Trailer: https://www.youtube.com/watch?v=XEw2uHUYUPk
Beautiful boy
Agnes Ýr Óskarsdóttir, Ása María Ásgeirsdóttir, Magnea Björg Friðjónsdóttir og Súsanna Ísabella.
I.
Beautiful boy er nafnið á myndinni sem við völdum að greina. Myndin fjallar um strák á tvítugsaldri sem glímir við fíkniefnavanda. Einn morguninn þegar David, pabbi Nic, vaknaði þá komst hann fljótt að því að Nic hafði aldrei skilað sér heim. David hringdi þá í lögregluna til þess að tilkynna að Nic væri týndur en einnig hringdi hann í sjúkrahús í vonum um að hann leyndist þar. Á endanum, eftir margar símhringingar, var honum bent á það að hringja í líkhúsin í kring þar sem engar fréttir hefðu bortist til af honum. Seinna kom í ljós að Nic reikaði um götur San Francisco í rökkvun (e. black-out). Hann snéri svo aftur heim timbraður og í fráhvörfum og keyrði faðir hans hann á meðferðarstöð þar sem honum var upplýst að það væru 80% líkur að hann myndi ná bata. Frá þessum tímapunkti hófst hörð fíkniefnaneysla Nic. Endurtekið í gegnum myndina byrjar Nic aftur að neyta eiturlyfja og sýnir klassíska hegðun sem fylgja efnamisnotkun líkt og að ljúga og stela frá fjölskyldu sinni. Eftir fyrstu meðferð Nic fer hann í háskóla (e. college) þar sem hann ætlaði sér að verða rithöfundur. Þar kynntist hann stelpu og byrjað í sambandi með henni en stutt inn í sambandið fann hann lyf á heimili hennar og byrjaði í kjölfarið aftur að neyta eiturlyfja og leiddi það til sambandsslita á milli þeirra og frekari efnamisnotkunar hjá Nic. Þegar Nic kom heim í kringum Þakkargjörðar hátíðina kom í ljós að Nic hafði stolið pening af litla bróðir sínum til þess að kaupa sér eiturlyf. Faðir Nic áttar sig fljótlega á því að Nic hafði byrjað aftur að neyta eiturlyfja, þrátt fyrir afneitun hans og flytur Nic á endanum út vegna mikilla ásakana föður síns. Stuttu eftir þetta kemur sláandi atriði í myndinni þar sem Nic hittir föður sinn á kaffihúsi og biður hann um pening sem, að hans sögn, átti peningurinn að vera fyrir ferðalag hans til New York. Nic verður bálreiður þegar faðir hans neitar að gefa honum peninginn en segist vera tilbúinn til að borga hótel herbergi fyrir hann. Á einhvern máta náði Nic að safna sér pening og fór til New York. Stuttu eftir þetta endar Nic á sjúkrahúsi í New York þar sem hann hafði tekið of stóran skammt. Haft var samband við föður hans og honum tilkynnt það að Nic væri í annarlegu ástandi og tók David þá ákvörðun að fara til New York. Þegar David kom á sjúkrahúsið komst hann fljótt að því að Nic hafði strokið burt. David ákveður að fljúga aftur heim til San Francisco en fær þá símtal frá Nic um að hitta sig á matsölustað í grendinni, þeir ræddu þar saman og sagði Nic honum að hann vildi verða edrú. Eftir það fór hann til móður sinnar í Los Angeles þar sem hann hættir að neyta fíkniefna og nær sér á strik. Eftir 14 mánaða edrúmennsku snýr hann aftur til föður síns en á þessum tíma fór Nic að upplifa mikið Þunglyndi. Eftir að hann fór frá föður sínum upplifði hann mikinn kvíða og fellur aftur. Hann rakst hann á gamla vinkonu sína sem var einnig virkur fíkniefnaneytandi og neyta þau fíkniefna saman. Nic og Lauren, vinkona hans, fara í mikla fíkniefnaneyslu sem leiðir þau til þess að brjótast inn hjá föður Nic og stela. Lauren tekur seinna of stóran skammt en Nic endurlífgar hana og hún endaði á spítala. Þarna náði Nic botninum og hringir í föður sinn og grátbiður um að fá að koma heim en vildi ekki fara í meðferð. Faðir hans var kominn með nóg og þurfti að setja fjölskylduna sína í fyrsta sætið. Stuttu eftir þessa neitun tók Nic of stóran skammt sem hann lifði þó af. Í enda myndarinnar er fjallað um að Nic hafi verið edrú í 8 ár og hefði ekki getað það án fjölskyldu sinnar og vina. David starfaði sem blaðamaður hjá New York Times. Þegar neysla Nic var í hápunkti þá fór hann til margra sérfræðinga til að finna lausn og tók þetta mikið inn á sig. Í örvæntingu prófaði hann örvandi lyf til að reyna að skilja tilfinningar sonar síns og hvað hann væri að ganga í gegnum.
Myndin er skrifuð af Luke Davies og er byggð á bókum sem feðgarnir Nic og David Sheff skrifuðu. David Sheff gaf út bókina Beautiful Boy: A Father’s Journey Through His Son’s Addiction árið 2008, sem fjallar um sögu þeirra feðga í gegnum fíkniefnaneyslu Nic og hvernig hann og fjölskylda hans unnu í gegnum þennan vanda. Nic Sheff gaf út bókina Tweak: Growing Up on Methamphetamines árið 2009, þar sem hann fjallar um sína reynslu á fíkniefnavandanum. Leikstjóri myndarinnar er Felix van Groeningen. Timothée Hal Chalamet fer með hlutverk Nic og Steve Carell leikur föðurinn. Myndin fær 7,3 í einkunn á IMDb.
II.
Við höfum allar mjög mikinn áhuga á að fræðast um geðraskanir af þessari tegund og var það helsta ástæða þess að þessi mynd varð fyrir valinu. Við völdum þessa mynd vegna þess að við höfum mikinn áhuga á hvaða áhrif efnamisnotkun hefur á líf einstaklinga og fjölskyldu þeirra. Okkur langaði að horfa á nýlega og vel gerða mynd sem sýndi líf einstaklings með efnamisnotkun. Myndin hefur verið tilnefnd til margra verðlauna, bæði fyrir frábæran leik og einnig fyrir sviðsmynd. Myndin sýnir mjög skýrt frá erfiðleikum einstaklinga með fíkniefnavanda og fjölskyldu þeirra enda er hún byggð á sannsögulegum atburðum. Það er áhugavert að sjá hversu mikil áhrif efnamisnotkun hefur á líf einstaklingsins sem og líf fólks í kringum þann með vandann.
III.
Nicolas Eliot Sheff er aðal persóna myndarinnar, eins og fram kom áðan. Nic og faðir hans David Sheff áttu gott samband og voru miklir vinir, æskan hans einkenndist af mikilli ást og umhyggju þrátt fyrir að foreldrar hans væru ekki lengur saman. Nic bjó hjá föður sínum ásamt stjúpmóður sinni og tveimur yngri systkinum, Jasper og Daisy, í San Francisco. Þegar hann var einungis 11 ára gamall byrjaði hann að fikta við kannabis. Hann byrjaði neyslu sína vegna þess að honum leið illa í eigin skinni og var að líklegast kljást við einhverskonar Þunglyndi. Neyslan hans þróaðist út frá því að reykja gras yfir í það að neyta til dæmis metamfetamín, betur þekkt sem crystal meth, en einnig var hann alkóhólisti. Nicolas var mjög hlédrægur og ljúfur drengur. Honum þótti virkilega vænt um fjölskylduna sína og var helsta fyrirmynd systkina sinna, sérstaklega litla bróður síns. Nicolas var metnaðarfullur og listrænn, hans helsti draumur var að feta í fótspor föður síns og læra að verða rithöfundur, en hann var einnig mjög flinkur að teikna. Annað áhugamál hans var að fara á brimbretti með bróðir sínum og föður. Þrátt fyrir mikinn drifkraft þá hélt neyslan hans honum aftur. Eftir mörg ár af neyslu, bakslögum og eftir nokkra ofskammta þá tókst honum loks, árið 2011, að ná sér aftur á beinu brautina og hefur verið edrú síðan þá. Í dag er Nicolas 38 ára gamall, hann er þekktur rithöfundur og er meðframleiðandi þáttaraðanna 13 Reasons Why. Nicolas lifir heilbrigðu lífi ásamt konu sinni Jette Newell í Los Angeles.
IV.
Myndin sýnir mjög skýrt frá því þegar Nic neytti fíkniefna og hvernig hann fékk fráhvarfseinkenni þegar hann hætti neyslu sinni. Neysla hans Nic byrjaði þannig að hann reykti fyrst kannabis en með tímanum þróaðist neyslan hans í harðari efni. Efnið sem hann leitaði hvað mest í var crystal meth, en það er tegund af metamfetamín og það er ekki óalgengt að fólk ánetjist þessu eiturlyfi eftir fyrstu notkun. Við teljum því að hann sé með geðröskunina 16.2 Amfetamín röskun og að það sé grunn (e. primary) röskun hans. Eins og fram kom í myndinni þá byrjaði Nic á því að innbyrða amfetamín með því að taka það í nefið. Amfetamín er örvandi efni sem eykur virkni í miðtaugakerfinu sem þar af leiðandi eykur losun dópamíns, norepinephrine og serótónín. Þetta veldur því aukinni orku, árvekni (e. alertness) og dregur úr matarlyst, einnig getur inntöku þessa efnis fylgt minnisleysi og árásarhneigð. Einkenni hans komu skýrt fram þegar hann hitti pabba sinn á kaffihúsi áður en að hann fór til New York. Þar var hann augljóslega búinn að grennast mikið, hann var ör og mislyndur. Fyrst þegar hann hitti pabba sinn var hann hress og reyndi að sannfæra hann að hann væri ekki í neyslu en þegar pabbi hans vildi ekki gefa honum pening þá snöggreiddist hann. Þetta eru dæmigerð einkenni einstaklinga sem eru í neyslu og ýtir þetta undir greiningu á amfetamín röskun hans. Hér er myndband af því atriði:
Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=9i5KE5sHM-U
Við notkun amfetamíns byggist hratt upp þol við efnunum og verða neytendur mjög háðir efnunum. Þetta á vel við í tilfelli Nic þar sem hann byrjaði á að taka inn efni í gegnum nefið en þróaðist neyslan í að hann var að sprauta sig með crystal meth. Þegar Nic féll eftir 14 mánaða edrúmennsku sást vel hvað hann vildi innst inni ekki sprauta sig en fíknin náði yfirhöndinni. Strax eftir að hann hafði sprautað sig með metamfetamíninu sást hvernig sælutilfinningin tók yfir Nic, en sælutilfinning, ofvirkni og meira sjálfstraust eru einmitt aukaverkun þess að innbyrða metamfetamín. Á þessum tíma kenndi hann Lauren að sprauta sig og þar var greinilegt hvað hann var langt leiddur í neyslunni. Dæmi um einkenni einstaklinga sem neyta metamfetamíns eru neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu, einangra sig frá samfélaginu og reglulegar heimsóknir á bráðamóttöku. Þessi einkenni sjást öll vel hjá Nic í gegnum myndina. Hann tók of stóran skammt tvisvar sinnum í myndinni sem leiddi til þess að hann endaði á bráðamóttöku, hann einangraðist mikið félagslega og leið virkilega illa. Þekkt einkenni metamfetamíns er að þegar einstaklingur hættir inntöku efnanna fylgir mikið Þunglyndi sem gerðist hjá Nic. Við teljum Nic því einnig hafa verið með Efna / lyfja orsakað þunglyndi (DSM-5, 4.5.) þar sem hann var á miklum örvandi efnum og var þunglyndi því óumflýjanlegur fylgifiskur. Þegar Nic var lítill sýndi hann þó einnig fram á þunglyndiseinkenni en þar sem myndin sýndi ekki mikið úr barnæsku hans gátum við ekki tilgreint nákvæmlega um hvaða þunglyndisröskun var að ræða. Við það er því möguleiki að hann hafi verið með Ótilgreinda þunglyndisröskun (DSM-5, 4.8) og að hann hafi byrjað að reykja kannabis til þess að deyfa tilfinningar sínar.
Í myndinni er stuttlega fjallað um það að Nic hafi verið háður áfengi og gæti því 16.1 Áfengisraskanir verið önnur röskun sem Nic fellur undir. Áfengisvandi Nic sást í myndinni þegar Nic fór á AA (Alcoholics Anonymous) fund eftir að hafa verið 14 mánuði edrú og sagðist þar vera óvirkur alkóhólisti og metamfetamín notandi. Auk þess er meira fjallað um áfengisröskun Nic í bókunum sem myndin byggir á.
V.
Það er örlítið óskýrt hver grunnvandi Nic var. Hann byrjar ungur að neyta eiturlyfja og það kemur fram í myndinni að það að taka eiturlyf hjálpaði honum þegar honum leið illa í sínu eigin skinni. Hann gæti hafa byrjað sína neyslu til þess að reyna sjálfur að lækna sig af vanlíðan. Hann gæti einnig hafa þróað með sér vanlíðan vegna neyslunnar. Hann talaði einmitt um það á Narcotis Anonymous fundi að hann tæki inn lyfin til að filla inn í þessa holu sem hann fann fyrir innra með sér. Við teljum samt sem áður að grunnvandi hans sé Amfetamín fíkn. Myndin sýnir mjög skýrt og raunverulega frá fíkniefnaneyslu hans, myndin reynir ekki að fegra ástand hans. Myndin sýnir einnig vel hvað fíkniefnaneysla hefur mikil áhrif á alla fjölskyldu notendans.