RIDGWAY, Gary Leon - Green River Killer

Gary Ridgway.

Gary Ridgway.

Rebekka Steinarsdóttir, Katrín Hrönn Harðardóttir, Tinna Rós Sigurðardóttir, María Ýr Leifsdóttir

Kynning efnis

Gary Leon Ridgway.

Gary Leon Ridgway.

Gary í fangagallanum.

Gary í fangagallanum.

Heimild: https://www.google.com/search?q=green+river+killer+red+prison+suit&tbm=isch&hl=is&sa=X&ved=2ahUKEwiNrNGX6uvsAhUY7xoKHR3LAG8QBXoECAEQEw&biw=837&bih=684#imgrc=hl7flaHyywgyMM .

Gary Leon Ridgway er þekktur sem hinn afkastamesti raðmorðingi í sögu Bandaríkjanna. Hann fékk viðurnefnið „Green River Killer“ sökum þess að fyrstu fimm líkin fundust í ánni Green River í vesturhluta Bandaríkjanna. Morðin áttu sér stað á tímabilinu 1980-1998 en grunur liggur fyrir að hann hafi verið að myrða fram að árinu 2001. Ridgway var handtekinn árið 1982 og aftur árið 1984 fyrir kaup á vændi og ofbeldi. Lögreglumennirnir sem handtóku Ridgway grunuðu hann sem morðingjann á fórnarlömbunum sem fundust í Green River. Í kjölfarið var hann beðinn um að taka lygamælapróf (e. polygraph test) sem hann stóðst.

Fórnarlömb hans voru allra helst konur í kynlífsvinnu eða ungar stelpur sem höfðu strokið að heiman (e. runaways). Árið 2001 sem var þá 20 árum frá því að fyrsta Green River morðið var uppgötvað hófst leitin af Green River Killer morðingjanum á ný þökk sé rannsóknarlögreglumönnunum Reichert og Kraske. Myndað var sérstakt teymi innan King County lögreglunnar af rannsóknarlögreglumönnum og öðrum fagaðilum. Samkvæmt Seattle Times var þetta stærsta lögregluteymi sem hefur verið síðan Ted Bundy rannsóknin átti sér stað 10 árum áður. Bundy bauð fram aðstoð sína í málinu og mætti segja að hann hafi verið einn af aðalráðgjöfunum í leitinni að Green River Killer. Árið 2001 með þróun lífsýna (e. DNA) var hægt að rekja hársýni og sáðlát af morðvettvöngum til Ridgway og hafði lögreglan því áreiðanleg sönnunargögn til þess að handtaka hann.

Þann 5. nóvember árið 2003 náði Ridgway að komast undan því að fá dauðarefsingu með því að játa á sig morðin á alls 48 konum, sem flestar voru myrtar á árunum 1982 til 1984. Ennfremur þurfti Ridgway að vinna með yfirvöldum og hjálpa þeim að staðsetja hvar líkin sem ekki höfðu verið fundin voru. Ridgway játaði þó að hafa myrt 71 ungar konur en var sakfelldur fyrir 48 morð. Grunur liggur þó á að tala fórnalamba gæti verið hátt í 90 í heildina. Ridgway var að lokum dæmdur með 48 lífstíðardóma án möguleika á skilorði. Einnig bættust við 10 ár ofan á 480 ára lífstíðardóm hans fyrir það að eiga við öll líkin. Árið 2011 fannst annað lík sem var hægt að rekja beint til hans og í kjölfar þess fékk hann annan lífstíðardóm til viðbótar við hina 48. Gary Ridgway er enn á lífi í dag og afplánar dóm sinn í Washington State fangelsi í Walla Walla, Washington. Hann er 71 ára.

1200x0.jpg
Picture 1.png

Heimild: https://www.google.com/search?q=green+river+killer+prison+photo+and+details+about+him&tbm=isch&ved=2ahUKEwi44ovM6uvsAhUF4oUKHeagCVcQ2-cCegQIABAA&oq=green+river+killer+prison+photo+and+details+about+him&gs_lcp=CgNpbWcQAzoECCMQJzoECAAQEzoICAAQBRAeEBM6CAgAEAgQHhATUKW4AViS7wFgjfEBaABwAHgAgAF8iAHXGJIBBDM0LjKYAQCgAQGqAQtnd3Mtd2l6LWltZ8ABAQ&sclient=img&ei=cymkX_jcL4XElwTmwaa4BQ&bih=684&biw=837&hl=is#imgrc=Ze5zvSZ9-JnJtM .

Gary Ridgway byrjaði að fremja glæpi fremur ungur. Þegar hann var aðeins 16 ára gamall stakk hann sex ára gamlan strák í síðuna. Hann labbaði í burtu hlæjandi og sagði „ég hef alltaf velt því fyrir mér hvernig það væri að drepa aðra manneskju.“ Ungi strákurinn lifði árásina af og var Ridgway ekki handtekinn fyrir glæpinn. Hann stundaði íkveikjur ásamt því að pynta og drepa dýr. Eins og áður var nefnt er Gary Ridgway þekktur sem einn afkastamesti raðmorðingi í sögu Bandaríkjanna. Fórnarlömbin hans voru allra helst konur í kynlífsvinnu eða ungar konur sem höfðu strokið að heiman.

Aðferðin

Ridgway eyddi auðsjáanlega miklum tíma í að skipuleggja glæpi sína. Hann valdi sér fórnarlömb sem auðvelt væri að ná til og yrði ekki saknað strax. Ásamt því að hafa óbeit af konum í kynlífsvinnu gat hann auðveldlega fengið þær til að koma með sér. Það sama gilti um ungar stúlkur sem struku að heiman. Hann taldi að meiri líkur væru að þessar konur yrðu aldrei tilkynntar týndar. Hans orð voru „Ég valdi vændiskonur af því ég hélt að ég gæti drepið eins margar og ég vildi án þess að nást.“ Þessi ástæða telst þó ekki vera sú eina fyrir því að hann valdi vændiskonur sem eina tegund fórnarlamba sinna. Hann sagðist einnig hata þær og vildi ekki borga þeim fyrir kynlíf, ef hann dræpi þær þá gæti hann fengið peningana sína til baka. Það var auðvelt fyrir hann að nálgast konur í kynlífsvinnu því hann þurfti einungis að sækjast í þjónustu þeirra og þykjast vera í viðskiptum við þær. Hann þurfti þó að leggja meiri vinnu í að öðlast traust þessara og til þess var hann sem dæmi með mynd af syni sínum í veskinu sínu. Myndin var auðsjáanleg þegar hann sýndi stelpunum skilríkin sín og öðlaðist hann þannig traust þeirra sem „venjulegur“ fjölskyldumaður. Einu sinni gekk hann svo langt að fá stelpu upp í bílinn sinn þegar hann var með son sinn í för með sér en hann lét son sinn þá bíða í bílnum á meðan hann fór með stelpuna út í skóg til að nauðga henni og myrða hana að lokum.

Hann kyrkti fórnarlömb sín því honum fannst skotvopn vera sóðaleg, hávær og ekki nægilega persónuleg. Hann notaði oftast hendurnar en stundum notaði hann aðra hluti eins og reimar, sokkabuxur eða annað sem hann gat fundið til þess að kyrkja þær. Hann stundaði kynlíf með þeim og eftir nokkrar mínutúr vafði hann framhandleggnum utan um háls þeirra og notaði hina hendina til að toga eins fast aftur á bak og hann gat þar til þær hættu að anda. Hann drap flest fórnarlömb sín á heimili sínu, vörubíl sínum eða á afskekktu svæði.

Hann losaði sig oftast við líkin á stöðum þar sem aðgengi var auðvelt svo hann gæti heimsótt þau aftur til að stunda kynlíf með þeim. Ridgway hafði afbrigðilega kynferðislega löngun að hafa samfarir við líkin og segir hann sjálfur að hann hafa þurft að losa sig við þau fjær heimili sínu svo hann myndi vonandi á endanum hætta því.

Ridgway var skipulagður þegar kom að því að villa fyrir lögreglunni til dæmis með því að færa líkin á annan vettvang en morðið átti sér stað. Í sumum tilfellum kom hann sígarettustubbum fyrir á morðvettvangi eða öðrum hlutum í eigu annarra sem átti að villa fyrir lögreglunni við rannsókn málsins. Einnig skipti hann um dekkin á bifreið sinni svo ekki væri hægt að rekja dekkjaför sem mögulega gætu fundist á morðvettvangi til hans. Hann fékk konurnar til þess að nota salernið rétt áður en þau stunduðu kynlíf þar sem hann vissi að látin manneskja gæti ekki haldið í sér líkamsvessum eins og þvagi og hægðum.

Fórnarlömbin.

Fórnarlömbin.

Heimild: https://www.google.com/imgres?imgurl=https%3A%2F%2Fs.hdnux.com%2Fphotos%2F24%2F47%2F20%2F5403651%2F5%2FrawImage.jpg&imgrefurl=https%3A%2F%2Fwww.seattlepi.com%2Fseattlenews%2Farticle%2FGreen-River-Killer-Gary-Ridgway-s-victims-in-4954284.php&tbnid=pyyg_MyLILzq5M&vet=12ahUKEwit-7fwqNjsAhUWs6QKHR3xDt8QMygDegUIARCFAQ..i&docid=T3qbc_POuKyeaM&w=1720&h=960&q=the%20green%20river%20killer&ved=2ahUKEwit-7fwqNjsAhUWs6QKHR3xDt8QMygDegUIARCFAQ .

Endir málsins

Eins og áður kom fram var Gary Ridgway sakfelldur fyrir 49 morð á konum á árunum 1982 – 1998 í Washington fylki. Hann náði að forðast handöku þar til 2001 þegar rannsóknarlögreglumaðurinn Dave Reicher bað um að gömul sönnunargögn yrðu endurskoðuð með nýþróaðri lífsýna (e. DNA) tækni. Í greiningunni kom fram samsvörun milli sönnunargagna frá fórnarlömbunum og Rigdway. Hann var handekinn 30. nóvember 2001 þegar hann var að fara heim úr vinnunni. Hann var ákærður fyrir fjögur morð í desember 2001. Hræddur við að fá dauðarefsingu gerði Rigdway samning við rannsóknalögreglumenn um að sýna þeim hvar hann hefði falið lík kvennanna sem aldrei höfðu fundist ásamt því að játa á sig sök í framtíðar málum þar sem játning hans gæti verið rökstudd með sönnungargögnum. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2003 eftir að hafa framið fleri morð en nokkur annar raðmorðingi í sögu Bandaríkjanna. Eiginkona hans Judith Mawson sleit öllu sambandi við hann eftir að hann játaði að hafa framið morðin. Hann reyndi ítrekað að hringja og skrifa henni bréf úr fangelsi en hún svaraði þeim aldrei og sótti um skilnað. Sonur hans hefur ekki rætt opinberlega um föður sinn síðan 2003 þá 28 ára og er ekki vitað hvort hann hélt einhverju sambandi við hann.

Hann afplánar nú dóm sinn í Washington State fangelsi þar sem hann mun vera þar til hann deyr. Hann er aðskilinn öðrum föngum vegna frægðar og eigin öryggis. Hann er í klefa sínum í 23 klukkustundir á dag og fær að fara út í eina klukkustund fimm sinnum í viku.

 

Persónan sjálf

Picture 1.png

Heimild: https://www.google.com/imgres?imgurl=https%3A%2F%2Fstatic.thegatewaypundit.com%2Fwp-content%2Fuploads%2FGary-Ridgway-Green-River-Killer.jpg&imgrefurl=http%3A%2F%2Fwww.hideoutnow.com%2F2020%2F04%2Ffamily-forced-to-relive-horror-as-far.html&tbnid=GrxZ8QWfktzVDM&vet=12ahUKEwit-7fwqNjsAhUWs6QKHR3xDt8QMyhhegQIARB5..i&docid=geFVs38OD_WlqM&w=1200&h=600&q=the%20green%20river%20killer&ved=2ahUKEwit-7fwqNjsAhUWs6QKHR3xDt8QMyhhegQIARB5 .

Gary Leon Ridgway eða „Green River Killer“ er fæddur árið 1949 í Salt Lake City, Utah í Bandaríkjunum og flutti síðan til Washington. Ridgway ólst upp með foreldrum sínum, Thomas Newton Ridgway og Mary Rita Ridgway ásamt bræðrum sínum tveimur. Faðir hans starfaði sem bílstjóri og kvartaði oft á tíðum undan konum sem störfuðu við kynlífsvinnu á götum borgarinnar og var Ridgway oft vitni af því sem faðir hans hafði að segja um þessar konur. Faðir hans vann einnig í líkhúsi og sagði hann Ridgway oft sögur frá því að samstarfsfélagar hans áttu kynferðislega við líkin. Þar af leiðandi uppgötvaði Ridgway fyrirbærið líkhneigð (e. Necrophilia) sem varð eitt af blæti Ridgway í framtíðinni. Hann sagði seinna meir að hann hafði alist upp við það að eðlilegt væri að stunda kynlíf með líki.

Ridgway varð fyrir ofbeldi af höndum föður síns ásamt móður sinni. Foreldrar Ridgway voru ekki einungis ofbeldisfullir gagnvart Ridgway og bræðrum hans heldur einkenndist samband þeirra af barsmíðum gagnvart hvort öðru sem Ridgway var oft vitni að. Móðir hans var ströng í uppeldinu og beitti Ridgway tilfinninga-, líkam- og kynferðislegu ofbeldi. Einhverra hluta vegna náði Ridgway aldrei að gera móður sinni til geðs. Á yngri árum Ridgway hafði hann tilhneigingu til að missa þvag í svefni sem móðir hans refsaði honum fyrir með því að þrífa á honum kynfærin fyrir framan aðra sem endaði oft með sáðláti gegn hans vilja. Í kjölfarið fór hann að finna fyrir blendnum tilfinningum gagnvart móður sinni. Ridgway hafði jafn mikla draumóra um að myrða móður sína og að stunda kynlíf með henni. Talið er að Ridgway hafi þróað með sér Ödipusarduld. Ridgway hataði veikleika föður síns og þráði ekkert meira en að hafa meiri stjórn yfir kvenfólki heldur en hann. Satt má segja að uppeldi Ridgway hafi ekki verið upp á marga fiska og hafi haft víðtæk áhrif á hann.

Ridgway var ekki framúrskarandi námsmaður vegna greindarvísitölu hans sem var einungis 82 ásamt því að hann var lesblindur. Eftir að hafa náð að útskrifast úr menntaskóla þá gekk hann í herinn þar sem hann fór að sækjast í konur sem stunduðu kynlífsvinnu. Út frá því fékk hann lekanda sem stoppaði hann þó ekki að sækjast í þjónustu þeirra.  Á þeim tíma var hann giftur fyrstu eiginkonu sinni en hjónaband þeirra entist aðeins í eitt ár. Í öðru hjónabandi hans eignaðist hann einn strák og var ofbeldisfullur gagnvart þáverandi eiginkonu sinni sem endaði að lokum með skilnaði. Ridgway var stranglega kristinn trúaður, las Biblíuna spjaldanna á milli og sóttist í kirkjusamkomur. Ridgway gekk í þriðja og seinasta hjónabandið sitt með Judith Mawson. Hún lýsti Ridgway sem blíðum og ábyrgum einstaklingi sem alltaf væri hægt að stóla á. Fyrrverandi makar hans sögðu hann einnig hafa óhóflega mikinn áhuga á kynlífi og þá sérstaklega á opnum vettvangi sem komst síðar í ljós að það væru þeir vattvangar sem morðin voru framin. Hann þróaði með sér kynlífsfíkn, átti stundum nokkrar kærustur í einu og stundaði einnig reglulega kynlíf við vændiskonur.

Fjölskyldan hans lýsti honum sem vingjarnlegum einstaklingi en samt sem áður skrítnum og feimnum með lítið sjálfstraust sem lét lítið fyrir sér fara. Hans helstu erfiðleikar var að sýna nánd í nánum samskiptum og að upplifa höfnun frá öðrum.

Ridgway vann í verksmiðju við að mála flutningabifreiðar í 32 ár þar til hann var handtekinn. Einnig var hann áhugasamur um starfsemi lögreglunnar og sótti um starf sem lögreglumaður án árangurs. Samstarfsmenn lýstu Ridgway sem metnaðarfullum starfskrafti og þekkti hann alla samstarfsmenn sína nógu vel til þess að heilsa þeim. Það voru þó nokkrar konur sem unnu á sama vinnustað og Ridgway sem sögðu frá því að með honum fylgdi óþægileg nærvera. Hann nálgaðist þær oft að aftanverðu til þess að nudda á þeim axlirnar og reyndu þær þá samviskusamlega að komast undan honum. Óhætt er að segja Rigdway hafði  margar hliðar hvort sem hann var vingjarnlegur og áreiðanlegur við suma og óþægilegur eða ofbeldishneigur við aðra þá gat engin sem þekkti hann órað við þeim hrottalegu gjörðum hans og hugsunum sem seinna mundu líta dagsins ljós.

mælikvarðarnir

 

Fyrsti mælikvarði - Norris 7 fasar

Í Norris mælikvarðanum eru 7 fasar, hugrofsfasi, veiðifasi, biðilsfasi, handtökufasi, morðfasi, minjagripsfasi og þunglyndisfasi. Til þess að Norris mælikvarðinn eigi við Gary Ridgway þá þurfa allir fasar að standast.

Ridgway átti í erfiðu sambandi við móður sína. Sem unglingur pissaði Ridgway oft undir og var það móðir hans sem þreif eftir hann. Þá þreif hún ekki bara rúmið heldur gekk hún svo langt að þrífa alltaf kynfærin hans líka. Í eitt skipti þegar hún var að þrífa kynfærin hans þá var hún nakin undir slopp. Sloppurinn opnaðist og Ridgway sem unglingur upplifði þá misvísandi tilfinningar gagnvart móður sinni. Hún var einnig að segja mikið frá kynferðislegum sögum og var langoftast í fötum sem sýndu mikið hold. Ridgway segir að allt þetta og meira til hafi leitt til þess að hann hafi ímyndað sér að hafa samfarir með móður sinni, næstum eins oft og hann ímyndaði sér að myrða hana. Þetta gæti fallið undir hugrofsfasann. Næst er það veiðifasinn og biðilsfasinn. Ridgway var skipulagður þegar kom að veiðitímabilinu, hann valdi sér oft fórnarlömb á þann hátt að auðvelt væri að nálgast þau og lokka inn í bílinn sinn. Sem dæmi voru fórnarlömbin hans oftast vændiskonur eða ungar stúlkur sem höfðu strokið að heiman.

„Veiðistaðirnir“ voru því sem dæmi götuhorn þar sem hægt væri að finna vændiskonur og þá lokkaði hann þær inn í bílinn sinn með því að þær héldu að hann væri í viðskiptum við þær. Hann þurfti að undirbúa sig betur fyrir ungu stúlkunum með það í huga að öðlast traust þeirra, þá hafði hann komið fyrir mynd af syni sínum í veskinu. Þær fengu innsýn inn í líf hans þegar hann sýndi þeim skilríkin sín og þá leit hann út fyrir að vera ósköp „venjulegur“ fjölskyldumaður sem hægt væri að treysta. Hann gekk jafnvel svo langt að hann tók son sinn með og lét hann bíða í bílnum á meðan hann lokkaði konurnar og stúlkurnar út í skóg. Oft eyddi hann mörgum klukkutímum í eftirför á konunum áður en hann lét til skarar skríða, þar sem hann vildi vera viss um að engin vitni væru til staðar. Glæpirnir áttu sér stað annað hvort í bílnum hans, afskekktu svæði eða inni á heimili hans. Í mörgum tilfellum þá myrti hann þær meðan hann var að nauðga þeim, þá kyrkti hann fórnarlömbin sín með berum höndum og má þessu bendla við handtökufasann. Talið er að morðin hans séu ekki einungis „lyfjafíkn“ hans heldur líka skemmtun hans.

Ridgway tók ekki með sér minjagripi enda var dagleg minning af glæpunum hans inni á heimilinu hans þar sem hann framdi marga af glæpunum. Kannski mætti tengja minjagripsfasann við það að hann heimsótti aftur líkin til þess að nauðga þeim. Hann kom líkunum þannig fyrir að þau væru falin en passaði samt að hann hefði auðveldan aðgang að þeim. Varðandi þunglyndisfasann þá má rekja til þess að í þriðja og seinasta hjónabandinu hans þá hafa einungis þrjú morð verið bendkuð við það tímabil frá því hann giftist og fram að því að hann var settur bak við lás og slá. Við veltum því fyrir okkur hvort þriðja hjónabandið hafi gefið honum einhverja hamingju og vellíðan, kannski eitthvað sem hann fékk ekki úr fyrstu tveimur hjónaböndunum og þar af leiðandi fækkuðu þunglyndistímabilunum og þörfin að nauðga og að myrða væri ekki jafn sterk.

Annar mælikvarði - DSM-5 - Andfélagsleg persónuleikaröskun

Andfélagsleg persónuleikaröskun gæti átt við Gary Ridgway. Hann byrjaði ungur að fremja glæpi eins og íkveikjur og einnig drap hann dýr. Í yfirheyrslu hjá lögreglu þá talaði Ridgway um að hann haldi að hann hafi framið morð á yngri árum. Hann sagðist ekki vera viss en minnist þess að hafa drekkt ungum dreng í stöðuvatni. Það sem er einnig áhugavert við það er að opinberar skrár frá því ári sem hann segist hafa drekkt unga drengnum, þá voru tveir ungir strákar sem drukknuðu í sama stöðuvatni. Hann man þó vel eftir því að hafa verið 16 ára og stungið 6 ára gamlan strák úti í skógi eftir skóla. Ungi strákurinn lifði af og Ridgway var aldrei handtekinn fyrir árásina.

Ridgway var hins vegar ábyrgur í vinnu og samkvæmt DSM-5 um andfélagslega persónuleikaröskun þá fellur það ekki saman, þar sem óábyrgur í vinnu er eitt af einkennunum. Samstarfsmenn lýstu honum sem duglegum starfsmanni og að hann hafi viljað standa sig vel í þeim verkefnum sem hann tók sér fyrir hendur.

Það má sjá að glæpir hans voru vel úthugsaðir að mörgu leyti. Fórnarlömbin sem hann valdi sem dæmi, vændiskonurnar eða ungar stelpur og oftar en ekki höfðu þær strokið að heiman. Eftir að hafa losað sig við líkin hafði hann mikla vinnu fyrir því að blekkja lögregluna. Hann kom oft fyrir hlutum frá öðru fólki til dæmis sígarettustubbum, einhverju með skrift annarra og fleira til að villa fyrir lögreglunni. Hann skipti einnig um dekk á bílnum sínum ef hann skildi eftir sig dekkjafar á vettvangi þar sem hann losaði sig við líkin.

Ridgway sýndi kæruleysi gagnvart öryggi eða tilfinningum eiginkonu sinnar Marcia, sem var eiginkona númer tvö. Eitt kvöldið kom hann að aftan henni og kyrkti hana. Marcia öskraði og barðist á móti og þegar Ridgway sleppti loksins taki á henni þá hljóp Ridgway hratt í burtu í von um að geta sannfært að þetta hafi verið einhver annar en hann. Það var eins og hann hafi verið að æfa sig á henni þar sem hann var oft að læðast upp að henni og bregða henni, æfa sig í því að fara eins hljóðlátt aftan að manneskju og hann gæti.

Hann sýndi litla eftirsjá varðandi glæpina sem hann framdi. Fleiri lík fundust á sama svæði og Rigdway losaði sig við sín fórnarlömb. Ekki var hægt að bendla hann við þau morð. Ridgway fannst fráleitt að vera grunaður um þau og þegar hann var spurður afhverju þá var svarið hans: „Af hverju? Hvað ef morðið er ekki mitt? Þar sem ég hef stolt í því sem ég geri, ég vil ekki taka það frá einhverjum öðrum.“ Einnig talar um að „kynlífið“ við líkin hafi verið frítt og sagði „Ég þurfti ekki að borga fyrir það. Ég drap hana.“

Þriðji mælikvarði -Stone 22 listinn

Ridgway leit ekki á fórnarlömbin sín sem fólk, heldur sem leið til að uppfylla kynferðislegar afbrigðilegar áráttur sínar. Hann fór með fórnarlömbin á afskekktan stað, stundaði samfarir með þeim án þeirra samþykkis og drap þau með því halda þeim í kyrkingartaki en síðar fór hann að nota reipi, belti, sokka eða jafnvel boli þegar hann áttaði sig á því að fórnarlömbin gætu hugsanlega skilið eftir sig áberandi varnar áverka á honum. Þegar hann náði fórnarlömbum sínum var ætlunin hans alltaf að drepa þau sama hvernig hann gerði það.

Stone mælikvarðinn mælir illsku morðingja sem Michael Stone setti á laggirnar undir áhrifum Dante. Samkvæmt Stone mælikvarðanum er Ridgway flokkaður undir “Serial killers, tortures, sadists” í flokki 18 sem pyntinga-morðingi þótt að pyntingarþátturinn sé ekki sérstaklega lengdur. Morðaðferð Ridgway var ekki fljótleg og sársaukalaus heldur pyntaði hann fórnarlömbin sín sem leiddi til lífláts. Þess vegna er honum raðað upp í flokk 18 á Stone mælikvarðanum. Í viðtali var hann sjálfur spurður hvar hann myndi flokka sjálfan sig frá einum upp í fimm á hversu illur (e. scale of evil) hann væri. Hans svar var: “Á skalanum þremur; fyrst og fremst drap ég þær, ég pynti ekki, þær fóru (dóu) hratt.” Sem útskýrir hvað hann er ekki í takt við raunveruleikann því pyntingin sem hann beitti konunum varð til þess að þær misstu líf sitt. Þótt pyntingarnar hafi kannski ekki varað lengi var meginmarkmið hans alltaf að drepa fórnarlömbin til að uppfylla afbrigðilegu þarfir sínar.

Fjórði mælikvarði - Emerick Hringkenningin

Hringkenningin hefur verið yfirfærð á morðingja sem hafa einnig upplifað skaðlegt uppeldi. Kenningin er í 9 þrepum; vænting höfnunar, særðar tilfinningar, neikvæð sjálfsmynd sem sjálfsvorkunn, óheilbrigð aðlögun, frávikskenndar fantasíur, þjálfunarferlið, glæpurinn sjálfur, tímabundin eftirsjá og réttlæting. Eftir að hafa klárað þrepin níu hringsnýst hegðunin.

Vænting höfnunar
            Þegar Ridgway var yngri hafði hann tilhneigingu til að missa þvag í svefni. Móðir hans refsaði honum með því að þrífa á honum kynfærin sem leiddi til þess að hann gaf frá sér sáðlát gegn hans vilja. Móðir Ridgway niðurlægði hann einnig sífellt fyrir framan aðra fjölskyldumeðlimi. Hún gaf honum strangt uppeldi og hann náði aldrei að gera henni til geðs. Uppeldið frá móður hans einkenndist af and-, líkam- og  kynferðislegu ofbeldi. Fyrir vikið fann Ridgway fyrir miklu hatri í garð móður sinnar og talið er að Ridgway hafi þróað með sér Ödipusarduld. Vænting höfnunar er sú hræðsla við að fá höfnun frá öðrum sem hægt er að tengja við uppeldið sem Ridgway fékk frá móður sinni. Uppeldi Ridgway hafði mikil áhrif á hann sem gæti verið líklegasta útskýringin fyrir því af hverju hann átti erfitt með að fá höfnun og treysta öðrum. Samkvæmt kenningunni bælir hann þessar tilfinningar niður.

Særðar tilfinningar
            Er afleiðing af fyrri reynslu þar á meðal hræðslu við höfnun. Ridgway fer að sýna fórnarlambshegðun með því að líta á sjálfan sig sem fórnarlamb en ekki raunverulegu fórnarlömbin sem hann leitaði upp og drap.
Tilfinningarnar sem hann hefur bælt niður fara að snúast meira um að hann sé fórnarlambið. Þrátt fyrir blendnar tilfinningar gagnvart móður sinni hafði hann sterka löngun að vera með meiri stjórn yfir konum heldur en faðir hans. Ridgway beindi sinni hefnd yfir á ungar konur í kynlífsvinnu sem hann hafði leitað uppi. Í kjölfarið orðið sama um eigið líf og fór að sýna áhættuhegðun.


Neikvæð sjálfsmynd
            Neikvæð sjálfsmynd kemur í beinu framhaldi af særðum tilfinningum. Birtingarmynd neikvæðrar sjálfsmyndar er annars vegar þegar gerandinn fer í sjálfsvorkunn og hinsvegar dulin neikvæð sjálfsmynd sem snýr sjálfsvorkunninni við. Dulin neikvæð sjálfsmynd er þegar viðkomandi fer að kenna öðrum um heldur en að taka ábyrgð á sínu eigin lífi.
Andúð hans gagnvart fórnarlömbunum sem hann leitaði uppi er talið stafa af uppeldi móður Ridgway í garð hans sem barn og með morðunum hafi hann verið að styrkja eigin sjálfsmynd eftir fyrri reynslu.

Óheilbrigð aðlögun
            Hann reynir að halda veikleikum sínum í skefjum fyrir öðrum en er þó með einkennandi hegðun. Ridgway eignaðist nokkra maka í gegnum tíðina sem gerðu sér ekki grein fyrir því hvað hann væri að fela né hvernig mann hann hafði að geyma. Fyrrverandi makar hans lýstu því fyrir að hann hafi haft óhóflega mikinn áhuga á kynlífi og að hann vildi helst stunda kynlíf á opinberum vettvangi. Þessi einkennandi hegðun varð til þess að hann þróaði með sér kynlífsfíkn. Hann átti oft á tíðum nokkrar kærustur í einu en stundaði þó reglulega kynlíf við konur í kynlífsvinnu. Hann fyrirleit konur í kynlífsvinnu, undir niðri varpaði hann sínu eigin óöryggi og göllum á þær en hélt áfram að sækjast í þær. Hann þurfti óhóflegt mikið magn af kynlífi til að fá sínu framgengt, sem fór úr kynlífi yfir í ofbeldiskynlíf yfir í morð og að eiga við líkin.

Frávikskenndar fantasíur
            Frávikskenndar fantasíur koma svo í kjölfarið af óheilbrigðri aðlögun. Núna getur hann sýnt vald, stjórn sem og hefnd og jafnvel fengið athygli sem hann hefur aldrei fengið síðan úr barnæsku. Hann gleymir neikvæðu sjálfsmynd sinni og öllum þeim veikleikum sem hann hefur. Því loksins er hann æðri öðrum. Hægt er að álykta að þær tilfinningar sem hann fann eftir að hafa myrt saklausar konur varð því líklega eldsneytið sem keyrði hann áfram og viðhélt hegðun hans að vilja myrða aftur.

Þjálfunarferlið
            Þjálfunarferlið er þar sem flestir morðingjar nást því hegðunin er orðin sýnilegri fyrir öðrum. Í þjálfunarferlinu fara morðingjar að æfa sig, undirbúa sig fyrir komandi tímum og útvega sér vopn til að drepa með og fórnarlömbin leituð uppi. Ridgway byrjaði ungur í þjálfunarferlinu með því meðal annars að elta stelpur, sat um þær og einnig stundaði hann dýraníð. Þegar hann var aðeins 16 ára gamall reyndi hann tilraun til manndráps á sex ára ungum strák til þess eins að vita hvernig það væri að drepa. Blessunarlega lifði drengurinn hnífstunguna af. En á eldri árunum fór hann að æfa sig á fyrrverandi eiginkonu sinni með með því að læðast upp að henni og í kjölfarið kyrkti hann hana nánast til dauða en náði að halda aftur af sér því hann var fullviss um að hann yrði gómaður ef hann myndi fara alla leið. Aðeins einu ári seinna skildi hann við síðarnefndu fyrrverandi eiginkonu sína og fyrsta fórnarlamb hans var síðar uppgötvað. Ridgway var skipulagður en hann beindi spjótum sínum aðallega að ókunnugum sem lögreglan var ólíkleg til að tengja beint við hann. Konur í kynlífsvinnu voru þar á meðal. 

Glæpurinn sjálfur
            Er sjöunda þrepið er sem er eðlileg afleiðing af síðarnefndu þrepum. Glæpurinn er framkvæmdur í nokkrum skrefum. Til dæmis fyrst á lægri dýrategundum sem færist oftast síðan yfir á menn sem er gott dæmi um Ridgway. Eins og áður kom fram byrjaði hann á yngri árum sínum að drepa dýr sem æxlaðist yfir í að stinga sex ára gamlan strák til þess eins að vita hvernig það væri að drepa, sem gekk ekki hjá honum í þetta skiptið.
Á efri árum hans fór hann að drepa konur í kynlífsvinnu sem hann er þekktur fyrir í dag. Ridgway gat eytt klukkustundum saman í leit af fórnarlömbum sínum og varð hann ofbeldisfullur þegar hann var fullviss um að engin merki bæri um vitni. Ridgway drap fórnarlömbin sín með kyrkingartaki til að geta fundið fyrir því þegar þær dóu. Fimm fyrstu líkin setti hann í Green River ánna en myndi á endanum skilja líkin eftir á ýmsum öðrum útivistarsvæðum til þess að koma í veg fyrir að aðrir myndu finna líkin og svo hann gæti síðar misþyrmt líkunum. Til að sannfæra konurnar um að hann væri ekki “Green River” morðinginn myndi Ridgway beita fjölda aðferða til að auka traust þeirra. Til dæmis með því að gefa þeim bjór og sýna konunum myndir af syni hans. Nokkrum sinnum hafði hann son sinn með í eftirdragi til að leita af fórnarlömbum. Sonur hans myndi þá bíða í bílnum á meðan Ridgway leiddi konurnar í skóginn.

Picture 1.png

Heimild: https://www.google.com/search?q=green+river+killer+cries&tbm=isch&hl=is&sa=X&ved=2ahUKEwi8z9-o6uvsAhVMaBoKHe0HBmEQBXoECAEQEw&biw=837&bih=684#imgrc=T2aEufgvK1EZoM .

Tímabundin eftirsjá

Tímabundin eftirsjá er þegar morðingjar hlutgera fórnarlömbin sín. Ridgway leit á sjúklega verknaðinn sinn eins og færibandsvinnu svo andlit og einnig nöfn fórnarlambanna skiptu því honum engu máli. Hann vildi drepa eins margar konur í kynlífsvinnu og hann gæti. Í réttarsalnum sýndi hann einhverja eftirsjá með tárum og baðst afsökunar á gjörðum sínum en líklegt er að hann hafi einungis verið að vorkenna sjálfum sér.

Heimild: https://youtu.be/PMznDwAbGCM .

Hér má sjá Ridgway fella tár eftir að hafa heyrt faðir einnar af fórnarlömbunum tjá sig um að hann hefur fyrirgefið Ridgway fyrir gjörðir sínar. Það gæti verið að Ridgway hafi orðið snortinn vegna samúðar sem hann hefur aldrei áður fundið fyrir.

Réttlæting
Ridgway gaf það skýrt fram hvað hann hataði konur í kynlífsvinnu til að réttlæta gjörðir sínar. Með orðum Ridgway þá leit hann á vændiskonur eins og sjúkdóm sem hann taldi sig eiga lækninguna við. Svo að hann “læknaði” ungar konur frá “lágkúrulega” og “óverðskuldaða” líf þeirra. Konurnar sem hann drap voru ekki bara konur í kynlífsvinnu en í hans huga áttu þær skilið það sem þær fengu. “Ég hata flestar vændiskonur. Ég vildi ekki borga þeim fyrir kynlíf. Ég valdi líka vændiskonur því það var auðvelt að ná þeim, án þess að sjást. Ég vissi líka að þær myndu ekki vera tilkynntar týndar strax og gætu aldrei verið tilkynntar týndar”. Ridgway hélt því einnig fram að hann væri að aðstoða lögregluna með því að drepa konur sem stunduðu kynlífsvinnu vegna þess að lögreglan hafði ekki stjórn á þeim en að hann gæti það.

Afsökunarbréf frá Gary.

Afsökunarbréf frá Gary.

Heimild: https://static.wixstatic.com/media/85e5cc_37d0156717814bc9ad2f6f8fb9be4fef~mv2.png/v1/fill/w_360,h_499,al_c,q_90,usm_0.66_1.00_0.01/85e5cc_37d0156717814bc9ad2f6f8fb9be4fef~mv2.webp .

Fimmti mælikvarði - Cleckley 16

Yfirborðssjarmi / góð „greind“

Við getum nánast fullyrt að Ridgway er snjall þrátt fyrir lága greindarvísitölu. Hann hefði varla komist upp með glæpina í 20 ár ef svo væri ekki. Ridgeway var einnig með mjög einkennandi veiði-, dráps- og förgunarmynstur sem hjálpaði honum að komast hjá handsömun í allan þennan tíma. Hann vísvitandi átti við líkin og förgunarstaði þeirra til að villa fyrir lögreglunni. Hann notaði einnig ítrekað myndir af syni sínum til þess að öðlast traust fórnarlamba sinna. Hann stóð sig þó ekki vel í skóla, átti sérstaklega erfitt með að lesa og þurfti að taka sama bekkinn tvisvar þegar hann var í grunnskóla. Greindarvísitala hans var 82 og þjáðist hann einnig af lesblindu. Hann kom vel fyrir að sögn vina og eiginkvenna og líkaði flestum mjög vel við hann að frátöldum fórnarlömbum hans að sjálfsögðu.

 

Ekkert stress né taugaveiklun

Hann var talinn vera mjög rólegur maður og engin saga um taugaveiklun. Ridgeway stóðst lygamælapróf árið 1984 eftir að nafn hans kom upp í tengslum við morðin. Eftir á að hyggja sögðu rannsóknarlögreglumenn að siðblinda Ridgway hefði hjálpað honum að standast það. Prófið skynjar stress og Rigdway var ekki með neitt, hann sagði síðar: “Ég bara slakaði á og tók prófið.”

 

Ósannsögli og óheiðarleiki

Ridgway hefur alltaf átt í vandræðum með lygar og er sagður vera sjúklegur lygari alveg frá því að hann var barn. Hann var einnig góður að ljúga, eiginkonur hans grunuðu ekkert og trúðu flest öllu sem hann sagði. Hann átti auðvelt með að ljúga og kom það að góðum notum fyrir hann þegar hann var yfirheyrður af lögreglunni. Þeir segja að hann hafi verið svo rólegur og yfirvegaður að hann gæti varla verið þessi ófreskja sem þeir leituðu af.

 

Skortur á eftirsjá eða skömm

Ridgway sagði að hann reyndi lengi að hætta að drepa, hvort það var satt eða ekki getum við ekki fullyrt. Hann sýndi enga eftirsjá eða skömm eftir morðin. Hann sagði rannsóknarlögreglu mönnum að hann hugsaði aldrei um hvernig fórnarlömbum hans liði þegar hann var að drepa þau. Eftir að hann var handtekinn sýndi hann mikla eftirsjá. Grét ítrekað í réttarsal og vildi gera sem mest til þess að hjálpa lögreglumönnum og þeim sem komu að málinu. Við vitum að hann vildi ekki fá dauðarefsinguna og liggur sterkur grunur að þessar miklu tilfinningasveiflur tengdust því að komast hjá henni en ekki því sem hann gerði.

Fátækleg tilfinningarviðbrögð

Hann var með léleg tilfinningaviðbrögð og þá sérstaklega þegar kom að fórnarlömbunum sínum. Eins og nefnt var hér að ofan hugsaði hann ekkert um hvernig þeim leið þegar hann var að myrða þau. Hann leit ekki á vændiskonur og fórnarlömb sín sem manneskjur heldur sem hluti til að fullnægja sýnum afbrigðilegum kynferðislegum þörfum. Ridgway sagði að þegar þær voru látnar voru þær eignin hans. Áhugavert er þó að nefna að samkvæmt fyrrverandi eiginkonu hans Judith Mawson var hann ástmikill og sýndi henni mikla ástúð, hlýju sem og umhyggju. Frásögn fyrri eiginkonu hans Marcia Winslow var þó sú að hann var ofbeldishneigður og vondur eiginmaður. Hverjar ástæðurnar voru fyrir mikilli andstæðu í hegðun eru óljósar. Eins og nefnt var hér að ofan á Ridgway son, hann tók hann með sér í eitt skipti sem hann framdi morð eins og kom fram hér að ofan. Í viðtali við sálfræðing sagði Gary að hann hefði fundið fyrir sektarkennd að hafa tekið son sinn með sér en sagði þó síðar í viðtalinu þegar hann var spurður hvort hann hefði drepið son sinn ef hann hefði séð hann myrða hana sagði Rigdway ,, Nei örugglega ekki, ég veit það ekki“. Sálfræðingurinn spurði hvort hann hefði hugsað um það og svaraði hann því játandi. Þetta sýnir að hann var með fátækleg tilfinningarviðbrögð þegar kom að syni sínum og að hann myndi gera nánast hvað sem er til að forðast handtöku. Ridgway vissi líka sjálfur að hann skorti tilfinningarviðbrögð. Hann var spurður hvort það væri eithvað sem vantaði í hann sem væri í öðru fólki og hann svaraði „Umhyggja“.


Sjötti mælikvarði: Þekktu sjálfan þig – Soundness of mind

            Being of sound mind (soundness of mind) merkir það að hugsun sé það skýr hjá hjá einstakling, þannig að hann viti hvað hann er að gera og sé því ábyrgur fyrir gjörðum sínum. Svoleiðis einstaklingur býr yfir þeim hæfileika að geta greint á milli þess sem er raunverulegt og það sem er óraunverulegt. Slíkur einstaklingur er einnig hæfur til þess að geta greint á milli þess sem er rétt og það sem er rangt á hverjum tímapunkti.

Auðséð er að Gary fellur undir ofangreinda skilgreiningu. Hann vissi nákvæmlega hvaða glæpi hann var að fremja og að hann yrði án efa handtekinn ef það kæmist upp um hann. Hann drap það margar konur að ekkert annað kom til greina en að margfaldur lífstíðardómur mynda bíða hans, jafnvel dauðadómur. Skipulögð hugsun hans á bakvið morðin sem hann framdi sýnir vel hversu viss hann var með það sem hann gerði. Hann var ávallt tengdur raunveruleikanum og hugsaði morðin til enda og gaf sér tíma í að ákveða fyrirfram hvernig morðin skildu fara fram og setti einnig hugsun í eftirmála morðanna. Hann gerði sér grein fyrir hverjar afleiðingarnar yrðu ef hann myndi gefa sig sjálfur fram eða lögreglan myndi leggja tvo og tvo saman og koma upp um hann. Gary var einnig hæfur að greina á milli þess sem er rétt og rangt í þessu lífi og sérstaklega hvað varðar glæpi hans.

 

Heimildir

  1. https://www.parcast.com/blog/2017/9/10/the-green-river-killer-killer-profile?fbclid=IwAR06-efuHRJkayqot1S0BXJuMncN4D9RUpfdUgOg0OhtSNoWz89Gjsb62n0 .

  2. https://www.chicagotribune.com/news/ct-xpm-2004-01-09-0401090242-story.html .

  3. https://www.ukessays.com/essays/criminology/introduction-to-criminalistics-the-green-river-killer-criminology-essay.php .

  4. https://www.24en.com/p/102972.html .

  5. https://search.proquest.com/docview/2350414730?pq-origsite=gscholar&fromopenview=true .

  6. http://triggered.stanford.clockss.org/ServeContent?rft_id=info:doi/10.1093/brief-treatment/mhl021 .

  7. https://www.aetv.com/real-crime/green-river-killer-gary-ridgway-serial-killer-sexual-obsession .

  8. https://www.google.com/imgres .

  9. imgurl=https%3A%2F%2Fs.hdnux.com%2Fphotos%2F24%2F47%2F20%2F5403651%2F5%2FrawImage.jpg&imgrefurl=https%3A%2F%2Fwww.seattlepi.com%2Fseattlenews%2Farticle%2FGreen-River-Killer-Gary-Ridgway-s-victims-in-4954284.php&tbnid=pyyg_MyLILzq5M&vet=12ahUKEwit-7fwqNjsAhUWs6QKHR3xDt8QMygDegUIARCFAQ..i&docid=T3qbc_POuKyeaM&w=1720&h=960&q=the%20green%20river%20killer&ved=2ahUKEwit-7fwqNjsAhUWs6QKHR3xDt8QMygDegUIARCFAQ .

  10. http://140.190.136.236/GradProjects/NeldnerR.pdf .

  11. https://www.thenewstribune.com/news/special-reports/article25855150.html .

  12. https://www.aetv.com/real-crime/green-river-killer-gary-ridgway-serial-killer-sexual-obsession .

  13. https://www.academia.edu/9539668/From_Hunter_to_Hunted_Tracking_Serial_Killers_Using_Geoprofiling .

  14. https://www.google.com/search?q=green+river+killer+prison+photo+and+details+about+him&tbm=isch&ved=2ahUKEwi44ovM6uvsAhUF4oUKHeagCVcQ2-cCegQIABAA&oq=green+river+killer+prison+photo+and+details+about+him&gs_lcp=CgNpbWcQAzoECCMQJzoECAAQEzoICAAQBRAeEBM6CAgAEAgQHhATUKW4AViS7wFgjfEBaABwAHgAgAF8iAHXGJIBBDM0LjKYAQCgAQGqAQtnd3Mtd2l6LWltZ8ABAQ&sclient=img&ei=cymkX_jcL4XElwTmwaa4BQ&bih=684&biw=837&hl=is#imgrc=Ze5zvSZ9-JnJtM .