Hörður Kárason, Rakel Guðjónsdóttir & Þórey Björk Eyþórsdóttir.
1. Myndun hópsins
Heavens Gate var umdeildur trúarsöfnuður sem var virkur á árunum 1974-1997. Meðlimir Heavens Gate trúðu á geimverur og dómsdag. Hópurinn öðlaðist mikla frægð eftir að 39 meðlimir hans frömdu fjöldasjálfsmorð árið 1997 í þeirri trú að andi þeirra yrði tekinn um borð í geimskip á eftir Hale-Bopp halastjörnunni. Hópurinn var undir forystu Marshall Applewhite og Bonnie Nettles. Þau tvö kynntust á meðan Applewhite var sjúklingur á sjúkrahúsi þar sem Nettles starfaði og tengdust gagnkvæmum áhuga þeirra á trúarbrögðum, andlegum málefnum og yfirnáttúrulegum fyrirbrigðum. Þau fóru saman í ferðalag sem þau lýstu sem andlegri vakningu og mynduðu að lokum trúarhóp sem fékk nafnið Heavens Gate. Þau töldu að geimverur stæðu á bak við frásögn Biblíunnar um framhaldslífið og himininn. Trúarhópurinn öðlaðist fylgi og settist að lokum í San Diego, Kaliforníu. Þar gengu fleiri nýir meðlimir til hópsins og náði hreyfingin umtalsverðri viðveru á netinu á tíunda áratugnum. Viðhorf hópsins var blanda af kristinni trú, vísindaskáldskap og nýaldarspeki. Heavens Gate sjálfsvígið er eitt stærsta fjöldasjálfsvíg nútímasögunnar.
2. Glæpur hópsins
Eins og nefnt var áður framdi Heavens Gate fjöldasjálfsvíg árið 1997. Það er örlítið erfitt að flokka þá gjörð sem glæp þar sem samkvæmt heimildum framkvæmdu meðlimir sjálfsvíg sjálfviljug og með fullri vitneskju. Meðlimir tóku inn phenobarbital sem blandað var í eplamauk eða búðing og drukku áfengi ofan í það. Phenobarbital bælir niður miðtaugakerfið og leiðir til róandi áhrifa. Einnig setti meðlimir plast poka yfir höfuð sín til þess að kafna.
3. Mælikvarði 5: CCM
Glæpaflokkunarhandbókin Crime Classification Manual inniheldur í raun ekki flokk sem nær utan um fjöldasjálfsvíg þar sem það er erfitt að flokka það sem glæp þar sem það flokkast ekki sem refsivert athæfi þar sem þeir félagar sem frömdu sjálfsmorð gerðu það af sjálfsdáðum og án þvingunar. Hægt væri að flokka atburðinn sem sértrúartengdan fjöldasjálfsvíg sem er ekki flokkur í CCM. Atvikið hefur verið rannsakað af afbrotafræðingum, félagsfræðingum út frá hvata atviksinns þar sem tekið er tillit til undirliggjandi félagslegra, sálfræðilegra og menningarlegra þátta fjöldasjálfsvígsins.
4. Mælikvarði 3: Heilaþvottur
Það er hægt að færa rök fyrir því að strangar reglur og venjur hópsins, ásamt karismatískum persónuleika leiðtoga hópsinns hafi skapað sértrúarlíkt umhverfi þar sem meðlimir voru beittir sálfræðilegri skilyrðingu og stjórn. Aftur á móti eru einnig vísbendingar sem gefa til kynna að meðlimir hópsins hafi tekið meðvitaða og frjálsa ákvörðun um að taka þátt í trú og venjum hópsins.
Það virðist ekki sem svo að það hafi verið niðurbrotsþrep sem slíkt á meðlimum Heavens gate, hins vegar væri hægt að færa rök fyrir því að breytingarþrep hafi átt sér stað með þeim fyrirlestrum og skilaboðum sem Applewhite predikaði um áframhaldandi líf og að lífið á þessari jörð færi að ljúka með heimsendi. Einnig á uppbyggingarþrepið við hóp Heavens gate þar sem meðlimir virtust að fullu hafa tileinkað sér boðskap og lifnaðarhætti sértrúarhópsins og lifðu saman í vinsemd.
Meðlimir Heavens Gate höfðu sterkt og óvenjulegt trúarkerfi sem var mótað og undir sterkum áhrifum frá Marshall Applewhite leiðtoga og hugmyndafræðing hópsins. Ákvörðunin um að fremja fjöldasjálfsvíg var einnig undir áhrifum af trú og skilningi hópsins á væntanlegum heimsendi og möguleikanum á að ná hærra andlegu plani.
5. Mælikvarði 4: 25 Norris atriði
1. 5. 12. 13. 15. 16. 18. 21. Á við = Passar illa.
Heavens Gate er ansi frábrugðinn öðrum sértrúarhópum og þess vegna var ekki margt sem átti við hann á 25 atriða Norris mælikvarðanum. Heavens gate hópurinn virtist ekki vera hættulegur öðrum, þau frömdu ekki glæpi né fjárkúguðu fólk. Þar að auki lifði hópurinn skírlífi svo ekki er hægt að nefna andfélagslega hegðun né kynfrávik sem áttu sér stað í hópnum. Það var að vísu skortur á framtíðartrú hér á þessari jörð en þau trúðu hins vegar á áframhaldandi líf annarsstaðar.
6. Mælikvarði 6: Félagsleg áhrif
Undanlát
Í Heavens Gate málinu var fjöldasjálfsmorðið framið af fúsum og frjálsum vilja af 39 meðlimum hópsins, án þess að nokkur vísbending um þvingun eða utanaðkomandi áhrif hefði verið. Sjálfsvígin voru skipulögð og framkvæmd á samræmdan hátt og að sögn tóku allir þátttakendur þá ákvörðun að svipta sig lífi af fúsum og frjálsum vilja.
Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga að meðlimir Heavens Gate voru undir miklum áhrifum af viðhorfum og kenningum leiðtoga hópsins, Marshall Applewhite. Hópmeðlimir gætu hafa verið undir verulegum sálrænum þrýstingi eða stjórn.
Innhverfing
Innhverfing meðlima Heavens gate vísar til þess ferlis sem þeir tóku upp trú, gildi og kenningar hópsins að fullu. Þessi innhverfing var afleiðing af samblandi af þáttum. Á meðal þátta var heillandi leiðtoginn Marshall Applewhite og sú andlega og sállega umbreyting sem meðlimir stóðu fyrir.
Meðlimir Heavens Gate trúðu á mjög sértækan máta, sem snérist um hugmyndina um geimverulíf, heimsendi og leiðina til andlegrar uppstigningar. Þau bjuggu saman í samfélagi, deildu eignum sínum og daglegu lífi, og urðu fyrir mikilli andlegri og sálrænni meðferð af Applewhite og öðrum leiðtogum innan hópsins. Með tímanum leiddu þessi reynsla og sameiginleg trú hópsins til þess að meðlimir urðu að fullu innhverfir, fjárfestu djúpt í kenningum hópsins og skuldbundu sig til þess sameiginlega markmiðs að ná hærra tilverustigi.
Þetta innbyrðis ferli var svo fullkomið að þegar fjöldasjálfsvígin fóru fram árið 1997 sáu meðlimir Heavens Gate dauða þeirra ekki sem endalok, heldur leið til að ná nýju tilverustigi og flýja yfirvofandi endalok heiminum. Innvæðing meðlima Heavens Gate er enn sláandi dæmi um kraft hópáhrifa og getu leiðtoga til að móta skoðanir og gjörðir þeirra sem þeir leiða.
Samsömun
Samsömun í Heavens Gate málinu vísar til þess ferlis sem meðlimir hópsins urðu að fullu skuldbundnir til viðhorfa, gilda og markmiða hópsins. Eftir því sem meðlimir Heavens Gate aðhlynntust kenningar hópsins fóru þeir að líta á sig sem hluta af stærri og mikilvægari andlegri hreyfingu og samsama sig betur hópnum og markmiðum hans. Þessi samsömun var styrkt af sameiginlegu búsetufyrirkomulagi, sameiginlegri reynslu og nánum persónulegum tengslum meðlima, sem allt stuðlaði að tilfinningu um sameiginlega sjálfsmynd og tilheyrandi.
7-8. Mælikvarði 1: DSM-5
Marshall Applewhite sem var leiðtoginn þjáðist af miklu þunglyndi þegar hann var ungur. Við teljum Applewhite þjáðst af öðrum geðsjúkdómum.
1. Geðklofi
Applewhite talaði um að heyra raddir. Geðklofi getur valdið því að einstaklingur sé haldinn ranghugmyndum og upplifir ofskynjanir eða annars konar geðrof. Hann upplifði miklar ofskynjanir og trúði því að hann væri valinn í æðri tilgangi þar að segja að hann taldi sig vera eins og Jesús til dæmis. Hann taldi sig vera frelsari sendur til heimsins frá himnaríki.
2. Þunglyndi
Heimildir eru fyrir því að Marshall Applewhite hafi verið Þunglyndur en hann hætti í starfi sínu sem formaður tónlistardeilar í St. Thomas Háskólanum í Houston í Bandaríkjunum vegna þunglyndis og annara andlegra vandamála að sinni sögn. Aðrir telja að brottför hans úr starfi hafi verið vegna sambands við nemanda en fyrrum rektor skólans hefur sagt að undir lok ferils síns var Applewhite orðinn fremur ruglaður andlega og óskipulagður.
3. Tvíhverflyndi
Applewhite hafði mikilfengnar hugmyndir og hugmyndir um að vera mikilvægur trúboði sem þyrfti að vinna í ákveðnu verkefni. Þetta gæti verið vísbending um Geðhæðarlotu- eða ólmhugarlotu einkenni. Að auki gætu skyndilegar breytingar hans á skapi og hegðun sem og hvatvís og ófyrirsjáanleg hegðun hans einnig verið í samræmi við tvíhverfa röskun.
9.-10. Mælikvarði 2: Persónuleikaraskanir
Sjálfhverf persónuleikaröskun
Við teljum að Marshall Applewhite hafi verið með Sjálfhverfa persónuleikaröskun að einhverju marki en líklegast ekki náð greiningar skilmörkum. Það er almennt talað um að flestir leiðtogar sértrúarhópa séu með þá persónuleikaröskun, en Applewhite passar ekki alveg við öll einkenni persónuleikaraskarinnar. Applewhite hafði líklega ofvaxið sjálfsálit, þar sem hann lét kalla sig ,,Do” sem þýddi að fylgjendur hans væru andleg börn hreyfingarinnar og að hann væri æðri vera. Hann trúði því að hann væri sérstakur eða einstakur og væri sá sem gæti leitt fylgjendur hans á æðra tilverustig. Hann var upptekinn af draumórum en líklega ekki eins og aðrir leiðtogar svo sem um völd, snilli, fegurð eða sanna ást - hann meðal annars lét vana sig og aðra karlkyns meðlimi svo kynlíf var ekki inni í mynd þessarar hóps. Þar að auki virðist hann ekki hafa nýtt sér persónuleg sambönd. Hann hafði ekki mikla tilfinningu fyrir forréttindum, hann bjó á sama stalli og meðlimir hópsins. Marshall Applewhite var frábrugðinn öðrum sértrúarleiðtogum hvað varðar persónuleikaþætti og hátterni.
KG: Heimildir?