We Need to Talk About Kevin

Lynne Ramsay. 2011. We Need to Talk About Kevin (Imdb 7,5*).

Lynne Ramsay. 2011. We Need to Talk About Kevin (Imdb 7,5*).

Birta Skúladóttir, Hildur Ósk Rúnarsdóttir, Inga Lill Maríanna, Þórhalla Sigurðardóttir.

 

I.  Kynning

Kvikmyndin We need to talk about Kevin er spennumynd frá árinu 2011. Myndin byggir á samnefndri skáldsögu Lionel Shriver sem kom út árið 2003 og er leikstjóri myndarinnar Lynne Ramsey. Handrit myndarinnar er skrifað af bæði leikstjóranum Lynne Ramsey og Rory Stewart Kinnear. Aðalleikararnir eru Tilda Swinton sem leikur Evu, móðir Kevins. Ezra Miller leikur Kevin á unglingsárum, Jesper Newell og Rock Duer leika hann á æskuárunum. Við fáum einnig að sjá John C. Reilly sem leikur Franklin, föður Kevins og Ashley Gerasimovich sem leikur Ceila, systur Kevins.

Þar sem myndin byggir á skáldsögu Lionel Shriver er hún ekki sannsöguleg. Myndin fjallar um Evu Khatchadourian sem á son í fangelsi vegna fjöldamorða sem hann framdi í skólanum sínum. Myndin er sýnd út frá sjónarhorni móður Kevins, þar fáum við innsýn frá því að hún gekk með Kevin. Það leit allt út fyrir það að hún hafi þjást af Fæðingarþunglyndi og átti erfitt með að elska sinn eigin son. Við fylgjumst með uppeldisárum Kevins, tímanum sem atburðurinn átti sér stað og hvernig móðir hans tekst á við lífið eftir atburðinn. Samband Kevins og móður hans var erfitt strax snemma á uppeldisárum en í upphafi myndarinnar sést vel hvernig hann aðgreinir milli foreldra sinna. Samband Evu og Kevins var óheilbrigt í báðar áttir en Eva hafði alla tíð áhyggjur að hegðun Kevins væri óeðlileg og að hann væri frábrugðinn öðrum börnum.

Þrátt fyrir að myndin sé ekki sannsöguleg gefur hún góða sýn á raunverulega atburði sem hafa átt sér stað t.d. „Pearl High school shooting“ sem átti sér stað í október 1997 og „Columbine high school massacre“ sem átti sér stað í apríl 1999. Myndin fær góða einkunn á bæði IMDB og Rotten tomatoes, en á báðum stöðum fær hún einkunnina 7,5. Myndin var tilnefnd til margra verðlauna, þá sérstaklega Tilda Swinton fyrir leik sinn sem Eva Khatchadourian.

II.    Stutt ástæða fyrir því að velja We need to talk about Kevin

We need to talk about Kevin er mynd sem hefur þann einstaka eiginleika að hún sýnir æskuár og uppeldi Kevins í gegnum sjónarhorn Evu móður hans. Myndin sýnir þróun geðraskana hjá einstaklingi frá ungum aldri, þetta er ólíkt öðrum myndum og þáttum sem hafa verið gerðir um fjöldamorð í skólum og dró það athygli okkar að þessari mynd. Okkur fannst áhugavert að myndin snúist um ungan strák sem fremur fjöldamorð í skólanum sínum en ekki með þeim hætti sem við höfum heyrt um áður, en Kevin notaði boga og örvar við verknaðinn. Okkur langaði til að kynnast Kevin betur, fylgjast með hegðun hans frá æsku þangað til það leiddi að atburðinum og sjá hvað það var sem gat mögulega haft áhrif á hans hegðun.

We need to talk about Kevin fangaði einnig athygli okkar vegna góðra dóma á bæði IMDB og Rotten Tomatoes.

Heimild: https://www.google.com/url?sa=i&url=https%3A%2F%2Fwww.nytimes.com%2F2011%2F12%2F09%2Fmovies%2Fwe-need-to-talk-about-kevin-with-tilda-swinton-review.html&psig=AOvVaw0rJFMfRDwcs5xjWuYFxS4_&ust=1617217742897000&source=images&am…

Heimild: https://www.google.com/url?sa=i&url=https%3A%2F%2Fwww.nytimes.com%2F2011%2F12%2F09%2Fmovies%2Fwe-need-to-talk-about-kevin-with-tilda-swinton-review.html&psig=AOvVaw0rJFMfRDwcs5xjWuYFxS4_&ust=1617217742897000&source=images&cd=vfe&ved=0CAIQjRxqFwoTCPCz39vb2O8CFQAAAAAdAAAAABAO

 

III. Almenn umfjöllun um þá persónu sem þið einbeitið ykkur að

Kevin Khatchadourian, er ungur maður með ýmis vandamál að stríða. Ef við horfum alveg frá byrjun þegar Kevin var ungabarn þá grét hann mjög mikið, en virðist gera það einungis í kringum móður sína Evu. Kevin var með mikinn mótþróa sem barn og eru mörg atriði sem benda til þess að hann sé með Mótþróaþrjóskuröskun, hann byrjaði seint að tala, var lengi með bleyju og jafnvel leysti viljandi hægðir eða þvag í buxurnar.

Það er endalaus ágreiningur á milli þeirra mæðgina. Gott dæmi var þegar Eva var nýbúin að skipta á Kevin og hann leysir hægðir á sig um leið og hún skiptir á honum, þá snöggreiðist Eva og hendir Kevin á vegg sem leiddi til þess að Kevin handleggsbrotnaði. Þegar kom að því að útskýra hvað gerðist þá sagði Kevin að hann hafi dottið af skiptiborðinu til þess að verja móður sína en í þeim tilgangi að halda því gegn henni. Alltaf þegar Eva skammaði hann fyrir eitthvað þá benti Kevin á höndina sem varð til þess að hann komst upp með allt gagnvart henni. Frá fæðingu fram að lokum myndarinnar sýndi Kevin aðeins móður sinni sína raunverulegu persónu en hann sýndi aldrei neinn mótþróa gagnvart föður sínum Franklin. Faðir hans virtist aðeins sjá son sinn sem elskulegt og eðlilegt barn.

Kevin sýndi móður sinni ekki miklar tilfinningar en eina raunverulega skiptið sem Kevin sýndi móður sinni ást var þegar hann veiktist af flensu. Atriðið í myndinni er áhugavert að sjá því það er hægt að líta á það sem grunninn af öllu sem gerðist síðar meir. Eva las Robin Hood fyrir Kevin og þar kviknaði áhuginn hans á bogfimi. Í kjölfarið gaf Franklin faðir Kevins honum bogfimisett og stundaði Kevin bogfimi af miklum krafti.

Kevin virðist vera mikill einfari. Í gegnum myndina sést hann aðeins vera heima hjá sér, í herberginu sínu eða út í garði að stunda bogfimi, hann sést aldrei með jafnöldrum sínum.

Í gegnum myndina má sjá að Kevin er mjög sjálfsöruggur í fari og virðist vera að plana þann hryllilega verknað sem átti sér svo stað í lok myndarinnar. Í myndinni sést þegar hann er að kaupir lása, sem hann notar síðar meir til að loka samnemendur sína inn í skólanum. Hann framkvæmir fjöldamorð í skólanum sínum, þar sem hann skaðaði og myrti fólk með boga og örvum. Áður en hann framkvæmir morðin í skólanum þá myrðir hann föður sinn og yngri systur á heimilinu þeirra. Kevin er handtekinn og fer í fangelsi fyrir ungmenni yngri en 18 ára. Eva móðir hans heimsækir hann reglulega en heimsóknirnar eru alltaf tiltölulega flatar. Kevin virðist meira einbeittur á því að naga á sér neglurnar heldur en að eiga samskipti við móður sína. Einu skiptin í myndinni þar sem Kevin sýnir einhverskonar tilfinningar er þegar hann var lasin og sýndi móðir sinni ást og þegar hann varð 18 ára og þurfti að fara í “alvöru” fangelsi, þá sýndi hann hræðslu.

Heimild: https://www.google.com/url?sa=i&url=https%3A%2F%2Fwww.pinterest.com%2Fpin%2F252483122832101500%2F&psig=AOvVaw0rJFMfRDwcs5xjWuYFxS4_&ust=1617217742897000&source=images&cd=vfe&ved=0CAIQjRxqFwoTCPCz39vb2O8CFQAAAAAdAAAAA…

Heimild: https://www.google.com/url?sa=i&url=https%3A%2F%2Fwww.pinterest.com%2Fpin%2F252483122832101500%2F&psig=AOvVaw0rJFMfRDwcs5xjWuYFxS4_&ust=1617217742897000&source=images&cd=vfe&ved=0CAIQjRxqFwoTCPCz39vb2O8CFQAAAAAdAAAAABAJ

 

IV.  Val á geðröskun Kevin

Það eru tvær nátengdar raskanir í kafla 15, Upplausna, hvata-stjórnar og hegðunarraskanir, sem okkur finnst eiga við Kevin. Þær eru annars vegar Mótþróaþrjóskuröskun á barnsaldri og hins vegar Hegðunarröskun á unglingsárum.

Mótþróaþrjóskuröskun (15.1 í DSM-5)

Kevin sýnir fram á fjögur einkenni af sjö í Mótþróaþrjóskuröskun, sem er einmitt viðmiðunargildið fyrir greiningu á slíkri röskun. Einkennin lýsa sér þannig að hann var ekki mikið fyrir að fylgja reglum og tilmælum fullorðna. Eins og kemur fram þegar hann var yngri þá reyndi móðir hans endurtekið að kenna honum að rúlla bolta á milli, en hann neitaði að taka þátt í því þrátt fyrir að geta gert það. Einnig þegar móðir hann bað hann um að nefna ákveðna tölustafi lét hann eins og hann kynni það ekki en byrjaði svo allt í einu að telja frá 1 upp í 50 án þess að vera beðin um það. Kevin lék sér oft að angra annað fólk og þá helst móður sína. Hann kenndi öðrum oft um mistök sín eða slæmar gjörðir sínar, líkt og þegar systir hans fékk klór í augað sem var hugsanlega honum að kenna en hann tók ekki ábyrgð á því. Að lokum sýnir hann oft í gegnum kvikmyndina mikla þrjósku og hefndargirni gagnvart móður sinni, sem dæmi má nefna að móðir hans þurfti endurtekið að skipta á honum þrátt fyrir að vera nógu gamall til að losa hægðir sínar sjálfur í klósettið. Fleiri merki um Mótþróaþrjóskuröskun má sá á yngri árum, þegar Kevin var barn, en allt bendir til þess að Kevin þrói síðan með sér Hegðunarröskun á unglingsárunum.

Heimild: https://www.google.com/url?sa=i&url=https%3A%2F%2Fwww.du-hd.com%2Freviews%2Freview-need-talk-kevin-will-make-way-under-your-skin%2F&psig=AOvVaw0rJFMfRDwcs5xjWuYFxS4_&ust=1617217742897000&source=images&cd=vfe&ved=0CAI…

Heimild: https://www.google.com/url?sa=i&url=https%3A%2F%2Fwww.du-hd.com%2Freviews%2Freview-need-talk-kevin-will-make-way-under-your-skin%2F&psig=AOvVaw0rJFMfRDwcs5xjWuYFxS4_&ust=1617217742897000&source=images&cd=vfe&ved=0CAIQjRxqFwoTCPCz39vb2O8CFQAAAAAdAAAAABAV

Hegðunarröskun (15.3 í DSM-5)

Mörg dæmi í myndinni leiða í ljós að á kynþroskaaldri sé Kevin með Hegðunarröskun. Hann sýnir fram á endurtekna hegðun sem felur í sér brot á réttindum annarra en Kevin sýndi móður sinni oft á tíðum mikla vanvirðingu og átti það til að eyðileggja eigur hennar. Tvö atriði í myndinni sýndu þegar Kevin eyðilagði eigur móður sinnar. Móðir hans hafði unnið hörðum höndum að því að líma myndir upp á vegg í húsinu þeirra, hún taldi verkið endurspegla persónuleika sinn sem Kevin svaraði: What personality? Kevin endaði á því að eyðileggja listaverk móður sinnar með því að skvetta rauðri málningu á vegginn. Hitt atriðið sýnir þegar móðir Kevins fer í gegnum herbergið hans og finnur geisladisk sem stendur: I love you á, hún ákveður að athuga hvað er á disknum þar sem hún var farin að hafa áhyggjur af hegðun Kevins og setur hún diskinn í tölvuna sína. Þar kemur stutt truflandi myndskeið sem endar svo á því að eyðileggja vinnutölvuna hennar. Þegar móðir hans spyr Kevin af hverju hann hefði gert þetta svarar hann: There is no point, that‘s the point.

Í myndinni kemur skýrt fram að hann fer ekki eftir félagslegum viðmiðum né reglum, sem dæmi kom Eva móðir hans að honum vera stunda sjálfsfróun, hann snýr sér að henni og heldur áfram. Einnig fer hann ekki eftir félagslegum viðmiðum né reglum þegar hann fremur verknaðinn í skólanum eða morðin á föður sínum og systur. Hann uppfyllir 4 af 6 skilgreiningar viðmiðum í flokk A, ofbeldishegðun gagnvart fólki eða dýrum. Hann bæði hótar og hræðir beint og óbeint í gegnum myndina. Til að byrja með týnist naggrís litlu systir hans, móðir hans Kevins sakar hann um að hafa sett naggrísin ofan í eldhúsvaskinn sem hafði innbyggðan tætara, og drepið naggrísin þannig. Kevin laug sig út úr því og taldi faðir Kevins Evu þurfa að leita sér aðstoðar. Seinna meir hlaut litla systir Kevins skaða á öðru auga eftir að klór komst í augað á henni sem varð til þess að hún missti augað. Allt leit út fyrir það að Kevin átti þátt í því og þegar hann var spurður út í það sagði hann systur sína þurfa að: Suck it up og kaldhæðnislega stakk ávöxt upp í sig sem leit út eins og auga.

Svo má auðvitað sjá mikla ofbeldishegðun í morðunum sjálfum, það sem við fáum að sjá í myndinni hafði Kevin notað örvar og boga sem vopn sem olli samnemendum sínum varanlegum heilsuskaða, þar sem hann bæði særði og myrti þá, þar á meðal endaði hann einnig líf föður síns og systur.

Einnig fyllir hann algjörlega upp í flokk B þar sem röskunin veldur klínískt merkjanlegum takmörkun á félagslífi í skóla. Að því sem kom fram í myndinni leit út fyrir það að hann ætti enga vini. Það má sjá að Kevin er með Hegðunarröskun sem hefst í bernsku. Fyrir 10 ára aldur sýndi hann einkenni, til dæmis þegar hann eyðilagði vegg listaverk móður sinnar. Magn röskunarinnar myndi flokkast undir verulegt þar sem hann veldur öðrum verulegum skaða.

Heimild: https://www.google.com/url?sa=i&url=https%3A%2F%2Fwww.pinterest.com%2Fakashya100as%2Fkevin-khatchadourian%2F&psig=AOvVaw0rJFMfRDwcs5xjWuYFxS4_&ust=1617217742897000&source=images&cd=vfe&ved=0CAIQjRxqFwoTCPCz39vb2O8CFQ…

Heimild: https://www.google.com/url?sa=i&url=https%3A%2F%2Fwww.pinterest.com%2Fakashya100as%2Fkevin-khatchadourian%2F&psig=AOvVaw0rJFMfRDwcs5xjWuYFxS4_&ust=1617217742897000&source=images&cd=vfe&ved=0CAIQjRxqFwoTCPCz39vb2O8CFQAAAAAdAAAAABAh

Andfélagsleg persónuleikaröskun (18.2.1 í DSM-5)

Bæði einkenni Mótþróaþrjóskuröskun og Hegðunarröskun í barnæsku eiga það til að þróast út í Andfélagslega persónuleikaröskun eftir 18 ára aldur. Andfélagslegur persónuleiki er skilgreindur sem langvarandi hegðunarmynstur vanvirðingar og brota á réttindum annarra, sem eiga sér stað frá 15 ára aldri. Þar sem Kevin var 15 ára þegar hann framdi verknaðinn þróar hann að öllum líkindum með sér Andfélagslegan persónuleika á fullorðinsárum, þó er ekki hægt að segja til um það þar sem hann hafði ekki náð 18 ára aldri. Kevin fyllir þó upp í 3 af 7 skilgreiningaratriðum fyrir persónuleikarökunina, þau 4, 5 og 7. Hann sýnir pirring og ofbeldishneigð sem kemur fram í endurteknum árásum. Skeytingarleysi gagnvart öryggi annarra er til staðar ásamt því að honum skortir eftirsjá. Hann sýnir engin viðbrögð eða reynir ekki að réttlæta gjörðir sínar, þetta sést skýrt eftir að hann framdi skólaárásina þar sem hann labbar hreykinn út með bros á vör eftir verknaðinn.

 V. Ósvaraðar spurningar

Myndin gat verið ruglandi í þeim skilningi að við förum í gegnum hana út frá sjónarhorni Evu, móðir Kevins. Því eðlilega voru nokkrum spurningum ósvarað og ákveðnir þættir óskýrir.

Þær spurningar sem voru ósvaraðar að lokinni myndinni voru að engar skýrar ástæður lágu fyrir því afhverju hann framdi þennan verknað. Eina sem kom fram í lok myndarinnar var samtal á milli þeirra mæðgina þar sem Eva spyr hann: Two years. Plenty of time to think about it. I want you to tell me… why?  Kevin svarar henni: I used to think I knew, now, I'm not so sure.

Það var aldrei staðfest hvað kom fyrir auga systur hans, við vitum að það var klór sem komst í augað hennar en hvernig? Setti hún klór í augað á sér? Gaf Kevin henni klórinn og sagði henni að gera það? Opnaði Kevin skápinn þar sem klórinn var og vonaðist til að hún myndi fara fikta í því?

Við veltum fyrir okkur ýmsum ástæðum, þar á meðal af hverju hann drap föður sinn og systur sína. Sú ástæða sem okkur fannst líklegust fyrir þessu öllu var sú að hann fyrirleit móður sína, fékk ekki þá ást og athygli sem hann þurfti frá henni og vildi gera því gera lífið hennar nánast óbærilegt. Til að særa hana sem mest væri þá tilvalið að drepa þá sem henni þótti vænst um, í þeim tilgangi að skilja hana eftir eina út lífið. Möguleg útskýring fyrir verknaði hans í skólanum gæti bæði verið til að fanga athygli Evu og annarra þar sem hann var mikill einfari og virtist ekki eiga vini.. Einnig veltum við því fyrir okkur ef ástæðan hafi verið sú að hann vildi gera líf móður sinnar leitt, af hverju það væri ekki nóg að drepa föður sinn og systur? Af hverju þurfti hann að drepa og særa svona marga samnemendur? Við sáum ekki inn í skóla eða félagslíf Kevins og því er ekki víst hvort hann hafi verið lagður í einelti í skólanum. Ef sú er raunin gæti verið að hann hafi viljað hefna sín á samnemendum sínum, en sú spurning verður ávallt ósvöruð.

The King's Speech

Tom Hooper. 2010. The King’s Speech (Imdb 8,0*).

Tom Hooper. 2010. The King’s Speech (Imdb 8,0*).

 

The King‘s Speech

 

Ágústa Sól Stefánsdóttir Thors.

Um myndina

Útgáfuár: 2010.

Leikstjóri: Tom Hooper.

Handrit: David Seidler.

Framleiðendur: Iain Canning, Emile Sherman, Gareth Unwin.

Leikarar:

·      Colin Firth – Georg VI Bretakonungur (Bertie).

·      Helena Bonham Carter – Elísabet, eiginkona Georgs.

·      Geoffry Rush – Lionel Logue (talmeinafræðingur).

·      Guy Pearce – Edward VIII Bretakonungur (David).


Kvikmyndadómar: IMDB: 8,0 - Rotten Tomatoes: 94% - Metacritic: 88%.

Tónlist: Alexandre Desplat.

Kvikmyndataka: Danny Cohen.

Klipping: Tariq Anwar.

Lengd: 118 mínútur.

Kostnaður: 15.000.000 $. Tekjur: 427.400.000$.

Verðlaun:

·      Óskarsverðlaun: 4 Óskarsverðlaun og 8 tilnefningar.

·      BAFTA: 7 verðlaun og 8 tilnefningar.

·      Golden Globes: 1 verðlaun og 6 tilnefningar.

Er kvikmyndin byggð á sannsögulegu máli? Já, hún byggir á sögu um Georg VI Bretakonung og hvernig hann komst yfir talörðugleika. Hann stamaði mikið og myndin sýnir hvernig hann lærir, með hjálp Lionel Logue, að nýta ýmsar aðferðir til að stama minna.

Af hverju valdi ég þessa mynd?

Ég valdi þessa mynd því ég hef mikinn áhuga á sögu og sérstaklega því tímabili sem George VI var við völd, þ.e. í kringum seinni heimstyrjöldina. Mér finnst líka myndir og þættir sem tengjast konungsfjölskyldunni og breskri sögu og pólitík almennt áhugaverðar svo þessi kvikmynd hentaði vel. Myndin er mjög góð að mínu mati og virkilega gaman að horfa á hana bæði vegna sögunnar sjálfrar en einnig vegna þess að öll umgjörðin er svo flott. Eins og fram kom að ofan hlaut myndin fjölmörg verðlaun og tilnefningar í öllum mögulegum flokkum sem endurspeglar hversu vönduð hún er.

Georg og frú.

Georg og frú.

Umfjöllun um aðalpersónu: Georg VI (Bertie)

Georg VI fæddist árið 1895 og var yngri sonur Georgs V Bretakonungs og barnabarnabarn Viktoríu Bretadrottningar. Þegar hann fæddist var hann fjórði í erfðaröðinni á eftir afa sínum, föður og eldri bróður, Játvarði VIII (sem er kallaður David í myndinni). Eftir fráfall Georgs V konungs, tók eldri bróðir Georgs VI við völdum en í mjög stuttan tíma, frá janúar 1936 til desember sama ár. Ástæðan fyrir stuttri valdatíð hans var sú að hvorki konungsfjölskyldan né enska biskupakirkjan samþykktu bandaríska, fráskilda kærustu David sem næstu drottningu Bretlands. Þar með varð Georg VI næsti konungur Bretlands og ríkti frá 1936, þar til hann lést 6. febrúar 1952. Í upphafi myndarinnar er Georg þó ekki orðinn konungur, heldur ber hann titilinn hertoginn af York.

Í myndinni er Georg mjög skapmikill og fljótur að reiðast. Hann á það til að öskra skyndilega, t.d. þegar honum líkar ekki eitthvað, þegar hann þreytist í talþjálfun sem hann er í vegna stams eða finnst ekki ganga nógu vel. Hann á hins vegar í góðu sambandi við eiginkonu sína, Elísabetu og þau virðast hamingjusöm saman. Utan við hjónabandið er Georg feiminn, óöruggur og ekki tilbúinn til að deila tilfinningum sínum með öðrum, nema jú kannski þegar hann reiðist. Elísabet gerði allt sem hún gat til að hjálpa honum með stamið og hafði leitað til margra sérfræðinga eftir aðstoð. Georg var við það að gefast upp þegar hún fór með hann til talmeinafræðingsins, Lionel Logue og saman náðu þeir hægt og sígandi góðum árangri.

Lionel og Georg urðu með tímanum góðir vinir. Georg segir Lionel frá því að hann hafi byrjað að stama í kringum fjögurra til fimm ára aldur. Fjölskyldan hans hafi gert grín að honum og gerði í raun enn. Þau höfðu litla þolinmæði fyrir vandanum og sýndu honum lítinn skilning. Georg fékk óhefðbundið uppeldi þar sem lítið var um ástúð og umhyggju. Eins og tíðkaðist í konungsfjölskyldunni á þessum tíma, var hann alinn upp af barnfóstrum og þær voru misgóðar við hann. Stamið var ekki eina vandamálið sem fjölskylda hans var „ósátt“ við. Georg var örvhentur en var neyddur til að læra að nota hægri hendina. Að auki var hann kiðfættur og var látinn nota óþægilegar spelkur til að bæta úr því.

Talmeðferðin í gangi.

Talmeðferðin í gangi.

Geðröskun: Stam

Stam er tjáningarröskun sem einkennist af því að einstaklingur endurtekur eða framlengir hljóð og orð. Þetta truflar eðlilegt flæði máls og gerir þeim erfitt fyrir að eiga í samræðum við aðra (Kristján Guðmundsson, 2014). Til að einstaklingur fái greininguna Stam í DSM-5, þarf röskun á tali að uppfylla eitt eða fleiri af eftirfarandi einkennum:

·      Endurtekning hljóða eða atkvæða. 

·      Lenging hljóða, bæði sérhljóða og samhljóða.

·      Brotin orð (t.d. pásur í miðju orði).

·      Fylltar eða ófylltar pásur í tali.

·      Umorðun til að forðast orð sem valda stami.

·      Orð sögð með of mikilli áherslu.

·      Heil orð endurtekin í setningu.

Að auki þurfa þrír aðrir þættir að vera til staðar: A) Stamið dregur úr náms- og atvinnumöguleikum sem og félagslegum samskiptum, B) stam er meira ef mál-, hreyfi-, eða skynhömlun er einnig til staðar og C) stamið er ekki útskýrt af öðrum ástæðum s.s. taugafræðilegum eða annarri geðröskun.

Í fyrsta atriði myndarinnar er Georg VI að halda ræðu yfir fjölda fólks. Í ræðunni uppfyllir hann a.m.k. þrjú af einkennunum sem DSM-5 tekur fram að þurfi að vera til staðar til að einstaklingur sé með stam. Georg kemur í raun varla upp orði og á í miklum erfiðleikum með að flytja ræðuna. Hann endurtekur hljóð og hluta orða og tekur langar pásur bæði í miðju orði og á milli orða. Þessi einkenni í tali hans koma svo endurtekið fram í gegnum myndina, enda er „barátta“ hans við stamið meginviðfangsefni hennar. Það er því ljóst að Georg uppfyllir greiningarskilmerkin fyrir Stam. Stamið hefur verulega truflandi áhrif á líf hans og veldur honum mikilli vanlíðan. Það fylgir starfi hans að flytja ræður og almennt að tala við fólk, svo að stamið hamlaði honum mikið. Stamið kom fram í flest öllum samskiptum hans. Hins vegar stamaði hann ekki þegar hann söng, öskraði blótsyrði með Lionel eða þegar hann heyrði ekki í sjálfum sér tala. Stamið varð meira því kvíðnari sem hann var og þar af leiðandi verra þegar hann kom fram opinberlega. Streituvaldandi aðstæður höfðu líka neikvæð áhrif, honum fór t.d. aftur fyrst eftir að hann frétti af því að hann ætti að verða næsti konungur Bretlands.

Stamið hefur þá afleiðingu að Georg upplifir mikinn kvíða. Að mínu mati uppfyllir hann flest öll einkenni Félagskvíðaröskunar. Þeir sem þjást af þessari röskun upplifa mikinn kvíða við félagslegar aðstæður, til að mynda í félagslegum samskiptum og þegar þeir þurfa að framkvæma verkefni fyrir framan aðra (Kristján Guðmundsson, 2014). Einstaklingurinn hræðist að gera eitthvað sem getur orðið honum til skammar og forðast félagslegar aðstæður eins og hægt er. Georg sýnir greinilega þessi einkenni. Hann upplifði mikinn kvíða í hvert sinn sem hann þurfti að halda ræðu, tala í útvarp eða koma fram opinberlega. Hann hafði miklar áhyggjur af því að gera sig að fífli fyrir framan almenning og kvíðinn jókst alltaf eftir því sem þessir viðburðir, ræður og samkomur færðust nær. Hann forðaðist samskipti ef hann gat og virtist skammast sín fyrir stamið. Almennt átti hann þó auðveldara með að tala við eiginkonu sína, dætur og aðra sem hann virtist vera öruggur í kringum. Félagskvíðinn sem hann upplifði var að öllum líkindum afleiðing þess að hann stamaði og olli honum enn meiri þjáningu og erfiðleikum. Þetta varð að samspili tveggja raskana sem má segja að hafi að einhverju leyti drifið hvor aðra áfram. Hann var kvíðinn af því að hann stamaði og hann stamaði meira af því hann var kvíðinn.

Er myndin rugluð?

            Í kvikmyndinni uppfyllir Georg klárlega greiningarskilmerki fyrir Stam og að öllum líkindum fyrir Félagskvíða líka, þó svo það sé bein afleiðing af staminu. Það er því ekki beint hægt að segja að það sé eitthvað sem passi illa eða sé óskýrt. Ég hugsa að helstu gallar myndarinnar séu tengdir sögulegu ósamræmi, ef galla mætti kalla. Það er rétt að Georg VI stamaði mikið frá barnæsku og var mjög feiminn og óöruggur með tilheyrandi erfiðleikum við að koma fram. Það er líka rétt að hann hafði leitað allra mögulegra leiða til að laga vandann og var við það að gefast upp þegar hann fann Lionel. En helsta sögulega ósamræmið tengist einmitt Lionel. Í myndinni ná þeir félagar ekki almennilegum árangri fyrr en eftir að Georg tekur við völdum. En sannleikurinn er sá að þeir byrjuðu að vinna saman á þriðja áratug síðustu aldar, áður en hann varð konungur (Logue o.fl., 2010). Það er jú mun áhrifameira að þeir nái svona skjótum árangri á svo krítískum tímapunkti í lífi Georgs, en það er ekki alveg rétt. Það reynir á samband þeirra á ákveðnum tíma í myndinni sem virðist heldur ekki hafa verið rétt, því þeir voru góðir vinir. Ég gæti haldið áfram að telja upp dæmi um svona ósamræmi en læt þetta gott heita. Samkvæmt einhverjum spekingum er myndin þó í heildina sagnfræðilega rétt og helstu frávikin virðast vera til þess gerð að myndin verði áhrifameiri.

 

Heimildir

  1. Kristján Guðmundsson. (2014). DSM-5: Flokkun geðraskana.

  2. Logue, M., Conradi, P. (2010). The King's Speech: How One Man Saved the British Monarchy. Sterling.

Joker


Todd Phillips. 2019. Joker (Imdb 8,4*).

Todd Phillips. 2019. Joker (Imdb 8,4*).

Joker

Júlía Ósk Jóhannsdóttir, Karitas Birgisdóttir og María Henley Olsen.

 

I. Kvikmyndin sjálf

Kvikmyndin Joker er um grínistann Arthur Fleck sem er að kljást við alvarleg andleg veikindi. Hann býr í Gotham City og finnst samfélagið líta framhjá sér og jafnvel koma illa fram við sig. Myndin hefst þannig að Arthur býr einn með móður sinni sem er sjálf að glíma við andleg veikindi og er Arthur duglegur að sinna henni. Hann starfar sem trúður og er lagður í hálfgert einelti af hinum trúðunum sem hann starfar með. Misþyrming samfélagsins gagnvart honum veldur því að Arthur setur af stað byltingu sem felur í sér slæma og blóðuga glæpi. Það veldur því að hann þarf að horfast í augu við æðra sjálfið sitt (e. alter ego), Jókerinn.

 Leikstjóri myndarinnar er Todd Phillips. Arthur Fleck/Joker er leikinn af Joaquin Phoenix, Penny Fleck (móðir Arthurs) er leikin af Frances Conroy, Sophie Diamond er leikin af Zazie Beetz, og Murray Franklin, þáttastjórnandi, er leikinn af Robert De Niro. Handritið er skrifað af Todd Phillips og Scott Silver. Kvikmyndin er ekki sannsöguleg, heldur skáldskapur, byggð á myndasögum. IMBD gefur myndinni 8,4 af 10 í einkunn. Rotten Tomatoes gefur myndinni 68%, en audience score er 88%.

Kvikmyndin sýnir sögu Arthur Flecks áður en hann verður Jokerinn í sögu Batmans þar sem að hann er aðal illmennið í Batman - The Dark Knight. Hún er gefin út árið 2008 og er önnur myndin í trilógíunni (e. trilogy) um Batman. Myndunum eru leikstýrt af Christopher Nolan með Christian Bale í aðalhlutverki sem Bruce Wayne sem er með dulnefnið Batman. Joker karakterinn hefur komið fram í teiknimyndasögum DC alveg síðan 1940 í teiknimyndasögunni Batman. Hann hefur átt margar mismunandi sögur en sú algengasta er sú að hann olli dauða foreldra Batmans og verður þar með hans helsti óvinur (e. archenemy). Í teiknimyndasögunum er hann oftast talin hafa dottið ofan í fat fullt af eiturefnum sem aflitar húðina hans þar til hún verður hvít, gerir varir hans rauðar og hárið grænt, þetta veldur því að hann verður geðveikur. Þetta er unnið inn í myndina Joker þar sem að Arthur setur á sig trúða málingu sem gerir húðina hans er hvíta, varirnar rauðar og hárið grænt.

Heimild: https://static.wikia.nocookie.net/batman/images/b/b5/Arthur_Fleck.png/revision/latest/scale-to-width-down/700?cb=20200822120547

Heimild: https://static.wikia.nocookie.net/batman/images/b/b5/Arthur_Fleck.png/revision/latest/scale-to-width-down/700?cb=20200822120547

II. Ástæða fyrir vali

            Joker myndin var afar vinsæl þegar hún var gefin út árið 2019, við vorum allar vel spenntar fyrir að sjá hana þegar hún kom út og fannst okkur tilvalið að fjalla um hana í klínískri sálfræði áfanga þar sem Joker er klassískt dæmi af mjög andlega veikum einstakling. Jokerinn er mjög þekktur karakter og flestir hafa líklegast séð kvikmynd þar sem hann kemur fyrir. Nokkrir leikarar hafa leikið hann og túlkað hann á öðruvísi hátt og við erum sammála því að Joaquin Phoenix stóð sig afbragðs vel í þessu hlutverki. Þessi kvikmynd (2019) sýnir ákveðnar hliðar Jokerins sem maður hefur ekki séð áður, kafað er betur í sögu hans og hvernig hann varð á endanum sjálfur Jókerinn. Þegar horft er á myndina er ekki endilega ljóst hvaða geðröskun eða geðraskanir Jókerinn er með og því fannst okkur tilvalið að velja þessa mynd og greina hana betur.

Heimild: https://static.wikia.nocookie.net/dcmovies/images/1/1a/Arthur_Fleck.jpg/revision/latest?cb=20180917002020

Heimild: https://static.wikia.nocookie.net/dcmovies/images/1/1a/Arthur_Fleck.jpg/revision/latest?cb=20180917002020

III. Almenn umfjöllun um persónuna

            Við einbeitum okkar að Arthur Fleck/Joker sem er aðalhlutverkið úr myndinni Joker. Arthur heldur sig mikið fyrir sjálfan sig og á ekki marga vini. Hann býr með aldraðri móður sinni sem þjáist af Sjálfhverfri persónuleikaröskun og hún notfærir sér hann með því að ljúga að honum og þess vegna þarf hann að annast hana. Arthur er með mjög einkennilegan hlátur sem gerir það að verkum að fólk horfir á hann furðulega þegar hann hlær. Kemur í ljós að hann hefur ekki stjórn á hlátri sínum og því til að hlæja út í loftið á mismunandi stöðum. Hann starfar sem grínisti í trúðabúning og er sagt að hann sé misheppnaður grínisti. Líf hans snýst um að mæta í vinnuna og koma svo heim til móður sinnar, dag eftir dag. Hann er að sækja sér hjálp hjá sálfræðingi, þar fær hann einnig lyf fyrir kvillum sínum. Eins og kom fram áðan þá heldur hann sig mikið fyrir sjálfan sig og tjáir sig því ekki mikið. Samstarfsfélagar telja hann frekar skrítinn og gera óspart grín að honum og fíflast í honum. Hann sýnir ekki mikil viðbrögð við því í fyrstu, það er eins og hann bæli þetta frekar niður með sér. Einn daginn verður hann fyrir aðkasti í neðanjarðarlest, þrír strákar labba upp að honum þar sem hann situr og byrja að gera grín að honum. Grínið verður síðan að ofbeldi sem gerir það að verkum að Arthur tekur fram byssu, sem hann hafði nýlega fengið frá samstarfsfélaga, og skýtur strákana og forðar sér síðan í burtu. Þetta er í fyrsta sinn í kvikmyndinni þar sem maður sér hættulegu hlið Arthurs.

            Síðar í myndinni reynir hann að ná tali af föður sínum en faðir hans gjörsamlega hafnar honum og vill ekkert með hann hafa, segir að bæði hann og móðir hans séu geðveik. Arthur missir sig við þetta og fer í leit að skjölum sem eiga að sanna þessi orð föður síns. Í þeirri leit finnur hann bæði skjölin fyrir sig og móður sína þar sem stendur að móðir hans, Penny, sé með Sjálfhverfa persónuleikaröskun og að móðir hans hafi leyft fyrrum mökum að beita hann ofbeldi í æsku. Eftir alla þessa höfnun frá heiminum og vonleysistilfinningu brestur eitthvað í hausnum á honum og verður hann að sínu æðra sjálfi, Jóker. Hann kæfir mömmu sína eftir að hann fann skjölin til að hefna sín á henni, hann kæfir hana með koddanum hennar. Síðan verður hann gestur á The Murray Show, eftir smá spjall skýtur hann þáttastjórnandann og allt fer í kaos. Myndin endar þannig að mikil uppþot á sér stað í Gotham City, Jókerinn stendur á bíl í miðjunni og er umkringdur fólki sem dýrkar hann og fylgir byltingu hans.  

Það sem er áhugavert er að enginn vildi fylgja honum eða styðja hann þegar hann gekk undir nafninu Arthur en um leið og hann varð að Joker voru hundruðir manna sem fylgdu honum og hermdu eftir honum, fylgdu honum í kaos þar sem kveikt var í bílum og hjálpast var við að Gotham city.

 

IV. Val okkar á geðröskun persónunnar

Við teljum að Arthur þjáist af Áfallastreituröskun þar sem hann átti erfiða æsku, hann var til dæmis beittur miklu ofbeldi af kærustum móður sinnar. Faðir hans vildi ekki viðurkenna hann sem son sinn, þó svo að Arthur fór sérstaklega til hans til að tala við hann og segja honum að hann væri sonur hans en eina sem faðir hans sagði var að bæði Arthur og móðir hans væru geðveik. Einnig fór hann til hálfbróður síns föðurmegin (Batman) sem vildi heldur ekkert með hann hafa. Eftir alla þessa höfnun, af fjölskyldumeðlimum, samstarfsfélögum og ókunnugu fólki út á götu þá var fólk ekki í uppáhaldi hjá honum og fann hann nýja leið til að láta sér líða vel. Okkur finnst einnig hann hafa lent í miklu langvarandi einelti frá flestum i kringum sig sem gæti hafið orðið að trauma.

Áfallastreituröskun (17.3) í DSM-5 er skilgreind sem að viðkomandi verður vitni að raunverulegum eða hótuðum dauða, alvarlegu slysi eða kynferðislegu ofbeldi annað hvort bein upplifun, upplifir áfall þar sem annar lendir í ofantöldu, fréttir af einhverjum sem lendir í ofantöldu eða einstaklingur lendir i endurtekinni eða mikilli upplifun af neikvæðum smáatriðum áfalla. Þetta veldur endurteknum og innrásarkenndum óþægilegum minningum eða draumum tengdum áfallinu. Einnig svipleiftum (e. flashbacks) eins og áfallið sé að endurtaka sig, mikilli langvarandi sálrænni vanlíðan og merkjanlegum lífeðlislegum viðbrögðum sem líkjast áfallinu. Svo getur líka komið fram að einstaklingur forðast áreiti sem minna á áfallið, finnur fyrir neikvæðri breytingu á hugstarfi, merkjanlegri breytingu á áverki og svörun í tengslum við áfallið.

Við teljum Arthur ekki endilega hafa orðið fyrir svona áföllum eins og við teljum upp hér fyrir ofan nema kynferðislegu ofbeldi sem hann virðist hafa orðið fyrir frá kærustum móður hans og einnig líkamlegu ofbeldi. En okkur finnst einelti og lygar sem hann hefur þurft að ganga í gegnum sérstaklega einkennast sem áfall í hans lífi. Hann sýnir hins vegar mikil einkenni þessara röskunar, þá sérstaklega breytingu á hugarstarfi þar sem hann upplifir viðvarandi neikvæðar tilfinningar gagnvart sjálfum sér og öðrum. Eins og þegar honum finnst hann vera ómögulegur og lyfin hans voru ekki að virka þó hann væri á sjö mismunandi geðlyfum, sem er kannski ekkert endilega gott. Einnig í atriði með Thomas Wayne, hann telur Thomas vera föður sinn, þar sem að Arthur skilur ekki afhverju allir í heiminum eru svona dónalegir og vondir og einnig í atriði með þáttastjórnandanum Murray í spjall þætti þar sem hann segir alla vera ömurlega og segir að ef að það væri hann sjálfur að deyja þá myndi öllum vera sama um það. Þetta sýnir skýrt þær hugsanir sem hann hefur gagnvart öðrum að heimurinn sé ömurlegur og að engum sé treystandi. Í þessu atriði var hann beðinn um að koma í þáttinn vegna myndbands sem fór í loftið af honum segja brandara sem var talinn vera lélegur og margir gerðu grín af honum út af því og vildi Murray þess vegna fá hann í þáttinn, til þess að gera meira grín af honum. Hann segir í sama atriði með Murray “brandara” sem hljómar svona: What do you get when you cross a mentally ill loner with a society that abandons him and treats him like trash? You get what you deserve og síðan skýtur hann þáttastjórnandann í hausinn. Þarna virðist hann vera að tala um sjálfan sig sem geðveikan og samfélagið sem snéri við honum baki. Hann sýnir einkenni af viðvarandi neikvæðu tilfinningaástandi þar sem að hann er alltaf reiður og hræddur og svo einnig viðvarandi skorti á getu til þess að upplifa jákvæðar tilfinningar, hann segir þegar hann talar við sálfræðinginn sinn: all I have are negative thoughts.

Heimild: https://i.ytimg.com/vi/w_IfcrKRcoU/maxresdefault.jpg

Heimild: https://i.ytimg.com/vi/w_IfcrKRcoU/maxresdefault.jpg

 

V. Ósvaraðar spurningar

Ekki er svarað spurningunni um hvaða geðlyf hann var að taka né við hvaða geðsjúkdómum og þar af leiðandi getum við ekki vitað nákvæmlega hvaða geðsjúkdóm/a hann er að kljást við. Í myndinni fer hann oft að hlæja mjög óstjórnlega og er alltaf með á sér svona nafnspjald þar sem stendur að hann sé með ákveðna röskun (e. condition) sem lýsir sér þannig að hann hlær óstjórnlega. Röskunin er talin hafa komið vegna höfuðhöggs sem hann fékk í barnæsku en er samt mjög óljóst. Við höfum ekki heyrt um svona röskun áður og vitum ekki hvort þetta gæti hafa verið búið til (e. made up) fyrir myndina til þess að sýna fram á staðalímynd þeirra sem eru geðveikir. Þessi mynd er kannski ekki sú besta til þess sýna fram á rétta mynd af geðröskunum þar sem að hún sýnir mjög ýkta mynd af einhverskonar geðveiki. Arthur gæti jafnvel verið með Geðklofarófsröskun vegna þess að hann sýnir einkenni ranghugmynda og sér meira að segja ofsjónir. Það er atriði í myndinni þar sem hann virðist vera að fara á stefnumót með stelpu sem býr í stigaganginum hans en svo kemur í ljós að hann var að ímynda sér það allt.

Mynd á nafnspjaldi: https://i.pinimg.com/564x/ad/49/4f/ad494f365e6d9204e8ae53a923e819ec.jpg

Mynd á nafnspjaldi: https://i.pinimg.com/564x/ad/49/4f/ad494f365e6d9204e8ae53a923e819ec.jpg

Silver Linings Playbook

David O. Russell. 2012. Silver Linings Playbook (Imdb 7,7*).

David O. Russell. 2012. Silver Linings Playbook (Imdb 7,7*).

 

Silver Linings Playbook

 

Arnrún Bergljótardóttir and Dagný Björt Jakobsdóttir. 

Silver Linings Playbook is a film released in 2012, directed by David O. Russell and the screenplay of the film was written by David O. Russell and Matthew Quick (Wikipedia, n.d.). The film was not based on real events, but on a novel written by Matthew Quick himself. The main characters were played by Bradley Cooper (Pat), Jennifer Lawrence (Tiffany), Robert D (Pat’s father), Jackie Weaver (Pat’s mother), John Ortiz (Pat’s friend Ronnie), and Anupam Kher (Pat’s psychiatrist, Dr. Cliff Patel). Silver Linings Playbook was a highly successful film both by the standards of0 critics and awards (Wikipedia, n.d.). Internet Movie Database gave the film a high rating of 7.7 out of 10. The well-respected movie evaluator Rotten Tomatoes gave the film a high score of 92%. Finally, Metacritic gave the film yet another high score of 81%. The film was nominated for numerous awards and received many of them (Wikipedia, n.d.).

The plot

Silver Linings Playbook revolves mainly around the main character, Pat Solitano, and his life after leaving a mental hospital as a consequence of great mental distress. Pat Solitano was married to a woman named Nikki and they both were employed in a local elementary school. One afternoon, Pat caught his wife cheating on him with another teacher at the high school. When this incident took place Pat’s and Nikky’s wedding song was playing and that song became a trigger for Pat. When Pat discovered his wife and the teacher, he attacked the man and was sent to Baltimore State Mental Hospital. Later on, the doctors informed Pat that he was suffering from an undiagnosed Bipolar disorder. Pat later discovered that while he had been staying at the mental hospital his wife Nikky had filed for a divorce, moved away, and gotten a restraining order against him. Although his friends and family informed him of Nikky’s current status, Pat would not accept the truth. Pat still strongly believed that he was married to Nicky and that they were in love. Soon after Pat came back home from the mental hospital he met a woman named Tiffany who was dealing with some mental health issues of her own. After Pat and Tiffany had become closer, Tiffany offers to give Nikky a letter from Pat regardless of the restraining order against him. In return, Tiffany asks Pat to compete with her in a dance competition and he accepts. When the dance competition rolls around Pat runs into Nikky but quickly puts an end to their conversation to confess his romantic feelings for Tiffany.

Film of choice

Silver Linings Playbook was our film of choice for varied reasons. Critics, as well as mental health professionals, have voiced that Silver Linings Playbook is an accurate depiction of the struggles of mundane people coping with a mental illness in their everyday life (Wikipedia, n.d.). The main character, Pat, was clearly mentally ill but interestingly enough, he was possibly not the only character with mental health struggles. Tiffany portrayed numerous signs of Borderline personality disorder throughout the whole film, from her black and white thinking patterns to her difficulty in coping with rejection (Guðmundsson, 2014). Overall, Silver Linings Playbook gave an adequate representation of multiple mental illnesses packed into one film. Furthermore, the film is compacted with well-respected and successful actors who were able to portray mental disorders realistically. The last reason for choosing this film is because both of the writers of this essay have personal experiences with individuals with bipolar disorder. This further enabled the writers of this essay to notice symptoms of Bipolar disorder depicted in the film that are occasionally missed by others. Interestingly enough, Pat oftentimes displayed similar symptoms of Bipolar disorder as the individuals in our personal life have portrayed.

Pat Solitano’s backround

Pat Solitano displayed difficulties with his mood for most of his young adult life and beyond indicating that he could be suffering from a mental illness. Pat’s parents were married and his dad had recently lost his job and the relationship between them was mediocre at best. Pat’s father admitted that he did not spend enough time with him, and oftentimes did not give him the support he clearly needed. His mother Deloris however, was a very caring individual who really advocated for Pat, and often was co-dependent towards him and his mental struggles. Pat and his wife Nikki had been experiencing problems in their marriage. One of the main reasons behind his marital difficulties were due to his mood swings and mood episodes as well as his weight problems. Pat had been experiencing delusional thoughts concerning his wife a couple of days prior to his mental breakdown and when he caught her cheating on him Pat responded with severe violence towards the man involved in the infidelity. Pat proceeded to hit the man repeatedly in the face, threw him on the ground, and kicked him in the head, and was not far off from killing him. After Pat came out of the mental hospital people close to him tended to treat him differently than before. For example, his parents always doubted the nature of his mood and the reason behind his actions. Every time his mood swung up or down, his parents were concerned that it could be the start of a manic episode. However, the only person who treated him the same way before and after the mental hospitalisation was his childhood friend, Ronnie. Pat sought refuge often from Ronnie to escape people’s perception of him and Ronnie was always an honest and heartfelt confidant. Additionally, Tiffany played a vital role in Pat’s recovery as she often had a positive and calming effect on Pat. This is most likely due to the fact that they both struggled with their mental illness and were, therefore, able to understand exactly what the other person was going through.

Symptoms and possible diagnosis

Pat Solitero displays symptoms of Bipolar I disorder throughout the entire film. Bipolar I is defined by the American Psychiatric Association’s Diagnostic Statistical Manual of Mental Disorders (DSM-5) as a cluster of brain disorders that cause extreme fluctuation in a person’s mood, energy, and ability to function (Guðmundsson, 2014). Symptoms of Bipolar I include increased talkativeness, heightened self-esteem, and grandiosity, increased energy, goal-oriented activities, or irritability. Other symptoms include racing thoughts, decreased attention span, and increased risk-taking behaviors (Guðmundsson, 2014). The DSM-5 requires a person to have at least experienced one of the following manic episodes to receive a diagnosis of Bipolar I that is either a manic episode, hypomanic episode, major depressive episode. Oftentimes, Bipolar I disorder includes symptoms of delusional thoughts or delusional thought patterns (Guðmundsson, 2014). Pat had been experiencing delusional thoughts and paranoia concerning his wife Nikky and her ulterior motives towards him. Pat was having irrational beliefs that his wife and a teacher at the school were plotting against him although no evidence was found to back up his beliefs. This is a common occurrence with individuals who are experiencing manic episodes, they often believe that people close to them are plotting against them or are out to get them in some way (Guðmundsson, 2014). Pat also showed symptoms of delusional thoughts concerning his status with his ex-wife Nikki. Pat strongly believed that they were still a happily married couple experiencing slight problems in their marriage. Pat was dedicated to fixing the problems and that determination quickly turned into an obsession.

Individuals living with Bipolar I disorder and experiencing manic episodes tend to show increased irritability and anger when they are faced with difficulties or setbacks (Guðmundsson, 2014). Pat showed this symptom when he witnessed his wife cheating on him as he completely lost control of his temper. Although it is a common reaction to get angry, this sudden fit of rage would have possibly been less severe if Pat’s mental health was stable. Individuals suffering from Bipolar I are also prone to show an increase in energy and goal-directed activity in various areas of life (Guðmundsson, 2014). Pat displayed this particular symptom after he left the hospital when he suddenly became obsessed with exercising. His wife had complained about his weight while they were married and Pat’s only desire was to impress her causing him to become infatuated with exercising to impress Nikky, oftentimes wearing a trash bag. This increasing goal-directed activity is a criterion for Bipolar I but, delusions are also a common occurrence (Guðmundsson, 2014). On numerous occasions, Pat woke his parents up in the middle of the night with manic obsessions. He once woke his parents up in the middle of the night when he was not able to find his old wedding video with Nikky and completely lost his temper. This shows Pat’s decreased need for sleep and his manic tendencies which are both criteria for Bipolar I. Last but not least, an important criterion for Bipolar I includes increased talkative behavior or pressure to keep talking. Pat displayed a rash communicating style with other people, oftentimes blurting inappropriate comments without any rational thought. This comes into another criterion for Bipolar I disorder, having a flight of ideas and racing thoughts often resulting in a lack of communication skills. All in all, Pat portrayed five out of seven criteria for Bipolar I disorder with manic episodes in this film. The way his symptoms are presented and fit the criteria strongly suggests that he is, in fact, suffering from Bipolar I but, has yet to be diagnosed.

Speculation

In the film Silver Linings Playbook Pat clearly displays symptoms of manic episodes that fit the diagnostic criteria for Bipolar I. After watching the film the question that still remains unanswered is whether Pat’s prescribed medication helped him cope with his mental illness. Pat often refused to take his medication and the manic episodes continue to occur throughout the movie, however, in one scene Pat is seen taking medication. After Pat received his medication his mood became more stabilised and in turn, was more level-headed and had better control of his mood. The real question is whether the medication was the main cause for his change in mood and behavior. Furthermore, Pat’s father displays signs of mental illness as well, however, the viewers are never informed if this assumption is correct or not. It is well known that genetics play an influential role when it comes to mental illnesses. This knowledge helps us to assume that Pat was genetically disposed to acquiring a mental illness because of his father’s possible mental issues. However, this question stays unanswered during the entire film. Last of all, the main dilemma in Silver Lining’s Playbook is concerning Pat’s real mental diagnoses since he was never fully diagnosed with Bipolar Disorder, only told that he was suffering from undiagnosed Bipolar disorder.

Heimild: https://www.imdb.com/title/tt1045658/

Resources

  1. Guðmundsson, K. (2014). Flokkun geðraskana.

  2. Wikipedia. (n.d.). Silver Linings Playbook. Wikipedia The Free Encyclopedia.

  3. https://en.wikipedia.org/wiki/Silver_Linings_Playbook