A Beautiful Mind

Ron Howard. 2001. A Beautiful Mind (Imdb 8,2*).

Ron Howard. 2001. A Beautiful Mind (Imdb 8,2*).

A Beautiful Mind

 

Ari Rong Liang Yu, Ragnhildur Birta Nikulásdóttir, Sóley María Kristínardóttir og Steinunn Agnarsdóttir.

 

I.  kvikmyndin

Kvikmyndin A Beautiful Mind kom út árið 2001 og er um líf stærðfræðingsins John Nash. John, sem er doktorsnemandi við Princeton Háskóla, fer að þróa með sér miklar ofskynjanir og ranghugmyndir sem verða hættulegar fyrir hann sjálfan og fyrir hans nánustu. Hann greinist síðar með Geðklofa og framhald myndarinnar fjallar um hvernig hann nær að lifa með sjúkdómnum og aðlagast honum í daglegu lífi.

Leikstjóri myndarinnar var Ron Howard og handritshöfundur var Akiva Goldsman. Russell Crowe fór með aðalhlutverk myndarinnar og leikur þá John Nash. Jennifer Connelly leikur nemanda og síðar eiginkonu John í myndinni. Aðrir leikarar eru Ed Harris, Paul Bettany og Adam Goldberg. Myndin byggir að einhverju leyti á sannri sögu John Nash en Sylvia Nasar gaf ævisögu hans út árið 1998. Bókin A Beautiful Mind fær 4,1 af 5 í einkunn á Goodreads.

A Beautiful Mind fékk framúrskarandi einkunn á IMDB, eða 8,2, og situr í 132. sæti á lista IMDB yfir bestu kvikmyndirnar. Hún fékk 72% í einkunn á Rotten Tomatoes og 4,5 af 5 hjá Reelviews. Myndin skilaði yfir 313 milljóna Bandaríkjadollara. Myndin hefur unnið fjögur Óskarsverðlaun, Golden Globe verðlaun og hefur fengið 69 aðrar tilnefningar. Russel Crowe fékk BAFTA og Golden Globe verðlaun fyrir hlutverk sitt í myndinni.

II. ástæða fyrir vali

A Beautiful Mind var valin þar sem hún er góð birtingarmynd fyrir Geðklofa. Myndin lýsir einkennum, þá helst jákvæðu einkennunum í byrjun myndarinnar. Jákvæðu einkennin er að hann er með ofskynjanir og sér helst þrjá aðila, sem hefur áhrif á lífið hans og yfirtekur það á tímabili. Ásamt því að lýsa neikvæðu einkennunum í lokin og áhrif lyfjanna á vitrænu einkennin. Þessi mynd er vel gerð á þann veg að við sjáum Geðklofa út frá sjónarhorni John ekki út frá sjónarhorni aðstandanda. Myndin er einnig byggð á sannsögulegum atburðum og það er áhugavert að sjá einhvern ná góðum árangri án lyfja í raunveruleikanum. Myndin er vel leikstýrð og vel leikin. Russel Crowe kom sé upp á stjörnuhimininn við leik myndarinnar og hefur verið einn sá vel færasti leikari okkar kynslóðar. Önnur ástæða fyrir því að þessi mynd var valin er að þekkt er til einstaklinga með Geðklofa eða til aðstandanda einstaklings með Geðklofa. Aðstandandi var spurður um álit sitt á myndinni og sá aðili sagði að þessi mynd væri vel gerð á þann veg að horft er á birtingu Geðklofa út frá sjónarhorni hans sem er með Geðklofa. Það er dýrmætt að geta séð upplifun Geðklofa frá því sjónarhorni því það getur aukið samkennd og skilning.

III.  umfjöllun um persónu

Strax í upphafi myndarinnar er komið með þá birtingarmynd að John sé með afbrigðileika í hegðun. Hann er mjög ókurteis og lélegur í samskiptum við samnemendur og þegar hann talar við aðra þá er hann óþarflega hreinskilinn. Þar sem hann er í doktorsnámi við Princeton háskólann, situr hann aftast í kennslustofunni og á ekki mikla samleið með öðrum nemendum og mætir sjaldan í kennslutíma. Hann rýnir frekar í hegðun fugla á skólalóðinni en að tala við samnemendur. Hann á erfitt með samskipti og er mjög einangraður. Eitt dæmi um þetta er þegar hann var á krá og fer að tala við stelpu. Í stað þess að tala bara við hana, biður hann hana beint um að sofa hjá sér. Hún lemur hann utan undir, auðskiljanlega.

Í byrjun myndarinnar situr John uppi með herbergisfélaga sínum í Princeton sem heitir Charles Herman, sem kemur og bjargar John frá einangraða lífi hans og lífgar upp á tilveruna. Charles er allt önnur týpa en hann, algjör andstæða, hann er mikill húmoristi og er mikið fyrir partý-stand. Hann er góður í samskiptum og tekur lífinu ekki of alvarlega. Hann hvetur John til þess að fara út á lífið og gerir grín af honum fyrir að taka doktorsnáminu of alvarlega, hann segir: Is my roommate a dick? og You are not easily disturbed. Charles hvetur John til þess að drekka áfengi og að borða, því að John getur gleymt sér í stærðfræðilegum útreikningum sínum. John ítrekar við Charles að honum líki ekki við fólk og heldur að fólki líki ekki við hann. Herbergisfélaginn segir að stærðfræðin muni ekki gera hann hamingjusaman.

Vitræn færni John er orðin frekar slök og allir nema hann hafa gefið út fræðigrein. Háskólinn er farinn að pressa á hann, ef hann gefur ekki út grein þá missir hann skólastyrkinn sinn í Princeton. Loks nær hann að finna út formúlu sem er framúrskarandi sem færir honum þá doktorsgráðuna.

Eftir doktorsgráðuna fer hann að vinna hjá Pentagon sem svokallaður stærðfræðingur, til að leysa einhverja dulkóðun sem snýst um fjármálageirann. Ásamt því þarf hann að kenna í MIT samhliða þeirri vinnu, sem honum þykir rosalega leiðinlegt. Dularfullur maður sem er frá bandaríska sendiráðinu, William Parcher, vill gjarnan fá John til þess að vinna verkefni fyrir sig. Verkefnið felst í því að leysa öll DATA (e. hidden codes) í tímaritum og dagblöðum Sovétríkjanna til að koma í veg fyrir svik. Hann fer á staðinn þar sem þessi vinna fer fram. Þar er risastór bygging og allir í herbúningum. Þar er John stórkostlegur, klár og reiknar allar formúlurnar. Allir dýrka hann og dá. Hann fer að vinna fyrir sendiráðið og er allt sem gerist, samkvæmt William, algjört trúnaðarmál. Hann finnur þessi hidden codes og sendir þau í póstkassa við fyrirtækið, hann fær auðkenni í hendina sem leyfir honum að geta opnað pósthólfið.

Þrátt fyrir að hafa ekki elskað MIT þá kynnist John eiginkonu sinni þar, henni Alicia Larde. Hún biður hann um að koma með sér á stefnumót og þau verða ástfangin. Charles, gamli herbergisfélaginn, kemur aftur með frænku sinni og hvetur John til þess að giftast Aliciu, sem þau gera.

Vinnan hjá bandaríska sendiráðinu fer síðan að vera yfirþyrmandi og er farin að yfirtaka líf John. Rússarnir eru farnir að njósna um hann og reyna að skjóta hann. Við það verður hann verulega taugaveiklaður og hræddur og segir William Parcher að hann vilji hætta. William segir að ef hann hætti þá mun öryggisgæslan, eða Bandaríkin, hætta að vernda hann fyrir Rússunum. Þetta veldur því að hann fer að einangra sig og lífsgæðin hans versna með hverjum degi.
            John verður gestafyrirlesari við Harvard en þangað mæta Rússarnir á meðan hann er að flytja fyrirlestur og fara að elta hann. „Rússarnir“ voru í rauninni ekki Rússar heldur starfsmenn og geðlæknar frá geðdeildinni sem hann er síðan lagður inn á. Það þarf að sprauta hann niður og hann er færður á geðdeild, þar sem hann greinist með Geðklofa. Alicia á erfitt með þessi tíðindi en John heldur því fram að geðdeildin sé að halda honum þarna svo hann geti ekki unnið vinnu sína. Alicia áttar sig á því að hún hafi aldrei hitt gamla herbergisfélaga John, Charles Herman, og að hann var ekki einu sinni í brúðkaupinu þeirra. Alicia fer að leynipósthólfinu þar sem það er fullt af óopnuðum skjölum og reynir að útskýra fyrir John að ekkert af þessu hafi verið raunverulegt. Engir Rússar, ekkert sendiráð og engir leynilegir kóðar. Í atriði á geðdeildinni er allt í blóði og John segir: The implant is gone. Þá hafði hann verið með þá ranghugmynd að bandaríska sendiráðið hafi komið ígræðslu fyrir til þess að opna póstkassann, þar sem hann setti skjölin.

John fer í insulin shock therapy sem hann þarf að fá fimm sinnum í viku í allt að tíu vikur. Samkvæmt geðlækninum er hægt að halda einkennum niðri með lyfjum og góðu jafnvægi.

Ári síðar eru ofskynjanirnar farnar vegna reglulegrar lyfjanotkunar en John er orðinn andlega og líkamlega flatur. Hann er ekki starfshæfur þar sem lyfin hafa áhrif á vitræna getu hans og hann er alltaf heima. Kynhvötin hans minnkar verulega og hann getur ekki huggað barnið þeirra þegar það grætur. Kostirnir við lyfið er að ofskynjanirnar fara og með því að hætta á þeim þá myndu þær koma aftur.
John hættir á lyfjunum og fær ofskynjanir aftur. Það er komið vinnurými fyrir bandaríska sendiráðið í bílskúrnum heima hjá honum. Ástandið er orðið slæmt, hann verður aftur upptekinn af ofskynjunum og var nær því að drekkja barninu þeirra óviljandi en hann hélt að Charles væri að passa barnið. Læknirinn segir að hann verði að taka lyfin og að Geðklofinn sé ekki stærðfræðidæmi sem hægt væri að leysa. Konan hans er á því að hann verði að taka lyfin. Hún segir John að læknirinn sé búinn að gera pappíra tilbúna varðandi lögræðissviptingu.

Alicia nær að sannfærast og John ætlar sér að læra að aðlagast umhverfinu og hætta á lyfjunum. Hann fer aftur í Princeton, þar sem hann hittir gamlan skólafélaga sem er þá yfirmaður stærðfræði deildarinnar. Hann vill meina að það að taka þátt í samfélaginu gæti gert honum gott og haldið einkennunum niðri. Næstu tvo áratugi lærir John að hunsa allar ofskynjanir, síðar er honum leyft að kenna aftur. Árið 1994 sem er loka atriði myndarinnar vinnur hann Nóbelsverðlaun í Stokkhólmi fyrir framlag sitt til stærðfræðinnar.

IV. geðröskun

Geðröskun sem John er með er Geðklofi þar sem að hann sér ofsjónir og er ekki í tengslum við raunveruleikann. Helstu einkenni geðklofa samkvæmt DSM-5 eru skipt í jákvæð og neikvæð einkenni. Jákvæð einkenni eru þau einkenni sem að bætast við hegðun einstaklings á meðan neikvæð einkenni er geta sem að einstaklingur missir (Comer og Comer, 2019). Jákvæðu einkennin standast af ranghugmyndum, ofskynjunum, skipulagslausu tali og óskipulegri hegðun eða stjarfa.

Ranghugmyndir: Dæmi um ranghugmyndir er ofsóknarhugmyndir, hugmyndir um mikilmennsku og stjórnunarhugmyndir. Í kvikmyndinni sýnir John ofsóknarhugmyndir þar sem hann telur að Rússarnir séu að elta og ofsækja hann. Þegar hann kemur heim læsir hann sig inn í herbergi, slekkur ljósin og dregur fyrir gardínurnar. Hann heldur að Rússarnir séu fyrir utan húsið hans. Annað dæmi um ofsóknarhugmyndir er þegar John var að halda fyrirlestur í skólanum þá tekur hann eftir mönnum í jakkafötum sem voru fylgjast með honum. Hann heldur að það sé verið að ofsækja hann sem leiðir til þess að hann hleypur í burtu. Þegar hann er á geðdeild og fær að hafa samskipti við konu sína, telur hann að það sé verið að hlera þau í gegnum míkrafóna. Sem er dæmi um stjórnunar hugmyndir. Hugmyndir um mikilmennsku er þegar einstaklingar telja sig búna yfir einhverri mikilvægri þekkingu sem enginn annar hefur. Þegar John starfar fyrir Bandaríska sendiráðið felst starfið hans í að leysa öll DATA (hidden codes) í tímaritum og dagblöðum Sovétríkjanna til að koma í veg fyrir svik. John sendir leynilega kóða sem hann finnur í póstkassa við fyrirtækið. Seinna kemst Alicia að því að ekkert af þessu var raunverulegt. Annað dæmi um ranghugmyndir er þegar John hættir á lyfjunum og var nálægt því að drekkja barni sínu, því að hann hélt að Charles væri að passa barnið. John fær ranghugmyndir að William ætlar að drepa Aliciu þar sem hún veit of mikið um starfið hans og mun skemma allt sem þeir eru búnir að vinna fyrir. Sem leiðir til þess að John ræðst á William og reynir að bjarga henni en gerir sig ekki grein fyrir að hafa ráðist á hana.

Ofskynjanir: Gamall herbergisfélagi hans og vinur, Charles, og frænka hans Marcee eru ofskynjanir. Hann sá einnig ofskynjanir af leynilöggunni, William Parcher, sem að vildi að John myndi hjálpa honum að dulkóða einhver skilaboð til að stoppa Rússa. Hér á myndinni má sjá ofskynjanirnar þrjár, Charles, Marcee og William. Þessar ofskynjanir eru mjög algengar hjá geðklofa skjólstæðingum og í flestum tilvikum þurfa einstaklingar að vera á lyfjum til þess að ná að lifa venjulegu lífi og vera án ofskynjana. Það sem að einkennir John er að í endann nær hann að finna leið til þess að greina á milli hvað séu ofskynjanir og hvað ekki. Hann gerir það til dæmis með því að sjá að sjá að einstaklingarnir sem að hann ofskynjar eldast aldrei.

Skipulagslaust tal: Samkvæmt DSM-5 er skipulagslaust tal eitt einkenni sem að geðklofasjúklingar takast á við. Það getur verið eins og samhengislaust tal eða óskiljanlegt tal. Þetta er ekki eitthvað sem að var augljóst hjá John. Það er kannski bara að hann var alltaf að tala um einhverja stærðfræðilega kóðun sem að engin skyldi þar sem að hann var með þær ranghugmyndir að hann ætti að finna kóða fyrir leynilögguna.

Mjög óskipuleg hegðun og stjarfi: Allir vinir hans eru búnir að gefa út fræðigrein í byrjun myndarinnar en hann nær ekki að koma með hugmynd. Hann vinnur endalaust en kemur ekki með hugmynd.

Neikvæð einkenni: Hann er mjög einangraður og er með skerta tilfinningatjáningu og tilfinningalega svörun. Hann er búinn að lesa yfir sig og missir sig svolítið þegar það er sagt við hann að hann missi stöðuna við háskólann ef hann skrifar ekki fræðigrein. Herbergisfélaginn hans reynir að koma honum aftur á jörðina. Herbergisfélaginn hendir skrifborðinu út um gluggann (brýtur gluggann og borðið).

V. hvaða spurningum er ósvarað?

Rætt hefur verið um hvort að þessi mynd sé að gefa einstaklingum með Geðklofa þau skilaboð að þau geti hætt á lyfjunum sínum. Þó svo að þetta hefur tekist hjá þessum einstaklingi þá er það ekki gefið að annar einstaklingur geti lifað með því að sjá alltaf ofsjónir og heyra eitthvað sem er ekki í raunveruleikanum. Það er ekki víst að einstaklingar geti greint á milli hvað er raunverulegt og hvað ekki. Þó er mikilvægt að myndin er að gefa þau skilaboð hvað aukaverkanir lyfjanna geta valdið gífurlegri lífskerðingu, eins og með John, þar sem hann missti vitræna getu til þess að vinna vinnuna sína, varð mjög flatur í samskiptum og var til dæmis ekki með neina kynferðislega löngun. Það er mjög einstaklingsbundið hvað hver og einn vill, það er hvort það vill hunsa raddir og heyrnir sem koma eða hvort einstaklingur vill missa hugræna færni vegna lyfjanna. Þessi mynd sýnir mjög vel sjónarhorn einstaklings með geðklofa sem er mjög mikilvægt svo almenningur sjái það og skilji hvernig þessi geðröskun virkar.

Eitt sem er ósvarað er sú pæling að John hafi verið með Einhverfurófsröskun. Það eru ákveðnar vísbendingar í hegðun John sem að geta bent til þess að hann hafi verið á Einhverfurófinu. Í myndinni sést að hann eigi í erfiðleikum með félagsleg samskipti og sækist heldur ekki eftir þeim.  Hann hefur einnig mikinn áhuga á stærðfræði og er aðallega virkur í henni. Hann hefur áhuga á mynstrum í umhverfinu og horfir lítið í augun á fólki. Hann segir það sem að hann hugsar þrátt fyrir að það sé óviðeigandi sem að er skortur í félagslegri hæfni. Þetta er eitthvað sem að hefur verið skoðað og gæti verið áhugavert að horfa á myndina með það í huga að skoða einkenni Einhverfurófsraskana.

 

Heimildir

  1. Comer, R. J. og Comer, J. S. (2019). Fundamentals of abnormal psychology (9. útg). Worth
                publishers.

  2. Myndir: http://basementrejects.com/review/a-beautiful-mind-2001/

  3. Myndir: (kenna í MIT) https://medium.com/of-intellect-and-interest/a-beautiful-mind-2001-film-review-a-story-about-lovers-and-fighters-998cf597e4f4

  4. Myndir: (vinna nobel prize) https://horrornews.net/129113/film-review-beautiful-mind-2001/

  5. Myndir (Af Charles berum af ofan): https://u.osu.edu/kovacevich.9/sample-page/