New York

Rodney Alcala - Dating Game Killer

Ástrós Óskarsdóttir og Steinþór Örn Helgason

Kynning

Rodney Alcala, betur þekktur sem: The Dating Game Killer, var ljósmyndari sem misnotaði og drap stelpur og ungar konur á áttunda áratugnum. Hann fékk fórnarlömb sín til að fylgja sér heim til sín af því að hann ætlaði að taka myndir af þeim. Eftir myndartökurnar nauðgaði hann þeim og myrti þær. Myndir af um 120 stelpum, strákum og ungum konum fundust í eigu Alcala en hann var dæmdur fyrir sjö morð.

Rodney Alcala í réttarsalnum.

Glæpurinn

Fyrsti glæpurinn sem við vitum um var 1968: átta ára stelpa, Tali, sem hann lokkaði í íbúð sína, nauðgaði og barði. Hún lifði af því maður hafði séð Alcala taka stelpuna, keyrt á eftir honum og hringt á lögreglu. Alcala flúði til New York og breytti um nafn. Það var lýst eftir honum og hann náðist þremur árum seinna þegar hann vann í sumarbúðum og þar höfðu stelpur séð mynd af honum eftirlýstum og þekkt hann. Hann fór í fangelsi í 1,5 ár fyrir árásina á Tali en tveimur mánuðum eftir að hann losnaði rændi hann 13 ára stelpu og var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir það. 1977 losnaði hann aftur úr fangelsi og honum var leyft að fara til New York til að heimsækja fjölskyldu sína. Þar framdi hann minnst tvö morð. Eftir það byrjaði hann að vinna hjá dagblaðinu Los Angeles Times og hann lokkaði stelpur og konur í íbúðina sína með því að segjast ætla að taka myndir af þeim þangað til hann náðist í síðasta skipti 1979. Þá fundust myndir af um 120 stelpum og konum í eigu hans, margar af þeim voru nektarmyndir. Alcala var dæmdur fyrir glæpi á sjö stelpum og konum en fórnarlömb hans gætu verið hátt í 130. Hann nauðgaði þeim, beitti þær alvarlegu líkamlegu ofbeldi og drap þær.

Persónan

Alcala flutti frá Mexico til Los Angeles með móður sinni og tveimur systrum þegar hann var ellefu ára. Pabbi þeirra hafði farið frá fjölskyldunni. Alcala fór í ameríska herinn sautján ára en var látinn fara vegna þess að hann fékk taugaáfall og var í kjölfarið greindur með Jaðarpersónuleikaröskun (18.2.1. DSM-5). Hann greindist seinna með Sjálfhverfa persónuleikaröskun (18.2.4. DSM-5), Andfélagslega persónuleikaröskun (18.2.1. DSM-5) og Sadisma (19.6. DSM-5). Sadismi er skýr þáttur í glæpum Alcala. Hann örvaðist kynferðislega við það að kvelja fórnarlömbin. Hann lét þær missa meðvitund og vakti þær aftur og aftur sér til gamans og örvunnar. Vitað er að hann rændi og nauðgaði minnst tveimur mjög ungum stelpum sem voru átta og tólf ára og var hann því einnig með Barnahneigð (19.4. DSM-5).

Ýmis fórnarlömb Alcala.

Alcala var myndarlegur, klár og sjarmerandi. Hann fékk viðurnefnið: The Dating Game Killer vegna þess að hann tók þátt í sjónvarpsþætti (The Dating Game) þar sem kona mátti velja einn karlkyns keppenda til að fara á stefnumót með eftir að hafa spurt þá alla spurninga en ekki séð þá. Hún valdi Alcala en hætti síðan við að fara með honum á stefnumótið af því að henni fannst hann „creepy“ eftir að hafa talað meira við hann. Þegar hann fór í þáttinn var Alcala búinn að vera í fangelsi tvisvar fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum og er hann þá sagður verið í miðju morðæði (e. killing spree). 

Alcala var með miklar mikilmennskuhugmyndur sem lýsa sér ekki bara í þátttöku hans í The Dating Game heldur ákvað hann að vera sinn eigin lögmaður í síðustu réttarhöldunum. Hann yfirheyrði sjálfan sig í fimm klukkutíma og meira að segja breytti um rödd þegar hann var „lögmaðurinn.“ Þegar hann var í fangelsi skrifaði hann bók um það að hann væri saklaus og hann kærði réttarvörslukerfið í Californiu tvisvar: einu sinni fyrir það að hann hafði dottið og svo fyrir það að fangelsið gaf honum ekki nógu fitulítinn mat. Út frá þessum mikilmennskuhugmyndum hans er Alcala gott dæmi um einstakling með Sjálfhverfa persónuleikaröskun. Hann var með ofvaxið sjálfsálit og mikinn hroka. Hann hélt áfram að nauðga og drepa þó það væri lýst eftir honum og meira að segja eftir að hann hafði verið dæmdur í fangelsi tvisvar. Hann hélt að hann væri klárari en allir og gæti gert það sem honum sýndist. Honum fannst hann eiga rétt á að fá það sem hann vildi og sagðist hann til dæmis “alltaf fá stelpuna” (e. I always get the girl).

Alcala í sjónvarpssal í þættinum: The Dating Game.

Endirinn

Alcala rændi 12 ára Robin sem hann hafði áður hitt á ströndinni þar sem hún var með vinkonu sinni. Þegar Robin fannst látin tólf dögum seinna, var gert andlitsteikning af honum (af því vinkona Robin mundi eftir að “weirdo” gaur hafði spurt Robin hvort hann mætti taka myndir af henni á ströndinni). Skilorðsfulltrúi hans sá teikninguna, þekkti hann og hann var handtekinn. Það fundust fullt af eyrnarlokkum (e. trophies) af fórnarlömbum Alcalas og myndir af 120 konum og börnum. Hann fékk dauðadóm, en honum var snúið við. Málið fór aftur fyrir dóm og Alcala hlaut aftur dauðadóm, sem var aftur snúið við. Alcala varði sig sjálfur í þriðju réttarhöldunum (2010)  og var dæmdur fyrir morð, nauðgun og mannrán á Robin og fjórum öðrum konum. Hann hlaut dauðadóm í þriðja sinn. Árið 2013 hlaut Alcala tvo lífstíðardóma fyrir tvö morð í viðbót. 2021 dó hann af náttúrulegum orsökum í fangelsi í Californiu.

Þetta stutta vídeó lýsir málinu og fjallar um kvikmynd sem var gerð um Rodney Alcala: https://www.youtube.com/watch?v=8Kss30IQV0A

MælikvarðaR

Mælikvarði 9: Hare 22/20 listinn

1. Glibness/Superficial charm - Rodney notaði sjarma sinn til þess að blekkja fórnarlömb sín.

2. Grandiose sense of self worth - Hann var með mikilmennskuhugmyndir um sjálfan sig og var greindur með sjálfhverfu.
3. Need for stimulation/Proneness to boredom - Rodney var með einhvers konar þörf til þess að láta ungar stelpur þjást og því á það vel við þetta atriði.

4. Pathological lying - Hann laug og þóttist vera einhver annar þegar hann tældi fórnarlömb sín.
5. Conning/Manipulative - Hann var góður að tæla fórnarlömb sín og náði að stjórna þeim þannig að þau myndu fara með honum.

6. Lack of remorse or guilt - Hann fékk eitthvað út úr því að drepa fórnarlömbin sín og reyndi að sýna fram á sitt sakleysi fram á sinn dauðadag. Einnig varði hann sig ekki gegn öllum ákærum þar sem að hann hreinlega mundi ekki eftir öllum morðunum, þau voru það ómerkileg fyrir honum.
7. Shallow affect - Hann sýndi litlar tilfinningar og sýndi lítil viðbrögð þegar hann framkvæmdi þessi hryllingsverk.

8. Callous/Lack of empathy - Hann fann ekkert til með fórnarlömbum sínum.
9. Parasitic lifestyle - Á ekki við.

10. Poor behavioral controls - Hann hafði litla stjórn á hvötum sínum þar sem hann nauðgaði öllum sínum fórnarlömbum.
11. Promiscuous sexual behavior - Eins og áður kom fram þá má gera ráð fyrir að hann hafi misnotað u.þ.b. 120 börn og á því þetta atriði við.

12. Early behavioral problems - Hann var frekar venjulegt barn og gekk vel í skóla og að tala við annað fólk þegar hann var yngri - þetta atriði á því ekki við.
13. Lack of realistic, long-term plans - Hann flakkaði á milli staða og vinnustaða þar sem hann var lengi á flótta frá lögreglunni og virtist ekki hafa neitt skipulag á sínu lífi.

14. Impulsivity - Hann leyfði hvötum sínum að stjórna sér.
15. Irresponsibility - Hann var ekkert sérlega góður að fela ummerki þar sem hann var handtekinn nokkrum sinnum áður en að hann var tekinn af lífi.

16. Failure to accept responsibility for own actions - Hann reyndi að sanna sakleysi sitt og tók ekki ábyrgð á öllum sínum hryllingsverkum.
17. Many short-term marital relationships - Sambönd hans voru stutt og voru oftast við börn, gifti sig þó aldrei.

18. Juvenile delinquency - Á ekki við.
19. Revocation of conditional release - Á ekki við.

20. Criminal versatility - Glæpir hans voru að mestu leyti nauðgun og morð, því á þetta atriði ekki við.

15/20 atriði eiga við.

Mælikvarði 19: babiak & hare flokkunin

Alcala myndi flokkast sem klassískur siðblindur maður (1. Classic). Hann sýndi ummerki um að hann var bæði góður í að stjórna fólki, var mjög lævís og sýndi litla sem enga samkennd. Á sama tíma var hann hættulegur og sýndi andfélagslega hegðun, svo sem að nauðga og drepa börn.

Mælikvarði 12/15?: ccm flokkunin

134. Sexual homicide, sadistic - Alcala fékk örvun frá því að nauðga og pynta ungar stúlkur til dauða. Hans meginástæða fyrir því að nauðga og drepa var að sjá fórnarlamb sitt þjást.

Mælikvarði 17: NOrris 7 fasar

  1. Hugrofsfasi - Hann hefur líklegast fengið einhverskonar kveikjur og myndir í hugann um að finna sér fórnarlamb en það er erfitt að segja til um hvort þessi fasi eigi vel við um hann.

  2. Veiðifasi - Hann leitaði oft að fórnarlömbum sínum, oft í kringum staði þar sem börn og unglingar eru líklegir til þess að vera (menntaskólar, leikvellir, grunnskólar o.fl.).

  3. Biðilsfasi - Hann notaði stöðu sína sem myndatökumaður og sagðist vilja taka myndir af stelpunum því þær væru tilvaldar til þess að vera fyrirsætur. Þannig fékk hann fórnarlömb sín með sér á afskekkta staði eða einhvers staðar þar sem þau yrðu í einrúmi. Einnig þóttist hann vera vinur foreldra ungra barna eins og hann gerði með sitt fyrsta fórnarlamb sem vitað er af.

  4. Handtökufasi - Með því að lokka fórnarlömb sín á afskekkta staði náði hann öllum völdum yfir þeim, þar sem hann var fullorðinn maður í valdastöðu og þau voru oftast ungar stelpur á aldrinum 8-15 ára.

  5. Morðfasi - Hann nauðgaði stelpunum og pynti þær síðan til dauða, oft með því að kyrkja þær.

  6. Minjagripsfasi - Hann tók myndir af fórnarlömbum sínum.

  7. Þunglyndisfasi - Ekki er vitað til þess að hann hafi upplifað einhverskonar þunglyndisfasa, en í einu tilfelli, eftir að hafa nauðgað 15 ára stelpu og barið hana til meðvitundarleysis, vaknaði hún við það að hann væri að gráta. Ekki er vitað ástæðu þess að þessi maður sem var augljóslega siðblindur var að sýna tilfinningar af þessu tagi, en hægt er að álykta að hann hafi verið orðinn þreyttur þar sem hann var búinn að stunda þetta í langan tíma. Stelpan stakk þá upp á því að þau myndu fara heim til móður hans að tala saman um hvað gerðist. Á leiðinni stoppuðu þau til að kaupa eitthvað að drekka og komst hún undan. Alcala flúði vettvang eftir að hann tók eftir því að hún hefði horfið.

Mælikvarði 7: dauðasyndirnar 7

Dauðasynd nr. 7 (Stolt/Dramb) - Alcala var mjög sjálfselskur og er hægt að draga þá ályktun að hann hafi drepið því að hann hafði gaman af því að sjá annað fólk þjást sem var ekki jafn frábært og hann taldi sig sjálfan vera.

Mælikvarði 13: holmes & Deburger flokkunin

3a. Sjálfselsku girnd - Rodney Alcala nauðgaði og drap vegna þess að hann örvaðist kynferðislega við það. Hann hafði gaman af því að kvelja fórnarlömb sín og æstist við það.

Heimildir

  1. Inside Edition. (2017, 28. nóvember). Contestant on Dating Game Show Turned Out to be a Serial Killer. Youtube. https://www.youtube.com/watch?v=8Kss30IQV0A

  2. Kelly, E. (2021, 26. júlí). The Horrifying Story of Rodney Alcala, The Serial Killer Who Won ´The Dating Game´ During His Murder Spree. All that´s interesting. https://allthatsinteresting.com/rodney-alcala-dating-game-killer

  3. Kissel, B., Parks M. og Zebrowski, H. Episode 466: Rodney Alcala Part I - Wanna see a pretty picture?. Spotify. https://open.spotify.com/episode/7AfHDyOw6xs5dTielDBOm2

  4. Kissel, B., Parks M. og Zebrowski, H. Episode 467: Rodney Alcala Part II - Bananas for dinner. Spotify. https://open.spotify.com/episode/7lBvfULhPUj7gG9jDWckyG

  5. Levenson, M. Og Medina, E. (2021, 24. júlí). Rodney Alcala, the ´Dating Game´Serial Killer, Dies. The New York Times. https://www.nytimes.com/2021/07/24/us/rodney-alcala-dead-dating-game.html

  6. Real Crime. (2022, 30. apríl). Serial Killer Goes On A Dating Show?!: World’s Most Evil Killers: Real Crime [Myndskeið]. Youtube. https://www.youtube.com/watch?v=LhByrqrquA8

  7. That Chapter. (2020, 10. júlí). Rodney Alcala: Dating Game Killer. Youtube. https://www.youtube.com/watch?v=igYlhMB1BTg

  8. The Famous People. (e.d.). Rodney Alcala Biography. https://www.thefamouspeople.com/profiles/rodney-alcala-15714.php

Mark Chapman - morðingi John Lennon

Katrín Ása Karlsdóttir

Kynning

Mark David Chapman er morðingi frá Texas í Bandaríkjunum. Hann er þekktur fyrir að hafa myrt John Lennon, einn af fjórum meðlimum Bítlanna. Mark skaut John Lennon fyrir utan heimili hans í New York árið 1980. Mark var mikill aðdáandi Bítlanna og var sérstaklega öfundsjúkur út í lífsstíl John Lennon. Hann sagði að ástæðan fyrir því að hann drap Lennon var vegna þess að hann vildi verða frægur sjálfur.

Mark Chapman og fórnarlambið, bítillinn John Lennon.

Glæpurinn

Mark Chapman byrjaði að plana morðið á John Lennon þremur mánuðum áður en morðið átti sér stað. En fyrir þann tíma hafði hann íhugað að myrða aðra fræga einstaklinga, svo sem Paul McCartney, Elizabeth Taylor, Ronald Regan og David Bowie. En á endanum varð Lennon fyrir valinu.

Áður en Chapman flaug til New York, þar sem John Lennon átti heima þá fór hann til Atlanta til þess að ná í skotvopn hjá vini sínum, eftir það flaug hann til New York en fékk þá bakþanka og hætti við að myrða Lennon. Þá flaug hann heim til sín til Hawaii og sagði konu sinni að hann væri heltekinn af því að drepa Lennon og sýndi henni byssuna sem hann ætlaði að nota. Kona hans lét lögregluna ekki vita af þessu. Mark bókaði tíma hjá klínískum sálfræðingi en mætti ekki í þann tíma og flaug til New York þann 6. desember 1980. Þegar hann var mættur þangað, þá íhugaði hann að taka sitt eigið líf með því að hoppa fram af frelsisstyttunni en hætti við það. Um kl. 5 eftir hádegi þann 8. desember 1980 beið Mark fyrir utan heimili Lennon. Þegar hann og kona hans Yoko Ono komu út úr byggingunni var Mark með eintak af plötu Lennons og bað hann um eiginhandaráritun á plötuna. Lennon gerði það og keyrði síðan í burtu. Síðar um kvöldið eða klukkan 10:50 komu Lennon og Ono aftur heim til sín, Chapman var þá tilbúinn með byssuna fyrir utan heimili þeirra og skaut Lennon fjórum sinnum með þeim afleiðingum að hann lést. Chapman fór ekki í burtu af vettvangi heldur sat hann og las bók þegar lögreglan kom og handtók hann.

Þrátt fyrir að vera mikill aðdáandi Bítlana til fjölda ára, þá var Chapman mjög reiður yfir ýmsu sem Lennon stóð fyrir. Hann rýndi einnig mikið í lög Bítlanna og var sérstaklega reiður yfir texta í laginu Imagine, en í því lagi syngur Lennon um að ímynda sér engar eigur (e. imagine no possessions) en Chapman var reiður yfir þessu þar sem hann vissi að Lennon sjálfur átti miljónir dollara, snekkjur og húsnæði. Sjálfur vildi hann verða frægur og ríkur og var það ástæðan fyrir morðinu.

Morðvopnið og lögreglumynd af Chapman.

Persónan

Mark Chapman fæddist árið 1955 í Fort Worth Texas. Faðir hans var liðsforingi í bandaríska flughernum og móðir hans var hjúkrunarfræðingur. Sem barn var Chapman hræddur við föður sinn en hann fann ekki væntumhyggju frá honum og hann beitti einnig móður hans líkamlegu ofbeldi. Chapman var lagður í einelti í skólanum frá 14 ára aldri, hann byrjaði að taka inn eiturlyf og hætti að mæta í skólann. Hann flúði einnig að heiman í eitt skipti og bjó á götunni í tvær vikur. Chapman var með sjálfsvígshugsanir og reyndi nokkrum sinnum að taka eigið líf. Chapman flutti til Hawaii þegar hann var rúmlega tvítugur, nokkrum árum seinna kynntist hann núverandi eiginkonu sinni Gloriu Abe og giftist henni árið 1979.

Eftir að Chapman framdi morðið á Lennon, var hann greindur með Verulega þunglyndisröskun (4.2 í DSM-5) og Geðklofa (2.1.5 í DSM-5). Hann er einnig með Sjálfhverfa persónuleikaröskun (18.2.4 í DSM-5) þar sem hann var með mikla þörf fyrir aðdáun, t.d. vildi hann myrða Lennon til þess að verða sjálfur frægur og hann öfundaði einnig annað fólk og skorti hluttekningu.

Endirinn

Chapman var handtekinn á vettvangi og síðar kærður fyrir annars stigs morð. Hann var dæmdur í fangelsi í 20 ár til lífstíðar. Chapman hefur tólf sinnum reynt að fá reynslulausn úr fangelsi en í öll skiptin hefur honum verið neitað. Í dag er hann 67 ára gamall og situr í Green Haven Correctional Facility fangelsinu í New York. Í febrúar árið 2024 gefst honum tækifæri til að sækja um reynslulausn í þrettánda skiptið.

Myndband: https://www.youtube.com/watch?v=X0wwPl7N7OY&ab_channel=InsideEdition

Mælikvarðar

Mælikvarði 8: Cleckley 16 atriði

Ég tel að mælikvarði 8 passi ágætlega við Chapman þó svo að öll atriði listans eiga ekki við um hann. Mér finnst 8 atriði eiga vel við hann en þau eru: númer 3: Ekkert stress né taugaveiklun, 4: Óáreiðanleiki, 7: Ástæðulítil andfélagsleg hegðun, 8: Fátækleg tilfinningaviðbrögð, 9: Sjúklega sjálfsmiðaður, 11: Skortur á innsæi, 12: Lítil félagsleg svörun og 13: Fjarstæðukennd og óumbeðin hegðun.

Atriði númer 1: Yfirborðsstjarmi, 2: Engin merki um geðrof, 5: Ósannsögli og óheiðarleiki, 6: Skortur á eftirsjá eða skömm, 10: Léleg dómsgreind, 14: Sjálfsmorð sjaldan framkvæmt, 15: Lítið og ópersónulegt kynlíf og 16: Fylgja ekki neinni lífsáætlun eiga ekki við um Chapman þar sem hann var ekki með neinn sérstakan yfirborðssjarma, hann var með merki um geðrof, hann sagði satt um atburðinn, hann sýndi eftirsjá gagnvart morðinu, hann reyndi sjálfsmorð oftar en einu sinni, það er ekkert talað um kynlíf hans og hann virtist vera með ákveðnar hugmyndir um lífsáætlun.

Mælikvarði 11: Hare kenningin

Chapman passar í Factor 1: Affect í mælikvarða 11 og undirflokkinn facet 1: Interpersonal, aðallega þar sem Chapman leit stórt á sjálfan sig og fannst það þess virði að myrða einstakling til þess að hann gæti fengið frægð út úr því.

Mælikvarði 15: CCM flokkunin

Atriði númer 126: Nonspecific-motive murder í mælikvarða 15 passar vel við Chapman þar sem hann var með sínar ástæður fyrir morðinu sem hann hélt fyrir sjálfan sig fyrst um sinn. Hann var einnig greindur með geðklofa og voru gjörðir hans að öllum líkindum undir áhrifum frá einkennum geðklofa, hann var meðal annars með ákveðnar ranghugmyndir um að hann myndi verða frægur ef hann myndi myrða Lennon og hann var einnig undir trúarlegum áhrifum og passar því flokkur 126.1: Nonspecific religion-inspired homicide einnig við hann.

Mælikvarði 18: Emerick hringkenningin

Hringkenningin passar ágætlega við Chapman:

1. Raðmorðingi væntir höfnunar: Chapman var tiltölulega félagslega vanhæfur og var einnig lagður í einelti þegar hann var yngri sem gæti vel haft áhrif á að hann væri hræddur við höfnun annarra.

2. Særðar tilfinningar: Chapman upplifði skort á væntumhyggju frá föður sínum og leit einnig á sjálfan sig sem fórnarlamb þar sem hann var afbrýðissamur út í fræga aðila og fannst eins og hann sjálfur ætti að vera frægur á kostnað annarra.

3. Neikvæð sjálfsmynd: Það er ekkert sérstaklega minnst á þetta atriði í umfjöllun um Chapman en það er líklegt að hann hafi verið með neikvæða sjálfsmynd þar sem honum fannst líf sitt ekki nógu gott miðað við líf annarra aðila.

4. Óheilbrigð aðlögun: Chapman neytti eiturlyfja, reyndi sjálfsvíg og var með sjálfsvígshugsanir meðal annars stuttu fyrir morðið á Lennon. Hann hélt þessu leyndu fyrir öðrum.

5. Frávikskenndar fantasíur: Chapman var með ákveðnar fantasíur um að verða frægur. Hann var í ákveðinni leit að athygli sem hann hafði aldrei fengið áður.

6. Þjálfunarferlið: Chapman skipulagði morðið vel, gerði sér ferð til annars fylkis til þess að útvega sér skotvopn og valdi nákvæman stað og tíma þar sem hann myndi fremja morðið.

7. Glæpurinn sjálfur: Chapman hafði áður ákveðið tímasetningu sem hann ætlaði að fremja morðið en hætti við og beið í nokkra mánuði, síðan framdi hann morðið sem var afleiðing af því sem á undan var komið.

8. Tímabundin eftirsjá: Chapman talaði um það eftir á að hann finndi fyrir eftirsjá.

9. Réttlæting: Chapman vildi á einum tímapunkti meina að hann hafi framkvæmt morðið vegna geðrænna vandamála sinna.

Mælikvarði 7: Dauðasyndirnar 7

Dauðasynd númer 6: Öfund í mælikvarða 7 á mjög vel við Chapman þar sem hann var virkilega öfundsjúkur út í lífið sem Lennon lifði og vildi sjálfur upplifa slíka frægð sem hann bjó við.

Mælikvarði 13: Holmes & Deburger flokkunin

Ástæða númer 2: Hugsjónir passar vel við Chapman þar sem markmið hans var að myrða frægan einstakling til þess að hann sjálfur gæti orðið frægur. Í tilfelli Chapman var geðröskun fyrir hendi.

Heimildir

  1. John Lennon | Biography, Songs, Albums, Death, & Facts | Britannica. (e.d.). Sótt af: https://www.britannica.com/biography/John-Lennon

  2. Mark David Chapman. (2023). Wikipedia. https://en.wikipedia.org/wiki/Mark_David_Chapman

  3. Mark David Chapman. (e.d.). Criminal Minds Wiki. Sótt af: https://criminalminds.fandom.com/wiki/Mark_David_Chapman

  4. Shutler, A. (2022). Mark Chapman said he killed John Lennon because he “wanted to be somebody”. NME. https://www.nme.com/news/music/mark-chapman-said-he-killed-john-lennon-because-he-wanted-to-be-somebody-3344947

David Berkowitz - Son of Sam

Díana Sif Ingadóttir & Thelma Rut Rúnarsdóttir

Kynning

David Berkowitz fæddist árið 1953 og var gefinn til ættleiðingar þegar hann var 10 daga gamall. Hann átti erfiða æsku og samdi ekki vel við uppeldis foreldra sína. Honum var sagt að líffræðilega móðir hans hafi látist við fæðingu. Uppeldis móðir hans var stjórnsöm í garð David og var uppeldis faðir hans lítið heima. David sýndi ofbeldisfulla hegðun frá ungum aldri þar sem hann lagði aðra í einelti og kveikti ítrekað elda til gamans. Þegar uppeldis móðir hans lést versnaði samband hans við uppeldis föður sinn. Þegar David var 18 ára gekk hann í herinn. Hann kom til baka þremur árum seinna og fékk þá fréttir um að líffræðilega móðir hans var enn á líf. Uppeldis foreldrar hans höfðu því logið að honum alla ævi. Hann varð þá mjög reiður og ofbeldisfullur í garð kvenna, þar með hófst glæpastarfsemi hans. David byrjaði að kveikja elda um götur New York og fór síðan að fremja morð. Fórnarlömbin voru konur og ung pör, David myrti sex manns og særði sjö. Hann sendi reglulega bréf til lögreglu og annarra stofnanna þar sem hann lýsti djöflinum Sam sem væri að fremja þessi morð. Hann undirritaði bréfin “Son of Sam,” en hann er einnig þekktur undir því nafni í dag. Þegar David var handtekinn játaði hann strax fyrir glæpina sem hann hafði framið. Hann greindi frá því að djöfullinn Sam sem var hundur nágranna hans stjórnaði hugsunum hans og gjörðum. David var dæmdur í lífstíðarfangelsi eða 365 ár.

David Berkowitz ungur og eldri og uppeldisforeldar í miðjunni.

Glæpurinn

David Berkowitz, einnig þekktur sem the Son of Sam, framdi röð skotárása sem ógnaði New York borg um miðjan áttunda áratuginn. David miðaði árásum sínum að ungum pörum og ungum stelpum. Hann drap alls sex manns og særði sjö aðra í röð árása, fórnarlömb hans voru á aldrinum 15-23 ára. David hóf morðárás sína 29. júlí 1976, þegar hann skaut 18 ára stelpu til bana og særði 19 ára vinkonu hennar, þar sem þær sátu í kyrrstæðum bíl í Bronx. Nokkrum mánuðum seinna fór David til Queens. Þar skaut hann ungt par sem lifðu það bæði af. Mánuði seinna skaut hann tvær ungar stelpur, 16 og 18 ára, þær lifðu það báðar af en önnur þeirra lamaðist eftir skotárásina. Tveimur mánuðum seinna skaut hann tvær ungar stelpur sem sátu í bíl, önnur þeirra lést en hin lifði af. Í mars árið 1977 var David farinn aftur til Bronx og skaut þar unga stelpu til bana og skaut síðan ungt par til bana mánuði seinna.

Stöðumælasektin alræmda.

David komst undan handtöku í nokkra mánuði og skildi eftir bréf og minnismiða á vettvangi glæpa sinna sem hæddi lögreglu og almenning. Í bréfunum sem hann senti sagðist hann að sér væri stjórnað af djöfullegum aðila að nafni Sam og undirritaði hann bréfin “Son of Sam.” Hann sagði Sam vera ofbeldisfullan, sérstaklega gagnvart ungum fallegum konum. Mikil fjölmiðlaumfjöllun var í kringum glæpi Davids og höfðu þau veruleg áhrif á alla New York borgá þeim tíma. Málið var eitt alræmdasta raðmorðingja mál í sögu Bandaríkjanna.

Sumir raðmorðingjar senda lögreglu og dagblöðum bréf, þekktustu dæmin eru Zodiac og Berkowitz, sem og Jack the Ripper.

Persónan

Elizabeth Broder giftist manni að nafni Tony Falco sem fór frá henni fyrir aðra konu. Nokkrum árum seinna var hún í ástarsambandi með giftum manni að nafni Joseph Klineman. Árið 1953 eignaðist hún barn með Joseph. Þar sem hann var giftur maður skýrði hún barnið í höfuðið á fyrrverandi eiginmanni sínum, barnið fékk því nafnið Richard David Falco. Joseph vildi ekkert hafa með barnið og hótaði að fara frá henni ef hún gæfi ekki barnið til ættleiðingar. Hann var því ættleiddur af fjölskyldunni Berkowitz þegar hann var 10 daga gamall og var gefið nafnið David Richard Berkowitz. Þegar David var barn var honum sagt að líffræðilega móðir hans hafi látist við fæðingu. Talið er að David hafi verið fullur af samviskubiti vegna þessa. David átti í erfiðu sambandi við þau sem ættleiddu hann. Móðir hans var ofverndandi og réði öllu sem David gerði og var faðir hans sjaldan heima vegna vinnu. David fannst hann ekki vera að fá ást og umhyggju frá foreldrum sínum. Hann sýndi erfiða hegðun sem barn, lagði aðra í einelti og lék sér að því að kveikja elda. Þegar David var 14 ára lést uppeldis móðir hans. Eftir það versnaði sambandið milli hans og föður hans. Árið 1971 fór David í herinn og var þar í 3 ár. Eftir að hann kom úr hernum frétti hann að líffræðilega móðir hans væri enn á lífi sem olli honum miklu uppnámi. Hann reyndi að leita að líffræðilegri móður sinni en ekkert gekk og þá byrjuðu glæpirnir. Hann byrjaði að kveikja elda í New York og er talið að hann hafi kveikt um 1,500 elda um miðjan áttunda áratuginn, í kjölfarið fór hann að fremja morð.

David sýndi ofbeldisfulla hegðun frá ungum aldri. Hann lagði aðra í einelti og lék sér að því að kveikja elda um hverfið sitt. Hann sýndi því einkenni um Hegðunarröskun (15.3.1). Hann sýndi síendurtekna hegðun sem fól í sér brot á réttindum annarra. Sú röskun getur þróast í Andfélagslega persónuleikaröskun (18.2.1.) á fullorðinsárum sem David var síðar með.

David sýndi nokkur einkenni Andfélagslegrar persónuleikaröskunar (18.2.1), þar á meðal mynstur um tillitsleysi fyrir réttindum og tilfinningum annarra. Þetta kom greinilega fram í vali hans á fórnarlömbum sínum, þar sem hann réðst á ung pör seint um kvöld. Hegðun Davids var hvatvís og kærulaus, með litlar áhyggjur af því að hann væri að valda öðrum skaða. Hann sýndi einnig skort á samúð og iðrun vegna gjörða sinna. Í viðtölum sem tekin voru eftir handtöku hans sýndi hann litlar sem engar tilfinningar eða iðrun vegna sársauka og þjáningar sem hann hafði valdið fórnarlömbum sínum og fjölskyldum þeirra. Að auki sýndi hann tilhneigingu til svika, laug að lögreglu og jafnvel eigin fjölskyldumeðlimum til að hylma yfir glæpi sína.

Einni sýndi David einkenni Geðklofa (2.1.5) eða nánar tiltekið ofsóknargeðklofa, þar á meðal ranghugmyndir og ofskynjanir. Hann hélt því fram að hann hafi fengið skipanir um að fremja morð frá djöfli sem réð yfir hundi nágranna síns og að hundurinn væri einn af mörgum sem tóku þátt í satanískum sértrúarsöfnuði sem stjórnaði gjörðum hans. Ranghugmyndir hans komu einnig fram í bréfum hans til lögreglu og fjölmiðla, þar sem hann vísaði til sjálfs sín sem “sonar Sams” og sagðist koma fram fyrir hönd satanísks sértrúarsafnaðar. Hann taldi einnig að bæði lögreglan og meðlimir sértrúar safnaðarins fylgdust með honum, sem leiddi til þess að hann hegðaði sér á ofsóknaræði og leynilegan hátt. Til viðbótar við ranghugmyndirnar sýndi David einnig óskipulagt tal og hegðun, annað einkenni geðklofa. Hann talaði oft samhengislaust og átti erfitt með að skipuleggja hugsanir sínar og tjá sig skýrt. Hann sýndi einnig undarlega hegðun, eins og að kveikja eld í íbúð sinni og henda eigum sínum út um gluggann.

Endirinn

Þann 10. ágúst 1977, var David handtekinn aðeins 10 dögum eftir að hann framdi síðasta morðið, þökk sé duglegu lögreglustarfi sem fólst í því að sigta í gegnum fjölmargar tilkynningar um grunnsamlega einstaklinga. Að lokum fannst rannsakendum David eini sem kom til greina og var kenning þeirra staðfest þegar bíll hans fékk bílastæðasekt nálægt þeim stað þar sem hann framdi síðasta morðið. Þegar hann var handtekinn var hann aðspurður hver hann væri, hann svaraði: I am Sam. David játaði öll morðin og sagðist hafa gert það vegna djöfuls að nafni Sam sem lifði inni í hausnum á honum. Sam var svartur Labrador sem nágrannarnir hans áttu. Mánuði síðar var hann dæmdur í 365 ára fangelsi eða sex samfellda lífstíðardóma og á hann ekki rétt á skilorði. Ári eftir að hann var dæmdur sagði hann að Sam hafi ekki verið að stjórna honum, heldur framdi hann glæpina vegna þess að hann var reiður út í heiminn og hvernig allir hefðu hafnað honum. Ári seinna varð hann fyrir árás inni í fangelsinu og lét næstum lífið. Hann sagðist eiga það skilið og vildi ekki gefa upp nafnið á árásarmanninum. Árið 1987 varð David kristnitrúar og kallaði sig: The Son of Hope. Einnig hélt hann því fram að hann væri partur af Satanic Cult, þar sem leiðtoginn væri hundurinn Sam. Hann sagði að tveir menn í Cultinu hefðu framið einhverja af glæpunum en ekki væri hægt að ná til þeirra þar sem annar þeirra framdi sjálfsmorð og hinn lést í bílslysi. David hefur komið með allskonar fullyrðingar varðandi ástæðuna fyrir því að hann framdi glæpina. Hann afplánar nú dóm sinn í Shawangunk-fangelsinu í Wallkill, New York og mun hann fagna 70 ára afmælinu sínu þar þann 1. júní.

Heimild: https://youtu.be/Hgviv21DayM

Mælikvarðar

Mælikvarði 8: cleckley 16 atriði

David passar við einkenni beggja mælikvarða, 8 og 9. Þó lýsir mælikvarði 8 honum betur. Hann skorti eftirsjá og innsæi fyrir hegðun sína og skammaðist sín ekki fyrir gjörðir sínar. Hann átti aldrei í ástarsambandi og skorti félagsleg tengsl. Hann var sjálfsmiðaður þar sem hann tók líf ungra kvenna vegna þess að hann var reiður út í uppeldis móður sína. Þó sýndi David merki um geðrof þar sem hann heyrði raddir og taldi Sam vera stjórna gjörðum hans.

Mælikvarði 19: babiak & Hare flokkunin

David skorti samkennd og sektarkennd. Hægt er að staðsetja hann sem 3. Macho í kenningunni sem Hare og Babiak lagði fram. Hann var andfélagslegur og átti lítil sem engin félagsleg samskipti. Hann var árásargjarn og lagði aðra í einelti. David var ekki stjórnsamur í garð annarra og lét gjörðir sínar tala fyrir sig.

Mælikvarði 12: Stone 22 listinn

David var óánægður og hefningjargjarn andfélagslegur persónuleiki. Hann var fullur af hatri og reiði gagnvart heiminum og framdi hann mörg morð. Því passar David undir flokk 13: Inadequate, revengeful psychopaths; some committing multiple murders á Stone 22 listanum.

Mælikvarði 18: emerick hringkenningin

Hringkenningin lýsir David á góðan hátt. Hann átti erfitt uppeldi, var gefinn upp til ættleiðingar og samdi ekki vel við uppeldis fjölskyldu sína. David hélt alla sína barnæsku að líffræðilega móðir hans hafi látist við fæðingu og því hafi hann verið ættleiddur. Þegar hann frétti að hún væri enn á lífi og fór hann í mikið uppnám og var sár yfir því að uppeldis fjölskylda hans laug að honum. Þar með leit hann á sig sem fórnarlamb þar sem hann fann fyrir höfnun frá foreldrum sínum, bæði líffræðilegu og uppeldis foreldrunum sem hafði mikil áhrif á neikvæða sjálfsmynd hans. Fyrst byrjaði hann að brjóta lögin þar sem hann kveikti elda um götur New York og síðan fór hann að fremja morð. Hann sýndi þó enga eftirsjá líkt og hringskýringin gerir ráð fyrir. Hann réttlætti þó glæpina sem hann framdi þar sem hundurinn Sam væri að stjórna gjörðum hans.

Mælikvarði 14: mindhunter kenningin

Upphafskenning Mindhunter lýsir David vel, vegna þess að hann hafði mikið hatur á konum og fjarverandi föðurs. Hann var hvítur einhleypur karlmaður og gekk illa í skóla en var þó ekki yfir meðalgreind. Fjölskylduaðstæður hans voru sérkennilegar þar sem honum var hafnað af líffræðilegu foreldrum hans og átti síðan erfitt samband við uppeldis foreldra sína. Báðir feður hans höfnuðu honum frá ungum aldri og var uppeldis móður hans mikið ein heima. David átti við geðræn vandamál að stríða, til dæmis var hann sendur til sálfræðings þegar hann var barn vegna erfiðleika í skóla. Móðir David beitti hann andlegu ofbeldi þar sem hún stjórnaði og hafði mikil áhrif á það sem David gerði í frítíma sínum sem honum líkaði ekki. David var með mikið hatur gagnvart konum og átti fjarverandi föður sem tók lítinn þátt í uppeldi hans. David lenti ekki í útistöðum við kerfið þó var hann með krefjandi hegðun sem barn og var einangraður og fullur af hatri út í samfélagið. Hann sýndi ekki viðvarandi áhuga á kynfrávikum né ofbeldis fengnu klámi sem kenning Mindhunter gerir ráð fyrir.

Mælikvarði 13: holmes & Deburger flokkunin

David felst undir 1. Ofsjónar tegundin (e. visionary). Hann framdi morð vegna þess að hann heyrði raddir sem sögðu honum að drepa. Hann sagði þessar raddir stjórna gjörðum sínum og að hann væri bara að fylgja fyrirmælum. Þó var hann dæmdur sakhæfur sem á ekki við um þennan lið í kenningunni frá Holmes og De Burger. Hann ætti því að falla undir sjálfselsku tegundina en einkenni þeirra tegundar eiga ekki við um hegðun David. Því flokkast hann frekar undir ofsjónar tegundina.

Heimildaskrá

  1. Encyclopedia Britannica. (24. febrúar, 2022). David Berkowitz. In Encyclopedia Britannica. https://www.britannica.com/biography/David-Berkowitz

  2. American Psychiatric Association. (2013). Diagnostic and statistical manual of mental disorders (5th ed.). https://doi.org/10.1176/appi.books.9780890425596

  3. Biography.com Editors. (15. apríl, 2021). David Berkowitz biography. Biography. https://www.biography.com/crime-figure/david-berkowitz

  4. History.com Editors. (9. október, 2019). Son of Sam. HISTORY. https://www.history.com/topics/crime/son-of-sam

  5. New York State Department of Corrections and Community Supervision. (e.d.). David Berkowitz. New York State Department of Corrections and Community Supervision. https://doccs.ny.gov/david-berkowitz