Raðmorðingi

Gary Heidnik

Ásdís Jana Ólafsdóttir

Kynning

Gary M. Heidnik var Bandarískur glæpamaður sem rændi, pyntaði og nauðgaði sex konum og drap tvær. Hann framdi þessa glæpi á árunum 1978 til 1987. Hann hélt fórnalömbunum í sjálfgrafinni holu í kjallaranum heima hjá sér. Hann var dæmdur til dauða og tekinn af lífi með banvænni sprautu í júlí 1999.

Gary Heidnick handtekinn.

Glæpurinn

Árið 1978 þegar Gary vann á geðheimili gaf hann Alberta Davidson, sem var sjúklingur inn á geðheimilinu, dagspassa. Hann tók hana heim með sér og gerði hana að fanga sínum í kjallaranum. Þar nauðgaði hann henni og pynti. Hann var handtekinn og dæmdur í fangelsi í 3 til 7 ár þegar Alberta fannst í kjallara hans.

Árið 1986 þegar Gary var kominn úr fangelsi byrjaði hann að ræna og nauðga konum aftur. Josefina Rivera var næsta fórnarlamb hans. Hún var vændiskona og eftir að hafa stundað kynlíf með Gary, kæfði hann hana þar til hún varð meðvitundarlaus og hlekkjaði hana síðan í kjallara sínum.

Heidnik byrjaði að grafa holu í kallaranum sem hann setti Josefinu síðan ofan í ef hún reyndi að flýja eða ef hún hegðaði sér illa. Nokkrum dögum síðar rændi hann annarri konu að nafni Sandra Lindsay. Hún var áður ólétt með barn Heidnik en fór í fóstureyðingu, sem Gary var ekki glaður með. Hann hélt konunum í kjallaranum, gaf þeim sjaldan að borða, nauðgaði þeim reglulega og hélt þeim hálf nöktum. Nokkrum dögum seinna rændi þrem öðrum konum, Lisa Thomas, Deborah Dudley og Jacquelyn Askins. Deborah reyndi oft að verja sig og var því oft sett í holuna. Hann lét konurnar stunda kyníf með hvor annarri og lét þær borða hundamat. 7. febrúar varð hann reiður við Söndru og lét hana hanga í loftinu með einni hendi í tvo daga. Hún fékk háan hita og dó. Hann tók lík hennar, sagaði hana í sundur og setti höfuð hennar í pott. Hann gaf hundunum sínum einhvern part af líki hennar en restina til kvennana. Á næstu dögum byrjuðu nágrannar hans að kvarta yfir vondri lykt og þegar lögreglan kom til að rannsaka útskýrði Heidnik að hann hafi verið að elda en brenndi matinn og lögreglan fór. Hann fór til kvennana og mútaði þeim og sagði Josefina honum frá að þær voru að plana að ráðast á hann. Þannig hann tróð skrúfjárni í eyru þeirra.

Gary byrjaði að nota raflost á allar konurnar nema Josefinu. Hún var orðin að uppáhalds fanga hans og fékk stundum forréttindi eins og að horfa á mynd eða að vera nauðgað á þæginlegri stað. 19. mars tók hann Deborah og setti í holu fulla af vatni og drap hana með raflosti fyrir að vera óþekk. Hann lét síðan Josefinu hjálpa sér að losa sig við líkið. Hann rændi síðan Agnes Adams sem átti að koma í stað fyrir Deborah. En markmið hans var að gera þær allar óléttar og ala síðan upp börnin sjálfur.

Teikning af brunninum.

Brunnurinn sjálfur.

Persónan

Gary Michael Heidnik fæddist Ohio 23. nóvember 1943. Þegar Gary var aðeins 3 ára skildu foreldrar hans og fór Gary, ásamt yngri bróður hans Terry, að búa hjá föður þeirra og stjúpmóður. Faðir þeirra lagði strákana bæði í líkamlegt og andlegt ofbeldi og var aðal refsingaraðferð hans að niðurlægja þá. Á tímabili þegar Gary pissaði í rúmið lét faðir hans Gary hengja lakið út fyrir alla til þess að sjá.

Gary gékk vel í skóla, fékk góðar einkunnir en hann var samt lagður í einelti og átti enga vini.

Alkóholismi var mikill í fjölskyldu hans þar sem báðir foreldrar hans misnotuðu áfengi. Sagt er að skilnaður foreldra hans hafi verið út af drykkju móðurinnar. Árið 1970 framdi móðir hans sjálfsvíg með ofskömmtun lyfja og áfengis. Þá framdi Gary sína fyrstu sjálfsvígstilraun af mörgum. Hann er sagður hafa farið oft inn á geðdeildir og að hann reyndi að fremja sjálfsvíg allavega 13 sinnum. Terry bróðir hans var einnig í sjálfsvígshættu og voru þeir báðir greindir með geðklofa. Gary greindist með geðklofa 19 ára gamall eftir að hafa verið í hernum í 13 mánuði. Hann var sendur heim úr hernum og fór að vinna sem hjúkrunarfræðingur. Það reyndist honum samt ekki vel og var hann ýmist rekinn fyrir að vera dónalegur við kúnna og fyrir að mæta of seint. 28 ára gamall stofnaði hann kirkju og hélt fundi í kjallaranum sínum. Innan nokkra ára var hann búinn að safna miklum peningi.

Hann eignaðist 2 börn. Fyrsta barn hans átti hann með Gail Lincow. Drengurinn var fljótlega eftir fæðingu sendur á fósturheimili vegna andlegrar getu Gail. Hann hitti síðan Anjeanette Davidson, sem var sjúklingur á einu geðheimili sem Gary vann á. Þau eignuðust dóttur saman, Maxine, sem var einnig tekin og sett á fósturheimili.

 Vitað er með vissu að Gary Heidnik var greindur með 2.1.5. Geðklofi og hægt er álykta að hann hafi verið 19.6. Sadisti og 18.2.1. Andfélagsleg persónuleikaröskun. Sadisminn segir sig ferkar sjálfur, hann hélt konunum föngun, pynti og nauðgaði þeim. En andfélagsleg persónuleikaröskun passar honum líka vel þar sem hann byrjaði snemma að brjóta af sér. Hann var hvatvís, ofbeldishneigður og skorti eftirsjá.

Gary M. Heidnik.

Endirinn

24. mars náði Josefine að sannfæra Gary um að fá að fara heim og hitta fjölskyldu sína. Hann trúði því að hún myndi koma aftur til hans en hún fór beint til kærasta síns og hann hringdi á lögregluna. Heidnik var handtekinn og kom fyrst fram í dómsal 1988. Þá sagði hann að konurnar sem hann rændi höfðu verið í kjallara hans þegar hann flutti inn í húsið. Hann reyndi einnig að vera dæmdur ósakhæfur en það hófst ekki hjá honum. 1. júlí var Heidnik dæmdur fyrir tvö morð, rán á fimm manneskjum, sex nauðganir, fjórar grófar líkamsárásir. Hann var dæmdur til dauða. Á áætluðum dauðadag hans, 31. desember, reyndi hann að fremja sjálfsmorð en fór í dá. 1997 var reynt aftur en frestað en 6. júlí 1999 dó hann með banvænni sprautu, 55 ára.

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=CM2IwBASG2I

 

Mælikvarðar

 

Mælikvarði 9: Hare 22/20 listinn

Hare mælikvarðinn passar mjög vel við Gary. Persónunlega finnst mér 15 atriði úr 20 atriða lista passa við hann, mögulega fleiri. Gary framdi glæpi sína á stuttum tíma og rændi konum með stuttu millibili sem gæti bent til þess að honum leiddist hratt eða hafði litla stjórn á hegðun sinni. Hann var hvatvís og ábyrgðarlaus. Hann sýndi litla sem enga samkennd eða samviskubit. Snemma byrjaði Gary að sýna óæskilega hegðun og tók aldrei ábyrgð á eigin gjörðum.

Atriði sem passa við hann: 03, 05, 06, 07, 08, 09, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 18 og 20.

Mælikvarði 11: Hare kenningin

Á Hare mælikvarðanum passar Gary við affective undirflokkinn. Hann sýndi litla sem enga samkennd eða samviskubit fyrir gjörðum sínum og virtist áhugalítill gangvart tilfinningum fórnalamba sinna. Hann tók heldur aldrei ábyrgð á glæpnum. Hann reyndi að vera dæmdur ósakhæfur og sagði einnig að fórnalömbin hefðu verið í kjallaranum þegar hann keypti húsið.

Mælikvarði 15: CCM flokkunin

Að mínu mati passar Gary best undir flokk 133: Sexual Homicise, mixed. Aðalmarkmið hans var að nauðga konunum en drap eina „óvart“ og hin fór ekki eftir reglum hans og hann náði ekki að stjórna henni svo hann drap hana.

Mælikvarði 18: Emerick hringkenningin

Hringkenningin passar ekki vel við Gary. Hann var mögulega hræddur við höfnun þar sem flest fórnalömbin hans voru vændiskonur. Næsta skref, særðar tilfinningar, finnst mér ekki passa við hann. Honum var sama um hvað konunum fannst. Mögulega hafði hann neikvæða sjálfsmynd í framhaldi af glæpnum, en samt ekkert sem bendir til þess. Heldur ekki upplýsingar um sjálfsvorkun. Ekkert sem bendir til þess að hann hafi haft einhverja óheilbrigða aðlögun eins og neyslu efna eða áfengis. Gary hafði frávikskenndar fantasíur en hann var einnig greindur með geðklofa þannig mögulega komu þær útaf geðklofanum. Þjálfunarferlið og glæðurinn sjálfur passar honum samt. Hann fer á stjá að ná í nýtt fórnarlamb, fremur glæpinn sjálfan. Seinasta skrefið er tímabundin eftirsjá, en ekkert bendir til þess að Gary hafi verið með eftirsjá.

Mælikvarði 14: Mindhunter kenningin

Gary var vissulega einhleypur, hvítur karlmaður, hann var yfir meðal greind. Honum gekk ágætilega í skóla, menntaði sig sem hjúkrunarfræðingur en náði ekki að halda vinnu. Hann kom úr slæmri fjölskyldu, bæði móðir hans og faðir komu illa fram við hann. Hann sjálfur var greindur með geðklofa og mikill alkóholismi var í fjölskyldu hans. Hann var misnotaður í barnæsku bæði andlega og líkamlega. Ekkert bendir til þess að hann hafi haft neikvæð viðhorf til karlkyns yfirmenn eða hatur á konum. Hann lenti ekki snemma í einhverjum stofnunum en hann greindist með geðklofa aðeins 19 ára. Hann reyndi að fremja sjálfsmorð þó nokkrum sinnum og að lokum hafði hann mikinn áhuga á kynfrávikum. Gary passar því mjög vel við Mindhunter kenninguna þar sem 9 af 10 atriðum á vel við hann.

Mælikvarði 13: Holmes & DeBurger flokkunin

Ég tel Gary falla best undir 3c. Sjálfselsku tegundina, gagn. Markmið hans var ekki að drepa konurnar heldur að nauðga þeim. Hann planaði að gera þær allar ófrískar og ætlaði síðan að ala sjálfur börnin.

Heimildaskrá

  1. Criminal minds wiki. (e.d.). https://criminalminds.fandom.com/wiki/Gary_Heidnik#Known_Victims

  2. Fiorillo, V. (2007). Inside the house of Heidnik. https://www.phillymag.com/news/2007/07/23/inside-the-house-of-heidnik/

  3. Morrison, R. (2023). Gary Michael Heidnik: Biography and Murders. https://warbletoncouncil.org/gary-heidnik-9613#menu-5

  4. The true crime edition. (2021). The Real-Life Silence of the Lambs. https://www.truecrimeedition.com/post/gary-heidnik

Aileen Wuornos - fyrsti kven-raðmorðingi Bandaríkjanna

Kristín Erna Sigurjónsdóttir

Kynning

Aileen Wuornos var raðmorðingi sem framdi að minnsta kosti sjö morð á einu ári. Hún átti erfiða æsku en móðir hennar eignaðist hana einungis 16 ára gömul og var Wuornos annað barn hennar. Foreldrar hennar skildu tveimur mánuðum áður en Wuornos fæddist og hitti hún aldrei föður sinn þar sem hann sat í fangelsi þegar hún fæddist. Faðir hennar var greindur með geðklofa en hann sat í fangelsi fyrir að ræna og misnota sjö ára gamla stelpu en framdi síðar sjálfsmorð í fangelsinu. Einungis fjögurra ára gömul yfirgaf móðir Wuornos hana og skildi börnin eftir hjá foreldrum sínum sem bæði voru alkóhólistar.

Wuornos einum degi fyrir aftökuna.

Wuornos var ung þegar hún byrjaði að stunda kynlíf í skiptum fyrir eiturlyf og mat ásamt því að stunda kynlíf með bróður sínum. Wuornos sagði einnig að afi hennar hefði beitt hana kynferðis- og líkamlegu ofbeldi ásamt því að hún varð ófrísk eftir vin afa síns. Aðeins 14 ára gömul eignaðist hún barn sem var gefið til ættleiðingar og hún hætti í skóla. Stuttu seinna lést amma hennar og þá henti afi hennar henni út og hún fór að stunda vændi. Hún fór í kjölfarið að stunda smáglæpi eins og þjófnað þar til hún drap sjö menn yfir 12 mánaða tímabil sem hún sagði að hefði verið sjálfsvörn vegna tilraunar til nauðgunar.

Glæpurinn

Wuornos myrti sjö miðaldra hvíta menn yfir 12 mánaða tímabil sem höfðu keypt af henni vændisþjónustu. Hún rændi þá einnig og stal bílum þeirra.

7 fórnarlömb Wuornos.

Fyrsta fórnarlamb Wuornos var Richard Mallory en hún skaut hann nokkrum sinnum í bringuna í lok nóvember árið 1989. Líkið fannst tveimur vikum eftir morðið í skógi langt frá þeim stað sem bíllinn hans fannst. Wuornos sagði að Mallory hefði keyrt með hana á afskekktan stað þar sem hann ætlaði að kaupa þjónustu af henni en hafi í staðinn lamið hana og nauðgað. Hún bar því sjálfsvörn fyrir sig. Önnur fórnarlömb Wuornos voru einnig skotin til bana en næsta fórnarlamb, maður að nafni David Spears fannst látinn þann 1. júní 1990 og þriðja fórnarlamb hennar fannst þann 6. júní sama ár. Charles Carskaddon var skotinn níu sinnum í bringu og maga. Peter Siems og Troy Burress voru einnig myrtir þetta sumar en sá fyrri í byrjun júlí en Burress í byrjun ágúst. Lík Siems fannst þó aldrei en Wuornos sást yfirgefa bíl hans ásamt því að lófafar hennar var á hurðaopnara bílsins að innan. Charles Humphreys var sjötta fórnarlamb Wuornos og var hann skotinn til bana 11. september árið 1990. Bíllinn hans fannst í annarri sýslu en líkið. Sjöunda morð Wuornos var á manni að nafni Walter Antonio í nóvember árið 1990 en hann var skotinn fjórum sinnum og bíll hans fannst fimm dögum eftir að líkið fannst og þá í annarri sýslu.

Persónan

Aileen Wuornos fæddist 29. febrúar árið 1956 í Rochester, Michigan. Líkt og áður hefur komið fram þá átti hún mjög erfiða æsku og var snemma hafnað af foreldrum sínum. Hún bjó hjá ömmu sinni og afa frá fjögurra ára aldri en þau voru miklir alkóhólistar og sagði hún að afi hennar hafi beitt hana ofbeldi.

Amma og afi með Wuornos.

Faðir hennar hafði setið í fangelsi fyrir að misnota barn en hann framdi sjálfsvíg í fangelsinu og hitti Wuornos hann aldrei. Wuornos átti eldri bróður sem hún var mjög tengd en blikur voru á lofti um sifjaspell þeirra á milli svo samband þeirra var ekki heilbrigt. Líf Wuornos var litað af höfnun, áföllum og misnotkun. Afi hennar kom illa fram við hana og lokaði hana meðal annars inni í sauna klefa heimilisins þegar honum fannst hún óþekk. Eftir að amma hennar dó úr lifrarbilun þá kenndi afi Wuornos henni um það og rak hana af heimilinu. Stuttu áður hafði hann þvingað hana til að gefa barn sem hún ól til ættleiðingar en þarna var hún einungis 14 ára gömul. Wuornos settist þá að úti í skógi og hélt áfram að selja líkama sinn til að lifa af. Þegar Wuornos var 20 ára flutti hún til Flórída og giftist 69 ára gömlum manni að nafni Lewis Gratz Fell March. Hjónabandið gekk þó ekki vel og beitti Wuornos hann ofbeldi, lamdi hann meðal annars með staf sem hann átti. Fell fékk nálgunarbann á hana og var hjónaband þeirra ekki langt. Wuornos flutti þá aftur til Michigan og dó bróðir hennar stuttu seinna. Hún fékk þá greidda líftryggingu hans sem var 10 þúsund dollarar. Hún eyddi peningunum hratt og vel en þeir voru allir búnir á nokkrum vikum. Til að viðhalda þessum lúxus lífsstíl sem hún lifði þarna þá byrjar hún að stela. Árið 1986 hitti hún Tyria Moore og varð ástfangin af henni og voru þær saman á þessum tíma sem Wuornos framdi morðin. Wuornos framdi mikið af smáglæpum alveg þangað til hún drap fyrsta fórnarlamb sitt. Hún veðsetti það sem hún stal úr morðunum en rán var aðal hvati morðanna og hún vildi ekki skilja eftir vitni. Wuornos hafði alltaf verið misnotuð af karlmönnum en þarna var hún farin að snúa því við, meiða þá áður en þeir meiddu hana.

Wuornos var með Áfallastreituröskun en líf hennar var litað af beinni upplifun á margskonar áföllum ásamt því að samfélagið brást henni. Einnig höfðu allir fjölskyldumeðlimir brugðist henni og voru morðin varnarviðbrögð hjá henni. Margir karlmenn höfðu meitt hana og hún gat ekki treyst þeim framar. Hún sneri því dæminu við og meiddi þá áður en þeir höfðu færi á að meiða hana. Endurupplifun á atburðum, vanlíðan við vísbendi sem minna á upphaflega áfallið og lífeðlisleg viðbrögð, sem voru skjálfti við vísbendum, voru einkenni sem falla undir greiningarskilmerki fyrir Áfallastreituröskun ásamt forðun. Þá er einnig hægt að færa rök fyrir því að Wuornos hafi verið með Hegðunarröskun þar sem hún braut á réttindum annarra með því að stela, beita ofbeldi og ljúga.

Þá var hún einnig með Andfélagslega persónuleikaröskun og Jaðar persónuleikaröskun. Hún braut á réttindum annarra og laug einnig var hún hvatvís og sýndi mikla reiði. Wuornos var frekar óábyrg, kláraði ekki skóla og stundaði ekki löglega vinnu ásamt því að hana skorti eftirsjá og því fellur hún vel í skilgreiningu á Andfélagslegri persónuleikaröskun. Það er kannski samsláttur við Jaðar persónuleikaröskun en hún einkennist af sveiflukenndu tilfinningasambandi hvatvísi og truflun á sjálfsmynd sem allt á við Wuornos. Hún gat orðið snögglega reið ásamt því að vera með sjálfsskaðandi hugsanir.

Endirinn

Wuornos var handtekin 9. janúar árið 1991 og var búin að játa á sig morðið á Richard Mallory þann 16. janúar. Rétt rúmlega ári seinna var hún dæmd til dauða. Hún játaði svo á sig fimm morð til viðbótar og fékk samtals 6 dauðadóma. Hún var ekki dæmd fyrir morðið á Peter Siems þar sem lík hans fannst aldrei. Árið 2001 sagði hún upp öllum lögfræðingum ásamt því að hún vildi að áfrýjunum yrði eytt þar sem hún drap mennina og rændi þá. Hún sagðist myndu gera það aftur og það ætti ekki að halda henni á lífi. Hún var orðin þreytt á þessu líferni í fangelsi og verandi sífellt að heyra að hún væri: crazy. Aftaka Wuornos var 9. október árið 2002 með banvænni sprautu og var líkið brennt og dreifði æskuvinkona hennar öskunni.

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=aKL-ZtGykJc

Mælikvarðar

Mælikvarði 9: Hare 22/20 listinn

Í Hare mælikvarða skorar Wuornos 14 af 20 stigum. Þessi mælikvarði á því vel við og sést í eftirfarandi texta:

1.  Glibness/Superficial charm: 0 stig. Þegar Wuornos upplifði að henni væri ógnað þá faldi hún ekki tilfinningar heldur sprakk reiðin út. Hún átti líka erfitt með að eiga í nánu sambandi við fólk og henni yrði seint lýst sem heillandi manneskju.

2. Grandiose sense of self worth: 0 stig. Eftir mörg áföll þá var hún með lítið sjálfsálit og leit ekki stórt á sig. Hún starfaði sem vændiskona vegna örvæntingar og er það mögulega vegna þess að hún taldi sig ekki hafa hæfileika í annað starf.

3. Need for stimulation/Proneness to boredom: 0 stig. Þeir glæpir sem Wuornos framdi voru ekki vegna þess að henni leiddist heldur þurfti hún pening og hún treysti ekki karlmönnum. Glæpirnir voru hvatrænir og eiturlyfjaneysla var flótti frá raunveruleikanum.

4. Pathological lying: 1 stig. Wuornos breytti sögum sínum og því á þetta atriði við.

5. Conning/Manipulative. 1 stig. Wuornos spilaði sig sem saklaust fórnarlamb til að koma sér úr vandræðum ásamt því að stela frá fólki.

6. Lack of remorse or guilt: 1. Stig. Wuornos sá ekki eftir glæpum sínum og fannst þeir eiga hverja kúlu skilið. Hún horfði á þetta þannig að hún væri að bjarga öðrum stelpum frá því að lenda í þessum mönnum sem hún drap. Einnig réttlætti hún alla glæpi með því að fólkið sem hún hefði stolið af eða drepið hefði ekki veirð gott fólk og hún ætti því ætti glæpurinn rétt á sér. Wuornos hafði stundum sagt að hún sæi eftir morðunum en það tengist líklega bara því að hún væri að takast á við afleiðingarnar í fangelsi.

7. Shallow affect: 0 stig. Líf hennar einkenndist af miklum skapsveiflum sem trufluðu og voru í vegi fyrir markmiðum hennar í lífinu svo þetta atriði á ekki við Wuornos.

8. Callous / Lack of empathy: 0 stig. Wuornos fannst fórnarlömb sín eiga það skilið sem hún gerði þeim og fann hún ekki til samúðar með fjölskyldum þeirra svo þetta atriði á ekki við.

9. Parasitic lifestyle: 1 stig. Wuornos stal mikið til að framfleyta sér og ætlaði sér ekki að borga neinum til baka og því passar þetta atriði.

10. Poor behavioral controls: 1 stig. Wuornos átti erfitt með að stjórna tilfinningum sínum bæði í æsku og á fullorðinsárum sbr. Að hún lamdi 69 ára gamlan eiginmann sinn með staf hans.

11. Promiscuous sexual behavior: 1 stig. Wuornos var mjög ung þegar hún byrjaði að selja sig og starfaði svo sem vændiskona. Einnig þykir líklegt að hún og bróðir hennar hafi stundað sifjaspell. Þetta atriði á einstaklega vel við Wuornos.

12. Early behavioral problems: 1 stig. Mikill hegðunarvandi þar sem Wuornos var mjög ung þegar hún byrjaði að selja kynlíf, neyta eiturlyfja og stela sem dæmi.

13. Lack of realistic, long-term plans: 1 stig. Það virðist ekki vera að Wuornis hafi haft langtíma markmið. Hún var bara að reyna að komast af á hverjum degi.

14. Impulsivity: 1 stig. Hún var með litla tilfinningastjórn og var mjög hvatvís.

15. Irresponsibility: 1 stig. Hún lauk ekki skóla og fékk ekki fasta vinnu (fyrir utan vændi) og eyddi líftryggingu bróður síns á nokkrum vikum í daglega neyslu.

16. Failure to accept responsibility for own actions: 1 stig. Wuornos kenndi samfélaginu um glæpi sína, foreldrum sínum og lögreglunni því hún hefði getað stoppað hana eftir fyrsta morðið.

17. Many short-term marital relationships: 1 stig. Hún var í mörgum samböndum sem entust stutt.

18. Juvenile delinquency: 1 stig. Wuornos var ung þegar hún fór að stela og strjúka að heiman. Hún var bara 11 ára farin að selja sig o.fl.  

19. Revocation of conditional release: 0 stig. Þetta á ekki við þar sem hún hefur ekki brotið skilmála eða flúið af stofnunum.

20. Criminal versatility: 1 stig. Wuornos var tekin fyrir margskonar glæpi, bæði litla og stóra.

 

Mælikvarði 11: Hare kenningin

Hare kenning á við Wuornos og myndi hún flokkast í þátt 2 sem er lífsstíll og í undirflokk 4 sem er andfélagslegur. Wuornos var snemma með hegðunarvanda en hún var mjög ung farin að selja aðgang að líkama sínum. Hún var óskipulögð og óábyrg sem passar við þennan flokk og mælikvarða. Morðin voru óskipulögð og skildi hún eftir mikið af sönnunargögnum þar á meðal fingraför í bíl eftir fyrsta morðið en samt gekk hún laus í heilt ár og náði að drepa sjö menn. Hvatinn að morðunum var ekki kynferðislegur heldur rán. Hún treysti ekki karlmönnum eftir mikla áfallasögu þar sem karlmenn í hennar lífi höfðu brotið á henni. Hún var með Áfallastreituröskun og var því undir mikilli streitu starfandi sem vændiskona og bjóst við því að karlmennirnir myndu misnota hana ásamt því að hún þurfti að fjármagna lífsstíl sinn.

Mælikvarði 12: Stone 22 listinn

Í mælikvarða 12 sem er Stone listinn fellur Wuornos í flokk númer 17 sem er kynferðislega siðspilltir raðmorðingjar; morðin eru til að fela sönnunargögn, ekki merki um pyntingar. Það var þó erfitt að staðsetja Wuornos á þessum lista og fannst mér CCM mælikvarði ekki passa betur við. Wuornos drap menn sem hún hélt að ætluðu að misnota sig en hvati fyrir morðin var rán þar sem hana vantaði peninga. Mennirnir voru að kaupa vændisþjónustu af henni og hún sagðist ekki hafa viljað skilja eftir vitni. Hún drap þó aldrei nein önnur vitni og verndaði og elskaði kærustu sína jafnvel þó hún hefði verið aðal vitnið í málinu gegn sér. Hún pyntaði fórnarlömbin ekki heldur gekk beint til verks og skaut þau oftar en einu sinni.

Mælikvarði 18: Emerick hringkenningin

Hringkenning Emerick, Gray og Gray passar við ágætlega við Wuornos. Fyrsta stig kvarðans er vænting höfnunar sem á kannski ekki beint við Wuornos en hún henni hafði verið hafnað allt sitt líf og treysti þar með ekki fólki eða réttara sagt karlmönnum. Ástæða morðanna er ekki það að hún sé hrædd við að mennirnir hafni sér heldur að þeir meiði sig. Stig tvö er særðar tilfinningar sem verður þá í kjölfar þess að vænta höfnunar. Wuornos leit á sjálfa sig sem fórnarlamb enda sagði hún að morðin hefðu verið framin í sjálfsvörn. Hún tók einnig áhættur við morðin þar sem mikið var af sönnunargögnun og fundust öll líkin nema eitt tiltölulega fljótt eftir morðin. Þriðja stig kvarðans er neikvæð sjálfsmynd sem birtist með tvennum ólíkum hætti. Þetta stig á kannski minna við Wuornos þar sem hún var í raun líklega að upplifa sig sem hetju að vera loksins að standa upp í hárinu á þeim sem höfðu áður sært hana, þ.e. karlmenn. Stig fjögur í hringkenningunni er óheilbrigð aðlögun en Wuornos deildi lífi sínu með annarri konu og sagði henni allt sem er kannski á skjön við þetta stig. Samt sem áður þá neytti hún eiturlyfja og var stanslaust á flótta. Hún var með sjálfsvígshugsanir en gerði þó aldrei neitt í því ásamt því að hún hélt aftur af tilfinningum sínum. Þrátt fyrir mörg áföll og slæma meðferð frá karlmönnum þá vann hún samt sem vændiskona og þóknaðist þeim alveg þar til fyrsta fórnarlambið braut á henni. Fimmta stig er frávikskenndar fantasíur en Wuornos gat í raun verið hetjan og loksins tekið valdið af karlmönnum. Sjötta stig kvarðans er þjálfunarferli en Wuornos leitaði ekki uppi fórnarlömb sín. Morðin voru gerð af handahófi þar sem mennirnir leituðu til hennar. Hún fór því ekki í gegnum þjálfunarferli en gekk með byssu á sér. Sjöunda stig er glæpurinn sjálfur en eftir mörg ár af misnotkun og áföllum þá tók Wuornos málin í sínar eigin hendur þegar karlar beittu hana ofbeldi. Áður hafði hún bara stundað smáglæpi eins og þjófnað. Áttunda stig kvarðans er tímabundin eftirsjá en þá hlutgera morðingjar fórnarlömbin. Wuornos drap tiltekinn hluta hóps sem var hvítir karlmenn sem hafa sært hana. Tilfinningar rista ekki djúpt en Wuornos kvaldist nú samt og var með sjálfsvígshugsanir. Lokastig kvarðans er réttlæting en hún er til þess fallin að umbera eftirsjá. Wuornos var fórnarlamb, hún hafði verið misnotuð, lamin og hafnað endurtekið í lífinu. Hún segir einnig í upptöku sem var tekin daginn fyrir aftöku að samfélagið hafi skemmt sig og að lögreglan hafi leyft sér að halda áfram að drepa því hún hafi skilið eftir fingraför á fyrsta vettvangi og lögreglan hefði átt að stoppa hana þar.

Mælikvarði 14: Mindhunter kenningin

Mindhunter kenning passar ágætlega við Wuornos en það er þó undantekning að kona fremji svona glæp. Samkvæmt kvarðanum eru raðmorðingjar dæmigert yfir meðalgreind en það á þó ekki við Wuornos þar sem hún var undir meðalgreind, með greindarskor 81. Henni gekk vissulega illa í skóla og var að selja sig þar og hún landaði aldrei góðri vinnu. Hún var vændiskona sem kom frá mikilli vandamálafjölskyldu og var hafnað af móður, föður og afa. Atriði fimm í kvarðanum passar vel þar sem saga var um geðræn vandamál í fjölskyldu hennar, faðir hennar ver greindur með geðklofa (væntanlega var hann með barnagirnd líka þar sem hann misnotaði 7 ára barn). Amma hennar og afi voru alkóhólistar og hún ólst upp hjá þeim. Móðir hennar var eflaust líka að glíma við geðræn vandamál enda gat hún ekki alið börn sín upp og kom þeim á foreldra sína sem ættleiddu þau. Sjötta stig kvarðans á vel við en Wuornos var misnotuð bæði andlega, líkamlega og kynferðislega í æsku sem hafði mótandi áhrif á líf hennar. Stig sjö er voða karllægt en Wuornos hafði hatur á karlmönnum þar sem karlmenn höfðu misnotað hana. Stig átta gæti átt við Wuornos en hún var mjög ung þegar móðir hennar hafnaði henni en óljóst hvort og hvernig geðræn vandamál hún hafi glímt við í æsku þar sem misnotkun og möguleg vanræksla mótaði líf hennar. Hún var ung farin að fremja smáglæpi og selja líkama sinn en hún gerði það til þess að fá peninga fyrir mat og eiturlyfjum. Varðandi sjálfsvígshættu á unglingsárum þá þykir mér líklegt að það hafi verið staðan. Það að vera 14 ára að eignast barn eftir misnotkun, vera svo þvinguð til að gefa barnið til ættleiðingar og vera hent út úr húsi afans sem kenndi henni um það að amman dó úr lifrarbilun er alveg meira en nóg fyrir ungling að takast á við. Lokastig kvarðans er áhugi á kynfrávikum en það á ekki við Wuornos. Þótt hún hafi verið vændiskona þá var líf hennar litað af misnotkun og virðist hún ekki hafa haft Blætisdýrkun eða Sýnihneigð. Hún sinnti bara sínu starfi sem endaði með því að hún drap kúnna sem annaðhvort nauðgaði eða ætlaði að nauðga henni.

Mælikvarði 13: Holmes & Deburger flokkunin

Á mælikvarða Holmes og Deburger þá myndi Wuornos flokkast sem sjálfselska: gagn (e. comfort) sem er 3.c. Wuornos starfaði sem vændiskona til þess að fá tekjur en hún myrti menn til þess að ræna þá. Uppspretta morðanna var ekki kynferðisleg heldur vantaði hana peninga. Hún rændi fórnarlömb sín, tók bíl þeirra og notaði í stutta stund ásamt því að stela hlutum sem hún gat veðsett.

Heimildir

  1. Aileen Wuornos. (2023). Í Wikipedia. https://en.wikipedia.org/w/index.phptitle=Aileen_Wuornos&oldid=1144482432

  2. Crime Timeline. (e.d.). Psychological Evaluation of the late Aileen Wuornos. Sótt 29. mars 2023, af http://leewuornos.weebly.com/crime-timeline.html

  3. Jenkins, J. P. (2023, 16. febrúar). Serial murder | Definition, Characteristics, Types, & Facts | Britannica. https://www.britannica.com/biography/Aileen-Wuornos

  4. Moses, J. (2020, 12. nóvember). Diagnostic Analysis of Aileen Wuornos as Portrayed by Charlize Theron in Monster. Medium. https://jacobmoses.medium.com/diagnostic-analysis-of-aileen-wuornos-as-portrayed-by-charlize-theron-in-monster-61f56a3849f7

  5. Myers, W. C., Gooch, E. og Meloy, J. R. (2005). The role of psychopathy and sexuality in a female serial killer. Journal of Forensic Sciences, 50(3), 652–657.