Jim Jones

Jim Jones og Jonestown

Ásdís Jana Ólafsdóttir & Steinunn Vala Arnarsdóttir.

 

Kult hópurinn

  1. Jonestown.

  2. The Peoples Temple Agricultural Project.

  3. The Peoples Temple.

  4. The Peoples Temple of the Disciples of Christ.

  5. Peoples Temple Full Gospel Church.

 1. Myndun hópsins

Jonestown er sértrúarsöfnuður sem var upphaflega stofnaður af Jim Jones í Bandaríkjunum árið 1955. Þá stofnaði Jones sína fyrstu kirkju í Indianapolis, kirkjan stóð fyrir því að allir ættu að vera jafnir og fá jöfn tækifæri óháð kynþætti þeirra. Um miðjan sjöunda áratuginn flutti Jones með söfnuðinn til Ukiah í Californíu til þess að bjarga þeim frá kjarnorku helför. Árið 1970 byrjar hann að vera með athafnir í San fransisco og tveimur árum seinna í Los Angeles. Svart fólk sótti sérstaklega til söfnuðsins útaf yfirlýsingum hans um aukinn jöfnuð fyrir alla óháð húðlit. Þrátt fyrir það var ekki alltaf komið vel fram við meðlimi söfnuðsins, þau voru oft barin, niðurlægð eða þvinguð til að taka eiturlyf. Meðlimir hópsins voru margir hverjir sannfærðir um að gefa kirkjunni sínar eignir. Jones hótaði minnihlutahópum að ef að þau færu úr söfnuðnum þá myndu þau vera sett í ríkisreknar fangabúðir. Um 1973-1974 hóf Jones að láta byggja búðir í frumskógi í Guyana og árið 1977 fór fólk að spyrja spurninga um söfnuðinn svo hann flutti hann og meðlimi hans til Guyana í Suður Ameríku. Það fylgdu honum hundruðir meðlima til Guyana, þar unnu meðlimirnir og bjuggu. Hann hafði einnig stjórnstöðvar í Georgetown í Guyana, þar sem nokkrir meðlimir bjuggu og haldnir voru fundir við embættismenn í Guyana.

Trúarsamkoma í Jonestown.

2. Glæpur hópsins

Glæpur hópsins var að fremja fjöldasjálfsmorð. Morðið var skipulagt af leiðtoga þeirra Jim Jones eftir að fólk byrjaði að efast um starfsemi flokksins og meðlimir voru farnir að reyna að flýja. Jones sagði meðlimum að í skóginum væru tígrisdýr sem myndu drepa þau og einnig voru verðir fyrir utan tilbúnir að skjóta þá sem reyndu að flýja. Einn af þeim mönnum sem var að rannsaka flokkinn var þingmaðurinn Leo Ryan. Ryan hélt því fram að sumum í hópnum væri haldnir þarna gegn þeirra vilja og voru lögð í andlegt- og líkamlegt ofbeldi. Þegar Ryan skoðaði Jonestown þá reyndu margir meðlimir að bilja um hjálp og að hann tæki þau með sér heim til Bandaríkjanna. Ryan var skotinn til bana við að reyna að fara aftur til Bandaríkjanna ásamt nokkrum meðlimum Jonestown hópsins. Daginn eftir það safnaðist hópurinn saman og drukku ávaxta bollu sem innihélt blásýru. Yfir 900 manns dóu við að drekka bolluna, 300 af þeim voru börn undir 17 ára, en Jones dó af skotsárum. Minna en 100 manns lifðu af, aðalega þar sem þau voru ekki á staðnum þegar athöfnin átti sér stað. Jones hvatti alla til að koma upp og drekka bolluna, við það átti drykkurinn að taka þau á betri stað. Sumir trúa því að þau hafi drukkið bolluna viljugir en í raun voru verðir sem stóðu vörð með byssur. Flestir völdu að drekka bolluna og deyja með fjölskyldu sinni og vinum en þeir sem neituðu voru sprautaðir með eitrinu.

Hryllileg birtingarmynd harmleiksins, yfir 900 manns látnir.

3. Mælikvarði 5: CCM

Crime ​​Classification Manual (CCM) er handbók sem gefin var fyrst út árið 1992 af John E. Douglas, Ann W. Burgess, Allen G. Burgess og Robert K. Ressler. Handbókin var gerð í þeim tilgangi að rannsaka og flokka ofbeldis glæpi. Við teljum morðin í Jonestown vera 1.4.1. Sértrúarmorð (e. group caused homicide, cult murder). Það er sértrúarmorð vegna þess að stór hópur fólks tók sitt eigið líf vegna þess að þau deildu öll sömu sterku trú á Jim Jones leiðtoga sínum og hugmyndum hans. Markmið Jones var að ná völdum og peningum, en meðlimir hans voru margir hverjir ekki meðvitaðir um það.

 

4. Mælikvarði 3: Heilaþvottur

1. Niðurbrotsþrep

Já, fólkið í Jonestown var brotið niður bæði líkamlega og andlega þar sem þau voru beitt líkamlegu ofbeldi og niðurlægð. Meðlimum var ekki gefinn kostur á að fara úr söfnuðnum og ásamt því var þeim hótað ýmsu og látin taka lyf.

2. breytingarþrep

Já, meðlimir Jonestown þá sérstaklega þeir sem að fluttu til Jonestown í Guyana voru einangraðir frá umheiminum í þorpinu og bannað að fara úr söfnuðnum, ef þeir mótmæltu eða reyndu að fara var þvingað þau til að taka lyf og hótað að þau yrðu drepin ef þau færu.

3. Uppbyggingarþrep

Nei, fólkinu í Jonestown var ekki umbunað fyrir að ganga í söfnuðinn, þau fengu að flytja með í Jonestown en til þess þurftu þau að selja sínar eignir og yfirgefa landið sitt. Þeim var lofað öllu fögru eins og jafnrétti og betra lífi en sú var ekki raunin. Þau misstu frelsið sitt og ef að þau reyndu að flýja eða mótmæla var gefið þeim lyf til að róa þau, beitt þau ofbeldi eða niðurlægt þau.

 

5. Mælikvarði 4: 25 Norris atriði

01. Sjarmerandi andfélagslegur leiðtogi - Já, þetta á við þar sem að Jim Jones var mjög sjarmerandi leiðtogi. Hann sagðist vera Guð fylgjenda sinna.

02. Þörf fyrir dramatíska og eldfima útrás - Nei, þar sem langflestir meðlimir Jonestowns létust og því er erfitt að segja til um starfsemi hópsins.

03. Vaxandi reiði -Já, allt bendir til þess að allir voru hamingjusamir í byrjun en seinna meir voru margir sem reyndu að flýja og sumir vildu fara aftur til Ameríku með Ryan.

04. Andfélagslegur persónuleiki sem skapaður er vegna einhvers konar höfnunar frá einhverjum sem stendur manni nærri - Já þetta á vel við leiðtogann þar sem móðir hans vildi ekki eignast hann og vanrækti hann í æsku, faðir hans var sjúklingur og lá mikið inni á spítala, Jones var oft skilinn eftir einn og vanræktur í æsku. Það er erfitt að segja til um hvort að meðlimir í Jonestown hafi verið með andfélagslegan persónuleika vegna höfnunar frá eitthverjum nánum.

05. Afstaða fjölskyldu til ósveigjanlegrar, óeftirgefanlegrar bókstafstrúar - Já, meðlimir Jonestown trúðu á að Jones væri Guð og litu á hann sem slíkan, að minnsta kosti til að byrja með.

06. Þörf einstaklings til að ná völdum í óvinveittum heimi - Já, flestir meðlimir hópsins gengu í hann í von um betra líf og meiri jafnrétti. Flestir meðlimir voru svartir og þeim var lofað að í Jonestown yrði komið fram við þau að virðingu og þau væru öll jöfn.

07. Þörf fyrir öruggt umhverfi til að prófa lyf saman og að nota þau á einstaklingsgrundvelli - Nei, Jones notaði lyf til þess að stjórna meðlimum hópsins, þau voru oft  látin taka þau hvort sem þau vildu þa eða ekki og oft óvitandi.

08. Þörf fyrir dópsölu - Nei, það var engin dópsala í Jonestown.

09. Þörf að stunda ódæmigerða, andfélagslega hegðun og kynfrávik - Nei, meðlimir Jonestown leituðu þangað til vonar um betra líf.

10. Þörf fyrir útrás neikvæðra skapandi hvata - Nei, sama og í 9.

11. Skortur á framtíðartrú - Nei, þau trúðu á betri framtíð, en þegar þau frömdu sjálfsmorð sagði Jones þeim að þau myndu fara á betri stað.

12. Þörf á að eiga við innri djöfla - Nei, engar vísbendingar eru um það.

13. Áráttukenndir helgisiðir - Nei, meðlimir Jonestown framkvæmdu ekki áráttukennda helgisiði.

14. Þörfin á að losna undan sektarkennd - Nei, almennt var fólk að leita í hópinn til þess að losna frá  fordómum samfélagsins, en mögulega voru einhverjir sem voru að reyna að losna undan sektarkennd.

15. Þörf til að æfa töfrahugsun - Nei, meðlimir hópsins voru ekki með töfrahugsun þau gáfu engu ónáttúrulega krafta.

16. Þörf fyrir mikla samkennd með öðrum hópmeðlimum - Já, meðlimir í Jonestown töldu sig vera fjölskyldu og þótti mjög vænt um hvort annað.

17. Dramatísk breyting á persónuleika eða geðlagi - Já, þau voru mjög einangruð þar sem þau fluttu til annars lands frá fjölskyldu og vinum og öllu sem þau þekktu.

18. Uppteknir af dauða - Nei, ekkert bendir til þess, lifðu mikið í núinu og höfðu bjarta framtíð.

19. Tapa frelsi viljans - Já, meðlimir Jonestown höfðu flest selt allar sínar eigur, voru komin í annað land í frumskóg þar sem nær vonlaust var að reyna að flýja. Þau þurftu að hlýða annars var oft gefið þeim lyf.

20. Stöðug hlustun á þungarokk, speed metal, dauðarokk eða iðnaðartónlist - Nei, engar vísbendingar benda til þess.

21. Mikill áhugi á nýaldar lesefni eða á yfirnáttúrulega sviðinu - Nei, engar vísbendingar benda til þess.

22. Stöðugur áhugi á hlutverkaleikjum, hópmeðlimir taka á sig hlutverk í leiknum og gera að sínum - Nei, ekki er vitað til þess að meðlimir Jonestown hafi haft áhuga á hlutverkaleikjum.

23. Ýkt samsömun við hugmyndir um yfirburði ákveðinna kynþátta - Nei, fólk gekk í hópinn til þess að forðast rasisma.

24. Dramatísk breyting á fjárhagsstöðu - Já, allir þurftu að selja allar eigur sínar og gefa allan pening sinn til flokksins.

25. Hatur á kristinni trú - Nei, hópurinn byggði sína trúa á kristinni trú.

 9 atriði af 25 passa við Jonestown sétrúarsöfnuðinn svo að samkvæmt Norris listanum var Jonestown ekki talinn hættulegur hópur.

 

6. Mælikvarði 6: Félagsleg áhrif

1. Undanlát (e. compliance)

Meðlimir Jonestowns voru þvingaðir til undanláts. Það var gert með því að nota byssur, ofbeldi, einangrun, lyf og fleira. Ef að fólk mótmælti eða hlýddi ekki reglunum í Jonestown þá var þeim oft gefið lyf, beitt ofbeldi eða sett í einangrun. Þegar að fólk reyndi að flýja eða talaði um að vilja fara þá var gert hið sama, einnig sagði Jones að í frumskóginum utan Jonestown væru tígrisdýr sem myndu éta þau um leið og þau færu fyrir utan og verðir voru fyrir utan með byssur sem voru tilbúnir að skjóta þá sem reyndu að flýja. Meðlimirnir höfðu gefið söfnuðnum allar sínar eignir svo að það var mun léttara fyrir Jones að stjórna þeim og erfiðara fyrir þau að fara.

2. Innhverfing (e. internalization)

Meðlimir Jonestown voru innhverfðir að því leyti að þau deildu þeirri trú að Jones væri Guð og gæti lesið hugsanir. Meðlimirnir deildu því viðhorfi að vilja jafnrétti fyrir alla og betri heim.

3. Samsömun (e. indentification)

Meðlimir Jonestown höfðu samsamast skoðunum sínum um jafnrétti og trú á Jones sem Guð. Með tímanum breyttust skoðanir margra meðlima þar sem komið var illa fram við þau þar sem þeim var stjórnað mjög og refsað ef þau mótmæltu, aðstæður í Jonestown versnuðu þar sem þau voru látin vinna meira. Svo að samsömun hópsins minnkaði með tímanum.

 

7-8. Mælikvarði 1: DSM-5

 16.Y. Fíkn - 16.2 Amfetamín röskun

Við teljum að Jim Jones hafi verið með fíkn, Amfetamín röskun (16.2.) eða Amfetamín fíkn (16.2.), Jones byrjaði neyslu á eiturlyfjum 1971 sem að þróaðist út í amfetamín neyslu seinna. Þar sem Jones neytti efnisins mikið og reglulega. Hann hafði mikið magn af eiturlyfja í Jonestown bæði fyrir sig og meðlimi hópsins. Við teljum hann hafa verið með amfetamín fíkn þar sem hann sýndi mikil kvíðaeinkenni við neyslu efnisins og tók geðveikis tímabil. Jones varð mjög taugaveiklaður við inntöku lyfsins, hann taldi vera að hlera sig og að það væri verið að senda njósnara inn í Jonestown. Það er hægt að segja að hann hafi tekið geðveikis tímabil þegar hann lét alla fremja sjálfsvíg og framdi sjálfur sjálfsvíg.

 5.8 Efna/Lyfja-orsökuð kvíðaröskun

Við teljum að jim Jones hafi verið með Efna/lyfja-orsakaða kvíðaröskun. Jones neytti mikið eiturlyfja þá sérstaklega amfetamíns. Við notkun efnisins þá fann  Jones fyrir kvíðaeinkennum, hann varð mjög taugaveiklaður taldi vera að hlera sig og Jonestown. Þessi kvíðaeinkenni birtust ekki hjá Jones nema eftir að hann fór að neyta eiturlyfja. Þó er ekki hægt að fullyrða þetta með vissu.

 2.1.2 Hugvilluröskun

Við teljum Jones hafa verið með Hugvilluröskun. Hann hafði miklar mikilmennsku hugmyndir um sjálfan sig. Hann var með ranghugmyndir þar sem hann taldi sig vera Guð, að aðrir væru að reyna að hlera sig og taldi sig geta lesið hugsanir annarra. Margar ranghugmyndir hans hafi ekki verið lyfjaorsakaðar þar sem að margar þeirra byrjuðu fyrir neyslu.

 

9.-10. Mælikvarði 2: Persónuleikaraskanir

 

18.2.4. Sjálfhverf persónuleikaröskun

Við teljum Jim Jones hafa verið með Sjálfhverfa persónuleikaröskun. Hann var með mikla mikilmensku hugmyndir um sjálfan sig, hafði þörf fyrir að vera dýrkaður og dáður, trúði því að hann væri einstakur, fannst hann eiga skilið meira en aðrir, sýndi mikinn hroka og hafði mikla þörf fyrir því að hafa völd. Þetta sjáum við með stofnun hans á söfnuðinum Jonestown, þar sem hann taldi sig og aðra trú um að hann væri Guð og að hann gæti lesið hugsanir annarra. Hann nýtti sér sín persónulegu sambönd við meðlimi söfnuðsins og lét þá selja eignir sínar og gefa söfnuðinum peningana sína. Hann fann ekki fyrir samkennd sem við sjáum með slæmu meðferðinni sem hann sýndi meðlimum söfnuðsins með ofbeldinu, lyfja notkuninni og að lokum að láta þau taka sitt eigið líf.

18.2.1 Andfélagsleg persónuleikaröskun

Það sem felst í Andfélagsleg persónuleikaröskun er hegðun þar sem komið er illa fram við fólk og þegar brotið er á réttindum þeirra. Það passar vel við Jim jones þar sem hann bjó til sínar eigin reglur sem virtu ekki lög samfélagsins. Dæmi um það er þegar hann þvingaði fólk í að drekka eitur og hótaði fólki á ýmsar vegur. Hann blekkti fólkið einnig með því að trúa á hann sem Guð og lét þau gefa sér aleigu þeirra. Hann var einnig ofbeldishneigður þar sem hann lagði meðlimi flokksins í líkamlegt- og andlegt ofbeldi og hótaði að drepa þau ef þau óhlýðnuðust honum. Hann uppfyllir alla þá þætti sem þarf til þess að greinast með andfélagslega persónuleikaröskun.

Jim Jones sjálfur.