Shutter Island
Anný Hermannsdóttir, Dagbjört Edda Sverrisdóttir, Gerður Sif Heiðberg og Stefanía Rafnsdóttir.
I.
Shutter Island myndin fjallar um hinn unga Edward eða Teddy eins og hann er kallaður. Myndin á að gerast árið 1954. Teddy sem leikinn er af hinum fræga Leonardo DiCaprio, en Teddy er rannsóknarlögreglumaður og er að rannsaka dularfullt mál með vini sínum í rannsóknarlögreglunni Chuck (leikinn af Mark Ruffalo). Teddy og Chuck eru mættir á litla eyju sem er einungis fyrir sjúklinga á geðveikrahæli. Einn sjúklingurinn, hún Rachel Solando, er horfinn. Við komu á eyjuna þurfa Teddy og Chuck að afvopna sig þó þeir báðir séu rannsóknarlögreglumenn. Rachel lá inni á lokaðri deild vegna þess að hún drekkti börnunum sínum og var fundinn ósakhæf vegna geðveiki. Gamlar minningar hjá Teddy koma mikið fram í myndinni á þeim tíma sem hann var í hernum í seinni heimsstyrjöld. Teddy og Chuck reyna eins og þeir geta að komast að því hvað kom fyrir Rachel, ýmislegt annað dularfullt gerist á geðveikrahælinu, eins og geðlæknir Rachels fór í frí stuttu eftir að hún hverfur. Geðlæknarnir Dr. Cawley og Dr. Naehring voru mjög undarlegir varðandi að vilja ekki gefa upp nein trúnaðarskjöl um Rachel þegar Teddy bað um þau. Teddy ímyndaði sér oft fyrrum konuna sína sem dó og fjallar myndin svolítið um hvað kom fyrir hana og fjölskyldu hans, og Teddy í kjölfarið.
Martin Scorsese er leikstjóri myndarinnar og Leonardo DiCaprio, Emily Mortimer, Mark Ruffalo, Ben Kingsley, Max von Sydow, Michelle Williams, Patricia Clarkson og Jackie Earle Haley eru helstu leikarar sem koma í sögu í kvikmyndinni ásamt fullt af öðrum góðum leikurum. Laeta Kalo skrifaði handritið og Dennis Lehane skrifaði skáldsöguna sem myndin er gerð eftir. Myndin kom út árið 2010.
Imdb.com ( Internet Movie Database) gefur kvikmyndinni 8,2* af 10 mögulegum í einkunn sem er frekar há einkunn. Rotten Tomatoes gefur kvikmyndinni 68% í einkunn en áhorfendur þar gefa myndinni 76% í einkunn.
II.
Við völdum þessa mynd þar sem meiri hlutinn af hópnum hafi séð myndina áður. Myndin sýnir svolítið hlið þeirra sem eru geðveikir og sitja inni á geðdeildum. Þar sem margir hverjir telja sig ekki geðveika, rétt eins og Teddy sér sjálfan sig meirihluta myndarinnar að þá er hann bara rannsóknarlögreglumaður að rannsaka hvarf Rachelar. En í raun og veru er það Teddy sem er sjúklingur á geðsjúkrahúsinu eftir að hafa skotið konuna sína í geðshræringu eftir að hún hafði drekkt börnunum þeirra.
Saga myndarinnar er sett þannig fram að áhorfendur verða svolítið ruglaðir á hvað er að gerast og hvað er raunverulegt og hvað ekki. Það er ekki fyrr en í lok myndarinnar sem maður er loksins farinn að skilja hvað er í raun og veru í gangi.
Myndin er góð og finnst okkur hún passa vel við verkefnið, það er mikið sem hægt er að spá í og reyna að greina Teddy sem er í aðalhlutverki í myndinni og munum við reyna að greina geðröskun hans.
III.
Persónan sem við völdum að fjalla um er Edward eða Teddy sem er leikinn af Leonardo DiCaprio. Hann er aðalpersóna myndarinnar eins og fram hefur komið. Hann hafði gengið í gegnum mikið á lífsleiðinni. Hann var í hernum í seinni heimsstyrjöldinni og hafði misst konuna sína og börn. Eini áhuginn hans var að sinna starfinu sínu sem rannsóknarlögregla. Teddy er viss um að læknarnir á spítalanum séu í einhvers konar nasista vinnu þar sem læknarnir væru að gera tilraunir á sjúklingunum. Hann er viss um að það sé verið að fela fyrir heiminum hvers konar starfsemi sé í gangi þarna og hann ætlar sér að afhjúpa málið. Hann heldur að Chuck sé nýr vinnufélagi hans sem fer með honum á eyjuna að rannsaka málið á geðsjúkrahúsinu. Teddy átti smá erfitt með að treysta honum fyrst sem er líklegast því hann hefur gengið í gegnum mikið á lífsleiðinni og hann vildi ekki opna sig við hann. Eftir smá tíma fór hann hægt og rólega að opna sig gagnvart félaga sínum Chuck og sagði honum að hann hefði beðið sérstaklega um þetta verkefni á geðsjúkrahúsinu. Honum var ekki fólgið þetta verkefni á geðsjúkrahúsinu heldur sóttist hann eftir því, en í rauninni er hann ekki rannsóknarlögreglumaður heldur er hann sjúklingur á sjúkrahúsinu. Teddy heitir í raun og veru Andrew Laeddis, en hann býr til Teddy til að forðast raunveruleikann vegna þess að hann getur ekki horfst í augu við það sem hann hefur gert. Þegar hann kom heim einn daginn þá var konan hans búin að drekkja börnum þeirra en þegar hún sest hjá honum biður hún hann um að frelsa sig og hann endar á að skjóta hana. Hann bjó til þessa ímynduðu sögu að hann væri rannsóknarlögregla til að flýja það sem í raun og veru gekk á og bjó til þar af leiðandi til þennan “vonda kall” í myndinni sem átti að heita Andrew Laeddis og hafði kveikt í íbúðinni sinni og myrt konuna sína í kjölfarið af brunanum. Andrew Laeddis á að vera læstur inni á þessu sama geðsjúkrahúsi sem Rachel hvarf af. Teddy er ekki einungis að reyna að finna Rachel en hann er mjög forvitinn hvað varð um hann Andrew Laeddis. Það áhugaverða er að börnin hennar Rachelar í myndinni eru börnin hans Teddy og elsta dóttir hans Teddy hét Rachel. Þegar draumar hans Teddy eru sýndir kemur í ljós að konan hans var veik og var búinn að segja honum að það væri padda í heilanum á henni sem væri að aftengja taugar hennar. Hún kveikti í íbúðinni þeirra í miðborginni en Teddy ákvað þá að þau skyldu flytja út á land þar sem hún endar á að drekkja börnunum þeirra. Allir karakterar myndarinnar tengjast á einn eða annan hátt hans fortíð.
IV.
Í myndinni má sjá margskonar kvilla sem virðist hrjá Andrew Laeddis. Geðklofarófsröskun er eitt af undirköflunum sem við skoðunum mikið og þar sáum við að geðklofi stemmdi vel við Andrew Laeddis. Ekki eru öll einkenni geðklofa algild en þó nær hann helstu einkennum til að ná skilgreiningunni. Truflun á hugsun: hann upplifir sig sem annan en hann er í raun. Skyntruflun: skynjun á breytingu umhverfisins, því fylgir geðshræringar. Truflun á skapi: Andrew virðist fyrst um sinn ná stjórn á skapi sínu en eftir því sem líður á myndina þá fer því minnkandi. Lítil lífsgleði er yfir honum og óeðlilegt skap. Atferlistruflanir: einkennileg hegðun, hann virðist ekki ætla að gefast upp á að leitinni af Rachel. Hann upplifir miklar ranghugmyndir þar sem hann heldur að hann sé að leysa mál fyrir rannsóknarlögregluna. Hann leggur fram þá ásökun á spítalann að þeir séu að gera nasista tilraunir á sjúklingum. Hann upplifir ofskynjanir þar sem hann sér konu sína og börn án þess þó að vita að þetta séu hans börn.
Einnig upplifir hann neikvæð einkenni en það er ekki fyrr en eftir að hann nær áttum á hver hann er og jákvæðu einkennin hafa horfið. Það er þó ekki sýnt mikið frá því í myndinni nema örlítið í lokin. Helstu neikvæðu einkenni sem við sjáum í kvikmyndinni koma fram þá er minnkuð tilfinningaleg svörun og doði. Hann situr bara í sjúkrarúminu að átta sig á því að hann er Andrew Laeddis og að hann hafi drepið konuna sína. Geðlæknir hans segir að fyrir 9 mánuðum náði Andrew sama árangri en að hann hafi svo fengið bakrás og því aftur farið að upplifa þessar ranghugmyndir og ofskynjanir.
Einnig hafa þessi einkenni verið til staðar í yfir 6 mánuði og þess vegna uppfyllir hann skilgreiningu á Geðklofa.
Það voru þó vangaveltur hvort Andrew gæti verið með Geðrofsröskun af annarri læknisfræðilegri ástæðu. Það er að segja Geðrofsröskun vegna áfalls, hann varð fyrir svo miklu áfalli þegar hann missti börnin sín á svo hrottalegan hátt að hann hreinlega fór bara í geðrof, myrti konu sína í kjölfarið.
Einnig eru fleiri raskanir sem kunna að hrjá Andrew í daglegu lífi og gæti ýtt undir aðal röskunina sem við völdum.
Andrew var greindur með Afallastreituröskun (e. posttraumatic stress disorder) eftir stríðið. Það hefur eflaust komið í kjölfar stríðsins, eins og margir aðrir hermenn fá. En 11-20 af hverjum 100 hermönnum eru með Áfallastreituröskun í kjölfarið. Það er ekki sýnt beint í myndinni hvernig einkennin hans af Áfallastreituröskuninni hans komu fram. En það er talað mikið um hve mikið hann drakk til að deyfa sig og reykti ósköp mikið. Þau hjónin áttu í erfiðleikum í samskiptum. Það er líklegt að Áfallastreituröskunin hafi eitthvað að spila með það þegar konan hans myrti börnin þeirra að hann hafi tekið í byssuna sína og skotið hana.
Önnur einkenni Andrews falla einnig undir Efnatengdar- og ávana raskanir, Áfengisraskanir, Andrew virðist mjög ör í myndinni, á erfitt með svefn og fær martraðir sem gæti svosem líka tengst inn á Áfallastreituröskunnar en það tengist líka Áfengis fráhvörfum, hann vaknar þarna eina nóttina eins og það leki á hann vegna þess að það var stormur úti en það er spurning hvort hann sé í fráhvörfum og að þetta sé bara sviti.
Annað sem einkenni Andrews falla undir er Hugvilluröskun, sem er ímyndunarveiki sem vísar til að viðkomandi trúi ákveðnum vafasömum fullyrðingum skilyrðislaust. Einkenni við þessu er mikilmennsku æði, ofsóknaræði, tilvísanir, hugsanaflutningur, hugsana miðlun og efahyggja. Hann fellur undir mörg þessa einkenna eins og að hann var með mikilmennsku æði þar sem hann hélt að hann væri rannsóknarlögreglumaður og þá er hann með hæfileika og innsæi og var að uppgötva einhvað. Hann er með ofsóknaræði þar sem hann hélt að geðlæknarnir væru alltaf að plotta einhverju gegn honum og að hann fengi ekki að vita hvað væri í gangi á spítalanum. Líka að þegar honum voru gefin verkjalyf að þá hélt hann að geðlæknarnir væru að eitra fyrir sér. Það var margt sem var óljóst fyrir honum og honum leið eins það sem var sagt við hann væri ekki satt en það eru einkenni fyrir efahyggju.
V.
Myndin byrjar frekar óskýrt og maður er svolítið lengi að átta sig á hvað er í raun og veru að gerast. Það er eiginlega ekki fyrr en bara í lok myndarinnar sem allt rennur saman og maður áttar sig á að Teddy er sjálfur Andrew og það er enginn týndur sjúklingur heldur er þetta allt ranghugmyndir og ofskynjanir sem hann er að upplifa. Það var frekar erfitt að finna eina aðal röskun Andrews en komum að niðurstöðu að þetta sé Geðklofi eða jafnvel nefnum við Geðrofsröskun vegna annarra læknisfræðilegri ástæðu. En það er svolítið erfitt að átta sig 100% á því hvort það er.
Það væri áhugavert að sjá hvort Andrew losni einhverntímann út af geðsjúkrahúsinu og geti lifað eins eðlilegu lífi og hægt er þó það líti svolítið ólíklega út. Það væri áhugavert að vita meira hvort hann fái fleiri bakslög og endurlifir þessa sögu aftur að vera Teddy rannsóknarlögreglumaður að leita að týndum sjúklingi. Annars er myndin mjög vel gerð og spennandi, hélt manni vel á tánum. Við mælum með þessari kvikmynd fyrir alla sem hafa gaman að ráðgátum og rugli!