Sharon Tate

Charles Manson family - Manson gang

Bjarki Steinn Jónatansson, Inga Lilja Hilmarsdóttir & Katrín Sól Þórðardóttir.

Á þessu myndbandi má sjá geðklofaeinkenni Mansons: Beruleg truflun á hugsun og samhengislítið tal. Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=rtWwdzD6vd0

1. Myndun hópsins

Hópurinn byrjaði að myndast árið 1967, árið sem Charles Manson slapp úr fangelsi. Hann var meira og minna búinn að vera í fangelsi allt sitt líf og ákvað að hann vildi taka líf sitt í gegn. Hann lærði á gítar í fangelsisvist sinni og ákvað að honum langaði að byrja tónlistarferil. Hann flutti til San Francisco og hitti þar konu að nafni Mary Brunner. Þau fluttu svo inn saman, en með tímanum náði hann að sannfæra Brunner að leyfa ungum konum sem aðhylltust hippamenningu að koma og búa með þeim. Á endanum voru átján konur sem bjuggu með Manson og Brunner. Þessar konur heilluðust að hugmyndum Manson. Hann málaði sig upp sem Guð og sannfærði hópinn að þau væru upphaflegu kristnu mennirnir. Meðlimir hópsins voru um 100 talsins en aðalmeðlimirnir eru taldir hafa verið um 30. Þekktustu meðlimir hópsins eru þau Susan Atkins, Leslie Van Houten, Patricia Krenwinkel, Linda Kasabian, Charles “Tex” Watson, Steve Grogan og að sjálfsögðu Charles Manson.

Helstu meðlimir Manson fjölskyldunnar.

Heimild: https://www.imdb.com/name/nm0543909/mediaviewer/rm1249878529/?ref_=nm_md_1

2. Glæpar hópsins

Glæpir Manson fjölskyldunnar voru þó nokkuð margir. Samtals voru þau dæmd fyrir sjö morð. Manson sjálfur skaut fíkniefnasala að nafni Bernard Crowe sem var meðlimur Black Panther hópsins, félagasamtök sem samanstóðu einungis af svörtum meðlimum. Manson trúði því að hann hafi drepið Crowe en Crowe lifði skotárásina af. Daginn eftir skotárásina sér Manson í fréttum að meðlimur Black Panther hópsins hafi fundist látinn og gerir ráð fyrir að það sé Crowe, en svo var ekki. Eftir þessar fréttir aukast hugmyndir Manson um að kynþáttastríð sé í vændum. Gary Hinman var fyrsta fórnarlamb Manson fjölskyldunnar, hann hafði hleypt þeim inn á sitt heimili og leyft þeim að vera hjá sér en þau myrða hann.

Næstu fórnalömb Manson fjölskyldunnar voru þau Sharon Tate, Jay Sebring, Abigail Folger, Wojciech Frykowski og Steven Parent. Sharon Tate var fræg leikkona og var hún komin 8 mánuði á leið þegar hún var myrt. Þessi morð eru oft kölluð “Tate morðin” vegna þess að Tate var þekkt leikkona og eru þessi morð ein þekktustu morðin í sögu Bandaríkjanna. Síðustu fórnarlömb Manson fjölskyldunnar voru LaBianca hjónin, Leno og Rosemary. Charles Manson myrti engan sjálfur heldur skipaði hann meðlimum fjölskyldunnar að fremja þessi morð. Einnig er haldið að Manson fjölskyldan hafi myrt marga aðra en þau voru bara sakfelld fyrir þessi sjö morð. Fimm meðlimir hópsins, Susan Atkins, Leslie Van Houten, Patricia Krenwinkel og Charles “Tex” Watson voru dæmd til dauða en síðar var það tekið til baka og breytt í lífstíðardóm. Einn meðlimur hópsins, Linda Kasabian, var einnig dæmd fyrir öll sjö morðin en hún fékk friðhelgi fyrir að bera vitni gegn hinum sakborningunum.

 3. Mælikvarðar

CCM

Að okkar mati er 142.02: Félags-hagfræðileg morð það sem á best við um morðin sem Manson fjölskyldan frömdu. Félags-hagfræðileg morð eru morð þar sem hvatinn til að drepa er róttækt hatur gegn einhverjum tilteknum einstaklingi eða hóp. Ýmsar ástæður geta verið fyrir hatri hópsins t.d. kynþáttur. Manson fjölskyldan var með öfgakennt hatur gegn svörtum einstaklingum. Þau trúðu því að hvítir væru æðri en svartir (e. white supremacy). Charles Manson túlkaði lagið “Helter Skelter” og önnur lög á plötu eftir Bítlana þannig að það væri kynþáttastríð í vændum. Hann vildi fá forskot á þetta kynþáttastríð með því að fremja glæpi og morð og reyna að plata lögregluna og fjölmiðla til að halda að samtökin Black Panther, sem samanstóð aðeins af svörtum meðlimum hefðu framið glæpina.

Heilaþvottur

Meðlimir hópsins voru flestir frekar ráðvilltir í lífinu og vissu ekki alveg sinn tilgang og Manson notfærði sér það til þess að heilaþvo þau með því að nýta sér veikleika þeirra. Manson heilaþvoði meðlimina með því að spila plötu með bítlunum, halda fyrirlestra, las mikið úr Biblíunni og einnig notaði hann kynlíf og LSD.

Manson og fylgjendur hans bjuggu saman á sveitabæ sem kallast Spahn Ranch þar sem þau voru einangruð frá öllu öðru, sem hjálpaði Manson að heilaþvo þá. Hann heilaþvoði fylgjendur sína með grófum aðferðum á sveitabænum meðal annars neyddi hann þau til að stunda kynsvall, notaði dáleiðslu og sýru. Manson var með herferð sem hét “Helter Skelter” sem var stríð sem hann vildi hefja gegn svörtu fólki vegna þess að hann hafði þær ranghugmyndir um að svartir ætluðu að útrýma hvítum og vildi hann vera á undan að byrja stríðið. Helter Skelter er lag með Bítlunum sem Bítlarnir neituðu að spila eftir að hann notaði þetta í þessa herferð. Herferðin hófst nokkurn veginn með túlkun Manson á laginu, Manson hélt svo fyrirlestra um þessa herferð fyrir fylgjendur sína. Manson var mjög sannfærandi og hafði ákveðin sjarma sem lét fólk vilja fylgja honum. Hann fékk fólk til að líta á björtu hliðarnar við allt það slæma sem hann bar á borð fyrir fylgjendur sína.

Í heilaþvotti eru þrjú þrep; niðurbrotsþrep, breytingaþrep og svo uppbyggingarþrep. Manson braut fylgjendur sína niður með því að þvinga þau í kynsvall og kynlíf yfir höfuð, hann leitaði líka að veikleikum einstaklingana í hópnum og notfærði sér þá. Manson notaði líka LSD í aðferðum sínum við niðurbrot einstaklingana. Í breytingaþrepinu einangraði hann fólkið og notaði svo allskonar tæki og tól til þess að breyta skoðunum þeirra og heilaþvo þau. Hann hélt fyrirlestra sem innihéldu skoðanir hans og trú, las mikið úr Biblíunni og notaði dáleiðslu. Manson notaði sýru og vann með hugarfarið að horfa á björtu hliðarnar. Það er smá óljóst hvernig hann vann með eða hvort það var yfir höfuð uppbyggingarþrep. Það gæti verið að fyrirlestrarnir og lestur úr Biblíunni mætti flokka sem uppbyggingarþrep, einnig gæti hann hafa unnið eitthvað með einangrun á þessum sveitabæ og byggt einstaklingana upp með því að leyfa þeim að fara af sveitabænum líklega í takmarkaðan tíma.

 

Mælikvarði Norris

01. Sjarmerandi andfélagslegur leiðtogi: Já passar, vegna þess að Charles Manson heilaþvoði meðlimi hópsins til að deila sínum skoðunum. Manson var sjarmerandi og með mikinn sannfæringakraft og líklegt er að þess vegna hafi hann náð þeim yfir á sína braut.

02. Þörf fyrir dramatíska og eldfima útrás: Nei passar ekki, þar sem Manson yfirfærði sínar skoðanir og hvatir yfir á hina meðlimi hópsins með heilaþvotti.

03. Vaxandi reiði: Já passar, vegna þess að flestir meðlimir hópsins áttu það sameiginlegt að foreldrar þeirra skildu, yfirgáfu millistéttarfjölskyldur sínar og höfðu einhvers konar hatur fyrir annað hvort mömmu sinni eða pabba sínum. Einnig gæti verið að þau hafi öll verið með sameiginlegar rasískar hugmyndir áður en hópurinn myndaðist.

04. Andfélagslegur persónuleiki sem skapaður er vegna einhvers konar höfnunar frá einhverjum sem stendur manni nærri: Já passar, vegna þess að margar konur í hópnum og Charles Manson sjálfur höfðu fengið einhvers konar höfnun frá foreldrum sínum í æsku.

05. Afstaða fjölskyldu til ósveigjanlegrar, óeftirgefanlegrar bókstafstrúar: Já, það var mikil oftrú á andlega krafta Manson en þau töldu hann vera Guð, töldu að þau væru upphaflegu kristnu mennirnir og einnig höfðu þau oftrú á merkingu texta í lögum Bítlana.

06. Þörf einstaklings til að ná völdum í óvinveittum heimi: Já passar, vegna þess að hópurinn trúði að það væri kynþáttastríð í vændum á milli svartra og hvítra og þeir vildu ná völdum yfir heiminum áður en svartir myndu ná því.

07. Þörf fyrir öruggt umhverfi til að prófa lyf saman og að nota þau á einstaklingsgrundvelli: Já passar, vegna þess að meðlimir hópsins tóku inn LSD saman á Spahn Ranch, staður sem þeim fannst vera öruggt dópgreni.

08. Þörf fyrir dópsölu: Já passar, vegna þess að Tex, einn meðlimur hópsins, var að selja eiturlyf. Morðtilraun Manson á Bernard Crowe snerist einnig um eiturlyfjasölu sem fór eitthvað úrskeiðis.

09. Þörf að stunda ódæmigerða, andfélagslega hegðun og kynfrávik: Já passar, þar sem þau voru að stunda kynsvall reglulega og við teljum það ódæmigerða kynferðislega athöfn.

10. Þörf fyrir útrás neikvæðra skapandi hvata: Nei passar ekki, því það sem þau gerðu var með skipulögðum tilgangi en ekki sem einhver sköpun.

11. Skortur á framtíðartrú: Já passar, því að þau höfðu flest öll lítinn tilgang í lífinu og einnig trúðu þau að það væri kynþáttastríð framundan.

12. Þörf á að eiga við innri djöfla: Nei passar ekki, það eru ekki margir meðlimir hópsins að upplifa ofskynjanir, ranghugmyndir né áráttukenndar fantasíur. Það er aðallega bara Manson sem upplifir þessi einkenni og heilaþvær hina meðlimi hópsins út frá þessum einkennum sínum.

13. Áráttukenndir helgisiðir: Já passar, vegna þess að Manson var endurtekið að spila ýmis sérstök lög fyrir fjölskylduna. Hann túlkaði lögin á þann hátt að kynþáttastríð væri í vændum og þau þyrftu að drepa allt svart fólk til að vinna stríðið.

14. Þörfin á að losna undan sektarkennd: Nei passar ekki, hópurinn var ekki myndaður til að minnka sektarkennd eða losna undan persónulegri ábyrgð. Manson klínir persónulegu ábyrgð sinni yfir á hina meðlimi hópsins með því að láta þau myrða og fremja glæpi fyrir sig.

15. Þörf til að æfa töfrahugsun: Já það passar, vegna þess að Manson sannfærir hópinn um að hann sé Guð, að þau séu upphaflegu kristnu mennirnir og þau enda á að trúa því og fara eftir því sem hann segir vegna þessa.

16. Þörf fyrir mikla samkennd með öðrum hópmeðlimum: Já passar, konur í hópnum voru margar með svipaða reynslu og vandamál varðandi fjölskyldur sínar, þá aðallega feður sína. Manson hafði einnig vandamál með fjölskyldu sína, þá sérstaklega mömmu sína þar sem hún afneitaði honum og sendi hann ítrekað frá sér.

17. Dramatísk breyting á persónuleika eða geðlagi: Já passar, þar sem þau breyttust öll mikið eftir að hafa verið heilaþvegin af Manson. Einnig voru þau með ákveðið hópmerki þar sem sumir meðlimana voru með útskorinn hakakross á enninu.

18. Uppteknir af dauða: Já passar, hópmeðlimirnar voru með þá trú að það væri kynþáttastríð í vændum og þeir beittu öfgafullu ofbeldi gagnvart öðrum.

19. Tapa frelsi viljans: Já það passar, hópmeðlimirnir missa allan frjálsan vilja eftir að Manson heilaþvoði þau. Þau gerðu það sem hann sagði þeim að gera og hótaði þeim að þau yrðu drepin eða send í þrælahald ef ekki.

20. Stöðug hlustun á þungarokk, speed metal, dauðarokk eða iðnaðartónlist: Já passar, vegna þess að þau hlustuðu mikið á Bítlana og túlkuðu þau lög sem einhver skilaboð um að það væri kynþáttastríð í vændum.

21. Mikill áhugi á nýaldar lesefni eða á yfirnáttúrulega sviðinu: Já passar, vegna þess að Charles Manson las mikið úr Biblíunni fyrir meðlimi hópsins.

22. Stöðugur áhugi á hlutverkaleikjum, hópmeðlimir taka á sig hlutverk í leiknum og gera að sínum: Nei passar ekki, Manson fjölskyldan er ekki í neinum hlutverkaleik, þau eru í raun bara þau sjálf en búið að heilaþvo þau.

23. Ýkt samsömun við hugmyndir um yfirburði ákveðinna kynþátta: Já passar, vegna þess að hópurinn hafði ákveðnar hugmyndir um að svartir væru að fara í stríð við hvíta.

24. Dramatísk breyting á fjárhagsstöðu: Já það passar, þau bjuggu öll saman á Spahn Ranch og enginn virtist vera í stöðugri vinnu, erfitt er samt að vita hvort það hafi verið dramatísk breyting á fjárhagsstöðu þar sem við vitum ekki fjárhagsstöðu meðlima áður en þeir gengu í hópinn.

25. Hatur á kristinni trú: Nei passar ekki, vegna þess að þeir lásu mikið úr Biblíunni og trúðu að Charles Manson væri guð og allir í hópnum væru upphaflegu kristnu mennirnir.

 

Niðurstaða: Samkvæmt mælikvarða Norris þá passar vel að Manson fjölskyldan sé hættuleg og ofbeldishneigð þar sem að 18 atriði á listanum áttu við þeirra sértrúarhóp.

 

Félagsleg áhrif

1. Undanlát (e. compliance)

Manson umbunaði meðlimum hópsins með því að samþykkja þá inn í hópinn ef þeir gerðu eins og hann sagði og voru sammála skoðunum hans, sem leiddi til undanláts hjá meðlimum hópsins. Hann notaði ekki beint refsingar en hann hótaði fólkinu, t.d. sagði hann við þau að ef þau hefja ekki kynþáttastríð gegn svörtum þá munu þeir vera á undan að ráðast á hvíta. Hann sagði einnig við meðlimi hópsins að ef þau myndu ekki framkvæma morðin þá myndu svartir drepa þau eða að þau yrðu send í þrælahald. Manson heilaþvoði fólkið til að trúa því sem hann var að segja og gera eins og hann sagði. Hann lét þau taka LSD og taka annars konar sýru og þvingaði þau til að fara í kynsvall. Eftir heilaþvottinn töldu meðlimir hópsins að Manson væri æðri, vissi betur en þau og hlustuðu þess vegna á hann.

2. Innhverfing (e. internalization)

Manson trúði því að kynþáttastríð væri í vændum á milli svartra og hvítra. Manson breytti viðhorfum fólksins og gerði viðhorf þeirra að sínum sem var meðal annars að svartir væru vondir og ætluðu að ráðast gegn hvítum. Fyrirlestrarnir sem hann hélt fyrir þau voru líka til að kynna sínar skoðanir fyrir þeim. Þannig var fólkið ekki með sín eigin viðhorf heldur byrjuðu að hafa sömu viðhorf og Manson.

3. Samsömun (e. indentification)

Manson breytti viðhorfum hópsins og lét þau trúa því sem hann trúði og lét þau horfa á heiminn eins og hann sá heiminn, og því höfðu meðlimir hópsins samsamast Manson. Á meðan meðlimirnir voru í sértrúarhópnum fannst þeim að þau væru að segja og gera rétta hlutinn en eftir á sáu þau að þetta var ekki eftir þeirra gildum og viðhorfum, þau voru bara heilaþvegin.

 

DSM-5

a) 2.1.5. Geðklofi

Við myndum greina Charles Manson með Geðklofa vegna þess að hann er með verulegar truflanir á hugsunum eins og til dæmis hélt að það væri kynþáttastríð framundan eftir að hafa hlustað á Helter Skelter með Bítlunum. Einnig er Manson með mikið mikilmennskuæði og telur að hann sjálfur sé Guð. Manson er líka með ofsóknaræði þar sem hann telur að heill kynþáttur (svartir) séu á eftir sér. Einnig var Manson með atferlistruflanir, það myndi ekki teljast eðlileg félagsleg hegðun að heilaþvo meðlimi Manson fjölskyldunnar.

b) 2.1.2. Hugvilluröskun

Manson var með mikið ofsóknaræði þar sem að hann hélt að allir svartir væru að plotta gegn sér og öðrum hvítum manneskjum. Hann var með mikilmennsku æði af því að hann hélt að hann væri Guð. Við ályktum að hann sé með blandað afbrigði af Hugvilluröskun vegna þess að það er líklegt að hann sé með bæði mikilmennsku afbrigðið og ofsóknarafbrigðið af hugvilluröskun.

c) 16. Z. Efnamisnotkun - 16.6. Ofskynjunarröskun

Charles Manson neytti endurtekið fíkniefna eins og t.d. maríjúana, sveppi, LSD og annarra ofskynjunarefna á lífstíð sinni. Manson neytti sérstaklega mikils magns af LSD og var oft undir áhrifum LSD á meðan á kultinu stóð.

 

Persónuleikaraskanir

a) 18.2.1. Andfélagsleg persónuleikaröskun

Manson var alveg sama um aðra, hann hugsaði bara um sjálfan sig, braut á réttindum annarra með því að þvinga fólk í kynsvall og notfæra sér aðra einstaklinga til að gera hluti fyrir sig. Hann skorti eftirsjá vegna þess að hann sá ekki eftir neinu sem hann gerði. Sem drengur var hann oft í kasti við lögin og var mikið inn og út úr fangelsi sem þýðir að hann getur ekki haldið sig við félagsleg viðmið varðandi virðingu fyrir lögum.

 

b) 18.2.4. Sjálfhverf persónuleikaröskun

Manson var með ofvaxið sjálfsálit þar sem hann taldi sjálfan sig vera Guð og taldi öðrum trú um það án þess að hafa nokkra sönnun fyrir því. Hann var upptekinn af draumnum um ótakmarkaðan árangur um að svartir myndu bara deyja út og hvítir myndu vinna kynþáttastríðið sem átti að hefjast. Hann virðist þurfa ýkta aðdáun frá öðrum meðlimum hópsins þar sem hann heilaþvoði þau til að trúa því að hann væri æðri. Einnig notaði hann aðra til að ná sínum markmiðum að því leytinu til að hann fékk aðra hópmeðlimi til þess drepa fyrir sig. Manson telur sig vera æðri og sýnir hroka í flest öllu sem hann gerði.

Lögreglumynd af Charles Manson, leiðtoga Manson fjölskyldunnar. Heimild: https://en.wikipedia.org/wiki/Charles_Manson#/media/File:Manson1968.jpg