Chicago

John Wayne Gacy

Ellen Ósk Valtýsdóttir

Kynning

Þann 17. mars 1978 fæddist drengur að nafni John Wayne Gacy, drengur sem átti eftir að gera hræðilega hluti. Áður en hann framkvæmdi þessa hræðinlegu glæpi var hann giftur konu að nafni Marlynn Myers og vann á KFC. Allt gekk vel þangað til hann byrjaði að bjóða ungum undirmönnum sínum heim eftir vinnu í pool og bjór, þar reyndi hann við þá. Þegar þeir sögðu nei, þá sagðist hann bara vera að djóka. Hann var dæmdur í 10 ára fangelsi árið 1968 fyrir að sofa hjá tánings strák, en hann sat aðeins inni í 8 mánuði.

John Wayne var oft að skemmta fólki, einna helst börnum í barnaafmælum. Þar kom hann klæddur sem trúður, þrátt fyrir að fá ekkert borgað fyrir það. Gacy var með tvo trúða persónuleika: Þeir voru Pogo the Clown (góði trúðurinn) og Patches (vondi eða djöflalegi trúðurinn). John Wayne Gacy er einnig þekktur sem: The Killer Clown.

Í kringum 1970 voru margir ungir drengir að týnast í Bandaríkjunum. Enginn vissi hvað væri að ske og þá voru raðmorðingar ekki til. Hér verður fjallað um þá sem dóu í Norwood Park Township, Illinois í Chicago, með áherslu á morðingjann sjálfan.

“Góði” trúðurinn: Pogo the Clown.

Glæpurinn

Gacy pyntaði, nauðgaði og drap að minnsta kosti 33 unga drengi á árunum 1972 til 1978. Hann bauð ungum strákum heim og gerði “trix.” Sagði þeim að fara í handjárn og reyna komast úr þeim. Þar sem Gacy var virtur í samfélaginu fóru fórnarlömbin í handjárnin. Hann kyrkti þá síðan, þrengra og þrengra.

Sumir náðu að flýja, það voru þó ekki margir og sumir (ekki allir) fóru til lögreglunnar, en ekkert gerðist. Gacy átti byggingarvinnu fyrirtæki og réði unga drengi í vinnu til sín. Flestir þessarra drengja áttu fáa eða engan að og fengu sumir að gista hjá Gacy. Einn af þeim sem fékk gistingu ákvað að elda morgunmat fyrir þá. Þegar hann labbaði inn til Gacy til að vekja hann gerði hann þau misstök að fara inn með hnífinn sem hann var að nota í eldhúsinu. Gacy drap hann og setti líkið undir húsið.

Gacy mokaði ekki þessa gröf undir húsinu alveg sjálfur, heldur fékk hann drengi sem voru að vinna fyrir hann til að gera það fyrir sig. Allavega einn af þeim endaði sjálfur þar seinna, eftir að Gacy drap hann.

Gröfin undir húsinu hjá Gacy.

Persónan

Þó John Wayne Gacy hafi verið virtur maður í samfélaginu sínu þá, var ekki allt upp á tíu. Hans stjórnunarlega eðli, skortur á iðrun vegna glæpa sinna, tilfinningalegi óstöðuleikinn hans (eins og sjá má í hjónaböndum hans) og fleira bendir til að hann hafi verið með Andfélagslega persónuleikaröskun (e. antisocial personality disorder – ASPD), sem er 18.2.1. í DSM-5. Gacy kenndi sér ekki um morð drengjanna, heldur taldi hann þau vera þeim að kenna.

Margir telja Gacy hafa kljást við geðklofa og reyndi hann sem dæmi að verða dæmdur ósakhæfur vegna þess. Geðklofi (e. schizophrenia) einkennist af brenglaðri sýn á raunveruleikann, ofskynjunum, blekkingum og brenglaðri hugsun, þetta hefur áhrif á það hvernig einstaklingum líður, hugsa og haga sér. Geðklofi er númer 2.1.5. í DSM5.

Gacy drap unga drengi, þeir elstu voru 21 árs gamlir og þeir yngstu 14 ára, þó er ekki vitað hverjir fimm af fórnarlömbun hans voru svo ekki hægt að segja með fullvissu hvort sá elsti hafi verið yngri en 21 árs eða nær 30 ára aldri. Þrátt fyrir það þá er hægt að segja að hann hafi aðlagast að börnum og því hægt að flokka hann undir geðröskun 19.4. í DSM-5, Barnahneigð.

Gacy hjá lögreglu í myndatöku, brosandi.

Endirinn

11. desember árið 1978 gerði Gacy stór mistök. Drengur að nafninu Robert Piest var tilkynntur týndur til lögreglu. Gacy hafði verið seinastur til að tala við hann og í því samtali bauð Gacy honum vinnu hjá sér. Robert lét móður sína vita af samtalinu, þar sem hún var að koma sækja hann í apótekið sem Robert vann. Robert fór síðan með Gacy í „atvinnuviðtal.“ Þegar lögreglan frétti af þeirra samtali fóru þeir og töluðu við Gacy. Gacy neitaði að hafa farið í apótekið þennan dag, þó nokkrir höfðu þó séð hann þar. Ekki nóg með það, þá hafði Gacy nokkur gömul mál á sér sem tengdust ungum drengjum og hafði farið í fangelsi. Lögrelan fékk því húsleitarheimild á Gacy. Þeir fundu mikið af dóti sem fórnarlömb Gacys höfðu átt, þeir vissu það þó ekki á þeim tíma.

Eftir að hafa skoðað húsið fóru þeir að fylgjast mikið með Gacy, það var alltaf lögreglubíll fyrir framan húsið. Einn daginn fór Gacy út og bauð lögreglumönnunum inn í kaffi. Ein löggan inn fór að pissa og þegar hann sturtaði niður kom ógeðsleg dauðalykt. Þann 21. desember fékk lögreglan aðra húsleitarheimild. Það sem þeir fundu var miklu meir en þeir áttu von á. Þeir fundu líkamsleyfar af 29 drengjum.

Gacy var sakaður um 33 morð og varð hann dæmdur fyrir þau öll. Við réttarhöldin reyndi hann að fá sig dæmdan ósakhæfan, vegna geðveiki og þó það hafi verið stutt af nokkrum sálfræðingum var því hafnað af dómara og var hann dæmdur til dauða. Gacy var tekinn af lífi með banvænni sprautu árið 1994.

Hér er stutt og gott myndband sem segir frá því hvernig Gacy var gripinn. Fyrstu fimm mínúturnar fjalla almennt um hann og hversu virtur hann var í samfélaginu en eftir það er endanum lýst: https://www.youtube.com/watch?v=Gmjd6Zad1Ag.

Hér er annað mjög áhugavert myndband, það er þó í lengri kantinum, um 3 klukkustundir. Það fjallar mjög ýtarlega um alla hans glæpi: https://www.youtube.com/watch?v=bqC5VvLLnPA.

Mælikvarðar

Mælikvarði 8: cleckley 16 atriði

Að mínu mati fellur John Wayne Gacy inn í 12/16 af mælikvarða 8 (The mask of sanity). Hann fellur inn í 01, 04, 05, 06, 07, 08, 09, 10, 11, 13, 14, 15 (hann nauðgaði samt sem áður fórnarlömbum sínum) og 16. Hann fellur ekki inn í 02, 03 og 12.

Ég var ekki alveg viss með 07, en setti hann þó í „fellur inn í“ listann þar sem hann er talinn hafa „antisocial personality disorder.“

Mælikvarði 11: hare kenningin

            Í mælikvarða 11, Hare kenningunni er John Wayne Gacy í Factor 1, Facet 2 (Affective). Hann var með skort á sektarkennd, skort á samkennd og átti erfitt með að taka eða viðurkenna ábyrgð á gerðum sínum.

Mælikvarði 13: Holmes & Deburger flokkunin

Holmes & DeBurger kenningin, mælikvarði 12. Hér skilgreinist Gacy í ástæðu númer 3 (Sjálfselska), undirflokk 3.a (Sterkar hvatir). Í ástæðu 3 drepur fólk vegna þess að þau fá eitthvað út úr því og í tilfelli Gacy drap hann og nauðgaði ungum drengjum fyrir sínar persónulegu kynferðislegu hvatir. Gacy var samkyneigður karlmaður sem var á móti hommum, ásamt því að að laðast að börnum.

Mælikvarði 17: norris 7 fasar

Norris fasarnir 7, mælikvarði 17. Hér þurfa raðmorðingjar að tilheyra öllum flokkum til að flokkast í þessa kenningu. Gacy flokkast undir þá flesta. Eini fasinn sem er spurningamerki er fasi 7, þunglyndi. Gacy drap 33 unga drengi og nauðgaði þeim, hann sendi ekki bréf til lögreglunnar, honum fannst þetta ekki vera honum að kenna, heldur kenndi hann fórnarlömunum um og þess vegna er þessi fasi spurningamerki. Annars er svarið já, Gacy tilheyrir Norris fösunum, öllum eða flest öllum.

Mælikvarði 7: dauðasyndirnar 7

Dauðasyndirnar 7, mælikvarði 7. Gacy tilheyrir synd 1, Losti. Hann drap vegna frávika í kynferðis- og persónulegum samskiptum. Hann aðlagaðist (geðröskun 19.4 í DSM-5 - Barnahneigð), drap unga drengi  og nauðgaði þeim.

Mælikvarði 13: holmes & Deburger flokkunin

Af hverju drap Gacy? Kenning Holmes og DeBurger, mælikvarði 13, fjallar um mögulegar ástæður morðingja. Gacy flokkast hér í 3.a (Sjálfselsku Grind). Sjá mælikvarða 12.

Heimildaskrá

  1. IvyPanda. (2022, 19. september). Psychological Profile of John Wayne Gacy. https://ivypanda.com/essays/psychological-profile-of-john-wayne-gacy/

  2. Jenkins, J. Philip (2023, March 13). John Wayne Gacy. Encyclopedia Britannica. https://www.britannica.com/biography/John-Wayne-Gacy

Myndaskrá

  1. https://crimejunkiepodcast.com/prolific-john-wayne-gacy/

  2. https://www.chicagotribune.com/history/ct-john-wayne-gacy-victims-20181215-htmlstory.html

  3. https://www.psychologytoday.com/us/blog/wicked-deeds/201405/john-wayne-gacy-the-diabolical-killer-clown

H. H. Holmes / Herman Webster Mudgett

Bjarki Steinn L. Jónatansson & Hrafnhildur Tinna Thorlacius

Kynning

H. H. Holmes eða betur þekktur sem: One of America's first serial killers fæddist í maí árið 1861. Sagt er að hann hafi drepið 20 til 200 manns en ekki er sönnun fyrir nema 9 morðum þrátt fyrir að hann hafi játað á sig 27 morð. Hann átti lóð í Chicago þar sem hann lét byggja hús sem er kallað: “morðkastalinn” þar sem hann bjó og leigði út íbúðir. Hönnun hússins var fremur óvenjuleg þar sem það voru ýmis leynigöng, falin herbergi og brennsluofn í kjallaranum. Holmes var sjarmerandi og góður í að leika á fólk þar sem hann hafði hagsmuni af. Þegar hann bjó í Chicago voru að minnsta kosti 60 málaferli sem tengdust honum. Holmes var bendlaður við mörg tryggingarsvindl og var tengdur við dauða margra einstaklinga. Það mál sem hann var á endanum var sakfelldur og dæmdur til dauða fyrir var morðið á Pitezel. Til að byrja með voru Pitezel og Holmes í samstarfi sem tengdist peningasvindli. Upprunalega áætlunin var að falsa dauða Pietzel til að fá útborgaða líftryggingu sem endaði síðan á því að Holmes myrti Pietzel. Í kjölfarið af því myrti Holmes þrjú af börnum Pietzel. Sama ár var Holmes handtekinn og dæmdur til dauða fyrir morðið á Pietzel. H. H. Holmes er mjög gamalt mál sem gerðist á 19. öld og er því eitthvað misræmi milli heimilda og getur því verið erfitt að segja til um áreiðanleika smáatriða.

Glæpurinn

Holmes átti töluverðan glæpaferil, þar á meðal tryggingarsvik, ávísunarfölsun, þrjú til fjögur ólögleg hjónabönd og morð svo eitthvað sé nefnt. Tryggingasvik var fyrsti glæpur Holmes sem vitað var um og stundaði hann það í einhvern tíma.

Morðin virðast byrja eftir að hann flytur til Chicago. Hann keypti lóð og byrjar að byggja stórt húsnæði stundum kallað: “Morðkastalinn” og var byggt nálægt því svæði þar sem the World’s Columbian Exposition átti að eiga sér stað 1893. Svo kallaði “Morðkastali” hans Holmes var reistur 1892. Sagt er að byggingin hafi verið fremur óvenjuleg, í henni voru fjölmörg leynileg göng, falin herbergi og gasklefar sem sagt er að Holmes hafði hannað t.d. til að drepa gesti byggingarinnar. Byggingin var einnig brennsluhús í kjallaranum þar sem Holmes fargaði líkunum.

Talið er að Holmes hafði lokkað fórnarlömb til sín annaðhvort í rómantískum tilgangi eða til að vinna fyrir hann. Hann myndi þá fela þau í einum af földu herbergjunum, pynta og að lokum drepa þau. Einnig er talið að hann hafi selt beinagrindur fornarlambanna sinna til læknisfræði prógramma í hagnaðarskyni.

Það mál sem Holmes var upprunalega sakfelldur fyrir var morðið á samstarfsmanni sínum honum Benjamin Pitezel í líftryggingarsvindli.

Benjamin Pitezel samþykkti að falsa sinni eigin dauða svo að eiginkona hans gæti fengið $10.000 í líftryggingu, sem hún átti að skipta á milli sín Holmes og lögmanns sem ætlaði að hjálpa þeim. Upprunalega planið var að Pitezel ætti að segjast vera vísindamaður undir nafninu B. F. Perry og sem myndi síðan deyja og vegna sprengingar á rannsóknarstofu. Holmes átti að finna lík til að “leika” hlutverk Pitezel. í staðinn fyrir að finna lík þá ákvað Holmes að drepa Pitezel. Hann byrjaði á því að gera Pitezel meðvitundarlausan með klóróformi og kveikti síðan í líkama hans með bensíni.

Holmes innheimti tryggingargreiðsluna og hélt áfram að hagræða grunlausri eiginkonu Pitezel til að leyfa þremur af fimm börnum hennar (Alice, Nellie og Howard) að vera í hans umsjón. Holmes og Pitezel börnin þrjú ferðuðust um norðurhluta Bandaríkjanna og inn í Kanada. Holmes laug af frú Pitezel og sagði henni að maðurinn hennar væri í felum í London. Holmes endar á því að myrða öll þrjú Pitezel börnin sem hann var með í sinni umsjón til að reyna hylma yfir það sem hann hafði gert.

Persónan

H. H. Holmes eða Dr. Henry Howard Holmes er fæddur í Gilmanton, New Hampshire 16. maí 1861. Foreldrar hanns voru Levi Horton Mudgett og Theodate Page Price og áttu þau fimm börn og var H. H. Holmes þriðja barn þeirra. Hann átti því tvö eldri systkini, þau Ellen og Arthur og tvö yngri, Mary og Henry. Foreldrar H. H. Holmes voru frekar trúaðir og tilheyrðu þau meþódisma sem er trúarhópur sem er á móti hefðbundinni kristinni trú. Á yngri árum var Holmes mikið að gera sínar eigin rannsóknir á dýrum og hafði hann mikinn áhuga á dauðanum. Holmes átti eiginkonuna Clara Lovering og áttu þau saman soninn Robert Lovering Mudgett. Holmes hafði mikinn áhuga á lækningum og útskrifaðist hann frá háskólanum í Michigan árið 1884 með lyfjafræði gráðu. Talað var um að Holmes hafi beitt eiginkonu sína Clöru ofbeldi og eftir að Holmes útskrifast flutti Holmes í burtu og talaði aldrei aftur við eiginkonu sína eftir það.

Holmes breytti nafni sínu í Henry Howard Holmes og var það líklegast vegna þess að hann vildi ekki að allt sem hann hafði gert á undan yrði tengt við nafnið hans, upphaflega nafnið hans var Herman Webster Mudgett. Árið 1886 gifti Holmes sig svo aftur, konu að nafni Myrta Belknap en á þessum tíma var Holmes ennþá giftur Clöru. Myrta og Holmes eignuðust barn sem hét Lucy. Eftir þetta árið 1894 giftist svo Holmes enn annarri konu að nafni Georgiana Yoke og var hún þá þriðja konan sem hann var giftur á sama tíma.

Holmes var lýst sem snillingi vegna hæfileika hans við að leika á fólk og nota það, konur og karla. Honum var lýst sem rosalega sjarmerandi manni og að hann hefði mikla trúa á sjálfum sér, jafnvel of mikla þar sem hann hafði gaman af því að taka áhættur og trúði því að sama hvað hann gerði þá gæti hann alltaf reddað sér út úr því með sjarmanum. Þess vegna er líklegt að Holmes hafi verið með Sjálfhverfa persónuleikaröskun vegna þess að hann hafði mikið sjálfsálit þar sem hann hafði mikla trúa á sannfæringarkrafti sínum að hann dansaði mikið á línunni og trúði að hann gæti reddað sér úr öllu. Holmes var líklegast með Sadisma þar sem hann var með sterka kynóra vegna þess að hann svaf hjá fórnarlömbum sínum áður en hann drap þær. Hann pyntaði einnig fórnarlömbin og er frekar líklegt að hann hafi fengið eitthvað út úr því. Hvatirnar hafa líklegast valdið vandamálum í samböndum þar sem hann var alltaf að gifta sig og eignast börn með hinum og þessum konum. Holmes var með Andfélagslega persónuleikaröskun þar sem hann bar litla virðingu fyrir réttindum annarra og vildi helst notfæra sér annað fólk. Hann hafði litla virðingu fyrir lögum þar sem hann sleppti því að borga skuldir sínar þótt hann hafi alveg átt efni á því. Holmes var frekar hvatvís en hafði reyndar ekki skort á áætlanagerð eins og má sjá þegar hann byggði hótelið. Holmes passar rosalega vel undir skilgreininguna á andfélagslegum persónuleika. Greiningin á honum var tvær persónuleikaraskanir og ein ekki persónuleikaröskun þar sem lítið af upplýsingum voru til staðar þar sem þetta er mjög gamalt mál.

Herman Webster Mudgett breytti nafni sínu í: Henry Howard Holmes.

Endirinn

1894 var Holmes handtekinn fyrir hestaþjófnað í Texas en það var alltaf mjög erfitt að finna sönnunargögn til þess að kæra hann. Loks 1895 var Holmes ákærður og fékk dauðadóm vegna morðsins á Benjamin Pitezel og þremur börnum hans. Eftir sakfellingu sína játaði Holmes á sig 27 morð í Chicago, Indianapolis og Toronto og sex morðtilraunir (þó sumir sem hann „játaði“ að hafa myrt væru enn á lífi).

 Í júlí 1895 í kjölfar uppgötvunar á líkum Pitezel barnana, hófu lögreglumenn og fréttamenn í Chicago að rannsaka byggingu Holmes í Englewood, sem nú er stundum kölluð „kastalinn“. Þó margar sögur hafa verið sagðar um hvað átti sér stað í þeirri byggingu fundust engin sönnunargögn sem gætu hafa sakfellt Holmes í Chicago.

 1896 voru síðan endarlok Holmes þegar hann var hengdur. Kastalinn hans Holmes var notaður sem pósthús alveg fram til 1938 þegar byggingin var jöfnuð við jörðu, en í millitíðinni hafði kviknað í húsinu. Ekkert nýtt hefur gerst í málinu enda mjög gamalt mál en árið 2017 var líkið grafið upp og rannsakað.

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=fn5n0dwFOwk

Mælikvarðar

Mælikvarði 8: Cleckley 16 atriði

Holmes passar við bæði mælikvarða 8 og 9 að einhverju leyti en við teljum að 8 passi aðeins betur. Hann hafði mikinn yfirborðssjarma þar sem hann var góður í því að spila með fólk og var þannig mjög ósannsögull og óheiðarlegur. Holmes framdi ekki sjálfsmorð. Holmes var mjög sjálfsmiðaður og allt sem hann gerði var frekar sjálfhverft þar sem hann hugsaði aldrei um hag annara heldur bara persónulegan ávinning. Hann leit einnig rosalega stórt á sig og hélt að ekkert gæti stoppað sig. Líklegt er að hann hafi ekki sýnt mikil tilfinningaviðbrögð vegna skorts á eftirsjá eftir þá slæmu hluti sem hann gerði eins og morðin og að leika á fólk.

Mælikvarði 11: Hare kenningin

Holmes passar vel við mælikvarða 11 sem er kenning Hare. Holmes fer í flokkin Factor 1 sem er Interpersonal/affective og flokkast þar undir Facet 1 interpersonal. Vegna þess að Holmes var mjög sjarmerandi maður og fólk var mikið að hlusta á hann bulla og túði því sem hann sagði. Hann klæddi sig vel og bar sig vel við fyrstu kynni. Einnig hafði hann rosalega mikla trú á sjálfum sér og tók áhættur vegna þess að hann trúði því að hann gæti alltaf reddað sér úr vandamálum með sjarma sínum. Út frá hegðuninni sem Holmes sýndi hafði hann mjög mikið sjálfsálit, hann trúði því að hann væri bestur og að ekkert slæmt gæti gerst fyrir hann vegna þess að hann trúði því að hann væri betri en allir aðrir. Holmes var mikill lygalubbur þar sem hann sveik fólk hægri og vinstri. Hann notfærði sér aðra í eigin þágu (e. manipulative) með lygum og sjarma.

Mælikvarði 12: Stone 22 listinn

Holmes passar við mælikvarða 12 vegna þess að hann sýndi einkenni andfélagslegrar persónuleikaröskunar þar sem hann notfræði sér fólk og bar enga virðingu fyrir öðrum. Hann fór ekki eftir lögum því hann borgaði ekki skatta og drap fólk. Ekki eru neinar heimildir sem benda til þess að gjörðir hans hafi verið stjórnað af kynferðislegum hvötum né að neitt slíkt hafi átt sér stað. Hann byggði “morðkastala” sem innihélt falinn herbergi, gasklefa og fjölmörg leynileg göng. Talið er að hann hafi framið fjölmörg morð í kastalanum og hafi notað hann til pyntinga.

Mælikvarði 17: Norris 7 fasar

Samkvæmt heimildum sem til eru um Holmes þá passar Norris fasinn, sem er mælikvarði 17 og á betur við hann en samt mjög erfitt að álykta með vissu vegna skorts á upplýsingum. Það er mjög líklegt að hann hafi upplifað raunveruleikann á sérkennilegan hátt. Hann byrjaði að undirbúa morðin með því meðal annars að byggja þennan svokallað morðkastala, þannig ákvað hann veiðivörur og veiðistað. Holmes afvopnaði fórnarlömb sín með sjarmanum sínum og líklegt er að hann hafi ekki beitt slagsmálum á þessu stigi. Holmes sýndi merki um sadisma þar sem hann lokkaði fórnarlömbin á hótelið með ýmsum leiðum t.d. starfstækifæri. Þegar inn á hótelið var komið náði hann að króa fórnalömbin af og lokaði þau inni til þess svo að geta gert það sem hann vildi með þau. Engar heimildir gáfu til kynna að Holmes hafi geymt minjagripi þótt að líkur séu samt á því að hann hafi gert það. Það sama á við um þunglyndi en engar heimildir benda til þess að þessi fasi hafi átt sér stað vegna þess að DSM var langt frá því að vera til á þessum tíma.

Mælikvarði 14: Mindhunter kenningin

Kenning Mindhunter, mælikvarði 14 passar líklegast betur en mælikvarði 7 samkvæmt þeim heimildum sem til eru um Holmes. Erfitt er að segja til um hvort hann hafi verið yfir meðalgreind en út frá þeim heimildum sem til eru var talið að hann væri mjög klár. Dæmi eru til um að fjölskyldulífið hjá Holmes hafi ekki gengið snurðulaust fyrir sig þar sem pabbi hans var alkóhólisti og hafði slæm áhrif á hann þar sem hann lét hann gera skrítna hluti t.d. var Holmes látinn standa fyrir framan beinagrind af manni. Holmes átti samt sem áður ágætt samband við móður sína. Hægt er að draga ályktun um það að einhverskonar Blætisdýrkun hafi verið til staðar vegna pyntinga og fleira en ekki ertu til neinar heimildir um það. Út frá þessari greiningu passaði Holmes við 5 af 10 í mælikvarða 14.

Mælikvarði 13: Holmes og Deburger flokkunin

Samkvæmt því sem vitað er er líklegast að Holmes hafi verið í flokk 3 sem er Sjálfselsku tegundin. Hann er líklegast þar vegna þess að hann fékk eitthvað út úr því að drepa fólk og pynta það einnig fannst honum annað fólk ekki skipta neinu máli. Hann lét allt snúast um sig og allt sem hann gerði var honum í hag og ekki annara. Erfitt er að álykta um hvaða tegund af sjálfselsku hann hafi verið með vegna skorts á upplýsingum en hægt væri að færa rök fyrir öllum tegundunum.

Heimildir

  1. H. H. Holmes—America’s First Serial Killer—2004. (2022). https://www.youtube.com/watch?v=3mn4AWgySEU

  2. History. (e.d.). Serial killer H.H. Holmes is hanged in Philadelphia. HISTORY. https://www.history.com/this-day-in-history/a-serial-killer-is-hanged

  3. Martin, J. B. (1943, desember 1). The Master of the Murder Castle: The troublesome question of Puerto Rico’s independence. Harper’s Magazine, December 1943. https://harpers.org/archive/1943/12/the-master-of-the-murder-castle/

  4. Selzer, A. (2017). H. H. Holmes: The True History of the White City Devil. Skyhorse.