Hustlers university

Andrew Tate og Hustlers Kult

Jóhanna Karen Jónsdóttir & Steinþór Örn Helgason

 

Nafn Hópsins

Sértrúar/glæpa hópurinn sem fjallað verður um hér að neðan gengur ekki formlega undir neinu sérstöku nafni fyrir utan leiðtoga þess, þ.e. Andrew Tate. Hann er þó með áskriftarsíðu sem kallast Hustlers University sem mætti vera viðeigandi nafn fyrir glæpa hópinn.

1. Myndun hópsins

Andrew Tate hefur verið í fjölmiðlum frá árinu 2005 en hann byrjaði ferilinn sinn sem kickboxing bardagamaður. Þar keppti hann í hæstu deildum og vann sér inn nokkra titla. Á árunum sem fylgdu nýtti Andrew sér frægð bardagaíþróttarinnar til þess að reyna koma sér á framfæri sem raunveruleikastjarna. Hann tók þátt í sjónvarpsþáttunum Big Brother en var síðan rekinn úr þeim aðeins 6 dögum síðar vegna mótlætis frá áhorfendum. Hann hafði sýnt af sér mikla fordóma í garð kvenna, hinsegin fólks og var að auki undir rannsókn lögreglu vegna meintrar líkamsárásar. Andrew hefur síðan þá haldið uppi vefsíðu þar sem hann kennir áskrifendum að afla sér fjár á óhefðbundinn máta. Einnig notar hann samfélagsmiðla til þess að auka fylgi sitt og dreifa “boðskap” sínum sem betur kallast hatursorðræða. Á Youtube, Tiktok og Twitter t.d., hvetur hann fylgjendur sína til þess að dreifa myndböndum sínum áfram þannig að hann nái til sem flestra. Hann nær þannig sérstaklega til gagnkynhneigðra hvítra karlkyns ungmenna með stuðandi orðræðu sinni. Árið 2022 varð hann verulega þekktur og komst í fjölmiðla um allan heim fyrir að dreifa hatursorðræðu í garð kvenna, eitraðri karlmennsku og villandi upplýsingum.

Andrew Tate vekur athygli hvert sem hann fer.

2. Glæpur hópsins

Árið 2015 var Andrew ásakaður um nauðgun á tveim konum og líkamsárás gegn annarri í Bretlandi en var þó ekki fundinn sekur vegna skorts á sönnunargögnum. Árið 2022 fundust fjórar konur inn á húsi Tates í Rúmeníu þar sem þeim var haldið föngum. Í desember 2022 var Andrew, ásamt bróðir sínum Tristan, handtekinn vegna gruns um naugðun og mannsal.

Andrew hélt uppi klámssíðu þar sem hann fékk konur til þess að koma fram naktar og framleiða klámefni í gegnum vefmyndavél. Hann fékk konurnar til þess að gera þetta með því að lofa þeim ást og umhyggju í rómantísku ástarsambandi.

Andrew Tate handtekinn í Rúmeníu.

3. Mælikvarði 5: CCM

Þessi mælikvarði á ekki við um þennan sértrúarsöfnuð þar sem hópurinn sjálfur hefur ekki gerst sekur um glæpi, hvað þá morð, enn sem vitað er.

4. Mælikvarði 3: Heilaþvottur

Sértrúarsöfnuðurinn hans Andrew Tates er tvíþættur; annars vegar konurnar sem hann misnotar valdastöðu sína gegn og hinsvegar fylgjendur hans á samfélagsmiðlum sem hann heillar með hatursáróðri sínum. Ekki er hægt að fullyrða hvernig Andrew Tate hefur komið fram við konurnar sem hafa verið að vinna fyrir hann og með honum í sambandi en útfrá þeirra og hans eigin frásögn er hægt að draga nokkrar ályktanir um þennan kvarða.

Fórnarlömb:

Þrep 1: Niðurbrotsþrepið

Konurnar sem Andrew Tate hefur misnotað í gegnum tíðina hafa verið beittar líkamlegu og andlegu harðræði. Hann hefur viðurkennt að neita þeim að fara út úr húsi án hans og einangrað þær með því að neita þeim að hitta vini og fjölskyldu. Samkvæmt hans og þeirra eigin orðum mega þær ekki fara út að skemmta sér né fara út að borða svo eitthvað sé nefnt.

Þrep 2: Breytingaþrepið

Andrew lofar þeim konum sem hann er að sofa hjá og fær til þess að framleiða klámefni að hann muni giftast þeim og elska þær. Hann lætur þær trúa því að sambandið þeirra sé dýpra en það er í raun og veru. Hann heldur því áfram að einangra þær með því að t.d. taka vegabréf þeirra. Þær eru sífellt skammaðar af honum fyrir þeirra lífstíl. Með því að lofa þeim öllu fögru byrja þær að eygja sér leið úr erfiðleikunum.

Þrep 3: Uppbyggingarþrepið

Andrew umbunar þeim fyrir kynlíf og framleiðslu á klámefni m.a. með húsnæði og fæðu. Einnig umbunar hann þeim konum sem eru í uppáhaldi hjá honum með því að auglýsa þær sem kærustur sínar. Þær fá að ferðast með honum og vera með honum meira og eru því “betur settar” en hinar konurnar. Þær eru þó allar ennþá undir ströngu eftirliti og merkir hann þær jafnvel sem sín eigin eign með húðflúrum.

Fylgjendur:

Þrep 1: Niðurbrotsþrepið

Andrew talar sífellt niður til fylgjenda sinna og beitir þá þannig andlegu harðræði með orðum sínum. Einangrun fylgjenda hans felst einna helst í því hvernig reiknirit (e. algorithm) forrita líkt og TikTok og Youtube byrja að sýna þeim meira efni eftir hann og efni sem hefur sömu skilaboð og hans. Þannig festast þeir í vítahring og skoðanir þeirra byrja að endurspegla hans eigin. Þar sem samskipti og samband Andrews og fylgjenda hans er að mestu leyti rafrænt og einhliða er því ekki mikið líkamlegt harðræði til staðar.

Þrep 2: Breytingaþrepið

Hann fær fylgjendur sína til þess að skammast sín fyrir hegðun sína, t.d. fyrir að fá ekki nógu mikið kynlíf, eiga ekki nóg af peningum/eignum og að lifa sínu lífi öðruvísi en hann gerir sjálfur. Hann smánar fylgjendur sína með því að kalla þá illum nöfnum. Hann lofar þeim mun betra lífi ef þeir taka upp hans lífstíl og fylgja hans ráðum í samskiptum við kvenfólk, í viðskiptum og í starfsferli. Með því að horfa á og lesa mikið efni eftir hann byrja fylgjendur þannig að sjá fyrir sér “betra líf.”

Þrep 3: Uppbyggingarþrepið

Með því að taka upp lífstíl og hegðun Andrews þá byrja fylgjendur hans að taka orðum hans inn á sig eins og hann sé að hrósa þeim þar sem hann lofar aðeins þeirri hegðun sem fylgir hans eigin gildum. Þeir sem kaupa sig inn í námskeiðin sem hann kennir og horfa á hans efni fá þannig raunverulega kennslu um hvernig á að vera “alvöru karlmaður.” Andrew hefur einnig náð að sannfæra aðrar samfélagsmiðlastjörnur um að lifa hans lífstíl og fá þá til þess að dreifa hans boðskap. Þannig öðlast þeir hans vinskap. Á endanum fá þeir sérstök verkefni frá Andrew sem segja til um þeirra stöðu innan söfnuðsins. Með því að ná þessum einstaklingum á sitt vald öðlast hann meira fylgi.

5. Mælikvarði 4: 25 Norris atriði

Okkur finnst Norris skalinn einungis eiga við fylgjendur hans en ekki fórnarlömb þar sem þetta á helst við boðskapinn sem hann dreifir. Af 25 atriðum eiga 12 atriði við:

1. Sjarmerandi andfélagslegur leiðtogi.

2. Þörf fyrir dramatíska og eldfima útrás.

3. Vaxandi reiði.

4. Andfélagslegur persónuleiki sem skapaður er vegna einhvers konar höfnunar frá einhverjum sem stendur manni nærri.

6. Þörf einstaklings til að ná völdum í óvinveittum heimi.

9. Þörf að stunda ódæmigerða, andfélagslega hegðun og kynfrávik.

10. Þörf fyrir útrás neikvæðra skapandi hvata.

12. Þörf á að eiga við innri djöfla.

14. Þörfin á að losna undan sektarkennd.

16. Þörf fyrir mikla samkennd með öðrum hópmeðlimum.

17. Dramatísk breyting á persónuleika eða geðlagi.

24. Dramatísk breyting á fjárhagsstöðu.

Því má draga fram þá ályktun að Norris skalinn passar nokkuð vel við þennan sértrúarsöfnuð ef notast er við eftirfarandi mælikvarða:

0-10 = Passar illa.

11-15 = Passar nokkuð.

16-20 = Passar vel.

20-25 = Passar mjög vel.

6. Mælikvarði 6: Félagsleg áhrif

 

Undanlát

Á betur við fórnarlömb hans en fæstir eru alveg sammála Tate til þess að byrja með. Hann notar umbun og refsingar gegn sínum fórnarlömbum með því að einangra og ráðskast með þær þær þar til þær treysta honum.

InnhverfinG

Á mjög vel við bæði fylgjendur og fórnarlömb hans þar sem þau byrja að taka inn boðskapinn hans sem hann dreifir sem sannleika.

Samsömun

Þegar að boðskapnum hefur verið dreift byrjar fylgjendur og fórnarlömb hans að fylgja hans lífstílsvenjum og dreifa boðskap hans sjálfstætt. Því á þessi liður mjög vel við.

7-8. Mælikvarði 1: DSM-5

Barnahneigð

Andrew hefur viðurkennt Barnahneigð sína með því að tala um hvernig hann telur eðlilegt að allir karlmenn girnist táningsstelpur í stað fullorðna kvenna. Hann hefur einnig viðurkennt að hafa átt í óviðeigandi samskiptum við ólögráða stelpu. Einnig hefur bróðir hans stært sig yfir kynferðislegu sambandi hans við 16 ára stelpu sem Andrew fannst vera eðlilegur hlutur. Andrew uppfyllir formlega skilgreiningu á barnahneigð að einhverju leyti, þ.e. að hann hefur talað um hvernig hann hefur átt í óviðeigandi samskiptum við barn þegar hann var í kringum 30 og hún var á táningsaldri (Skilyrði B og C).

Hegðunarröskun

Andrew er með bjagaðar hugmyndir um hvað er rétt og rangt í heiminum. Hann hefur m.a. brotið gegn mörgum konum og sýnt mikla árásarhneigð. Andrew uppfyllir skilgreiningu A á Hegðunarröskun, þ.e. endurtekið og viðloðandi hegðunarmynstur þar sem brotið er á réttindum annarra eða brotið á aldursviðeigandi félagslegum viðmiðum/reglum seinustu 12 mánuði, með minnst 1 einkenni seinustu 6 mánuði. Þetta á vel við Andrew þar sem hann situr nú inni vegna kynferðisglæpa.

Sadismi

Andrew var ásakaður um nauðgun og líkamlegt ofbeldi gegn konum. Hann uppfyllir því lið B í formlegri skilgreiningu á Sadisma, þ.e. að hann hefur beitt konur sálfræðilegum og líkamlegum kvölum án þeirra samþykkis. Því má álykta að hann uppfylli einnig skilgreiningu A, þ.e. að á minnst 6 mánaða tímabili fær hann endurteknar og sterkar kynhvatir eða sýnir hegðun þar sem sálfræðilegar eða líkamlegar kvalir á kostnað annara valda honum kynörvun.

AthyglisbrestUR og ofvirkniröskun

Andrew talar oft mjög hratt og mikið í viðtölum og segir hiklaust það sem hann er að hugsa. Hann virðist því vera mjög hvatvís. Hann drekkur 10-15 kaffibolla á dag og má því draga þá ályktun að hann noti kaffi til þess að róa sig. Andrew virðist sýna einkenni sem koma fram í skilgreiningu A: Langvarandi mynstur athyglisbrests og/eða ofvirkni/hvatvísi sem truflar virkni eða þroska. Erfitt er þó að fullyrða það þar sem það kemur hvergi fram í okkar heimildum.

9.-10. Mælikvarði 2: Persónuleikaraskanir

Sjálfhverf persónuleikaröskun

Andrew sýnir mörg einkenni Sjálfhverfrar persónuleikaröskunnar. Hann talar um sjálfan sig eins og hann sé mikilvægasta manneskja í heiminum og segir fylgjendum sínum að gera allt sem hann gerir, þá munu þau ná árangri í lífinu. Hann uppfyllir því skilgreiningu DSM-5 á sjálfhverfri persónuleikaröskun þar sem hann hefur m.a. ofvaxið sjálfsálit, er upptekinn af draumórum um ótakmarkaðan árangur og völd, þarfnast ýktrar aðdáunar, trúir því að hann sé sérstakur og einstakur og notar sér persónuleg sambönd.

Andrew Tate í essinu sínu. Takið sérstaklega eftir sveðjunni!

Andfélagsleg persónuleikaröskun

Þó það virðist líklegra að hann sé með hegðunarröskun og sjálfhverfa persónuleikaröskun, þá er einnig hægt að bera rök fyrir því að hann sé með Andfélagslega persónuleikaröskun. Þar sem Andrew hefur brotið mörgum sinnum á réttindum kvenna og virðir ekki lög og félagsleg viðmið er hægt að álykta að andfélagsleg persónuleikaröskun sé til staðar. Hann uppfyllir því skilgreiningu DSM-5 á andfélagslegri persónuleikaröskun þar sem hann m.a. Getur ekki haldið sig við félagsleg viðmið varðandi virðingu fyrir lögum, sýnir mikinn pirring og ofbeldishneigð og sýnir skeytingarleysi gagnvart öryggi annara. Einnig er mikill skortur á eftirsjá til staðar.

Heimildir

  1. https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/12/30/tate_handtekinn_i_rumeniu/

  2. https://en.wikipedia.org/wiki/Andrew_Tate#Criminal_investigations

  3. https://www.thesun.co.uk/news/20968350/andrew-tate-women-not-allowed-leave-romania/

  4. https://www.bbc.com/news/world-europe-64285341