David Koresh

David Koresh og Waco

Anna Júlía Magnúsdóttir, Eva María Thorarensen & María Nína Gunnarsdóttir

Kallað

David Koresh (fæddur: Vernon Wayne Howell), The Branch Davidians, The Waco tragedy.

1. Myndun hópsins

Hópurinn byrjaði að myndast þegar “Davidian hreyfingin” klauf sig frá Aðventista trúarsöfnuði með forystu Victor Houteff árið 1930. Hann keypti eign fyrir þetta trúaða samfélag í Waco, Texas, sem hópurinn er einnig kenndur við. Húsið var kallað Mount Carmel. Það sem var sérstakt við Davidians söfnuðinn var að þau trúðu á heimsendi. Eftir andlát Houteffs árið 1955 skiptist hópurinn og þeir sem eftir stóðu í Mount Carmel voru fylgjendur manns af nafninu Benjamin Roden. Það var ekki fyrr en 1981 þar sem umræddi Vernon Howell kom til sögu og varð hluti af Davidian hreyfingunni. Hann hélt því fram að hann væri sendiboði Guðs og gæddur spádóma hæfileikum, hann fékk sívaxandi vald innan safnaðarins. Hann náði fullu valdi á hópnum árið 1990, þegar sonur Benjamin Rodens fór í fangelsi fyrir morð, hann hefði getað orðið leiðtogi safnaðarins. Þegar Vernon var orðinn leiðtogi breytti hann nafninu sínu úr Vernon Wayne Howell  í David Koresh, þar sem hann taldi sig vera afkomandi Davíðs konungs úr Biblíunni og þar sem hann væri Siríus endurfæddur, sem var Biblíunafn konungs Persíu. Hópurinn hafði því verið lengi til staðar áður en Koresh kom til sögu, vert er að minnast á að harmleikurinn hefur mikið að gera með Koresh en alls ekki alfarið. Söfnuðurinn bjó við erfiðar aðstæður og hafði ekki aðgang að hita, rafmagni og erfitt aðgengi að mat. Söfnuðurinn hafði ekki lifað við strangar reglur en með tímanum urðu þær strangari og yfir siðferðisleg mörk einkum þegar Koresh tók til valda.

Koresh með safnaðarmeðlimum.

2. Glæpur hópsins

            Þegar David komst til valda í söfnuðinum skipaði hann meðlimum að lifa skírlífi og að byggingin skildi vera aðskilin eftir kynjum. Hann hélt því fram að hann væri með heilagt sæði og flest börnin urðu hans. Hann fór hinsvegar einnig að taka upp sambönd við börn og átti fjölda eiginkona en aðeins eina löglega. Hann gaf stúlkum allt niður í 10 ára stjörnu Davíðs sem merkti meðal annars að þær væru tilbúnar í að stunda kynlíf. Meðlimir söfnuðsins urðu áhyggjufullir og sögusagnir af kynferðisofbeldi fóru á kreik, en það var hinsvegar ekki ástæða rannsóknar hjá ATF. (sérdeild - tobacco and firearms - innan FBI) Söfnuðurinn trúði á Harmagedón, úrslitaorrusta við heimsendi og Koresh lagði mikið upp úr undirbúningi fyrir það. ATF heyrði af því að söfnuðurinn virtist vera að stofna skæruliðaher og voru með ólögleg skotvopn. Rannsókn þeirra leiddi til leitar- og handtökuskipunar. Á þessum tíma var samfélagið virkilega óöruggt þegar kom að sértrúarsöfnuðum sem ýtti enn frekar undir gang mála. Þann 28. febrúar, 1993 átti handtakan að eiga sér stað en þess í stað byrjaði mikil skothríð og margir særðust og nokkrir létust, ekki er vitað hver byrjaði skotárásina. FBI tók við málinu, þau notuðu allar brellur í bókinni, spiluðu liðlangann daginn háa tónlist og settu upp kastara sem lýstu upp húsið til þess að gera söfnuðinn svefnlausan. Þau stóðu í 60 klukkustunda samningsviðræðum en ekkert gekk, samtal svoru 899 manns að sitja um Mound Carmel. Að lokum þann 19. apríl, eftir 51 daga umsátur, sendi FBI skriðdreka með táragasi inn í húsið. Eldur kviknaði í Mount Carmel og 76 manns létust af 85 meðlimum Davidians safnaðarins, þ.á m. fjöldi barna. Ekki er víst hvernig eldurinn hafi kviknað né hvernig Koresh lést, hvort það hafi verið meðlimir safnaðarins sem kveiktu í eða afleiðingar gjörða FBI. Koresh var skotinn en ekki er víst hvort hann hafi framið sjálfsmorð eða einhver annar hafi skotið hann.

Mikil skotvopnaeign var helsta ástæða þess að FBI fór að skipta sér af hópnum.

3. Mælikvarði 5: CCM

Þar sem að ekki er vitað hvernig eldurinn varð til er erfitt að segja til um þennan mælikvarða. Þetta gæti mögulega verið nr. 143: Hópæsingarmorð, þegar hópæsingur fer úr böndunum og saklaus fórnarlömb verða fyrir barðinu. Í þessu tilviki gæti hópæsingur hafa átt sér stað sem varð til þess að eldur fór af stað og öll þessu fórnarlömb dóu.

Hins vegar ef David Koresh kveikti eldinn eins og orðrómur er um, gæti þetta fallið undir 141. Sértrúarmorð framið af einum meðlimi trúarhópsins.

4. Mælikvarði 3: Heilaþvottur

  1. Niðurbrotsþrepið

Þrjú þrep eru í heilaþvotti. Í þessu tilviki er fyrsta niðurbrotsþrepið til staðar. Koresh einangraði hópinn, stjórnaði lífi þeirra og refsaði þeim. Eins og minnst var á var ekki rafmagn, hiti né aðgangur að vatni og miklar kröfur lagðar á að hlusta á predikunar hans í allt að 15 klukkustundir á dag. Konur máttu ekki mála sig né ganga með skartgripi og þurftu að hylja rassinn sinn. Hann setti strangar reglur á matarræði og ef einhver gerði eitthvað af sér var þeim refsað og þau skömmuð fyrir framan aðra. Þau voru einnig beitt líkamlegu ofbeldi og hvött til að beita ofbeldi sín á milli. Hann aðskildi einnig fjölskyldur ef honum fannst tengslin þeirra á milli betri en við sig sjálfan. Hann misnotaði börn kynferðislega og taldi sig vera með algjöra stjórn á öllum konum.

2. Breytingarþrepið

Annað þrep heilaþvottar, var einnig til staðar. Koresh var sífellt að tala um nýjar hugmyndir og í leit að fleiri hugmyndum, Mount Carmel átti að vera miðja nýja lífsins eftir Harmagedón. Meðlimir voru einangraðir og sífellt að heyra skammir og ofbeldi.

3. Uppbyggingarþrepið

Þriðja þrep heilaþvottar er uppbyggingarþrepið sem er mikilvægt þrep. Það var til staðar að einhverju leyti. Koresh lagði mikið upp úr tengslum sínum við fólk í söfnuðinum. Aðstæður safnaðarins voru ekki alltaf slæmar og þessi þróun gerðist yfir langan tíma. Þegar Koresh varð leiðtogi var hann búinn að sannfæra meðlimi að hann væri sendiboði Guðs bæði með gjörðum og orðum. Þær hliðar af Koresh urðu sjaldséðari og meðlimir mátu þess mikils þegar þær hliðar komu fram. Meðlimir safnaðarins hafa fundið fyrir vinsemd frá Koresh og lærðu mikið af honum. Þessi þrep hafa líklega farið í hring yfir nokkur ár.

Hann er sagður hafa sagt hópnum þegar það var verið að skjóta á þau: Farið út, fríkið út, skjótið marga áður en þið deyjið.

5. Mælikvarði 4: 25 Norris atriði

 Mælikvarði 4 er tékklisti með 25 atriðum til þess að meta hvort hópar séu hættulegir.

 1. Hvort leiðtoginn sé sjarmerandi og andfélagslegur: Í þessu tilfelli var leiðtoginn, Koresh svo sannarlega andfélagslegur. Hann var allavega nógu sjarmerandi og sannfærandi til þess að safna í nærrum því 900 manna hóp sem vildi fylgja honum og hans trú svo þetta fær 20 á skalanum.

2. Þörf fyrir dramatíska og eldfima útrás: Í þessu tilfelli er ekki mikið vitað um hegðun hópsins, og það lítur út fyrir að þau hafi verið frekar meinlaus. Það sem er vitað er að þau voru að undirbúa sig fyrir heimsendi og voru að safna t.d. vopnum. Það er vissulega ólöglegt og var það ástæðan fyrir að FBI taldi hópinn það hættulegan að það þyrfti að stoppa hann.

03. Vaxandi reiði: Ekki er vitað um að hópurinn hafi verið með einhverja sameiginlega reiði sem beint var að ákveðnum óvini. Eins og kom fram hér fyrir ofan voru þau að undirbúa sig fyrir heimsendi og hópuðust frekar saman af trúarlegum ástæðum heldur en vegna reiði, 5 á skalanum.

04. Andfélagslegur persónuleiki sem skapaður er vegna einhverskonar höfnun frá einhverjum sem stendur manni nærri: Þetta atriði á mjög vel um David Koresh þar sem að faðir hans fór frá móðir hans áður en hann fæddist og móðir hans fór síðan frá honum þegar hann var 4 ára. Þetta væri í kringum 24 á skalanum.

05. Afstaða fjölskyldu til ósveigjanlegrar, óeftirgefanlegrar bókstafstrúar: Móðir Koresh var mjög trúuð svo þetta á frekar vel við, í kringum 20 á skalanum.

06. Þörf einstaklings til að ná völdum í óvinveittum heimi: Koresh lýsti barnæsku sinni sem einmannalegri svo þetta gæti verið satt að hluta til, í kringum 15 á skalanum.

07. Þörf fyrir öruggt umhverfi til að prófa lyf saman og að nota þau á einstaklingsgrundvelli: Ekki kemur fram að hópurinn hafi verið að taka einhver lyf saman svo þetta atriði fær 0 á skalanum.

08. Þörf fyrir dópsölu: Engin dópsala fór fram hjá hópnum svo þetta fær 0 á skalanum.

09. Þörf að stunda ódæmigerða, andfélagslega hegðun og kynfrávik: David Koresh var sagður hafa verið sekur um barnaníð svo þetta á við um hann, 25 stig.

10. Þörf fyrir útrás neikvæðra skapandi hvata: Ekki er vitað um neitt svoleiðis, 0.

11. Skortur á framtíðartrú: Hópurinn var jú að undirbúa sig fyrir heimsendi svo það telst sem skrortur á framtíðartrú, 20 á skalanum.

12. Þörf á að eiga við innri djöfla: Ekki er talað um neitt slíkt svo sennilega í kringum 1 á skalanum.

13. Áráttukenndir helgisiðir: Það kemur ekki mikið fram um siði hópsins nema að þau voru sífellt að undirbúa sig fyrir heimsendi. Einnig var Koresh mjög strangur á mat þeirra og klæðaburð. Það er ákveðin árátta útaf fyrir sig svo þetta væri í kringum 10 á skalanum.

14. Þörfin á að losna undan sektarkennd: Ekki er minnst á neitt slíkt, 0 á skalanum.

15. Þörf til að æfa töfrahugsun: Ekki er vitað um neitt slíkt, 0 á skalanum.

16. Þörf fyrir mikla samkennd með öðrum hópmeðlimum: Lítið er vitað um hegðun þeirra gagnvart öðrum hópmeðlimum svo þetta á ekki við, 0.

17. Dramatísk breyting á persónuleika eða geðlagi: Meðlimir töluðu um að Koresh væri skapstór og væri stöðugt að breyta um stefnu svo þetta á vel við, 20 stig.

18. Uppteknir af dauða: Í raun voru þau ekki upptekin af dauða heldur heimsendi. Koresh sagði við þau að þau myndu lifa heimsendinn af því þau væru: the chosen people to survive, af því hann væri sonur guðs. Þetta á ekki beint við, 5 á skalanum.

19. Tapa frelsi viljans: Meðlimir hópsins voru undir miklum aga hjá Koresh og fóru eftir hans sérkennilegu reglum. Hann vildi að þau myndu útskúfa sig frá umheiminum svo þetta á við, 20 stig á skalanum.

20. Stöðug hlustun á þungarokk, speed metal, dauðarokk eða iðnaðartónlist: Hópmeðlimir voru látnir hlusta á tónlistina hans David Koresh en hann var sjálfur að framleiða tónlist. Þetta á við að hluta til, 15 stig.

21. Mikill áhugi á nýaldar lesefni eða á yfirnáttúrulega sviðinu: Ekki kemur fram að þau hafi verið að lesa neitt annað en Biblíuna, en þau lásu hana 3 á dag svo þetta á kannski við að hluta til, 10 stig.

22. Stöðugur áhugi á hlutverkaleikjum, hópmeðlimir taka á sig hlutverk í leiknum og gera að

sínum: Ekki er vitað um neitt slíkt, 0 á skalanum.

23. Ýkt samsömun við hugmyndir um yfirburði ákveðinna kynþátta: Ekki kemur neitt fram um svoleiðis, 0.

24. Dramatísk breyting á fjárhagsstöðu: Koresh var fátækur en ekki er vitað um neinar breytingar á fjárhagsstöðu hans svo 0 á skalanum.

25. Hatur á kristinni trú: Hópurinn fylgdi aðventista trú sem er tegund af kristinni trú svo þetta á ekki við, 0 á skalanum.

6. Mælikvarði 6: Félagsleg áhrif

Þessi hópur Davidians er flókinn. En samkvæmt félagslegu áhrifunum sem leiða af sér heilaþvott er fyrst undanlát, því næst innhverfing og að lokum samsömun (sálfræði viðmiðunarhópa). Þessi hópur byrjaði sem saklaus trúarsöfnuður en jókst sífellt í öfgakennda hegðun. Koresh innleiddi kröfur sem hafa gerst smátt og smátt, oft er auðveldara að sætta sig við það sem gerist í kringum mann þó maður sé ósammála. Sérstaklega þegar þær gerast yfir langan tíma og viðmiðin breytast. Það er nokkuð óumflýjanlegt að maður innleiði eitthvað af því sem er í kringum mann, félagsleg áhrif hafa mikil áhrif á fólk.

7-8. Mælikvarði 1: DSM-5

Hugvilluröskun

DSM-5 er bandarískt flokkunarkerfi sem notað er við greiningu geðraskana. Hegðanir Koresh eru bornar saman við  geðraskanir í DSM-5 er ljóst að Koresh glími með öllum líkindum við geðröskunina Hugvilluröskun sem er afbrigði geðklofarófsraskana.

Sem dæmi má nefna að hegðun hans var ekkert endilega furðuleg eða óeðlileg en hann trúði því samt að sama hvað myndi ske, þá væri hann alltaf að fara að deyja og hann trúði því að dauði hans myndi gerast sem hluti af hans sendiför (e. mission). Hann trúði því einnig að lögreglan sem og leynilögreglan væru með það að markmiði að ná honum og útrýma honum sem og Davidian hópnum. Ekki nóg með að hann tryði því að lögreglan og FBI vildu útrýma sér og hópnum, heldur þá trúði hann því að allir væru með það að markmiði að útrýma sér og Davidian hópnum sem er  einkenni hugvilluröskunnar. Hugvilluröskun skilgreinist einmitt þannig að einstaklingur trúi allskyns ímyndunum og upplifi ranghugmyndir.

Barnahneigð

Barnahneigð einkennist af því að einstaklingur hugsi eða laðist  kynferðislega að börnum. Þar sem Koresh stundaði kynferðislegar athafnir með einstaklingum undir lögaldri, m.ö.o. börnum, er hægt að segja að hann sýni án efa einkenni barnahneigðar.

9.-10. Mælikvarði 2: Persónuleikaraskanir

Sjálfhverf persónuleikaröskun

Sjálfhverf persónuleikaröskun (e. narcisism) einkennist af því að einstaklingur er mjög sjálfumglaður sem og sjálfmiðaður. Að finna ekki til með öðrum og finnast maður altaf hafa rétt fyrir sér eru einnig einkenni um sjálfhverfa persónuleikaröskun. Koresh sýndi einkenni sjálfhverfrar persónuleikaröskunnar. Hann nýtti sér meðlimi Davidians sér í hag og sannfærði þau um að allt sem þau gerðu fyrir sig væru þau að gera rétt og að fékk þau til að trúa því að hann sjálfur væri spámaður. Koresh þreyfst á valdinu og vildi hafa alla athygli á sér.

David Koresh.