NCIVM Sex Cult

NXIVM

Alda Ægisdóttir, Inga Birna Sigursteinsdóttir & Kristín Helga Ómarsdóttir.

Heiti Kult hóps

  1. NXIVM.

  2. NXIVM sex cult.

  3. DOS.

 

1. Myndun hópsins

NXIVM var stofnað árið 1998 af Keith Raniere og Nancy Salzman. Stofnunin starfaði í upphafi sem markaðsfyrirtæki á mörgum sviðum og bauð upp á ýmis sjálfshjálpar- og önnur námskeið. Árið 2003 byrjaði NXIVM að bjóða upp á: Executive Success Programs (ESP), sem voru mjög dýr námskeið og fólu í sér öfluga, persónulega þjálfun. Raniere sagði að megináherslan væri að láta fólk upplifa meiri gleði í lífi sínu. Samtökin stofnuðu einnig fjölda undirstofnana, þar á meðal Jness sem átti að vera valdeflingaráætlun kvenna, Society of Protectors sem voru þjálfarasamtök karla og DOS sem átti að vera leynifélag eingöngu fyrir valdar konur. Árið 2017 urðu samtökin fræg þegar Raniere og nokkrir aðrir NXIVM meðlimir voru handteknir og ákærðir fyrir alríkisglæpi sem tengjast þátttöku þeirra í hópnum. Síðan þá hefur NXIVM verið leyst upp.

Upphafsmenn hópsins: Keith Raniere og Nancy Salzman.

2. Glæpur hópsins

Inn í NXIVM var „leynilegt“ félag sem kallaðist DOS sem var master-slave pýramíti þar sem Keith Raniere var efstur í pýramítanum. Það voru bara konur í DOS (fyrir utan Raniere), þær voru brennimerktar með sérstöku merki sem leynilega voru skammstafanir hans Keith Ranieres. Áður en konurnar gengu í DOS voru þær látnar játa eitthvað um sig sem var síðan notað sem kúgun til þess að þær myndu þegja um það sem gerðist innan DOS. Konurnar voru látnar senda nektarmyndir á konuna sem var æðri þeim, kölluð: Master, sem síðan endaði allt hjá Raniere. Einnig voru konurnar heilaþvegnar sem oft tengdist kynlífi og Raniere misnotaði margar af konunum.

Dæmigerður NXIVM hópur.

Glæpir hópsins voru því brennimerking á konum (sem Raniere skipaði en lét aðra framkvæma fyrir sig) og kynferðisleg misnotkun. Einnig var mikil kúgun í gangi innan hópsins sem Raniere stóð frammi fyrir. Vert er að nefna að Raniere var eini karlmaðurinn innan DOS og því eini sem „naut“ kynferðislega.

3. Mælikvarði 5: CCM

Það voru engin morð framin innan hópsins (sem vitað er af) þannig það er enginn mælikvarði CCM sem passar vel við hér en sá kvarði sem passar samt best er Sértrúarmorð. NXIVM snerist mjög mikið um vald og kynlíf Raneires en þær konur sem voru lægra settar innan hópsins áttuðu sig ekki endilega á því. Þegar einhver innan hópsins hagaði sér ekki í samræmi við reglur hópsins var honum refsað af æðri meðlimum.

Þrátt fyrir að hópurinn hafi aldrei fengið dóm eða ásakanir um morð þá voru aftur á móti nokkrar konur sem dóu eða hurfu á skuggalegan hátt. Fyrsta konan heitir Gina, hún var kærasta Raniere en sleit svo sambandinu. Seinna þá gekk Gina í hópinn og sakar svo Raniere um nauðgun sem gerðist þegar hún var yngri. Rödd hennar var farin að heyrast hærra og hærra og á meðan var Raniere að stofna nýja stofnun en hann hefði ekki getað stofnað hana ef það sem Gina hefði að segja myndi fréttast. Stuttu seinna finnst lík Ginu rúmum klukkutíma keyrsu frá höfuðstöðvum NXIVM. Lögreglan taldi að um sjálfsmorð hafi verið að ræða og að hún hafi skotið sig í höfuðið. Eftir á hefur verið talað um að það er mjög óalgengt að konur notist við byssur þegar um er að ræða sjálfsvíg. Einnig er þessi tímasetning frekar grunsamleg, um leið og hún fer að segja frá þá fremur hún sjálfsvíg.

Önnur konan, Kristin Snyder, var einungis meðlimur NXIVM í stuttan tíma, frá nóvember 2002 til janúar 2003, eða þangað til hún var fjarlægð af einum hittingum þeirra með afli fyrir ósæmilega hegðun og öskur. Þann sama dag skilaði hún sér ekki heim til sín, byrjuð var leit af Kristin og fannst bíll hennar tveimur dögum seinna við stöðuvatn í um einum og hálfum tíma frá NXIVM í Alaska. Í bílnum fundust þrjú bréf frá Kristin, eitt af þeim var sjálfsvígsbréf þar sem hún segir að NXIVM hafi heilaþvegið hana. Hin bréfin sögðu að ekki ætti að leita af líki hennar. Þrátt fyrir óskir Kristin var gerð víðáttumikil leit á svæðinu, í kringum bílinn hennar og ofan í stöðuvatninu. Leitinni var hætt eftir nokkra daga og fannst lík hennar aldrei.

Tvær aðrar konur, sem hétu Barbara Jeske og Pamela Cafritz, greindust með krabbamein meðan þær bjuggu hjá Reinere og dóu í kjölfarið. Þær greindust með nákvæmlega sama krabbamein og við krufningu fannst efni í þeim sem finnst í rottueitri. Það voru síðan aðrar konur sem greindust með sama krabbamein í NVIXM en þær dóu ekki.

Að okkar mati líta öll þessi mál alls ekki út fyrir að vera tilviljunarkennd og við höldum að það sé eitthvað miklu meira á bakvið þau. Bæði Gina og Kristin voru taldar hafa framið sjálfsmorð en á sama tíma var Reinere með ástæðu til þess að vilja láta þær hverfa. Einnig eins og með krabbameinið, þá hefur sá sjúkdómur aldrei verið talinn smitandi og þá er mjög skrýtið að svona margar konur sem tilheyra sama kulti greinist með nákvæmlega sama krabbameinið.

4. Mælikvarði 3: Heilaþvottur

a) Er niðurbrotsþrep?

Já, fólk sat fyrir framan „þjálfara“ og játaði eitthvað erfitt/niðurlægjandi sem það hefur gengið í gegnum. Það síðan notað gegn þeim sem hótun. Einnig voru harðar kröfur á ákveðnar konur í hópnum að vera undir ákveðinni þyngd og þurftu þær að fá leyfi frá æðri meðlimi áður en þær borðuðu.

b) Er breytingaþrep?

Já, hópmeðlimar voru látnir fara á mörg námskeið sem átti að hjálpa þeim að verða betri manneskja og hversu gott líf þau gætu átt með því að vera í NXIVM. Einnig voru meðlimir einangraðir frá umheiminum og eigin fjölskyldu, þar sem þeim var talin trú að þau vildu þeim eitthvað illt.

c) Er uppbyggingarþrep?

Já, meðlimum var umbunað með því að gerast þjálfarar innan NXIVM og boðið á einstakar ráðstefnur sem var mikill heiður fyrir meðlimi að fá boð á. Það var gert mikið úr því að þau væru partur af einstökum hóp og hve mikilvæg þessi “vinasambönd” væru fyrir þau.

5. Mælikvarði 4: 25 Norris atriði

Samkvæmt okkar reikningum er NXIVM með 13 stig á Norris skalanum. 

Það sem passar við NXIVM:

  • 1. Sjarmerandi andfélagslegur leiðtogi.

  • 4. Andfélagslegur persónuleiki sem skapaður er vegna einhvers konar höfnun frá einhverjum sem stendur manni nærri: Mikið látin tala um kynferðisleg brot sem meðlimir hefðu orðið fyrir í æsku, einnig látin fjarlægjast fjölskyldur sínar. 

  • 6. Þörf einstaklings til að ná völdum í óvinveittum heimi: Með því að fara á hærri stall í píramídanum innan hópsins, finnst þeim þær verða æðri og meira mikilvægar en aðrir innan hópsins.

  • 10. Þörf fyrir útrás neikvæðra skapandi hvata: Mikið notast við neikvætt andlegt ofbeldi í hópnum. Einnig var allavega ein kona beitt mjög miklu ofbeldi þar sem hún var lokuð inni í herbergi í allt að tvö ár áður en hún slapp, leiðtoginn gat alltaf réttlætt það af hverju hún var í herberginu.

  • 12. Þörf á að eiga við innri djöfla: Það voru dæmi um hópmeðlimi sem upplifðu ofskynjanir og ranghugmyndir vegna næringarskorts og svefnleysis.

  • 13. Áráttukenndir helgisiðir: Þegar það var verið að brennimerkja konurnar hófst mikil athöfn. Það voru kerti og þetta þurfi að vera gert með ákveðnum hætti. Þróaðist í að verða ákveðinn helgisiður.

  • 14. Þörfin á að losna undan sektarkennd: Þegar þær gengu í hópinn voru þær beðnar um að deila einu djúpu leyndarmáli, sem síðar var notað sem kúgun gegn þeim.

  • 16. Þörf fyrir mikla samkennd með öðrum hópmeðlimum: Hópurinn snerist mikið um að þær mynduðu systralag og áttu gott samband við aðra meðlimi. Ef þær gerðu það ekki voru þær líklegri til að vera útskúfaðar og ekki metnar jafn verðugar.

  • 17. Dramatísk breyting á persónuleika eða geðlagi: Heilaþvottur var mikið notaður og breyttust því skoðanir, hegðun og trú kvennanna innan hópsins mikið. Eins og með bæði Gina og Kristin, sem báðar áttu að hafa framið sjálfsmorð, voru báðar sagðar reiðast og láta meira í sér heyra rétt áður en þær dóu.

  • 19. Tapa frelsi viljans: Það voru margar konur sem misstu frjálsan vilja sinn, enda þurfti alltaf að fá leyfi frá æðri meðlim til þess að eiga samskipti við fjölskylduna. Það voru nokkrar konur sem lentu upp á kant við Reinere út af þessu en það var ekki mikið um það. 

  • 21. Mikill áhugi á nýaldar lesefni eða á yfirnáttúrulega sviðinu: Reinere kom með mikið af efni frá vísindakirkjunni og deildi því með meðlimum hópsins.

  • 22. Stöðugur áhugi á hlutverkaleikjum, þar sem hópmeðlimir taka á sig hlutverk í leiknum og gera að sínum: Meðlimir tóku að sér hlutverk að vera bæði þjálfarar og masterar og það þótti mjög eftirsóknarvert.

  • 24. Dramatísk breyting á fjárhagsstöðu: Námskeiðin sem hópurinn var með voru gríðarlega dýr og því voru margir að setja aleigu sína í hópinn, það var líka erfitt fyrir hópmeðlimi að halda stöðugri vinnu því að öll orka og tími fólks fór í það að sinna hópnum.

 

6. Mælikvarði 6: Félagsleg áhrif

Undanlát (e. compliance)

Já, það var undanlát. Þar sem konurnar fengu möguleika á að koma sér á hærri stall í píramídanum ef þær létu undan því sem Reinere vildi, t.d. senda kynferðislegar myndir eða veita honum kynferðislega örvun.

Innhverfing (e. internalization)

Meðlimir NXVIM voru innhverfðir. Þeim var talin trú að með því að ganga íhópinn myndi líf þeirra breytast til hins betra.

Samsömun (e. indentification)

Já, samsömun var til staðar þar sem meðlimir voru farnir að haga sér flestir á frekar svipaðan máta, þ.e.a.s. allir að fylgja sama norminu og ef einstaklingur gerði það ekki var hann í hættu á að verða einangraður frá hópnum eða jafnvel útskúfaður.

 

7-8. Mælikvarði 1: DSM-5

19.4. Barnahneigð

Raniere braut ítrekað kynferðislega á að minnsta kosti þrem stúlkum sem voru í kringum 12 ára aldur og áttu brotin sér stað í mörg ár. Einnig er til upptaka af honum segja: Some small children are perfectly happy having sexual experiences with adults and it is society that considers it abuse. Því er það frekar skýrt að Raniere hafði sterkar kynóra og kynhvatir sem fela í sér kynferðislegar athafnir með börnum.

3.2. Tvíhverf röskun II

Eftir að Raniere fór í fangelsi hefur komið fram að hann eigi til að bresta skyndilega í grát á milli þess sem hann hlær. Þá er talið að hann heyri raddir, hlátur og grátur sem eru ekki til staðar. Hér er líka hægt að tengja svefnleysi hans inn þar sem minnkuð þörf á svefni er eitt af einkennum Tvíhverfrar röskunar II. Útvíkkað sjálfsálit og mikilmennskubrjálæði er einnig einkenni hjá þeim sem þjást af þessari röskun og hafði Raniere mikla þörf á að sýna mikilmennsku sína. Hann hafði gríðarlega kynferðislega þörf sem hann réði ekki við og nýtti sér meðlimi hópsins til að uppfylla þarfir sínar, sem hafði neikvæðar afleiðingar í garð fórnarlambanna.

12.1.1. Svefnleysisröskun  

Vitað er að því að Raniere svaf frekar lítið þar sem hann sást labba um götur hverfisins flestar ef ekki allar nætur. Því gæti hann hafa átt erfitt með það að viðhalda svefni og fór því í langar göngur í stað þess að engjast við það að reyna að sofa. Það má því álykta að hann hafi átt við Svefnleysisröskun að stríða.

9.-10. Mælikvarði 2: Persónuleikaraskanir

Það má í raun segja að Raniere gæti verið með tvær persónuleikaraskanir, andfélagslega persónuleikaröskun og sjálfhverfa persónuleikaröskun:

18.2.1. Andfélagsleg persónuleikaröskun 

Þegar Raniere var einungis 13 ára var hann í sambandi við tugi af stelpum sem hringdu oft í heimilissímann, móðir hans heyrði í honum segja við hverja eina og einustu stelpu: I love you. Your’re the special one. You’re important. You are the only one in my life and I love you. Hann sagði þetta við allar stelpurnar og var því augljóslega að ljúga því það getur ekki staðist að þær séu allar: Special. Hann var byrjaður á ungum aldri að sýna hegðun sem gæti flokkast sem Andfélagsleg persónuleikaröskun. Hann var einnig farinn að brjóta kynferðislega á ungum stelpum þegar hann var bara 24 ára. Ferill Raniere litaðist mikið á lygum og blekkingum.

18.2.4. Sjálfhverf persónuleikaröskun 

Raniere hafði mikla þörf fyrir að sýna og sanna þá mikilmennsku sem hann taldi sig hafa. Til að mynda náði hann einhvern veginn að koma sér í Guinness Book of World Records árið 1985 fyrir að vera gáfaðasti maður heimsins, það var síðan tekið út í næstu útgáfu bókarinnar þar sem prófið sem Raniere hafði tekið var ekki réttmætt. Hann var stoltur og upptekinn af sjálfum sér. Hann var mikið í því að upphefja sjálfan sig og notaði það mikið til að auka við fylgjendur sínu enda hafði hann gríðarlega þörf fyrir því að annað fólk dáðist að honum.

Keith Raniere.

Keith Raniere uppfullur af sjálfum sér.

Keith Raniere.