Sértrúarhópur

KKK - Ku Klux Klan

Birna Lind Pálmadóttir, Heiðdís Mjöll Kristleifsdóttir & Sóley Sigurðardóttir

Heiti Kult hóps

Kult hópurinn sem valinn var heitir Ku Klux Klan, en er einnig skammstafaður KKK. Það hafa verið allskonar undirhópar verið myndaðir en flestir fylgja sömu viðmiðum og gildum upprunalega KKK. Árið 1925 voru í kringum 40.000 meðlimir, 1930 voru í um það bil 2 milljónir. Í dag eru bara nokkur þúsund, mun færri í nútímanum.

1. Myndun hópsins

Ku Klux Klan er einn elsti og frægasti haturshópur í heimi. Þessi hópur myndaðist stuttu eftir bandarísku borgarastyrjöldina árið 1865. Hópurinn hefur gert sér það markmið að miða aðallega hatur sinn á blökkumenn (e. African Americans), en hafa einnig ráðist á gyðinga og meðlimi LGBTQ+ hópa.

KKK meðlimir í dæmigerðum fatnaði.

2. Glæpur hópsins

Í gegnum nokkur hundruð árin sem KKK hefur verið virkt að þá hafa verið allskonar glæpir framdir. Í kringum 1930 þegar KKK var sem stærst (2 milljónir manna meðlimir) þá voru allskonar glæpir framdir t.d. að þúsundir blökkumanna voru drepnir og alvarlega særðir. Einnig voru framdar skotárásir á heimili þeirra sem endaði á því að drepa suma. Árið 1964 voru framkvæmdar nokkrar brennur í Mississippi til að reyna drepa þrjá aðgerðasinna sem endaði í því að KKK meðlimir myrtu þá. Bíl þeirra var fundinn og var þá búið að kveikja í bílnum. Nýlegri glæpir eru meðal annars að fyrrum leiðtogi Frazier Glenn Miller myrti þrjá gyðinga árið 2014. Einnig voru þrír mótmælendur stungnir af KKK meðlimum árið 2016.

3. Mælikvarði 5: CCM

Hópurinn KKK fellur undir flokkinn Félags-hagfræðileg morð (e. extremist homicide, socio-economic) samkvæmt mælikvarða sem kemur fram í handbókinni Crime Classification Manual (CCM). Félags-hagfræðileg morð einkennast aðallega af öfgafullu hatri á ákveðnum hóp eða einstakling, hvort sem það tengist trúarbrögðum, mismunandi kynþætti eða þjóðerni. Þar sem KKK einkennist af öfgafullum hatri gagnvart öðrum kynþáttum og mörg morð og glæpir framdir vegna hatursins, þá passar þessi flokkur mjög vel við þau.

Bíllinn umræddi, sem fannst brenndur, líklega til að fela sönnunargögn.

4. Næst Mælikvarði 3: Heilaþvottur

KKK er ekki eins og aðrir sértrúarhópar, heldur er þetta fólk að sameinast saman sem hafa það sameiginlegt að vera með kynþáttafordóma og vilja uppbyggja hvítt fólk. Þá er í raun ekki neitt niðurbrots þrep eins og kemur fram í mælikvarðanum. Hvað varðar breytingaþrepið þá alast einstaklingar í KKK líklegast upp í fjölskyldum og samfélögum sem hafa þessar sterkar skoðanir um kynþætti. Þau eru yfirleitt lokuð af í sínu samfélagi og heyra þannig sjaldnast aðrar skoðanir utan þeirra samfélags. Þannig verða skoðanir þeirra og hatur gagnvart öðrum kynþáttum meira öfgafullt vegna hversu einangruð þau eru. Uppbyggingarþrepið á heldur ekki við um KKK, þar sem þetta er ekki hefðbundinn öfgahópur.

5. Mælikvarði 4: 25 Norris atriði

Joel Norris mælikvarðinn inniheldur 25 atriði og passar illa fyrir KKK. Eitt af þeim atriðum sem eiga við eru sjarmerandi andfélagslegur leiðtogi. David Duke var einn af nokkrum leiðtogum KKK og var mjög sjarmerandi maður. Þar að auki sýndi hann töluverða andfélagslega hegðun sem við förum frekar í hér fyrir neðan. Önnur atriði sem eiga við eru vaxandi reiði þar sem einstaklingar eiga sameiginlegan óvin og þau deila hatri sínu á honum. Seinasti þátturinn sem á við er afstaða fjölskyldu til ósveigjanlegar og óeftirgefanlegrar bókstafstrúar þar sem einstaklingar hópsins eru meðlimir haturshóps. 3 þættir eiga því við en þar að auki eru 6 aðrir þættir sem við teljum að mögulega getu átt við: (Þörf fyrir dramatíska og eldfima útrás, þörf einstaklings til að ná völdum í óvinveittum heimi, áráttukenndir helgisiðir, dramatísk breyting á persónuleika eða geðlagi, uppteknir af dauða og ýkt samsömun við hugmyndir um yfirburði ákveðinna kynþátta). Samtals eru því 3-9 þættir sem eiga við KKK samkvæmt lista Joel Norris og því passar listinn illa fyrir KKK.

6. Mælikvarði 6: Félagsleg áhrif

Undanlát

Undanlát (e. compliance) er það þegar viðkomandi lætur eftir á yfirborðinu og breytir skoðunum sínum til þess að þóknast þeim aðila sem hafði áhrifin á þau. Þetta gæti átt við í þessu tilviki með KKK, að þeir meðlimir sem hafa gengist í klanið, létu mögulega eftir sínar persónulegu skoðanir, til þess að þóknast leiðtoga KKK.

Innhverfing

Innhverfing (e. internalization) er um ósviknar breytingar á viðhorfum, trú og hegðun viðkomandi að ræða. Viðkomandi trúir á nýju hugmyndirnar og hefur fellt þær að sínu gildismati. Meðlimir KKK sem voru með slíkan hugsunarhátt og sömu stefnu áður en þeir gengust í lið við KKK.

Samsömun

Í samsömun (e. identification) er um að ræða breytingar á viðhorfi, trú, og atferli í þeim tilgangi að líkja eftir persónu eða hóp sem maður ber virðingu fyrir eða dáir. Það gæti verið að nokkrir meðlimir KKK hafa fallið fyrir sjarma einhvers leiðtoga, og mögulega hafði leiðtoginn einhver margvísleg áhrif á þá að því leyti að viðhorf þeirra breyttist og varð ýktara gagnvart t.d. gyðingum.

7-8. Mælikvarði 1: DSM-5

David Duke er fyrrum þekktur leiðtogi KKK.

Geðröskun nr 16.13 Spilaæði

David Duke var sakfelldur fyrir skattsvik og fyrir að svíkja og blekkja KKK fylgjendur sína til að styrkja hann fjárhagslega. Hann sagðist vera í fjárhagsvanda og misnotaði peninga stuðningsmanna sinna. Hann notaði peningana fyrir persónulegar fjárfestingar og í fjárhættuspil í spilavítum. Hann var svo dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir þessa glæpi.

Geðröskun nr 15.3. Hegðunarröskun

Það eru ekki til mikið af sönnunargögnum um að hann væri með hegðunarröskun. Einhver möguleg dæmi eru að þegar hann var ungur að þá leiddi hann fólk í uppþot og hann var handtekinn fyrir það. Seinna meir leiddi hann aftur í kringum hundrað meðlimi KKK að umkringja lögreglubíla.

Ég er búin að fara í gegnum DSM-5 og finn enga aðra geðröskun sem á við um David Duke. Það er ekki til nægilega miklar upplýsingar um hann til að skella á hann einhverri annarri geðröskun.

9.-10. Mælikvarði 2: Persónuleikaraskanir

18.2.4. Sjálfhverf persónuleikaröskun

David Duke var ný-nasisti og varð seinna leiðtogi KKK á árunum 1974-1980. Hann yfirgaf seinna KKK og bauð sig fram í öldungadeild og seinna bauð sig fram í forseta embætti. Hann hefur mikla þörf fyrir völd og aðdáun og er með mjög ofvaxið sjálfsálit. Hann sýnir mikinn hroka, skortir samkennd til annarra t.d. fólk af öðrum kynþætti og virðist vera einnig alveg sama um fylgjendur sína þar sem hann notfærir sér þá t.d. til að stela peningum af þeim.

18.2.1. Andfélagsleg persónuleikaröskun

David Duke fellur einnig undir Andfélagslega persónuleikaröskun þar sem hann hefur brotið lög oft eins og t.d. skattsvik, stela af meðlimum KKK og leidd fólk í uppþot. Einnig hefur hann logið t.d. að hann hafi hætt í KKK útaf hann var á móti ofbeldinu sem sumir meðlimir voru að lenda í en hann var í raun neyddur til að yfirgefa KKK því hann seldi einhver gögn til FBI. Auk þess blekkti hann meðlimi KKK til að stela af þeim peningum. Hann er einnig óábyrgur og kom sér fram hjá því að borga skuldir. Hann virðist einnig ekki vera með neina eftirsjá.

David Duke.

Heimildaskrá

  1. Davis, R. (2016, december). 12 Horrific Crimes Committed By The KKK Between 1921 And 2016. Essence; Essence. https://www.essence.com/culture/horrific-kkk-crimes/

  2. Mississippi Burning | Federal Bureau of Investigation. (2022). Federal Bureau of Investigation. https://www.fbi.gov/history/famous-cases/mississippi-burning‌

  3. Wikipedia Contributors. (2023, February 12). David Duke. Wikipedia; Wikimedia Foundation. https://en.wikipedia.org/wiki/David_Duke

  4. Ku Klux Klan - Hearts of Darkness. (2015). Secret Societies, 84–89. History Classics.

Fundamentalist Church of Jesus Christ og Latter-Day Saints (FLDS)

Ósk Chow, Plamena Petrova & Thelma María Forberg

  1. Myndun hópsins

Fundamentalist Church of Jesus Christ of Latter-Day Saints (FLDS) kirkjan var stofnuð seint á tíunda áratugnum af John Y. Barlow, fyrrverandi mormóna. Barlow taldi að mormónakirkjan hafði villst frá upprunalegum kenningum sínum. Í kjölfarið stofnaði hann sinn eigin trúarhóp, sem var kallaður Fundamentalist Church of Jesus Christ of Latter Day Saints (FLDS). Barlow lýsti yfir valdi spámannsins. Árið 1891 kynnti hann kenninguna um fjölkvæni og leit á fjölkvæni sem skilyrði fyrir inngöngu í himneska ríkið. Árið 1896 var hann sendur af Church of Jesus Christ and His Church til að stjórna lítilli samkomu trúaðra á landamærum Utah/Arizona til að mynda kjarna Fundamentalist Church of Jesus Christ of Latter Day Saints. Þetta urðu höfuðstöðvar „Utah-Arizona stiku Zion“ og FLDS kirkjan hefur verið með höfuðstöðvar á þessum stað frá stofnun hennar. Warren Jeffs var gerður að spámanni árið 2002 og tók við hlutverkinu af föður sínum, Rulon Jeffs. Langt frá því að vera sanngjarn og réttlátur andlegur leiðtogi, stóð Jeffs á bak við fjöldamisnotkun á konum og börnum í því sem nú var sértrúarsöfnuður.

FLDS fjölskylda.

2. Glæpurinn

Fjölkvæni er ólöglegt í Bandaríkjunum en Warren Jeffs giftist 78 konum, þar af 24 börnum undir lögaldri. Yngsta fórnarlambið sem hann neyddi í hjónaband var aðeins 14 ára. Hann skipulagði og hafði umsjón með misnotkun á öðrum konum og börnum til annarra karla innan sértrúarsafnaðarins. Í dag situr Jeffs lífstíðardóm í fangelsi fyrir að bera ábyrgð á hjónaböndum við stúlkur undir lögaldri, gera öðrum karlmönnum kleift að nauðga stúlkum undir lögaldri, og að hafa sjálfur nauðgað stúlkum undir lögaldri. Að auki notaðist sértrúarsöfnuðurinn við barnaþrælkun til að byggja ,,Zion,” sem átti að vera himnaríki á jörðu.

Warren Jeff og ein af ungum eiginkonum hans.

3. MÆLIKVARÐAR FYRIR HÓPINN Mælikvarði 5: CCM

Þessi mælikvarði á ekki við þar sem sértrúarsöfnuðurinn framdi engin morð. Það er samt aldrei hægt að segja til um framtíðina, þar sem FLDS kirkjan er ennþá virk í dag.

Mælikvarði 3: Heilaþvottur

Þó að FLDS kirkjan passar þokkalega í þennan mælikvarða þá er erfitt að segja til um hvernig hún framkvæmir hvert þrep fyrir sig. Ástæðan fyrir því er að flestir meðlimir sem eru á lífi og virkir í dag fæddust inn í söfnuðinn og þurftu þar af leiðandi ekki sérstaka innleiðingaraðferð. Það er sjálfsagt að tileinka þér lifnaðarhátt FLDS ef þú þekkir ekki neitt annað. Heilaþvottur er meira til að halda fólkinu í skefjum.

Niðurbrots þrep

Karlmenn hljóta litla virðingu ef þeim er ekki úthlutað konu. Meðlimir safnaðarins sem er brotnir niður mest er án efa konurnar. Þær eiga stöðugt að vera blíðlyndar, eða “keep sweet,” hlýða karlmönnum samfélagsins og tileinka líf sitt trúnni. Karlmenn og konur eiga það hins vegar sameiginlegt að ef þau óhlýðnast, eða fara á móti orði Warren Jeffs, eru þau opinberlega niðurlægð fyrir framan alla meðlimi hópsins. Jeffs hikar ekki við að henda meðlimum út úr söfnuðinum ef hann telur þá vera ógnun við hans vald.

Breytingar þrep

Meðlimir FLDS er haldið frá umheiminum. Þar með talið er ekkert sjónvarp, fréttablöð og enginn varningur er fluttur inn í samfélagið. Þeir búa í tveimur bæjum sem geta viðhaldið sér sjálfir, þau rækta sinn eigin mat, byggja sín eigin hús og starfsmenn bæjarins eru meira að segja meðlimir FLDS (þar með talið lögreglumennirnir). Þannig geta þau lifað af án samskipta við ytri heiminn. Að auki eru stelpurnar skammaðar þegar þær vilja ekki giftast mönnunum sem þeim er úthlutað. Enn fremur er bannað að bera til tilfinningar til annarra en þeirra sem þú átt að giftast.

Uppbyggingar þrep

Þegar karlmenn fara eftir reglum og sjá til þess að fjölskylda þeirra fara eftir reglunum þá fá þeir aukið frelsi, viðurkenningu og virðingu. Karlmennirnir sem eru virkilega heppnir og hátt settir í augum Jeffs fá einnig að velja sér konu (reyndar réttara sagt, stúlku) til að giftast. Konur sem fylgja reglum var hrósað og þær eru notaðar sem fyrirmyndir. Þær geta einnig orðið kennarar, til að kenna nýrri kynslóð af börnum lífshætti kirkjunnar.

Mælikvarði 4: 25 Norris atriði

Það voru mörg atriði sem eiga ekki við. Atriðin hér á eftir eru ekki endilega í réttri númeraröð hvað varðar kvarðann, við fjöllum einungis um þau sem eru hópnum viðkomandi. 

  1. Sjarmerandi og andfélagslegur leiðtogi: Rulon Jeffs, faðir Warren Jeffs, þótti mjög sjarmerandi leiðtogi. Jeffs þykir ekki alveg jafn sjarmerandi, og þurftu meðlimir sértrúarsöfnuðisins mikla sannfæringu til að samþykkja hann sem leiðtoga. Þó að Jeffs mennirnir bera enga virðingu til kvenna og finna enga samkennd með þeim þá er ekki hægt að fullyrða að þér séu andfélagslegir, þar sem þeir finna samkennd með karlmönnum. Hálft stig.

  2. Afstaða fjölskyldu til ósveigjanlegar, óeftirgefanlegrar bókstafstrúar: FLDS kirkjan er í raun öfgafull útgáfa af kristinni trú. Fullt stig.

  3. Þörf einstaklings til að ná völdum í óvinveittum heimi: Meðlimir FLDS eru valdalausir án samþykkis og virðingu frá Warren Jeffs, þannig það er markmið flestra að gangast í augun á honum til að öðlast völd og virðingu. Ytri heiminum er lýst sem syndgafullum, illum og ógeðslegum. Fullt stig.

  4. Þörf til að stunda ódæmigerða, andfélagslega hegðun og kynfrávik m.a.: Einungis stundað fjölkvæni, og okkur finnst vafasamt að fordæma allt fjölkvæni. Útgáfan af fjölkvæni sem FLDS kirkjan stundar er hins vegar mjög vafasöm. Hálft stig.

  5. Þörf fyrir mikla samkennd með öðrum hópmeðlimum: Stelpurnar sem vilja ekki giftast mönnunum sem þeim var úthlutað verða oft vinkonur. T.d. voru tvær stelpur sem ætluðu að strjúka að heiman saman daginn fyrir brúðkaupið þeirra. Kvenkyns meðlimirnir eiga þá sameiginlega upplifun að fá ekki að velja eiginmann sinn og að vera nauðgað af honum á einhverjum tímapunkti. Karlmennirnir standa hver með öðrum svo lengi sem það sé ekki farið á móti orði Jeffs. Fullt stig.

  6. Dramatísk breyting á persónuleika eða geðlagi: Það er lítið hægt að segja um dramatíska breytingu á persónuleika eða geðlagi, vegna þess sem hefur verið nefnt áður. Þ.e.a.s. flestir virkir meðlimir í dag fæddust inn í FLDS kirkjuna. Hins vegar klæða allar konurnar sig eins og eru allar með ákveðnar hárgreiðslur sem eru samþykktar af Warren Jeffs. Hálft stig.

  7. Tapa frelsi viljans: Kvenkyns meðlimirnir hafa engan frjálsan vilja og þurfa að fylgja mjög ströngum reglum. Þó að karlkyns meðlimirnir eru frjálsari þá þurfa þeir samt sem áður að fylgja ströngum reglum til að halda sig á góðri hlið Warrens. Fullt stig.

  8. Ýkt samsömun við hugmyndir um yfirburði ákveðinna kynþátta: Þó að yfirlýst skoðun FLDS kirkjunnar á öðrum kynþáttum er ekki opinber þá eru allir meðlimir FLDS hvítir, sískynja og gagnkynhneigðir. Fullt stig.

Niðurstaða: FLDS kirkjan fær einungis 6,5 stig og passar þá illa.

Mælikvarði 6: Félagsleg áhrif

1. Undanlát

Konurnar eru undanlátar, þær mega ekki hafa sínar eigin skoðanir eða búa yfir neikvæðum tilfinningum. Karlarnir eru líka undanlátnir, þar sem þeir mega ekki fara á móti leiðtoganum. Þeir sem sýna ekki fram á undanlætni verða rifnir frá fjölskyldu sinni og hent út úr söfnuðinum.

2. Innhverfing

Guð er mikið notaður til að réttlæta m.a. hjónaband á milli fullorðinna karla og stúlkna og barnaþrælkun.

3. Samsömun

Þetta á sérstaklega vel við um karlmennina þeir geta orðið ,,guð” ef þeir ná að giftast 3 konum. Þeir geta samt ekki fengið konu nema með samþykki Warren Jeffs.

MÆLIKVARÐAR FYRIR LEIÐTOGANN

Mælikvarði 1: DSM-5

Barnahneigð

Samkvæmt skilgreiningu er Barnahneigð endurteknir og sterkir kynórar og kynhvatir sem fela í sér kynlíf með barni sem ekki hefur náð kynþroska á minnst 6 mánaða tímabili. Warren Jeffs nauðgaði endurtekið konum sínum sem voru þó nokkrar undir lögaldri. Í réttarsal var spiluð hljóðupptaka af Jeffs að undirbúa fimm ungar stúlkur til að sofa hjá honum.

Hugvilluröskun

Warren Jeffs telur sig vera Guð (1) og trúir vafasömum fullyrðingum skilyrðislaust. Hann er með ranghugmyndir, sem hafa varið í lengur en 1 mánuð (A). Það hefur verið rauður þráður hjá honum að vera með þá ranghugmynd að hann sé einstaklingur með mikinn hæfileika og innsæi - að hann sé ,,Guð” eða að ,,Guð” væri að tala við hann.  Jeffs hefur ekki verið greindur með Geðklofa (B). Mikilmennska er afbrigði sem gæti passað vel við Warren Jeffs.

Geðklofi

Warren Jeffs býr yfir mörgum ranghugmyndum, meðal annars að allt sem hann gerir og heldur fram sé rétt (A1). Heldur því einnig fram að hann heyrir Guð tala til sín (A2). Hins vegar er erfitt að segja til um hvort hann sé að ljúga þessu til að fá meðlimi söfnuðsins til að taka skilaboðum hans alvarlega. Ofangreind einkenni hafa verið til staðar í nokkra áratugi (C). Það er ekki hægt að útiloka að truflunina sé ekki vegna lífeðlisfræðilegra áhrifa, en það er ólíklegt að Warren hafi eða sé að neyta neinna efna (E).

Mælikvarði 2: Persónuleikaraskanir

Sjálfhverf persónuleikaröskun

Warren Jeffs er með mjög viðkvæma sjálfsmynd og allt sem stangast á við sjálfsmynd hans er hótun sem hann þarf að stöðva. Þegar Warren tók við af föður sínum sem leiðtogi krafðist hann að allir meðlimir yrðu hliðhollir honum (1). Warren er upptekinn af draumórum um fullkominn heim (2) sem hann telur sig geta byggt á bóndabæ í Texas. Hann krefst einnig ýktrar aðdáunar frá meðlimum sértrúnarsafnaðarins (4) og samdi marga sálma um hversu æðilsegur hann er. Við efumst ekki um að Warren haldi því fram að hann eigi skilið alla þá aðdáun, viðurkenningu, vald og viðurkenningu sem hann fær innan FLDS (5). Jeffs notar sér persónuleg sambönd til að ná eigin markmiðum, hann gerir það við alla meðlimi FLDS (6). Þó að Warren hefur sýnt fram á einhverja samkennd gagnvart karlmönnum þá hikaði hann samt ekki að rífa fjölskyldur í sundur með því að gera menn útlæga úr bænum og FLDS kirkjunni (7). Sem barn þá öfundaði Warren bræður sína því að hann var misheppnaður og vandræðalegur miðað við þá. Hann sýnir áfram fram á þessa öfund á fullorðinsárum sínum (8). Í réttarhaldi Warrens sýndi hann fram á hroka, drambsýni í hegðun og viðhorfum (9). Þannig uppfyllir Warren Jeffs í raun öll 9 greiningarviðmið fyrir þessa persónuleikaröskun.

Andfélagsleg persónuleikaröskun

Warren Jeffs lítur á fólk sem eitthvað til að notfæra sér og fannst hann mætti brjóta reglur og lög (A1). Allt sem hann gerði innan FLDS fyrir fangelsisdóminn han sýnir fram á hegðunarmynstur sem einkennist af því að vanvirða og brjóta á réttindum annarra. Að auki stundar hann það að ljúga að fjölmiðlum og meðlimum kirkjunnar (A2). Enn fremur sýnir hann fram á endurtekna ofbeldishneigð, árásargirni (A4) og sýndi algjört skeytingarleysi gagnvart öryggi barna og kvenna (A5). Jeffs hefur aldrei beðist afsökunar á gjörðum sínum og sýnir fram á litla eftirsjá (A7).

Heimildir

  1. ABC News. (2015, May 7). 9 Things You Didn’t Know About the FLDS Church.

  2. https://abcnews.go.com/US/things-didnt-flds-church/story?id=30827256,

  3. CNN Editorial Research. (2022, August 11). Fundamentalist Church of Jesus Christ of Latter-Day Saints Fast Facts. CNN.

  4. https://edition.cnn.com/2013/10/31/us/fundamentalist-church-of-jesus-christ-of-latter-day-saints-fast-facts/index.html

  5. Tempera, J., & Aloian, A. (2022, June 14). The FLDS Church In ‘Keep Sweet’ Has Some Pretty Intense Rules For Women. Women’s Health.

  6. https://www.womenshealthmag.com/life/a40221513/flds-rules-keep-sweet/

Patty Hearst og SLA hópurinn

Kara Björk Sævarsdóttir, Lilja Rut Finnbogadóttir & Sara Ósk Jóhannsdóttir

Nafn hópsins

1.Symbionese Liberation Army (SLA) og United Federated Forces of the Symbionese Liberation Army.

1. Myndun hópsins

SLA hópurinn myndaðist með samstarfi á milli dæmdra afbrotamanna og aðgerðarsinna. Strokufanginn DeFreeze stofnaði hópinn og fékk svo sjö aðra einstaklinga með sér í lið. Hópurinn samanstóð af bæði karlkyns og kvenkyns einstaklingum, sem voru öll í millistétt. Þau tóku öll upp ný nöfn af svahílí uppruna, sem dæmi má nefna svahílí nafn leiðtogans sem var Mtume. SLA hópurinn var með slagorð en það hljómaði svona: Death to the fascist insect that preys upon the life of the people.

SLA borgarskæruliðarnir frá Los Angeles.

2. Glæpur hópsins

Hópurinn framdi sinn fyrsta glæp þann 6. nóvember árið 1973 þegar að þau myrtu Marcus Foster. Foster var fyrsti svarti forstöðumaðurinn í skóla í Oakland en hann vildi innleiða kerfi þar sem nemendur skólans þurftu að sýna skilríki til þess að komast inn í skólann. SLA hópurinn var ósammála þessu kerfi og stimpluðu hann sem fasista, sem síðar varð til þess að þau myrtu hann. Árið 1974 handtók lögreglan tvo meðlimi hópsins vegna morðsins sem ýtti undir fleiri glæpi. Frægasti glæpur SLA hópsins var að þau rændu stúlku að nafni Patty Hearst, en hún kom af auðugum ættum og vildi hópurinn fá lausnargjald (ekki pening, heldur mat handa fátækum) frá fjölskyldu hennar fyrir að sleppa henni. Margir trúa því að hún hafi verið heilaþvegin af SLA hópnum þar sem hún gekk til liðs við hópinn eftir að hafa verið læst inn í skáp af hópnum í margar vikur, nauðgað af tveimur hópmeðlimum og hótað dauða margoft. Henni var síðan boðið að ganga til liðs við hópinn og tók hún því tilboði. Hér fyrir neðan má sjá mynd (til vinstri) af Patty Hearst með merki hópsins.

Eftir ránið á henni Patty Hearst, þá virðist hún hafa gengið í hópinn og tók sér upp nýtt nafn: Tania borgarskæruliði.

Endanlega sönnun þess að Patty var gengin í lið með mannræningjunum var það þegar hún sést á öryggismyndavél, vel vopnuð að taka þátt í bankaráni.

3. Mælikvarði 5: CCM

Glæpirnir sem að SLA frömdu flokkast undir “Öfgahópsmorð,” eða nánar tiltekið “Pólitískt morð.” Þar sem að þau voru á móti valdhöfum í Bandaríkjunum og vildu fella kapítalíska ríkið sem var við völd.

4. Mælikvarði 3: Heilaþvottur

Patty Hearst, fórnarlamb SLA hópsins, fór í gegnum öll þrjú stig heilaþvotts. Hún byrjaði á fyrsta stigi þar sem henni var rænt af heimili sínu og seinna lokuð inn í skáp með bundið fyrir augun og hendur bundnar saman. Því næst fór hún í gegnum skref tvö þar sem það var haldið henni innilokaðri í skáp og hópurinn þvingaði hugmyndafræði sinni á Patty. Ef hún myndi ekki verða hluti af hópnum yrði hún drepin. Patty fór því næst í gegnum þriðja stig heilaþvotts þar sem hún fékk að velja á milli þess að sleppa frá hópnum og fara aftur til fyrra lífs eða verða hluti af hópnum. Hún valdi að verða eftir hjá hópnum og fékk því loks að koma út úr skápnum eftir að hafa verið innilokuð þar í margar vikur. Þá tók við kennsla á hennar hlutverki sem hópmeðlimur og tók hún upp nýtt nafn sem var: “Tania.” Á þessum tíma fékk hún að sjá aðra hópmeðlimi í fyrsta skipti og fékk að verða hluti af hópnum.

5. Mælikvarði 4: 25 Norris atriði

01. Sjarmerandi andfélagslegur leiðtogi: Passar illa. Það sem við vitum um leiðtogann sýnir okkur ekki fram á að hans markmið séu að skyggja á markmið og trú annarra meðlima hópsins. Þau virðast öll vera með sama markmið, að fella kapítalíska ríkið sem var við völd í BNA. 

02. Þörf fyrir dramatíska og eldfima útrás: Passar nokkuð vel þar sem að leiðtoginn fékk útrás fyrir reiði sína með því að skjóta úr byssum og skjóta úr flugeldum í kjallaranum á heimili sínu. Þegar hann var yngri var samt aldrei markmiðið að særa eða drepa neinn. Auk þess að vera alltaf vopnaður sem unglingur og skemmdarverk sem hann gerði vegna reiði. Hins vegar var hópurinn sem heild ekki með þessa þörf.

03. Vaxandi reiði: Passar mjög vel. Við teljum að reiðin sem bjó innan DeFreeze hafi byrjað í æsku þar sem faðir hans beitti hann ofbeldi. Síðan hafi þessi reiði stigmagnast eftir því sem hann varð eldri og beinst meira að stjórnvöldum.

04. Andfélagslegur persónuleiki sem skapaður er vegna einhvers konar höfnunar frá einhverjum sem stendur manni nærri. Passar mjög vel. Í æsku hefur DeFreeze fundið fyrir mikilli höfnun frá föður sínum þar sem hann útilokaði DeFreeze sem barn.

05. Afstaða fjölskyldu til ósveigjanlegrar, óeftirgefanlegrar bókstafstrúar. Passar illa. Ekkert bendir til þess að glæpir hópsins og það sem hann stóð fyrir tengdist neinni trú.

06. Þörf einstaklings til að ná völdum í óvinveittum heimi: Passar nokkuð vel þar sem hann var einfari á yngri árum en varð svo hluti af hóp í fangelsinu og fann þá líklegast fyrir þörf til þess að stofna sinn eigin hóp og ná þannig frekari völdum og markmiðum sínum.

07. Þörf fyrir öruggt umhverfi til að prófa lyf saman og að nota þau á einstaklingsgrundvelli: Passar illa. Það er ekkert sem bendir til þess að hann né hópurinn hans hafi verið að notast við lyf að neinu tagi. Því var þess ekki þörf að finna öruggt umhverfi fyrir lyfjanotkun.

08. Þörf fyrir dópsölu: Passar illa. Hópurinn var aldrei að neyta einhverskonar lyfja, né selja stolna vöru eða byrja samstarf við önnur glæpasamtök.

09. Þörf að stunda ódæmigerða, andfélagslega hegðun og kynfrávik: Passar illa. Ekkert bendir til þess að hópurinn hafi étið úrgang manna/dýra hvað þá stundað mannát.

10. Þörf fyrir útrás neikvæðra skapandi hvata. Passar illa. Hópurinn framdi enga glæpi af skapandi toga.

11. Skortur á framtíðartrú: Passar nokkuð. Hópurinn hafði litla framtíðartrú á samfélaginu miðað við hvernig þeirra sýn á samfélagið ætti að vera.

12. Þörf á að eiga við innri djöfla: Passar illa þar sem hópurinn var ekki að upplifa þessa þætti, þar að segja ofskynjanir, ólæknandi ranghugmyndir og áráttukennda hugaróra/fantasíur.

13. Áráttukenndir helgisiðir. Passar illa, hópurinn stundaði enga áráttukennda helgisiði.

14. Þörfin á að losna undan sektarkennd. Passar illa. Hópurinn framdi glæpi aðallega vegna pólitískra skoðana.

15. Þörf til að æfa töfrahugsun. Passar illa. Ekkert sem kemur fram um hópinn bendir til þess að þeir hafi verið að stunda einhverskonar töfra.

16. Þörf fyrir mikla samkennd með öðrum hópmeðlimum. Passar nokkuð vel, hópurinn stóð alltaf saman og sýndi hvort öðru samkennd og hjálpuðu hvort öðru í gegnum margt.

17. Dramatísk breyting á persónuleika eða geðlagi. Passar illa. Hópurinn starfaði ekki lengi saman og á þessum stutta tíma urðu engar dramatískar breytingar á persónuleika eða geðlagi.

18. Uppteknir af dauða. Passar illa, hópurinn framdi skemmdarverk og/eða rændi peningum frekar en að myrða fólk. Hópurinn drap tvo einstaklinga. Einn vegna pólitískra ástæðna og annan í bankaráni sem var viðskiptavinur bankans og því verulega ólíklegt að það hafi verið planað morð.

19. Tapa frelsi viljans. Passar nokkuð vel þar sem einn hópmeðlimur Patty Hearst komst í hópinn eftir að hann rændi henni og héldu henni innilokaðri í margar vikur. Eftir að hafa verið innilokuð samþykkti hún að verða hluti af hópnum. Þarna missti hún töluvert frelsi frá fyrra lífi sínu. Aðrir hópmeðlimir misstu ekkert eða mjög lítið frelsi.

20. Stöðug hlustun á þungarokk, speed metal, dauðarokk eða iðnaðartónlist. Passar illa miðað við upplýsingar sem við höfum fundið.

21. Mikill áhugi á nýaldar lesefni eða á yfirnáttúrulega sviðinu. Passar illa, ekkert bendir til þess.

22. Stöðugur áhugi á hlutverkaleikjum, hópmeðlimir taka á sig hlutverk í leiknum og gera að sínum: Passar illa. Þau voru ekki í neinum hlutverkaleikjum og ekkert sem bendir til þess að hópmeðlimir hafi svo mikinn áhuga á þeim leikjum að það innhverfist í þeirra persónuleika.

23. Ýkt samsömun við hugmyndir um yfirburði ákveðinna kynþátta: Passar illa þar sem það bendir ekkert til þess að þau hafi litið á einhvern ákveðin kynþátt sem æðri öðrum. Allir hópmeðlimir fyrir utan leiðtogann voru hvít í millistétt. En leiðtoginn var svartur.

24. Dramatísk breyting á fjárhagsstöðu: Passar vel. Einstaklingar í hópnum voru óhæfir til að haldast í stöðugri vinnu. Þeir rændu banka og náðu þá að stela fullt af peningum en urðu svo handtekin.

25. Hatur á kristinni trú: Passar illa þar sem ekkert bendir til þess að þeir hafi verið á einhvern hátt á móti kristinni trú eða neinni trú yfirhöfuð.

6. Mælikvarði 6: Félagsleg áhrif

Undanlát

Eftir að Hearst var rænt af SLA hópnum var hún læst inn í skáp og látin vera þar í margar vikur. Með því að læsa hana inn í skáp og halda henni fangri náðu hópmeðlimir SLA að þvinga hana til að samþykkja allar hugmyndir og fleira sem SLA hópurinn studdist við án þess að vera í raun sammála því sem þeir sögðu.

Innhverfing

Skoðanir Hearst breyttust og hún var farin að trúa og styðja þær hugmyndir sem hópurinn stóð fyrir. Hennar gömlu viðhorf, trú og hegðun var ekki lengur til staðar sem gefur frá sér vísbendingar um að Hearst hafi verið heilaþvegin og margir sem trúðu því.

Samsömun

Hearst hafði samsamað sig hópnum og tímabundið hafði hún sett alla sína trú á hugmyndafræði SLA og breytti sínum viðhorfum og hegðun sinni í samræmi við þau gildi til þess eins að líkjast hinum hópmeðlimunum. Hún bar ómælda virðingu fyrir hópnum og tók öllu því sem þau gerðu og sögðu sem heilögum sannleik.

7-8. Mælikvarði 1: DSM-5

Áfallastreituröskun

DeFreeze varð fyrir miklu ofbeldi bæði andlegu og líkamlegu frá föður sínum frá unga aldri. Til dæmis braut faðir hans hendi DeFreeze þrisvar sinnum fyrir 14 ára aldur og lendir hann þá í áfalli. DeFreeze flúði heimili sitt aðeins 14 ára gamall og ástæðan er líklegast sú að hann vildi flýja föður sinn og allt ofbeldið sem með honum fylgdi, sem er einkenni í flokki C.

DeFreeze glímdi greinilega við mikið af sálrænum erfiðleikum þar sem hann framdi allskyns glæpi, þar á meðal morð og beitti fólki ofbeldi rétt eins og faðir hans gerði gagnvart honum. Það að hann hafi beitt öðru fólki ofbeldi, rétt eins og faðir hans gerði, er einkenni í flokki B.

Annað einkenni sem DeFreeze sýndi var neikvæð breyting á hugarstarfi. Hann var duglegur í skóla þegar hann var yngri og samviskusamur en um leið og hann flúði þegar hann var 14 ára byrjaði hann að fremja skemmdarverk, finnast hann vera einn í heiminum og fann fyrir miklu hatri gegn sér, bæði frá sjálfum sér og öðrum, sem er einkenni í flokki D. Lengd truflunnar sem Áfallastreituröskunin hafði á DeFreeze var mikið lengri en einn mánuður og var þessi truflun að valda verulegri þjáningu í félagslífi, atvinnu og mörgu öðru í hans lífi.

Geðklofarófsröskun

Lögregluskýrsla sem var tekin af DeFreeze þegar hann var ungur vitnaði í að hann væri hugsanlega með Geðklofa. Hann gæti hafa verið með ranghugmyndir um til dæmis yfirvöld, og því sannfærður um að hugmyndir og skoðanir hans um samfélagið og yfirvöld væru réttar. Okkur finnst líklegt að tilfinningaleg svörun hans hafi minnkað með árunum sem er einnig eitt af einkennum geðklofa. Hann endaði einnig líf sitt með sjálfsvígi, en einstaklingar með geðklofa eru líklegri en aðrir til að fremja sjálfsvíg.

Hegðunarröskun

DeFreeze ásamt hópnum sínum stundaði margskonar glæpi eins og morð, skemmdarverk og rán. Leiðtogi hópsins, DeFreeze, stundaði samskonar glæpi frá 14 ára aldri. Einkenni Hegðunarröskunnar sem DeFreeze sýndi voru: að hóta fólki, valda öðrum líkamlegum sársauka, þvinga aðra til kynlífsathafna, að skemma eigur annarra meðvitað, að brjótast inn í byggingu annarra, að stela verðmætum annarra og hann strauk að heiman ungur að aldri. Fleiri einkenni eiga mögulega við hann en ekki er hægt að staðfesta það.

9.-10. Mælikvarði 2: Persónuleikaraskanir

Andfélagsleg persónuleikaröskun

Vegna þess að hann vanvirti og braut á réttindum annarra, virti ekki lögin og var með skort á eftirsjá.

Geðklofalík persónuleikaröskun

Hann átti í slæmum samskiptum við foreldra sína í æsku sem og skortur á vinum þar sem hann var mjög einangraður fyrstu árin, sem er eitt af einkennum Geðklofalíkrar persónuleikaröskunar. Einnig sem það var skortur á tilfinningum sem virtist minnka með árunum.

Hér er mynd af leiðtoganum, Donald DeFreeze.

The Sullivanians

Camilla Rós Þrastardóttir, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir & Írena Einarsdóttir

1. Myndun hópsins

Saul B. Newton og Dr. Jane Pearce voru hjón sem um tíma unnu hjá Harry Stack Sullivan, geðlækni og sálfræðing sem aðhylltist ný-freudisma. Hjónin opnuðu sálgreiningarstofnun sem hét: The Sullivan Institute og byggði á hugmyndum um að hefðbundin fjölskyldumynstur væru ástæða allra geðrænna vanda og kæmu í veg fyrir persónulegan vöxt einstaklinga. Öfgafull útgáfa af grunnhugmyndum Harrys. Meðferðarstarfið fól í sér að sjúklingar og meðferðaraðilar bjuggu saman í kynjaskiptum íbúðum. Hugmyndafræði hjónanna hljómaði heillandi í eyrum margra vegna vitundarvakningar á kynlífi og frjálsræði á sjöunda áratug síðustu aldar. Stofnunin þróaðist fljótt úr róttækri tilraun í meðferðarstarfi í alræðissamfélag. Skjólstæðingar voru hvattir til að slíta öll fjölskyldutengsl og stunda fjölkvæni.

Sullivan stórfjölskyldan.

2. Glæpur hópsins

Það er ekki hægt að segja að hópurinn hafi framið áþreifanlega glæpi en það má þó setja stórt siðferðilegt spurningarmerki við margar athafnir hópsins. Þó að enginn hafi verið neyddur til að ganga til liðs við hópinn var meðlimum gert að fylgja reglum og hugmyndum hópsins. Einkvæni var ekki í boði og lögð mikil áhersla á það að hópmeðlimir deituðu og stunduðu samfarir við mismunandi fólk innan hópsins.

Innan safnaðarins var við lýði eins konar stigakerfi þar sem þeir voru hátt settir fengu ýmis fríðindi sem þeir lægra settir fengu ekki, eins og það að mega gifta sig. Það fer gjörsamlega á móti grunnhugmyndum hópsins og sýnir það að reglur giltu ekki um við þá hátt settu.

Hópmeðlimir voru hvattir til þess að slíta öll tengsl við fólk sem var ekki innan safnaðarins. Einu undantekningarnar á þessu voru þegar peninga vantaði mátti fólk leita til fjölskyldu sinnar utan safnaðarins og biðja um fjárhagsaðstoð.

Leiðtogar hópsins kröfðust mikilla peninga frá hópmeðlimum fyrir ýmsa hluti og þegar leið á varð þessi krafa um peninga algengari. Vegna þessa var nánast ómögulegt að öðlast fjárhagslegt öryggi og þar að leiðandi erfitt að fara úr hópnum. Innan hópsins myndaðist sterk samkennt og óvinsælt var þegar fólk snéri baki við hópnum.

Eitt dæmi er um það manni hafi verið hótað lífláti þegar hann hugðist fara. 

Það eina glæpsamlega sem hópurinn gerði var þegar hópmeðlimir brutust inn og rústuðu íbúð nágranna sinna í þeim tilgangi að svara fyrir sig. Nágrannarnir höfðu áður málað á veggi safnaðarins og vakti það mikla reiði innan hópsins.

Hér má sjá mynd af veggjum hússins þegar nágrannarnir höfðu málað á það.

Þó að enginn glæpur hafi verið framinn á börnum innan hópsins má halda því fram að mörg þeirra hafi hlotið illt af því að alast upp innan hópsins. Börn sem fæddust innan safnaðarins mynduðu lítil sem engin tilfinningaleg tengsl við foreldra sína þar sem annað fólk innan hópsins sá um þau bróðurpart dagsins og eyddu þau einungis um það bil klukkustund á sólarhring með foreldrum sínum. Þegar þau voru komin á skólaaldur voru þau flest send burt í heimavistaskóla þar sem þau höfðu lítið sem ekkert samband við foreldra sína. Mikið var um ljótar forræðisdeilur á milli foreldra, sér í lagi þegar fór að líða undir síðustu ár safnaðarins og margir hugðust yfirgefa söfnuðinn. Þessi litla tengslamyndun og einangrun frá foreldrum sem og ljótar erjur foreldra hafa óneitanlega haft einhver langtíma áhrif á þessi börn.

3. Mælikvarði 5: CCM

Söfnuðurinn framdi engin morð, þess vegna heyrir hann ekki undir þennan mælikvarða.

Mælikvarði 3: Heilaþvottur

Samkvæmt mælikvarða 3, þá eru þrjú þrep sem “breyta mönnum í vélmenni.”

Niðurbrotsþrepið

Fyrsta þrepið er niðurbrots-þrepið, það á við að einhverju leyti. Langflestir í Sullivanian hópnum voru skjólstæðingar. Fólki var ýmist bent á stofnunina frá sínum eigin sálfræðingum eða leituðu til stofnunarinnar því að þeim vantaði aðstoð með sálræn vandamál. Voru þetta því viðkvæmir hópar til að byrja með svo ekki þurfti að beita neinum einangrunum eða beita þau harðræði. Þessu fólki var sagt að þeirra lifnaðarhætti fram að þessu væru undirstaða vanda þeirra. Þeim var kennt að það sem þau væru vön væri skaðlegt og myndi þeim vegna mikið betur ef þau tileinkuðu sér siði og reglur safnaðarins.

Breytingaþrepið

Næsta þrep er breytinga-þrepið, en Sullivanian hópurinn fékk upplýsingar um öðruvísi lífsstíl, og að lífstílinn sem þau leiddu áður fyrr væri ástæða fyrir geðrænum vanda þeirra. Þar sem meðferðin fól í sér að allir bjuggu saman, sálfræðingarnir meðtaldir, þá var líklega mikil pressa að fylgja öllum hugmyndum hópsins. Þetta fólk var einstaklega meðtækilegt fyrir þessum boðskap þar sem það kom þarna af fúsum og frjálsum vilja eða var bent á hópinn frá fólki sem þau litu upp til líkt og sínum eigin sálfræðingum. Imprað var á því að fjölkærni væri leiðin til vellíðunar og gleypti fólk við þessum hugmyndum eftir að hafa verið sannfært að þeirra fyrrum lifnaðarhættir væru óskynsamlegir.

Uppbyggingarþrepið

Síðasta þrepið er uppbyggingar-þrepið, þá fara fórnalömbin að tileinka sér lífstílinn af fullu, og fórnarlömbum er mættur skilningur og vinsemd. Hópurinn var samfélag fyrir allskonar fólk sem vildi lifa öðruvísi lífstíl en það sem eðlilegt taldist og sama hvernig þau fengu inngöngu í söfnuðinn, þá voru þau þar af fúsum og frjálsum vilja. Þetta töldu þau sér trú um allavega því enginn var neyddur til að vera þarna en ef litið er á þessi skref er auðséð að margt þetta fólk átti sér ekki samleið annars staðar og fann huggun í þessu skrítna samfélagi. Þar með gleypti það við reglum þeirra og siðum líkt og ekkert væri eðlilegra og taldi engann hafa þvingað þessar skoðanir upp á þau.

Mælikvarði 4: 25 Norris atriði

Norris atriðin passa fremur illa við The  Sullivanians þar sem hópurinn skorar einungis 2-3 stig af 25 mögulegum.

Fyrsta atriðið er nr. 9: Þörf að stunda ódæmigerða, andfélagslega hegðun og kynfrávik. Þar sem grunnhugmyndir hópsins byggðu einna helst á hugmyndum um afbrigðilegt kynlíf má velta því fyrir sér hvort að hópurinn skori stig á þessu atriði.

Næsta atriði sem að hópurinn skorar á er nr. 16: Þörf fyrir mikla samkennd með öðrum hópmeðlimum. En hópmeðlimir áttu það flestir sameiginlegt að eiga við einhverskonar sálræn vandamál, eða vera sálfræðingar. Mikið var um kynferðislegt samband milli meðlima.  
Fólk kom í hópinn sjálfviljugt, átti sér kannski ekki sama stað annars staðar eða fannst það ólíkt öðru fólki. Söfnuðurinn var samfélag fyrir fólk sem deildi umdeildum skoðunum en þar upplifði það sig hluta af heild. Eitthvað sem margir þeirra höfðu kannski ekki upplifað áður.

Síðasta atriðið sem að hópurinn skorar á er nr. 24: Dramatísk breyting á fjárhagsstöðu. Fólki innan hópsins var gert að greiða háar upphæðir til safnaðarins, sér í lagi í undir lokin til að fjármagna hina og þessa hluti sem leiðtogar hópsins töldu þarfa. Breyting á fjárhagsstöðu fólks hefur líklega verið mismikil eftir að þau gengu í hópinn þar sem fólk var mis vel efnað við inngöngu í hópinn en nánast fullvíst er að engin hafi gengið þaðan út efnaðari en sá hinn sami var þegar hann gekk til liðs við hópinn.

Mælikvarði 6: Félagsleg áhrif

Undanlát

Fólk var ekki neytt í söfnuðinn né hótað refsinga en margir þeirra sem komu var vísað þangað af sálfræðingum, sem þau litu upp til og treystu fyrir því að vita hvað væri þeim fyrir bestu. Söfnuðurinn var einstaklega heillandi fyrir fólk í viðkvæmri stöðu, sem vantaði félagsskap, samskipti og stöðugleika. Einnig þeir sem voru í fjárhagsvandræðum, vantaði samastað og þeir sem glímdu við geðrænan vanda. Þeir einstaklingar sem voru einstaklega meðtækilegir fyrir nýjum hugmyndum og fannst þeim kannski ekki passa inn í þann ramma sem samfélagið var á þessum tíma sóttust frekar í hópinn.

Innhverfing

Staðhæfingar fagmanna innan hópsins um að hefðbundið fjölskyldumynstur væri rót alls geðræns vanda var undirstaða grunnhugmynda hópsins. Hópmeðlimir voru allir sömu skoðunnar, allavega upp að vissu marki, annars væri hæpið að þau hefðu gengið í söfnuðinn. Eftir að ganga í hópinn og vera umkringd fólki fólki með sömu viðhorf urðu þessari hugmyndir og skoðanir sterkari. Sálfræðingar sem vísuðu fólki á hópinn voru innilega samskoðunar og sannfærðu fólk um þessar skoðanir áður en það gekk í hópinn þar sem enginn var neyddur til að koma.

Samsömun

Í söfnuðinum er frekar mikil skörun á milli samsömun og innhverfingu það er engin skýr lína sem kemur þarna á milli. Þar sem að þau voru nánast einungis í félagsskap annara hópmeðlima var erfitt að breyta ekki skoðunum sínum eða viðhorfum til að samsvara skoðunum annarra. Þrátt fyrir það að allir hafi gengið í hópin sjálfviljugir og gengist undir þessar reglur og skoðanir er augljóst að sumt fólk hafi farið að efast þessa hugmyndafræði með tímanum, þar sem að margir yfirgáfu söfnuðinn og töluðu á móti þessari hugmyndafræði eftir að þau gengu út.

7-8. Mælikvarði 1: DSM-5

Á þessum tíma sem Saul stofnaði stofnunina stóð hippatímabilið sem hæst, og því var hugmynd hans ekki það frábrugðin samfélagum hugmyndum. Þó að hann hafi stofnað söfnuðinn og verið eins konar leiðtogi hópsins var fólkið allt sömu skoðunar og hann og var hann ekki sá eini sem var hátt settur innan hópsins. Tilmælin til þess að stunda kynlíf með mörgum og mörgum sinnum í viku voru þó frekar ströng, og frábrugðin “frelsinu” sem fylgdi hippatímabilinu. Vegna þess erum við ekki vissar hvort sanngjarnt sé að greina hann með einhverjar geðraskanir en ef þess þyrfti þá yrðu eftirtaldar fyrir valinu:

Ótilgreind kynfráviksröskun, flokkur 19.10.

Þar sem að maðurinn stofnaði sértrúarsöfnuð byggðan á hugmyndafræði um afbrigðilegar kynlífsathafnir var hann líklega með einhverskonar: Ótilgreinda kynfráviksröskun, flokkur 19.10. Í sálfræðitímum hjá honum var mikið tal og hvatning til kynlífs, en hann var þó ekki að stunda kynlíf með skjólstæðingum en okkur skilst að það hafi þó gerst á einhverjum tímapunkti, hann skipti líka þó nokkuð um konur og var alls giftur í fimm skipti.

Vitglöp vegna síðkomins alzheimers, flokkur 17.2.2.

Með aldrinum þá glímdi hann við Alzheimer og breyttist mikið við það og varð ofbeldisfullur og reiður. Það hafði hrakt fólk frá samfélaginu og með dauða hans flosnaði hópurinn upp. Því getum við greint hann með Vitglöp vegna síðkomins alzheimers, flokkur 17.2.2.

Áráttu-þráhyggjuröskun, flokkur 6.1.

Þar sem Saul var virkilega upptekinn af reglum og siðum sem giltu innan samfélagsins mætti velta því fram hvort að hann hafi mögulega verið með Áráttur-þráhyggjuröskun, flokkur 6.1. Hann var virkilega skipulagður og sveigjanleiki var lítill þegar kom að reglunum í hans huga. Auðvitað getum við ekki sagt það fyrir víst að þetta hafi verið gert með því markmiði að draga úr kvíða en áhugavert er að velta þessu fyrir sér.

9.-10. Mælikvarði 2: Persónuleikaraskanir

B klasa Persónuleikaröskunin: 18.2.4 Sjálfhverf persónuleikaröskun

Segja má að Saul hafi haft langvarandi hegðunarmynstur mikilmensku að hluta til. Með tímanum og aukinni vinsæld á skoðunum hans jókst sjálfsálit hans. Hann þarfnaðist líklega aðdáunar, þar sem að skjólstæðingum var skikkað til að fara í sálfræði tíma til hans, eða annars sálfræðings. Saul notaði persónuleg sambönd sín til að sannfæra fólk í sálfræðimeðferðir til sín. Hann skorti að einhverju leyti samhyggð þar sem að hann leyfði foreldrum ekki að vera með börnum sínum nema í 1-2 klst á dag, og hvatti þau til að senda börnin burt. Sjálfur átti hann þó börn og hafa börn hans lýst honum sem góðum pabba. Hann sýndi þó ekki neina öfundsýki, né hroka í hegðun eða viðhorfum. Hann trúði ekki að hann væri “sérstakur,” og var ekki upptekinn við að finna ást, völd eða árangur.

C klasa Persónuleikaröskunin: 18.3.3. Áráttu-þráhyggju persónuleikaröskun

Saul var mjög samviskusamur, reglufastur og fremur ósveigjanlegur með gildi sín í samfélaginu sem að hann stofnaði. Hann byggði það á  þessari hugmynd að fólk ætti að stunda fjölkvæni til að losna við geðrænan vanda og fylgdi því fast eftir. Hann var mjög upptekinn af þessari hugmyndafræði og kerfi sínu innan samfélagsins og ef fólk fylgdi því ekki eftir hefði það hafa slæmar afleiðingar fyrir það. Saul var óeðlilega upptekin af þessu samfélagi og mætti segja að það hafi komið niður á mannlegum samskiptum við aðra sem ekki voru í söfnuðinum. Hann átti nánast aðeins í samskiptum við þá sem voru innan samfélagsins voru mætti segja að hann hafi kannski verið fremur veruleikafirrtur.

Heimildir

  1. https://gothamist.com/arts-entertainment/inside-the-rise-fall-of-a-1970s-upper-west-side-cult 

  2. https://www.youtube.com/watch v=DDnYPaZ3YjM&t=680s&ab_channel=SerialKilling%3AAPodcast

  3. https://podtail.com/en/podcast/sinister-societies/the-psycho-sexual-sullivanians/ 

  4. https://en.wikipedia.org/wiki/Saul_B._Newton           

  5. https://sites.psu.edu/tesskehoercl/2018/12/02/the-sullivanians/

  6. https://open.spotify.com/episode/7wggsWxTPTQzSZmepuRpwG?si=7b69b6738be94907

  7. https://open.spotify.com/episode/5F4tGndSH9GZUutmh1Abnf?si=93a3b20138ff4c12

  8. https://www.ranker.com/list/saul-b-newton-sullivan-institute-cult/jodi-smith

  9. https://ilovetheupperwestside.com/inside-an-upper-west-side-sex-cult-the-sullivanians/

Griselda Blanco - Cocaine Cowboys

Alma Einarsdóttir, Birta Líf Haraldsdóttir & Ellen Ósk Valtýsdóttir

 1. Myndun hópsins

Griselda Blanco, einnig þekkt sem Svarta Ekkjan (e. black widow) og Guðmóðir Kókaíns (e. cocaine godmother), ólst upp við mikla fátækt, en hún stundaði smáglæpi frá barnsaldri. Hún var aðeins 11 ára þegar hún framdi morð í fyrsta skipti, en talað er um að fórnarlamb hennar hafi verið barn úr næsta hverfi sem hún rændi til að fara fram á lausnarfé en skaut síðan. Þegar hún var unglingur giftist hún manni sem stundaði einnig smáglæpi og eignaðist hún með honum 3 börn, en hann var myrtur og er talið að hún hafi skipulagt morð hans. Það var þó ekki fyrr en hún kynnist Alberto Bravo sem boltinn fór að rúlla. Alberto Bravo var eiturlyfjasali sem opnaði dyr fyrir Blanco inn í heim kókaíns. Parið seldi kókaín í Kólumbíu en byrjaði fljótlega að flytja kókaín til Bandaríkjanna, þar sem þau settust að, og seldu kókaín með miklum hagnaði. Árið 1975 var gefin út handtökuskipun á Blanco sem flúði þá til Kólumbíu ásamt Bravo, en sama ár grunaði Blanco að Bravo væri að stela peningum sem leiddi til skotbardaga og dauða Bravo. Blanco er einnig talin hafa drepið þriðja manninn sinn og því fékk hún gælunafnið Svarta Ekkjan (e. black widow).

Griselda Blanco með tveimur drengjum.

Griselda Blanco kunni vel við sig sem glæpamaður, til dæmis skírði hún einn son sinn eftir glæpaforingja í Godfather, Michael Corleone. Hún hélt einnig mikið upp á þennan ríkulega lífsstíl, lúxus heimili, stórar veislur og annað slíkt. Seinna, á 8. áratugi 20. aldar, flutti Blanco aftur til Bandaríkjana, í þetta skipti til Miami. Eftir að hún flutti til Miami fékk hún gælunafnið: Godmother of cocaine vegna þess að ekkert stöðvaði hana. Hún drap þá sem í vegi hennar urðu og varð hún meðal ríkustu eiturlyfjasölum í heimi. Griselda Blanco var ekki eini stóri eiturlyfjasalinn á þessum tíma en einnig má nefna Falcon bræðurna, Sal Magluta, Rafael Cardona Salazar og fleiri. Á þessum tíma var mikið um innflutning á kókaíni í Miami en þetta tímabil var þekkt sem: Miami drug war. Það tímabil byrjaði þegar skotárás átti sér stað í Dadeland Mall þann 11. júlí 1979. Þar skutu tveir Kólumbíumenn tvo menn í vínbúð en lögreglumaður gaf málinu nafnið: Cocaine cowboys. Út frá þessu varð mikil spenna í Miami milli eiturlyfjasala, lögregluþjóna og stjórnmálamanna svo eitthvað sé nefnt.

2. Glæpur hópsins

Cocaine Cowboys er yfirheiti á glæpamönnum í Miami frá 1979-1989 sem fluttu inn og seldu kókaín í Bandaríkjunum. Það fylgdu þessu einnig mikið af morðum, bæði á glæpamönnum en einnig almenningi sem varð óvænt á vegi þeirra.

3. Mælikvarði 5: CCM

142.01: Pólitísk morð

Við myndum telja líklegt að þessi tegund öfgahópsmorða ætti best við í tilfelli Cocaine Cowboys, þar sem þeir voru að flytja inn og selja kókaín sem er auðvitað lífsspeki sem er róttæk og andstæð ríkjandi valdhöfum. Það var (og er) kolólöglegt að flytja inn og selja þessi efni, þannig þau voru algjörlega að fara gegn lögum og reglum með því að stunda þetta líferni.

4. Mælikvarði 3: Heilaþvottur

Er niðurbrotsþrep?

Það er ekki endilega hægt að kalla það niðurbrotsþrep, þar sem meiri líkur eru á því að stjórnendur (þ.m.t. Blanco) hafi reynt að ná til þeirra sem áttu bágt eða voru að reyna að hafa í sig og á með því að upphefja þennan lífstíl við þá og ná þeim þannig á sitt band. Það er ólíklegt að það hafi verið staðfast brotið þá sem komu til greina niður til að ná þeim á sitt band, en frekar reynt að ná til þeirra með loforðum um betra líf.

Er breytingaþrep?

Líklega hefur hún staðið í hótunum, hvatt þá til að gera það sem hún þurfti að fá þá til að gera fyrir sig, og þeim hótað öllu illu ef þeir stóðu ekki undir hennar væntingum og þeim bent á hvernig líf þeirra gæti verið ef þeir bara stæðu við sitt.

Er uppbyggingarþrep?

Já, eftir því sem undirmenn Blanco unnu meira fyrir hana, s.s. flytja inn og selja fíkniefni og myrða þá sem hún vildi feiga, hafa þeir væntanlega hækkað í “tign” hjá henni og öðlast traust hennar, ásamt því að öðlast frekari tekjur.

5. Mælikvarði 4: 25 Norris atriði

1. Sjarmerandi leiðtogi: Griselda Blanco sem leiðtogi var með skýra stefnu í sínum málum, annars hefði hún aldrei náð þeim hæðum sem hún náði og mikið af fólki sem vildi vinna fyrir hana. Það er þó ekkert um hvort hún hafi skyggt á markmið, trú og skilning annara á þessari leið en möguleikinn er alveg til staðar.

2. Þörf fyrir dramatíska og eldfima útrás: Meðlimir Cocaine cowboys gátu auðveldlega réttlætt fantasíur um blóð, dauð og sársauka þar sem ofbeldi er stór hluti undirheima starfseminnar. Það sem einkenndi Griseldu Blanco og Cocaine cowboys voru svokölluð: drive-by morð á mótorhjólum sem þau í rauninni “fundu upp” í ákveðnum skilningi, en það liggur auðvitað ákveðin dramatík yfir þeirra aðferð.

3. Vaxandi reiði: Margir sem ganga inn í sértrúarhópa sem snúa að glæpastarfsemi eiga sér mikla fortíð, það er því mjög líklegt að einstaklingar hafi lengi safnað upp reiði og loksins fengið að beita henni í ákveðnum tilgangi (í þágu hópsins), sem gæti vel verið málið í þessum hópi.

4. Andfélagslegur persónuleiki sem skapaður er vegna einhverskonar höfnun frá einhverjum sem stendur manni nærri: Eins og komið var inn á áðan þá eiga margir sér misjafna fortíð, t.d. að missi nákomna, erfiða æsku, ofbeldi af höndum nákominna og slíkt. Mögulega leitar þetta fólk í sértrúar- eða glæpahópa eins og cocaine cowboys sem byggist mikið á nánum tengslum og oft talað um sem fjölskyldur vegna þess að fólk er að reyna finna sér nýja fjölskyldu í stað þeirrar brotnu.

5. Afstaða fjölskyldu til ósveigjanlegrar, eftirgefanlegrar bókstafstrúar: Á ekki við þar sem það er lítið um trú á krafta og yfirnáttúrulega hluti meðal glæpahópsins.

6. Þörf einstaklings til að ná völdum í óvinveittum heimi: Margir meðlimir ólust líklega upp í fátækt og lítið um völd í þeim aðstæðum. Það að komast inn í cocaine cowboys gefur þeim færi á að upplifa völd, t.d. með því að eignast peninga.

7. Þörf fyrir öruggt umhverfi til að nota lyf saman og að nota þau á einstaklingsgrundvelli: Þetta á vel við cocaine cowboys, enda byggist glæpahópurinn á sölu kókaíns en það fylgir sölunnni alltaf einhver neysla. Í glæpahópnum ætti að vera frekar öruggt umhverfi til þess að innbyrða efni, þar sem litlar líkur væru á ónýtum eiturlyfjum þegar þau stunda innflutninginn sjálf.

8. Þörf fyrir dópsölu: Þetta á einstaklega vel við, þar sem Cocaine cowboys er glæpahópur sem að byggist á dópsölu, þá sérstaklega kókaíni og grasi.

9. Þörf að stunda ódæmigerða, andfélagslega hegðun og kynfrávik: Engar sögur eru að finna um sadómasókisma, mánnát, át á úrgangi eða vampírisma meðal Cocaine cowboys en ekki er hægt að útiloka að einhvað slíkt hafi átt sér stað, en það tíðkaðist þó ekki og var ekki hluti af glæpahópnum.

10. Þörf fyrir útrás neikvæðra skapandi hvata: Ofbeldi meðal hópsins jókst mikið og var mikið vandamál í Miami á þessum tíma, morð var bara hluti af þessu og snerist ekki bara um neikvæða útrás heldur var oft mikil yfirlýsing á bakvið morðin.

11. Skortur á framtíðartrú: Framtíðartrú var ekki hluti af Cocaine cowboy glæpagenginu, það var lítið hugsað út í trúarbrögð og framtíðinna. Þeirra starfsemi gekk meira út á hagnað vegna dóp sölu og að leyfa engu að stoppa sig.

12. Þörf á að eiga við innri djöfla: Þetta á ekki endilega við um Cocaine cowboys, en það gæti mögulega verið að þeir meðlimir sem stunduðu eiturlyfjanotkun af kappi hafi fengið einhverskonar ranghugmyndir vegna neyslu og þá hefðu þeir kannski getað leitað til félaga sinna innan hópsins sem voru kannski á sama stað. Það eru hins vegar ekki til nein gögn sem sýna fram á það þannig þetta eru bara okkar vangaveltur.

13. Áráttukenndir helgisiðir: Morðin má túlka sem ákveðinn helgisið, það að keyra framhjá á mótorhjólum og skjóta aðila varð mjög einkennandi fyrir hópinn.

14. Þörfin á að losna undan sektarkennd: Oft við það að ganga í svona hópa er auðveldara að réttlæta glæpi fyrir sjálfum sér með því að segja að allt sem þau geri sé í þágu hópsins og losna þannig undan sektarkennd. Einnig það að vera sagt fyrir verkum getur auðveldað einstaklingum að losna við sektarkennd.

15. Þörf til að æfa töfrahugsun: Cocaine cowboys var ekki trúaður glæpahópur og hafði ekki trú á töfrum.

16. Þörf fyrir mikla samkennd með öðrum hópmeðlimum: Bræðra/systralag er mjög stórt í dópheiminum, þetta er oft eins og litlar fjölskyldur þar sem allir standa saman og vernda hvern annan. Það var mjög líklega nákvæmlega þannig í Cocain cowboys. Í svona bræðra/systralagi og litlum fjölskyldum verða sambönd oft verulega náin og leiða stundum til kynferðislegs samband, en við höfum engar áreiðanlegar upplýsingar um hvernig það var hjá Cocain cowboys.

17. Dramatísk breyting á persónuleika eða geðlagi: Ekki nægilegar upplýsingar til svo hægt sé að segja hvort þetta passi við eða ekki. Vitum ekki hvort að fólkið sem gekk inn í glæpahópinn varð fyrir miklum breytingum á persónuleika eða geðlagi við það eitt að ganga í hópinn.

18. Uppteknir af dauða: Það fylgir glæpagenginu mikið ofbeldi og meðlimir gera sér grein fyrir hættunni sem fylgir því að taka þátt, það að ganga inn í þetta glæpagengi fylgir því að beita ofbeldi og verða fyrir ofbeldi, fremja morð og slíkt. Það má því segja að fólk verði meira upptekið af dauðanum en annars.

19. Tapa frelsi viljans: Það að ganga inn í glæpahóp eins og Cocaine cowboys fylgir oft að tapa frelsi viljans, þú svarar til leiðtoga og skrifar þannig svolítið eigið frelsi í burtu. Flestir sem fara inn í glæpahópa eins og Cocaine cowboys festast og eina leiðin út er dauði.

20. Stöðug hlustun á þungarokk, speed metal, dauðarokk eða iðnaðartónlist: Þungarokk er ekki einkennandi tónlist fyrir dóp heiminn og þar með ólíklegt að það hafi átt við cocaine cowboys. Líklegra væri að rapp eða spænsk tónlist hafi einkennt hópinn þar sem flestir átti ættir að rekja til Kólumbíu og rapp fylgir oft dóp heiminum.

21. Mikill áhugi á nýaldar lesefni eða á yfirnáttúrulega sviðinu: Lesefni og yfirnáttúrulegir hlutir eiga ekki við Cocaine cowboys.

22. Stöðugur áhugi á hlutverkaleikjum, þar sem hópmeðlimir taka á sig hlutverk í leiknum og gera að sínum: Ekki nægilegar upplýsingar til staðar. Við vitum ekki hvort fólk var sett í verk eða hvort það tók þau að sér, líklegt var þetta samblanda af hvoru tveggja. Fólk kom inn í glæpagengið til að selja dóp og græða pening, en þegar það kom að morðum er líklegt að einhverjir hafi verið skyldaðir í þau störf.

23. Ýkt samsömum við hugmyndir um yfirburði ákveðinna kynþátta: Á ekki við, þar sem meðlimir Cocaine Cowboys voru af ólíkum kynþáttum.

24. Dramatísk breyting á fjárhagsstöðu: Þetta á mjög vel við Cocaine cowboys, það fylgir því mikið peningaflæði af svörtum peningum sem einstaklingar geta ekki útskýrt. Einnig er erfitt fyrir meðimi að halda í aðrar vinnur þar sem glæpastarfsemin tekur mikinn tíma og oft á óreglulegum tímum.

25. Hatur á kristinni trú: Það er ekki fjallað um hatur á trú í kringum Cocaine cowboys, ólíklegt er að það ríki hatur á kristinni trú þar sem margir meðlimir Cocaine cowboys eiga rætur að rekja til Kólumbíu en þar er kristin trú mjög stór og því líklegt að meðlimir Cocaine cowboys hafi margir verið kristinnar trúar, án þess að vera helteknir af trú sinni.

6. Mælikvarði 6: Félagsleg áhrif

Undanlát

Meðlimir hópsins gætu hafa látið undan annars vegar vegna hræðslu og hótanna um refsingu stjórnenda, en líklegra er að loforð um öfluga umbun hafi fengið meðlimi til að gangast í lið við þá í upphafi, t.d. loforð um himinháar fjárhæðir og að þeir séu undir verndarvæng stjórnenda sinna svo lengi sem þeir geri það sem þeir eru beðnir um.

Innhverfing

Það er ekki ólíklegt að til að byrja með hafi meðlimir ekki alveg trúað að það sem þeir voru að gera væri rétt, t.d. að myrða annað fólk, en með tímanum er líklegt að allavega einhverjir hafi farið að raunverulega trúa því að það sem þeir gerðu væri í lagi í þágu málefnisins og þar með eru viðhorf þeirra orðin innhverfð.

Samsömum

Áður en fólk kom inn í hópinn voru þau kannski að leita að hóp með sömu viðmið og þeir höfðu. Hjá Cocaine cowboys voru það sem dæmi mikill peningur og fólk áttaði sig kannski ekki á því hvað væri almennilega í gangi fyrr en of seint. Þegar fólk var komið inn í þetta þá var ekki hægt að hætta við og smátt og smátt byrjar fólk að reyna líkjast hver öðrum, eða byrjar ósjálfrátt að verða líkari og líkari hópnum. Hér gæti sem dæmi fólk byrjar að líkjast hópnum svo þeir muni ekki falla út úr hópnum og eiga á þeirri hættu að verða myrt.

7-8 Mælikvarði 1: DSM-5

Áfallastreituröskun 7.3.

Skilgreiningin á Áfallastreituröskun er: “að viðkomandi verði vitni að raunverulegum eða hótuðum dauða, alvarlegu slysi, eða kynferðislegu ofbeldi á 1 (eða fleiri) máta.” Eitt atriði er bein upplifun áfalls/áfalla, en það á vel við Griseldu þar sem hún varð fyrir miklu ofbeldi í æsku, oft í formi kynferðisofbeldis, af kúnnum móður sinnar sem var vændiskona. Það er einnig talað um að Griselda hafi síðan sjálf byrjað að stunda vændi á unga aldri. Einkenni hennar falla inn í: “neikvæð breyting á hugarstarfi og skapi í tengslum við áfallið/áföllin, sem hefjast eða versna eftir að áfallið/áföllin eiga sér stað, eins og fram kemur í 2 (eða fleiri) af eftirfarandi.” Það er ekki ólíklegt að hún hafi upplifað viðvarandi og ýtar neikvæðar tilfinningar eða væntingar gagnvart eigin sjálfi, öðrum eða um heiminn, þar sem hún gæti hafað upplifað sig sem vonda og hefur þá kannski farið að lifa bara eftir því hugarfari. Einnig hefur maður það svona á tilfinningunni að hún hafi verið með viðvarandi neikvætt tilfinningaástand, þar sem maður hlýtur að vera ansi reiður til að láta myrða hundruði manns og reiði er oft ansi sterkt stjórnunartól sem hún hlýtur þá að hafa nýtt sér í sinni valdastöðu.

Hegðunarröskun - 15.3.

Skilgreiningin á Hegðunaröskun er: “Síendurtekin hegðun sem felur í sér brot á réttindum annarra. Algeng dæmi eru ofbeldi…”. Þessi skilgreining passar verulega vel við Griseldu þar sem hún drap og lét drepa fullt af fólki og niðurlægði og hótaði enn fleirum.

Kókaín Víma - 16.5.1.

Röskun sem felur í sér að Kókaín sé nýlega innbyrt og klínískt merkjanlega miður uppbyggilegar hegðunar og sálfræðilegar breytingar sem á sér stað á meðan eða, rétt á eftir, efnainntöku. Griselda var náttúrulega að smygla helling af þessu efni inn til Bandaríkjanna og selja það og því alls ekki ólíklegt að hún hafi einnig notað efnin, en staðreyndin er sú að það er rosalega lítið vitað um það hvernig karakter Griselda var, fyrir utan það að hún var kaldrifjaður eiturlyfjasali sem hikaði ekki við að láta drepa fólk ef það hentaði henni.

9-10. Mælikvarði 2: Persónuleikaraskanir

18.2.4. - Sjálfhverf persónuleikaröskun

Ekki eru miklar upplýsingar um Griseldu eða hvernig hún var sem persóna, en við teljum að Sjálfhverf persónuleikaröskun passi best við hana. Það hljómar eins og hún hafi haft ofvaxið sjálfsálit og að hún hefði verið upptekin að því að ná meiri og meiri völdum. Við vitum að hún notaði aðra til að ná eigin markmiðum, lét aðra drepa fyrir sig, lét aðra selja dóp fyrir sig og fleira. Hana skorti hluttekningu og hugsaði því ekki út í tilfinningar annarra. Einnig teljum við, út frá því sem við lásum, að hún hafi sýnt hroka eða drambsýni í hegðun sinni og viðhorfum. Hún var greinilega sjálfhverf og siðleysingi.

Lögreglumynd af Griseldu Blanco.

David Brandt Berg - The Children of God

Helga Margrét Rúnarsdóttir, Karítas Rún Grétudóttir & Katrín Ása Karlsdóttir.

Heiti Kult hóps

  1. Teens for Christ (upprunalega).

  2. The children of God (1968-1977).

  3. The family of love (1978-2981).

  4. The family (1982-2003).

  5. The family international (2004-).

 1. Myndun hópsins

Fyrrverandi sóknarpresturinn David Brandt Berg, betur þekktur sem King David, Mo, Moses David, Father David, pabbi eða afi, stofnaði kult hópinn The children of God árið 1968. Hópurinn var stofnaður aðallega fyrir hippa sem höfðu strokið/flúið að heiman. Berg predikaði yfir hippum til að fá þá í för með sér að dreifa boðskap um ást á Guði. Síðar vildi Berg stækka sértrúar hópinn og til þess notaði hann konur innan hópsins sem vændiskonur til að laða að fleiri karlmenn, þetta kallaði hann: “Flirty Fishing.”

2. Glæpur hópsins

Innan hópsins var andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi ríkjandi. Meðlimum hópsins var talin trú um að til að sýna ást sína á Guði væri það gert með kynferðislegum hætti, eins og Berg orðaði það: With open arms and open legs. Fórnarlömb sértrúarhópsins voru fullorðnir sem og börn frá unga aldri. Það er sorglegt að lesa frásagnir fórnarlamba sem greina frá því að hafa orðið fyrir grófu kynferðislegu ofbeldi allt frá leikskólaaldri og upp úr.

Þar sem andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi var ríkjandi er ekki til bein mynd af glæpnum en hér fyrir neðan má sjá mynd af skipulagi sem réði því hver myndi sofa hjá hvaða konu og stelpu, frekar ógeðslegt.

3. Mælikvarði 5: CCM

Þar sem Children of God hópurinn framdi engin morð verður fjallað um þennan mælikvarða út frá glæpum.

Sértrúarglæpur: ​​Hópurinn samanstendur af einstaklingum sem hafa ýkta trú á ákveðnum hugmyndum eins og að stunda kynferðislegar athafnir til að sýna ást á Guði, hvort sem það er með fullorðnum eða börnum. Markmiðið var því að dreifa áfram boðskap um Guð ásamt því að sýna stöðuga ást í hans garð.
 

4. Mælikvarði 3: Heilaþvottur

Niðurbrotsþrepið

Fórnarlömbin urðu fyrir andlegu, líkamlegu og kynferðislegu harðræði. Meðlimum var ítrekað refsað fyrir minniháttar atvik, til dæmis með því að láta þau eyða klukkutímum saman inni í skáp og þau neydd til þess að leggja þar biblíuvers á minnið. Það var einnig sett límband yfir munn barna til þess að þagga niður í þeim ásamt því að barsmíðum var beitt. Meðlimir voru ítrekað beittir kynferðislegu ofbeldi, bæði fullorðnu fólki og börnum. Auk þess var hvatt til kynferðislegra samskipta við börn innan hópsins. Meðlimum voru einnig sýndar myndir af krossfestum konum, með skilti sem á stóð: Hookers for Jesus. Meðlimum var talin trú að Guð væri ást og ást væri kynlíf og þess vegna væru engar takmarkanir, án tillits til aldurs eða skyldleika.

Breytingaþrepið

Meðlimum var haldið frá umheiminum og þeim sagt að meðlimir sem sleppa úr sértrúarhópnum væru illir og myndu rotna í helvíti. Meðlimum var einnig talin trú um að þær athafnir sem að eiga sér stað innan hópsins séu eðlilegar og réttar, t.d. kynferðislegar athafnir og barsmíðar.

Uppbyggingarþrepið

Það er erfitt að segja til um þetta þrep þar sem lítil sem engin umfjöllun er til staðar um hvort meðlimum hafi verið umbunað. Við teljum þó að það hljóti að vera að ef meðlimir stóðu sig vel og tileinkuðu sér þá vitneskju sem þeim var innrætt að þá hafi þau fengið umbun að einhverju leyti, t.d. er líklegt að ofbeldið gagnvart þeim hafi minnkað og líkamlegar aðstæður þeirra þá batnað til muna.

5. Mælikvarði 4: 25 Norris atriði

Á heildina litið passa 25 Norris atriði illa við Children of God, en hér á eftir verður hvert og eitt atriði greint sérstaklega:

01. Sjarmerandi andfélagslegur leiðtogi - Passar mjög vel þar sem leiðtoginn var með skýr markmið sem voru ekki í takt við það sem fólk almennt trúir. Hann hélt meðlimum frá restinni af heiminum og taldi þeim trú um að markmið hans væri það eina rétta.

02. Þörf fyrir dramatíska og eldfima útrás Passar nokkuð til illa þar sem kynferðislegar athafnir voru ekki byggðar á fantasíum heldur trú. Ef einhver innan hópsins var til að mynda með hugmyndir af afbrigðilegu kynlífi þá var það líklegast réttlætt innan hópsins þar sem trúin var að með því að stunda kynferðislegar athafnir sýnir þú ást á Guði.

03. Vaxandi reiði Passar illa þar sem það var engin sérstök einstaklingsbundin reiði til staðar hjá meðlimum. Það sem meðlimir gerðu innan hópsins var vegna áhrifa frá leiðtoganum. Þau gerðu það sem þeim var sagt að gera og það var ekki beint að neinum sameiginlegum óvin.

04. Andfélagslegur persónuleiki sem skapaður er vegna einhvers konar höfnunar frá einhverjum sem stendur manni nærri Passar nokkuð þar sem höfnun eða ofbeldi foreldris hefur haft áhrif á mótun sumra meðlima innan sértrúarhópsins en ekki allra.

05. Afstaða fjölskyldu til ósveigjanlegrar, óeftirgefanlegrar bókstafstrúar Passar illa þar sem gjörðir þeirra snérust ekki um andlega krafta.

06. Þörf einstaklings til að ná völdum í óvinveittum heimi Passar illa þar sem meðlimir hópsins eru ekki að reyna ná neinum völdum heldur helga sig Guði.

07. Þörf fyrir öruggt umhverfi til að prófa lyf saman og að nota þau á einstaklingsgrundvelli - Passar illa þar sem meðlimir notuðu ekki dóp eða önnur lyf eða fíkniefni.

08. Þörf fyrir dópsölu Passar illa þar sem kult hópurinn seldi ekki dóp né önnur lyf eða fíkniefni.

09. Þörf að stunda ódæmigerða, andfélagslega hegðun og kynfrávik - Passar vel við þar sem fullorðnir voru að stunda kynferðislegar athafnir með börnum auk þess að börn stunduðu kynferðislegar athafnir með öðrum börnum. Allt voru þetta athafnir sem Berg hvatti þau til að gera ásamt því að hann svaf hjá dóttur sinni og barnabarni sem gefur til kynna að hann hafi verið með barnahneigð.

10. Þörf fyrir útrás neikvæðra skapandi hvata - Passar illa þar sem gjörðir þeirra voru ekki listræn tjáning né sköpun. Margir meðlimir voru þvingaðir til þess að gera hluti sem þeir vildu ekki gera.

11. Skortur á framtíðartrú - Passar nokkuð þar sem leiðtoginn sannfærði meðlimi sértrúarhópsins um að heimsendir væri í vændum og því væri mikilvægt að dreifa boðskap um Guð og sýna ást í hans garð með kynferðislegum athöfnum.

12. Þörf á að eiga við innri djöfla Passar illa þar sem ekkert hefur komið fram um það að meðlimir upplifðu ofskynjanir, ólæknandi ranghugmyndir eða áráttukenndar fantasíur.

13. Áráttukenndir helgisiðir Passar illa þar sem meðlimir höfðu upphaflega ekki einstaklingsbundna hugaróra til að þróast að helgisiðum. Meðlimir gengu í sértrúarhópinn í þeirri trú um að þeir væru að dreifa boðskap á kristni trú en eftir heilaþvott frá leiðtoga urðu hugarórar hans að helgisiðum hópsins.

14. Þörfin á að losna undan sektarkennd - Passar nokkuð þar sem meðlimir voru flestir á slæmum stað áður en þeir gerðust meðlimir hópsins. Margir hverjir voru hippar sem höfðu flúið heimili sín og fundu fyrir eins konar sambandsleysi við samfélagið. Með því að gerast meðlimir hópsins fannst þeim þeir tilheyra ákveðnu samfélagi og hafa tilgang.

15. Þörf til að æfa töfrahugsun - Passar illa þar sem meðlimir höfðu ekki töfrahugsun.

16. Þörf fyrir mikla samkennd með öðrum hópmeðlimum Passar vel þar sem mörg börn voru sameiginleg fórnarlömb kynferðis- og líkamlegs ofbeldis. Þau börn sem sáu eitthvað athugavert við aðstæðurnar gátu staðið saman. Einnig voru gerendur innan kultsins með sameiginlega ósiði og áttu kynferðislegt samband við aðra meðlimi með sömu þarfir.

17. Dramatísk breyting á persónuleika eða geðlagi Passar vel þar sem meðlimir voru heilaþvegnir til að draga sig í hlé frá umheiminum og fylgja eftir reglum hópsins. Með því að helga sig hópnum varð breyting á persónuleika og geðlagi.

18. Uppteknir af dauða Passar illa þar sem markmið hópsins var ekki að einblína á dauðann.

19. Tapa frelsi viljans Passar mjög vel þar sem meðlimir höfðu ekki frjálsan vilja eftir að þeir gengu í kultið, þau áttu að fylgja boðum og bönnum kultsins. Meðlimir máttu ekki tjá sig um annað en það sem hópurinn sagði til um né hafa aðrar skoðanir, annars var þeim refsað.

20. Stöðug hlustun á þungarokk, speed metal, dauðarokk eða iðnaðartónlist Passar illa þar sem meðlimir máttu hvorki horfa á sjónvarp né hlusta á tónlist.

21. Mikill áhugi á nýaldar lesefni eða á yfirnáttúrulega sviðinu Passar illa þar sem eina lesefnið sem meðlimir fengu aðgang að voru um 3000 bréf sem leiðtoginn hafði skrifað.

22. Stöðugur áhugi á hlutverkaleikjum, hópmeðlimir taka á sig hlutverk í leiknum og gera að sínum Passar illa þar sem meðlimir hópsins voru ekki í hlutverkaleik. Allar þær athafnir sem áttu sér stað innan hópsins voru til komnar vegna trúar.

23. Ýkt samsömun við hugmyndir um yfirburði ákveðinna kynþátta - Passar illa þar sem það var engin samsömun við slíkar hugmyndir.

24. Dramatísk breyting á fjárhagsstöðu Passar illa þar sem meðlimir máttu ekki vera í vinnu utan kultsins. Til að afla tekna voru þau með götusýningar og betluðu pening. Meðlimir fengu aðeins að eiga 10% af því sem var þénað.

25. Hatur á kristinni trú Passar illa þar sem meðlimir töldu sig vera að dreifa boðskap um kristna trú auk þess að veita Guði ást sína með því að stunda óhefðbundnar kynferðislegar athafnir.

06. Mælikvarði 6: Félagsleg áhrif

  1. Undanlát (e. compliance)

Erfitt er að segja til um hvort að undanlát hafi átt sér stað eða ekki. Meðlimum sértrúarhópsins var hvorki umbunað né hótað en þegar að þau fóru á svig við reglur og gildi hópsins var þeim refsað með t.d. barsmíðum eða einangrun. Meðlimir lærðu því fljótt að best væri að fylgja eftir reglum og gildum hópsins.

2. Innhverfing (e. internalization)

Eftir heilaþvott urðu miklar breytingar í viðhorfi hjá meðlimum hópsins og flestir farnir að trúa þeim hugmyndum sem voru ríkjandi. Mörg þeirra barna sem fæddust inn í hópinn höfðu til dæmis ekki vit fyrir öðru en að kynlíf með fullorðnum og jafnvel eigin foreldrum væri annað en eðlilegt.

3. Samsömun (e. identification)

Þegar meðlimir gengu til liðs við hópinn urðu breytingar á trú, viðhorfum og atferli þeirra í þeim tilgangi að líkja eftir hópnum sem þeir báru virðingu fyrir. Meðlimir höfðu því samsamað sér hópnum og sáu heiminn með öðrum augum en áður. Hins vegar hafa viðtöl við þá sem hafa skilið við hópinn bent til þess að líklegast hefur ekki verið svo mikið um innhverfingu að ræða heldur frekar samsömun þar sem að á tíma þeirra í hópnum “trúðu’’ þau hugmyndafræðinni sem þar var ríkjandi en höfðu ekki fellt hana að sínu eigin gildiskerfi síðar þegar þau sáu lífið eins og það var í raun og veru.

7-8. Mælikvarði 1: DSM-5

  1. Kynfráviksröskun: barnahneigð

Vegna þess að Berg hafði endurtekna og sterka kynóra og kynhvatir gagnvart börnum. Hann stundaði meðal annars kynlíf með dóttur sinni og barnabarni. Auk þess hvatti hann til kynferðislegra athafna meðal barna og fullorðinna innan kultsins. Sonur hans, Ricky Rodriguez, var einnig valinn til að vera eins konar kynlífstilraunardýr.

2. Upplausnar, hvata-stjórnar og hegðunarröskun: hegðunarröskun

Vegna þess að hann braut síendurtekið á réttindum annarra. Hann var ofbeldisfullur, olli öðrum líkamlegum sársauka og þvingaði til kynlífsathafna.

3. Geðklofarófsröskun: hugvilluröskun

Vegna þess að Berg var með ákveðna ímyndunarveiki þar sem hann trúði vafasömum fullyrðingum skilyrðislaust og var einnig með ákveðið mikilmennskuæði þar sem hann var leiðtogi kultsins og krafðist þess að meðlimir hlýddu í einu og öllu því sem hann sagði þeim að gera.

9.-10. Mælikvarði 2: Persónuleikaraskanir

  1. Andfélagsleg persónuleikaröskun

Berg fann sér veik fórnarlömb, stroku-hippa og misnotaði þau sér til ánægju. Hann var eini stjórnandi hópsins. Hann sýndi langvarandi hegðunarmynstur vanvirðingar og brota á réttindum annarra þar sem hann beitti sjálfur ofbeldi og hvatti aðra til þess að beita ofbeldi. Hann var einnig með skort á eftirsjá þar sem hann sýndi engin samúðar viðbrögð við misnotkun, heldur fannst honum það ánægjulegt.

2. Sjálfhverf persónuleikaröskun

Berg sýndi langvarandi hegðunarmynstur mikilmennsku, var með ofvaxið sjálfsálit og var með mikla þörf fyrir aðdáun. Hann notfærði sér einnig persónuleg sambönd annarra til þess að ná sínum eigin markmiðum. Hann skorti samúð gagnvart öðrum og tók ekki mark á tilfinningum annarra.

Hreint ótrúleg mynd af Berg.

AUM SHINRIKYO

Unnur Sóley Lindudóttir.

1. Myndun hópsins

Shoko Asahara byrjaði þennan hóp árið 1987 og þá byrjaði þetta sem yoga og hugleiðslu hópur. Seinna varð hópurinn að trúarhóp sem blandaði saman hindú- og búddisma og á endanum hafði Shoko blandað heimsenda kristninnar inn í trúnna og lýsti því yfir að hann væri Kristur og svo sá fyrsti upplýsti síðan Búdda.

Útisamkoma sértrúarhópsins.

2. Glæpur hópsins

Aðal glæpur hópsins var að eitra fyrir fólki í neðanjarðarlestum í Tokyo með sarín. Sarín er eiturefni sem sem truflar starfsemi tauga og þarf aðeins 1-5 milligrömm til að það leiði fullorðna manneskju til dauða. Þann 20. mars 1995 fóru 5 menn í neðanjarðalestakerfi á háannatíma í Tokyo með sarín vökva sem búið var að setja inn í dagblöð auk regnhlífa með beittum oddi. Þeir fóru inn í  mismunandi lestir og stungu dagblöðin með regnhlífunum sem gerði það að verkum að sarínið varð að gasi. Sarín gasið var baneitrað og tók aðeins nokkrar sekúndur fyrir það að hafa áhrif. 13 manns létust í þessari árás, 50 slösuðust alvarlega og yfir 5000 manns slösuðust minna.

Afleiðingar sarín eitrunarinnar í Tokyo.

3. Mælikvarði 1: CCM

141: Sértrúarmorð

Hópurinn var með ýkta trú á ákveðnum hugmyndum sem var talin óhefðbundin trú. Peningar voru stórt markmið hópsins og lægra settir meðlimir vissu það ekki.

4. Mælikvarði 3: Heilaþvottur

1. Niðurbrotsþrepið: Fólk í hópnum hugleiddi tímunum saman, einnig var fólk læst í klefa sem þar sem var takmarkað súrefni. Fólk átti að gefa Aum allar eigur sínar og skilja við fjölskylduna. Allavega einn maður var læstur inn í pínulitlum klefa með sjónvarpi sem spilaði ræður Asahara.

2. Breytingarþrepið: Fólk er einangrað frá fjölskyldu og vinum og er bara í samskiptum við annað Aum fólk og fær þannig sífelldar upplýsingar um öðruvísi líf.

3. Uppbyggingarþrepið: Raunveruleg kennsla átti sér stað, fólk fékk upplýsingar um hvernig og hvað það átti að gera til að losa sig við djöfla og hvernig það gæti lifað af heimsendi.

 

5. Mælikvarði 4: 25 Norris atriði

0-10 = Passar illa.

1, 5, 8, 11, 15, 16, 17 og 24: 0-10 = Passar illa.

1: Það var sjarmerandi leiðtogi sem fólk leit upp til.

 5: Hópmeðlimir trúðu á andlegan kraft hans og athafna Asahara og gerðu allt sem hann sagði meðal annars að baða sig í mjög heitu vatni sem olli því að einn meðlimur dó.

6. Mælikvarði 6: Félagsleg áhrif

Mér finnst undanlát ekki eiga við þennan hóp. Innhverfing átti sér stað, þegar að fólk sótti í að komast inn í hópinn urðu breytingar á viðhorfum, trú og hegðun. Samsömum á við líka, fólk breytti trú sinni og viðhorfum til að líkja eftir Shoko Asahara sem þau dýrkuðu.

 

7-8. Mælikvarði 1: DSM-5

15: Upplausnar, hvata-stjórnar og hegðunarraskanir: 15.3. Hegðunarröskun

Mér fannst þessi röskun eiga við vegna þess að Shoko Asahara hræddi fólk, hann stal frá því með því að segja þeim að þau ættu að gefa honum eignir sínar og hann laug að fólki til að ná sínu á framfarir.

2. Geðklofarófsraskanir: 2.1. Geðklofarófsraskanir: 2.1.2 Hugvilluröskun

Mér fannst þessi röskun eiga við vegna þess að hann taldi sig vera Kristur og sá fyrsti upplýsti síðan Buddha.

16: Efnatngdar-og ávana raskanir: 16.6.1 Ofskynjunar víma

Hann og hópurinn stundaði bæði sölu og inntöku á LSD, ég fann ekki hversu mikið af því eða hversu oft.

9.-10. Mælikvarði 2: Persónuleikaraskanir

 18: Persónuleikaraskanir: 18.2.4: Sjálfhverf persónuleikaröskun

Aum sagist geta sigrað þyngdaraflið.

Hann var með ofvaxið sjálfsálit og ætlaðist til að vera viðurkenndur yfirburðamaður. Hann var upptekinn af því að vera við völd og trúði því að hann væri sérstakur. Hann þarfnaðist ýktar aðdáunar og notaði sér persónuleg sambönd til ná eigin markmiðum.

18: Persónuleikaraskanir: 18.2.3: Geðhrifa persónuleikaröskun

Hann vildi vera miðpunktur athyglinnar og leið illa þegar hann var það ekki. Hann var oft með ögrandi hegðun og notaði ytra útlit til að draga að sér athygli. Hann sýndi leikræna tilburði og ýkta tilfinningatjáningu og var áhrifagjarn á fólk og aðstæður.

Viðbætur

  1. Annað skemmtilegt: Lög eftir Shoko Asahara: https://www.youtube.com/watch?v=seVVA5AN5m4

  2. Texti úr lagi sem Shoko Asahara samdi: Það kom frá þriðja ríkinu, lítið hættulegt efnavopn, sarín, sarín. Ef þú andar að þér dularfullri gufunni, dettur þú um koll og gubbar blóði, sarín, sarín,  hugrakka sarín. Í kyrrlátri nóttunni í Matsumoto getum við myrt með eigin höndum, það er allt fullt af líkum, þarna, andaðu að þér, sarín sarín. Búum til sarín, sarín, allt fyllist af eiturgasi, úðum, úðum, sarín, sarín,  hugrakka sarín.

  3. List yfir glæpi hópsins: https://www.nonproliferation.org/wp-content/uploads/2016/06/aum_chrn.pdf

Heimildir

  1. Okumura T, Takasu N, Ishimatsu S, Miyanoki S, Mitsuhashi A, Kumada K, Tanaka K, Hinohara S. (1996). Report on 640 victims of the Tokyo subway sarin attack. ScienceDirect. Sótt af https://www.resuscitationjournal.com/article/S0300-9572%2805%2900253-4/fulltext

  2. Vera Illugadóttir. (Rúv). ( Nóvember 2022). Í ljósi sögunnar [hlaðvarp]. Sótt af https://open.spotify.com/