Alma Einarsdóttir, Birta Líf Haraldsdóttir & Ellen Ósk Valtýsdóttir
1. Myndun hópsins
Griselda Blanco, einnig þekkt sem Svarta Ekkjan (e. black widow) og Guðmóðir Kókaíns (e. cocaine godmother), ólst upp við mikla fátækt, en hún stundaði smáglæpi frá barnsaldri. Hún var aðeins 11 ára þegar hún framdi morð í fyrsta skipti, en talað er um að fórnarlamb hennar hafi verið barn úr næsta hverfi sem hún rændi til að fara fram á lausnarfé en skaut síðan. Þegar hún var unglingur giftist hún manni sem stundaði einnig smáglæpi og eignaðist hún með honum 3 börn, en hann var myrtur og er talið að hún hafi skipulagt morð hans. Það var þó ekki fyrr en hún kynnist Alberto Bravo sem boltinn fór að rúlla. Alberto Bravo var eiturlyfjasali sem opnaði dyr fyrir Blanco inn í heim kókaíns. Parið seldi kókaín í Kólumbíu en byrjaði fljótlega að flytja kókaín til Bandaríkjanna, þar sem þau settust að, og seldu kókaín með miklum hagnaði. Árið 1975 var gefin út handtökuskipun á Blanco sem flúði þá til Kólumbíu ásamt Bravo, en sama ár grunaði Blanco að Bravo væri að stela peningum sem leiddi til skotbardaga og dauða Bravo. Blanco er einnig talin hafa drepið þriðja manninn sinn og því fékk hún gælunafnið Svarta Ekkjan (e. black widow).
Griselda Blanco kunni vel við sig sem glæpamaður, til dæmis skírði hún einn son sinn eftir glæpaforingja í Godfather, Michael Corleone. Hún hélt einnig mikið upp á þennan ríkulega lífsstíl, lúxus heimili, stórar veislur og annað slíkt. Seinna, á 8. áratugi 20. aldar, flutti Blanco aftur til Bandaríkjana, í þetta skipti til Miami. Eftir að hún flutti til Miami fékk hún gælunafnið: Godmother of cocaine vegna þess að ekkert stöðvaði hana. Hún drap þá sem í vegi hennar urðu og varð hún meðal ríkustu eiturlyfjasölum í heimi. Griselda Blanco var ekki eini stóri eiturlyfjasalinn á þessum tíma en einnig má nefna Falcon bræðurna, Sal Magluta, Rafael Cardona Salazar og fleiri. Á þessum tíma var mikið um innflutning á kókaíni í Miami en þetta tímabil var þekkt sem: Miami drug war. Það tímabil byrjaði þegar skotárás átti sér stað í Dadeland Mall þann 11. júlí 1979. Þar skutu tveir Kólumbíumenn tvo menn í vínbúð en lögreglumaður gaf málinu nafnið: Cocaine cowboys. Út frá þessu varð mikil spenna í Miami milli eiturlyfjasala, lögregluþjóna og stjórnmálamanna svo eitthvað sé nefnt.
2. Glæpur hópsins
Cocaine Cowboys er yfirheiti á glæpamönnum í Miami frá 1979-1989 sem fluttu inn og seldu kókaín í Bandaríkjunum. Það fylgdu þessu einnig mikið af morðum, bæði á glæpamönnum en einnig almenningi sem varð óvænt á vegi þeirra.
3. Mælikvarði 5: CCM
142.01: Pólitísk morð
Við myndum telja líklegt að þessi tegund öfgahópsmorða ætti best við í tilfelli Cocaine Cowboys, þar sem þeir voru að flytja inn og selja kókaín sem er auðvitað lífsspeki sem er róttæk og andstæð ríkjandi valdhöfum. Það var (og er) kolólöglegt að flytja inn og selja þessi efni, þannig þau voru algjörlega að fara gegn lögum og reglum með því að stunda þetta líferni.
4. Mælikvarði 3: Heilaþvottur
Er niðurbrotsþrep?
Það er ekki endilega hægt að kalla það niðurbrotsþrep, þar sem meiri líkur eru á því að stjórnendur (þ.m.t. Blanco) hafi reynt að ná til þeirra sem áttu bágt eða voru að reyna að hafa í sig og á með því að upphefja þennan lífstíl við þá og ná þeim þannig á sitt band. Það er ólíklegt að það hafi verið staðfast brotið þá sem komu til greina niður til að ná þeim á sitt band, en frekar reynt að ná til þeirra með loforðum um betra líf.
Er breytingaþrep?
Líklega hefur hún staðið í hótunum, hvatt þá til að gera það sem hún þurfti að fá þá til að gera fyrir sig, og þeim hótað öllu illu ef þeir stóðu ekki undir hennar væntingum og þeim bent á hvernig líf þeirra gæti verið ef þeir bara stæðu við sitt.
Er uppbyggingarþrep?
Já, eftir því sem undirmenn Blanco unnu meira fyrir hana, s.s. flytja inn og selja fíkniefni og myrða þá sem hún vildi feiga, hafa þeir væntanlega hækkað í “tign” hjá henni og öðlast traust hennar, ásamt því að öðlast frekari tekjur.
5. Mælikvarði 4: 25 Norris atriði
1. Sjarmerandi leiðtogi: Griselda Blanco sem leiðtogi var með skýra stefnu í sínum málum, annars hefði hún aldrei náð þeim hæðum sem hún náði og mikið af fólki sem vildi vinna fyrir hana. Það er þó ekkert um hvort hún hafi skyggt á markmið, trú og skilning annara á þessari leið en möguleikinn er alveg til staðar.
2. Þörf fyrir dramatíska og eldfima útrás: Meðlimir Cocaine cowboys gátu auðveldlega réttlætt fantasíur um blóð, dauð og sársauka þar sem ofbeldi er stór hluti undirheima starfseminnar. Það sem einkenndi Griseldu Blanco og Cocaine cowboys voru svokölluð: drive-by morð á mótorhjólum sem þau í rauninni “fundu upp” í ákveðnum skilningi, en það liggur auðvitað ákveðin dramatík yfir þeirra aðferð.
3. Vaxandi reiði: Margir sem ganga inn í sértrúarhópa sem snúa að glæpastarfsemi eiga sér mikla fortíð, það er því mjög líklegt að einstaklingar hafi lengi safnað upp reiði og loksins fengið að beita henni í ákveðnum tilgangi (í þágu hópsins), sem gæti vel verið málið í þessum hópi.
4. Andfélagslegur persónuleiki sem skapaður er vegna einhverskonar höfnun frá einhverjum sem stendur manni nærri: Eins og komið var inn á áðan þá eiga margir sér misjafna fortíð, t.d. að missi nákomna, erfiða æsku, ofbeldi af höndum nákominna og slíkt. Mögulega leitar þetta fólk í sértrúar- eða glæpahópa eins og cocaine cowboys sem byggist mikið á nánum tengslum og oft talað um sem fjölskyldur vegna þess að fólk er að reyna finna sér nýja fjölskyldu í stað þeirrar brotnu.
5. Afstaða fjölskyldu til ósveigjanlegrar, eftirgefanlegrar bókstafstrúar: Á ekki við þar sem það er lítið um trú á krafta og yfirnáttúrulega hluti meðal glæpahópsins.
6. Þörf einstaklings til að ná völdum í óvinveittum heimi: Margir meðlimir ólust líklega upp í fátækt og lítið um völd í þeim aðstæðum. Það að komast inn í cocaine cowboys gefur þeim færi á að upplifa völd, t.d. með því að eignast peninga.
7. Þörf fyrir öruggt umhverfi til að nota lyf saman og að nota þau á einstaklingsgrundvelli: Þetta á vel við cocaine cowboys, enda byggist glæpahópurinn á sölu kókaíns en það fylgir sölunnni alltaf einhver neysla. Í glæpahópnum ætti að vera frekar öruggt umhverfi til þess að innbyrða efni, þar sem litlar líkur væru á ónýtum eiturlyfjum þegar þau stunda innflutninginn sjálf.
8. Þörf fyrir dópsölu: Þetta á einstaklega vel við, þar sem Cocaine cowboys er glæpahópur sem að byggist á dópsölu, þá sérstaklega kókaíni og grasi.
9. Þörf að stunda ódæmigerða, andfélagslega hegðun og kynfrávik: Engar sögur eru að finna um sadómasókisma, mánnát, át á úrgangi eða vampírisma meðal Cocaine cowboys en ekki er hægt að útiloka að einhvað slíkt hafi átt sér stað, en það tíðkaðist þó ekki og var ekki hluti af glæpahópnum.
10. Þörf fyrir útrás neikvæðra skapandi hvata: Ofbeldi meðal hópsins jókst mikið og var mikið vandamál í Miami á þessum tíma, morð var bara hluti af þessu og snerist ekki bara um neikvæða útrás heldur var oft mikil yfirlýsing á bakvið morðin.
11. Skortur á framtíðartrú: Framtíðartrú var ekki hluti af Cocaine cowboy glæpagenginu, það var lítið hugsað út í trúarbrögð og framtíðinna. Þeirra starfsemi gekk meira út á hagnað vegna dóp sölu og að leyfa engu að stoppa sig.
12. Þörf á að eiga við innri djöfla: Þetta á ekki endilega við um Cocaine cowboys, en það gæti mögulega verið að þeir meðlimir sem stunduðu eiturlyfjanotkun af kappi hafi fengið einhverskonar ranghugmyndir vegna neyslu og þá hefðu þeir kannski getað leitað til félaga sinna innan hópsins sem voru kannski á sama stað. Það eru hins vegar ekki til nein gögn sem sýna fram á það þannig þetta eru bara okkar vangaveltur.
13. Áráttukenndir helgisiðir: Morðin má túlka sem ákveðinn helgisið, það að keyra framhjá á mótorhjólum og skjóta aðila varð mjög einkennandi fyrir hópinn.
14. Þörfin á að losna undan sektarkennd: Oft við það að ganga í svona hópa er auðveldara að réttlæta glæpi fyrir sjálfum sér með því að segja að allt sem þau geri sé í þágu hópsins og losna þannig undan sektarkennd. Einnig það að vera sagt fyrir verkum getur auðveldað einstaklingum að losna við sektarkennd.
15. Þörf til að æfa töfrahugsun: Cocaine cowboys var ekki trúaður glæpahópur og hafði ekki trú á töfrum.
16. Þörf fyrir mikla samkennd með öðrum hópmeðlimum: Bræðra/systralag er mjög stórt í dópheiminum, þetta er oft eins og litlar fjölskyldur þar sem allir standa saman og vernda hvern annan. Það var mjög líklega nákvæmlega þannig í Cocain cowboys. Í svona bræðra/systralagi og litlum fjölskyldum verða sambönd oft verulega náin og leiða stundum til kynferðislegs samband, en við höfum engar áreiðanlegar upplýsingar um hvernig það var hjá Cocain cowboys.
17. Dramatísk breyting á persónuleika eða geðlagi: Ekki nægilegar upplýsingar til svo hægt sé að segja hvort þetta passi við eða ekki. Vitum ekki hvort að fólkið sem gekk inn í glæpahópinn varð fyrir miklum breytingum á persónuleika eða geðlagi við það eitt að ganga í hópinn.
18. Uppteknir af dauða: Það fylgir glæpagenginu mikið ofbeldi og meðlimir gera sér grein fyrir hættunni sem fylgir því að taka þátt, það að ganga inn í þetta glæpagengi fylgir því að beita ofbeldi og verða fyrir ofbeldi, fremja morð og slíkt. Það má því segja að fólk verði meira upptekið af dauðanum en annars.
19. Tapa frelsi viljans: Það að ganga inn í glæpahóp eins og Cocaine cowboys fylgir oft að tapa frelsi viljans, þú svarar til leiðtoga og skrifar þannig svolítið eigið frelsi í burtu. Flestir sem fara inn í glæpahópa eins og Cocaine cowboys festast og eina leiðin út er dauði.
20. Stöðug hlustun á þungarokk, speed metal, dauðarokk eða iðnaðartónlist: Þungarokk er ekki einkennandi tónlist fyrir dóp heiminn og þar með ólíklegt að það hafi átt við cocaine cowboys. Líklegra væri að rapp eða spænsk tónlist hafi einkennt hópinn þar sem flestir átti ættir að rekja til Kólumbíu og rapp fylgir oft dóp heiminum.
21. Mikill áhugi á nýaldar lesefni eða á yfirnáttúrulega sviðinu: Lesefni og yfirnáttúrulegir hlutir eiga ekki við Cocaine cowboys.
22. Stöðugur áhugi á hlutverkaleikjum, þar sem hópmeðlimir taka á sig hlutverk í leiknum og gera að sínum: Ekki nægilegar upplýsingar til staðar. Við vitum ekki hvort fólk var sett í verk eða hvort það tók þau að sér, líklegt var þetta samblanda af hvoru tveggja. Fólk kom inn í glæpagengið til að selja dóp og græða pening, en þegar það kom að morðum er líklegt að einhverjir hafi verið skyldaðir í þau störf.
23. Ýkt samsömum við hugmyndir um yfirburði ákveðinna kynþátta: Á ekki við, þar sem meðlimir Cocaine Cowboys voru af ólíkum kynþáttum.
24. Dramatísk breyting á fjárhagsstöðu: Þetta á mjög vel við Cocaine cowboys, það fylgir því mikið peningaflæði af svörtum peningum sem einstaklingar geta ekki útskýrt. Einnig er erfitt fyrir meðimi að halda í aðrar vinnur þar sem glæpastarfsemin tekur mikinn tíma og oft á óreglulegum tímum.
25. Hatur á kristinni trú: Það er ekki fjallað um hatur á trú í kringum Cocaine cowboys, ólíklegt er að það ríki hatur á kristinni trú þar sem margir meðlimir Cocaine cowboys eiga rætur að rekja til Kólumbíu en þar er kristin trú mjög stór og því líklegt að meðlimir Cocaine cowboys hafi margir verið kristinnar trúar, án þess að vera helteknir af trú sinni.
6. Mælikvarði 6: Félagsleg áhrif
Undanlát
Meðlimir hópsins gætu hafa látið undan annars vegar vegna hræðslu og hótanna um refsingu stjórnenda, en líklegra er að loforð um öfluga umbun hafi fengið meðlimi til að gangast í lið við þá í upphafi, t.d. loforð um himinháar fjárhæðir og að þeir séu undir verndarvæng stjórnenda sinna svo lengi sem þeir geri það sem þeir eru beðnir um.
Innhverfing
Það er ekki ólíklegt að til að byrja með hafi meðlimir ekki alveg trúað að það sem þeir voru að gera væri rétt, t.d. að myrða annað fólk, en með tímanum er líklegt að allavega einhverjir hafi farið að raunverulega trúa því að það sem þeir gerðu væri í lagi í þágu málefnisins og þar með eru viðhorf þeirra orðin innhverfð.
Samsömum
Áður en fólk kom inn í hópinn voru þau kannski að leita að hóp með sömu viðmið og þeir höfðu. Hjá Cocaine cowboys voru það sem dæmi mikill peningur og fólk áttaði sig kannski ekki á því hvað væri almennilega í gangi fyrr en of seint. Þegar fólk var komið inn í þetta þá var ekki hægt að hætta við og smátt og smátt byrjar fólk að reyna líkjast hver öðrum, eða byrjar ósjálfrátt að verða líkari og líkari hópnum. Hér gæti sem dæmi fólk byrjar að líkjast hópnum svo þeir muni ekki falla út úr hópnum og eiga á þeirri hættu að verða myrt.
7-8 Mælikvarði 1: DSM-5
Áfallastreituröskun 7.3.
Skilgreiningin á Áfallastreituröskun er: “að viðkomandi verði vitni að raunverulegum eða hótuðum dauða, alvarlegu slysi, eða kynferðislegu ofbeldi á 1 (eða fleiri) máta.” Eitt atriði er bein upplifun áfalls/áfalla, en það á vel við Griseldu þar sem hún varð fyrir miklu ofbeldi í æsku, oft í formi kynferðisofbeldis, af kúnnum móður sinnar sem var vændiskona. Það er einnig talað um að Griselda hafi síðan sjálf byrjað að stunda vændi á unga aldri. Einkenni hennar falla inn í: “neikvæð breyting á hugarstarfi og skapi í tengslum við áfallið/áföllin, sem hefjast eða versna eftir að áfallið/áföllin eiga sér stað, eins og fram kemur í 2 (eða fleiri) af eftirfarandi.” Það er ekki ólíklegt að hún hafi upplifað viðvarandi og ýtar neikvæðar tilfinningar eða væntingar gagnvart eigin sjálfi, öðrum eða um heiminn, þar sem hún gæti hafað upplifað sig sem vonda og hefur þá kannski farið að lifa bara eftir því hugarfari. Einnig hefur maður það svona á tilfinningunni að hún hafi verið með viðvarandi neikvætt tilfinningaástand, þar sem maður hlýtur að vera ansi reiður til að láta myrða hundruði manns og reiði er oft ansi sterkt stjórnunartól sem hún hlýtur þá að hafa nýtt sér í sinni valdastöðu.
Hegðunarröskun - 15.3.
Skilgreiningin á Hegðunaröskun er: “Síendurtekin hegðun sem felur í sér brot á réttindum annarra. Algeng dæmi eru ofbeldi…”. Þessi skilgreining passar verulega vel við Griseldu þar sem hún drap og lét drepa fullt af fólki og niðurlægði og hótaði enn fleirum.
Kókaín Víma - 16.5.1.
Röskun sem felur í sér að Kókaín sé nýlega innbyrt og klínískt merkjanlega miður uppbyggilegar hegðunar og sálfræðilegar breytingar sem á sér stað á meðan eða, rétt á eftir, efnainntöku. Griselda var náttúrulega að smygla helling af þessu efni inn til Bandaríkjanna og selja það og því alls ekki ólíklegt að hún hafi einnig notað efnin, en staðreyndin er sú að það er rosalega lítið vitað um það hvernig karakter Griselda var, fyrir utan það að hún var kaldrifjaður eiturlyfjasali sem hikaði ekki við að láta drepa fólk ef það hentaði henni.
9-10. Mælikvarði 2: Persónuleikaraskanir
18.2.4. - Sjálfhverf persónuleikaröskun
Ekki eru miklar upplýsingar um Griseldu eða hvernig hún var sem persóna, en við teljum að Sjálfhverf persónuleikaröskun passi best við hana. Það hljómar eins og hún hafi haft ofvaxið sjálfsálit og að hún hefði verið upptekin að því að ná meiri og meiri völdum. Við vitum að hún notaði aðra til að ná eigin markmiðum, lét aðra drepa fyrir sig, lét aðra selja dóp fyrir sig og fleira. Hana skorti hluttekningu og hugsaði því ekki út í tilfinningar annarra. Einnig teljum við, út frá því sem við lásum, að hún hafi sýnt hroka eða drambsýni í hegðun sinni og viðhorfum. Hún var greinilega sjálfhverf og siðleysingi.