Einn

Luis Garavito

Luis Garavito - La Bestia

Hörður Kárason & Rakel Guðjónsdóttir

Kynning

Luis Alfredo Garavito Cubillos, einnig þekktur sem: La Bestia (dýrið) er kólumbískur raðmorðingi, kynferðisafbrotamaður, barnaníðingur og náriðill. Hann var fæddur árið 1957 og ólst upp við erfiðar heimilisaðstæður og upplifði mörg áföll í æsku svo sem líkamlegt ofbeldi og kynferðisofbeldi. Garavito drap og tók í sundur 2 fugla í fyrsta sinn eftir að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í fimmta bekk. Garavito fór svo að beita systkini sín og önnur börn kynferðisofbeldi seinna meir. Þegar Garavito varð fullorðinn upplifði hann þunglyndi, geðrof, sjálfsvígshugsanir, lotugræðgi og felmturöskun. Einnig var hann alkóhólisti og var gjarnan undir áhrifum áfengis þegar hann framdi glæpi sína. Garavito fór að misnota börn, aðallega drengi í meira magni og er talið að hann hafi verið búinn að misnota og pynta um 200 börn á milli 1980-1992. Á þeim tíma hafði hann þó fengið geðræna hjálp í um 5 ár vegna sjálfsvígstilrauna og þunglyndis. Árið 1992 var Garavito kominn af stað í glæpum sínum og fékk ekki sömu tilfinningu lengur þegar hann framdi þá og ákvað hann þá að fara skrefinu lengra og myrða þá drengi sem hann valdi. Aðallega voru þeir drengir heimilislausir, munaðarlausir eða af vinnandi lágstétt. Á tímabili morðanna voru margir ungir kólumbískir drengir á aldrinum 6-16 ára sem voru í óskilum eða fundust látnir með augljósa áverka kynferðisbrots og limlestir. Eftir að Garavito var fangaður árið 1999 játaði hann að hafa myrt 140 drengi en líklega voru fórnalömb hans nær 200 talsins. Garavito var dæmdur í fangelsi í 1853 ár og 9 daga sem var hæsti dómur í Kólumbíu á þeim tíma en árið 2007 var dómurinn styttur í 40 ár þar sem það var hámarkstími sem fangar mega sitja í Kólumbíu og svo síðar í 22 ár þar sem hann var samvinnuþýður við yfirvöld. Garavito hefur verið haldið aðskildum frá öðrum föngum allan þann tíma sem hann hefur setið inni, þar sem óttast er að hann yrði myrtur. Garavito hefur rétt á að sækja um reynslulausn í ár, 2023.

Þrjár myndir af Garavito á misjöfnum aldri.

Glæpurinn

Eins og greint var frá stuttlega, þá fólust fjölmargir glæpir Luis Garavito í því að nauðga og myrða unga drengi. Á árunum 1986-1992 hafði Garavito ekki myrt neitt barn en hafði hins vegar gert skaðlega hluti við um það bil 200 börn, svo sem að nauðga og pynta þau. Fórnalömb Garavito voru aðallega drengir á aldrinum 6-16 ára. Hann nálgaðist þá á daginn með því að þykjast vera sölumaður, prestur eða annarskonar aðili. Hann laðaði þá vanalega að með því að lofa þeim pening, mat eða vinnu, en drengirnir voru oftast fátækir, heimilislausir eða munaðarlausir. Hann fór svo með fórnarlömb sín út fyrir bæjarmörk svo enginn myndi bera vitni á því sem kæmi næst. Talið er að hann hafi tekið um 1 fórnarlamb á mánuði. Eftir 1992 þróuðust glæpir hans í kynferðisbrot og morð og er talið að hann hafi myrt nær 200 börn, en hann játaði morð á 140 börnum. Á þessum tíma er líklegt að hann hafi jafnvel myrt nokkur börn á dag. Garavito hélt dagbók þar sem hann skráði niður fórnarlömb sín og tók hann minjagripi með sér heim. Eftir því sem morðin urðu fleiri urðu þau viðbjóðslegri. Margir velta fyrir sér hvernig einum manni tókst að skaða og myrða svona mörg börn án þess að nást. Mikill órói hefur verið í Kólumbíu, sérstaklega á þessum tíma, bæði voru átök sem tengdust kalda stríðinu og stríðinu gegn fíkniefnum (e. war on drugs). Á hátindi morða Garavito var Medellin í Kólumbíu kölluð morðhöfuðborg heimsins.

Af einum morðvettvangi Garavitos.

Persónan

Luis Garavito glímdi við ýmsar geðraskanir, drakk mikið og sýndi andfélagslega hegðun. Á sínum yngri árum átti hann aldrei vini og fann sér aldrei rætur í ákveðnu umhverfi. Á fullorðinsárum uppgötvaði Garavito bók Hitlers, Mein Kampf og tengdi við yngri ár Hitlers. Garavito lýsti yfir aðdáun á Hitler, fjöldagröfum og Helförinni. Hann las einnig Biblíuna mikið á tímabili og var með hálfgerða þráhyggju fyrir því og var að reyna að finna útskýringu á því af hverju hann væri eins og hann var. Þrátt fyrir það fékk hann seinna áhuga á satanisma, lét lesa í lófa sinn og Tarot spil. Garavito fékk þráhyggju fyrir kólumbískum æðismorðingja og dáðist hann af athyglinni sem hann fékk.

Luis Alfredo Garavito Cubillos.

Garavito var líklega með nokkrar geðraskanir. Hann varði fimm árum hjá geðlækni á geðdeild eftir sjálfsvígstilraunir og var þar greindur með Verulega þunglyndisröskun (4.2.). Það er þó augljóst að Garavito var með Barnahneigð (19.4.) og Sadisma (19.6.). Garavito var mjög veikur einstaklingur sem glímdi við ýmis vandamál og gerði hluti sem er erfitt að hugsa sér. Líklegt er að Garavito hafi verið með Andfélagslega persónuleikaröskun (18.2.1.). Sögur frá unglingsárum hans, svo sem að brjóta á systkinum sínum, og að meiða dýr gefa vísbendingar um það. Mikil ofbeldishneigð var til staðar, hann átti erfitt með að halda í vinnu og hann hafði skort á eftirsjá.

Endirinn

Garavito hafði yfir tíðina lent í kasti við lögin, oftast tengdist það misnotkun barna og var nokkrum sinnum yfirheyrður varðandi hvarf ungra drengja en Garavito náði að koma sér út úr því.

Árið 1998 fann lögregla lík þriggja barna á tveimur dögum á sama svæði. Öll börnin virtust hafa verið kynferðislega misnotuð á sama hátt. Lögreglan fann svo miða sem leiddi þá að húsi kærustu Garavito. Þegar lögreglan kom að húsi kærustunnar gaf kærastan lögreglunni tösku sem innihélt hluti sem Garavito átti en hún hafði ekki séð hann í nokkra mánuði að hennar sögn. Í töskunni voru myndir af ungum drengjum, dagbók með fórnarlömbum hans. Stuttu seinna var Garavito handtekinn fyrir tilraun til kynferðisbrots þegar það var vitni sem sá til hans. Hann var færður í gæsluvarðhald 22. apríl 1999. Lögregla notaðist við DNA og aðra hluti sem tengdust Garavito til þess að tengja hann við mörg morð. Garavito endaði á því að játa fyrir morð 140 barna en lögreglu tókst að finna sönnunargögn sem bættu að minnsta kosti 32 fleiri fórnarlömbum við. Garavito var dæmdur í fangelsi í 1853 ár og 9 daga árið 2007 var dómurinn styttur í 40 ár þar sem það var hámarkstími sem fangar mega sitja í Kólumbíu og svo síðar í 22 ár þar sem hann var samvinnuþýður við yfirvöld. Garavito fær kost á að sækja um reynslulausn í ár.

Myndband: This Serial Killer Who Will Be a FREE Man in 2023! (Luis Garavito) (12:49) - með þeim styttri sem til eru um málið.

Mælikvarðarnir

Mælikvarði 9: Hare 22/20 listinn

Mælikvarði 9 - Hare 20 passar betur við Luis Garavito, Það er þó ekki allt sem passar við hann.

Það sem á við Luis Garavito er: 03. Proneness to boredom, 04. Pathological lying, 05. Conning, 06. Lack of remorse, 07. Shallow affect, 08. Lack of empathy, 10. Poor behavioral control, 11. Promiscuous sexual behavior, 12. Early behavioral problems, 13. Lack of realistic, long-term plans, 14. Impulsivity, 15. Irresponsibility, 18. Juvenile delinquency.

Þetta eru því 13 atriði af 20 sem passa við Luis Garavito.

Mælikvarði 11: Hare kenningin

Hare kenning skiptist í Factor 1 og Factor 2 og er svo hver flokkur með 2 undirflokka.

Luis Garavito passar best inn í Factor 2: Social Deviance og Facet 4: Antisocial. Undir þeim Facet er eftirfarandi: Poor behavioural controls, Early behavioural problems, Juvenile delinquency, Revocation of conditional release og Criminal versatility. Það passar ekki allt á þessum lista við Garavito, t.d. eiga seinni 2 atriðin ekki vel við hann. Einnig eru atriði í öðrum flokkum sem passa vel við hann, en þau koma vel fram í fyrrnefndum mælikvarða 9.

Mælikvarði 12: stone 22 listinn

Mælikvarði 12 - Stone 22 listinn er flokkunarkerfi þar sem illsku er flokkað niður. Luis Garavito fellur undir yfirflokkinn Serial Killers, Torturers, Sadists og er í flokki 22 sem er sá allra versti. Sá flokkur er: Psychopathic torture-murderers with torture as their primary motive. The motive need not always be sexual. Ástæða Garavito var þó nær alltaf kynferðisleg.

Mælikvarði 18: emerick Hringkenningin

Luis Garavito var talinn í afneitun gagnvart glæpum sínum. Það sýndi sig með því hvað hann dró úr alvarleika glæpanna og kenndi fórnarlömbum sýnum og utanaðkomandi þáttum um gjörðir sínar. Þar sem Garavito reyndi að réttlæta glæpi sína fyrir sjálfum sér og öðrum sem og notar áfengi sem deyfilyf passa fyrstu fjögur þrepin í Hringkenningu Emerick, Gray & Gray við hegðun hans. Garavito passar í þrep sjö þar sem hann byrjar fyrst um sinn aðallega að misnota fórnarlömb sín en svo síðar meir fer hann að myrða þau líka. Einnig passar hann í þrep átta og níu þar sem fórnarlömb hans voru aðalega ungir lágstéttar drengir og hann reynir að réttlæta glæpina fyrir sjálfum sér eins og kom fram í fyrstu þrepunum, sem lokar hringnum.

Mælikvarði 7: dauðasyndirnar 7

Miðað við eðli glæpa Garavitos mætti halda því fram að syndirnar Losti og Græðgi gætu átt sérstaklega við hann. Glæpir Garavito voru fyrst og fremst kynferðislegar og einbeitti hann sér að viðkvæmum börnum til að fullnægja eigin löngunum. Losti er vel lýsandi fyrir hann, það var mikil illska, sadismi, kynferðisfrávik og yfirgangur. Græðgin kom vel fram í þeim gríðarlegum fjölda fórnarlamba sem hann braut á.

Mælikvarði 13: holmes & Deburger flokkunin

Á Mælikvarða 13 – Holmes & Deburger fellur Luis Garavito undir 3. sjálfelskutegundina (e. hedonistic type). Þessari tegund er skipt niður í 5 flokka og af þeim passar Garavito í flokk 3a sem er Girnd/sterkar hvatir (e. lust). Þeir sem eru í þeim flokki æsast upp kynferðislega.

Heimildir

  1. Condenan a 1853 años de cárcel al mayor asesino en serie de Colombia. (2001, 3. Nóvember). Caracol Radio. https://caracol.com.co/radio/2001/11/03/nacional/1004770800_103593.html

  2. John Philip Jenkins. (2023, 21. Janúar). Luis Garavito Colombian serial killer. Brittannica. https://www.britannica.com/biography/Luis-Garavito

  3. Violador Luis Alfredo Garavito fue condenado a 22 años de cárcel en Ecuador.  (2007, 27. Júlí). Redaccion El Tiempo.https://www.eltiempo.com/archivo/documento/CMS-3656990

  4. Luis Garavito (Serial Killer Biography). (2022, 12. Mars). Practical Psychology. https://practicalpie.com/luis-garavito/

  5. Serena, K. (2021, 11. október). He Killed More Than 100 Kids In Colombia — And He Could Be Released In 2023. All That’s Interesting. https://allthatsinteresting.com/luis-garavito

  6. Treating Sexual Offenders: An Integrated Approach. (e.d.). Routledge & CRC Press. Sótt 20. mars 2023, af https://www.routledge.com/Treating-Sexual-Offenders-An-Integrated-Approach/Marshall-Marshall-Serran-Fernandez/p/book/9780415949361

Harold Shipman

Helga Margrét Rúnarsdóttir & Ólöf Jóhanna Sigurþórsdóttir

Kynning

Harold Shipman var breskur læknir og einn afkastamesti raðmorðingi í sögunni. Hann var dæmdur fyrir að myrða 15 sjúklinga sína árið 2000, en talið er að hann hafi myrt að minnsta kosti 218 manns á margra ára tímabili, þá aðallega eldri konur. Hann varð heltekinn og háður morðunum þar sem þau gáfu honum vald og stjórn. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn.

Lögreglumynd af Harold Shipman.

Glæpurinn

Harold Frederick Shipman drap sjúklinga sína með því að gefa banvæna skammta af lyfinu díamorfín, einnig þekkt sem heróín. Hann sprautaði lyfinu inn í fórnarlömb sín, annað hvort beint í blóðrás þeirra eða með dreypi í æð. Díamorfín er öflugt verkjalyf og er almennt notað til að lina alvarlega verki. Hins vegar, í stórum skömmtum, getur það valdið öndunarbilun og dauða. Shipman gaf lyfið oft í miklu meira magni en nauðsynlegt er, sem olli því að sjúklingar hans dóu úr ofskömmtun. Fórnarlömb Shipmans voru yfirleitt eldri konur sem bjuggu einar og höfðu sögu um langvinn veikindi eða voru í veikburða ástandi. Hann heimsótti heimili þeirra í þeim tilgangi að veita læknisaðstoð og sprautaði þá í þær lyfinu þar sem þær voru einar og viðkvæmar. Auk þess falsaði hann sjúkraskrár til að láta líta út fyrir að sjúklingarnir hefðu látist af náttúrulegum orsökum og breytti jafnvel erfðaskrá sinni til að erfa bú þeirra.

Shipman og til hægri lyfjaskammturinn sem hann notaði.

Persónan

Harold Shipman fæddist í Nottingham í Englandi árið 1946 og ólst upp í miðstéttar fjölskyldu. Eftir að hafa lokið læknisprófi við Leeds háskóla starfaði hann sem læknir á nokkrum sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum um Bretland áður en hann byrjaði sína eigin stofu í Hyde í Manchester árið 1993. Shipman var þekktur fyrir að vera mjög greindur og metnaðarfullur. Auk þess var hann talinn hæfur og traustur læknir af mörgum sjúklingum sínum. Hann var líka þekktur fyrir að vera sannfærandi og heillandi. Þrátt fyrir þetta var hann þekktur fyrir að vera mjög stjórnsamur, ráðríkur og hafði orð á sér fyrir að vera erfiður í samstarfi. Hann var einnig grunaður um að hafa stolið fíkniefnum frá fyrrverandi vinnustað sínum, þótt hann hafi aldrei verið ákærður fyrir brotið.

Það eru engar skýrar vísbendingar sem benda til þess að Harold Shipman hafi verið með greinanlegar geðraskanir, jafnvel þó að hann hafi sýnt fjölda persónueinkenna sem tengjast Siðblindu og Sjálfhverfri persónuleikaröskun. Í samhengi við glæpi hans og hegðun teljum við hann vera Sadista þar sem hann naut þess að kvelja aðra og sjá þá kvalda. Einnig teljum við hann hafa verið með Ópíum röskun (efnatengdar og ávana raskanir) þar sem hann var háður pethidine í upphafi starfsferilsins, sú fíkn breyttist síðar í morðfíkn. Að lokum er hann augljóslega með Sjálfhverfa persónuleikaröskun þar sem hann sýndi langvarandi hegðunarmynstur mikilmennsku, var með ofvaxið sjálfsálit, skorti samúð með öðrum og sýndi hroka í hegðun og viðhorfum.

Harold Frederick Shipman heimilislæknir.

Endirinn

Harold Shipman var handtekinn 7. september 1998, eftir að áhyggjur bárust af miklum fjölda dauðsfalla meðal sjúklinga hans. Síðasta fórnarlamb Shipmans, Kathleen Grundy, var auðug 81 árs gömul ekkja sem hafði nýlega gert upp erfðaskrá sína sem útilokaði Shipman frá búi hennar. Eftir lát Grundy fylltist dóttir hennar grunsemda og fór fram á krufnun sem leiddi í ljós banvænt magn diamorfíns í kerfi hennar. Lögreglan hóf þá rannsókn á starfsemi Shipmans og fann vísbendingar um að hann hefði markvisst myrt sjúklinga sína í mörg ár. Shipman var ákærður fyrir 15 morð og eitt skjalafals sem tengdist erfðaskrá Grundys. Í réttarhöldunum yfir honum sem hófust í október 1999 sagðist Shipman vera saklaus af öllum ákæruliðum. Réttarhöldin voru eitt umfangsmesta sakamál í sögu Bretlands og vöktu mikla athygli fjölmiðla. Verjendateymi Shipmans hélt því fram að dauðsföll sjúklinga hans væru af náttúrulegum orsökum og að hann væri á ósanngjarnan hátt skotmark saksóknara. Hins vegar voru sönnunargögnin gegn honum yfirþyrmandi og hann var fundinn sekur á öllum ákæruliðum þann 31. janúar, árið 2000. Shipman var dæmdur í lífstíðarfangelsi með þeim tilmælum að hann yrði aldrei látinn laus. Auk þess var hann sviptur læknisleyfi sínu. Hann eyddi því sem eftir var ævi sinnar í fangelsi þar til hann hengdi sig í klefa sínum 13. janúar 2004, 57 ára að aldri. Mál hans er enn eitt átakanlegasta dæmi um læknamisferli og hefur haft varanleg áhrif á læknastéttina og réttarkerfið í Bretlandi.

Heimild: Stutt myndband sem lýsir málinu vel: https://www.youtube.com/watch?v=zXQ1T8NvZtI

MÆLIKVARÐAR

Mælikvarði 8: cleckley 16 atriði

1. Yfirborðslegur sjarmi og góð greind. 2. Engin merki um geðrof. 3. Ekkert stress né taugaveiklun. 4. Óáreiðanleiki. 5.Ósannsögli og óheiðarleiki. 6. Skortur á eftirsjá eða skömm. 7. Ástæðulítil andfélagsleg hegðun. 8. Fátækleg tilfinningaviðbrögð. 9. Sjúklega sjálfsmiðaður og ástleysi. 10. Léleg dómgreind, lærir ekki af reynslunni. 11. Skortur á innsæi. 12. Lítil félagsleg svörun. 13. Fjarstæðukennd og óumbeðin hegðun. 14. Sjálfsmorð sjaldan framkvæmt. 15. Lítið og ópersónulegt kynlíf. 16. Fylgja ekki neinni lífsáætlun.

Að okkar mati fellur Harold Shipman undir lið 1 þar sem hann var bráðgreindur og vel menntaður. Liðir 2 og 3 eiga einnig við þar sem hann sýndi engin merki um geðrof eða taugaveiklun. Þar sem hann falsaði erfða- og sjúkraskrár á liður 5 einnig vel við um hann. Hann sýndi ekki merki um litla félagslega svörun eða að fylgja ekki lífsáætlun. Hins vegar sýndi hann margsinnis merki um litla sem enga eftirsjá, skort á innsæi, lélega dómsgreind og óumbeðna hegðun við samstarfsfélaga. Auk þess var hann sjúklega sjálfsmiðaður og því má segja að fleiri en færri einkenni eigi við um Harold Shipman.

Mælikvarði 19: babiak & hare flokkunin

Hare og Babiak bendu á að allir með siðblindu sýndu eftirfarandi einkenni: Grunnar tilfinningar, skort á samkennd, skort á sektarkennd og eftirsjá. Þeir skiptu siðblindum í þrjá flokka:

1. Classic: High: Interpersonal. +Affective. + Lifestyle. + Antisocial - Hér koma fram öll dæmigerð einkenni siðblindu.

2. Manipulative: High: Interpersonal. + Affective. Low: Lifestyle. + Antisocial - Hér eru einstaklingar sem ráðskast með aðra, eru stjórnsamir, svikulir og sjarmerandi en eru ekki hvatvísir né andfélagslegir. Þeir tala meira - gera minna.

3. Macho: High: Affective. Lifestyle. + Antisocial. Low: Interpersonal. - Hér eru dæmi um árásargirni, einelti og abrasiveen minna um sjarma og stjórnsemi. Gera meira - tala minna.

Að okkar mati á afbrigði 2. Manipulative siðblinda, best við um Harold Shipman þar sem hann skorar hátt bæði á Interpersonal skalanum og Affective skalanum auk þess að vera lár á Lifestyle skalanum og Antisocial skalanum. Hann var svikull, sjarmerandi og stjórnsamur en hvorki hvatvís né andfélagslegur.

Mælikvarði 15: ccm flokkunin

Að okkar mati á flokkur 128 medical murder, nánar tiltekið 128:1 Pseudo-Mercy Homicide, best við þar sem helstu fórnarlömb hans voru veikburða sjúklingar sem hann hafði litla samúð með. Morðin veittu honum vald og stjórn þar sem hann hafði ánægju af því hve vel sjúklingar hans treystu honum og hann gat valið hver fengi að lifa og hver myndi deyja.

Mælikvarði 17: Norris 7 fasar

1. Hugrofs fasi. 2. Veiði fasi. 3. Biðils fasi. 4. Handtöku fasi. 5. Morð fasi. 6. Minjagrips fasi. 7. Þunglyndis fasi.

Að okkar mati á þessi mælikvarði illa við þar sem atriðin samræmast ekki Harold Shipman. Til að mynda sýndi hann engin merki um hugrof, hann veiddi í raun ekki fórnalömb sín heldur treystu þau á að hann væri góður læknir og komu til hans. Eins króaði hann ekki fórnarlömb sín inni á afmörkuðu svæði, safnaði ekki minjagripum og sýndi ekki merki um þunglyndi. Hvað varðar morð fasan þá vissulega á það við um Harold Shipman að morðið sjálft var hápunktur en þar sem flest öll atriðin þurfa að eiga við samkvæmt Norris kvarðanum þá er ekki hægt að segja að hann passi vel við.

Mælikvarði 14: mindhunter kenningin

Mindhunter kenningin felur í sér ályktanir Mindhunter teymisins (John E. Douglas, Robert Ressler og Ann Burgess) um eðli og orsök morða og morðingja. Teymið setti fram tíu atriði sem einkenna morðingja sem flest passa illa við Harold Shipman:

  1. Flestir þeirra eru einhleypir hvítir karlmenn: Harold Shipman var vissulega hvítur karlmaður en hann var ekki einhleypur.

  2. Þeir eru dæmigert yfir meðalgreind, þó sjaldanst ofurgreindir: Þetta á við um Harold Shipman þar sem hann var vel menntaður læknir og var vissulega yfir meðalgreind.

  3. Þrátt fyrir góða greind gengur þeim illa í skóla, hafa gloppóttan atvinnuferil og enda í láglaunastörfum: Þetta á ekki við um Harold Shipman vegna þess að honum gekk ekki illa í skóla, hann kláraði læknisfræði frá University of Leeds Medical School árið 1970 og starfaði sem virtur læknir þar til hann var handtekinn.

  4. Þeir koma frá miklum vandamála fjölskyldum. Dæmigert er að þeim er hafnað af föður frá unga aldri og þeir alast upp hjá brotnum heimilum einstæðra mæðra: Lítið er vitað um fjölskyldu Harold Shipman á æskuárum hans, en faðir hans var mikið í burtu svo áætla má að hann hafi í raun alist upp hjá einstæðri móður. Ekki er vitað hvort vandamál voru í fjölskyldunni.

  5. Löng saga geðrænna vandamála, glæpa og alkóhólisma í fjölskyldum þeirra: Það eru engar vísbendingar sem benda til þess að löng saga sé um geðræn vandamál, glæpi og alkóhólisma í fjölskyldu hans.

  6. Í barnæsku eru þeir misnotaðir – andlega, stundum líkamlega, oft kynferðislega. Slík gróf misnotkun hefur sterk mótandi áhrif á þá, bæði í formi niðurlægingar og hjálparleysis: Sumir vilja meina að Harold Shipman gæti hafa upplifað tilfinningalega vanrækslu frá foreldrum sínum sem bæði voru upptekin við að vinna og gátu þá ekki veitt honum þá athygli og þann tilfinningalega stuðning sem hann þurfti á að halda sem barn. Hins vegar er ekkert sem bendir til þess að móðir hans eða faðir hafi beitt hann líkamlegu eða andlegu ofbeldi.

  7. Vegna neikvæðra tilfinninga þeirra til fjarlægra og oft fjarverandi feðra (sem misnota þá), eiga þeir í útistöðum við karlkyns yfirmenn sína. Og vegna þess að móðir þeirra er svo yfirþyrmandi þá ala þeir með sér mikið hatur á konum: Þetta á ekki við um Harold Shipman þar sem hann er ekki talinn hafa verið misnotaður af föður sínum. Eins er ekkert sem bendir til þess að hann hafi haft hatur á konum eða lent í útistöðum við karlkyns yfirmenn.

  8. Þeir eiga við geðræn vandamál sem börn og lenda snemma í útistöðum við kerfið – eru oft snemma inni á stofnunum (munaðarleysingja-, unglingaheimilum, fangelsum ...): Þetta á alls ekki við um Harold Shipman þar sem hann er ekki talin hafa átt við geðræn vandamál að stríða sem barn og lendi ekki í útistöðum við kerfið. Eins ólst hann upp á heimili foreldra sinna ásamt tveimur systkinum.

  9. Vegna mikillar einangrunar þeirra og haturs út í samfélagið (á einstaklingum og sjálfum sér) eru þeir oft í sjálfsmorðshættu á unglingsárum: Það eru engar vísbendingar sem benda til þess að Harold Shipman hafi verið í sjálfsmorðshættu á unglingsárum. Sem unglingur hagaði hann sér vel og stóð sig prýðilega í skóla. Hins vegar var hann rólegur og hlédrægur unglingur en ekkert bendir til þess að hann hafi verið einangraður eða hatursfullur út í samfélagið.

  10. Þeir sýna mikinn og viðvarandi áhuga á kynfrávikum með sérstaklegan áhuga á blætisdýrkun (e. fetishism), sýnihneigð (e. voyeurism) og ofbeldisfengnu klámi (sjá kafla 19: Kynfrávik í DSM-5): Hegðun Harold Shipman hafði ekkert með kynfrávik eða annars konar kynferðislega hegðun að gera. Því passar þessi liður ekki við hann.

Mælikvarði 13: holmes & deburger flokkunin

Ronald M. Holmes & James E. De Burger kynntu athyglisverða flokkun á morðum. Kenning þeirra gengur út á að útskýra ástæðu morða, þar sem þeir einbeita sér að raðmorðingjum.

Flokkarnir þrír eru: 1. Ofsjónir 2. Hugsjónir 3. Sjálfselska 3a. Sterkar hvatir 3b. Spenna 3c. Þægindi 3d. Stjórnun/vald 3e. Félagsskapur.

Að okkar mati flokkast Harold Shipman sem 3. Ssjálfselsku tegundin þar sem hann var hreinlega að drepa vegna þess að honum langaði til þess og fékk eitthvað útúr því. Nánartiltekið flokkast hann í lið 3.d stjórnunar/vald tegundin þar sem hann varð háður því að drepa, því það veitti honum vald og stjórn yfir annarri manneskju.

Heimildir

  1. Biography.com Editors. (2020, 14. febrúar). Harold Shipman Biography. Biography.

    https://www.biography.com/crime/harold-shipman

  2. O’Neill, 2000)O’Neill, B. (2000). Doctor as murderer. BMJ : British Medical Journal, 320(7231), 329–330.

  3. https://doi.org/10.1136/bmj.320.7231.329