The Silence of the Lambs

Heimild: https://en.wikipedia.org/wiki/The_Silence_of_the_Lambs_(film)#/media/File:The_Silence_of_the_Lambs_poster.jpg

Heimild: https://en.wikipedia.org/wiki/The_Silence_of_the_Lambs_(film)#/media/File:The_Silence_of_the_Lambs_poster.jpg

The Silence of the Lambs

Steinunn Þórarinsdóttir.

Kynning

Kvikmyndin The Silence of the Lambs er sálfræðileg hryllingsmynd frá árinu 1991. Kvikmyndin er byggð á skáldsögu eftir Thomas Harris og skrifaði Ted Tally handrit myndarinnar. Jodie Foster, Anthony Hopkins og Ted Levine fara með aðalhlutverk myndarinnar og leikstjóri hennar var Jonathan Demme.

The Silence of the Lambs fjallar um unga FBI nemann Clarice Starling sem Jodie Foster leikur. Clarice er ein af fáum kvenkyns nemendum innan FBI skólans og er henni falið það verkefni að taka viðtöl við morðingjann og mannætuna Dr. Hannibal Lecter sem Anthony Hopkins leikur. Lecter er lærður geðlæknir og hafði starfað við það en var búinn að sitja í fangelsi í 8 ára sökum glæpa sinna. Nýr raðmorðingi hafði skotið upp kollinum sem fékk viðurnefnið Buffalo Bill, nafn persónunnar er Jame Gumb og leikur Ted Levine það hlutverk. Vonast var eftir að viðtöl Starling við Lecter myndi veita innsæi inn í Buffalo Bill sem myndi á endanum leiða til handtöku á Buffalo Bill. Viðtöl Starling við Dr. Hannibal Lecter tekur mikið á hana en þau mynda ákveðið samband í myndinni og bera virðingu fyrir hvort öðru. Hannibal fær hana til að segja sér sögur af sér í skiptum fyrir upplýsingar um Buffalo Bill.

Nýi raðmorðinginn, Buffalo Bill, rænir konum sem nota föt í stærð 14. Hann heldur þeim föngum í 3 daga og sveltir þær áður en hann myrðir þær og flær af þeim húðina. Bill saumar sér kvenlíki úr húð fórnarlamba sinna, þess vegna sveltir hann fórnarlömbin til að auðveldara verði að taka af þeim húðina. Bill klæðir sig upp í kvenlíkið sem hann hefur saumað sér því hann vill endurfæðast sem kona. Clarice Starling nær að lokum að góma Buffalo Bill eftir að hafa farið eftir ráðum Hannibals.
Dr. Hannibal Lecter nær að sleppa úr fangelsisvistinni með því að nota penna til að losa handjárnin sín. Hann myrðir fangaverðina sem vöktuðu hann, nær að flýja lögregluna og fara í felur. Í lok myndarinnar útskrifast Clarice Starling sem fullgildur FBI fulltrúi og hringir Lecter í hana til að óska henni til hamingju með útskriftina.

Þrátt fyrir að myndin sé byggð á skáldsögu þá er karakterinn Buffalo Bill byggður á sjö þekktum raðmorðingjum í Bandaríkjunum, það er Ted Bundy, Gary Ridgway, Jerry Brudos, Edmund Kemper, Gary Heidnik, Edward Gein og Alfredo Ballí Treviῆo. Buffalo Bill lokkaði fórnarlömb sín í bílinn sinn með því að biðja þær um aðstoð við að flytja dót því hann væri meiddur, líkt og Ted Bundy gerði. Bill fláði fórnarlömb sín líkt og Edward Gein gerði við sín fórnarlömb. Bill hélt fórnarlömbum sínum föngum í gryfju í kjallaranum á húsi sínu, líkt og Gary Heidnik gerði við sín fórnarlömb. Bill myrti afa sinn og ömmu líkt og Edmund Kemper gerði. Buffalo Bill losaði sig við lík fórnarlamba sinna með því að henda þeim í ánna, líkt og Gary Ridgway.

The Silence of the Lambs fékk 8,6 í einkunn á IMDb og fékk 9,5 og 9,6 í einkunn á Rotten Tomatoes. Myndin hefur verið tilnefnd til margra verðlauna og vann Óskarsverðlaun fyrir bestu myndina, besta handritið, besta leikkona í aðalhlutverki, besta leikara í aðalhlutverki og fyrir leikstjórn.

Ástæða fyrir vali á myndinni

Ég valdi myndina The Silence of the Lambs því hún er ein af mínum uppáhalds myndum. Fyrst þegar ég horfði á myndina hafði ég engar væntingar til hennar þrátt fyrir góðar umsagnir en hún kom mér mikið á óvart. Það sem vakti athygli mína við myndina var hvað lyktarskyn Lecters var næmt, hann gat fundið lykt af kremum sem Starling notaði þrátt fyrir að þykkt gler væri á milli þeirra þegar hún var að taka viðtölin við Lecter. Hann nær fljótt taki á Starling og tekur hana til baka til fortíðar sinnar og fær hana til að segja sér sögur úr æsku í skiptum fyrir upplýsingar um Buffalo Bill. Samband þeirra þróast í gegnum myndina og á köflum virtist þeim þykja vænt um hvort annað.

Einnig vakti það athygli mína hvað pennar spila stórt hlutverk í myndinni. Ef fylgst er með pennunum í myndinni þá merkja þeir mismunandi hluti eftir því hvenær og hvernig þeir birtast. Penni er einnig það sem Hannibal Lecter notar til að leysa sig úr handjárnum og nær þannig að flýja fangavist sína.

 

Almenn umfjöllun um persónuna sem þið einbeitið ykkur að

Ég ákvað að taka fyrir Dr. Hannibal Lecter, lítið sem ekkert er talað um fortíð Hannibals og því er mjög erfitt að fjalla almennt um hann. Þegar Hannibal er fyrst kynntur í myndinni kemur í ljós að hann er mannæta og kallaður „Hannibal the cannibal.“ Hann var lærður geðlæknir og starfaði við það lengi en hafði verið í fangelsi í 8 ár þegar Starling fer og tekur viðtölin við hann. Hannibal hafði reynt að flýja úr fangelsinu og réðst á konu til að sleppa, hjartslátturinn hans hækkaði þó ekki þegar hann réðst á konuna. Hann virðist hafa áhuga á listum og fyllir klefann sinn af teikningum, sem síðar eru tekin af honum sem form af refsingu.

Hannibal hafði lítinn áhuga á að hjálpa lögreglunni en Starling hafði einhvers konar áhrif á hann og ákvað hann því að hjálpa. Hann virtist hafa einhverskonar sannfæringarkraft því hann fékk Starling til að samþykkja að hann myndi gefa henni upplýsingar um Buffalo Bill í skiptum fyrir sögur af henni úr æsku. Þannig fær hann Starling til að segja sér frá verstu upplifunum sínum úr æsku.

Starling er vöruð við því að leyfa honum að komast nærri henni því enginn leyfa Hannibal að búa í höfðinu á sér. Hún sagði á einum stað í myndinni að það væri ekki til orð yfir það sem Hannibal væri.

Heimild: https://nofilmschool.com/2016/04/video-essay-silence-of-the-lambs

Heimild: https://nofilmschool.com/2016/04/video-essay-silence-of-the-lambs

 Val á geðröskun persónunnar

Andfélagsleg persónuleikaröskun (18.2.1) er skilgreind í DSM-5 sem „langvarandi hegðunarmynstur vanvirðingar og brot á réttindum annarra, sem eiga sér stað frá 15 ára aldri.“

Þau einkenni sem eiga við Hannibal Lecter eru til dæmis að hann getur ekki haldið sig við félagsleg viðmið varðandi virðingu, það er að hann ber ekki virðingu fyrir neinum. Hann til dæmis fyrirlítur yfirlæknir fangelsisins sem á að vera að hjálpa Hannibal að ná tökum á gjörðum sínum. Í lok myndarinnar segist Hannibal vera að fá gamlan vin í mat og birtist þá mynd af yfirlækninum, má því ætla að hann sé matur Hannibal. Hann ber ekki virðingu fyrir fórnarlömbum sínum og borðar þau.

Hannibal lýgur og blekkir aðra fyrir persónulega ánægju, líkt og þegar hann blekkir yfirlækni fangelsisins og lætur hann hafa vitlaust nafn á Buffalo Bill til að getað komist sjálfur í betra umhverfi og losna undan yfirlækninum. Alltaf þegar Hannibal gefur Starling upplýsingar um Buffalo Bill segir hann aldrei hreint frá aðstæðum eða ástæðum verknaðar Bill, hann lætur þess í stað Starling fá ráðgátur og lætur hana púsla saman þeim upplýsingum sem hún fær.

Hannibal sýnir stundum hvatvís í tali líkt og þegar hann spyr þingkonuna (móðir konunnar sem Buffalo Bill rænir í myndinni) hvort hún hafi gefið dóttir sinni brjóstamjólk í æsku og hvort geirvörturnar hennar væru stinnar eftir það. Einnig vall út úr honum nákvæm lýsing á Buffalo Bill þegar það átti að fara með hann aftur í gamla fangelsið þegar hann var á leið í það nýja því þingkonan móðgaðist við ummæli Hannibals um geirvörtur hennar. Lýsingin var að öllu rétt nema nafnið sem Hannibal gaf þeim á Buffalo Bill.

Hannibal sýnir skeytingarleysi gagnvart öryggi annarra og skortir eftirsjá. Honum virðist vera alveg sama hvort nýjasta fórnarlamb Buffalo Bill finnist á lífi eða ekki. Einnig sér hann ekki eftir að hafa myrt og borðað fórnarlömb sín. Myndin endaði á þann hátt að ætla mætti að hann væri á leið eftir næsta fórnarlambi.

Hannibal fellur því undir 4 til 5 viðmið af 7 fyrir Andfélagslega persónuleikaröskun.

Heimild: https://www.thewrap.com/silence-of-the-lambs-author-thomas-harris-nothings-made-up/

Heimild: https://www.thewrap.com/silence-of-the-lambs-author-thomas-harris-nothings-made-up/

Hvaða spurningum er ósvarað?

Lítið er vitað um fortíð Hannibals í myndinni, einnig lítið vitað um Buffalo Bill. Þegar horft er til þessara persóna er erfitt að átta sig á hvaða geðraskanir gætu átt við þá þar sem upplýsingarnar sem við höfum eru frekar takmarkaðar. Við fáum þó að kynnast aðeins fortíð Clarice Starling í gegnum viðtöl hennar við Hannibal Lecter.

Hannibal sýnir nánast engum virðingu og virðist vera sama um öryggi annara, þrátt fyrir það þá sýnir hann Starling virðingu og varar hana við augum sem fylgjast með henni. Hvað er það sem veldur þessari væntumþykju og af hverju sýnir hann henni virðingu?

Í myndinni er talað um að Buffalo Bill sýni merki um Kynsemdarröskun (14.1) og Klæðskiptahneigð (19.7) en Hannibal telur að hann sé í raun að leita að fullkomnun og að þessar raskanir eigi ekki við Bill. Einnig talar Hannibal um að Buffalo Bill hafi reynt að fara í kynskiptaaðgerð en fengið neitun því hann var einungis að leita sér að leið út úr því lífi sem hann átti. Hannibal tekur fram að Buffalo Bill hafi ekki fæðst vondur en hafi orðið vondur sökum uppeldis. Hvað gerðist hjá Buffalo Bill í æsku sem var það slæmt að hann þurfti að leita sér að leið út og fór að taka upp á því að myrða og flá konur?

Mörgum spurningum er því ósvarað en að mínu mati er myndin mjög góð og heldur áfram að vera ein af mínum uppáhalds.

 

Heimildir

  1. Kristján Guðmundsson. (2014). DSM-5: Flokkun geðraskana.

  2. Wikipedia. (2021). Buffalo Bill (character). Wikipedia The Free Encyclopedia. Sótt af  https://en.wikipedia.org/wiki/Buffalo_Bill_(character)

  3. IMDb. (e.d.). The Silence of the Lambs Awards. IMDb. Sótt af https://www.imdb.com/title/tt0102926/awards?ref_=tt_awd