Tokyo

AUM SHINRIKYO

Unnur Sóley Lindudóttir.

1. Myndun hópsins

Shoko Asahara byrjaði þennan hóp árið 1987 og þá byrjaði þetta sem yoga og hugleiðslu hópur. Seinna varð hópurinn að trúarhóp sem blandaði saman hindú- og búddisma og á endanum hafði Shoko blandað heimsenda kristninnar inn í trúnna og lýsti því yfir að hann væri Kristur og svo sá fyrsti upplýsti síðan Búdda.

Útisamkoma sértrúarhópsins.

2. Glæpur hópsins

Aðal glæpur hópsins var að eitra fyrir fólki í neðanjarðarlestum í Tokyo með sarín. Sarín er eiturefni sem sem truflar starfsemi tauga og þarf aðeins 1-5 milligrömm til að það leiði fullorðna manneskju til dauða. Þann 20. mars 1995 fóru 5 menn í neðanjarðalestakerfi á háannatíma í Tokyo með sarín vökva sem búið var að setja inn í dagblöð auk regnhlífa með beittum oddi. Þeir fóru inn í  mismunandi lestir og stungu dagblöðin með regnhlífunum sem gerði það að verkum að sarínið varð að gasi. Sarín gasið var baneitrað og tók aðeins nokkrar sekúndur fyrir það að hafa áhrif. 13 manns létust í þessari árás, 50 slösuðust alvarlega og yfir 5000 manns slösuðust minna.

Afleiðingar sarín eitrunarinnar í Tokyo.

3. Mælikvarði 1: CCM

141: Sértrúarmorð

Hópurinn var með ýkta trú á ákveðnum hugmyndum sem var talin óhefðbundin trú. Peningar voru stórt markmið hópsins og lægra settir meðlimir vissu það ekki.

4. Mælikvarði 3: Heilaþvottur

1. Niðurbrotsþrepið: Fólk í hópnum hugleiddi tímunum saman, einnig var fólk læst í klefa sem þar sem var takmarkað súrefni. Fólk átti að gefa Aum allar eigur sínar og skilja við fjölskylduna. Allavega einn maður var læstur inn í pínulitlum klefa með sjónvarpi sem spilaði ræður Asahara.

2. Breytingarþrepið: Fólk er einangrað frá fjölskyldu og vinum og er bara í samskiptum við annað Aum fólk og fær þannig sífelldar upplýsingar um öðruvísi líf.

3. Uppbyggingarþrepið: Raunveruleg kennsla átti sér stað, fólk fékk upplýsingar um hvernig og hvað það átti að gera til að losa sig við djöfla og hvernig það gæti lifað af heimsendi.

 

5. Mælikvarði 4: 25 Norris atriði

0-10 = Passar illa.

1, 5, 8, 11, 15, 16, 17 og 24: 0-10 = Passar illa.

1: Það var sjarmerandi leiðtogi sem fólk leit upp til.

 5: Hópmeðlimir trúðu á andlegan kraft hans og athafna Asahara og gerðu allt sem hann sagði meðal annars að baða sig í mjög heitu vatni sem olli því að einn meðlimur dó.

6. Mælikvarði 6: Félagsleg áhrif

Mér finnst undanlát ekki eiga við þennan hóp. Innhverfing átti sér stað, þegar að fólk sótti í að komast inn í hópinn urðu breytingar á viðhorfum, trú og hegðun. Samsömum á við líka, fólk breytti trú sinni og viðhorfum til að líkja eftir Shoko Asahara sem þau dýrkuðu.

 

7-8. Mælikvarði 1: DSM-5

15: Upplausnar, hvata-stjórnar og hegðunarraskanir: 15.3. Hegðunarröskun

Mér fannst þessi röskun eiga við vegna þess að Shoko Asahara hræddi fólk, hann stal frá því með því að segja þeim að þau ættu að gefa honum eignir sínar og hann laug að fólki til að ná sínu á framfarir.

2. Geðklofarófsraskanir: 2.1. Geðklofarófsraskanir: 2.1.2 Hugvilluröskun

Mér fannst þessi röskun eiga við vegna þess að hann taldi sig vera Kristur og sá fyrsti upplýsti síðan Buddha.

16: Efnatngdar-og ávana raskanir: 16.6.1 Ofskynjunar víma

Hann og hópurinn stundaði bæði sölu og inntöku á LSD, ég fann ekki hversu mikið af því eða hversu oft.

9.-10. Mælikvarði 2: Persónuleikaraskanir

 18: Persónuleikaraskanir: 18.2.4: Sjálfhverf persónuleikaröskun

Aum sagist geta sigrað þyngdaraflið.

Hann var með ofvaxið sjálfsálit og ætlaðist til að vera viðurkenndur yfirburðamaður. Hann var upptekinn af því að vera við völd og trúði því að hann væri sérstakur. Hann þarfnaðist ýktar aðdáunar og notaði sér persónuleg sambönd til ná eigin markmiðum.

18: Persónuleikaraskanir: 18.2.3: Geðhrifa persónuleikaröskun

Hann vildi vera miðpunktur athyglinnar og leið illa þegar hann var það ekki. Hann var oft með ögrandi hegðun og notaði ytra útlit til að draga að sér athygli. Hann sýndi leikræna tilburði og ýkta tilfinningatjáningu og var áhrifagjarn á fólk og aðstæður.

Viðbætur

  1. Annað skemmtilegt: Lög eftir Shoko Asahara: https://www.youtube.com/watch?v=seVVA5AN5m4

  2. Texti úr lagi sem Shoko Asahara samdi: Það kom frá þriðja ríkinu, lítið hættulegt efnavopn, sarín, sarín. Ef þú andar að þér dularfullri gufunni, dettur þú um koll og gubbar blóði, sarín, sarín,  hugrakka sarín. Í kyrrlátri nóttunni í Matsumoto getum við myrt með eigin höndum, það er allt fullt af líkum, þarna, andaðu að þér, sarín sarín. Búum til sarín, sarín, allt fyllist af eiturgasi, úðum, úðum, sarín, sarín,  hugrakka sarín.

  3. List yfir glæpi hópsins: https://www.nonproliferation.org/wp-content/uploads/2016/06/aum_chrn.pdf

Heimildir

  1. Okumura T, Takasu N, Ishimatsu S, Miyanoki S, Mitsuhashi A, Kumada K, Tanaka K, Hinohara S. (1996). Report on 640 victims of the Tokyo subway sarin attack. ScienceDirect. Sótt af https://www.resuscitationjournal.com/article/S0300-9572%2805%2900253-4/fulltext

  2. Vera Illugadóttir. (Rúv). ( Nóvember 2022). Í ljósi sögunnar [hlaðvarp]. Sótt af https://open.spotify.com/