Díana Sif Ingadóttir & Thelma Rut Rúnarsdóttir.
Kult hópurinn
Bonnie Parker og Clyde Barrow eru oftast þekkt sem: Bonnie & Clyde, en hópur þeirra kallaðist líka: The Barrow Gang. Þau sem tilheyrðu hópnum voru, Marvin “Buck” Barrow sem var bróðir Clyde og eiginkona hans, Blanche (Caldwell) Barrow, Raymond Hamilton, Henry Methvin, William Daniel Jones, Raymond Hamilton, Joe Palmer, Ralph Fults og S. J. Whatley.
1. Myndun hópsins
Bonnie og Clyde kynntust í janúar árið 1930, í gegnum sameiginlegan vin, þegar Bonnie var 19 ára og Clyde 21 árs. Fljótlega eftir að þau kynntust var Clyde handtekinn fyrir rán. Clyde slapp úr fangelsinu með hjálp Bonnie þar sem hún smyglaði byssu inn til hans. Hann var síðan handtekinn aftur og sendur í fangelsi, þar sem hann var þar til hann var látinn laus gegn tryggingu árið 1932. Eftir það myndaðist hópurinn The Barrow Gang sem varði til 1934.
2. glæpur hópsins
The Barrow Gang vildu hefna sín á fangelsiskerfinu í Texas. Talið er að hópurinn hafi myrt 13 manns, þar af níu lögreglumenn og framið 2 mannrán. Þau frömdu einnig mörg innbrot og ítrekaðan þjófnað, þá aðallega bankarán og bílaþjófnað.
Hér má sjá gengið ræna banka (atriði úr þekktri kvikmynd: Bonnie and Clyde frá 1967).
Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=21b9Nr4VIcI
3. Mælikvarði 5: CCM
Samkvæmt mælikvarða CCM, þá er hópnum best lýst sem 141. Sértrúarmorð. Markmið þeirra var að öðlast völd og lifa gegn lögunum. Einnig frömdu aðrir meðlimir hópsins morð heldur en leiðtoginn Clyde Barrow.
4. Mælikvarði 3: Heilaþvottur
Áður en hópurinn myndaðist þá var Clyde Barrow glæpamaður og var ítrekað niðurlægður þegar hann sat inni í fangelsi. Þar var hann beittur kynferðislegu ofbeldi af hálfu annars fanga sem leiddi til þess að hann myrti geranda sinn. Hann var því niðurbrotinn og myndaði slæmar skoðanir gagnvart yfirvöldum, lögreglu og fangelsinu. Breytingaþrepið átti sér stað þegar hann yfirgaf fangelsið í síðasta sinn og sneri aftur til Bonnie, en þá myndaðist: The Barrow Gang. Hann nýtti gengið til að hefna sín á valdakerfinu og til að öðlast ákveðin völd sjálfur. Uppbyggingarþrepinu var náð þegar The Barrow Gang var komið á fullt skrið og var planið þeirra orðið skothelt. Clyde var búinn að ná til allra hópmeðlima og telja þeim trú um betra líf sem gerði það að verkum að hann öðlaðist traust þeirra. Því fylgdi ákveðið frelsi.
5. Mælikvarði 4: 25 Norris atriði
Samkvæmt mælikvarða 4 þá er hópnum best lýst eftir skilgreiningu 1. Sjarmerandi andfélagslegur leiðtogi. Það einkennir hóp þar sem leiðtoginn hefur skýr markmið sem skyggir á markmið, trú og skilning annarra í hópnum. Clyde Barrow var mjög reiður gagnvart fangelsinu sem hann sat í um tíma og vildi hefna sín á því sem hann hafði þurft að þola. Þannig hafi reiði hans og markmið fyrir eigin frelsi áhrif á hópinn.
6. Mælikvarði 6: Félagsleg áhrif
Það var hægt að sjá ákveðna undanlátssemi í því að hvert sem Bonnie og Clyde fóru þá fylgdu meðlimir hópsins stíft á eftir þeim og stóðu þétt við bak þeirra. Það er ákveðin innhverfing í því að Clyde var mjög sjarmerandi leiðtogi sem átti auðvelt með að fá fólk til liðs með sér en hann náði að telja þeim trú um að þau myndu öðlast betra líf með því að ganga í The Barrow Gang og að þau myndu alls ekki sjá eftir því. Hópurinn náði að samsama sig gagnvart skoðunum sínum á valdi þar sem þau koma öll frá svipuðum bakgrunni og hafa svipaðar skoðanir á lífinu.
7-8. Mælikvarði 1: DSM-5
Hegðunarröskun
Clyde hefur verið með geðröskunina: Hegðunarröskun (15.3.) sem barn, sem er síendurtekin hegðun sem felur í sér brot á réttindum annarra. Sú röskun getur þróast í persónuleikaröskun á fullorðinsárum og þá sérstaklega andfélagslega persónuleikaröskun. Þjófnaður einkennir þá röskun og byrjaði Clyde að stunda þjófnað á ungum aldri. Hann byrjaði á því að stela bílum og ræna verslanir sem þróaðist síðan í að stunda vopnuð rán.
Athyglisbrestur/Ofvirkni
Clyde var líklegast einnig með geðröskunina: Athyglisbrestur/Ofvirkni (1.4.1.). Þar sem grunn afbrigði þess er athyglisbrestur, hvatvísi og ofvirkni. Það sést hvatvísi í hegðun Clyde, til dæmis þegar hann skaut lögregluþjóna án þess að hika, eða þegar hann rændi manneskju og keyrði í marga klukkutíma og hleypti síðan einstaklingnum út, á engum sérstökum áfangastað. Einnig er líklegt að hann hafi átt erfitt með tilfinningastjórnun, sem einstaklingar með Athyglisbrest/ofvirkni glíma gjarnan við.
Áfallastreituröskun
Clyde var glæpamaður frá ungum aldri, en þegar hann komst út úr fangelsinu eftir að hafa verið beytt kynferðisofbeldi, þá breyttust glæpirnir í morð. Því getur verið að Clyde hafi verið með Áfallastreituröskun (7.3.), en það kemur í kjölfar sálfræðilegs áfalls. Einkennin sem hann var með var mikil reiði, þá gagnvart fangelsinu og neikvætt tilfinningaástand. Einnig sýndi hann sjálfskaðandi hegðun þegar hann skar af sér tána þegar hann sat inni í fangelsinu.
9.-10. Mælikvarði 2: Persónuleikaraskanir
Clyde var með Andfélagslega persónuleikaröskun (e. antisocial personality disorder). Hann braut ítrekað lögin, taldi sig ekki þurfa fylgja þeim og sá ekki muninn á réttu og röngu. Hann var stjórnsamur, kærulaus og sá ekki eftir gjörðum sínum. Einnig tók hann ekki mark á tilfinningum annarra, sem á við einstaklinga sem eru með Sjálfhverfa persónuleikaröskun (e. narcissistic personality disorder). En helsta einkenni þeirra röskunar er að fylgja engum reglum og að telja sig vera æðri en aðrir, sem lýsir Clyde vel.
Heimildir
Top5s. (8. október 2020.) Murderous Minds: Bonnie & Clyde | Outlaws Till The End…[Video]. Youtube.
https://www.youtube.com/watch?v=kLxV_F26CD4&ab_channel=Top5s
Jenkins, J. Philip (2023). Bonnie and Clyde. Encyclopedia Britannica.
https://www.britannica.com/biography/Bonnie-and-Clyde-American-criminals
McGasko, J. (2020). Bonnie and Clyde: 9 facts about the outlawed duo. Biography.
https://www.biography.com/crime/bonnie-and-clyde-9-facts-lifetime-movie-video