Split

M. Night Shyamalan. 2016. Split (Imdb 7,3*).

M. Night Shyamalan. 2016. Split (Imdb 7,3*).

Helga Ýr Kjartansdóttir og Kristel Þórðardóttir.

I. Kynning

Bíómyndin Split kom út árið 2016. Myndin er sálfræðitryllir sem fjallar um mann sem heitir Kevin sem rænir þremur ungum stúlkum og lokar þær inni. Kevin hefur a.m.k. 23 persónur og þurfa þær að ná að flýja áður en nýjasta og versta persónan hans kemur fram, sem kallar sig „The Beast.“ Maðurinn fékk nafnið Kevin við fæðingu, hann er í sálfræðimeðferð hjá Dr. Karen Fletcher og bar hún kennsl á 23 sérstakar persónur sem höfðu myndast vegna þess að vera yfirgefinn og misnotaður í æsku. Ráðandi persónuleikinn hans er „Barry“ sem stjórnar því hvenær og hverjir aðrir geta komið fram. „Barry“ hefur ekki leyft „Dennis“ eða „Patricia“ að koma fram vegna tilhneigingar þeirra til að áreita ungar stúlkur og trú þeirra á „The Beast“ sem vill losa heiminn við „The Impure,“ þá sem ekki hafa þjáðst. Fletcher tekur síðan eftir á fundum sínum að „Dennis“ hafi tekið yfir „Barry“ sem ráðandi persónuleika og þykist vera hann.

Leikstjóri myndarinnar er M. Night Shyamalan og handritið gerði hann einnig sjálfur. Útgáfufyrirtæki myndarinnar voru Blinding Edge Pictures & Blumhouse Productions og dreyfingaraðili var Universal Pictures. Framleiðendur voru Jason Blum, Marc Bienstock og leikstjórinn. James Mc Avoy leikur Kevin og alla hans persónuleika í myndinni. Anya Taylor-Joy, Haley Lu Richardson og Jessica Sula fara með hlutverk ungu stúlknanna sem er rænt af Kevin. Betty Buckley fer með hlutverk sálfræðings Kevin í myndinni.

IMDB gefur myndinni 7,3*. Rotten Tomatoes gefur myndinni 77% í einkunn og áhorfendur þar gefa myndinni 79% í einkunn.

II. Ástæða fyrir vali

Við ákváðum að velja kvikmyndina Split vegna þess við höfum báðar séð slíka mynd áður og fannst okkur tilvalið að fjalla um hana þar sem hún vakti upp mikinn áhuga. Þetta er eina myndin sem við höfum séð þar sem farið er djúpt í hvað Rofinn persónuleiki er og hvað hann getur haft mikil áhrif á einstaklinginn. Kevin sem leikur aðalpersónuna er virkilega áhugaverður og okkur langaði að horfa á myndina aftur til að sökkva okkur dýpra inn í líf hans og kynna okkur Rofinn persónuleika og mögulegar ástæður fyrir þeirri geðröskun hjá honum.

Auk þess varð Split fyrir valinu þar sem hún fékk góða dóma frá gagnrýnendum sem og áhorfendum.

 

I. Almenn umfjöllun um þá persónu

Persónan sem við ætlum að einbeita okkur að heitir Kevin Wendell Crumb sem leikur aðalhlutverkið í myndinni Split. Faðir Kevin lést í lestarslysi þegar Kevin var aðeins 3 ára gamall. Þetta skildi eftir 3 ára Kevin í miskunn móður sinnar sem refsaði honum alvarlega ef hann héldi ekki öllu hreinu og flottu. Kevin þróaði þannig marga persónuleika sem varnarbúnað. Dennis, verndari hans með áráttu og þráhyggju fyrir þrifnaði, var bein afleiðing af áfalli hans. 

Kevin er dularfullur maður sem þjáist af Rofnum persónuleika og hefur hann 23 persónur sem búa í huga hans. Ráðandi persónuleiki Kevin er Barry og heimsækir hann reglulega sálfræðinginn Dr. Fletcher. Í langan tíma var hann persónuleikinn sem stjórnaði hvaða persónuleikar gætu komið fram og tekið yfir líkama Kevin. Meirihluti persónuleika Kevins eru ekki vondir, en tveir af persónuleikunum hans sem eru mest ráðandi eru Dennis og Patricia, þau eru bæði árásargjörn og grimm á sinn hátt. Dennis og Patricia trúa á 24. persónuleika Kevin sem er The Beast sem vill hefna sín á The Impure. Dennis hefur náð að taka yfir sem ráðandi persónuleiki og tekur Dr. Fletcher eftir því á fundum sínum þar sem Dennis kemur og þykist vera Barry. Í gegnum alla myndina reynir Barry að senda neyðarpóst til Dr. Fletcher til að vara hana við öðrum hættulegum persónum sem eru að taka stjórn. Dennis er sá sem rænir ungu stúlkunum í byrjun myndarinnar og þegar líður á myndina lærum við að honum finnst gaman að horfa á ungar stúlkur dansa naktar og af þeim sökum reyna hinir að koma í veg fyrir að Dennis fái að koma fram. Dæmi um annan persónuleika Kevin sem kemur mikið fram í myndinni er Hedwig, hann er níu ára strákur sem getur tekið yfir líkama Kevin hvenær sem hann vill. Hann var mikill vinur Casey sem er ein af stúlkum sem var rænt.

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=QXrfscrbe80

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=QXrfscrbe80

II. Val okkar á geðröskun persónunnar

Það eru tvær geðraskanir sem eiga við okkar persónu. Annars vegar er það Hugrofssjálfsmyndarröskun (Rofinn persónuleiki), sem Kevin þjáist af. Hins vegar er það Áráttu-þráhyggjuröskun, sem Dennis, einn af aðalpersónuleikum hans Kevins þjáist af. 

Hugrofssjálfsmyndarröskun (rofinn persónuleiki) (8.1 í DSM-5)

Við teljum það augljóst að Kevin þjáist af Hugrofssjálfsmyndarröskun sem er vel þekkt sem Rofinn persónuleiki. Samkvæmt skilgreiningu DSM-5 er Hugrofssjálfsmyndarröskun tilvera tveggja eða fleiri aðskyldra persóna í einum einstaklingi, þar sem hver persónuleiki hefur tiltölulega varanlegt hegðunarmynstur. Persónurnar sjá hlutina hver á sinn hátt, eiga ólík samskipti og hafa ólík tengsl við umheiminn. Minnst tveir þessara persónuleika taka reglulega völdin og grunnpersónan getur ekki munað mikilvægar persónulegar upplýsingar, sem er of viðamikið minnisleysi til þess að það verði útskýrt með venjulegri gleymsku. 

Í lok myndarinnar þegar persónan The Beast er komin fram og er að reyna að ná Casey, einni af þrem ungu stúlkunum sem voru rændar, þá finnur hún blað sem Dr. Fletcher hafði skrifað á „Say Kevin Wendell Crumb,“ þegar hún var búin að kalla það hátt og skýrt þrisvar sinnum þá kemur Kevin fram og The Beast hverfur. Kevin vissi þá ekkert hvar hann væri eða hvað hefði verið búið að ganga á. Það kemur í ljós að Kevin hryllir alveg við það sem Dennis, Patricia og Hedwig hafa gert og biður Casey um að gera það mannúðlega og drepa sig. Hann segir henni hvar hún geti fundið haglabyssu og skotfæri, en áður en hún gat raunverulega brugðist við þá var Kevin horfinn. Í þessu dæmi sjáum við að Kevin þjáðist af viðamiklu minnisleysi þar sem hann vissi ekki hvar hann væri eða hvað hefði gerst.

 

Áráttu-þráhyggjuröskun (6.1 í DSM-5)

Dennis sem tók yfir sem ráðandi persónuleiki Kevins, þjáist af geðröskun sem kallast Áráttu-þráhyggjuröskun. Samkvæmt skilgreiningu DSM-5 er Áráttu-þráhyggjuröskun endurtekin og skipulögð hegðun með það að markmiði að draga úr kvíða. Hegðunin er framkvæmd til að minnka eða til að koma í veg fyrir óþægindi eða kvíðatengdan atburð eða aðstæður; annað hvort er hegðunin ekki röklega tengd því sem veldur kvíða eða þá að of mikið er gert í málunum.

Eins og sagt var hér fyrir ofan var móðir Kevins líklegast sjálf með Áráttu-þráhyggjuröskun og bitnaði sú röskun mikið á Kevin sjálfan þegar hann var yngri. Við það þróaðist út persónuleikinn Dennis sem þjáðist af Áráttu-þráhyggjuröskun. Nokkur dæmi eru í myndinni sem sýna augljóslega að Dennis glýmir við þessa röskun. Þar á meðal sýnir Dennis hinum persónuleikunum hvernig á að þrífa klósettið, þar er hann búinn að skipuleggja allt baðherbergið og hvernig eigi að nota hvern þrifbrúsa fyrir sig. Einnig kom upp atriði þar sem Dennis þurrkar af stólnum áður en hann sest á hann. Tvær af stúlkunum sem voru rændar voru í skítugum fötum og skipaði Dennis þeim að fara úr fötunum svo hann gæti þrifið þau. Þetta er dæmi um einstakling með Áráttu-þráhyggjuröskun þar sem til staðar eru bæði áráttur og þráhyggjur. Það eru endurteknar og viðvarandi hugsanir, hvatir eða ímyndanir sem valda honum kvíða og þjáningu. Hann reynir að bæla þetta niður með einhverri annarri hugsun eða hegðun.

V. Ósvaraðar spurningar

24. persónuleiki Kevins sýnir sig fyrst undir lok myndarinnar eftir að Dennis skilur eftir blóm fyrir föður Kevins í lestarstöðinni. Hann umbreytist í það sem þeir nefna The Beast. Hann virðist vera mun sterkari en Kevin og hefur hann getu til að klifra upp á veggi, hlaupa hratt og undir lok myndarinnar beygir hann stálstangir. Hann drepur og borðar einnig tvær af stelpunum sem hann rænir. Í skýrslu lögreglu í lok myndarinnar var því haldið fram að The Beast væri blanda af dýrum úr dýragarðinum í Fíladelfíu þar sem Kevin starfaði. Þetta skilur eftir mörg spurningarmerki þar sem Kevin þjáist af Rofnum persónuleika en þarna er þetta orðið ómannlegt og myndi þá mögulega falla undir einhverja aðra geðröskun. Einnig er frekar óljóst afhverju The Beast vill að The Impure þjáist. The Beast nefnir í myndinni að hann vildi að aðrir myndu þjást eins og hann hefur, það er óljóst þar sem við vitum ekki hvort hann sé að tala um það sem Kevin sjálfur hefur gengið í gegnum eða hvort The Beast hefur gengið í gegnum eitthvað annað. 

Í lok myndarinnar hleypur The Beast í burtu og hverfur og endar myndin þannig sem einnig setur upp mörg spurningamerki eins og til dæmis hvað varð um hann og endaði hann á að vera fastur í þeim persónuleika. Framhaldsmynd kom út árið 2019 sem heitir Glass og væri áhugavert að horfa á hana og sjá hvert persónuleikar Kevins leiða.