Vampire of Sacramento

Richard Chase - Vampíran frá Sacramento

Birta Líf Haraldsdóttir & Kristín Helga Ómarsdóttir

Kynning

Richard Chase, betur þekktur sem Vampíran frá Sacramento, var bandarískur raðmorðingi sem ógnaði Sacramento seint á áttunda áratugnum. Hann fæddist 23. maí 1950 í Santa Clara, Kaliforníu. Chase sýndi truflandi hegðun frá unga aldri, til dæmis grimmd við dýr og hrifningu af blóði. Þegar Richard Chase var 23 ára gamall var hann lagður inn á geðsjúkrahús og greindur með Geðklofa, hann fékk lyf en andlega heilsa hans truflaði hann áfram.

Það var svo í desember árið 1977 sem Chase byrjaði morðárás sína og stóð það fram í janúar 1978. Á þessum eina mánuði myrti hann sex manns á öllum aldri með hrottalegum hætti. En hann stundaði það að drekka blóð fórnarlamba sinna og limlesta þau og fékk þaðan viðurnefnið: Vampíran frá Sacramento.

Þann 27. janúar var Richard Chase handtekinn af lögreglunni í Sacramento. Richard Chase fór fyrir rétt og var þar fundinn sekur fyrir öll sex morðin. Kviðdómur dæmdi hann til dauða árið 1979 en árið 1980 framdi hann sjálfsmorð í klefa sínum í San Quentin fangelsinu.

Lögreglumynd Richard Chase.

Glæpurinn

Frá desember 1977 til janúarmánaðar 1978 drap Richard Chase sex einstaklinga, þar á meðal ólétta konu og tvö börn. Chase braust inn til fórnarlambanna, skaut, stakk eða barði þau til dauða. Hann drakk svo blóð þeirra og borðaði innyfli þar sem hann taldi að blóð sitt væri að verða að sandi eða dufti og til þess að deyja ekki sjálfur þyrfti hann að drekka blóð annarra. Svipaða sögu er að segja um innyflin, hann taldi að líffærin sín væru að minnka og hann þyrfti að innbyrða líffæri fórnarlamba sinna til að endurnýja eigin líffæri. Hann vildi ekki drekka blóð né borða innyfli að hans sögn og átti til að blanda því við kók eða jógúrt til að koma því niður. Hann gerði þetta allt saman því nasistar áttu að vera að reyna að eitra fyrir honum með því að setja eitur undir sápu-diskinn hans.

Rétt áður en morðin áttu sér stað tók hann upp á ýmsum athöfnum, eins og mætti heim til mömmu sinnar með dauðan kött, reif innyflin út úr honum fyrir framan hana og smurði blóði hans á sig, mamma hans gerði ekkert. Tveimur dögum fyrir fyrsta morðið skaut hann einnig á heimili konu en enginn meiddist.

Fyrsta morð Chase sem vitað er af var skotárás þann 29. desember 1977 en fórnarlambið var Ambrose Griffin. Tveimur vikum síðar reyndi hann að komast inn á heimili konu en þar sem hurðir hennar voru læstar fór hann í burtu, hann taldi nefnilega læstar hurðir vera merki um að hann væri ekki velkominn en ólæstar hurðir boð um að koma inn.

Næsta morð Chase var þann 23. janúar 1978 þegar hann skaut Teresu Wallin sem var þá ólétt. Hann stundaði svo kynferðislegar athafnir við Wallin á meðan stakk hana og fjarlægði svo líffæri hennar.

Næst voru það morðin á Evelyn Miroth, Danny Meredith, Jason og David Ferreira. Chase braust inn á heimili Miroth og skaut öll fórnarlömbin til bana áður en hann limlesti Miroth, stundaði kynferðislegar athafnir og borði innyfli hennar. Þetta voru seinustu morð Chase þar sem nágranni kom Chase á óvart sem leiddi til handtöku hans seinna um daginn.

Einn glæpavettvangur Richard Chase.

Persónan

Richard Chase átti erfiða æsku, frá unga aldri drap hann dýr eins og hunda, ketti og kanínur, pyntaði og sundurlimaði dýrin og drakk úr þeim blóðið. Það mátti einnig sjá merki um ranghugmyndir og ofskynjanir frá unga aldri. Hegðun Chase stigmagnaðist með aldri, hann hætti svo í framhaldsskóla og byrjaði að taka fíkniefni sem bara ýtti undir ranghugmyndir og ofskynjanir hans. Hann var svo lagður inn á geðsjúkrahús árið 1973 og var þar greindur með Geðklofa. Hann var síðan aftur lagður inn gegn vilja hans árið 1975 eftir að hafa fengið blóðeitrun fyrir að hafa sprautað kanínu-blóði í æð og fékk eftir það viðurnefnið: „Vampíran af Sacramento,“ hann flúði síðan þaðan út. Versnandi geðheilsa og fíkniefnaneysla truflaði hann mikið, hegðun hans varð sífellt óreglulegri sem að lokum leiddi til morðanna seint á áttunda áratugnum.

19.9.2. Nágirnd - Hann átti til að sofa hjá og misnota fórnarlömb sín eftir að hann var búinn að drepa þau. Hann gat heldur aldrei sofið hjá fyrrum kærustum sínum á unglingsaldri því það eina sem örvaði hann kynferðislega voru pyntingar, t.d. á dýrum, og lík.

2.1.5. Geðklofi - Það er augljóst að hann átti við geðklofa að stríða þar sem hann trúði því að líf hans myndi enda ef hann drykki ekki blóð eða borðaði innyfli annarra.

18.1.3. Geðklofalík persónuleikaröskun - Það má einnig segja að hann hafi verið með geðklofalíka persónuleikaröskun þar sem félagsfærni hans virtist fara hrakandi með árunum og hann varð æ sérkennilegri í útliti (hætti sem dæmi að borða og varð grannur og fölur).

Richard Chase á meðan allt lék í lyndi.

Endirinn

Chase fór fyrir rétt árið 1979 en lögmaður hans reyndi að sýna fram á að Chase væri geðveikur og gæti ekki setið réttarhöld en kviðdómur taldi hann geta það. Chase var sakfelldur fyrir sex fyrstu gráðu morð og dæmdur til dauða. Í desember 1980 tók Chase eigið líf í fangaklefa sínum í San Quentin fangelsinu.

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=Bdtw5ephMkg&t=99s

Mælikvarðar

Mælikvarði 9: Hare 22/20 listinn

Vegna þess að hann var með fyrri greiningu um geðklofa, sýndi einkenni frá unga árum og neytti fíkniefna. Við teljum að 6, 7, 8 eigi við hann þar sem ekki kemur mikil sektarkennd eða samkennd fram hjá Richard bæði í æsku og á fullorðins árum. 9 – þar sem hann var bæði fjárhagslega háður öðrum og með lítinn sjálfsaga. 10 – léleg stjórn á eigin hegðun. 12 – snemmkomin hegðunarvandamál. 13 – skotur á langtíma eða raunhæfum markmiðum eða áætlunum. 18 – unglingabrot.

Mælikvarði 11: Hare kenningin eða 19 Babiak & Hare flokkun

Báðir mælikvarðar eiga að einhverju leyti við Richard Chase og getum við ekki greint á milli hvor henti betur. Það er þó hægt að rökræða um það hvort þessir skalar eigi yfir höfuð við hann þar sem hann átti frekar við geðræn vandmál að etja heldur en að vera talinn siðblindur.

Mælikvarði 11: Hare kenningin

Factor 2, facet 4 antisocial - Þar sem Richard átti við hegðunarvanda að stríða frá æsku og unglinga afbrot (drepa dýr).

Mælikvarði 19: Babiak & Hare flokkunin

3. Macho: High: Affective. Lifestyle. + Antisocial. Low: Interpersonal. Macho psychopaths are aggressive, bullying and abrasive, but less charming and less controlling. Do more – but talk less.

- Eins og enska útskýringin segir, hann var árásargjarn en þó ekki heillandi né stjórnandi. Hann talaði lítið en framkvæmdi helling.

Mælikvarði 15: CCM flokkunin

Mælikvarði 15, CCM, nr 126: nonspecific-motive murder.

Þegar einstaklingur drepur en enginn veit ástæðuna fyrir því nema hann, eins og hann drap til að „bjarga sjálfum sér,“ andleg veikindi einnig algeng hér sem hann augljóslega glímdi við.

Mælikvarði 18: Emerick hringkenningin

Við myndum segja 17 frekar en 18 þar sem það kemur hvergi fram að hann sé hræddur við höfnun eða með lélega sjálfsmynd. Það er þó líklegt að hann hafi ekki verið með alltof góða sjálfsmynd miðað við hvernig hann hugsaði um heilsu sína og sjálfan sig. En það er hægt að fullyrða að hann hafi verið í hugrofi sem leiddi hann til að „veiða“ fórnarlömb sín. Hann beitti réttu brögðunum með því að koma þeim á óvart og hélt þeim inni á lokuðu svæði. Hann naut þess að drepa fórnarlömb sín og örvaðist kynferðislega við það. Hann tók með sér líkamsparta heim til að borða og þjáðist af þunglyndi því jú hann vildi ekki gera þetta er þurfti þess því annars myndi hann deyja.

Mælikvarði 14: Mindhunter kenningin

Richard Chase passar við flest en ekki allt, einnig vitum við sumt ekki 100%. Chase passar allavegana við 1, 3 (gekk illa í skóla), 4, 6 (beittur líkamlegu ofbeldi af föður) og 8 en svo passar hann að hluta við aðra þætti og vitum ekki með vissu með enn aðra.

Mælikvarði 13: Holmes & Deburger flokkunin

1. Ímyndunar kenningin - drepa vegna þess eitthvað segir þeim að gera það, sem aðrir heyra ekki. Eins og með Richard, hann drap til að bjarga sjálfum sér frá “veikindum” sem enginn annar en hann sá né skildi.

Heimildir

Blanco, J. I. (n.d.). Richard Trenton CHASE. Richard Chase | Murderpedia, theencyclopedia of murderers. Retrieved March 27, 2023, from https://murderpedia.org/male.C/c/chase-richard.htm