Kólumbía

Pedro Alonzo López - Monster of the Andes

Alda Ægisdóttir & Írena Einarsdóttir

Kynning

Pedro López, einnig þekktur sem: The monster of the Andes, er fjöldamorðingi og nauðgari frá Kólumbíu. Hann drap og nauðgaði að minnsta kosti 110 ungum stelpum sem voru á aldrinum 8-12 ára á árunum 1969-1980. Þó að það sé bara vitað um þessar 110 stelpur þá sagðist López hafa drepið yfir 300 stúlkur frá Kólumbíu, Perú og Ekvador.

Lögreglumyndin af Pedro López.

Glæpurinn

Fyrsti glæpurinn sem López framdi var þegar hann var aðeins 8 ára gamall, þá nauðgaði hann systur sinni. Eftir það byrjaði hann að fremja minniháttar glæpi eins og að stela mat. Þegar hann var orðinn 18 ára stundaði hann mikið að stela bílum og fékk borgað fyrir það. Hann var þó fljótlega handtekinn og dæmdur í 7 ára fangelsi. Í fangelsinu varð hann fyrir miklu líkamlegu ofbeldi og hópnauðgun sem endaði með því að López drap þá sem beittu hann ofbeldi og misþyrmdu honum. Um miðja nótt í fangelsinu skar hann þessa þrjá fanga sem komu að ofbeldinu á háls. Það var litið á þessi morð sem sjálfsvörn og því bættust bara 2 ár til viðbótar við fangelsisvist hans. Árið 1978, þegar López var 27 ára, losnaði hann úr fangelsinu. Eftir það byrjuðu morðin og nauðganirnar á fullu. Hann tældi til sín ungar stelpur sem voru flestar á aldrinum 8-12 ára. Hann nauðgaði þeim og kyrkti þær svo til dauða.

López til vinstri og ýmis fórnarlömb til hægri.

Persónan

Pedro López fæddist árið 1948 í Kólumbíu og var sjöundi í röðinni af þrettán systkinum. Æska López var enginn dans á rósum. Faðir hans var drepinn áður en López fæddist þannig hann ólst upp með móður sinni og systkinum. Mamma hans var vændiskona og López var oft viðstaddur á heimilinu þegar mamma hans var “að störfum.” Þegar hann var 8 ára misnotaði hann systur sína og í kjölfarið þá henti mamma hans honum af heimilinu, hann bjó því á götunni þegar hann var 8 ára. Fljótlega, eftir að hafa verið heimilislaus í einhvern tíma, fór hann á fósturheimili, þar var honum nauðgað. Seinna var eldra fólk sem tók hann að sér og sendu hann í skóla sem var í hverfinu sem þau bjuggu í - þar var López nauðgað af kennara sínum þegar hann var 12 ára. Í kjölfarið af því byrjuðu glæpirnir, þjófnaðurinn og nauðganirnar, fyrir alvöru.

López sýndi ekki vott af samviskubiti þegar hann náðist og virtist stoltur af sjálfum sér fyrir að hafa náð að drepa svona margar stelpur. Hann sagði meðal annars við lögregluna: I lost my innocence at age 8 so I decided to do the same to as many girls as I could og var stoltur af sjálfum sér. Hann valdi 8-12 ára stelpur því þær voru svo auðveldar og bætir svo við þegar hann er spurður af hverju hann valdi svona ungar stelpur: It´s like chicken, why eat old chicken when you can have young chicken. Einnig greindi hann frá því að það besta við að drepa hverja stelpu var mómentið þegar hann sá þær vera að deyja, eða eins og hann sagði: At the first sight I will get excited and force the girls into sex and put my hands against her throat. It was only good if I could see her eyes and the life going out of them. I never killed anyone at night, it would be a waste in the dark. I wanted to see them in the daylight. Það að hann gat stjórnað hvenær þær dóu gaf honum stolt.

19.6. - Sadismi.

Hann sýndi einkenni sterkra kynóra og kynhvata sem fela í sér athafnir þar sem hann kvelur fórnarlömb sín og það er kynörvandi fyrir hann. Honum fannst kynörvandi að neyða stelpurnar til kynferðislegra athafna og að drepa þær. Hann lagði mikla áherslu á að drepa þær þegar bjart var úti svo hann gæti sér lífið fjara úr augum þeirra.

19.4. - Barnahneigð.

Nánast öll fórnarlömb López voru stúlkur á aldrinum 8-12 ára. Hann nauðgaði þeim og myrti þær svo, var ástæðan óneitanlega kynferðisleg. Hann var mikið eldri en þessar stúlkur þar sem hann var 27 ára þegar þessir glæpir byrjuðu fyrir alvöru.

18.2.1. - Andfélagsleg persónuleikaröskun.

Hann sýnir langvarandi hegðunarmynstur vanvirðingar og brota á réttindum annarra. Hann drepur, nauðgar, blekkir, stelur og svíkur. Hann sýndi enga eftirsjá og fannst hver stelpa sem hann nauðgaði og drap vera sigur í hans nafni.

Pedro López á miðjum aldri.

Endirinn

López náðist þegar hann reyndi að tæla litla stelpu með sér en hún slapp og lét mömmu sína vita sem hafði samband við lögreglu. Mikill óhugur hafði verið í samfélaginu á þessum tíma þar sem hver stúlkan eftir annarri hafði horfið upp á síðkastið og var mikil pressa á lögreglunni að finna þann sem bar ábyrgð á því. López náðist í Ekvador og var hann dæmdur í 16 ára fangelsi, sem var lengsti tími sem hægt var að fá fyrir morð, sama hversu mörg þau voru. López endaði á að sitja aðeins inni í 14 ár þar sem hann hagaði sér svo vel í fangelsinu. Eftir það var hann framseldur til Kólumbíu, fæðingarlands síns þar sem almenningur vonaði að hann fengi lengri dóm í takt við strangari lög landsins. Svo varð þó ekki þar sem López var úrskurðaður ósakhæfur og vistaður á geðsjúkrahúsi. Eftir 4 ár þar var honum sleppt gegn 50$ tryggingu, þar sem yfirvöld töldu hann ekki þurfa á geðrænni aðstoð að halda. Hann átti að vera undir eftirliti þegar honum var sleppt en hann flúði um leið. Árið 2002 gaf Interpol út eftirlýsingu á honum þar sem hann var bendlaður við eitthvað morð en ekkert hefur heyrst meira um það og enginn veit hvar hann er í dag, ef hann er enn á lífi.

Myndband sem fer yfir líf og glæpi Pedro López: https://www.youtube.com/watch?v=w_RVW0QN1f8&t=525s

Mælikvarði 9: Hare 22/20 listinn

Pedro López skorar 10 af 20 stigum mögulegum og því á Hare siðblindu-listinn frekar vel við hann. Þar sem lítið er til af efni um persónuleika hans og einkalífi voru nokkrir þættir sem við treystum okkur ekki til að meta og gæti hann því hafa skorað enn hærra.

01. Glibness/Superficial charm: Hann var frekar heillandi og treystu litla stelpur honum nóg til þess að fara með honum. Hann þóttist hafa áhuga á því sem þær voru að gera, bauð þeim mat og nammi og öðlaðist þannig traust þeirra.

02. Grandiose sense of self worth: Þegar búið var að handtaka López greindi hann frá því að hann væri stoltur að hafa drepið svona margar stelpur. Hver stelpa væri sigur í hans nafni að hans sögn.

03. Need for stimulation/Proneness to boredom: Hann fékk mikið “rush” úr því að drepa og nauðga stelpunum. Í sumum tilfellum gróf hann líkin í holu úti í skógi og talaði við líkin. Honum fór fljótt að leiðast að tala við þær því þær gátu ekki hreyft sig og þá fór hann að leita að nýjum stelpum.

04. Pathological lying: Hann notaði lygar og blekkingar til að nálgast fórnarlömb sín og komast upp með alla þessa glæpi.

05. Conning/Manipulative: ? Erfitt er að meta þennan þátt með þær takmörkuðu upplýsingar sem við höfum um Pedro López og merkjum við hann því með spurningarmerki.

06. Lack of remorse or guilt: López hefur aldrei sýnt neina iðrun yfir glæpum sínum.

07. Shallow affect: ?

08. Callous/Lack of empathy: Hann hafði enga samkennd með fórnarlömbum sínum. Honum fannst hann hafa rétt á því að misþyrma þeim þar sem honum hafði verið misþyrmt áður.

09. Parasitic lifestyle: X. Við teljum þennan þátt ekki eiga vel við López og merkjum hann því með X.

10. Poor behavioral controls: ?

11. Promiscuous sexual behavior: López nauðgaði fjöldamörgum stúlkum með stuttu tímabili.

12. Early behavioral problems: Hann nauðgaði systur sinni þegar hann var 8 ára og byrjaði snemma að stela.

13. Lack of realistic, long-term plans: ?

14. Impulsivity: ?

15. Irresponsibility: ?

16. Failure to accept responsibility for own actions: X hann tók ábyrgð á glæpum sínum og var stoltur af þeim, þetta á því ekki við hann.

17. Many short-term marital relationships: X.

18. Juvenile delinquency: López byrjaði ungur að brjóta af sér á marga vegu.

19. Revocation of conditional release. X. 

20. Criminal versatility: Hann framdi marga ólíka glæpi eins og að drepa, nauðga og stela og var stoltur að hafa komist upp með svona marga glæpi.

Mælikvarði 11: Hare kenningin

Factor 2 (social deviance)facet 4 (antisocial): López passar vel við öll atriðin í þessum flokk nema revocation of condidtion - við gátum allavega ekki fundið neitt sem tengir hann við það. Okkur fannst hann því passa best í þennan flokk en hann óneitanlega passar í fleiri atriði í öðrum flokkum.

Mælikvarði 15: ccm flokkunin

131: Sexual homicide, organized: Megin ástæða morðanna var kynferðisleg, bæði nauðganirnar sjálfar sem og morðin. Mikilvægt er samt að benda á að morð var alltaf hluti af planinu hjá López. Hann var ekki að myrða til þess að fela sönnunargögn, hann fékk kynferðislega örvun við það að drepa og taldi sig vera að gera stelpunum greiða að þurfa ekki að lifa eftir kynferðisbrotið, eins og hann þurfti að gera.

Mælikvarði 17: Norris 7 fasar

  1. Hugrofs fasi: López hafði sterkar kynferðislegar langanir gagnvart ungum stúlkum og þrá til þess að valda öðrum sársauka eins og hann upplifði þegar hann var yngri.

  2. Veiði fasi: Hann var oft búinn að ákveða hvert hann ætlaði að fara til að leita uppi fleiri fórnarlömb og stundum var hann búinn að ákveða fórnarlambið sjálft.

  3. Biðils fasi: Hann nálgaðist fórnarlömb sín með því að þykjast hafa áhuga á því sem þær voru að gera, tældi þær svo með loforðum um mat, nammi og annarskonar varning sem þær höfðu áhuga á.

  4. Handtöku fasi: Eftir að hafa tælt stelpurnar þá beitti hann þær ofbeldi og/eða króaði þær af.

  5. Morð fasi: Hápunkturinn af glæpum López var þegar hann sá að stúlkurnar voru að deyja, honum fannst það kynferðislega örvandi.

  6. Minjagrips fasi: Þetta er eini fasinn sem fellur ekki eins og flís við rass þar sem López er ekki þekktur fyrir það að hafa safnað minjagripum um glæpi sína. Aftur á móti gæti það hafa útskýrst vegna stöðu López í samfélaginu, hann hafði kannski ekki tök á að geyma minjagripi og gæti þetta þess vegna útskýrst af tækifærissleysi frekar en viljaleysi. Þó hann hafði ekki tekið neina minjagripi með sér, mundi hann ótrúleg smáatriði um hverja og eina stúlku og státaði sig af morðunum, svo við veltum því upp hvort að minjagripir hans hafi frekar verið honum huglægir.

  7. Þunglyndis fasi: Fórnarlömb hans voru hefnd fyrir æsku hans. Honum var misþyrmt og hann bjó við vanrækslu og ofbeldi sem barn: I lost my innocence at age 8 so I decided to do the same to as many girls as I could.

    Mælikvarði 14: Mindhunter kenningin

    Þessi mælikvarði passar ágætilega en þar sem hann er fremur miðaður af bandarísku samfélagi á fyrri áratugum er erfitt að færa hann yfir á López sem er fæddur í allt öðrum menningarheimi og ekki eru til nægar upplýsingar til að segja til um öll þessi 10 atriði.

  1. Pedro López var einhleypur karlmaður, hann var fæddur í Kólumbíu og þar af leiðandi af latneskum ættum.

  2. Það eru ekki til nægar upplýsingar um López til þess að meta hversu greindur hann var / er.

  3. Við vitum ekki nóg um æsku hans til að taka afstöðu til þessa atriðis en hann fékk ekki langa skólagöngu ef hún var einhver fyrir utan þennan stutta tíma í hverfisskólanum þar til honum var nauðgað og hann hættir.

  4. Mikil vandamál voru í fjölskyldu lífi hans. Móðir hans var vændiskona og faðir hans lést áður en hann fæddist. Hann ólst því upp hjá einstæðri móður með mörgum systkinum þar til hún henti honum út.

  5. Hér vitum við ekki mikið en mikið ofbeldi var á æskuheimili hans, faðir hans var myrtur og móðir hans var vændiskona.

  6. Hann var misnotaður kynferðislega, líkamlega og andlega í æsku.

  7. Hann upplifði neikvæðar tilfinningar í garð móður sinnar, sem henti honum út þegar hann var 8 ára en hann þekkti aldrei föður sinn. Hann drap og nauðgaði bara ungum stúlkum og því má álykta að hann hafi yfirfært hatur móður sinnar á aðrar konur og stelpur.

  8. Hann átti við geðræn vandamál að stríða í æsku og nauðgaði systur sinni aðeins 8 ára gamall. Hann fór í stutta stund á munaðarleysingjaheimili og fór í fangelsi þegar hann var 18 ára.

  9. Hann bjó á götunni, var heimilislaus og hafði engan að í langan tíma. Því var hann einangraður og með hatur gagnvart samfélaginu. Við vitum ekki hvort hann hafi verið í sjálfsmorðshættu en okkur finnst það mjög líklegt þar sem honum var misþyrmt og nauðgað oft sem barn og var inni á heimilum og á götunni til skiptis.

  10. Hann sýndi hegðun sem tengist kynfrávikum eins og sadisma og barnahneigð.

Mælikvarði 13: holmes & deburger flokkunin

3.a. Sjálfselskutegundin - sterkar hvatir: Pedro López örvaðist kynferðislega við það að nauðga og myrða litlar stelpur. Hann framdi glæpina eingöngu fyrir sína ánægju og kynferðislega örvun. Líf stúlknanna skipti hann engu máli og sýndi hann enga eftirsjá.

Heimildir

  1. Pedro López (serial killer). (2023). Í Wikipedia. https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pedro_L%C3%B3pez_(serial_killer)&oldid=1144755445

  2. Serial Killer: Pedro Lopez - The Monster of the Andes (Full Documentary) - YouTube. (e.d.). Sótt 28. mars 2023, af https://www.youtube.com/watch?v=w_RVW0QN1f8&t=525s

  3. The Serial Killer Podcast: Pedro Lopez | The Monster on Apple Podcasts. (e.d.). Apple Podcasts. Sótt 28. mars 2023, af https://podcasts.apple.com/ca/podcast/pedro-lopez-the-monster/id1142107621?i=1000385966253

Luis Garavito

Luis Garavito - La Bestia

Hörður Kárason & Rakel Guðjónsdóttir

Kynning

Luis Alfredo Garavito Cubillos, einnig þekktur sem: La Bestia (dýrið) er kólumbískur raðmorðingi, kynferðisafbrotamaður, barnaníðingur og náriðill. Hann var fæddur árið 1957 og ólst upp við erfiðar heimilisaðstæður og upplifði mörg áföll í æsku svo sem líkamlegt ofbeldi og kynferðisofbeldi. Garavito drap og tók í sundur 2 fugla í fyrsta sinn eftir að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í fimmta bekk. Garavito fór svo að beita systkini sín og önnur börn kynferðisofbeldi seinna meir. Þegar Garavito varð fullorðinn upplifði hann þunglyndi, geðrof, sjálfsvígshugsanir, lotugræðgi og felmturöskun. Einnig var hann alkóhólisti og var gjarnan undir áhrifum áfengis þegar hann framdi glæpi sína. Garavito fór að misnota börn, aðallega drengi í meira magni og er talið að hann hafi verið búinn að misnota og pynta um 200 börn á milli 1980-1992. Á þeim tíma hafði hann þó fengið geðræna hjálp í um 5 ár vegna sjálfsvígstilrauna og þunglyndis. Árið 1992 var Garavito kominn af stað í glæpum sínum og fékk ekki sömu tilfinningu lengur þegar hann framdi þá og ákvað hann þá að fara skrefinu lengra og myrða þá drengi sem hann valdi. Aðallega voru þeir drengir heimilislausir, munaðarlausir eða af vinnandi lágstétt. Á tímabili morðanna voru margir ungir kólumbískir drengir á aldrinum 6-16 ára sem voru í óskilum eða fundust látnir með augljósa áverka kynferðisbrots og limlestir. Eftir að Garavito var fangaður árið 1999 játaði hann að hafa myrt 140 drengi en líklega voru fórnalömb hans nær 200 talsins. Garavito var dæmdur í fangelsi í 1853 ár og 9 daga sem var hæsti dómur í Kólumbíu á þeim tíma en árið 2007 var dómurinn styttur í 40 ár þar sem það var hámarkstími sem fangar mega sitja í Kólumbíu og svo síðar í 22 ár þar sem hann var samvinnuþýður við yfirvöld. Garavito hefur verið haldið aðskildum frá öðrum föngum allan þann tíma sem hann hefur setið inni, þar sem óttast er að hann yrði myrtur. Garavito hefur rétt á að sækja um reynslulausn í ár, 2023.

Þrjár myndir af Garavito á misjöfnum aldri.

Glæpurinn

Eins og greint var frá stuttlega, þá fólust fjölmargir glæpir Luis Garavito í því að nauðga og myrða unga drengi. Á árunum 1986-1992 hafði Garavito ekki myrt neitt barn en hafði hins vegar gert skaðlega hluti við um það bil 200 börn, svo sem að nauðga og pynta þau. Fórnalömb Garavito voru aðallega drengir á aldrinum 6-16 ára. Hann nálgaðist þá á daginn með því að þykjast vera sölumaður, prestur eða annarskonar aðili. Hann laðaði þá vanalega að með því að lofa þeim pening, mat eða vinnu, en drengirnir voru oftast fátækir, heimilislausir eða munaðarlausir. Hann fór svo með fórnarlömb sín út fyrir bæjarmörk svo enginn myndi bera vitni á því sem kæmi næst. Talið er að hann hafi tekið um 1 fórnarlamb á mánuði. Eftir 1992 þróuðust glæpir hans í kynferðisbrot og morð og er talið að hann hafi myrt nær 200 börn, en hann játaði morð á 140 börnum. Á þessum tíma er líklegt að hann hafi jafnvel myrt nokkur börn á dag. Garavito hélt dagbók þar sem hann skráði niður fórnarlömb sín og tók hann minjagripi með sér heim. Eftir því sem morðin urðu fleiri urðu þau viðbjóðslegri. Margir velta fyrir sér hvernig einum manni tókst að skaða og myrða svona mörg börn án þess að nást. Mikill órói hefur verið í Kólumbíu, sérstaklega á þessum tíma, bæði voru átök sem tengdust kalda stríðinu og stríðinu gegn fíkniefnum (e. war on drugs). Á hátindi morða Garavito var Medellin í Kólumbíu kölluð morðhöfuðborg heimsins.

Af einum morðvettvangi Garavitos.

Persónan

Luis Garavito glímdi við ýmsar geðraskanir, drakk mikið og sýndi andfélagslega hegðun. Á sínum yngri árum átti hann aldrei vini og fann sér aldrei rætur í ákveðnu umhverfi. Á fullorðinsárum uppgötvaði Garavito bók Hitlers, Mein Kampf og tengdi við yngri ár Hitlers. Garavito lýsti yfir aðdáun á Hitler, fjöldagröfum og Helförinni. Hann las einnig Biblíuna mikið á tímabili og var með hálfgerða þráhyggju fyrir því og var að reyna að finna útskýringu á því af hverju hann væri eins og hann var. Þrátt fyrir það fékk hann seinna áhuga á satanisma, lét lesa í lófa sinn og Tarot spil. Garavito fékk þráhyggju fyrir kólumbískum æðismorðingja og dáðist hann af athyglinni sem hann fékk.

Luis Alfredo Garavito Cubillos.

Garavito var líklega með nokkrar geðraskanir. Hann varði fimm árum hjá geðlækni á geðdeild eftir sjálfsvígstilraunir og var þar greindur með Verulega þunglyndisröskun (4.2.). Það er þó augljóst að Garavito var með Barnahneigð (19.4.) og Sadisma (19.6.). Garavito var mjög veikur einstaklingur sem glímdi við ýmis vandamál og gerði hluti sem er erfitt að hugsa sér. Líklegt er að Garavito hafi verið með Andfélagslega persónuleikaröskun (18.2.1.). Sögur frá unglingsárum hans, svo sem að brjóta á systkinum sínum, og að meiða dýr gefa vísbendingar um það. Mikil ofbeldishneigð var til staðar, hann átti erfitt með að halda í vinnu og hann hafði skort á eftirsjá.

Endirinn

Garavito hafði yfir tíðina lent í kasti við lögin, oftast tengdist það misnotkun barna og var nokkrum sinnum yfirheyrður varðandi hvarf ungra drengja en Garavito náði að koma sér út úr því.

Árið 1998 fann lögregla lík þriggja barna á tveimur dögum á sama svæði. Öll börnin virtust hafa verið kynferðislega misnotuð á sama hátt. Lögreglan fann svo miða sem leiddi þá að húsi kærustu Garavito. Þegar lögreglan kom að húsi kærustunnar gaf kærastan lögreglunni tösku sem innihélt hluti sem Garavito átti en hún hafði ekki séð hann í nokkra mánuði að hennar sögn. Í töskunni voru myndir af ungum drengjum, dagbók með fórnarlömbum hans. Stuttu seinna var Garavito handtekinn fyrir tilraun til kynferðisbrots þegar það var vitni sem sá til hans. Hann var færður í gæsluvarðhald 22. apríl 1999. Lögregla notaðist við DNA og aðra hluti sem tengdust Garavito til þess að tengja hann við mörg morð. Garavito endaði á því að játa fyrir morð 140 barna en lögreglu tókst að finna sönnunargögn sem bættu að minnsta kosti 32 fleiri fórnarlömbum við. Garavito var dæmdur í fangelsi í 1853 ár og 9 daga árið 2007 var dómurinn styttur í 40 ár þar sem það var hámarkstími sem fangar mega sitja í Kólumbíu og svo síðar í 22 ár þar sem hann var samvinnuþýður við yfirvöld. Garavito fær kost á að sækja um reynslulausn í ár.

Myndband: This Serial Killer Who Will Be a FREE Man in 2023! (Luis Garavito) (12:49) - með þeim styttri sem til eru um málið.

Mælikvarðarnir

Mælikvarði 9: Hare 22/20 listinn

Mælikvarði 9 - Hare 20 passar betur við Luis Garavito, Það er þó ekki allt sem passar við hann.

Það sem á við Luis Garavito er: 03. Proneness to boredom, 04. Pathological lying, 05. Conning, 06. Lack of remorse, 07. Shallow affect, 08. Lack of empathy, 10. Poor behavioral control, 11. Promiscuous sexual behavior, 12. Early behavioral problems, 13. Lack of realistic, long-term plans, 14. Impulsivity, 15. Irresponsibility, 18. Juvenile delinquency.

Þetta eru því 13 atriði af 20 sem passa við Luis Garavito.

Mælikvarði 11: Hare kenningin

Hare kenning skiptist í Factor 1 og Factor 2 og er svo hver flokkur með 2 undirflokka.

Luis Garavito passar best inn í Factor 2: Social Deviance og Facet 4: Antisocial. Undir þeim Facet er eftirfarandi: Poor behavioural controls, Early behavioural problems, Juvenile delinquency, Revocation of conditional release og Criminal versatility. Það passar ekki allt á þessum lista við Garavito, t.d. eiga seinni 2 atriðin ekki vel við hann. Einnig eru atriði í öðrum flokkum sem passa vel við hann, en þau koma vel fram í fyrrnefndum mælikvarða 9.

Mælikvarði 12: stone 22 listinn

Mælikvarði 12 - Stone 22 listinn er flokkunarkerfi þar sem illsku er flokkað niður. Luis Garavito fellur undir yfirflokkinn Serial Killers, Torturers, Sadists og er í flokki 22 sem er sá allra versti. Sá flokkur er: Psychopathic torture-murderers with torture as their primary motive. The motive need not always be sexual. Ástæða Garavito var þó nær alltaf kynferðisleg.

Mælikvarði 18: emerick Hringkenningin

Luis Garavito var talinn í afneitun gagnvart glæpum sínum. Það sýndi sig með því hvað hann dró úr alvarleika glæpanna og kenndi fórnarlömbum sýnum og utanaðkomandi þáttum um gjörðir sínar. Þar sem Garavito reyndi að réttlæta glæpi sína fyrir sjálfum sér og öðrum sem og notar áfengi sem deyfilyf passa fyrstu fjögur þrepin í Hringkenningu Emerick, Gray & Gray við hegðun hans. Garavito passar í þrep sjö þar sem hann byrjar fyrst um sinn aðallega að misnota fórnarlömb sín en svo síðar meir fer hann að myrða þau líka. Einnig passar hann í þrep átta og níu þar sem fórnarlömb hans voru aðalega ungir lágstéttar drengir og hann reynir að réttlæta glæpina fyrir sjálfum sér eins og kom fram í fyrstu þrepunum, sem lokar hringnum.

Mælikvarði 7: dauðasyndirnar 7

Miðað við eðli glæpa Garavitos mætti halda því fram að syndirnar Losti og Græðgi gætu átt sérstaklega við hann. Glæpir Garavito voru fyrst og fremst kynferðislegar og einbeitti hann sér að viðkvæmum börnum til að fullnægja eigin löngunum. Losti er vel lýsandi fyrir hann, það var mikil illska, sadismi, kynferðisfrávik og yfirgangur. Græðgin kom vel fram í þeim gríðarlegum fjölda fórnarlamba sem hann braut á.

Mælikvarði 13: holmes & Deburger flokkunin

Á Mælikvarða 13 – Holmes & Deburger fellur Luis Garavito undir 3. sjálfelskutegundina (e. hedonistic type). Þessari tegund er skipt niður í 5 flokka og af þeim passar Garavito í flokk 3a sem er Girnd/sterkar hvatir (e. lust). Þeir sem eru í þeim flokki æsast upp kynferðislega.

Heimildir

  1. Condenan a 1853 años de cárcel al mayor asesino en serie de Colombia. (2001, 3. Nóvember). Caracol Radio. https://caracol.com.co/radio/2001/11/03/nacional/1004770800_103593.html

  2. John Philip Jenkins. (2023, 21. Janúar). Luis Garavito Colombian serial killer. Brittannica. https://www.britannica.com/biography/Luis-Garavito

  3. Violador Luis Alfredo Garavito fue condenado a 22 años de cárcel en Ecuador.  (2007, 27. Júlí). Redaccion El Tiempo.https://www.eltiempo.com/archivo/documento/CMS-3656990

  4. Luis Garavito (Serial Killer Biography). (2022, 12. Mars). Practical Psychology. https://practicalpie.com/luis-garavito/

  5. Serena, K. (2021, 11. október). He Killed More Than 100 Kids In Colombia — And He Could Be Released In 2023. All That’s Interesting. https://allthatsinteresting.com/luis-garavito

  6. Treating Sexual Offenders: An Integrated Approach. (e.d.). Routledge & CRC Press. Sótt 20. mars 2023, af https://www.routledge.com/Treating-Sexual-Offenders-An-Integrated-Approach/Marshall-Marshall-Serran-Fernandez/p/book/9780415949361