Kalifornía

Elliot Rodger - Supreme Gentleman

Jóhanna Karen Jónsdóttir

Kynning

Elliot Rodger var aðeins 22 ára þegar hann framkvæmdi glæpi sína en þeir eru einnig þekktir sem: 2014 Isla Vista Killings. Á einum degi drap hann sex manns og særði 14 til viðbótar. Elliot flutti til Isla Vista til þess að stunda nám þar en bærinn er svokallað: college communtiy og bjó hann á háskólasvæðinu þar í 3 ár.

 Það er ekki hægt að tala um glæpi Elliot Rodger án þess að útskýra hugmyndafræði hans og virkni hans á netinu. Þó svo að Elliot hafi lifað mjög góðu lífi og virtist stöðugt hafa stuðning frá fjölskyldu sinni, upplifði hann það ekki sem slíkt. Hann átti alltaf mjög fáa vini og erfitt með samskipti. Einnig átti hann mjög erfitt í skóla og fluttist mikið til í skólakerfinu, t.d. vegna eineltis. Eins og svo margir í þeirri stöðu leitaði hann því oft á netheima til þess að tengjast við annað fólk. Hann spilaði mikið af tölvuleikjum og stofnaði að lokum YouTube aðgang þar sem hann hlóð upp mörgum myndböndum. Á þeim myndböndum var hann einna helst að tjá sig um hugmyndafræði sína sem snerist helst að hatri í garð kvenna. Seinna meir fann hann svo spjallsíður (e. discussion forums) þar sem hann gat staðfest hugmyndir sínar útfrá hatursorðræðum annarra karlmanna. Hugmyndir hans um konur urðu verri eftir því sem tíminn leið og á endanum ákvað hann að hefna sín á þeim.

Elliot Rodger.

Hér sést skjáskot af YouTube síðu Elliots. Titlarnir gefa góða innsýn í hug hans.

            Á þessum tímapunkti finnst mér mikilvægt að kynna hugtakið Incel (samsuða ensku orðanna involuntary celibate) sem er nú orðið svo háþróað að skilgreiningu á því má finna í orðabókum þó að enn vanti íslenska þýðingu. Hugtakið kemur frá netheimum og - eins og það gefur til kynna - á almennt við unga gangkynhneigða karlmenn sem telja sig vera ófæra um að laða að sér konur. Ásamt þessu sína þeir mikinn hatur í garð allra kvenna og karlmanna sem stunda kynlíf og hugtakið á því vel við Elliot. Einnig er þetta mikilvægt fyrir samhengi málsins því Elliot hefur oft verið kallaður: King of the Incels á netheimum þar sem aðrir incels heilla hann sem hetju. Það ber að nefna að fleiri fjöldamorð hafa átt sér stað í nafni incels og Elliots sjálfs á árunum eftir mál hans.

Glæpurinn

Elliot eyddi mjög miklum tíma í að skipuleggja glæp sinn þar sem þetta var (að hans mati) stórkostlegt plan til þess að hefna sín á heiminum. Hann kallaði þetta: Day of Retribution og eyddi fleiri mánuðum í að plana hvað í honum fólst. Það ber að nefna að þegar planið var tilbúið ætlaði hann að hafa daginn fyrr (í nóvember 2013) en það gekk ekki eftir. Einnig ætlaði hann að hafa stjúpmóður sína (sem hann hafði mikla andúð á) og hálfbróður sinn með í þessum áformum en hann náði heldur ekki að fylgja því eftir.

            Að lokum fór megnið af áætlunum hans fram þann 23. maí 2014 u.þ.b. 2 árum eftir að hann hafði ákveðið að hefna sín á heiminum. Hann stakk herbergisfélaga sína tvo ásamt einum vini þeirra til bana, einn á fætur öðrum, þegar þeir komu heim það kvöld. Að því loknu hlóð hann upp myndbandinu: Elliot Rodger‘s Retribution og sendi svokallað manifestó á foreldra og sálfræðing sinn. Þar á eftir lá leið hans í bæinn þar sem hann reyndi að komast inn í kvennfélag (e. sorority) án árangars. Á þessum tímapunkti gekk hann um með byssu og skaut þá sem á vegi hans urðu. Þannig varð hann tveimur konum að bana og særði aðra. Að lokum keyrði hann um svæðið og skaut í átt að búðum á svæðinu og myrti þannig einn mann. Í þessari skotárás særði hann marga ýmist með skotvopninu eða bílnum sínum.

Hér má sjá fórnarlömb Elliots.

Persónan

Best er hægt að lýsa Elliot sem kvennhatara (e. misogynist). Hann kennir konum um öll sín vandamál og neitar að bera einhverja ábyrgð á eigin líðan og aðstæðum. Þetta kemur allt fram í 140 blaðsíðna manifestóinu sem hann skrifaði, en þar sést vel hvernig skoðanir hans hafa mótast enda fer hann út í öll smáatriði lífs síns frá upphafi til enda. Einnig kemur fram hversu mikla athygli hann þráði og hversu mikið hann lagði upp úr því að líta vel út og að eiga dýra, fallega hluti. Ásamt því talar hann mjög fallega um sjálfan sig, hann er mestur og bestur allra manna. Þess vegna tel ég hann vera með 18.2.4. Sjálhverfa persónuleikaröskun. Hann telur sig vera einstakann, þurfa sérstakar reglur, æðri heldur en allir aðrir og á allt gott skilið. Í hans orðum: I am more than human. I am superior to them all. I am Elliot Rodger… Magnificent, glorious, supreme, eminent… Divine! I am the closest thing there is to a living god.

I am more than human. I am superior to them all. I am Elliot Rodger… Magnificent, glorious, supreme, eminent… Divine! I am the closest thing there is to a living god.

Hann var greindur með 1.3.1. Einhverfurófsröskun á sínum tíma en hann á t.d. erfitt með samskipti og eru þau oft mjög óvenjuleg í þau fáu skipti sem hann stundar þau. Eftir að hafa lesið manifestóið og horft á myndbönd hans er þetta mjög skýrt og varpar t.d. ljósi á ofurfókus hans á kvennmönnum og kynlífi.

Ásamt því tel ég hann vera með 5.4. Félaskvíðaröskun þar sem hann átti mjög erfitt með að nálgast fólk í félagslegum samskiptum og gerði alltaf ráð fyrir því að fólk kæmi til hans. Hann talar einnig um að hræðsla og kvíði við félagslegar aðstæður hafi hrjáð hann frá unga aldri, hann hætti t.d. á endanum að ganga í hefðbundinn skóla að miklu leyti til þess að forðast það að vera niðurlægður af jafnöldrum sínum.

Endirinn

Skotárás Elliots endaði með skotum á milli hans og lögreglunnar sem mætti á vettvang. Lögreglan skaut hann í mjöðmina en Elloit tókst að keyra frá þeim. Lögreglan kom að lokum að honum eftir að hann hafði keyrt upp á gangstétt og skotið sig í hausinn í framsætinu. Í manifestóinu sagði hann: The more I thought about all these injustices that were dealt to me, the more eager I became for revenge. It’s all I had left. I didn’t want to die, but I knew that I had to kill myself after I exacted my revenge to avoid getting captured and imprisoned. Þessi endir var því alltaf hluti af planinu.

Myndband sem lýsir aðstæðunum eftir árásina og þegar almenningur komst að því að þetta hefði verið planað í einhvern tíma: https://www.youtube.com/watch?v=TBDsNUIdIT4

Þar sem Elliot tókst að pósta bæði lokamyndbandinu sínu og manifestóinu á alnetið áður en hann framdi sjálfsmorð hafði þessi skotárás víðtækari áhrif heldur en hún hefði geta gert. Þetta mál fékk mikla umfjöllun í fjölmiðlum og varpaði miklu ljósi á hugmyndafræði incels sem hafði skefilegar afleiðingar í för með sér. Enn í dag er Elliot þekktur fyrir að hafa ýtt þessari hugmyndafræði á stærra svið og eru margir innan hennar sem telja glæpi hans vera réttláta útaf þeirri höfnun sem hann (og sambærilegir einstaklingar) þurfa að lifa með.

Mælikvarðar

Mælikvarði 8: Cleckley 16 atriði

Elliot passar við sirka 15 atriði af þeim 16 á mælikvarða Cleckley. Eins og fram hefur komið var mjög sjálfhverfur og hafði mikinn skort á innsæi. Hann átti mjög erfitt með samskipti og virtist ekki sýna dýpri tilfinningar gangvart neinu nema sjálfum sér. Eina einkennið sem mér finnst hann ekki passa við á þessum lista er nr. 3. Ekkert stress né taugaveiklun því Elliot var mjög kvíðinn, ef ekki taugaveiklaður í félagslegum samskiptum.

Mælikvarði 11: Hare kenningin

Elliot passar best í factor 1, þá bæði facet 1 og 2 en eflaust betur í facet 2. Hann var með ákveðinn yfirborðskenndan sjarma sem var mest áberandi í myndböndum hans þar sem sjálfhverfa hans kemur þessu á framfæri. Hann laug mikið að fjölskyldu sinni og telur sig eflaust hafa verið slægur í samskiptum og hagræðir sannleikanumí samskiptum við þau. Hinsvegar finnst mér skortur hans á eftirsjá og yfirborðskenndu tilfinningar hans meira áberandi, ásamt því hvernig hann neitar að bera ábyrgð á eigin gjörðum.

Mælikvarði 15: CCM flokkunin

Það er nokkuð augljóslega hægt að flokka morð Elliots sem 125 revenge eða hefndarmorð. Elliot heldur því fram að hann sé að hefna sig á konum og þeim sem eru að upplifa það sem hann á skilið enda skildi hann eftir mjög skýr skilaboð til þess að koma þessu óréttlæti á framfæri: If I can‘t have you girls I will destroy you. You denied me a happy life and in return I will deny you life. Its only fair.

Mælikvarði 17: norris 7 fasar

Mælikvarði Norris á ekki við um Elliot að mínu mati. Þessi mælikvarði á frekar við raðmorðinga en mér finnst réttara að flokka morð Elliots sem æðismorð enda áttu þau öll sér stað á einum degi.

Mælikvarði 7: dauðasyndirnar 7

Þó svo að margar af dauðasyndunum 7 eigi vel við mál Elliots finnst mér sú sjöunda, stolt, eiga best við vegna þess að sjálfsást hans snýst upp í hatur og fyrirlitningu á öðrum og fær hann að lokum til þess að fremja glæpi sína.

Mælikvarði 13: holmes & deburger flokkunin

Elliot á best við nr 3 á þessum skala, þ.e. sjálfselsku tegundina vegna þess að hann drap til þess að fá persónulega eitthvað út úr því. Hann passar best við undirflokk d. en hann vildi stjórna eða hafa vald á fólki og eins og hann sagði sjálfur: I am the closest thing there is to a living god.

HeimildiR

  1. https://www.theguardian.com/world/2014/may/30/elliot-rodger-puahate-forever-alone-reddit-forums

  2. https://en.wikipedia.org/wiki/Incel

  3. https://en.wikipedia.org/wiki/2014_Isla_Vista_killings

  4. https://schoolshooters.info/sites/default/files/rodger_my_twisted_world.pdf  - manifestóið.

  5. https://schoolshooters.info/sites/default/files/rodger_video_1.0.pdf

  6. https://www.police1.com/active-shooter/videos/santa-barbara-killers-retribution-video-cvhbBxq4q7mDgTiK/ - linkur að myndbandinu sem hann setti á Youtube kvöldið sem hann ákvað að framkvæma plön sín.

Edmund “Ed” Emil Kemper

Heiðdís Mjöll Kristleifsdóttir & María Nína Gunnarsdóttir

Kynning

Edmund Emil Kemper fæddist í Burbank í Kaliforníu 18. desember 1948. Hann var miðjubarn og eini sonur foreldra sinna. Hann byrjaði ungur að sýna hegðun eins og grimmd gagnvart dýrum. Hann átti í mjög slæmu sambandi við móður sína sem átti við áfengisvanda að stríða, hún gerði lítið úr honum, niðurlægði og beitti hann ofbeldi. Hún lét hann oft sofa í læstum kjallara vegna þess að hún óttaðist að hann myndi skaða systur hans, hún gerði líka grín af stærð hans þar sem hann var 1.93 sm að hæð þegar hann var aðeins 15 ára. Á þeim aldri endaði hann að flýja að heiman og bjó hjá pabba sínum en var svo sendur til ömmu sinnar og afa. Þar framdi hann fyrsta morðið sitt á ömmu sinni og stuttu seinna myrti hann einnig afa sinn. Hann var lagður inn á geðdeild þar sem hann var greindur með geðklofa, seinna var greiningunni breytt, en losnaði út fyrir að vera kurteis og almennilegur við geðlækna. Seinna á fullorðinsárunum byrjaði hann að bjóða ungum konum far í bílnum sínum, keyrði afsíðis og drap þær. Hann drap alls átta konur, meðal annars móðir sína og vinkonu hennar.

Lögreglumynd af Ed Kemper.

Glæpurinn

Kemper var 21 árs þegar hann var útskrifaður af geðdeild, þá flutti hann aftur heim til móður sinnar þar sem þau rifust heiftarlega. Kemper vann mikið og nýtti peninginn til þess að flytja að heiman. Hann kvartaði þó mikið yfir því að komast ekki frá móður sinni þar sem hún hringdi reglulega í hann og heimsótti hann óvænt. Hann átti það til að eiga erfitt fjárhagslega, sem varð til þess að hann neyddist oft til að leita í íbúð móður sinnar. Þegar hann keypti sinn fyrsta bíl, fór hann að taka eftir fjölda ungra kvenna vera að ganga og hjóla um. Hann byrjaði þar af leiðandi að geyma plastpoka, hnífa, teppi og handjárn í bílnum sínum. Hann byrjaði á því að ná í ungar konur og hleypa þeim friðsamlega í burtu. Kemper segist hafa sótt og skutlað um 150 manns áður en hann fann fyrir kynferðislegum hvötum til manndráps.

Ed Kemper og myndir af glæpavettvangi.

Á tímabilinu maí 1972 til apríl 1973 drap Kemper átta manns, allt konur. Hann sótti ungar konur og fór með þær á einangruð svæði þar sem hann pynti þær. Meðal annars skaut, stakk, kæfði og kyrkti hann þær. Hann tók einnig lík fórnarlamba sinna heim til sín til þess að hafa samfarir við líkin, að því loknu limlesti hann þau. Á þessu 11 mánaða tímabili drap hann fimm háskólanema, einn menntaskólanema, móður sína og bestu vinkonu móður sinnar. Í viðtölum lýsir Kemper því að hann fór oft út í leit að fórnarlömbum eftir að hafa átt slæmt rifrildi við móður sína.

Persónan

Ed Kemper er gáfaður maður með mjög háa greindarvísitölu og einstaklega orðheppinn sem hann nýtti sér til að öðlast traust hjá fólki. Hann skorti samkennd og sýndi litla samúð gagnvart fórnarlömbum sínum, hann hafði enga iðrun vegna gjörða sinna.

Kemper handtekinn.

Það væri hægt að greina Ed Kemper með þó nokkrar geðraskanir meðal annars þó nokkrar kynfráviksraskanir eins og Líkamshlutar og Nágirnd (19.9.2 og 19.9.3 í DSM-5) þar sem hann hafði kynferðislegan áhuga á líkum, þá sérstaklega hausum.

Að auki þá á Sadismi (19.6 í DSM-5) sérstaklega við hann, þar sem hann naut þess að pynta og valda fórnarlömbum sínum sársauka. Að lokum þá á Andfélagsleg persónuleikaröskun (18.2.1 í DSM-5) við þar sem hann sýndi mjög skýrt virðingarleysi fyrir réttindum og tilfinningum annarra með glæpum sínum þar má nefna morð, nauðganir og sundurlimanir. Glæpir hans voru oft hvatvísir, hann sýndi mikinn skort á samúð gagnvart fórnarlömbum sínum og talaði um þau á kaldan máta. Í raun lýsti hann ánægju og stolti yfir gjörðum sínum. Kemper var þekktur fyrir að vera afbragðs lygari og sjarmerandi til að öðlast traust hjá fólki. Að auki sýndi hann ofbeldisfulla hegðun sem barn og unglingur, þar á meðal dráp á dýrum.

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=I8x5PeZZFNs

Endirinn

Að morði móður sinnar og vinkonu hennar loknu, fór hann í símabás og hringdi í lögregluna. Hann játaði morð á móður sinni og vinkonu hennar, en lögreglan tók símtal hans ekki alvarlega og sagði honum að hringja til baka síðar. Nokkrum klukkustundum síðar hringdi Kemper aftur og bað um að ræða við yfirmann sem hann þekkti persónulega. Hann játaði við þann yfirmann að hafa myrt þær og beið þess að lögreglan mætti ​​á vettvang og tæki hann í gæsluvarðhald þar sem hann játaði einnig morð á námsmönnunum sex. Seinna í viðtali var hann spurður hvers vegna hann gaf sig fram. Þá sagði Kemper: Upprunalegi tilgangurinn var horfinn, það þjónaði ekki neinum líkamlegum, raunverulegum eða tilfinningalegum tilgangi. Þetta var bara hrein tímasóun. Í dag er Ed Kemper í innlögn á réttargeðdeild í Kaliforníu og telur sig ekki eiga vera hluti af samfélaginu og á best heima þar.

Mælikvarðar

Mælikvarði 9: Hari 22/20 listinn

Ed Kemper bjó yfir eftirfarandi eiginleikum sem Hare 20 listinn telur upp, þ.e.a.s. öllum nema atriði 17. Many short-term marital relationships, hann trúlofaðist þó einu sinni. Hann átti annars aldrei eðlileg tengsl við konur og var almennt einfari.

1. Glibness/superficial charm.

2. Grandiose sense of self-worth.

3. Need for stimulation/prone to boredom.

4. Pathological lying and deception.

5. Conning/manipulating.

6. Lack of remorse or guilt.

7. Shallow affect.

8. Callous/lack of empathy.

9. Parasitic lifestyle.

10. Poor behavioral controls.

11. Promiscuous sexual behavior.

12. Early behavioral problems.

13. Lack of realistic, long-term plans.

14. Impulsivity.

15. Irresponsibility.

16. Failure to accept responsibility for own actions.

18. Juvenile delinquency.

19. Revocation of conditional release.

20. Criminal versatility.

Mælikvarði 19: Babiak & Hare flokkunin 

Samkvæmt Babiak og Hare listanum myndi Ed Kemper flokkast best sem Klassískur siðblindur maður þar sem hann sýnir öll einkenni siðblindu meðal annars í samskiptum og getur sýnt mikinn sjarma, skortir samúð, lifði hræðilegum lífstíl og er mjög andfélagslegur.

Mælikvarði 12: Stone 22 listinn

Samkvæmt Stone listanum fellur Ed Kemper undir flokk 22: Andfélagslegir pyntinga morðingjar, þar sem pyntingarnar eru aðalatriðið. Hvatir þurfa ekki endilega að vera kynferðislegar. Í hans tilfelli voru hvatirnar aðallega kynferðislegar, hann pynti konurnar og myrti þær að lokum.

Mælikvarði 18: Emerick Hringkenningin

Hringkenning Emerick, Gray & Gray er í 9 þrepum sem:

  1. Vænting höfnunar: Kemper var illa staddur félagslega, upplifði mikla höfnun í æsku og er ekki fært um að treysta fólki.

  2. Særðar tilfinningar: Kemper upplifði einmanaleika í kjölfarið sem yfirfærist í að upplifa sjálfan sig sem fórnarlambið.

  3. Neikvæð sjálfsmynd: Þetta getur falið í sér ýktar ranghugmyndir um sig sjálfan, Kemper átti erfitt með að axla ábyrgð, kenndi móður sinni um allt og hafði mikla sjálfsvorkunn, því á bæði opinber- og dulin neikvæð sjálfsmynd við hann.

  4. Óheilbrigð aðlögun: Kemper lifði óheilbrigðu líferni, hann framdi sjálfsvígstilraunir, var mikið einangraður. Samkvæmt kenningunni er hegðun á borð við þessa tilraun til þess að sýna ekki veikleika.

  5. Frávikskenndar fantasíur: Á þessu stigi samkvæmt kenningunni upplifir morðinginn sig ekki á neikvæðan hátt. Ed Kemper var með kynferðislegar fantasíur, þær geta hafa sprottið í von um hefnd, leit eftir athygli og valdi.

  6. Þjálfunarferlið: Ed Kemper er sagður hafa skutlað konum 150 sinnum áður en hann fór að myrða. Hann hafði því góða æfingu, útvegaði sér tólin sem hann þurfti til þess að t.d. aflima fórnarlömbin. Hann keyrði liðlanga nótt í leit að fórnarlömbum.

  7. Glæpurinn sjálfur: Í æsku myrti Kemper t.d. ketti. Þetta fór því fram í nokkrum skrefum, glæparnir urðu sífellt alvarlegri.

  8. Tímabundin eftirsjá: Hann hlutgerði fórnarlömb sín og vorkenndi sjálfum sér mikið, hann hefði líklega náðst fyrr hefði hann haft enga eftirsjá þó hún hafi líklega varið stutt.

 

Mælikvarði 14: Mindhunter kenningin

Mælikvarði 14, Mindhunter kenningin. Samkvæmt kenningu þeirra Resslers og Douglas hafa raðmorðingjar 10 einkenni. Ed Kemper hefur öll einkenni þessara kenningar.

1. Ed Kemper er hvítur karlmaður.

2. Hann er yfir meðalgreind.

3. Honum gekk þó illa í skóla og átti handahófskenndan og furðulegan atvinnuferil.

4. Æskan hans var erfið og mikil vandamál í fjölskyldu hans, móðir hans var alkóhólisti og faðir hans fjarverandi.

5. Móðir hans glímdi við geðræn vandamál meðal annars með Jaðarpersónuleikaröskun og alkóhólisma.

6. Hann var beittur ofbeldi af móður sinni í æsku bæði líkamlegu og  andlegu.

7. Hann ól sér upp mikið hatur gagnvart konum vegna móður sinni, faðir hans var fjarverandi og þá höfðu áhrif móður hans ennþá meiri áhrif.

8. Hann átti við geðræn vandamál að stríða sem barn.

9. Hann gerði tilraun til sjálfsmorðs, var einangraður og leið illa á táningsárum.

10. Hann var með kynfrávik t.d. sadisma, nágirnd og áhuga á líkamshlutum.

 

Mælikvarði 13: Holmes & Deburger flokkunin

Kenning Holmes og DeBurger reynir að útskýra hvers vegna raðmorðingjar fremja morð. Ed Kemper myndi flokkast undir 3.a. Sjálfselsku Girnd. Hann var dæmdur sakhæfur og hann var að uppfylla kynferðislegar fantasíur með morðum sínum.

Heimildaskrá

  1. Edmund Kemper Stories. (2020). Love life Archives - Edmund Kemper Stories. Edmund Kemper Stories. http://edmundkemperstories.com/blog/category/love-life/

  2. Wikipedia Contributors. (2023, March 28). Edmund Kemper. Wikipedia; Wikimedia Foundation. https://en.wikipedia.org/wiki/Edmund_Kemper#