RAY, David Parker - Tox Boy Killer

David Parker Ray.

David Parker Ray.

Edda Gerður Garðarsdóttir, Eva Björg Nåbye, Gintare Butkute og Halla Margrét Sigurðardóttir

Kynning efnis

David Parker Ray er raðmorðingi sem myrti yfir 60 konur. Hann kallaði sig toy-box killer því hann var með hjólhýsi sem hann kallaði toy-box þar sem hann fór með konurnar og pynti þær hrottalega. Hann myrti og píndi yfir 60 konur. Enn þann dag í dag hafa ekki verið sönnuð nein morð á hann þar sem hann setti líkin í Elephant stöðuvatninu og þar er eins og leir neðst á botninum við „gleypir“ allt. Pabbi hans var mjög langt genginn alkóhólisti, hann beitti konu sinni hryllilegu andlegu og líkamlegu ofbeldi og hélst ekki í neinni vinnu. Hann taldi son sinn þurfa góða karl-ímynd svo hann myndi alast upp sem alvöru karlmaður. Sambandið þeirra varð ógeðslegt og skrítið. Hann sýndi syni sínum gróft klám í fyrsta skiptið þar sem bindingar og sársauki var í aðalhlutverki, sagði hversu skemmtilegt svona kynlíf væri og hversu glatað það væri að mamma hans tæki ekki lengur þátt í þessu með honum. Þarna fannst honum hann vera að tengjast syni sínum, en David var ekki orðinn 10 ára. David fór að dreyma um að framkvæma svona gjörning einn daginn, það var enginn að kenna honum á lífið á réttan hátt eða bara kenna honum á lífið yfir höfuð. David var  misnotaður og píndur af frænku sinni í mörg ár til að stunda kynlíf fyrir hennar eigin unað. Í rauninni var þetta sem skemmdi hans hugmynd um kynlíf að eilífu og frá og með þessu tengdi hann sársauka og unað alltaf saman. Það eina sem vitað er um hvern hann drap er að hann hélt úti dagbók þar sem hann skrifaði allt ítarlega hvað hann gerði við konurnar, hvar, hvernig og nákvæma tímasetningu. Það eina sem hann gerði ekki var að skrifa nöfnin á fórnarlömbunum þar sem honum fannst það ekki skipta máli en vildi líta aftur í dagbókina til upplifa aftur spennuna og lostann. Á unglingsárum var hann með fantasíur um að nauðga, pynta og drepa konur. Svo þegar hann var komin á fullorðinsárin þá var hann búin að gifta sig og skilja fjórum sinnum. Eitt sinn var David og Cindy konan hans með fórnarlamb sem náði að sleppa út og sagði frá öllu sem hafi komið upp á. David fékk 224 ára fangelsisdóm fyrir allt sem hann hefði gert en var aldrei dæmdur fyrir morð, því það voru engar sannanir fyrir því. Á fyrsta formlega deginum sínum í fangelsi fær hann hjartaáfall og deyr (Inga Krisjánsdóttir, 2019).

Glæpurinn

 Talið er að David hafi verið að pynta og drepa fórnalömbin sín frá árinu 1950 til mars 1999. Hann pyntaði fórnalömbin sín með því að slá þær með svipum og keðjum. Einnig notaði hann klemmur, skurðblöð og sagir. David átti einhverskonar hjólhýsi sem hann var búin að sér útbúa og hljóðeinangra. Í hjólhýsinu var hann búinn að búa til aðstöðu til þess að pynta fórnalömbin sín. Í þessu hjólhýsi voru allskonar tæki og tól ætluð til pyntingar. Í loftinu var stór spegill vegna þess að David vildi að fórnalömbin hans gætu horft á sjálfa sig meðan hann var að pynta þær og nauðga þeim. Hann rændi konunum og byrlaði þeim lyf svo þær mundu ekki eftir þessum atvikum og sleppti þeim síðan eða drap þær. Konurnar vissu oft ekki hvað hefði gerst síðastliðnu daga (David, S., Wing, W. og Stanley, 2019).

Mynd úr hjólhýsinu hans David. Heimild: https://i.imgur.com/GMeDyC6.png.

Mynd úr hjólhýsinu hans David. Heimild: https://i.imgur.com/GMeDyC6.png.

David var ekki einn í þessu og höfðu félagar hans, kærustur og einnig dóttir hans Jesse Ray hjálpað honum og tekið þátt í þessum athöfnum. David átti nokkra samverkamenn sem tóku þátt í þessum athöfnum með honum. David kunni að lesa fólk og var góður í því að sannfæra einstaklinga til þess að gera það sem hann vildi. Með þessum hæfileika fékk hann fólk auðveldlega með sér í lið til þess að taka þátt í þessu öllu (Montaldo, C., Crime, I. F. I. og Montaldo, 2019).

David kynntist Cindy Hindy árið 1997. Cindy var 37 ára gömul, 20 árum yngri en David. Cindy átti einnig erfiða æsku. Hún var misnotuð af kærasta mömmu sinnar og var hent út og bjó á götunni frá því hún var tólf ára. Hún var fíkill og seldi einnig eiturlyf. Hún hafði einnig áhuga á sadisma og eftir að hafa kynnst David byrjaði hún smám saman að taka þátt í þessu öllu með honum. Það byrjaði með því að að hún hjálpaði honum að finna næstu fórnarlömb. Oft voru það einhverjar konur sem hún þekkti eða jafnvel vinkonur hennar. Seinna meir fór hún að taka þátt í því að ræna, pynta og nauðga konunum með honum en þó gerði David alltaf mestu vinnuna og hún horfði oft bara á atburðina (Margaritoff, M, 2020).

Árið 1999 kom David að konu sem hét Cynthia Vigil á bílastæði og þóttist vera lögreglumaður og sagði við hana að hún væri handtekin fyrir að vera selja sig. Hann setti hana í aftursætið í bílnum sínum og fór með hana í hjólhýsið sitt. Þar batt David hana niður á borð og næstu þrjá daga pyntaði hann Cynthiu og nauðgaði henni. Hann og Cindy pyntuðu fórnalambið með allskyns tólum og tækjum. Einnig spiluðu þau hljóð upptökur fyrir hana sem lýstu því nákvæmlega hvað þau ætluðu sér að gera við hana. Á þriðja degi tókst Cynthiu loks að flýja úr þessum aðstæðum. Cynthia hljóp niður veginn og leitaði sér að hjálp þar til einhver tók hana inn til sín og hringdi á lögregluna. David og Cindy voru handtekin, þau héldu því fram að Cynthia væri heróín fíkill sem þau væru að reyna að hjálpa afeitra. En lögreglan sá í gegnum þá lygi eftir að hafa skoðað heimili og hjólhýsið hans David. Þegar málið komst í fréttir komu fleiri fórnalömb fram sem höfðu verið rændar af David. Heimili David var rannsakað og ekki fundust neinar vísbendingar um manndráp eða neinar líkamsleifar en margar vídeómynda upptökur fundust af pyntingunum sem David framdi. Ekki var hægt að bera kennsl á neinar konur úr upptökunum. Talið er að hann seldi félögum sínum og öðrum mönnum þessar upptökur. Einnig hélt David dagbók, þar sem hann sagði ítarlega frá því sem hann gerði við konurnar. Hann fór út í nákvæmar lýsingar á hvernig hann drap þær en nefndi aldrei hvað hann hefði gert við líkin. David Parker Ray fékk 224 ára dóm fyrir mannrán, nauðganir og pyntingar. Kærasta hans Cindy vitnaði gegn David og sagði kviðdómnum frá 14 morðum sem David hafði framið og hvar hann hafði hent líkunum, hún fékk 36 ára dóm og slapp út í júlí 2019 og gengur núna laus. Einnig fékk dóttir hans Jesse Ray tveggja og hálfs ára dóm fyrir að hafa hjálpað í þessum athöfnum pabba síns (TheFamousPeople, 2020).

Persónan Sjálf

Foreldrar Davids voru þau Cecil og Nettie Ray en þau voru mjög fátæk svo þau bjuggu á litlum búgarði hjá foreldrum móður hans. Þar ólst David upp ásamt systur sinni Peggie. Faðir hans var alkóhólisti og var mjög ofbeldisfullur. Hann beitti konu sína bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi. Hann átti erfitt með að halda sér í vinnu en hvarf stundum af heimili þeirra dögum og vikum saman ef hann náði að verða sér út um svarta vinnu. Hann reyndi að mynda tengsl við börnin sín og ein leið hans til að mynda tengsl við David var að reyna að vera góð karlímynd fyrir hann svo hann yrði alvöru karlmaður. Samband David við föður sinn varð mjög sérstakt þar sem faðir hans sýndi honum ofbeldisfullt klám þar sem bindingar og pyntingar var megin áherslan. Hann sagði honum að slíkt kynlíf væri skemmtilegt og að honum þætti leiðinlegt að móðir hans tæki ekki lengur þátt í slíku með honum. David var í kringum 8 ára aldurinn þegar þetta byrjaði að eiga sér stað. Með þessu taldi faðir hans að hann væri að ná tengslum við son sinn og að hann væri að kenna honum að vera alvöru karlmaður, Þetta átti eftir að hafa gífurlegar afleiðingar á hugsunarhátt Davids og mótun afbrotaferils hans. David fór að dreyma um ofbeldisfullt kynlíf þar sem hann myndi beita konur líkamlegu ofbeldi. Þessar hugsanir áttu eftir að magnast hjá honum og verða ofbeldisfyllri með tímanum. Hann dreymdi um að framkvæma drauma sína einn daginn.

Móðir hans var lítið til staðar þar sem hún var líkamlega og andlega búin á því vegna ofbeldis sem hún varð fyrir af hendi eiginmanns síns. Þegar David var um 10 ára gamall flutti móðir hans í burtu frá þeim en hún flutti til systur sinnar sem var í um klukkustundar fjarlægð við David. Móðir hans er talin hafa átt við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða eftir að hún flutti til systur sinnar sem var einnig í neyslu. David var því vanræktur af móðir sinni þar sem hún sinnti honum lítið sem ekkert. 

Föðursystir Davids var fengin til að passa David af og til þegar þörf var á. Hún var í kringum 16 ára aldurinn en hún misnotaði hann kynferðislega. Hún naut þess að láta pynta sig kynferðislega. Hún var sem sagt masókisti og lét David pynta sig með ýmsum tólum sem hún fann. Þessi misnotkun átti sér stað í mörg ár. Frænka hans átti mjög erfitt andlega þar sem það var lítill sem enginn peningur til á heimili hennar og hún hafði fengið svipað uppeldi og David, svo ætla má að hún hafi átt erfitt með að greina á milli hvað væri rétt og rangt. David sem ungt barn er búin að verða fyrir misnotkun af hendi frænku sinnar og einnig af hendi föður síns þar sem hann sýndi honum ofbeldisfullt klám. Hugmyndir Davids um kynlíf voru því mótaðar mjög snemma og átti þetta eftir að setja mark sitt á hann það sem eftir var ævi hans.

Þegar David var 10 ára gamall var hann sendur til að búa hjá föður ömmu sinni og afa. Þar var mikið andlegt ofbeldi og voru systkinin vanrækt þar sem þau fengu litla sem enga athygli frá þeim nema einungis til að siða þau til og skamma.

Þegar hann varð unglingur tóku kynferðislegar ofbeldisfullar hugsanir sífellt meira pláss í huga hans. Hann fór að teikna upp tæki til að pynta konur og binda þær niður. Hann dreymdi um að hafa fulla stjórn yfir konum. Hann minnist þess að fyrsta hugsun hans um slíka framkvæmd átti sér stað þegar hann var einungis 10 ára gamall. Hann horfði á skólasystur sína í frímínútum í skólanum og ímyndaði sér hvernig væri að misnota hana með brotinni glerflösku. Hann skrifaði þetta hjá sér í dagbók.

Með tímanum urðu hugsanir hans ágengari og grófari og um 15 ára aldur nægði honum ekki að teikna upp og ímynda sér þessa ofbeldisverknaði heldur fann hann hjá sér að hann yrði að gera eitthvað í þessu. Því miður var hans lausn ekki sú að leita sér aðstoðar heldur framkvæmdi hann hugmyndir sínar. Hann byrjaði að leita að fórnarlömbum og þótti honum auðveldast að nálgast og lokka til sín konur sem áttu erfitt að einhverju leyti og voru líklega svolítið brotnar.

Árið 1956 var hann 16 ára og þá framdi hann sitt fyrsta morð. Hann rændi stelpu og fór með hana upp í fjall og lék sér að henni í 2 heila daga. Hann skaðaði hana svo mikið að hún lést af völdum áverka sinna. Nokkrum mánuðum eftir fyrsta morðið voru David og systir hans send til baka til foreldra pabba hans en þar gengu þau í nýjan skóla. Skólasystkini Davids lýstu honum sem vandræðalegum, feimnum, þöglum og skrítnum strák en hann roðnaði alltaf þegar hann talaði við stelpur. Hann var lagður í grimmt einelti af bekkjarbræðrum sínum. Þeir ýttu honum, lömdu hann og skemmdu eigur hans en David svaraði aldrei fyrir sig. Bekkjarsystkini hans héldu bara að hann væri lítill í sér og feiminn en engum datt í hug hvaða hugsanir væru að fara í gegnum huga hans og hvaða glæpi hann væri fær um að fremja (Inga Krisjánsdóttir, 2019).

Endir málsins

Það komst upp um David þann 22. mars árið 1999 þegar Cynthia Vigil náði að flýja. Lögreglan handtók David og rannsakaði heimili hans. Þegar þau fundu hjólhýsið í garðinum með öllum tækjunum sem hann notaði til pyntinga fannst lögreglustjóranum Rich Libicer líklegt, miðað við ummerkin, að Cynthia hafi ekki verið eina manneskjan sem David hafði tekið.

Þegar málið var birt í fréttamiðlum steig önnur kona kona fram, hún Angelica Montana sem sagði frá því að Cindy Hendy hefði boðið henni heim til David þar sem þau nauðguðu og pyntu hana yfir fjögurra daga tímabil. Hún grátbað Cindy um að sleppa henni og að lokum náði hún til hennar með því að segja henni frá barninu hennar sem beið eftir henni heima. Þegar hún sagði frá því sem hafði gerst á sínum tíma trúði lögreglumaðurinn henni ekki, það er þangað til að það var rannsakað nánar.

Í leitinni á húsi David fundu lögreglumennirnir myndir og myndbönd sem hann geymdi þar sem önnur kona sást í pyntingarklefanum hjá David, bundin og í slæmu ásigkomulagi. Það kom í ljós að konan hafi verið Kelly Van Cleave. Í fyrstu virtist hún ekki hafa munað eftir þessu enda var henni byrlað sterkum lyfjum en hafði samt fengið martraðir sem lýstu þessu lauslega og þegar hún var yfirheyrð byrjaði atvikið að rifjast upp fyrir henni.

Seinna meir fannst einnig hljóðupptaka þar sem David sagðist hafa rænt yfir 37 konum sem sannfærði lögregluna enn frekar um að hér væri um raðmorðingja að ræða þrátt fyrir að líkin af umræddum konum hafa aldrei fundist jafnvel eftir víðáttumikla leit um Elephant Butt Lake í New Mexico þar sem David var talinn hafa losað sig við þau.

Cindy Hendy og Jesse Ray voru einnig handteknar og í fyrstu vildu þær hvorugar segja neitt um málið. Það breyttist hins vegar þegar Cindy frétti að það væri stór möguleiki á að hún myndi fá lífstíðardóm í fangelsi og snerist gegn David og uppljóstraði öllu sem hún vissi um málið. Hún sagði lögreglunni að hún vissi af 14 konum sem hann hafði myrt og hélt því fram að hann hafi neytt hana í allt sem hún gerði. Í játningunni nefnir hún líka annan mann, hann Roy Yancy sem hafi átt þátt í að drepa eina konu. Þetta voru nýjar upplýsingar fyrir lögreglunni og tóku þeir Roy í varðhald sem játaði strax hvað hann hafði gert og var lögreglan því komin með tvö ný vitni.

Ákveðið var að halda þrjú mismunandi réttarhöld fyrir hverja konu, Cynthia Vigill, Kelly Garrett og Angelica Montano en Angelica lést stuttu fyrir hennar réttarhöld. Lögreglan hélt samt sem áður að þeir hefðu náð honum með játningunum frá Cindy og Roy en 5 mánuðum áður en að fyrstu réttarhöldin voru haldin neitaði Roy að bera vitni. Hann hafði fengið ógnandi bréf, líklegast frá David og játaði á sig annars stigs morð og fékk 30 ára fangelsisdóm. Þá var ein helsta von lögreglunnar vitnisburður Cindy en David hafði frétt af því að hún fór gegn honum og skrifaði henni ástarbréf sem hún kolféll fyrir og tók hún játninguna sína til baka og fékk 36 ára fangelsisdóm fyrir mannrán og pyntingar á bæði Cynthiu og Kelly.

Fyrstu réttarhöldin voru hjá Kelly og voru haldin í júlí árið 2000. Sýnd voru myndböndin af Kelly en þau voru ekki í mjög góðri upplausn og náði lögfræðingurinn hjá David að sannfæra nokkra í kviðdómnum að þau hafi stundað kynlíf með samþykki og málinu var vísað frá dómi.

Í seinni réttarhöldunum sem áttu sér stað í september 2001 leit út fyrir að David myndi sleppa laus en Cynthia var samt sem áður áreiðanlegt vitni þar sem hún mundi betur eftir atburðunum sem áttu sér stað. Það sem enginn bjóst hins vegar við var að skyndilega vildi David dómssátt (e. plea deal) til þess að dóttir hans, Jesse, myndi sleppa við refsingu. David var því dæmdur í 224 ár í fangelsi fyrir mannrán, nauðganir og pyntingar en ekki var hægt að binda hann við nein morð. Jesse fékk tveggja og hálfs árs dóm og fimm ár í skilorð.

Í maí árið 2002 sagði David að hann ætlaði að játa allt sem hann hafði gert en rétt fyrir fundinn dó hann úr hjartaáfalli aðeins átta mánuðum eftir að hann var dæmdur sekur (Inga Kristjánsdóttir, 2019).

Mælikvarðarnir

 

Fyrsti mælikvarðinn. Stone 22

Hægt er að tengja þetta við flokk 21 í Stone 22 mælikvarðanum þar að segja andfélagslegir persónuleikar sem fremja ýktar pyntingar en ekki er vitað að til þess að þeir hafi drepið. Þetta á vel við að því leyti að við vitum að hann var að pynta fórnarlömbin sín með ýktum aðferðum, til dæmis það að hann var með sérstakt hljóðeinangrað hjólhýsi með allskyns tækjum og tólum til þess að fremja þessa glæpi sem eru frekar ýktar aðferðir. Einnig er ekki búið að sanna nein morð á hann og þó svo að hann sé talinn hafa drepið um 60 konur þá eru engin lík eða sönnunargögn fyrir því. Hann átti það líka til að sleppa fórnalömbum sínum eða jafnvel selja þær þegar hann var búinn að pynta þær. Þetta sýnir það skýrt að hans aðalmarkmið var ekki að drepa konurnar, heldur pyntaði hann þær sér til unaðar. Við teljum það líklegt að hann hafi þróað þetta viðhorf með sér út frá blöðunum sem hann fékk frá föðir sínum þegar hann var ungur strákur og einnig hafði systir David fundið einnig teikningar sem hann hefði gert sem voru mjög grófar myndir af pyntingum og nauðgunum þegar hann var unglingur. Við teljum að þetta hafi þróast út frá þessu.

Annar mælikvarðinn. CCM. Crime Classification Manual

Annar mælikvarði sem hægt er að tengja þetta við CCM mælikvarðann. Flokkur 134 sem er Sexual Homicide Sadistic passar vel við þetta mál. Flokknum er lýst sem einstaklingi sem stundar það að pynta einstaklinga og fær kynferðislega örvun út úr því. Einstaklingur notast við ýktar aðferðir og oft pynta þessir einstaklingar aðra þar til það leiðir til dauða fórnarlambsins. Brotamaðurinn fær mesta ánægju út frá viðbrögðum fórnalambsins við pyntingunum sem þær upplifa. Þetta á vel að því leyti að David pyntaði og nauðgaði konunum og vildi að fórnalömbin myndu sjá sjálfa sig og því var spegill fyrir ofan pyntingar borðið svo þær gætu auðveldlega séð allt sem hann væri að gera við þær. Einnig tók David allar pyntingarnar upp og horfði á þær aftur og aftur. Hægt er að segja að hann hafi þróað þessa hegðun með sér út frá sadísku klámblöðunum sem faðir hans gaf honum þegar hann var ungur strákur. Með því að hafa verið að skoða þannig klámblöð þróaði hann með sér óheilbrigt viðhorf gagnvart kynlífi og gat ekki fullnægt þörfum sínum án þess að pynta og nauðga konum. Hann átti það til að halda konunum í marga daga og pynta þær og að lokum sleppti hann þeim eða drap þær.

Þriðji mælikvarðinn. Dauðasyndinar 7 – losti

Talið er að allir glæpir flokkist undir eina af dauðasyndunum sjö en þær eru losti, matgræðgi, græðgi, leti, reiði, öfund og stolt. Glæpir David Parker Ray myndu flokkast undir losta (e. lust) sem er skilgreind sem illsku vegna frávika í kynferðis- og persónulegum samskiptim, s.s. í sadisma, masókisma og yfirgangssemi. David nauðgaði og pynti konur fyrir kynferðislega ánægju og viðurkenndi fyrir systur sinni þegar hann var aðeins fjórtán ára gamall að hann njóti ekki kynlífs nema með því að meiða konur. Í hljóðupptökunni sem fannst og var spiluð fyrir fórnarlömb hans segir hann að hann ætli að temja konurnar og gera þær að kynlífsþrælum. Þær skuli fylgja hans reglum því annars verða þær alvarlega meiddar og jafnvel drepnar. Hann segir að konurnar sem hann tekur séu ungar með ”fallegan” líkama því að hann nýtur þess best þegar þær eru ungar því að þær geta best uppfyllt kynferðislega löngun hans. Þegar hann er kominn með leið á ”leikföngunum” sínum drepur hann þær eða dópar þær svo mikið upp að þær muna ekki eftir því sem gerðist og finnur sér ný fórnarlömb. Dótið í “dótakassanum” hans er verðsett á rúmlega 100.000 dollara og er allt notað til að pynta og nauðga konum.

 

Fjórði mælikvarðinn. DSM-5: Geðraskanir – Sadismi

Til að einstaklingur geti greinst með sadisma þurfa eftirfarandi einkenni að vera til staðar. Í sex eða fleiri mánuði þarf einstaklingurinn að hafa fundið fyrir kynferðislegri örvun af líkamlegu eða andlegu ofbeldi annarrar manneskju. Einstaklingur hefur framkvæmt þessar fantasíur án samþykki einstaklings eða fantasíurnar hafa slæm áhrif á mikilvæga þætti í lífinu, svo sem vinnu eða sambönd.

David naut þess að pynta konur fyrir sína eigin kynferðislegu örvun. Hann notaðist við ógeðfelldar aðferðir til að veita þeim sársauka, batt þær niður, setti ólar á þær og notaði ýmis tæki. Þær áttu að kalla hann ”master” þegar þær ákölluðu hann því annars var þeim refsað verr. Speglar voru í hjólhýsinu hans svo að fórnarlömbin hans og hann sjálfur gátu horft á það sem var að gerast að hverju sinni ásamt því að taka myndbönd til að horfa á síðar. Hann hræddi þær með hljóðupptöku þar sem hann nefndi alla hluti sem hann ætlaði að gera við konurnar í miklum smáatriðum, um hvernig þær ættu að haga sér og notar jafnframt mjög niðrandi orð til að sýna fram á að þær munu verða hans eign.

David gerði þetta töluvert lengur en sex mánuði en alveg frá unglingárum hans hafði hann haft áhuga sadískum gjörðum þar sem hann átti mikið af klámblöðum sem innihéldu mjög gróft klám og teiknaði jafnan sjálfur þessar fantasíur.

Fimmti mælikvarðinn. DSM-5: Persónuleikaraskanir - Andfélagsleg persónuleikaröskun

Andfélagslega persónuleikaröskun er þannig skilgreind að gerandinn er að brjóta á réttindum annarra og á sér stað allt frá 15 ára aldri. Manneskja sem er með andfélagslega persónuleikaröskun notar endurteknar lygar og blekkir aðra til ánægju eða sér í hag. Sjá ekkert að sér, sýna engin viðbrögð við misnotkun, þjófnað eða meiðsl. Manneskjan getur líka verið með hvatvísi eða skort á áætlanagerð.

David var með andfélagslega persónuleikaröskun, hann laug stanslaust af fórnarlömbunum sínum sem hann var að ná til sín. Oft sagði hann við þær að hann væri lögregla og gæti skutlað þeim heim til dæmis, síðan fór hann með þær heim til sín. David sá ekkert að sér við það sem hann var að gera þegar hann var að misnota konurnar, hann gat aldeilis pyntað konurnar þar til það leið yfir þær eða jafnvel dóu síðan fór hann og losaði sig við líkið eins og ekkert væri eðlilegra.

Sjötti mælikvarðinn, Mindhunter kenningin

Samkvæmt Mindhunter kenningunni þarf morðinginn að hafa framið að minnsta kosti 3 morð á 3 mismunandi stöðum en David uppfyllir þær kröfur kenningarinnar fyllilega. Til að uppfylla skilgreiningu um raðmorðingja þarf hann einnig að eiga tímabil á milli morða en David átti slík tímabil.

Fyrsti þáttur kenningarinnar er að flestir raðmorðingjanna séu hvítir einhleypir karlmenn. Þar sem David var ungur að aldri er hann byrjaði að fremja morðin var hann einhleypur á þeim tíma og átti ekki marga að. Þó á fullorðins árum hafði hann gifst og skilið fjórum sinnum svo dæma má um hvort fyrsti þátturinn einkenni David þar sem hann var einhleypur þegar hann framdi fyrstu morðin sín en giftist þó á fullorðinsárum.

Hann var líklega nokkuð yfir meðalgreind þar sem hann fékk mikið af háum einkunnum en hann fékk hæstu einkunn þegar hann útskrifaðist úr flugvirkjanámi á fullorðinsárum. Var honum lýst sem klárum og yfirburðar nemanda og er það lýsandi fyrir annan liðinn í kenningunni.

Þrátt fyrir góða greind og velgengni í skóla námslega séð átti hann í erfiðleikum með samskipti og átti síðar gloppóttan atvinnuferil þar sem hann átti erfitt með að haldast í vinnu og hvarf reglulega frá heimili sínu til að sækja sér svarta vinnu sem honum bauðst til að redda sér fyrir horn. Í þriðja lið er reiknað með að morðingjarnir eigi erfitt með nám þrátt fyrir góða greind sem virðist þó ekki eiga við um David.

Fjórði liður á þó vel við hann þar sem mörg vandamál áttu sér stað innan fjölskyldu hans á uppeldisárum svo sem vanræksla, ástleysi, fíkniefnaneysla, áfengisneysla og líkamlegt ofbeldi af hendi foreldra hans og frænku.  Samskipti á milli foreldra hans voru slæm og mikið ofbeldi átti sér stað þeirra á milli. David fluttist á milli ömmu sinnar og afa í föðurætt og móðurætt og fékk á hvorugum staðnum ást umhyggju og hlýju heldur í raun andstæðu þess. David fékk litla sem enga athygli nema þegar hann var skammaður. Honum var hafnað af föður sínum nema eina tengingin sem hann fékk við hann var þegar hann sýndi honum ofbeldisfullt klám. Þó er tekið fram í kenningunni að algengt er að raðmorðingjarnir alist upp hjá einstæðum mæðrum sínum en það er ekki lýsandi fyrir David.

Fimmti liður lýsir langri sögu geðrænna vandamála í fjölskyldu, en fjölskylda Davids átti sér sögu um geðræn vandamál svo sem alkóhólisma og fíknivanda. Frænka Davids sem misnotaði hann virtist einnig hafa átt sambærilega reynslu og David á uppeldisárum sínum svo ætla má að það sem gerðist inni á heimili Davids var einnig að eiga sér stað að einhverju leyti hjá öðru skyldfólki hans. Því má gera ráð fyrir einhverskona geðrænum vandamálum þar einnig.

Í sjötta lið er vísað til þess að morðingjarnir hafi orðið fyrir misnotkun bæði andlega, líkamlega og kynferðislega en allir þessir þættir lýsa uppeldisárum Davids. Hann átti hvergi skjól í raun þar sem hann varð einnig fyrir grófu einelti í skóla. Gróf misnotkun sem David varð fyrir hafði skýr merkjanleg áhrif á hegðun hans á unglings og fullorðinsárum.

Sjöundi liður kenningarinnar er þó kannski ekki jafn skýr hjá David en þar er því lýst að vegna yfirþyrmandi móður, myndi þeir djúpt hatur í garð kvenna. Þó er ekki ljóst hvort móðir Davids hafi verið mjög yfirþyrmandi en ljóst er að hún var lítið sem ekkert til staðar fyrir hann en flest bendir til  að um vanrækslu hafi verið að ræða. Einnig er það tekið fram að neikvæðar tilfinningar geta mótast í garð fjarlægra og fjarverandi feðra og má leiða líkur að því að það hafi verið tilfellið hjá David. Eina tengingin sem hann fékk við pabba sinn var í gegnum gróft klám og er það líklega eina tengingin sem hann myndaði við nokkra manneskju almennt í æsku. Þó bendir ekkert til þess að hann hafi lent í útistöðum við yfirmenn sína nema það að hann átti erfitt með að haldast í starfi.

Áttundi liður á þó ekki við um David þar sem kerfið hefur líklega brugðist honum. Í þeim lið er tekið fram að morðingjarnir eiga við geðræn vandamál að stríða sem börn en ætla má að það hafi átt vel við David. Þó lenti hann seint í kerfinu þar sem hann var ekki settur á munaðarleysingjaheimili né unglingaheimili og var mjög seint dæmdur í fangelsi fyrir alla þá ofbeldisverknaði sem hann framdi. En í áttunda lið er reiknað með að morðingjarnir hafi snemma lent í útistöðum við kerfið.

Í níunda lið er því lýst að vegna mikillar einangrunar og haturs þeirra á samfélaginu eru þeir oft í sjálfsmorðshættu sem unglingar en slíkar upplýsingar virðast ekki vera fyrir hendi. Þó braust út mikil reiði innra með honum.

Tíundi liður lýsir David mjög vel þar sem hann sýndi mikinn og viðvarandi áhuga á ofbeldisfullri kynlífshegðun og var með sérstakan áhuga á ofbeldisfullu klámi og pyntingum sem hann  síðan framkvæmdi endurtekið.

Heimildaskrá

 

  1. Blundell, N. (2010). Serial Killers: The World’s Most Evil. Grub Street Publishers.

  2. Inga Kristjánsdóttir. (2019, 5. ágúst). Illverk. https://illverk.is/.

  3. Morbid: A True Crime Podcast, Episode 20: David Parker Ray AKA “The Toy Box Killer” Morbid: A True Crime Podcast, Episode 21: The Toy Box Killer & All His Pals Part 2.

  4. David Parker Ray: The Toy Box Killer (Full Documentary). (2019). Sótt 4. nóvember 2020 af https://www.youtube.com/watch?v=nwwhd7VzFLI&feature=youtu.be&t=2312.

  5. David Parker Ray’s Audio Tape Transcript. (2012, 10. ágúst). David Parker Ray’s Audio Tape Transcript. Sótt 4. nóvember 2020 af http://thinkingaboutphilosophy.blogspot.com/2012/10/david-parker-rays-audio-tape-transcript.html.

  6. David, S., Wing, W. og Stanley, S. (2019, 25. nóvember). Case Studies On David Parker Ray WOW Essays. Sótt 4. nóvember 2020 af https://www.wowessays.com/free-samples/case-study-on-david-parker-ray/.

  7. david-parker-ray-and-cindy-hendy.jpg (900×477). (e.d.). Sótt 4. nóvember 2020 af https://allthatsinteresting.com/wordpress/wp-content/uploads/2020/09/david-parker-ray-and-cindy-hendy.jpg.

  8. Margaritoff, M. (2020, 29. ágúst). When She Found Out Her Boyfriend Was A Serial Killer, She Helped Him Find New Victims. Sótt 4. nóvember 2020 af https://allthatsinteresting.com/cindy-hendy.

  9. Montaldo, C., Crime, I. F. I. og Montaldo,  fraud our editorial process C. (2019, 16. ágúst). David Parker Ray Kidnapped Women, Enslaved, and Raped Them. Sótt 4. nóvember 2020 af https://www.thoughtco.com/profile-of-serial-rapist-david-parker-ray-973147.

  10. Muro, M. (2020, 29. júní). How „Toy Box Killer“ David Parker Ray And Cindy Hendy Tortured Women | Crime News. Sótt 4. nóvember 2020 af https://www.oxygen.com/killer-couples/crime-news/how-toy-box-killer-david-parker-ray-and-cindy-hendy-tortured-women.

  11. TheFamousPeople.com. Who was David Parker Ray? Everything You Need to Know. (e.d.). Sótt 4. nóvember 2020 af https://www.thefamouspeople.com/profiles/david-parker-ray-36371.php.