Sunny Balwani

Elizabeth Holmes - Theranos

Kristín Erna Sigurjónsdóttir & Sigurður Guarino.

Elizabeth Holmes – Theranos: An inspiring step forward


1. Myndun hópsins

Elizabeth Holmes hætti í skóla 19 ára gömul og stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Theranos. Markmið hennar var að hanna byltingarkennda vöru, blóðskimunartæki, sem átti að sjúkdómsgreina fólk með því að taka nokkra dropa af blóði úr fingri. Þegar Holmes stofnaði fyrirtækið, árið 2003, fékk hún peninga frá foreldrum sínum en sá peningur átti að fara í skólagjöld. Síðar fékk hún fjárfesta inn en henni tókst að blekkja þá alla þar sem hún þótti mjög sannfærandi og trúverðug. Holmes var einnig með mikið og gott starfsfólk í vinnu en fyrirtækið óx jafnt og þétt með auknum fjárfestum. Hennar hægri hönd og framkvæmdastjórinn “Sunny” Balwani, var 38 ára þegar Theranos var stofnað. Balwani ar aldrei langt undan en þau áttu í ástarsambandi sem þau lögðu mikið kapp í að fela. Holmes og Balwani byggðu Theranos upp með lygum og blekkingum en árið 2014 var fyrirtækið metið á níu milljarða dollara.

Elizabeth Holmes og Sunni Balwani.

2. Glæpurinn

Holmes var með miklar vonir, skýra hugsjón og virtist vinna af heilindum framan af. Árið 2013 eftir að hafa fengið mikið fjármagn frá háttsettum fjárfestum gerði Theranos samning við lyfja- og heilsuvöruverslunina Walgreens á augljóslega vísvitandi fölskum forsendum. Samningurinn náði til 45 útibúa Walgreens þar sem átti að opna heilbrigðisstöðvar á vegum Theranos. Þetta átti að gera sjúklingum ódýrara og auðveldara fyrir að fara í blóðprufu þar sem einungis átti að taka nokkra dropa af blóði úr fingri. Það reyndist þó nánast ómögulegt hjá Theranos að greina prufurnar rétt með þessari nýsköpun sinni sem var tæki kallað Edison. Theranos notaði þá tæki frá öðrum framleiðendum til þess að greina blóð en það var allt gert á bakvið tjöldin. Í júlí 2015 fékk Theranos samþykki frá FDA (bandarísku lyfjasamtökin) og viðurkenningu um að Edison tækið gæti greint Herpes. Í lok sama árs birtist grein í The Wall Street Journal, unnin úr viðtölum við fyrrverandi starfsmenn Theranos, sem ljóstraði upp blekkingum Holmes og Balwani. Eftir að greinin birtist hrönnuðust sönnunargögn upp og ekki leið á löngu þar til auðæfi Holmes voru metin á núll dollara og Holmes og Balwani síðar ákærð fyrir fjársvik.

Nokkrir starfsmenn Theranos.

Í Kísildal er “fake it ‘til you make it” viðmótið almennt ekki litið hornauga en alvarlega má draga í efa siðferði fólks sem fullyrðir að áreiðanlegar niðurstöður fáist úr blóðrannsókn sem varðar heilsu fólks verandi meðvitaður um vankanta vöru sinnar, vitandi að jafnvel barnshafandi konur, börn og krabbameinssjúklingar væru að reiða sig á vöruna.

Auglýsing frá Theranos.

Önnur blekkjandi auglýsing frá Theranos.

3. Mælikvarðar fyrir hópinn

Mælikvarði 5: CCM Hóp-orsökuð morð

Hér notum við CCM mælikvarða sem fjallar um Hóp-orsökuð morð. Eðli málsins samkvæmt á sá mælikvarði ekki beint við Elizabeth Holmes og Theranos. Við aðlögum því mælikvarðann og skoðum málið út frá glæp en ekki morði. Kvarði 141 í CCM kallast Sértrúarmorð sem er þegar morð er framið af einum eða fleiri hópmeðlimum. Glæpur Holmes var að svíkja peninga frá fjárfestum ásamt því að stofna lífi sjúklinga í hættu með tæki sem virkaði ekki. Vinnuaðstæður fyrir starfsfólk Theranos byggðu á kúgun, vænisýki og hefnd ásamt því að stjórnendur beittu brögðum. Metnaður og sannfæringarkraftur Holmes dró fólk að Theranos og einhvern veginn tókst að halda lífi í fyrirtækinu og hugmyndinni í 15 ár. Fyrirtækið Theranos væri þá sértrúarsöfnuðurinn þar sem starfsmenn hafa ýkta trú á Holmes og hugmyndum hennar. Holmes bannaði starfsfólki að tala saman og voru því starfsmenn fyrirtækisins ekki með á nótunum um hvað væri í gangi innan veggja fyrirtækisins. Vald og peningar urðu aðalmarkmið hjá Holmes og Balwani og á meðan logið var að öðrum starfsmönnum og þeir kúgaðir, jafnvel þeim sem voru hátt settir og sátu í stjórn. Að auki reyndi Ian Gibbons, lífefnafræðingur hjá Theranos, að fremja sjálfsmorð. Gibbons vissi um lygar Holmes og að tækið virkaði ekki þar sem hann var aðalhönnuður þess, ásamt því að vera undir miklum þrýstingi að styðja við fyrirtækið í lögsókn en sá fram á að þurfa að segja sannleikann í réttarsal og þ.a.l. að missa vinnuna. Þrýstingur og vald varð þannig til þess að starfsmaður fyrirtækisins reyndi að fremja sjálfsmorð og dó vegna afleiðinga þess viku síðar, sem ætti þá kannski við CCM kvarðann sértrúarmorð.

4. Mælikvarði 3: Heilaþvottur

Heilaþvotts mælikvarði skiptist í þrjú þrep. Í niðurbrotsþrepi þá er fórnarlamb brotið niður með bæði líkamlegu og andlegu harðræði þar til það breytir um skoðun og samsamar sig við hópinn. Hægt er að yfirfæra þetta á Theranos en innan veggja fyrirtækisins ríkti mikið harðræði og leynd. Starfsmenn fyrirtækisins unnu myrkranna á milli og fengu oft lítinn sem engan svefn. Fyrirtækinu tókst ekki að hanna blóðskimunarvél sem virkaði og Holmes vildi ekki missa fjárfesta svo hún laug og talaði um að það væri viðskiptaleynd yfir verkefninu og henni tókst alltaf að sannfæra fólk. Hún lokaði deildum innan fyrirtækisins og bannaði þar með starfsmönnum að ræða mál á milli deilda. Ef starfsmenn efuðust eða fóru að hnýsast þá voru þeir færðir til í starfi eða reknir og skrifuðu undir þagnarskyldu. Einnig má nefna hvernig sannfæringarkraftur Holmes kom í veg fyrir að stjórnin tæki hana úr forstjórasæti fyrirtækisins en það virðist sem flestir hafi haft óbilandi trú á henni framan af.

Í breytingaþrepi þá er fórnarlamb matað af upplýsingum sem því ber að hlíta til að vera hluti af samfélaginu. Holmes mataði starfsfólk af upplýsingum og var stöðug að selja þeim hugmyndina um að þau væru að bæta heilbrigðisþjónustu. Holmes lagði áherslu á mikilvægi starfseminnar og að þetta væri draumur. Einnig sagði hún að ef starfsfólk trúði ekki á þennan draum þá ætti það að hætta hjá fyrirtækinu. Þetta hefur þau áhrif að starfsfólk flykkist í hennar lið og vill ekki missa af því að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni

Þegar fórnarlamb er umbunað fyrir að breyta sjálfsmynd sinni erum við komin á uppbyggingarþrep. Stjórnendur Theranos töldu starfsfólki sínu trú um að þau væru saman í þessu á móti heiminum. Theranos átti í raun að vera “vinurinn” og aðrir voru að reyna að stela hugmyndum þeirra og tækni. Starfsfólk sver hollustu við fyrirtækið og vill vera hluti af hópnum. Það telur sig vera að bæta heilbrigðisþjónustu heimsins jafnvel þótt að yfir starfseminni hvíli mikil leynd og að stjórnendur nái sínu framgengt með brögðum.

5. Mælikvarði 4: 25 Norris atriði

Norris mælikvarði samanstendur af 25 atriðum sem eiga að meta það hvort að kult hópurinn geti verið hættulegur. Hér verður farið yfir það hvort atriðin passi við Theranos. Elizabeth Holmes var sjarmerandi andfélagslegur leiðtogi og var jafnframt stofnandi Theranos. Samband Holmes og Balwani gæti hafa haft áhirf á andfélagslega persónuleikaþróun Holmes. Atriði af Norris lista sem gætu átt við starfsfólk Theranos er að það varð breyting á persónuleika þeirra, þeir störfuðu í ógnandi starfsumhverfi og voru bundnir þagnarskyldu. Einnig atriði sem snýr að því að tapa frelsi viljans þar sem starfsfólk Theranos sem efaðist um starfsemina lenti þá upp á kant við leiðtoga. Önnur atriði á Norris listanum áttu ekki við starfsfólk Theranos og því passaði kvarðinn illa, þar sem stigin voru aðeins 4 af 25. Hér má sjá hvernig listinn var skoraður, stig gefin 0 eða 1 eftir því hvort atriði eigi við eða ekki.

01. Sjarmerandi andfélagslegur leiðtogi. 1

02. Þörf fyrir dramatíska og eldfima útrás. 0

03. Vaxandi reiði. 0

04. Andfélagslegur persónuleiki sem skapaður er vegna einhvers konar höfnunar frá einhverjum

sem stendur manni nærri. 1

05. Afstaða fjölskyldu til ósveigjanlegrar, óeftirgefanlegrar bókstafstrúar. 0

06. Þörf einstaklings til að ná völdum í óvinveittum heimi. 0

07. Þörf fyrir öruggt umhverfi til að prófa lyf saman og að nota þau á einstaklingsgrundvelli. 0

08. Þörf fyrir dópsölu. 0

09. Þörf að stunda ódæmigerða, andfélagslega hegðun og kynfrávik. 0

10. Þörf fyrir útrás neikvæðra skapandi hvata. 0

11. Skortur á framtíðartrú. 0

12. Þörf á að eiga við innri djöfla. 0

13. Áráttukenndir helgisiðir. 0

14. Þörfin á að losna undan sektarkennd. 0

15. Þörf til að æfa töfrahugsun. 0

16. Þörf fyrir mikla samkennd með öðrum hópmeðlimum. 0

17. Dramatísk breyting á persónuleika eða geðlagi. 1

18. Uppteknir af dauða. 0

19. Tapa frelsi viljans. 1

20. Stöðug hlustun á þungarokk, speed metal, dauðarokk eða iðnaðartónlist. 0

21. Mikill áhugi á nýaldar lesefni eða á yfirnáttúrulega sviðinu. 0

22. Stöðugur áhugi á hlutverkaleikjum, hópmeðlimir taka á sig hlutverk í leiknum og gera að

sínum. 0

23. Ýkt samsömun við hugmyndir um yfirburði ákveðinna kynþátta. 0

24. Dramatísk breyting á fjárhagsstöðu. 0

25. Hatur á kristinni trú. 0

6. Mælikvarði 6: Félagsleg áhrif

Félagsleg samsömun samanstendur af þremur ferlum sem eru undanlát, innhverfing og samsömun. Þegar einstaklingur fær umbun eða er hótað um refsingu þá getur það orðið til þess að hannn leiðist til eða sé þvingaður til undanláts. Þetta svipar til heilaþvotts mælikvarðans en Theranos hafði áhrif á trú og viðhorf starfsmanna. Holmes hikaði ekki við að ljúga að starfsfólki og fjárfestum til að ná sínu fram og Balwani kúgaði og ógnaði starfsfólki til að þagga niður í þeim. Ef starfsmenn reyndu að spyrja spurninga eða tala saman þá var tekið á því með því að færa þá til í starfi eða reka þá. Starfsmenn þurftu að láta undan og fylgja Holmes í einu og öllu ef þeir vildu halda starfi og taka þátt í þessu “mikilvæga” verkefni. Undanlát getur svo leitt til innhverfingar þar sem einstaklingur tileinkar sér breytt viðhorf og trú. Þetta á við um marga starfsmenn Theranos en það er kannski ekki skrítið þar sem enginn mátti tala saman og allar deildir voru lokaðar. Starfsfólk þurfti að samsama sig gildum fyrirtækisins og tóku því margir starfsmenn þátt í því að blekkja fjárfesta, viðskiptavini og eftirlitsmenn. Holmes ræktaði fyrirtækjamenningu sem byggðist á ótta og fékk hún þannig starfsfólk til að fylgja sér.

7.-8. Mælikvarðar fyrir leiðtogann

Mælikvarði 1: DSM-5

Holmes var með Áfallastreituröskun eftir að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í Stanford háskóla. Hún hætti í skólanum og leitaði huggunar hjá Balwani sem var eldri maður og þau hófu samband. Hún stofnaði Theranos og setti alla sína orku í fyrirtækið. Einkenni áfallastreituröskunar voru þá forðun og framkoma hennar gagnvart öðru fólki. Hún faldi samband sitt við Balwani fyrir starfsfólki Theranos í rúman áratug en hann virðist hafa haft mikil áhrif á líf hennar og verið frekar stjórnsamur. Holmes var líka með Almenna kvíðaröskun þar sem hún var yfirleitt á tánum, pirruð við starfsfólk (stjórnaði þeim með ógnarvaldi) og svaf lítið. Hún hætti að neyta dýraafurða og tók upp vegan lífsstíl því það átti að hjálpa henni að vaka lengur og að þurfa minni svefn. Þegar henni leið illa þá þuldi hún upp möntrur eins og: This is an inspiring step forward sem róaði hana. Þriðja geðröskunin sem á við Holmes er Áráttu-þráhyggjuröskun. Þegar Holmes var í óþægilegum aðstæðum þá endurtók hún sömu setningarnar og horfði á sjálfa sig í spegli sem er þá áráttuhegðun til að róa hugann. Hún var með þráhyggju fyrir Theranos og einnig fyrir Steve Jobs. Hún reyndi að líkja eftir honum, klæddi sig eins og hann í svarta rúllukragapeysu og hermdi eftir líkamstjáningu hans. Einnig breytti hún rödd sinni og talanda, en hún lækkaði röddina um tónhæð.

9-10. Mælikvarði 2: Persónuleikaraskanir

Persónuleikaröskun sem passar við hegðunarmynstur Holmes er Sjálfhverf persónuleikaröskun. Holmes var með ofvaxið sjálfsálit, hún laug til um það hversu vel á veg tækni þeirra væri komin og var með háan staðal. Hún hikaði ekki við að reka starfsfólk og skorti því mögulega hluttekningu ásamt því að hún hunsaði og tala ekki við starfsfólk ef hún var óánægð með það. Holmes hafði mikil völd og áhrif ásamt miklum auð sem jók þá hennar trú á því að hún væri með einstaka hæfileika. Hún sýndi hroka í starfi og hikaði ekki við að ljúga til að fá peninga frá fjárfestum. Hún var jafnframt heillandi einstaklingur.

Elizabeth Holmes svolítið einkennileg útlits.

Önnur persónuleikaröskun sem gæti átt við Holmes er Andfélagsleg persónuleikaröskun, það er samt ekkert sem bendir til þess að hún hafi verið með hegðunarröskun í æsku. Hún tók vissulega þátt í glæpsamlegri hegðun og blekkti aðra til að gæta eigin hagsmuna og gróða. Einnig laug hún endurtekið að fjárfestum, samstarfsfélögum og sjúklingum. Það er þó ekki hægt að segja að Holmes hafi ekki gert áætlun eða verið ofbeldishneigð, sem eru talin einkenni andfélagslegrar persónuleikaröskunar, en hún var ákveðin og vissi hvert hún ætlaði með fyrirtækið. Í dag eru liðin rúmlega 7 ár síðan greinin birtist sem kom upp um svikin hjá Theranos og Holmes hefur verið dæmd í fangelsi í 11 ár og 3 mánuði og mun hefja afplánun í apríl, 2023. Hún er þó búin að áfrýja dómnum og bíður eftir að málið verði tekið fyrir aftur.

Birtingarmynd Elísabetar fyrir og eftir ákæruna

Sagan breytist yfir tímann:

Heimild: https://www.google.com/search?client=safari&rls=en&q=elizabeth+holmes+interview&ie=UTF-8&oe=UTF-8#fpstate=ive&vld=cid:cfa92a06,vid:uLwtxDxWxUM

Hér má sjá hana Elizabeth yfir árin og hvernig þessi unga kona fór frá milljarðamæringi í fangelsi. Frá því að hún var lítil, segja nánir aðstandendur hennar, vildi hún gera stóra hluti, kannski er henni sama hvernig hún komst þangað. Með því að ljúga sig áfram með fölskum skýrslum og rannsóknum um byltingarkenndra aðferðina hennar náði hún að sannfæra alla í kringum sig frá starfsmönnunum sínum til Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA). Að sögn saksóknara sem vann í málinu með Elizabeth er þetta stærsta fjarsvik sem hann hefur unnið með og séð, stærra heldur en Bernie Maddoff málið og segir að þau séu meira segja líkir persónuleikar: Charming, smart, bullies.

Óþæginleg Elizabeth (Fortune Interview):

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=A8qgmGtRMsY

Í þessu viðtali er hann Alan Murray hjá Fortune Magazine. Strax frá byrjun má sjá hann pressa á hana að vilja fá svör. Það sem einkennir Elizabeth í þessu viðtali er að gegnum það allt virðist hún vera reyna sannfæra Alan að það sé ekkert gruggugt í gangi. Í gegnum allt viðtalið virðist hún vera kvíðin og strengd eins og hún viti að púslin sem hún leggur fyrir passa ekki alveg, ásamt því virðist hún reyna fá hann til að taka þátt í kjaftæði hennar og vera sammála sem hún nær ekki. Það sem má taka frá viðtalinu líka er að hún byrjar að tala mikið um “we” talandi um fyrirtækið og alla sem koma að Theranos en leiðir út í mikið af “I” setningum og talar mikið um hvaða frábæra hluti hún gerir sem líkist smá narsisismi.

Elizabeth í essinu sínu (Fortune Interview):

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=YecjzEScXqU

Í þessu viðtali má sjá Elizabeth alveg í essinu sínu. Eitt sem má taka sérstaklega eftir er tóninn á rödd hennar, hún talar svona lágt eða er þetta einhver tækni til að halda fram yfirráðun og gefa af sér einhverskonar vald? Það sem er öruvísi í þessu viðtali er að hún talar um það sem henni langar að tala um og þarf ekki að svara neinum óþæginlegum spurningum. Hún klæðir og talar svolítið eins og Steve Jobs.

Elizabeth sýnir mörg enkenni Sjálfhverfra einstaklinga, hún hefur alltaf viljað ná langt og talar alltaf um þessi próf sem geta gjörbreytt heiminum með mikið af grandiose hugmyndum svo virðist hún hafa ákveðinn sjarma sem fólk laðast og blekkist og sú gríma fellur svo niður þegar hún mætist við erfiðar spurningar. Eitt sem mig langar að skoða er Hare Kenningin og Elizabeth virðist uppfylla flestu einkenni Hare um Siðblindu, þ.e.a.s. superficial charm, manipulativeness, shallow affectivity, absence of guilt or empathy.

Dómurinn

Elizabeth Holmes og Sunny Balwani fengu á sig 12 ákærur tengar fjarsvikum árið 2018. Fjórum árum seinna, árið 2022, voru þau bæði dæmd sek um fjarsvik bæði fjarfesta og sjúklinga þar sem Elizabeth fékk 11 ára dóm og Sunny fékk 13 ár. Elizabeth er ekki enn í gæsluvarðhaldien sagt er að hennar fangelsistími byrjar 27. apríl 2023 þar sem saksóknarar gáfu henni tíma vegna þess að hún er ólétt. Sunny er ekki heldur í haldi en ekki er vitað hvenær hann byrjar sína fangelsisvist. Eins og staðan er í dag eru þau bæði laus og eru en að berjast fyirr frelsinu þeirra.

Heimildir

  1. https://www.businessinsider.com/theranos-gets-fda-approval-2015-7?r=US&IR=T

  2. https://www.huffpost.com/entry/elizabeth-holmes-office-employees_l_5c92abe3e4b01b140d351b6f

  3. https://www.thedailybeast.com/elizabeth-holmes-trial-dredges-up-toxic-memories-for-theranos-workers

  4. https://www.visir.is/g/2019190529464/blodi-drifnar-blekkingar-theirrar-sem-sogd-var-naesti-steve-jobs

  5. https://en.wikipedia.org/wiki/Ian_Gibbons_(biochemist)

  6. https://www.womenshealthmag.com/life/a39299534/elizabeth-holmes-now/