American Psycho

Gígja Teitsdóttir, Helga Kristín Ingólfsdóttir, Irja Gröndal og Jana Þórey Bergsdóttir.

Mary Harron. 2000. American Psycho (Imdb 7,6*).

Mary Harron. 2000. American Psycho (Imdb 7,6*).

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=5YnGhW4UEhc

American Psycho

Kynning

Myndin sem varð fyrir valinu heitir American Psycho og kom út í júlí árið 2000 undir leikstjórn Mary Harron. Myndin er byggð á skáldsögu Bret Easton Ellis frá árinu 1991 sem ber sama nafn og myndin. Myndin er skilgreind sem ,,Black Comedy Slasher Film’’ en hún fjallar um Wall Street fjárfestinn Patrick Bateman sem leikinn er af Christian Bale, sem lifir í raun tvöföldu lífi, líkt og Dr. Jekyll og Mr. Hyde. Bateman lifir annars vegar eins og hver annar maður og hins vegar sem raðmorðingi en í myndinni drepur hann vændiskonur, vinnufélaga og tilviljunarkennda aðila sem verða á vegi hans. Fyrsta morð Bateman í myndinni var á heimilislausum manni sem varð á vegi hans en ástæðan fyrir því var ofboðsleg reiði sem beindist að samstarfsfélaga hans, Paul, sem hafði skömmu áður sýnt öðrum samstarfsfélögum þeirra nýja ,,business” kortið sitt sem þótti flottara en kort Bateman. Reiði Bateman var svo mikil að í kjölfar fyrsta morðsins lokkar hann Paul inn í íbúð sína og drepur hann. Eftir þetta fer söguþráður myndarinnar að byggja á því að lögreglumaðurinn Kimball fer að rannsaka hvarfið á Paul. Kimball er mikið í samskiptum við Bateman þar sem hann var meðal þeirra sem grunaðir voru um að hafa haft eitthvað með hvarfið að gera. Þrátt fyrir þetta þá heldur Bateman áfram að myrða fólk og koma sér í vandræði í gegnum myndina sem endar svo ekki vel fyrir hann. Kvikmyndin endar í rauninni á því að áhorfandinn er skilinn eftir með stórt spurningarmerki því það kemur í ljós að Bateman virðist hafa að einhverju leyti verið að upplifa ofskynjanir. Myndin fékk 7,6 af 10 á IMDB, 70% á Rotten Tomatoes og 85% frá áhorfendum sem eru töluvert hærri einkunnir en við áttum von á. Myndin hefur hlotið ýmis verðlaun, meðal annars Chlotrudis Award fyrir besta aðalleikara sem og fyrir að vera besta kvikmyndin sem byggð er á áður útgefnu efni.

Ástæða fyrir vali

Eftir að hafa spurt utanaðkomandi aðila (kærasta) þá komumst við að því að þessi kvikmynd er víst klassík sem er nauðsynlegt að vera búin að sjá (má deila um það). Engin af okkur hafði séð myndina þannig að við kynntum okkur söguþráðinn og fannst hann mjög áhugaverður. Christian Bale er einnig mjög þekktur og flottur leikari en við höfðum heyrt að hann taki hlutverkum sínum mjög alvarlega (prófaðu bara að googla Christian Bale movie weight loss). Í ljós kemur að myndin er mjög ýkt dæmi um þá röskun sem við greindum aðalpersónuna, Bateman, svo með og þess vegna mjög áhugaverð mynd fyrir okkur sálfræðinema að skoða. Við verðum einnig að viðurkenna að útlit Christian Bale spilaði eitthvað inn í val okkar.

Heimild: https://www.google.com/search?q=american+psycho&rlz=1C5CHFA_enIS894IS894&source=lnms&tbm=isch&sa=X&ved=2ahUKEwjo3Jr8ut3vAhWUgP0HHRZ4Dc8Q_AUoAXoECAEQAw&biw=1472&bih=1169#imgrc=CF5jLtUza8nUiM

Heimild: https://www.google.com/search?q=american+psycho&rlz=1C5CHFA_enIS894IS894&source=lnms&tbm=isch&sa=X&ved=2ahUKEwjo3Jr8ut3vAhWUgP0HHRZ4Dc8Q_AUoAXoECAEQAw&biw=1472&bih=1169#imgrc=CF5jLtUza8nUiM

 

Almenn umfjöllun um persónuna

Bateman hafði það mjög gott fjárhagslega séð, bjó í penthouse íbúð í hjarta New York sem hann var mjög stoltur af og nýtti hvert einasta tækifæri til að láta fólk vita hversu ,,ríkur’’ hann væri. Hann var algjör snyrtipinni en við erum nokkuð vissar um að það hafi ekki verið eitt einasta rykkorn að finna í þessari íbúð hans. Fataskápurinn hans var með því skipulagðasta sem sést hefur en allar skyrtur voru straujaðar og fullkomlega brotnar saman ofan í skúffum og öll jakkaföt vel hengd upp og röðuð. Bateman var þessi týpa sem var alltaf mjög vel til hafður, í fullkomlega straujaðri skyrtu, dýrum jakkafötum og alltaf í pússuðum skóm en hann og vinnufélagarnir fóru reglulega saman og létu einhverjar láglaunaðar konur pússa skóna þeirra. Hann var alltaf mjög upptekinn af því hvernig hann leit út gagnvart öðrum, stoppaði alltaf lengi fyrir framan spegilinn þar sem hann gat horft óeðlilega lengi á sjálfan sig og dáðst að útliti sínu. Hann var með rosalega morgunrútínu þar sem hann setti á sig maska, öll heimsins krem og greiddi hárið þangað til það var orðið svo sleikt að maður gat nánast speglað sig í því. Það mætti segja að hann hafi verið með fullkomnunaráráttu þegar kom að útliti en hann var einnig mjög upptekinn af því að halda sér í formi og stundaði mikið líkamsrækt. Á sama tíma og Bateman var mjög sjálfselskur þá skipti það hann miklu máli að hafa standard á öllu í kringum sig og ef eitthvað var ekki fullkomið lét hann sko vita af því. Hann hafði t.d. gríðarlega mikið álit á því hvernig aðrir í kringum hann voru til fara en hann sagði gjarnan við þær konur sem hann bauð á stefnumót að þær væru ekki nógu vel til hafðar.

Annað sem einkenndi Bateman er að hann var mjög kynferðislegur en á meðan hann stundaði líkamsrækt þá horfði hann á mjög svo gróft klám. Þegar Bateman stundaði kynlíf með konum horfði hann á sjálfan sig í speglinum nánast allan tímann og konurnar skiptu hann engu máli, þær voru ósýnilegar fyrir honum.

Heimild: https://www.google.com/search?q=american+psycho&rlz=1C5CHFA_enIS894IS894&source=lnms&tbm=isch&sa=X&ved=2ahUKEwjo3Jr8ut3vAhWUgP0HHRZ4Dc8Q_AUoAXoECAEQAw&biw=1472&bih=1169#imgrc=qGR7HqChqjLY6M

Heimild: https://www.google.com/search?q=american+psycho&rlz=1C5CHFA_enIS894IS894&source=lnms&tbm=isch&sa=X&ved=2ahUKEwjo3Jr8ut3vAhWUgP0HHRZ4Dc8Q_AUoAXoECAEQAw&biw=1472&bih=1169#imgrc=qGR7HqChqjLY6M

Val á geðröskun persónunnar

Sú geðröskun sem við völdum fyrir Patrick Bateman var Andfélagsleg persónuleikaröskun. Að okkar mati er það mjög skýrt þar sem hann sýnir sterk einkenni Andfélagslegrar persónuleikaröskunar en í gegnum alla myndina sýnir hann langvarandi hegðunarmynstur vanvirðingar og brýtur ítrekað á réttindum annarra. Honum fannst hann vera sterkur, sjálfstæður og í þeirri stöðu að mega brjóta reglur og þar með blekkja aðra til persónulegs gróða eða ánægju. Hann horfði á annað fólk sem veikt, aumingja og gungur sem vildu láta nota sig en þannig réttlætti hann gjörðir sínar, að mega misnota aðra. Önnur einkenni Andfélagslegrar röskunar eru hvatvísi og ofbeldishneigð sem sást ítrekað í fari Bateman, ef einhver fór í taugarnar á honum eða honum líkaði ekki við þá braust það út í ofbeldi og í hans tilfellum morðum. Að okkar mati var hann ekki lúmskur morðingi en hann skyldi oft eftir sig mikil ummerki sem er einmitt einnig einkennandi fyrir þessa tilteknu röskun, en þessa einstaklinga skortir áætlanagerð.

Það er einnig önnur persónuleikaröskun sem okkur finnst eiga mjög vel við Bateman en það er Sadismi. Sú röskun einkennist af endurteknum og sterkum kynórum, kynhvötum eða hegðun sem felur í sér kynferðislegar athafnir. Fyrir Bateman eru líkamlegar kvalir annarra kynörvandi fyrir hann sem er áberandi þegar hann stundar kynlíf við vændiskonurnar sem voru oft sárkvaldar á meðan kynlífi stóð. Bateman hegðar sér í samræmi við kynhvatir sínar og án samþykkis hins aðilans. Í upphafi myndarinnar er hann giftur konu sem heitir Evelyn, hann heldur mikið framhjá henni og sýnir henni og sambandinu lítinn sem engan áhuga. Þegar þau eru saman þá átti hann það til að halda áhuga sínum á henni gangandi með því að ímynda hann sér sig neyða Evilyn til mjög ofbeldisfulls kynlífs.

Það var til dæmis ein vændiskona sem hann sótti mikið í og borgaði henni mikla peninga þar sem hún reyndi að forðast hann eins og hún gat. Í einum af loka atriðum myndarinnar var hún sárkvalin á meðan á samförum stóð, henni tekst að flýja úr íbúð hans en þá tekur hann þá hvatvísu ákvörðun að hlaupa á eftir henni, henda í hana vélsög sem endar með að hún deyr.

Heimild: https://www.google.com/search?q=american+psycho&rlz=1C5CHFA_enIS894IS894&source=lnms&tbm=isch&sa=X&ved=2ahUKEwjo3Jr8ut3vAhWUgP0HHRZ4Dc8Q_AUoAXoECAEQAw&biw=1472&bih=1169#imgrc=7xYbR56Yaz4A9M

Heimild: https://www.google.com/search?q=american+psycho&rlz=1C5CHFA_enIS894IS894&source=lnms&tbm=isch&sa=X&ved=2ahUKEwjo3Jr8ut3vAhWUgP0HHRZ4Dc8Q_AUoAXoECAEQAw&biw=1472&bih=1169#imgrc=7xYbR56Yaz4A9M

 

Ósvaraðar spurningar

Myndin skilur áhorfendur klárlega eftir sem eitt stórt spurningamerki. Til eru ýmis myndbönd og greinar þar sem fólk talar um enda myndarinnar og hvað gerist í raun og veru. Bateman virðist fá tímabil af Geðrofi þar sem hann upplifir ofskynjanir. Þetta kemur í ljós í lok myndarinnar þar sem maður fer að velta fyrir sér hvort hann hafi framið alla þessa glæpi eða hvort þetta hafi allt verið ímyndun? Og mögulega einkenni Geðklofa? Bateman var einnig djúpt sokkinn í eiturlyf sem gæti einnig hafa verið útskýring á Geðrofi hans og ofskynjunum. Myndin skilur okkur eftir með þessar spurningar í huga en það er þó ljóst að hann var klárlega Sadisti og með Andfélagslega persónuleikaröskun.

 

Heimildir:

  • DSM 5 bókin

  • Wikipedia

  • https://en.wikipedia.org/wiki/American_Psycho_(film)

 

Myndir:

https://www.espinof.com/bandas-sonoras/un-musical-sobre-american-psycho

https://ew.com/movies/american-psycho-paul-allen-murder-the-shot/

https://kvikmyndir.is/syngjandi-saeko/american-psycho-christian-bale/

https://en.wikipedia.org/wiki/American_Psycho_(film)