Tofana

Giulia Tofana

Kolfinna Pétursdóttir & Ósk Hoi Ning Chow

Kynning

Giulia Tofana var ítölsk kona sem var uppi á 17. öld og var þekkt fyrir að vera atvinnueitrari. Hún fæddist í Palermo í Sikiley árið 1620 og flutti síðar til Napólí þar sem hún hóf ferilinn sinn með því að búa til eitur. Tofana var þekkt fyrir að búa til banvænt eitur sem var litlaust, lyktarlaust og bragðlaust efni. Vegna þessara eiginleika var auðveldara að gefa eitrið án þess að neytandi greindi það. Eitrið var markaðssett konum sem vildu losa sig við eiginmennina sína. Talið var að að Tofana hafi verið ábyrg fyrir dauða hundruð manna, aðallega karlmanna. Hún var dæmd og tekin af lífi ásamt dóttur sinni sem batt enda á banvænu viðskipti hennar. Sagan hennar Tofana hefur orðið efni í goðsögn og hefur verið sýnd í ýmsum bókmenntum og listaverkum, þar á meðal óperunni Aqua Tofana eftir Pietro Metastasio.

Giulia Tofana að blanda eitraða Aqua Tofana drykkinn.

Glæpurinn

Giulia seldi eitur, þekkt sem: Aqua Tofana í snyrtivörubúð sinni. Aqua Tofana var líklegast blanda af blýi, arseniki og belldonnu. Hún seldi einungis konum eitrið og einungis konum sem hún treysti til að ljóstra ekki upp um hana. Trúað er að konurnar sem keyptu eitrið voru flest allar fastar í óhamingjusömum hjónaböndum, margar þeirra voru jafnvel fastar í ofbeldissamböndum. Eflaust voru sumar konur sem vildu einfaldlega losa sig við eiginmanninn sinn. Konurnar sem keyptu Aqua Tofana fengu þær leiðbeiningar að gefa eiginmönnunum sínum litla skammta í yfir eina til tvær vikur. Þegar eitrinu var skammtað svona jafnt og þétt leit dauðinn út eins og náttúrulegur dauði af völdum veikinda.

Aqua Tofana.

Persónan

Giulia var og er umdeild manneskja. Miðað við aðra raðmorðingja þá eru glæpirnir hennar ekki jafn hrottalegir. Það er erfitt að greina Giuliu með geðræn vandamál þar sem að allar frásagnir af henni lýsa manneskju sem virtist vera heil á geði. Að auki snúast frásagnir lítið um persónuleika hennar heldur frekar um það sem hún gerði.

Áfallastreituröskun: Móðir hennar Giuliu var opinberlega tekin af lífi þegar Giulia var ung. Það er nógu mikið áfall að missa foreldri nú þegar, hvað þá þegar foreldri manns er tekið af lífi fyrir framan alla.

Almenn kvíðaröskun: Við ætlum að skjóta á þann möguleika að Giulia lifði með miklum kvíða yfir því að verða uppljóstruð. Konur voru lágt settar í samfélaginu á þessum tíma og þeim var refsað harkalega fyrir alla glæpi. Afleiðingarnar af glæpunum hennar Giuliu hefðu án efa verið aftaka.

Andfélagsleg persónuleikaröskun: Við teljum að hún hafi þurft að vera með dass af siðblindu til að búa til eitrið til að selja konum og þá óbeint að drepa yfir 600 karlmenn.

Aðferð til að losna við eiginmann?

Endirinn

Á  þessum tíma var samfélagið aðeins öðruvísi en nú til dags og það voru margir réttdræpir fyrir minnstu hluti. Giulia Tofana fann leið til að hjálpa komum til að komast úr ofbeldissamböndum og í raun hjálpa þessum konum að hjálpa sér sjálfum. Sagan hennar Tofana endaði ekki vel því hún seldi konu sem var í ofbeldissambandi eiturefnið sitt. Þegar konan var búin að setja það út í súpuna hjá manninum sínum fékk hún bakþanka og sagði manninum sínum allt. Hann tilkynnti þetta til yfirvalda og Giulia Tofana og dóttir hennar voru handtekningar og þær voru drepnar í nafni laganna.

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=17szX7SWCGU

Mælikvarði 8: Cleckley 16 atriði

Vegna þess að það eru til takmarkaðar upplýsingar um Giuliu sjálfa þá er ekki hægt að staðfesta né útiloka að hún hafi passað við sum atriði á Cleckley listanum. Þessi atriði eru; 8. fátækleg tilfinningarviðbrögð, 9. sjúklega sjálfsmiðaður og ástleysi, 11. skortur á innsæi, 15. lítið og ópersónulegt kynlíf.

Giulia passar vel við atriði 1. yfirborðssjarmi. Það er almennt talið að viðskiptavinir hennar líkuðu vel við Giuliu, hvort sem að þau vissu af eitursölunni hennar eða ekki. Þá skjótum við inn að hún passar illa við atriði 12. lítil félagsleg svörun og 13. fjarstæðukennd og óumbeðin hegðun þar sem að hún átti vini og reglulega viðskiptavini og hegðun hennar var alls ekki óumbeðin. Út frá frásögnum er ólíklegt að Giulia hafi sýnt fram á merki um geðrof (atriði 2). Til þess að vera sjálfum okkar samkvæmar þá segjum við að Giulia passi illa við atriði 3. ekkert stress né taugaveiklun þar sem við greindum hana með almenna kvíðaröskun hér fyrir ofan. Viðskiptavinir Giuliu gátu alltaf treyst henni og þ.a.l. passar hún ekki við atriði 4. óáreiðanleiki. Aftur á móti þurfti Giulia að ljúga að almenningi til að forðast grun og passar vel í atriði 5. ósannsögli og óheiðarleiki. Samkvæmt heimildum sýndi Giulia ekki fram á eftirsjá þegar hún var loksins gómuð af yfirvöldum. Enn fremur eru glæpir hennar réttlætanlegir að hluta til og þ.a.l. auðveldara að sýna fram á skort á eftirsjá eða skömm (atriði 6). Við viljum meina að hegðunin hennar Giuliu var ekki óréttlætanleg, þar sem margar konur höfðu enga aðra leið út úr ofbeldissamböndum, þ.e.a.s. passar ekki við atriði 7. ástæðulítil andfélagsleg hegðun. Við teljum svo Giulia passar ekki við atriði 10. léleg dómgreind/lærir ekki af reynslunni því að Giulia var greind og klók manneskja sem tók ekki skyndiákvarðanir. Fyrst að Giulia stofnaði sitt eigið fyrirtæki og verslun sem hefði verið farsælt án eitursölunnar þá passar hún illa við síðasta atriðið, 16. fylgja ekki neinni lífsáætlun.

Mælikvarði 11: Hare kenningin

Við flokkum Giuliu undir psychopathy interpersonal. Við teljum að hún bjó yfir superficial charm til að selja vörur sínar. Að auki þurfti hún að halda starfsemi sinni leyndri frá yfirvöldum og passar þ.a.l. við pathological lying, og við conning/manipulative af sömu ástæðu af pathological lying. Við getum hins vegar ekki staðfest né neitað að hún var með grandiose self worth.

Mælikvarði 15: CCM flokkunin

Samkvæmt CCM myndu glæpir Giuliu flokkast undir Personal Cause Homicide; 122.02 Staged Domestic Homicide. Konur notuðu aqua Tofana til að drepa eiginmenn sína. Auðvitað er ekki víst að allir hafi fylgt leiðbeiningum hennar Giuliu, en ef við gerum ráð fyrir því að meirihluti kvennanna fylgdu þeim þá þurfti að vera áætlun á bak við morðið (tímasetja eiturgjöfina rétt svo hún sé jöfn og þétt yfir vikuna).

Mælikvarði 17: NOrris 7 fasar / 18: Emerick hringkenningin

Vegna eðli glæpsins þá eiga svona hringrásir ekki við. Það er ekki eins og hún hafði mikinn tíma á milli kúnna sem voru að kaupa flöskurnar með eitrinu til að velta vöngum varðandi hvernig henni leið með það sem hún var að gera. Að auki er hún frábrugðin öðrum raðmorðingjum þar sem hún drap óbeint.

Mælikvarði 7: Dauðasyndirnar 7

Við völdum Dauðasyndirnar 7 vegna þess að við vitum ekki fyrir víst hvaða ástæður konurnar sem keyptu Aqua Tofana. Allar dauðasynirnar gætu flokkast undir ástæður fyrir konurnar til að vilja drepa mennina sína.

Mælikvarði 13: Holmes & Deburger flokkunin

Holmes & Deburger kenningin stangast á við Giulia Tofana þar sem að hún drap ekki neinn sjálf.  Ástæður Holmes & DeBurger eiga ekki við Giuliu sjálfa heldur viðskiptavini hennar. Það eru ekki til neinar heimildir um hverjar hvatirnar voru á bak við hvert einasta morð. Það eina sem gæti passað væri mögulega Hugsjóna tegundin; hún telur sig vera losa heiminn við ofbeldisfulla eiginmenn.

Heimildaskrá

  1. McKennett, H. (2020, júní 2). This 17th-Century Potionmaker Helped Desperate Housewives Poison Their Husbands. All That’s Interesting. https://allthatsinteresting.com/giulia-tofana

  2. Nutshell (Leikstjóri). (2021, mars 12). The mystery of the woman who poisoned 600 men | Serial killer | Giulia Tofana | Nutshell. https://www.youtube.com/watch?v=17szX7SWCGU