The Children of God

David Brandt Berg - The Children of God

Helga Margrét Rúnarsdóttir, Karítas Rún Grétudóttir & Katrín Ása Karlsdóttir.

Heiti Kult hóps

  1. Teens for Christ (upprunalega).

  2. The children of God (1968-1977).

  3. The family of love (1978-2981).

  4. The family (1982-2003).

  5. The family international (2004-).

 1. Myndun hópsins

Fyrrverandi sóknarpresturinn David Brandt Berg, betur þekktur sem King David, Mo, Moses David, Father David, pabbi eða afi, stofnaði kult hópinn The children of God árið 1968. Hópurinn var stofnaður aðallega fyrir hippa sem höfðu strokið/flúið að heiman. Berg predikaði yfir hippum til að fá þá í för með sér að dreifa boðskap um ást á Guði. Síðar vildi Berg stækka sértrúar hópinn og til þess notaði hann konur innan hópsins sem vændiskonur til að laða að fleiri karlmenn, þetta kallaði hann: “Flirty Fishing.”

2. Glæpur hópsins

Innan hópsins var andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi ríkjandi. Meðlimum hópsins var talin trú um að til að sýna ást sína á Guði væri það gert með kynferðislegum hætti, eins og Berg orðaði það: With open arms and open legs. Fórnarlömb sértrúarhópsins voru fullorðnir sem og börn frá unga aldri. Það er sorglegt að lesa frásagnir fórnarlamba sem greina frá því að hafa orðið fyrir grófu kynferðislegu ofbeldi allt frá leikskólaaldri og upp úr.

Þar sem andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi var ríkjandi er ekki til bein mynd af glæpnum en hér fyrir neðan má sjá mynd af skipulagi sem réði því hver myndi sofa hjá hvaða konu og stelpu, frekar ógeðslegt.

3. Mælikvarði 5: CCM

Þar sem Children of God hópurinn framdi engin morð verður fjallað um þennan mælikvarða út frá glæpum.

Sértrúarglæpur: ​​Hópurinn samanstendur af einstaklingum sem hafa ýkta trú á ákveðnum hugmyndum eins og að stunda kynferðislegar athafnir til að sýna ást á Guði, hvort sem það er með fullorðnum eða börnum. Markmiðið var því að dreifa áfram boðskap um Guð ásamt því að sýna stöðuga ást í hans garð.
 

4. Mælikvarði 3: Heilaþvottur

Niðurbrotsþrepið

Fórnarlömbin urðu fyrir andlegu, líkamlegu og kynferðislegu harðræði. Meðlimum var ítrekað refsað fyrir minniháttar atvik, til dæmis með því að láta þau eyða klukkutímum saman inni í skáp og þau neydd til þess að leggja þar biblíuvers á minnið. Það var einnig sett límband yfir munn barna til þess að þagga niður í þeim ásamt því að barsmíðum var beitt. Meðlimir voru ítrekað beittir kynferðislegu ofbeldi, bæði fullorðnu fólki og börnum. Auk þess var hvatt til kynferðislegra samskipta við börn innan hópsins. Meðlimum voru einnig sýndar myndir af krossfestum konum, með skilti sem á stóð: Hookers for Jesus. Meðlimum var talin trú að Guð væri ást og ást væri kynlíf og þess vegna væru engar takmarkanir, án tillits til aldurs eða skyldleika.

Breytingaþrepið

Meðlimum var haldið frá umheiminum og þeim sagt að meðlimir sem sleppa úr sértrúarhópnum væru illir og myndu rotna í helvíti. Meðlimum var einnig talin trú um að þær athafnir sem að eiga sér stað innan hópsins séu eðlilegar og réttar, t.d. kynferðislegar athafnir og barsmíðar.

Uppbyggingarþrepið

Það er erfitt að segja til um þetta þrep þar sem lítil sem engin umfjöllun er til staðar um hvort meðlimum hafi verið umbunað. Við teljum þó að það hljóti að vera að ef meðlimir stóðu sig vel og tileinkuðu sér þá vitneskju sem þeim var innrætt að þá hafi þau fengið umbun að einhverju leyti, t.d. er líklegt að ofbeldið gagnvart þeim hafi minnkað og líkamlegar aðstæður þeirra þá batnað til muna.

5. Mælikvarði 4: 25 Norris atriði

Á heildina litið passa 25 Norris atriði illa við Children of God, en hér á eftir verður hvert og eitt atriði greint sérstaklega:

01. Sjarmerandi andfélagslegur leiðtogi - Passar mjög vel þar sem leiðtoginn var með skýr markmið sem voru ekki í takt við það sem fólk almennt trúir. Hann hélt meðlimum frá restinni af heiminum og taldi þeim trú um að markmið hans væri það eina rétta.

02. Þörf fyrir dramatíska og eldfima útrás Passar nokkuð til illa þar sem kynferðislegar athafnir voru ekki byggðar á fantasíum heldur trú. Ef einhver innan hópsins var til að mynda með hugmyndir af afbrigðilegu kynlífi þá var það líklegast réttlætt innan hópsins þar sem trúin var að með því að stunda kynferðislegar athafnir sýnir þú ást á Guði.

03. Vaxandi reiði Passar illa þar sem það var engin sérstök einstaklingsbundin reiði til staðar hjá meðlimum. Það sem meðlimir gerðu innan hópsins var vegna áhrifa frá leiðtoganum. Þau gerðu það sem þeim var sagt að gera og það var ekki beint að neinum sameiginlegum óvin.

04. Andfélagslegur persónuleiki sem skapaður er vegna einhvers konar höfnunar frá einhverjum sem stendur manni nærri Passar nokkuð þar sem höfnun eða ofbeldi foreldris hefur haft áhrif á mótun sumra meðlima innan sértrúarhópsins en ekki allra.

05. Afstaða fjölskyldu til ósveigjanlegrar, óeftirgefanlegrar bókstafstrúar Passar illa þar sem gjörðir þeirra snérust ekki um andlega krafta.

06. Þörf einstaklings til að ná völdum í óvinveittum heimi Passar illa þar sem meðlimir hópsins eru ekki að reyna ná neinum völdum heldur helga sig Guði.

07. Þörf fyrir öruggt umhverfi til að prófa lyf saman og að nota þau á einstaklingsgrundvelli - Passar illa þar sem meðlimir notuðu ekki dóp eða önnur lyf eða fíkniefni.

08. Þörf fyrir dópsölu Passar illa þar sem kult hópurinn seldi ekki dóp né önnur lyf eða fíkniefni.

09. Þörf að stunda ódæmigerða, andfélagslega hegðun og kynfrávik - Passar vel við þar sem fullorðnir voru að stunda kynferðislegar athafnir með börnum auk þess að börn stunduðu kynferðislegar athafnir með öðrum börnum. Allt voru þetta athafnir sem Berg hvatti þau til að gera ásamt því að hann svaf hjá dóttur sinni og barnabarni sem gefur til kynna að hann hafi verið með barnahneigð.

10. Þörf fyrir útrás neikvæðra skapandi hvata - Passar illa þar sem gjörðir þeirra voru ekki listræn tjáning né sköpun. Margir meðlimir voru þvingaðir til þess að gera hluti sem þeir vildu ekki gera.

11. Skortur á framtíðartrú - Passar nokkuð þar sem leiðtoginn sannfærði meðlimi sértrúarhópsins um að heimsendir væri í vændum og því væri mikilvægt að dreifa boðskap um Guð og sýna ást í hans garð með kynferðislegum athöfnum.

12. Þörf á að eiga við innri djöfla Passar illa þar sem ekkert hefur komið fram um það að meðlimir upplifðu ofskynjanir, ólæknandi ranghugmyndir eða áráttukenndar fantasíur.

13. Áráttukenndir helgisiðir Passar illa þar sem meðlimir höfðu upphaflega ekki einstaklingsbundna hugaróra til að þróast að helgisiðum. Meðlimir gengu í sértrúarhópinn í þeirri trú um að þeir væru að dreifa boðskap á kristni trú en eftir heilaþvott frá leiðtoga urðu hugarórar hans að helgisiðum hópsins.

14. Þörfin á að losna undan sektarkennd - Passar nokkuð þar sem meðlimir voru flestir á slæmum stað áður en þeir gerðust meðlimir hópsins. Margir hverjir voru hippar sem höfðu flúið heimili sín og fundu fyrir eins konar sambandsleysi við samfélagið. Með því að gerast meðlimir hópsins fannst þeim þeir tilheyra ákveðnu samfélagi og hafa tilgang.

15. Þörf til að æfa töfrahugsun - Passar illa þar sem meðlimir höfðu ekki töfrahugsun.

16. Þörf fyrir mikla samkennd með öðrum hópmeðlimum Passar vel þar sem mörg börn voru sameiginleg fórnarlömb kynferðis- og líkamlegs ofbeldis. Þau börn sem sáu eitthvað athugavert við aðstæðurnar gátu staðið saman. Einnig voru gerendur innan kultsins með sameiginlega ósiði og áttu kynferðislegt samband við aðra meðlimi með sömu þarfir.

17. Dramatísk breyting á persónuleika eða geðlagi Passar vel þar sem meðlimir voru heilaþvegnir til að draga sig í hlé frá umheiminum og fylgja eftir reglum hópsins. Með því að helga sig hópnum varð breyting á persónuleika og geðlagi.

18. Uppteknir af dauða Passar illa þar sem markmið hópsins var ekki að einblína á dauðann.

19. Tapa frelsi viljans Passar mjög vel þar sem meðlimir höfðu ekki frjálsan vilja eftir að þeir gengu í kultið, þau áttu að fylgja boðum og bönnum kultsins. Meðlimir máttu ekki tjá sig um annað en það sem hópurinn sagði til um né hafa aðrar skoðanir, annars var þeim refsað.

20. Stöðug hlustun á þungarokk, speed metal, dauðarokk eða iðnaðartónlist Passar illa þar sem meðlimir máttu hvorki horfa á sjónvarp né hlusta á tónlist.

21. Mikill áhugi á nýaldar lesefni eða á yfirnáttúrulega sviðinu Passar illa þar sem eina lesefnið sem meðlimir fengu aðgang að voru um 3000 bréf sem leiðtoginn hafði skrifað.

22. Stöðugur áhugi á hlutverkaleikjum, hópmeðlimir taka á sig hlutverk í leiknum og gera að sínum Passar illa þar sem meðlimir hópsins voru ekki í hlutverkaleik. Allar þær athafnir sem áttu sér stað innan hópsins voru til komnar vegna trúar.

23. Ýkt samsömun við hugmyndir um yfirburði ákveðinna kynþátta - Passar illa þar sem það var engin samsömun við slíkar hugmyndir.

24. Dramatísk breyting á fjárhagsstöðu Passar illa þar sem meðlimir máttu ekki vera í vinnu utan kultsins. Til að afla tekna voru þau með götusýningar og betluðu pening. Meðlimir fengu aðeins að eiga 10% af því sem var þénað.

25. Hatur á kristinni trú Passar illa þar sem meðlimir töldu sig vera að dreifa boðskap um kristna trú auk þess að veita Guði ást sína með því að stunda óhefðbundnar kynferðislegar athafnir.

06. Mælikvarði 6: Félagsleg áhrif

  1. Undanlát (e. compliance)

Erfitt er að segja til um hvort að undanlát hafi átt sér stað eða ekki. Meðlimum sértrúarhópsins var hvorki umbunað né hótað en þegar að þau fóru á svig við reglur og gildi hópsins var þeim refsað með t.d. barsmíðum eða einangrun. Meðlimir lærðu því fljótt að best væri að fylgja eftir reglum og gildum hópsins.

2. Innhverfing (e. internalization)

Eftir heilaþvott urðu miklar breytingar í viðhorfi hjá meðlimum hópsins og flestir farnir að trúa þeim hugmyndum sem voru ríkjandi. Mörg þeirra barna sem fæddust inn í hópinn höfðu til dæmis ekki vit fyrir öðru en að kynlíf með fullorðnum og jafnvel eigin foreldrum væri annað en eðlilegt.

3. Samsömun (e. identification)

Þegar meðlimir gengu til liðs við hópinn urðu breytingar á trú, viðhorfum og atferli þeirra í þeim tilgangi að líkja eftir hópnum sem þeir báru virðingu fyrir. Meðlimir höfðu því samsamað sér hópnum og sáu heiminn með öðrum augum en áður. Hins vegar hafa viðtöl við þá sem hafa skilið við hópinn bent til þess að líklegast hefur ekki verið svo mikið um innhverfingu að ræða heldur frekar samsömun þar sem að á tíma þeirra í hópnum “trúðu’’ þau hugmyndafræðinni sem þar var ríkjandi en höfðu ekki fellt hana að sínu eigin gildiskerfi síðar þegar þau sáu lífið eins og það var í raun og veru.

7-8. Mælikvarði 1: DSM-5

  1. Kynfráviksröskun: barnahneigð

Vegna þess að Berg hafði endurtekna og sterka kynóra og kynhvatir gagnvart börnum. Hann stundaði meðal annars kynlíf með dóttur sinni og barnabarni. Auk þess hvatti hann til kynferðislegra athafna meðal barna og fullorðinna innan kultsins. Sonur hans, Ricky Rodriguez, var einnig valinn til að vera eins konar kynlífstilraunardýr.

2. Upplausnar, hvata-stjórnar og hegðunarröskun: hegðunarröskun

Vegna þess að hann braut síendurtekið á réttindum annarra. Hann var ofbeldisfullur, olli öðrum líkamlegum sársauka og þvingaði til kynlífsathafna.

3. Geðklofarófsröskun: hugvilluröskun

Vegna þess að Berg var með ákveðna ímyndunarveiki þar sem hann trúði vafasömum fullyrðingum skilyrðislaust og var einnig með ákveðið mikilmennskuæði þar sem hann var leiðtogi kultsins og krafðist þess að meðlimir hlýddu í einu og öllu því sem hann sagði þeim að gera.

9.-10. Mælikvarði 2: Persónuleikaraskanir

  1. Andfélagsleg persónuleikaröskun

Berg fann sér veik fórnarlömb, stroku-hippa og misnotaði þau sér til ánægju. Hann var eini stjórnandi hópsins. Hann sýndi langvarandi hegðunarmynstur vanvirðingar og brota á réttindum annarra þar sem hann beitti sjálfur ofbeldi og hvatti aðra til þess að beita ofbeldi. Hann var einnig með skort á eftirsjá þar sem hann sýndi engin samúðar viðbrögð við misnotkun, heldur fannst honum það ánægjulegt.

2. Sjálfhverf persónuleikaröskun

Berg sýndi langvarandi hegðunarmynstur mikilmennsku, var með ofvaxið sjálfsálit og var með mikla þörf fyrir aðdáun. Hann notfærði sér einnig persónuleg sambönd annarra til þess að ná sínum eigin markmiðum. Hann skorti samúð gagnvart öðrum og tók ekki mark á tilfinningum annarra.

Hreint ótrúleg mynd af Berg.