We Need to Talk About Kevin

Lynne Ramsay. 2011. We Need to Talk About Kevin (Imdb 7,5*).

Lynne Ramsay. 2011. We Need to Talk About Kevin (Imdb 7,5*).

Birta Skúladóttir, Hildur Ósk Rúnarsdóttir, Inga Lill Maríanna, Þórhalla Sigurðardóttir.

 

I.  Kynning

Kvikmyndin We need to talk about Kevin er spennumynd frá árinu 2011. Myndin byggir á samnefndri skáldsögu Lionel Shriver sem kom út árið 2003 og er leikstjóri myndarinnar Lynne Ramsey. Handrit myndarinnar er skrifað af bæði leikstjóranum Lynne Ramsey og Rory Stewart Kinnear. Aðalleikararnir eru Tilda Swinton sem leikur Evu, móðir Kevins. Ezra Miller leikur Kevin á unglingsárum, Jesper Newell og Rock Duer leika hann á æskuárunum. Við fáum einnig að sjá John C. Reilly sem leikur Franklin, föður Kevins og Ashley Gerasimovich sem leikur Ceila, systur Kevins.

Þar sem myndin byggir á skáldsögu Lionel Shriver er hún ekki sannsöguleg. Myndin fjallar um Evu Khatchadourian sem á son í fangelsi vegna fjöldamorða sem hann framdi í skólanum sínum. Myndin er sýnd út frá sjónarhorni móður Kevins, þar fáum við innsýn frá því að hún gekk með Kevin. Það leit allt út fyrir það að hún hafi þjást af Fæðingarþunglyndi og átti erfitt með að elska sinn eigin son. Við fylgjumst með uppeldisárum Kevins, tímanum sem atburðurinn átti sér stað og hvernig móðir hans tekst á við lífið eftir atburðinn. Samband Kevins og móður hans var erfitt strax snemma á uppeldisárum en í upphafi myndarinnar sést vel hvernig hann aðgreinir milli foreldra sinna. Samband Evu og Kevins var óheilbrigt í báðar áttir en Eva hafði alla tíð áhyggjur að hegðun Kevins væri óeðlileg og að hann væri frábrugðinn öðrum börnum.

Þrátt fyrir að myndin sé ekki sannsöguleg gefur hún góða sýn á raunverulega atburði sem hafa átt sér stað t.d. „Pearl High school shooting“ sem átti sér stað í október 1997 og „Columbine high school massacre“ sem átti sér stað í apríl 1999. Myndin fær góða einkunn á bæði IMDB og Rotten tomatoes, en á báðum stöðum fær hún einkunnina 7,5. Myndin var tilnefnd til margra verðlauna, þá sérstaklega Tilda Swinton fyrir leik sinn sem Eva Khatchadourian.

II.    Stutt ástæða fyrir því að velja We need to talk about Kevin

We need to talk about Kevin er mynd sem hefur þann einstaka eiginleika að hún sýnir æskuár og uppeldi Kevins í gegnum sjónarhorn Evu móður hans. Myndin sýnir þróun geðraskana hjá einstaklingi frá ungum aldri, þetta er ólíkt öðrum myndum og þáttum sem hafa verið gerðir um fjöldamorð í skólum og dró það athygli okkar að þessari mynd. Okkur fannst áhugavert að myndin snúist um ungan strák sem fremur fjöldamorð í skólanum sínum en ekki með þeim hætti sem við höfum heyrt um áður, en Kevin notaði boga og örvar við verknaðinn. Okkur langaði til að kynnast Kevin betur, fylgjast með hegðun hans frá æsku þangað til það leiddi að atburðinum og sjá hvað það var sem gat mögulega haft áhrif á hans hegðun.

We need to talk about Kevin fangaði einnig athygli okkar vegna góðra dóma á bæði IMDB og Rotten Tomatoes.

Heimild: https://www.google.com/url?sa=i&url=https%3A%2F%2Fwww.nytimes.com%2F2011%2F12%2F09%2Fmovies%2Fwe-need-to-talk-about-kevin-with-tilda-swinton-review.html&psig=AOvVaw0rJFMfRDwcs5xjWuYFxS4_&ust=1617217742897000&source=images&am…

Heimild: https://www.google.com/url?sa=i&url=https%3A%2F%2Fwww.nytimes.com%2F2011%2F12%2F09%2Fmovies%2Fwe-need-to-talk-about-kevin-with-tilda-swinton-review.html&psig=AOvVaw0rJFMfRDwcs5xjWuYFxS4_&ust=1617217742897000&source=images&cd=vfe&ved=0CAIQjRxqFwoTCPCz39vb2O8CFQAAAAAdAAAAABAO

 

III. Almenn umfjöllun um þá persónu sem þið einbeitið ykkur að

Kevin Khatchadourian, er ungur maður með ýmis vandamál að stríða. Ef við horfum alveg frá byrjun þegar Kevin var ungabarn þá grét hann mjög mikið, en virðist gera það einungis í kringum móður sína Evu. Kevin var með mikinn mótþróa sem barn og eru mörg atriði sem benda til þess að hann sé með Mótþróaþrjóskuröskun, hann byrjaði seint að tala, var lengi með bleyju og jafnvel leysti viljandi hægðir eða þvag í buxurnar.

Það er endalaus ágreiningur á milli þeirra mæðgina. Gott dæmi var þegar Eva var nýbúin að skipta á Kevin og hann leysir hægðir á sig um leið og hún skiptir á honum, þá snöggreiðist Eva og hendir Kevin á vegg sem leiddi til þess að Kevin handleggsbrotnaði. Þegar kom að því að útskýra hvað gerðist þá sagði Kevin að hann hafi dottið af skiptiborðinu til þess að verja móður sína en í þeim tilgangi að halda því gegn henni. Alltaf þegar Eva skammaði hann fyrir eitthvað þá benti Kevin á höndina sem varð til þess að hann komst upp með allt gagnvart henni. Frá fæðingu fram að lokum myndarinnar sýndi Kevin aðeins móður sinni sína raunverulegu persónu en hann sýndi aldrei neinn mótþróa gagnvart föður sínum Franklin. Faðir hans virtist aðeins sjá son sinn sem elskulegt og eðlilegt barn.

Kevin sýndi móður sinni ekki miklar tilfinningar en eina raunverulega skiptið sem Kevin sýndi móður sinni ást var þegar hann veiktist af flensu. Atriðið í myndinni er áhugavert að sjá því það er hægt að líta á það sem grunninn af öllu sem gerðist síðar meir. Eva las Robin Hood fyrir Kevin og þar kviknaði áhuginn hans á bogfimi. Í kjölfarið gaf Franklin faðir Kevins honum bogfimisett og stundaði Kevin bogfimi af miklum krafti.

Kevin virðist vera mikill einfari. Í gegnum myndina sést hann aðeins vera heima hjá sér, í herberginu sínu eða út í garði að stunda bogfimi, hann sést aldrei með jafnöldrum sínum.

Í gegnum myndina má sjá að Kevin er mjög sjálfsöruggur í fari og virðist vera að plana þann hryllilega verknað sem átti sér svo stað í lok myndarinnar. Í myndinni sést þegar hann er að kaupir lása, sem hann notar síðar meir til að loka samnemendur sína inn í skólanum. Hann framkvæmir fjöldamorð í skólanum sínum, þar sem hann skaðaði og myrti fólk með boga og örvum. Áður en hann framkvæmir morðin í skólanum þá myrðir hann föður sinn og yngri systur á heimilinu þeirra. Kevin er handtekinn og fer í fangelsi fyrir ungmenni yngri en 18 ára. Eva móðir hans heimsækir hann reglulega en heimsóknirnar eru alltaf tiltölulega flatar. Kevin virðist meira einbeittur á því að naga á sér neglurnar heldur en að eiga samskipti við móður sína. Einu skiptin í myndinni þar sem Kevin sýnir einhverskonar tilfinningar er þegar hann var lasin og sýndi móðir sinni ást og þegar hann varð 18 ára og þurfti að fara í “alvöru” fangelsi, þá sýndi hann hræðslu.

Heimild: https://www.google.com/url?sa=i&url=https%3A%2F%2Fwww.pinterest.com%2Fpin%2F252483122832101500%2F&psig=AOvVaw0rJFMfRDwcs5xjWuYFxS4_&ust=1617217742897000&source=images&cd=vfe&ved=0CAIQjRxqFwoTCPCz39vb2O8CFQAAAAAdAAAAA…

Heimild: https://www.google.com/url?sa=i&url=https%3A%2F%2Fwww.pinterest.com%2Fpin%2F252483122832101500%2F&psig=AOvVaw0rJFMfRDwcs5xjWuYFxS4_&ust=1617217742897000&source=images&cd=vfe&ved=0CAIQjRxqFwoTCPCz39vb2O8CFQAAAAAdAAAAABAJ

 

IV.  Val á geðröskun Kevin

Það eru tvær nátengdar raskanir í kafla 15, Upplausna, hvata-stjórnar og hegðunarraskanir, sem okkur finnst eiga við Kevin. Þær eru annars vegar Mótþróaþrjóskuröskun á barnsaldri og hins vegar Hegðunarröskun á unglingsárum.

Mótþróaþrjóskuröskun (15.1 í DSM-5)

Kevin sýnir fram á fjögur einkenni af sjö í Mótþróaþrjóskuröskun, sem er einmitt viðmiðunargildið fyrir greiningu á slíkri röskun. Einkennin lýsa sér þannig að hann var ekki mikið fyrir að fylgja reglum og tilmælum fullorðna. Eins og kemur fram þegar hann var yngri þá reyndi móðir hans endurtekið að kenna honum að rúlla bolta á milli, en hann neitaði að taka þátt í því þrátt fyrir að geta gert það. Einnig þegar móðir hann bað hann um að nefna ákveðna tölustafi lét hann eins og hann kynni það ekki en byrjaði svo allt í einu að telja frá 1 upp í 50 án þess að vera beðin um það. Kevin lék sér oft að angra annað fólk og þá helst móður sína. Hann kenndi öðrum oft um mistök sín eða slæmar gjörðir sínar, líkt og þegar systir hans fékk klór í augað sem var hugsanlega honum að kenna en hann tók ekki ábyrgð á því. Að lokum sýnir hann oft í gegnum kvikmyndina mikla þrjósku og hefndargirni gagnvart móður sinni, sem dæmi má nefna að móðir hans þurfti endurtekið að skipta á honum þrátt fyrir að vera nógu gamall til að losa hægðir sínar sjálfur í klósettið. Fleiri merki um Mótþróaþrjóskuröskun má sá á yngri árum, þegar Kevin var barn, en allt bendir til þess að Kevin þrói síðan með sér Hegðunarröskun á unglingsárunum.

Heimild: https://www.google.com/url?sa=i&url=https%3A%2F%2Fwww.du-hd.com%2Freviews%2Freview-need-talk-kevin-will-make-way-under-your-skin%2F&psig=AOvVaw0rJFMfRDwcs5xjWuYFxS4_&ust=1617217742897000&source=images&cd=vfe&ved=0CAI…

Heimild: https://www.google.com/url?sa=i&url=https%3A%2F%2Fwww.du-hd.com%2Freviews%2Freview-need-talk-kevin-will-make-way-under-your-skin%2F&psig=AOvVaw0rJFMfRDwcs5xjWuYFxS4_&ust=1617217742897000&source=images&cd=vfe&ved=0CAIQjRxqFwoTCPCz39vb2O8CFQAAAAAdAAAAABAV

Hegðunarröskun (15.3 í DSM-5)

Mörg dæmi í myndinni leiða í ljós að á kynþroskaaldri sé Kevin með Hegðunarröskun. Hann sýnir fram á endurtekna hegðun sem felur í sér brot á réttindum annarra en Kevin sýndi móður sinni oft á tíðum mikla vanvirðingu og átti það til að eyðileggja eigur hennar. Tvö atriði í myndinni sýndu þegar Kevin eyðilagði eigur móður sinnar. Móðir hans hafði unnið hörðum höndum að því að líma myndir upp á vegg í húsinu þeirra, hún taldi verkið endurspegla persónuleika sinn sem Kevin svaraði: What personality? Kevin endaði á því að eyðileggja listaverk móður sinnar með því að skvetta rauðri málningu á vegginn. Hitt atriðið sýnir þegar móðir Kevins fer í gegnum herbergið hans og finnur geisladisk sem stendur: I love you á, hún ákveður að athuga hvað er á disknum þar sem hún var farin að hafa áhyggjur af hegðun Kevins og setur hún diskinn í tölvuna sína. Þar kemur stutt truflandi myndskeið sem endar svo á því að eyðileggja vinnutölvuna hennar. Þegar móðir hans spyr Kevin af hverju hann hefði gert þetta svarar hann: There is no point, that‘s the point.

Í myndinni kemur skýrt fram að hann fer ekki eftir félagslegum viðmiðum né reglum, sem dæmi kom Eva móðir hans að honum vera stunda sjálfsfróun, hann snýr sér að henni og heldur áfram. Einnig fer hann ekki eftir félagslegum viðmiðum né reglum þegar hann fremur verknaðinn í skólanum eða morðin á föður sínum og systur. Hann uppfyllir 4 af 6 skilgreiningar viðmiðum í flokk A, ofbeldishegðun gagnvart fólki eða dýrum. Hann bæði hótar og hræðir beint og óbeint í gegnum myndina. Til að byrja með týnist naggrís litlu systir hans, móðir hans Kevins sakar hann um að hafa sett naggrísin ofan í eldhúsvaskinn sem hafði innbyggðan tætara, og drepið naggrísin þannig. Kevin laug sig út úr því og taldi faðir Kevins Evu þurfa að leita sér aðstoðar. Seinna meir hlaut litla systir Kevins skaða á öðru auga eftir að klór komst í augað á henni sem varð til þess að hún missti augað. Allt leit út fyrir það að Kevin átti þátt í því og þegar hann var spurður út í það sagði hann systur sína þurfa að: Suck it up og kaldhæðnislega stakk ávöxt upp í sig sem leit út eins og auga.

Svo má auðvitað sjá mikla ofbeldishegðun í morðunum sjálfum, það sem við fáum að sjá í myndinni hafði Kevin notað örvar og boga sem vopn sem olli samnemendum sínum varanlegum heilsuskaða, þar sem hann bæði særði og myrti þá, þar á meðal endaði hann einnig líf föður síns og systur.

Einnig fyllir hann algjörlega upp í flokk B þar sem röskunin veldur klínískt merkjanlegum takmörkun á félagslífi í skóla. Að því sem kom fram í myndinni leit út fyrir það að hann ætti enga vini. Það má sjá að Kevin er með Hegðunarröskun sem hefst í bernsku. Fyrir 10 ára aldur sýndi hann einkenni, til dæmis þegar hann eyðilagði vegg listaverk móður sinnar. Magn röskunarinnar myndi flokkast undir verulegt þar sem hann veldur öðrum verulegum skaða.

Heimild: https://www.google.com/url?sa=i&url=https%3A%2F%2Fwww.pinterest.com%2Fakashya100as%2Fkevin-khatchadourian%2F&psig=AOvVaw0rJFMfRDwcs5xjWuYFxS4_&ust=1617217742897000&source=images&cd=vfe&ved=0CAIQjRxqFwoTCPCz39vb2O8CFQ…

Heimild: https://www.google.com/url?sa=i&url=https%3A%2F%2Fwww.pinterest.com%2Fakashya100as%2Fkevin-khatchadourian%2F&psig=AOvVaw0rJFMfRDwcs5xjWuYFxS4_&ust=1617217742897000&source=images&cd=vfe&ved=0CAIQjRxqFwoTCPCz39vb2O8CFQAAAAAdAAAAABAh

Andfélagsleg persónuleikaröskun (18.2.1 í DSM-5)

Bæði einkenni Mótþróaþrjóskuröskun og Hegðunarröskun í barnæsku eiga það til að þróast út í Andfélagslega persónuleikaröskun eftir 18 ára aldur. Andfélagslegur persónuleiki er skilgreindur sem langvarandi hegðunarmynstur vanvirðingar og brota á réttindum annarra, sem eiga sér stað frá 15 ára aldri. Þar sem Kevin var 15 ára þegar hann framdi verknaðinn þróar hann að öllum líkindum með sér Andfélagslegan persónuleika á fullorðinsárum, þó er ekki hægt að segja til um það þar sem hann hafði ekki náð 18 ára aldri. Kevin fyllir þó upp í 3 af 7 skilgreiningaratriðum fyrir persónuleikarökunina, þau 4, 5 og 7. Hann sýnir pirring og ofbeldishneigð sem kemur fram í endurteknum árásum. Skeytingarleysi gagnvart öryggi annarra er til staðar ásamt því að honum skortir eftirsjá. Hann sýnir engin viðbrögð eða reynir ekki að réttlæta gjörðir sínar, þetta sést skýrt eftir að hann framdi skólaárásina þar sem hann labbar hreykinn út með bros á vör eftir verknaðinn.

 V. Ósvaraðar spurningar

Myndin gat verið ruglandi í þeim skilningi að við förum í gegnum hana út frá sjónarhorni Evu, móðir Kevins. Því eðlilega voru nokkrum spurningum ósvarað og ákveðnir þættir óskýrir.

Þær spurningar sem voru ósvaraðar að lokinni myndinni voru að engar skýrar ástæður lágu fyrir því afhverju hann framdi þennan verknað. Eina sem kom fram í lok myndarinnar var samtal á milli þeirra mæðgina þar sem Eva spyr hann: Two years. Plenty of time to think about it. I want you to tell me… why?  Kevin svarar henni: I used to think I knew, now, I'm not so sure.

Það var aldrei staðfest hvað kom fyrir auga systur hans, við vitum að það var klór sem komst í augað hennar en hvernig? Setti hún klór í augað á sér? Gaf Kevin henni klórinn og sagði henni að gera það? Opnaði Kevin skápinn þar sem klórinn var og vonaðist til að hún myndi fara fikta í því?

Við veltum fyrir okkur ýmsum ástæðum, þar á meðal af hverju hann drap föður sinn og systur sína. Sú ástæða sem okkur fannst líklegust fyrir þessu öllu var sú að hann fyrirleit móður sína, fékk ekki þá ást og athygli sem hann þurfti frá henni og vildi gera því gera lífið hennar nánast óbærilegt. Til að særa hana sem mest væri þá tilvalið að drepa þá sem henni þótti vænst um, í þeim tilgangi að skilja hana eftir eina út lífið. Möguleg útskýring fyrir verknaði hans í skólanum gæti bæði verið til að fanga athygli Evu og annarra þar sem hann var mikill einfari og virtist ekki eiga vini.. Einnig veltum við því fyrir okkur ef ástæðan hafi verið sú að hann vildi gera líf móður sinnar leitt, af hverju það væri ekki nóg að drepa föður sinn og systur? Af hverju þurfti hann að drepa og særa svona marga samnemendur? Við sáum ekki inn í skóla eða félagslíf Kevins og því er ekki víst hvort hann hafi verið lagður í einelti í skólanum. Ef sú er raunin gæti verið að hann hafi viljað hefna sín á samnemendum sínum, en sú spurning verður ávallt ósvöruð.