Nasismi

Adolf Hitler og nasismi

Hrafnhildur Tinna Thorlacius, Kristín Birna Júlíudóttir & Ólöf Jóhanna Sigurþórsdóttir.

1. Myndun hópsins

Nasistaflokkurinn myndaðist árið 1920 úr hópum þjóðernissinna, rasista og popúlista. Nasistaflokkurinn var öfga hægri sinnaður stjórnmálahópur í þýskalandi sem varð til eftir fyrri heimsstyrjöld. Adolf Hitler var skipaður leiðtogi flokksins árið 1921 þar sem aðal markmiðið var að draga fólk frá kommúnisma að þjóðernishyggju. Flokkurinn komst til valda um 1930 og náðu þá 107 sætum á þingi. Árið 1932 var Nazi party orðinn stærsti stjórnmálaflokkur í Reichstag með 230 fulltrúa. Hitler var svo skipaður kanslari Þýskalands árið 1933 og náði þar með völdum.

Hitler með dæmigerða helgisiði.

2. Glæpur hópsins

Flokkurinn er helst þekktur fyrir útrýmingarbúðirnar (t.d. Auschwitz) þar sem framið var fjöldamorð á evrópskum gyðingum með það markmið að útrýma þeim. Einnig voru myndaðar þrælkunar- og fangabúðir. Þrjár útrýmingarbúðir voru myndaðar sem svo samanstóð af 40 undirbúðum. Um 1.3 milljónir manns voru teknir af lífi. Um 85% þeirra voru gyðingar en einnig voru hópar eins og fatlaðir, samkynhneigðir, vottar Jehóva, og stríðsfangar. Búðirnar voru upphaflega ætlaðar sem fanga-og þrælkunarbúðir en árið 1941 var ákveðið að gera þær að útrýmingarstöð gyðinga. Aðal fangabúðirnar Auschwitz I rúmuðu um 16.000 fanga. Fyrsti gyðingahópurinn kom í búðirnar árið 1942 var farið með þá beint í gasklefa. Í gasklefunum var fyrst notað útblástur frá bensín- og dísilvélum en oft dugði það ekki til að myrða fólkið heldur var það aðeins meðvitundarlaust og þurftu þá starfsmenn klefanna að skjóta það fólk. Það þurfti að finna betri leið til útrýmingar til þess að búðirnar gætu gegnt því hlutverki að útrýma gyðingum. Það komst í ljós að blásýra væri hentugast í gasklefana þar sem að aðeins þarf lítið magn eða um 50 grömm af blásýrunni til að myrða um 1000 manns á nokkrum mínútum.

Birkenau eða Auschwitz II eins og það er stundum kallað var ein af um það bil 40 búðum sem mynduðu Auschwitz. Á þeim þremur árum sem þessar búðir voru starfandi voru þær notaðar fyrir ýmsan verknað. Þegar framkvæmdir hófust í október 1941 áttu þær að vera búðir fyrir 125 þúsund stríðsfanga. Rússneskir stríðsfangar voru notaðir til að byggja þessar búðir. En fljótlega kom í ljós að búðirnar myndu þjóna öðrum tilgangi en að vera stríðsfangabúðir. Búðirnar opnuðu síðan sem hluti af Auschwitz í mars 1942 og þjónaði á sama tíma sem miðstöð útrýmingar gyðinga. Það var þó ekki fyrr en um árið 1944 sem Auschwitz-Birkenau var orðinn stærst allra dauðabúða þegar þangað voru fluttir ungverskir gyðingar í þúsundatali. Á loka stigi þessara búða frá 1944, voru þær einnig staður þar sem fangar voru samansafnaðir áður en þeir voru fluttir til vinnu í þýskum iðnaði í Þriðja ríkinu (e. Third Reich).

Einnig voru gerðar læknisrannsóknir á gyðingum þar sem ýmsar tilraunir voru gerðar á þeim. Þeir voru mikið notaðir til þess að prófa ný lyf. Konur voru sprautaðar með efnum inn í leggöng þeirra og voru þau svo límd saman. Dr. Josef Mengele eða “engill dauðans” var þekktur fyrir að gera rannsóknir á 3000 tvíburum þar sem 200 þeirra lifðu af. Hann reyndi meðal annars að breyta augnlit þeirra með því að sprauta efni í augun á þeim. Markmið hans var að breyta brúna augnlit þeirra í bláan til þess stækka aríska kynþáttinn. Tvíburarnir voru einnig sprautaðir með allskonar efnum til þess að skoða hvernig líkami þeirra myndi bregðast við. Sprautað var meðal annars annan tvíburann með sjúkdómi og svo hinn drepinn í þeim tilgangi að geta borið saman krufningar þeirra.

Útrýmingarbúðir. Hvernig er þetta hægt?

SS sveitirnar í Þýskalandi sá svo um hernað gegn flokksmönnum, og hjálpa til að útvega verði fyrir fangabúðirnar. Einnig tóku þeir þátt í skotárásum, og myrtu einstaklinga sem voru á svæðum sem nasistar voru búnir að taka yfir.

3. Mælikvarði 5: CCM

Hópurinn framkvæmdi öfgahópsmorð þar sem morðin voru framkvæmd af pólitískum og trúarlegum ástæðum, eins og t.d  útrýmingarbúðirnar. Markmiðið var að útrýma öllum þeim sem voru ekki af þeim aríska kynþætti. Einstaklingar af arískum uppruna voru taldir vera ljóshærðir, með blá augu, líkamlega hraustir og háir vexti. Hugmyndafræðin var að Þýskaland þyrfti á að halda hreinum kynþætti, og voru gyðingar þeirra helsta ógn.

 

4. Mælikvarði 3: Heilaþvottur

Að okkar mati var ekki um heilaþvott að ræða í flokknum samkvæmt mælikvarða 3. Hinsvegar notaði flokkurinn pólitískt áróður og ritskoðun á fréttamiðlum til þess að fá fólk til á sitt band.

 

5. Mælikvarði 4: 25 Norris atriði

  1. Sjarmerandi andfélagslegur leiðtogi - Þetta á við þar sem markmið, trú og skilningur Adolf Hitlers var það sem skipti mestu máli í flokknum, og var horft fram hjá öllu öðru.

  2. Þörf fyrir dramatíska og eldfima útrás - Þetta á við um hópinn þar sem hegðun nasista eins og að pynta, drepa og útrýma gyðingum var réttlæt með því að vísa í að stækka þann aríska kynþátt.

  3. Vaxandi reiði - Þetta á við. Adolf Hitler og fleiri í SS sveitinni voru ósáttir við herforingja og stjórnmálamenn sem þeir töldu hafa sóað mörgum mannslífum í nafni þjóðarstolts.

  4. Andfélagslegur persónuleiki sem skapaður er vegna einhvers konar höfnum frá einhverjum sem stendur manni nærri - Adolf Hitler elskaði mömmu sína af öllu hjarta og upplifði því mikla sorg þegar hún lést. Einnig upplifði Hitler mikla höfnun frá bæði faðir sínum og kvenfólki. Þetta atriði á því við.

  5. Afstaða fjölskyldu til ósveigjanlegrar, óeftirgefanlegrar bókstafstrúar - Þetta á við þar sem Nasistaflokkurinn var haturshópur.

  6. Þörf einstaklings til að ná völdum í óvinveittum heimi - Þetta á við vegna þess að eitt af markmiðum flokksins var að ná völdum. Hópurinn var samansettur af minni öfga hægri sinnuðum hópum sem vildu mögulega láta í sér heyra og stofnuðu þar af leiðandi nasistaflokkinn til að ná meiri völdum.

  7. Þörf fyrir öruggt umhverfi til að prófa lyf saman og að nota þau á einstaklingsgrundvelli - Á ekki við.

  8. Þörf fyrir dópsölu - Á ekki við.

  9. Þörf að stunda ódæmigerða, andfélagslega hegðun og kynfrávik - Á ekki við.

  10. Þörf fyrir útrás skapandi hvata - Á ekki við.

  11. Skortur á framtíðartrú - Á ekki við.

  12. Þörf á að eiga við innri djöful - Á ekki við.

  13. Áráttukenndir helgisiðir - Á ekki við.

  14. Þörfin á að losna undan sektarkennd - Allir sem fylgdu reglum nasista voru lausir undan allri persónulegri ábyrgð og var því t.d í lagi að pynta og drepa gyðinga eða alla þá sem voru á móti þeirra trú.

  15. Þörf til að æfa töfrahugsun - Á ekki við.

  16. Þörf fyrir mikla samkennd með öðrum hópmeðlimum - Á ekki við.

  17. Dramatísk breyting á persónuleika eða geðlagi - Þetta á við þar sem að nasistarnir voru með hópmerki og klæddust allir ákveðnum hópklæðnaði þar sem þeir allir báru rautt nasista band á vinstri upphandlegg.

  18. Uppteknir af dauða - Þetta á mjög vel við það sem nasistarnir frömdu mjög öfgafullt ofbeldi og myrtu yfir milljón manns.

  19. Tapa frelsi viljans - Þetta á við þar sem einstaklingar sem gengu í hópinn misstu allan frjálsan vilja og þurftu að fara eftir reglum nasista. Þeir sem fóru ekki eftir þeim voru drepnir eða pyntaðir.

  20. Stöðug þyrping á þungarokk, speed metal, dauðarokk eða iðnaðartónlist - Á ekki við þar sem að Hitler var mikið fyrir klassíska tónlist.

  21. Mikill áhugi á nýaldar lesefni eða á yfirnáttúrulega sviðinu - Á ekki við.

  22. Stöðugur áhugi á hlutverkaleikjum, hópmeðlimir taka á sig hlutverk í leiknum og gera að sínum - Á ekki við.

  23. Ýkt samsömun við hugmyndir um yfirburði ákveðinna kynþátta - Á mjög vel við þar sem að nasistarnir vildu útrýma gyðingum vegna þess að þeir pössuðu ekki inn í aríska kynþáttinn. Markmið nasista var að stækka aríska kynþáttinn og reyndu þeir einnig með læknarannsóknum sínum að breyta augnlit gyðinga.

  24. Dramatísk breyting á fjárhagsstöðu - Á ekki við.

  25. Hatur á kristinni trú - Á ekki við þar sem allir í SS-sveitinni voru kristinnar trúar (mótmælendatrú) eða kaþólskir.

Samkvæmt mælikvarðanum voru 11 atriði sem pössuðu við flokkinn. Þetta þýðir að flokkurinn er nokkuð hættulegur samkvæmt Norris mælikvarðanum.

Nasistar í dæmigerðum búningum.

6. Mælikvarði 6: Félagsleg áhrif

Undanlát

Passar vel við þar sem nasistaflokkurinn hafði félagsleg áhrif á samfélagið með ráðlyndi og félagslegu valdi. Þeir notuðu t.d hótanir og refsingar sem gerði það að verkum að fólk fannst það þvingað til að láta undan þeirra trú og skoðunum.

Innhverfing

Passar vel þar sem allir innan nasistaflokksins trúa á þessa nýju hugmyndafræði sem þeir komu með og var því gamallri hugmyndafræði rutt úr vegi.

Samsömun

Passar vel við þar sem að nasistarnir höfðu þau viðhorf að hreinsa þýskaland og hafa einungis hinn aríska kynþátt, þar sem allir áttu að vera bláeygðir og ljóshærðir. Þeir breyttu atferli sínu og frömdu fjöldamorð þar sem þeir myrtu gyðinga og fleiri hópa eins og samkynhneigða, fatlaða o.fl.  þar sem þeir pössuðu ekki í aríska kynþáttinn. Gerðu einnig læknatilraunir til þess að breyta augnlit fólks sem hafði ekki blá augu.

Út frá þessu er ljóst að nasistaflokkurinn hafði mikil félagsleg áhrif á samfélagið á þessum tíma.

 

7-8. Mælikvarði 1: DSM-5

Kvíðaröskun

Hitler var talinn vera með Kvíðaröskun sem byrjaði í æsku hans þegar faðir hans beitti hann og bróður hans líkamlegu ofbeldi. Út frá þessu hélt Hitler því fram að hann þyrfti að ná langt í lífinu og leiddi það meðal annars til ýktra ráðstafana sem myndi hjálpa honum að ná markmiðum sínum. Einnig er talið að Hitler hafi fengið kvíðakast þegar árið 1939 þegar hann var á fundi með hershöfðingjum sínum. Þetta leiddi til þess að hann fór til læknis sem gaf honum klórdíazepoxíði við kvíðanum. Læknirinn ráðlagði honum líka að taka aftur upp penslana og byrja að mála á ný til þess að minnka kvíðann. Þetta er mikilvægasta geðröskunin sem hann var með vegna þess að kvíðaröskunin var undanfari persónuleikaraskana og árásargirni hans.

Efnatengdar- og ávana raskanir

Sagt er að Hitler hafi tekið kókaín, amfetamín, róandi lyf og hormón (bæði kvenna og karla) og allt var þetta ávísað af lækni. Samkvæmt skrá sem Morell læknir hans Hitlers var með þá sprautaði hann Hitler næstum daglega með ýmsum lyfjum.

Parkinsonsveiki

Einnig er talið að Hitler hafi verið með Parkinson veiki. Fyrstu merki um að hann væri með sjúkdóminn kom frá sænskum fréttamyndum þar sem Hitler sást labba hægt með minni sveiflu í vinstri hendi en vanalega, og var líkamsstaða hans hokin. En heimildir eins og t.d. læknaskýrslur, sjónarvottar og ljósmyndir sanna þetta einnig. Hann sást oft með hvíldarskjálfta og skjálfta í vinstri hendi og reyndi hann að fela það með því að setja hendina í vasann eða halda á einhverjum hlut. Þegar sjúkdómurinn var lengra komin. þá kom hann mikið minna fram opinberlega og voru myndir teknar af honum aðeins frá þeim sjónarhornum sem sýndu ekki skjálftann.

 

9.-10. Mælikvarði 2: Persónuleikaraskanir

Adolf Hitler var með Sjálfhverfa persónuleikaröskun og einkenni þess er hægt að finna frá tilfinningalífi hans og starfsemi hans í félagslegu samhengi. Hann var með ofvaxið sjálfsálit og var upptekinn af draumórum um völd. Hann hafði mikla þörf fyrir ýktari aðdáun frá samfélaginu. Einnig skorti hann samkenndar og var hrokafullur.

Adolf Hitler með dæmigerða skeggið sitt.

Önnur persónuleikaröskun sem gæti komið til greina er Jaðar persónuleikaröskun. Eins og hefur komið fram þá gefa heimildir til kynna að Hitler hafi átt í erfiðleikum með höfnun vegna æsku hans. Einnig upplifði Hitler stöðugar geðsveiflur þar sem hann upplifði oft mikinn kvíða, og á einhverjum tímapunkti var hann einnig þunglyndur. Hann var hvatvís og misnotaði vímuefni. Hitler sýndi einnig oft mikla reiði t.d þegar hann var að gefa ræður og slíkt.

Heimildir

  1. Auschwitz II-Birkenau / History / Auschwitz-Birkenau. (n.d.).

  2. https://www.auschwitz.org/en/history/auschwitz-ii/

  3. Bhattacharyya, K. B. (2015). Adolf Hitler and His Parkinsonism. Annals of Indian Academy of Neurology, 18(4), 387–390. https://doi.org/10.4103/0972-2327.169536

  4. Hartanto, F. I., & Setiawan, D. (2021). Adolf Hitler’s Pathological Narcissistic Personality Disorder in Mein Kampf. Kata Kita: Journal of Language, Literature, and Teaching, 9(3), 389-397.

  5. Hvað getið þið sagt mér um útrýmingarbúðirnar í Auschwitz? (n.d.). Vísindavefurinn. http://www.visindavefur.is/svar.php?id=6965

  6. Pruitt, S. (2019, July 18). Inside the Drug Use That Fueled Nazi Germany. HISTORY. https://www.history.com/news/inside-the-drug-use-that-fueled-nazi-germany

  7. The Beginning of the Nazi Party | Facing History and Ourselves. (2020, May 12). https://www.facinghistory.org/resource-library/beginning-nazi-party

  8. The Nazi Rise to Power. (n.d.). https://encyclopedia.ushmm.org/content/en/article/the-nazi-rise-to-power When the leader is ill—Or addicted to cocaine, meth, steroids, or hormones. (n.d.). https://medicine.yale.edu/news/yale-medicine-magazine/article/when-the-leader-is-illor-a