að vera meira saman. Þá byrjaði hann að vera meira eins og Eric.

Mælikvarði 11: Hare kenningin

Ég myndi flokka Eric í Factor 2: facet 4. Hann átti erfitt með að stjórna skapi sínu og sýndi slæma hegðun snemma. Ég held ég myndi ekki setja Dylan í neinn af þessum flokkum.

Mælikvarði 12: stone 22 listinn

Eric: Flokkur 15. Psycopathic, cold-blooded, spree or multiple murders. Eric hataði allt og alla og hugsaði illa um fólk og virtist vera sama um líf þeirra. Hann skrifaði í dagbókina sína: God I can‘t wait till they die. I can taste the blood now – NBK (Natural Born Killer).

Dylan: Flokkur 8. Murders sparked by smoldering rage – resulting sometimes in mass murder. Ég held að Dylan hafi liðið mjög illa mjög lengi, hann skrifaði í dagbókina sína: The lonely man stikes with absulute rage.

Mælikvarði 18: emerick hringkenningin

Eric: 1: Á ekki það vel við hann, hann var alveg ágætlega félagslegur. 2: Mér finnst ég ekki geta sagt almennilega til um þetta með Eric, hann talar lítið um tilfinningar sínar, nema bara hatur. Hann vildi bara drepa allt og alla.  3. Dulin neikvæð sjálfsmynd á við hann, hann hataði heiminn og kenndi öðru fólki um það. 4. Á ágætlega við hann, hann var reiður og vildi taka það út á öðrum.  5. Á vel við, hann var með fantasíur um að útrýma fólki sem honum fannst ekki eiga skilið að lifa. 6. Á vel við, þeir æfðu sig að skjóta hluti áður en þeir frömdu glæpinn og plönuðu glæpinn vel. 7. Glæpurinn framkvæmdur, æfðu sig ekki á dýrum fyrst. 8. Á ekki við þar sem þeir drápu sig.

Dylan: 1: Á vel við hann, hann var með litla félagslega færni þó hann átti nokkra góða vini. Hann var mjög hræddur við stelpur og hélt sig almennt frá þeim. 2: Á vel við hann. Hann var mjög einmanna og kenndi öðrum um sínar tilfinningar. 3. Dulin neikvæð sjálfsmynd á vel við hann, hann sagði í dagbókinni sinni: I swear – like I‘m an outcast, & everyone is conspiring against me. 4. Á við hann. Hann var með áráttu og þráhyggju og hélt tilfinningum sínum leyndum. 5. Á vel við, hann vildi að aðrir kenndu á því hvernig honum liði og vildi fá athygli. 6. Á vel við, þeir æfðu sig að skjóta hluti áður en þeir frömdu glæpinn og plönuðu glæpinn vel. 7. Glæpurinn framkvæmdur, æfðu sig ekki á dýrum fyrst. 8. Á ekki við þar sem þeir drápu sig.

Mælikvarði 7: dauðasyndirnar 7

Eric: Reiði: Hann var mjög reiður út í lífið, og hataði fólk og heiminn eins og hann var. Hann skrifaði í dagbókina sína: I hate the fucking world, to many god damn fuckers in it. Öfund, ég held að hann hafi öfundað aðra, hann átti ekki marga vini. Stolt/dramb: Hann virti ekki þarfir annar eða tilfinningar. Hann skrifaði í dagbókina sína: It would be great if god removed all vaccines and warning labels from everything in the world and let natural selection take its course. All the fat ugly retarded crippled dumbass stupid fuckheads in the world would die, and oh fucking well if a few of the good guys die to.

Dylan: Reiði: Hann var reiður yfir því hvað honum leið illa og að stelpurnar sem hann var hrifinn af vissu ekki hver hann var. Öfund: Hann öfundaði aðra fyrir að líða ekki eins illa og honum og að aðrir gætu fundið ástina en ekki hann.

Mælikvarði 13: holmes & Deburger flokkunin

Eric: 3. Sjálfselska tegundin: Spenna. Hann gerði grín af nokkrum áður en hann skaut þá. Það var einn svartur strákur sem hann skaut en áður en hann gerði það gerði hann lítið úr honum vegna húðlits hans. 3.d Stjórnunar/vald tegundin. Hann hafði unun af því að sýna vald.

Dylan: 2. Hugsjóna tegundin. Mér finnst eins og hann hafi haldið að hann væri að gera eitthvað gagnalegt. Eftir að hafa lesið dagbókina hans get ég ekki sett hann í flokk 3, ég fann samúð með honum þegar ég las dagbókina hans.

Heimildir

  1. http://edition.cnn.com/SPECIALS/2000/columbine.cd/Pages/SUSPECTS_TEXT.htm

  2. https://www.crimescenecleanup.com/columbine-crime-scene/

  3. https://www.acolumbinesite.com/reports/report.php

  4. https://www.acolumbinesite.com/diary.php

  5. https://www.youtube.com/watch?v=vGJVJhFUZyw