Rain Man

Barry Levinson. 1988. Rain Man (Imdb 8,0*).

Barry Levinson. 1988. Rain Man (Imdb 8,0*).

 Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=mlNwXuHUA8I

Rain Man

Alexía Ýr Í. Christensen, Daníela Sara Sævarsdóttir, Tara Ósk Ólafsdóttir.

I.

Kvikmyndin sem varð fyrir valinu heitir Rain Man. Kvikmyndin segir söguna af hinum sjálfselska Charlie Babbitt sem kemst að því að aðskildur föður hans er látinn og að faðir hans hafi erft bróður sinn, Raymond sem er Einhverfur og með savant heilkenni, margar milljónir króna. Charlie fékk ekkert af arfinum nema gamlan bíl föður síns og varð reiður og ákveður að finna bróður sinn. Charlie vissi ekki að hann ætti bróður og fer og heimsækir hann á geðheimilið sem Raymond býr og stelur honum þaðan til að hafa af honum sinn helming af arfinum. Bræðurnir lenda í allskonar ævintýrum saman, fara meðal annars í spilavíti þar sem að minni Raymonds kemur að góðum notum.

Charlie áttar sig á því að Raymond var ímyndaði vinur hans þegar hann var lítill sem var svo sendur í burtu og er það hápunktur myndarinnar. Sagan endar á því að þeir bræður mynda órjúfanlega og fallega vináttu. Leikstjóri myndarinnar er Barry Lee Levinson en hann er bandarískur kvikmyndagerðarmaður, handritshöfundur, framleiðandi og leikari. Hann hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestu leikstjórn fyrir þátt sinn í Rain Man. Aðalleikarar myndarinnar eru Tom Cruise sem leikur Charlie Babbitt og Dustin Hoffman sem leikur Raymond. Valeria Golino leikur Susönnu sem er kærasta Charlie Babbitt. Barry Morrow var svo maðurinn sem kom með söguna fyrir myndina Rain Man. Barry Morrow hitti fyrir tilviljun mann sem heitir Kim Peek sem er en hann var afburða klár og góður með tölur og hafði öflugt minni. Barry varð svo hrifinn af honum að hann ákvað að skrifa söguna sem að lokum varð Rain Man til. Dustin Hoffman sem leikur Raymond eyddi miklum tíma með Kim Peek áður en hann lék hlutverkið til að fá innblástur á því hvernig hægt væri að lýsa persónunni best. Þrátt fyrir að Kim hafi verið innblásturinn, þá endaði myndin þó með nokkuð miklum breytingum. Til dæmis er sýnt fram á í myndinni að Raymond hafi Einhverfu en Kim var ekki með Einhverfu. Barry Morrow sá einnig um handritið ásamt Ronald Bass. Rain Man var tekjuhæsta kvikmyndin árið 1988 og var tilnefnd til 8 Óskarverðlauna. Ef við skoðum gagnrýni á myndinni á þekktustu síðu á sviði kvikmyndagagnrýni, IMBd, þá fær hún 8.0 af 10.0 í einkunn og er það mjög há einkunn, sem segir okkur að myndin sé mjög góð og vel leikin. Á vefsíðu Rotten Tomatoes fær myndin 89% í einkunn frá síðunni sjálfri og 90% í einkunn frá áhorfendum sem er aftur mjög góð einkunn og þar af leiðandi undirstrikar hversu gífurlega góð mynd er hér á ferð.

II.

Ástæðan fyrir því að við völdum þessa mynd er vegna þess að myndin fjallar um mjög áhugaverðan einstakling, sem þjáist af hinu sjaldgæfa Savant heilkenni, sem okkur finnst áhugavert að rýna betur í og þekkja helstu eiginleika einkennisins betur. Umfjöllunarefnið og aðalpersónan eru því hvoru tveggja mjög áhugaverðir þættir og sáum við fram á að það yrði lærdómsríkt og skemmtilegt að fá betri innsýn á heilkennið sem aðalpersónan var með og einnig fá betri skilning á Einhverfu. Einnig var myndin með góða dóma á bæði IMDB og Rotten Tomatoes sem heillaði okkur enn frekar.

III.

Raymond er ein af aðalpersónum myndarinnar og er hann með Savant heilkenni (Einhverfu). Savant heilkenni er mjög sjaldgæft heilkenni og tengist verulegri skerðingu á minni og eða minnisleysi og þar af leiðandi glímir einstaklingur með slíkt heilkenni við andleg veikindi. Heilkennið er almennt tengt heilaskaða eða Einhverfu en það er í aðeins helmingi tilfella sem það tengist Einhverfu og er ekki viðurkennt sem geðröskun innan DSM-5.

Hann getur ekki séð um sig sjálfur og var því búsettur á heimili fyrir fólk með sérþarfir og hann fékk viðeigandi umönnun þar. Hann var einnig einhleypur, en það er til að mynda vegna þess að hann er með Einhverfu og átti erfitt með að tengjast fólki.

 Hann var virkilega klár og mundi ótrúlegustu hluti en til að mynda mundi hann öll nöfn og símanúmer úr símaskrá sem hann hafði lesið deginum áður og þuldi það upp í myndinni. Hann var hræddur við flugvélar og vildi ekki fljúga og varð mjög hræddur þegar bróðir hans, Charlie, ætlaði með honum í flug en hann mundi eftir öllum flugslysum sem áttu sér stað árunum áður og nákvæma dagsetningu hvenær þau áttu stað.

Raymond var hlýr, rólegur og góður karakter og auðséð að hann vildi ekki gera neinum neitt illt. Hann myndaði ekki augnsamband við fólk á neinn hátt og endurtók nánast öll þau orð sem hann sagði eða sem fólkið í kringum hann sagði. Raymond vildi gera hlutina á ákveðinn hátt og í ákveðinni röð og reglu og gat orðið ringlaður og eða reiður ef hann fór ekki eftir rútínu sinni. Hann tjáði tilfinningar sínar lítið fyrir utan nokkur atvik sem áttu sér stað eins og þegar hann fór ekki eftir rútínu sinni. Það er margt sem að hann vildi ekki gera, t.d að keyra á hættulegum eða stórum götum og vildi hann frekar labba. Hann vildi heldur ekki fara út í rigningu. Raymond elskaði K-Mart og ef einhver talaði illa um K-Mart þá endurtók hann setningu viðkomandi nokkrum sinnum, augljóslega ekki sáttur með skoðun viðkomandi. 

Raymond var virkilega hæfileikaríkur og teiknaði fallegar myndir, en það var eitt af helstu áhugamálum hans. Raymond ólst upp með bróðir sínum Charlie í einhvern tíma þegar þeir voru litlir. Raymond aðstoðaði Charlie bróðir sinn að baða sig en Charlie átti einmitt mynd af sér og bróðir sínum Raymond í baði. Charlie var þá alltaf búin að kalla Raymond Rain Man og áttaði sig svo á því að Rain Man væri í raun Raymond bróðir sinn sem var ímyndaði vinur hans úr æsku. Charlie þótti erfitt að hugsa um Raymond til þess að byrja með en með tímanum fór hann að skilja bróðir sinn betur og þykja vænt um hann og taka honum eins og hann er.

IV.

Einhverfa er fremur algeng og er um 1% íslendinga, eða um 3.000 manns með fötlun á Einhverfurófi. Einhverfa felur í sér þau einkenni sem trufla taugaþroska en einnig er hægt að vera á Einhverfurófi og er þá talað um raskanir eins og Asperger heilkenni eða ódæmigerð einhverfa og falla þær raskanir undir gagntækar taugaþroskaraskanir. 

Að okkar mati er um að ræða áhugaverða geðröskun, þar sem flest allir kannast við hana og jafnvel þekkja einstakling sem er Einhverfur. Hver og ein okkar þekkir einstakling með Einhverfu og vorum við allar sammála um það að vilja læra enn betur um geðröskunina. 

DSM-5 lýsir Einhverfu sem viðvarandi vöntun í félagslegri- tjáningu og samskiptum á ólíkum sviðum. Það getur komið fram í félagslegri nálgun og skorti á eðlilegu samtali, eða fram- og tilbaka samtali, samtali sem sýnir lítinn áhuga, tilfinningar eða litla skaphöfn og jafnvel skort til að hefja samtal eða svara samtali. Ef við berum Raymond saman við þessa lýsingu á hún mjög vel við. Raymond gat svarað spurningum en oft mjög stutt svör sem enduðu samtalið fremur snögglega. Í mjög fá skipti byrjaði Raymond sjálfur að hefja setningar eða mynda samræður. Það komu einnig upp tilvik þar sem hann einfaldlega svaraði ekki. Einnig segir DSM-5Einhverfa einkenni oft merkjanlega hömlun í ómálrænni og málrænni hegðun þegar kemur að félagslegum samskiptum. Raymond átti einnig í erfiðleikum þar og má það sjá í því að oftast þegar hann talaði við einstaklinga notaði hann ekki augnsamband. Hann sýndi lítil svipbrigði og var nánast með sama svip alla myndina. Raymond átti erfitt með að skilja kaldhæðni og tók öllu sem sagt var sem bókstaflegu. Það sást til að mynda í atriði sem hann var að labba yfir götu á grænu ljósi síðan kemur rautt eða “don´t walk” og Raymond stöðvar þá skyndilega á miðri gangbraut, hættir að labba og verður næstum fyrir bíl. Raymond átti í erfiðleikum með að aðlagast nýju umhverfi og nýjum venjum. Eins og fram kemur í DSM-5 þá eru það einkenni Einhverfu að geta ekki þróað, viðhaldið og skilið sambönd og á það þar á meðal við um erfiðleika við að aðlaga hegðun á ólíkar félagslegar aðstæður, ásamt því að eiga í erfiðleikum með að eignast vini. Raymond þurfti að fara upp í rúm klukkan 11 á kvöldin og gat alls ekki farið út í rigningu, hann borðaði oft það sama og vildi bara fá fiskistangir á miðvikudögum. Í myndinni eru engin merki um það að Raymond eigi vini, heldur þekkir hann bara sitt fólk, sem voru starfsmenn heimilisins sem hann bjó á. Í lok myndarinnar var þó Charlie einnig orðinn þekktur einstaklingur í hans lífi.

Einnig er talið að Raymond hafi verið með Savant syndrome, en það er ekki þekkt í DSM-5. Sú röskun fellur undir Einhverfu og felur í sér að einhverfur einstaklingur sé með náðargáfu í einhverju einu sérstöku fagi, oftast reikningi. Raymond gat reiknað og talið eins og engin annar. Eitt skipti í myndinni datt eldspýtustokkur á gólfið, áður en þjónustustúlkan á veitingastaðnum teygir sig í þær var hann búin að telja hversu margar þær voru. Annað stórt atriði í myndinni var þegar Charlie tók hann til Las Vegas og Raymond spilaði póker og náði að vinna mikla fjármuni vegna talnagáfu hans.

V.

Rain Man setur fram kraftmikil skilaboð og sýn á Einhverfu. Hins vegar þarf að hafa í huga að fólk með Einhverfu er ekki allt eins og Raymond og eru mismunandi einkenni Einhverfu á milli fólks. Myndin er mjög skýr og vel framsett og er gaman að fylgjast með hversu vel Raymond er leikinn í myndinni, sem gefur okkur góða innsýn í líf fólks með Einhverfu. Sumir vilja gagnrýna myndina og segja að myndin hafi neikvæð áhrif á ímynd Einhverfu en við erum ekki sammála því, þar sem einkenni Einhverfu geta verið mismunandi milli fólks, auk þess sem mismikil einkenni eru á milli einstaklinga.

https://www.pinterest.com/pin/83246293084828407/?autologin=true

https://www.stageandcinema.com/2019/03/10/rain-man/