John Wayne Gacy

Ellen Ósk Valtýsdóttir

Kynning

Þann 17. mars 1978 fæddist drengur að nafni John Wayne Gacy, drengur sem átti eftir að gera hræðilega hluti. Áður en hann framkvæmdi þessa hræðinlegu glæpi var hann giftur konu að nafni Marlynn Myers og vann á KFC. Allt gekk vel þangað til hann byrjaði að bjóða ungum undirmönnum sínum heim eftir vinnu í pool og bjór, þar reyndi hann við þá. Þegar þeir sögðu nei, þá sagðist hann bara vera að djóka. Hann var dæmdur í 10 ára fangelsi árið 1968 fyrir að sofa hjá tánings strák, en hann sat aðeins inni í 8 mánuði.

John Wayne var oft að skemmta fólki, einna helst börnum í barnaafmælum. Þar kom hann klæddur sem trúður, þrátt fyrir að fá ekkert borgað fyrir það. Gacy var með tvo trúða persónuleika: Þeir voru Pogo the Clown (góði trúðurinn) og Patches (vondi eða djöflalegi trúðurinn). John Wayne Gacy er einnig þekktur sem: The Killer Clown.

Í kringum 1970 voru margir ungir drengir að týnast í Bandaríkjunum. Enginn vissi hvað væri að ske og þá voru raðmorðingar ekki til. Hér verður fjallað um þá sem dóu í Norwood Park Township, Illinois í Chicago, með áherslu á morðingjann sjálfan.

“Góði” trúðurinn: Pogo the Clown.

Glæpurinn

Gacy pyntaði, nauðgaði og drap að minnsta kosti 33 unga drengi á árunum 1972 til 1978. Hann bauð ungum strákum heim og gerði “trix.” Sagði þeim að fara í handjárn og reyna komast úr þeim. Þar sem Gacy var virtur í samfélaginu fóru fórnarlömbin í handjárnin. Hann kyrkti þá síðan, þrengra og þrengra.

Sumir náðu að flýja, það voru þó ekki margir og sumir (ekki allir) fóru til lögreglunnar, en ekkert gerðist. Gacy átti byggingarvinnu fyrirtæki og réði unga drengi í vinnu til sín. Flestir þessarra drengja áttu fáa eða engan að og fengu sumir að gista hjá Gacy. Einn af þeim sem fékk gistingu ákvað að elda morgunmat fyrir þá. Þegar hann labbaði inn til Gacy til að vekja hann gerði hann þau misstök að fara inn með hnífinn sem hann var að nota í eldhúsinu. Gacy drap hann og setti líkið undir húsið.

Gacy mokaði ekki þessa gröf undir húsinu alveg sjálfur, heldur fékk hann drengi sem voru að vinna fyrir hann til að gera það fyrir sig. Allavega einn af þeim endaði sjálfur þar seinna, eftir að Gacy drap hann.

Gröfin undir húsinu hjá Gacy.

Persónan

Þó John Wayne Gacy hafi verið virtur maður í samfélaginu sínu þá, var ekki allt upp á tíu. Hans stjórnunarlega eðli, skortur á iðrun vegna glæpa sinna, tilfinningalegi óstöðuleikinn hans (eins og sjá má í hjónaböndum hans) og fleira bendir til að hann hafi verið með Andfélagslega persónuleikaröskun (e. antisocial personality disorder – ASPD), sem er 18.2.1. í DSM-5. Gacy kenndi sér ekki um morð drengjanna, heldur taldi hann þau vera þeim að kenna.

Margir telja Gacy hafa kljást við geðklofa og reyndi hann sem dæmi að verða dæmdur ósakhæfur vegna þess. Geðklofi (e. schizophrenia) einkennist af brenglaðri sýn á raunveruleikann, ofskynjunum, blekkingum og brenglaðri hugsun, þetta hefur áhrif á það hvernig einstaklingum líður, hugsa og haga sér. Geðklofi er númer 2.1.5. í DSM5.

Gacy drap unga drengi, þeir elstu voru 21 árs gamlir og þeir yngstu 14 ára, þó er ekki vitað hverjir fimm af fórnarlömbun hans voru svo ekki hægt að segja með fullvissu hvort sá elsti hafi verið yngri en 21 árs eða nær 30 ára aldri. Þrátt fyrir það þá er hægt að segja að hann hafi aðlagast að börnum og því hægt að flokka hann undir geðröskun 19.4. í DSM-5, Barnahneigð.

Gacy hjá lögreglu í myndatöku, brosandi.

Endirinn

11. desember árið 1978 gerði Gacy stór mistök. Drengur að nafninu Robert Piest var tilkynntur týndur til lögreglu. Gacy hafði verið seinastur til að tala við hann og í því samtali bauð Gacy honum vinnu hjá sér. Robert lét móður sína vita af samtalinu, þar sem hún var að koma sækja hann í apótekið sem Robert vann. Robert fór síðan með Gacy í „atvinnuviðtal.“ Þegar lögreglan frétti af þeirra samtali fóru þeir og töluðu við Gacy. Gacy neitaði að hafa farið í apótekið þennan dag, þó nokkrir höfðu þó séð hann þar. Ekki nóg með það, þá hafði Gacy nokkur gömul mál á sér sem tengdust ungum drengjum og hafði farið í fangelsi. Lögrelan fékk því húsleitarheimild á Gacy. Þeir fundu mikið af dóti sem fórnarlömb Gacys höfðu átt, þeir vissu það þó ekki á þeim tíma.

Eftir að hafa skoðað húsið fóru þeir að fylgjast mikið með Gacy, það var alltaf lögreglubíll fyrir framan húsið. Einn daginn fór Gacy út og bauð lögreglumönnunum inn í kaffi. Ein löggan inn fór að pissa og þegar hann sturtaði niður kom ógeðsleg dauðalykt. Þann 21. desember fékk lögreglan aðra húsleitarheimild. Það sem þeir fundu var miklu meir en þeir áttu von á. Þeir fundu líkamsleyfar af 29 drengjum.

Gacy var sakaður um 33 morð og varð hann dæmdur fyrir þau öll. Við réttarhöldin reyndi hann að fá sig dæmdan ósakhæfan, vegna geðveiki og þó það hafi verið stutt af nokkrum sálfræðingum var því hafnað af dómara og var hann dæmdur til dauða. Gacy var tekinn af lífi með banvænni sprautu árið 1994.

Hér er stutt og gott myndband sem segir frá því hvernig Gacy var gripinn. Fyrstu fimm mínúturnar fjalla almennt um hann og hversu virtur hann var í samfélaginu en eftir það er endanum lýst: https://www.youtube.com/watch?v=Gmjd6Zad1Ag.

Hér er annað mjög áhugavert myndband, það er þó í lengri kantinum, um 3 klukkustundir. Það fjallar mjög ýtarlega um alla hans glæpi: https://www.youtube.com/watch?v=bqC5VvLLnPA.

Mælikvarðar

Mælikvarði 8: cleckley 16 atriði

Að mínu mati fellur John Wayne Gacy inn í 12/16 af mælikvarða 8 (The mask of sanity). Hann fellur inn í 01, 04, 05, 06, 07, 08, 09, 10, 11, 13, 14, 15 (hann nauðgaði samt sem áður fórnarlömbum sínum) og 16. Hann fellur ekki inn í 02, 03 og 12.

Ég var ekki alveg viss með 07, en setti hann þó í „fellur inn í“ listann þar sem hann er talinn hafa „antisocial personality disorder.“

Mælikvarði 11: hare kenningin

            Í mælikvarða 11, Hare kenningunni er John Wayne Gacy í Factor 1, Facet 2 (Affective). Hann var með skort á sektarkennd, skort á samkennd og átti erfitt með að taka eða viðurkenna ábyrgð á gerðum sínum.

Mælikvarði 13: Holmes & Deburger flokkunin

Holmes & DeBurger kenningin, mælikvarði 12. Hér skilgreinist Gacy í ástæðu númer 3 (Sjálfselska), undirflokk 3.a (Sterkar hvatir). Í ástæðu 3 drepur fólk vegna þess að þau fá eitthvað út úr því og í tilfelli Gacy drap hann og nauðgaði ungum drengjum fyrir sínar persónulegu kynferðislegu hvatir. Gacy var samkyneigður karlmaður sem var á móti hommum, ásamt því að að laðast að börnum.

Mælikvarði 17: norris 7 fasar

Norris fasarnir 7, mælikvarði 17. Hér þurfa raðmorðingjar að tilheyra öllum flokkum til að flokkast í þessa kenningu. Gacy flokkast undir þá flesta. Eini fasinn sem er spurningamerki er fasi 7, þunglyndi. Gacy drap 33 unga drengi og nauðgaði þeim, hann sendi ekki bréf til lögreglunnar, honum fannst þetta ekki vera honum að kenna, heldur kenndi hann fórnarlömunum um og þess vegna er þessi fasi spurningamerki. Annars er svarið já, Gacy tilheyrir Norris fösunum, öllum eða flest öllum.

Mælikvarði 7: dauðasyndirnar 7

Dauðasyndirnar 7, mælikvarði 7. Gacy tilheyrir synd 1, Losti. Hann drap vegna frávika í kynferðis- og persónulegum samskiptum. Hann aðlagaðist (geðröskun 19.4 í DSM-5 - Barnahneigð), drap unga drengi  og nauðgaði þeim.

Mælikvarði 13: holmes & Deburger flokkunin

Af hverju drap Gacy? Kenning Holmes og DeBurger, mælikvarði 13, fjallar um mögulegar ástæður morðingja. Gacy flokkast hér í 3.a (Sjálfselsku Grind). Sjá mælikvarða 12.

Heimildaskrá

  1. IvyPanda. (2022, 19. september). Psychological Profile of John Wayne Gacy. https://ivypanda.com/essays/psychological-profile-of-john-wayne-gacy/

  2. Jenkins, J. Philip (2023, March 13). John Wayne Gacy. Encyclopedia Britannica. https://www.britannica.com/biography/John-Wayne-Gacy

Myndaskrá

  1. https://crimejunkiepodcast.com/prolific-john-wayne-gacy/

  2. https://www.chicagotribune.com/history/ct-john-wayne-gacy-victims-20181215-htmlstory.html

  3. https://www.psychologytoday.com/us/blog/wicked-deeds/201405/john-wayne-gacy-the-diabolical-killer-clown