Joker


Todd Phillips. 2019. Joker (Imdb 8,4*).

Todd Phillips. 2019. Joker (Imdb 8,4*).

Joker

Júlía Ósk Jóhannsdóttir, Karitas Birgisdóttir og María Henley Olsen.

 

I. Kvikmyndin sjálf

Kvikmyndin Joker er um grínistann Arthur Fleck sem er að kljást við alvarleg andleg veikindi. Hann býr í Gotham City og finnst samfélagið líta framhjá sér og jafnvel koma illa fram við sig. Myndin hefst þannig að Arthur býr einn með móður sinni sem er sjálf að glíma við andleg veikindi og er Arthur duglegur að sinna henni. Hann starfar sem trúður og er lagður í hálfgert einelti af hinum trúðunum sem hann starfar með. Misþyrming samfélagsins gagnvart honum veldur því að Arthur setur af stað byltingu sem felur í sér slæma og blóðuga glæpi. Það veldur því að hann þarf að horfast í augu við æðra sjálfið sitt (e. alter ego), Jókerinn.

 Leikstjóri myndarinnar er Todd Phillips. Arthur Fleck/Joker er leikinn af Joaquin Phoenix, Penny Fleck (móðir Arthurs) er leikin af Frances Conroy, Sophie Diamond er leikin af Zazie Beetz, og Murray Franklin, þáttastjórnandi, er leikinn af Robert De Niro. Handritið er skrifað af Todd Phillips og Scott Silver. Kvikmyndin er ekki sannsöguleg, heldur skáldskapur, byggð á myndasögum. IMBD gefur myndinni 8,4 af 10 í einkunn. Rotten Tomatoes gefur myndinni 68%, en audience score er 88%.

Kvikmyndin sýnir sögu Arthur Flecks áður en hann verður Jokerinn í sögu Batmans þar sem að hann er aðal illmennið í Batman - The Dark Knight. Hún er gefin út árið 2008 og er önnur myndin í trilógíunni (e. trilogy) um Batman. Myndunum eru leikstýrt af Christopher Nolan með Christian Bale í aðalhlutverki sem Bruce Wayne sem er með dulnefnið Batman. Joker karakterinn hefur komið fram í teiknimyndasögum DC alveg síðan 1940 í teiknimyndasögunni Batman. Hann hefur átt margar mismunandi sögur en sú algengasta er sú að hann olli dauða foreldra Batmans og verður þar með hans helsti óvinur (e. archenemy). Í teiknimyndasögunum er hann oftast talin hafa dottið ofan í fat fullt af eiturefnum sem aflitar húðina hans þar til hún verður hvít, gerir varir hans rauðar og hárið grænt, þetta veldur því að hann verður geðveikur. Þetta er unnið inn í myndina Joker þar sem að Arthur setur á sig trúða málingu sem gerir húðina hans er hvíta, varirnar rauðar og hárið grænt.

Heimild: https://static.wikia.nocookie.net/batman/images/b/b5/Arthur_Fleck.png/revision/latest/scale-to-width-down/700?cb=20200822120547

Heimild: https://static.wikia.nocookie.net/batman/images/b/b5/Arthur_Fleck.png/revision/latest/scale-to-width-down/700?cb=20200822120547

II. Ástæða fyrir vali

            Joker myndin var afar vinsæl þegar hún var gefin út árið 2019, við vorum allar vel spenntar fyrir að sjá hana þegar hún kom út og fannst okkur tilvalið að fjalla um hana í klínískri sálfræði áfanga þar sem Joker er klassískt dæmi af mjög andlega veikum einstakling. Jokerinn er mjög þekktur karakter og flestir hafa líklegast séð kvikmynd þar sem hann kemur fyrir. Nokkrir leikarar hafa leikið hann og túlkað hann á öðruvísi hátt og við erum sammála því að Joaquin Phoenix stóð sig afbragðs vel í þessu hlutverki. Þessi kvikmynd (2019) sýnir ákveðnar hliðar Jokerins sem maður hefur ekki séð áður, kafað er betur í sögu hans og hvernig hann varð á endanum sjálfur Jókerinn. Þegar horft er á myndina er ekki endilega ljóst hvaða geðröskun eða geðraskanir Jókerinn er með og því fannst okkur tilvalið að velja þessa mynd og greina hana betur.

Heimild: https://static.wikia.nocookie.net/dcmovies/images/1/1a/Arthur_Fleck.jpg/revision/latest?cb=20180917002020

Heimild: https://static.wikia.nocookie.net/dcmovies/images/1/1a/Arthur_Fleck.jpg/revision/latest?cb=20180917002020

III. Almenn umfjöllun um persónuna

            Við einbeitum okkar að Arthur Fleck/Joker sem er aðalhlutverkið úr myndinni Joker. Arthur heldur sig mikið fyrir sjálfan sig og á ekki marga vini. Hann býr með aldraðri móður sinni sem þjáist af Sjálfhverfri persónuleikaröskun og hún notfærir sér hann með því að ljúga að honum og þess vegna þarf hann að annast hana. Arthur er með mjög einkennilegan hlátur sem gerir það að verkum að fólk horfir á hann furðulega þegar hann hlær. Kemur í ljós að hann hefur ekki stjórn á hlátri sínum og því til að hlæja út í loftið á mismunandi stöðum. Hann starfar sem grínisti í trúðabúning og er sagt að hann sé misheppnaður grínisti. Líf hans snýst um að mæta í vinnuna og koma svo heim til móður sinnar, dag eftir dag. Hann er að sækja sér hjálp hjá sálfræðingi, þar fær hann einnig lyf fyrir kvillum sínum. Eins og kom fram áðan þá heldur hann sig mikið fyrir sjálfan sig og tjáir sig því ekki mikið. Samstarfsfélagar telja hann frekar skrítinn og gera óspart grín að honum og fíflast í honum. Hann sýnir ekki mikil viðbrögð við því í fyrstu, það er eins og hann bæli þetta frekar niður með sér. Einn daginn verður hann fyrir aðkasti í neðanjarðarlest, þrír strákar labba upp að honum þar sem hann situr og byrja að gera grín að honum. Grínið verður síðan að ofbeldi sem gerir það að verkum að Arthur tekur fram byssu, sem hann hafði nýlega fengið frá samstarfsfélaga, og skýtur strákana og forðar sér síðan í burtu. Þetta er í fyrsta sinn í kvikmyndinni þar sem maður sér hættulegu hlið Arthurs.

            Síðar í myndinni reynir hann að ná tali af föður sínum en faðir hans gjörsamlega hafnar honum og vill ekkert með hann hafa, segir að bæði hann og móðir hans séu geðveik. Arthur missir sig við þetta og fer í leit að skjölum sem eiga að sanna þessi orð föður síns. Í þeirri leit finnur hann bæði skjölin fyrir sig og móður sína þar sem stendur að móðir hans, Penny, sé með Sjálfhverfa persónuleikaröskun og að móðir hans hafi leyft fyrrum mökum að beita hann ofbeldi í æsku. Eftir alla þessa höfnun frá heiminum og vonleysistilfinningu brestur eitthvað í hausnum á honum og verður hann að sínu æðra sjálfi, Jóker. Hann kæfir mömmu sína eftir að hann fann skjölin til að hefna sín á henni, hann kæfir hana með koddanum hennar. Síðan verður hann gestur á The Murray Show, eftir smá spjall skýtur hann þáttastjórnandann og allt fer í kaos. Myndin endar þannig að mikil uppþot á sér stað í Gotham City, Jókerinn stendur á bíl í miðjunni og er umkringdur fólki sem dýrkar hann og fylgir byltingu hans.  

Það sem er áhugavert er að enginn vildi fylgja honum eða styðja hann þegar hann gekk undir nafninu Arthur en um leið og hann varð að Joker voru hundruðir manna sem fylgdu honum og hermdu eftir honum, fylgdu honum í kaos þar sem kveikt var í bílum og hjálpast var við að Gotham city.

 

IV. Val okkar á geðröskun persónunnar

Við teljum að Arthur þjáist af Áfallastreituröskun þar sem hann átti erfiða æsku, hann var til dæmis beittur miklu ofbeldi af kærustum móður sinnar. Faðir hans vildi ekki viðurkenna hann sem son sinn, þó svo að Arthur fór sérstaklega til hans til að tala við hann og segja honum að hann væri sonur hans en eina sem faðir hans sagði var að bæði Arthur og móðir hans væru geðveik. Einnig fór hann til hálfbróður síns föðurmegin (Batman) sem vildi heldur ekkert með hann hafa. Eftir alla þessa höfnun, af fjölskyldumeðlimum, samstarfsfélögum og ókunnugu fólki út á götu þá var fólk ekki í uppáhaldi hjá honum og fann hann nýja leið til að láta sér líða vel. Okkur finnst einnig hann hafa lent í miklu langvarandi einelti frá flestum i kringum sig sem gæti hafið orðið að trauma.

Áfallastreituröskun (17.3) í DSM-5 er skilgreind sem að viðkomandi verður vitni að raunverulegum eða hótuðum dauða, alvarlegu slysi eða kynferðislegu ofbeldi annað hvort bein upplifun, upplifir áfall þar sem annar lendir í ofantöldu, fréttir af einhverjum sem lendir í ofantöldu eða einstaklingur lendir i endurtekinni eða mikilli upplifun af neikvæðum smáatriðum áfalla. Þetta veldur endurteknum og innrásarkenndum óþægilegum minningum eða draumum tengdum áfallinu. Einnig svipleiftum (e. flashbacks) eins og áfallið sé að endurtaka sig, mikilli langvarandi sálrænni vanlíðan og merkjanlegum lífeðlislegum viðbrögðum sem líkjast áfallinu. Svo getur líka komið fram að einstaklingur forðast áreiti sem minna á áfallið, finnur fyrir neikvæðri breytingu á hugstarfi, merkjanlegri breytingu á áverki og svörun í tengslum við áfallið.

Við teljum Arthur ekki endilega hafa orðið fyrir svona áföllum eins og við teljum upp hér fyrir ofan nema kynferðislegu ofbeldi sem hann virðist hafa orðið fyrir frá kærustum móður hans og einnig líkamlegu ofbeldi. En okkur finnst einelti og lygar sem hann hefur þurft að ganga í gegnum sérstaklega einkennast sem áfall í hans lífi. Hann sýnir hins vegar mikil einkenni þessara röskunar, þá sérstaklega breytingu á hugarstarfi þar sem hann upplifir viðvarandi neikvæðar tilfinningar gagnvart sjálfum sér og öðrum. Eins og þegar honum finnst hann vera ómögulegur og lyfin hans voru ekki að virka þó hann væri á sjö mismunandi geðlyfum, sem er kannski ekkert endilega gott. Einnig í atriði með Thomas Wayne, hann telur Thomas vera föður sinn, þar sem að Arthur skilur ekki afhverju allir í heiminum eru svona dónalegir og vondir og einnig í atriði með þáttastjórnandanum Murray í spjall þætti þar sem hann segir alla vera ömurlega og segir að ef að það væri hann sjálfur að deyja þá myndi öllum vera sama um það. Þetta sýnir skýrt þær hugsanir sem hann hefur gagnvart öðrum að heimurinn sé ömurlegur og að engum sé treystandi. Í þessu atriði var hann beðinn um að koma í þáttinn vegna myndbands sem fór í loftið af honum segja brandara sem var talinn vera lélegur og margir gerðu grín af honum út af því og vildi Murray þess vegna fá hann í þáttinn, til þess að gera meira grín af honum. Hann segir í sama atriði með Murray “brandara” sem hljómar svona: What do you get when you cross a mentally ill loner with a society that abandons him and treats him like trash? You get what you deserve og síðan skýtur hann þáttastjórnandann í hausinn. Þarna virðist hann vera að tala um sjálfan sig sem geðveikan og samfélagið sem snéri við honum baki. Hann sýnir einkenni af viðvarandi neikvæðu tilfinningaástandi þar sem að hann er alltaf reiður og hræddur og svo einnig viðvarandi skorti á getu til þess að upplifa jákvæðar tilfinningar, hann segir þegar hann talar við sálfræðinginn sinn: all I have are negative thoughts.

Heimild: https://i.ytimg.com/vi/w_IfcrKRcoU/maxresdefault.jpg

Heimild: https://i.ytimg.com/vi/w_IfcrKRcoU/maxresdefault.jpg

 

V. Ósvaraðar spurningar

Ekki er svarað spurningunni um hvaða geðlyf hann var að taka né við hvaða geðsjúkdómum og þar af leiðandi getum við ekki vitað nákvæmlega hvaða geðsjúkdóm/a hann er að kljást við. Í myndinni fer hann oft að hlæja mjög óstjórnlega og er alltaf með á sér svona nafnspjald þar sem stendur að hann sé með ákveðna röskun (e. condition) sem lýsir sér þannig að hann hlær óstjórnlega. Röskunin er talin hafa komið vegna höfuðhöggs sem hann fékk í barnæsku en er samt mjög óljóst. Við höfum ekki heyrt um svona röskun áður og vitum ekki hvort þetta gæti hafa verið búið til (e. made up) fyrir myndina til þess að sýna fram á staðalímynd þeirra sem eru geðveikir. Þessi mynd er kannski ekki sú besta til þess sýna fram á rétta mynd af geðröskunum þar sem að hún sýnir mjög ýkta mynd af einhverskonar geðveiki. Arthur gæti jafnvel verið með Geðklofarófsröskun vegna þess að hann sýnir einkenni ranghugmynda og sér meira að segja ofsjónir. Það er atriði í myndinni þar sem hann virðist vera að fara á stefnumót með stelpu sem býr í stigaganginum hans en svo kemur í ljós að hann var að ímynda sér það allt.

Mynd á nafnspjaldi: https://i.pinimg.com/564x/ad/49/4f/ad494f365e6d9204e8ae53a923e819ec.jpg

Mynd á nafnspjaldi: https://i.pinimg.com/564x/ad/49/4f/ad494f365e6d9204e8ae53a923e819ec.jpg