Camilla Rós Þrastardóttir, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir & Írena Einarsdóttir
1. Myndun hópsins
Saul B. Newton og Dr. Jane Pearce voru hjón sem um tíma unnu hjá Harry Stack Sullivan, geðlækni og sálfræðing sem aðhylltist ný-freudisma. Hjónin opnuðu sálgreiningarstofnun sem hét: The Sullivan Institute og byggði á hugmyndum um að hefðbundin fjölskyldumynstur væru ástæða allra geðrænna vanda og kæmu í veg fyrir persónulegan vöxt einstaklinga. Öfgafull útgáfa af grunnhugmyndum Harrys. Meðferðarstarfið fól í sér að sjúklingar og meðferðaraðilar bjuggu saman í kynjaskiptum íbúðum. Hugmyndafræði hjónanna hljómaði heillandi í eyrum margra vegna vitundarvakningar á kynlífi og frjálsræði á sjöunda áratug síðustu aldar. Stofnunin þróaðist fljótt úr róttækri tilraun í meðferðarstarfi í alræðissamfélag. Skjólstæðingar voru hvattir til að slíta öll fjölskyldutengsl og stunda fjölkvæni.
2. Glæpur hópsins
Það er ekki hægt að segja að hópurinn hafi framið áþreifanlega glæpi en það má þó setja stórt siðferðilegt spurningarmerki við margar athafnir hópsins. Þó að enginn hafi verið neyddur til að ganga til liðs við hópinn var meðlimum gert að fylgja reglum og hugmyndum hópsins. Einkvæni var ekki í boði og lögð mikil áhersla á það að hópmeðlimir deituðu og stunduðu samfarir við mismunandi fólk innan hópsins.
Innan safnaðarins var við lýði eins konar stigakerfi þar sem þeir voru hátt settir fengu ýmis fríðindi sem þeir lægra settir fengu ekki, eins og það að mega gifta sig. Það fer gjörsamlega á móti grunnhugmyndum hópsins og sýnir það að reglur giltu ekki um við þá hátt settu.
Hópmeðlimir voru hvattir til þess að slíta öll tengsl við fólk sem var ekki innan safnaðarins. Einu undantekningarnar á þessu voru þegar peninga vantaði mátti fólk leita til fjölskyldu sinnar utan safnaðarins og biðja um fjárhagsaðstoð.
Leiðtogar hópsins kröfðust mikilla peninga frá hópmeðlimum fyrir ýmsa hluti og þegar leið á varð þessi krafa um peninga algengari. Vegna þessa var nánast ómögulegt að öðlast fjárhagslegt öryggi og þar að leiðandi erfitt að fara úr hópnum. Innan hópsins myndaðist sterk samkennt og óvinsælt var þegar fólk snéri baki við hópnum.
Eitt dæmi er um það manni hafi verið hótað lífláti þegar hann hugðist fara.
Það eina glæpsamlega sem hópurinn gerði var þegar hópmeðlimir brutust inn og rústuðu íbúð nágranna sinna í þeim tilgangi að svara fyrir sig. Nágrannarnir höfðu áður málað á veggi safnaðarins og vakti það mikla reiði innan hópsins.
Þó að enginn glæpur hafi verið framinn á börnum innan hópsins má halda því fram að mörg þeirra hafi hlotið illt af því að alast upp innan hópsins. Börn sem fæddust innan safnaðarins mynduðu lítil sem engin tilfinningaleg tengsl við foreldra sína þar sem annað fólk innan hópsins sá um þau bróðurpart dagsins og eyddu þau einungis um það bil klukkustund á sólarhring með foreldrum sínum. Þegar þau voru komin á skólaaldur voru þau flest send burt í heimavistaskóla þar sem þau höfðu lítið sem ekkert samband við foreldra sína. Mikið var um ljótar forræðisdeilur á milli foreldra, sér í lagi þegar fór að líða undir síðustu ár safnaðarins og margir hugðust yfirgefa söfnuðinn. Þessi litla tengslamyndun og einangrun frá foreldrum sem og ljótar erjur foreldra hafa óneitanlega haft einhver langtíma áhrif á þessi börn.
3. Mælikvarði 5: CCM
Söfnuðurinn framdi engin morð, þess vegna heyrir hann ekki undir þennan mælikvarða.
Mælikvarði 3: Heilaþvottur
Samkvæmt mælikvarða 3, þá eru þrjú þrep sem “breyta mönnum í vélmenni.”
Niðurbrotsþrepið
Fyrsta þrepið er niðurbrots-þrepið, það á við að einhverju leyti. Langflestir í Sullivanian hópnum voru skjólstæðingar. Fólki var ýmist bent á stofnunina frá sínum eigin sálfræðingum eða leituðu til stofnunarinnar því að þeim vantaði aðstoð með sálræn vandamál. Voru þetta því viðkvæmir hópar til að byrja með svo ekki þurfti að beita neinum einangrunum eða beita þau harðræði. Þessu fólki var sagt að þeirra lifnaðarhætti fram að þessu væru undirstaða vanda þeirra. Þeim var kennt að það sem þau væru vön væri skaðlegt og myndi þeim vegna mikið betur ef þau tileinkuðu sér siði og reglur safnaðarins.
Breytingaþrepið
Næsta þrep er breytinga-þrepið, en Sullivanian hópurinn fékk upplýsingar um öðruvísi lífsstíl, og að lífstílinn sem þau leiddu áður fyrr væri ástæða fyrir geðrænum vanda þeirra. Þar sem meðferðin fól í sér að allir bjuggu saman, sálfræðingarnir meðtaldir, þá var líklega mikil pressa að fylgja öllum hugmyndum hópsins. Þetta fólk var einstaklega meðtækilegt fyrir þessum boðskap þar sem það kom þarna af fúsum og frjálsum vilja eða var bent á hópinn frá fólki sem þau litu upp til líkt og sínum eigin sálfræðingum. Imprað var á því að fjölkærni væri leiðin til vellíðunar og gleypti fólk við þessum hugmyndum eftir að hafa verið sannfært að þeirra fyrrum lifnaðarhættir væru óskynsamlegir.
Uppbyggingarþrepið
Síðasta þrepið er uppbyggingar-þrepið, þá fara fórnalömbin að tileinka sér lífstílinn af fullu, og fórnarlömbum er mættur skilningur og vinsemd. Hópurinn var samfélag fyrir allskonar fólk sem vildi lifa öðruvísi lífstíl en það sem eðlilegt taldist og sama hvernig þau fengu inngöngu í söfnuðinn, þá voru þau þar af fúsum og frjálsum vilja. Þetta töldu þau sér trú um allavega því enginn var neyddur til að vera þarna en ef litið er á þessi skref er auðséð að margt þetta fólk átti sér ekki samleið annars staðar og fann huggun í þessu skrítna samfélagi. Þar með gleypti það við reglum þeirra og siðum líkt og ekkert væri eðlilegra og taldi engann hafa þvingað þessar skoðanir upp á þau.
Mælikvarði 4: 25 Norris atriði
Norris atriðin passa fremur illa við The Sullivanians þar sem hópurinn skorar einungis 2-3 stig af 25 mögulegum.
Fyrsta atriðið er nr. 9: Þörf að stunda ódæmigerða, andfélagslega hegðun og kynfrávik. Þar sem grunnhugmyndir hópsins byggðu einna helst á hugmyndum um afbrigðilegt kynlíf má velta því fyrir sér hvort að hópurinn skori stig á þessu atriði.
Næsta atriði sem að hópurinn skorar á er nr. 16: Þörf fyrir mikla samkennd með öðrum hópmeðlimum. En hópmeðlimir áttu það flestir sameiginlegt að eiga við einhverskonar sálræn vandamál, eða vera sálfræðingar. Mikið var um kynferðislegt samband milli meðlima.
Fólk kom í hópinn sjálfviljugt, átti sér kannski ekki sama stað annars staðar eða fannst það ólíkt öðru fólki. Söfnuðurinn var samfélag fyrir fólk sem deildi umdeildum skoðunum en þar upplifði það sig hluta af heild. Eitthvað sem margir þeirra höfðu kannski ekki upplifað áður.
Síðasta atriðið sem að hópurinn skorar á er nr. 24: Dramatísk breyting á fjárhagsstöðu. Fólki innan hópsins var gert að greiða háar upphæðir til safnaðarins, sér í lagi í undir lokin til að fjármagna hina og þessa hluti sem leiðtogar hópsins töldu þarfa. Breyting á fjárhagsstöðu fólks hefur líklega verið mismikil eftir að þau gengu í hópinn þar sem fólk var mis vel efnað við inngöngu í hópinn en nánast fullvíst er að engin hafi gengið þaðan út efnaðari en sá hinn sami var þegar hann gekk til liðs við hópinn.
Mælikvarði 6: Félagsleg áhrif
Undanlát
Fólk var ekki neytt í söfnuðinn né hótað refsinga en margir þeirra sem komu var vísað þangað af sálfræðingum, sem þau litu upp til og treystu fyrir því að vita hvað væri þeim fyrir bestu. Söfnuðurinn var einstaklega heillandi fyrir fólk í viðkvæmri stöðu, sem vantaði félagsskap, samskipti og stöðugleika. Einnig þeir sem voru í fjárhagsvandræðum, vantaði samastað og þeir sem glímdu við geðrænan vanda. Þeir einstaklingar sem voru einstaklega meðtækilegir fyrir nýjum hugmyndum og fannst þeim kannski ekki passa inn í þann ramma sem samfélagið var á þessum tíma sóttust frekar í hópinn.
Innhverfing
Staðhæfingar fagmanna innan hópsins um að hefðbundið fjölskyldumynstur væri rót alls geðræns vanda var undirstaða grunnhugmynda hópsins. Hópmeðlimir voru allir sömu skoðunnar, allavega upp að vissu marki, annars væri hæpið að þau hefðu gengið í söfnuðinn. Eftir að ganga í hópinn og vera umkringd fólki fólki með sömu viðhorf urðu þessari hugmyndir og skoðanir sterkari. Sálfræðingar sem vísuðu fólki á hópinn voru innilega samskoðunar og sannfærðu fólk um þessar skoðanir áður en það gekk í hópinn þar sem enginn var neyddur til að koma.
Samsömun
Í söfnuðinum er frekar mikil skörun á milli samsömun og innhverfingu það er engin skýr lína sem kemur þarna á milli. Þar sem að þau voru nánast einungis í félagsskap annara hópmeðlima var erfitt að breyta ekki skoðunum sínum eða viðhorfum til að samsvara skoðunum annarra. Þrátt fyrir það að allir hafi gengið í hópin sjálfviljugir og gengist undir þessar reglur og skoðanir er augljóst að sumt fólk hafi farið að efast þessa hugmyndafræði með tímanum, þar sem að margir yfirgáfu söfnuðinn og töluðu á móti þessari hugmyndafræði eftir að þau gengu út.
7-8. Mælikvarði 1: DSM-5
Á þessum tíma sem Saul stofnaði stofnunina stóð hippatímabilið sem hæst, og því var hugmynd hans ekki það frábrugðin samfélagum hugmyndum. Þó að hann hafi stofnað söfnuðinn og verið eins konar leiðtogi hópsins var fólkið allt sömu skoðunar og hann og var hann ekki sá eini sem var hátt settur innan hópsins. Tilmælin til þess að stunda kynlíf með mörgum og mörgum sinnum í viku voru þó frekar ströng, og frábrugðin “frelsinu” sem fylgdi hippatímabilinu. Vegna þess erum við ekki vissar hvort sanngjarnt sé að greina hann með einhverjar geðraskanir en ef þess þyrfti þá yrðu eftirtaldar fyrir valinu:
Ótilgreind kynfráviksröskun, flokkur 19.10.
Þar sem að maðurinn stofnaði sértrúarsöfnuð byggðan á hugmyndafræði um afbrigðilegar kynlífsathafnir var hann líklega með einhverskonar: Ótilgreinda kynfráviksröskun, flokkur 19.10. Í sálfræðitímum hjá honum var mikið tal og hvatning til kynlífs, en hann var þó ekki að stunda kynlíf með skjólstæðingum en okkur skilst að það hafi þó gerst á einhverjum tímapunkti, hann skipti líka þó nokkuð um konur og var alls giftur í fimm skipti.
Vitglöp vegna síðkomins alzheimers, flokkur 17.2.2.
Með aldrinum þá glímdi hann við Alzheimer og breyttist mikið við það og varð ofbeldisfullur og reiður. Það hafði hrakt fólk frá samfélaginu og með dauða hans flosnaði hópurinn upp. Því getum við greint hann með Vitglöp vegna síðkomins alzheimers, flokkur 17.2.2.
Áráttu-þráhyggjuröskun, flokkur 6.1.
Þar sem Saul var virkilega upptekinn af reglum og siðum sem giltu innan samfélagsins mætti velta því fram hvort að hann hafi mögulega verið með Áráttur-þráhyggjuröskun, flokkur 6.1. Hann var virkilega skipulagður og sveigjanleiki var lítill þegar kom að reglunum í hans huga. Auðvitað getum við ekki sagt það fyrir víst að þetta hafi verið gert með því markmiði að draga úr kvíða en áhugavert er að velta þessu fyrir sér.
9.-10. Mælikvarði 2: Persónuleikaraskanir
B klasa Persónuleikaröskunin: 18.2.4 Sjálfhverf persónuleikaröskun
Segja má að Saul hafi haft langvarandi hegðunarmynstur mikilmensku að hluta til. Með tímanum og aukinni vinsæld á skoðunum hans jókst sjálfsálit hans. Hann þarfnaðist líklega aðdáunar, þar sem að skjólstæðingum var skikkað til að fara í sálfræði tíma til hans, eða annars sálfræðings. Saul notaði persónuleg sambönd sín til að sannfæra fólk í sálfræðimeðferðir til sín. Hann skorti að einhverju leyti samhyggð þar sem að hann leyfði foreldrum ekki að vera með börnum sínum nema í 1-2 klst á dag, og hvatti þau til að senda börnin burt. Sjálfur átti hann þó börn og hafa börn hans lýst honum sem góðum pabba. Hann sýndi þó ekki neina öfundsýki, né hroka í hegðun eða viðhorfum. Hann trúði ekki að hann væri “sérstakur,” og var ekki upptekinn við að finna ást, völd eða árangur.
C klasa Persónuleikaröskunin: 18.3.3. Áráttu-þráhyggju persónuleikaröskun
Saul var mjög samviskusamur, reglufastur og fremur ósveigjanlegur með gildi sín í samfélaginu sem að hann stofnaði. Hann byggði það á þessari hugmynd að fólk ætti að stunda fjölkvæni til að losna við geðrænan vanda og fylgdi því fast eftir. Hann var mjög upptekinn af þessari hugmyndafræði og kerfi sínu innan samfélagsins og ef fólk fylgdi því ekki eftir hefði það hafa slæmar afleiðingar fyrir það. Saul var óeðlilega upptekin af þessu samfélagi og mætti segja að það hafi komið niður á mannlegum samskiptum við aðra sem ekki voru í söfnuðinum. Hann átti nánast aðeins í samskiptum við þá sem voru innan samfélagsins voru mætti segja að hann hafi kannski verið fremur veruleikafirrtur.
Heimildir
https://gothamist.com/arts-entertainment/inside-the-rise-fall-of-a-1970s-upper-west-side-cult
https://www.youtube.com/watch v=DDnYPaZ3YjM&t=680s&ab_channel=SerialKilling%3AAPodcast
https://podtail.com/en/podcast/sinister-societies/the-psycho-sexual-sullivanians/
https://sites.psu.edu/tesskehoercl/2018/12/02/the-sullivanians/
https://open.spotify.com/episode/7wggsWxTPTQzSZmepuRpwG?si=7b69b6738be94907
https://open.spotify.com/episode/5F4tGndSH9GZUutmh1Abnf?si=93a3b20138ff4c12
https://www.ranker.com/list/saul-b-newton-sullivan-institute-cult/jodi-smith
https://ilovetheupperwestside.com/inside-an-upper-west-side-sex-cult-the-sullivanians/