TOPPAN, “Jolly” Jane

Fyrstis kvenkyns raðmorðinginn

Elva Björg Elvarsdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Silja Gunnarsdóttir og Karitas Kjartansdóttir

Jane Toppan.

Jane Toppan.

A)   Almenn lýsing á málinu

Jane Toppan (1854-1938), einnig þekkt sem “Jolly” Jane, er talin vera fyrsti kvenkyns raðmorðinginn. Hún vann sem hjúkrunarfræðingur og var talin vera fyndin og ánægjuleg til að umgangast en hún kom alltaf vel fram og náði fólki auðveldlega á sitt band. Hún var hins vegar ekki jafn indæl eins og haldið var, en í starfi sínu sem hjúkrunarfræðingur eitraði hún fyrir rúmlega 100 sjúklingum sínum á síðari hluta 19. aldar. Hún notaði deyfandi lyf á sjúklinga sína og oft lék hún sér að því að deyfa þá, ná þeim aftur til meðvitundar og drepa þau svo með enn stærri skammti af deyfilyfjum. Á meðan sjúklingar hennar voru meðvitundarlausir áreitti Jane þau oft kynferðislega. Dæmi voru um að sjúklingar sem lifðu af eitrunina hennar töldu sig hafa dreymt um þetta kynferðislega ofbeldi en þegar Jane var loks handtekin áttuðu þau sig á því hvað hafði gerst í raun.

Jane framdi ekki einungis glæpi gagnvart sjúklingum sínum heldur myrti hún einnig fólk sem hún þekkti persónulega. Hún myrti til dæmis húsráðanda sinn og konu hans, stjúpsystur sína og vinkonu. Ferill Jane spannaði tæplega tvo áratugi en með árunum fór hún að verða kærulausari. Það fór að vakna spurningar þegar fimm meðlimir Davis fjölskyldunnar, þar sem Jane bjó á tímabili, dóu á einu sumri. Þegar framkvæmt var eiturefnapróf á líkum þeirra komst það upp að dánarorsök þeirra allra var eitur og þar með komst upp um Jane.

Jane var klárlega siðblind, hún kom vel fram og átti auðvelt að fá fólk til að líka vel við sig. Aftur á móti framdi hún fjöldan allan af hrottalegum glæpum og var flinkur lygari sem naut þess að eyðileggja orðspor annarra. Það virðist sem mismunandi hvati hafi verið fyrir morðunum sem hún framdi eins og að komast yfir verðmæti og eignir fórnalamba sinna, rómantísk vonbrigði, afbrýðisemi, vald og kynferðisleg ánægja.

B)   Glæpurinn sjálfur

Megin fókusinn okkar er ekki á einn glæp heldur á Jane Toppan sem persónu. Hún framdi marga hrottalega glæpi og því teljum við nauðsynlegt að taka þá alla með til að fá heildarmynd af ferli hennar.

Talið er að ferill Jane sem raðmorðingi hafi byrjað um 1885 þegar hún vann sem hjúkrunarfræðingur á Cambridge Hospital og síðar á Massachusetts General Hospital. Þar lék Jane sér við að gefa öldruðum sjúklingum sínum lyfjakokteil úr morfíni og atrópíni. Hún gaf sjúklingum svo mikið af lyfjum að þeir voru nær dauða en lífi. Jane hjúkraði þeim svo aftur til heilsu og svo endurtók hún leikinn. Þetta veitti henni mikið vald yfir sjúklingum sínum. Á meðan þessu stóð lagðist hún upp í hjá sjúklingum sínum til að æsast upp kynferðislegan og mögulegt er að hún hafi snert sjúklingana kynferðislega. Þegar Jane var handtekin viðurkenndi hún að hafa drepið nokkra sjúklinga á spítölunum í Cambridge og Massachusetts.

Eftir að Jane tók til starfa sem einka hjúkrunarfræðingur hélt hún áfram að myrða sjúklinga sína. Hún var vön að gefa sjúklingum sínum morfín og atrópín í mismiklu magni. Það virðist sem ástæður fyrir morðunum héðan í frá séu af öðrum toga en til að byrja með. Jane byrjar að myrða fólk sem hún þekkir persónulega þ.á.m. húsráðanda, stjúpsystur sína og vinkonu. Það virðist sem að Jane hafi orðið kærulausari við morðin með árunum.

Árið 1895 eitraði Jane fyrir húsráðanada sínum, Israel Dunham, og seinna myrti hún konu hans Lovey Dunham. Þau voru bæði sjúklingar Jane og talið er hvatning fyrir þessum morðum hafi verið peningur eða eignir þeirra hjóna. Árið 1899 myrti hún Elizabeth Brigham, dóttur Ann Toppan. Jane eitraði fyrir henni með strikníni og talið er að hún hafi gert það vegna öfundsýki. Í lok árs 1899 eitraði Jane fyrir Mary McNear, öldruðum sjúklingi sínum. Í janúar 1900 eitraði Jane fyrir William Ingraham, sjúklingi, og Florence Calkins sem var húshjálp hjá Elizabeth Brigham. Snemma árs 1900 eitraði Jane fyrir Myra Conners, sem var sjúklingur og vinkona Jane.

Yfir sumarið árið 1901 var Jane mjög upptekin við að myrða fólk en vitað er að hún hafi þá drepið a.m.k. fimm manns. Um mitt ár 1901 flutti Jane inn til Davis fjölskyldunnar til að hjúkra Alden Davis eftir dauða konu hans, Mattie Davis, sem Jane hafði einmitt eitrað fyrir. Sama sumar eitraði Jane einnig fyrir Alden Davis, fyrst eitraði hún fyrir honum til að hjúkra honum aftur til heilsu, svo eitraði hún fyrir sjálfri sér svo hann myndi vorkenna henni og drap svo Alden þegar það virkaði ekki. Hún eitrar þá fyrir Genevieve Gordon, systur Alden, og Minnie Gibbs og Ednu Bannister, dætrum Alden og Mattie. Fjölskylda Minnie biður um eiturefnafræðipróf sem staðfestir að það hafi verið eitrað fyrir henni.

Jane Toppan í ýmsum myndum.

Jane Toppan í ýmsum myndum.

C)   Persónan sjálf

Honora Kelley, einnig þekkt sem Jane Toppan, fæddist árið 1857 í Boston, Massachusetts. Hún er talin vera fyrsti kvenkyns raðmorðinginn en hún játaði á sig 31 morð. Fjölskyldan hennar var írsk að uppruna og var hún var yngst af fjórum systrum. Fjölskyldan var fátæk og lést móðirin úr berklum þegar Jane var einungis eins árs. Peter Kelley, faðir hennar, var klæðskeri og talið er að hafi beitt dætur sínar ofbeldi. Hann var alkóhólisti og átti við geðrænan vanda að stríða en hann var með viðurnefnið „Kelley the Crack.“ Sumir vildu meina að hann hafði verið það klikkaður að hann hafi reynt að sauma augnlokin sín saman. Árið 1863 fór faðir þeirra með tvær yngstu dæturnar, þar á meðal Jane, á munaðarleysingjahæli fyrir stúlkur. Munaðarleysingjahælið sendi stúlkurnar síðan á fósturheimili þegar þær urðu 10 ára.

Talið er að Delia, sem fór með Jane á hælið, hafi endað sem vændiskona og alkóhólisti. Einnig er kemur fram að önnur systir Jane, Nellie, hafi endað á geðveikrahæli sem gefur til kynna að geðræn vandamál voru til staðar hjá fjölskyldu Jane. Jane hins vegar endaði í fóstri hjá Ann C. Toppan þar sem hún fékk endanlega nafnið sitt Jane Toppan. Toppan fjölskyldan þótti hins vegar óæskilegt að hún væri af írskum uppruna og sögðu því að Jane væri ítölsk og að foreldrar hennar hefðu látist á sjó. Í æsku var Jane dugleg í skóla og átti fjölmarga vini. Hins vegar var hún áráttukenndur lygari og sagði meðal annars að faðir hennar væri að sigla um heiminn og að systir hennar væri gift enskum hefðarmanni. Jane trúlofaðist manni sem yfirgaf hana. Eftir það varð Jane mjög óstabíl og reyndi að fremja sjálfsmorð tvisvar sinnum. Hún fór einnig í gegn um tímabil þar sem hún taldi sig geta spáð um framtíðina út frá draumum sínum.

Jane útskrifaðist 18 ára úr skóla og í kjörfar leysti Toppan fjölskyldan hana frá öllum skuldum. Hún ákvað þó að vera áfram á heimilinu sem þjónustustúlka þar til að fóstursystir hennar giftist Oramel Brigham, en ekki er vitað hvað olli því að Jane ákvað að flytja út. Árið 1887, þegar Jane var 33 ára, ákvað hún að byrja læra hjúkrun á Cambridge sjúkrahúsinu. Þar fékk hún viðurnefnið „Jolly Jane“ vegna þess hve opin persónuleiki hennar var. Hins vegar átti hún til að slúðra og fagnaði þegar nemendur sem henni líkaði ekki við var vísað úr náminu. Einnig héldu lygarnar áfram en hún hélt því meðal annars fram að keisari Rússlands hafi boðið sér starf sem hjúkrunarkona. Nokkrir samnemendur hennar fóru hægt og rólega að fyrirlíta hana en einnig er talið að hún hafi stolið hlutum frá þeim. Stjórn spítalans fór smám saman að hafa áhyggjur af Jane þar sem hún hafði mikla þráhyggju á krufningu. Stjórnin vissi þó ekki að hún væri þá byrjuð að gera tilraunir með morfín og atropín á eldri sjúklinga en sú blanda varð síðar aðal morðvopnið hennar. Jane var síðar vísað úr náminu þegar tveir sjúklingar létust á dularfullan hátt undir hennar hjúkrun. Hún ákvað síðar að falsa skjöl til þess að geta unnið sem einka hjúkrunarkona.

Jane vann á spítala um tíma en henni var sagt upp störfum vegna þess hve kæruleysislega hún skrifaði upp á ópíóiða lyf fyrir sjúklinga. Fórnarlömb Jane voru að mestu eldri sjúklingar sem voru mjög veikir þannig það komst ekki upp um morðin sem hún framdi á spítalanum. Þrátt fyrir að Jane hafi verið sagt upp, mældu læknar með henni sem einka hjúkrunarkonu fyrir efnaða fólkið. Hún gengdi því starfi vel en þó var kvartað undan því að hún væri að stela. Jane hjúkraði mörgum í gegn um tíðina og stóð sig vel og því grunaði engan að hún væri hrottalegur morðingi. Jane var síðar handtekin árið 1901 eftir að hún drap Davis fjölskylduna en það komst upp um hana þegar Minnie Gibbs, yngsta dóttirin, var krufin.

Linkur: Jollyjane1.jpg.

A)   Endir málsins

Jane myrti á að minnsta kosti 31 einstakling en það er sá fjöldi sem hún játaði að hafa drepið. Það sem er talið hafa orðið Jane að falli gæti verið talið ofmetnun. Það leið sífellt styttri tími á milli fórnarlamba Jane og fór það að vekja grunsemdir.

Það vakti grunsemdir þegar heil fjölskylda dó á einu sumri. Þessi fjölskylda var nokkuð efnuð en tengdafaðir hafði samband við lögreglu og krafðist þess að lögreglan myndi skoða málið. Ákveðið var að kryfja líkið á Minnie Gibbs og kom þá í ljós að eitrað hafi verið fyrir henni með morfín og atrópín blöndu. Þessar niðurstöður urðu til þess að lögreglan ákvað að rannsaka málið. Jane hafði búið hjá þessari fjölskyldu á þessum tíma og var hún þá grunuð um glæpina. Lögreglan veitti Jane eftirför og handtók hana 26. október 1901. Hún var handtekin fyrir morðið á fjórum meðlimum Davis fjölskyldunnar. Áður en þinghöldin hófust játaði Jane að hafa orðið 11 manns að bana. Í júní 1902 voru réttarhöld yfir Jane. Þau tóku ekki langan tíma, einungis 27 mínútur. Niðurstöðurnar voru þær að Jane var dæmd ósakhæf. Seinna við yfirheyrslu sagði hún hafa við lögfræðing sinn að hún hafi drepið að minnsta kosti 31 manns en sú tala gæti verið nálægt 100. Hún sagði einnig að hún hafi byrjað að myrða vegna þess að unnusti hennar hætti með henni, hún taldi að hún hefði líklegast ekki framið þessi morð ef hún væri gift kona. Jane eyddi restinni af æfi sinni á geðspítala þar sem hún lést 17. ágúst 1938 þá 80 ára gömul.

Myndband: https://www.youtube.com/watch?v=eYUULyb7P6E.

Mælikvarðar

Mælikvarði 1: DSM-5

Við teljum Jane Toppan hafa verið sadisti. Samkvæmt DSM-5 er sadismi skilgreint sem einstaklingur sem á minnst 6 mánaða tímabili hefur endurtekna og sterka kynóra, kynhvatir eða hegðun sem felur í sér athafnir þar sem sálfræðilegar eða líkamlegar kvalir fórnalambs er kynörvandi fyrir framkvæmdaraðilann. Einnig þarf einstaklingurinn að hegða sér í samræmi við þessar kynhvatir gagnvart aðila sem vill það ekki, eða þá að hvatirnar eða fantasíurnar valdi verulegri þjáningu eða erfiðleikum í sambandi. Þetta á vel við Jane því hún gaf sjúklingum sínum sterka lyfjablöndu þar til þeir voru annað hvort meðvitundarlausir eða á mörkum þess og þá framkvæmdi hún kynferðislegar athafnir með þeim. Þessi hegðun hennar átti sér stað í mörg ár tímabil. Hún naut þess (kynferðislega) að sjá fólk finna til og þjást. Hún horfði á það deyja, horfði í augu þeirra og sá þau fjara út.

Mælikvarði 2: Persónuleikaraskanir (DSM-5)

Við teljum Jane Toppan hafa verið með andfélagslega persónuleikaröskun en hún uppfyllir sex af sjö einkennum röskunarinnar. Fyrsta einkennið sem Jane uppfyllir er að geta ekki haldið sig við félagsleg viðmið varðandi virðingu fyrir lögum. Jane braut ítrekað lög þegar hún gaf sjúklingum sínum viljandi of stóran skammt af lyfjum sem síðar leiddi þau til dauða. Einnig var hún margoft ásökuð um þjófnað.

Annað einkenni Jane er undirferli, þ.e.a.s. endurteknar lygar og að blekkja aðra til persónulegs gróða eða ánægju. Hún meðal annars laug að því að faðir hennar væri að sigla um heiminn, að systir hennar væri gift enskum hefðarmanni og að keisari Rússlands hafi boðið henni vinnu. Hún drap síðar fóstursystur sína og eitraði fyrir manninum hennar í von um að hann yrði ástfanginn af henni þegar hún læknaði hann.

Þriðja einkenni rökunarinnar sem Jane uppfyllir er pirringur / ofbeldishneigð. Það bendir ekkert til að Jane hafi beitt andlegu eða líkamlegu ofbeldi en að gefa sjúklingum of stóran skammt af lyfjum flokkast sem ofbeldi. Einnig beitti hún sjúklinga sína kynferðislegu ofbeldi þegar þau voru meðvitundarlaus og hún eitraði fyrir fólki eldra fólki sem henni líkaði ekki nógu vel við.

Fjórða einkenni Jane er skeytingarleysi gagnvart eigin öryggi ásamt annarra. Það er ekki hægt að segja að hún hafi tekið tillit til annarra þegar hún áreitti og myrti fórnarlömb sín til skemmtunar.

Fimmta einkenni hennar er að hún er óábyrg og helst ekki í vinnu. Jane var sagt upp sem matráðskona þegar hún var ásökuð um að stela pening og var einnig sagt upp af spítalanum fyrir að misnota stöðu sína til að gefa úr ópíóða lyf.

Sjötta einkenni hennar er skortur á eftirsjá en þegar viðtöl við Jane eru skoðuð má sjá að lítil merki voru um eftirsjá. Hún meðal annars talaði opinskátt um að hún vildi myrða sem flesta hjálparlausa einstaklinga.

Mælikvarði 3: Dauðasyndirnar 7

Dauðasyndirnar sjö eru stolt, öfund, reiði, leti, græðgi, ofát og girnd. Sú dauðasynd sem helst útskýrir hvötina fyrir morðunum sem Jane framdi er öfund (e. envy). Í því fellst illska vegna afbrýðisemi, gremju eða hræðslu. Öfundina má sjá þegar hún meðal annars drepur vinkonu sína til þess að fá starf hennar sem matráðskona. Jane var mögulega með minnimáttarkennd því hún var írskur innflytjandi. Hún varð aldrei hluti af Toppan fjölskyldunni og drap fóstursystur sína sem bendir til að hún hafi öfundað hana fyrir að hafa verið hluti af fjölskyldu. Einnig girndist hún mann stjúpsystur sinnar og vildi að hann myndi síðar giftast sér. Hún eitraði fyrir manninum og hjúkraði honum síðan þar til hann hafði náð bata. Hún vonaðist til þess að hann yrði ástfangin af sér en svo varð ekki. Jane sagði þegar réttarhöldin áttu sér stað að hún hefði aldrei drepið neinn ef hún hefði verið gift kona og átt börn. Mögulega sýnir þetta að hún hafi verið bitur og öfundsjúk út í aðrar konur sem áttu mann og börn.

Önnur synd sem Jane hefur er girnd (e. lust) en í því felst illska vegna eignarhalds á öðrum, bæði í persónulegum samböndum og kynferðislegum samböndum, svo sem sadismi. Eftir að Jane hafði gefið fórnarlömbum sínum sterka lyfjablöndu þá framkvæmdi hún oft kynferðislegar athafnir á meðan þau voru meðvitundarlaus. Ein kona sem lifði af sagðist muna að Jane hafði lagst við hlið sér og kysst sig um allt andlit en hún hafi forðað sér þegar hún heyrði eitthvað hljóð.

Mælikvarði 5: Stone 22

Einstaklingar í flokki 16 í Stone 22 listanum eru með andfélagslegan persónuleika og fremja endurtekið grimmdarlega glæpi, þar á meðal morð. Sá flokkur passar við Jane Toppan vegna þess að sem hjúkrunafræðingur var hún ítrekað að lyfja sjúklingana sína, kynferðislega áreita þau og svo enda á því að drepa marga þeirra. Ástæðurnar fyrir morðunum voru mismunandi og hún drap stundum fleira en einn í einu, þar á meðal þegar hún vann hjá fjölskyldu sem hún drap svo í heild sinni. Við teljum hana hafa verið með andfélagslega persónuleikaröskun (sjá mælikvarða 2).

Hægt er að færa rök fyrir því að Jane passi í flokk 17 á Stone 22 listanum þar sem hún fékk kynferðislega örvun við það að drepa fólk og sjá þau deyja, en hún kynferðislega áreitti marga sjúklinga á meðan þeir voru í vímu. Samt sem áður kemur ekki fram að hún hafi framið morðin til að fela einhver sönnunargögn né að hún hafi ekki pyntað fórnalömb sín fyrir vegna þess að hún var oft að lyfja þau, fá þau aftur til meðvitundar og lyfja þau svo meira til þess að drepa þau endanlega.

Mælikvarði 7: Hare 20

Hare 20 kvarðinn á vel við Jane Toppan. Mælikvarðinn skoðar einkenni siðblindu hjá fólki og Jane skorar þar 16 af 20. Það eru því 16 atriði á kvarðanum sem eiga við hana. Þeim verður lýst nánar hér að neðan.

1. Jane var með yfirborðskenndan sjarma (e. superficial charm). Hún var kölluð Jolly í vinnunni þar sem hún var alltaf hress, svo reyndist það vera gríma þar sem innst inni var hún ill manneskja. Hún var vel liðin bæði í starfi sínu á spítölum og sem einka hjúkrunarfræðingur fyrir ríka fólkið. Hún stóð sig vel og fékk m.a. meðmæli frá læknum á spítalanum sem bendir til að hún hafi verið sjarmerandi.

2. Grandiose sense of self-worth: Það bendir allt til þess að Jane hafi verið með þetta einkenni þar sem hún réð hverjir lifa og hverjir deyja. Í hennar augum er hún guð sem ræður því hverjir eiga skilið að lifa og fannst henni gamalt, veikt fólk ekki eiga það skilið. Einnig drap hún fleiri einstaklinga en það, það var því í hennar valdi að ákveða hverjir lifa. Hún er guð sem ræður öllu.

4. Jane var lygasjúk. Þegar Jane var barn laug hún að öllum í kringum sig til að fá sínu framgengt. Það hélt áfram yfir á eldri ár hennar. Hún bjó til lygasögur um ómerkilega hluti en einnig til að koma öðrum í vandræði, t.d. bjó hún til sögur til þess að fólk yrði rekið og hún myndi fá þeirra starf.

5. Jane var manipulative. Hún gerði það sem hún gat til að fá sínu framgengt, meðal annars eitra fyrir sjálfri sér til þess að fá athygli og vorkunn frá mönnum sem hún hafði áhuga á.

6. Ekkert bendir til að Jane hafi séð eftir morðunum sem hún framkvæmdi. Eftir handtöku hennar viðurkenndi Jane að hún vissi að það sem hún gerði var rangt, henni var alveg sama og sá ekki eftir neinu.

7. Einkennið shallow effect á einnig við Jane. Hún fann ekki fyrir þeim tilfinningum sem aðrir finna fyrir í hennar aðstæðum. Hún vorkenndi ekki gamla fólki, henni fannst skrýtið að aðrir í kring um hana fundu til með því. Það að geta lifað með sér sjálfri sér eftir að hafa framið svona mörg morð bendir einnig til þess að tilfinningar hennar séu ekki eins og hjá venjulegu fólki.

8. Jane var svo sannarlega með skort á samkennd. Hún fann ekkert til með fólkinu í kringum sig og sá ekki tilganginn að gamalt fólk fengi að lifa. Einnig fannst henni gaman að drepa fólk næstum því en lífga það svo við.

9. Parasistic lifestyle: Jane kom sér oft í húsnæði hjá öðrum, hún flakkaði oft milli heimila bæði sem barn og sem fullorðinn einstaklingur. Hún kom sér inn í annara manna heimili oft með því að veita þjónustu þar sem hún var hjúkka. Í staðin fyrir að vera þakklát þá endaði hún á því að drepa manneskjuna og halda áfram að búa í þeirra húsi í smá tíma.

11. Jane var með miklar kynferðislegar hegðanir (e. promiscuous sexual behavior). Mikið af ákvörðunum Jane voru teknar vegna kynferðislegs áhuga. Hún átti það til að eitra fyrir sjálfri sér til að fá menn til að vorkenna henni og sýna henni athygli. Einnig eitraði hún fyrir þeim sem hún hafði áhuga á og hjálpaði til við að láta þeim líða vel. Með því vonaðist hún að þeir yrðu ástfangnir af henni.

12. Jane átti við hegðunarvandamál að stríða alveg frá því í barnæsku. Hún bjó til lygasögur um alla í bekknum hennar og laug einnig að kennurum sínum. Einnig bjó hún með ofbeldisfullan faðir sem hafði áhrif á hana.

13. Skortur af raunsæum langtíma plönum. Jane vildi verða hjúkka en með því að drepa þá sem hún átti að vera að hjálpa og verða sífellt rekin má segja að hún hafi ekki mikið verið að spá í því hvaða áhrif það hefur á ferilinn hennar. Einnig stal hún af vinnustöðum sínum, þetta bendir til þess að hún taki ákvarðanir í augnablikinu.

14. Það kemur inn á næsta einkenni, sem er hvatvísi. Jane tók ýmsar ákvarðanir af fljótfærni, þó hún sæi ekki eftir þeim. Til dæmis það að drepa stjúpsystir sína eða drepa fjóra meðlimi af sömu fjölskyldu. Þar var hún ekki að hugsa hverjar afleiðingarnar gætu verið en varð það málið sem kom lögreglu á slóð hennar.

15. Óábyrgð, það var mjög óábyrgt af Jane að stela af vinnustað sínum. Með því að stela eykur hún líkurnar á því að fólk fari að veita henni og starfsmönnum sjúkrahússins athygli, það gæti komið upp um hana.

16. Jane á einnig erfitt með að taka ábyrgð fyrir gjörðum sínum. Þrátt fyrir að hafa verið dæmd fyrir og viðurkennt 31 morð hefur verið talað um að hún hafi framið fleiri morð en hún tók ekki ábyrgð á þeim.

18. Jane byrjaði ung að drepa en segist hún hafa byrjað eftir að kærasti hennar hætti með henni þegar hún var 16 ára gömul.

20. Jane var með fjölbreytta glæpahegðun. Hún myrti bæði aldraðasjúklinga sína og eitraði fyrir fólki sem hún þekkti persónulega eins og stjúpsystur sína, vinkonu, fjölskyldu sem hún leigði hús frá og fleiri. Jane var einnig iðin við að stela en hún stal fullt af lyfjum til að gefa sjúklingum sínum, hún stal pening og öðrum smámunum bæði frá spítalanum sem hún vann á og frá fólki sem hún vann hjá.

Þau einkenni sem passa ekki við Jane eru: 3. Need for stimulation 10. slæm hegðunarstjórnun, 17. Jane eru mörg stutt hjónabönd, 19. revocation of conditional release,

 

Mælikvarði 14: Mindhunter

Mælikvarðinn sem Ressler og Douglas settu fram samanstendur af tíu atriðum sem einkenna raðmorðingja. Meirihluti atriða á listanum passa vel við ,,Jolly’’ Jane, eða níu atriði af tíu.

Fyrsta einkenni er að vera einhleypur hvítur karlmaður. Jane er undantekning hér enda er hún ekki karlmaður en hún var hvít.

Annað einkenni er að vera yfir meðal greind en ekki ofurgreind. Jane var menntuð sem hjúkrunarfræðingur og vegnaði henni vel í starfi. Hún vann á flottum spítölum og fyrir margar ríkar fjölskyldur í Boston. Jane komst upp með að myrða marga og yfir langt tímabil sem bendir til að hún hafi verið greind.

Þriðja einkenni er að ganga illa í skóla, hafa gloppóttan atvinnuferil og enda í láglauna störfum. Jane gekk ekki illa í skóla en hún var oft rekin úr starfi. Hún þurfti að hætta að vinna á spítölum og fór að vinna sem einka hjúkrunarfræðingur. Hjúkrunarfræðingur á þessum tímum eins og í dag borgar illa svo hún passar í þetta einkenni að hluta til.

Fjórða einkenni er að koma frá miklum vandamála fjölskyldum. Dæmigert er að þeim er hafnað af föður frá unga aldri og þeir alast upp hjá brotnum heimilum einstæðra mæðra. Jane kom klárlega frá brotnu heimili og var hafnað af föður sínum. Á heimilinu var mikil fátækt og hann skildi Jane og systur hennar eftir á munaðarleysingjaheimili.

Fimmta einkenni er að hafa langa sögu geðrænna vandamála, glæpa og alkóhólisma í fjölskyldum þeirra. Faðir Jane var bæði alkohólisti og með geðvandamál, talið er að hann hafi verið með geðklofa. Systur Jane voru einnig með fíknivanda og geðræn vandamál.

Sjötta einkenni er misnotkun í barnæsku – andleg, líkamleg eða kynferðisleg. Slík gróf misnotkun hefur sterk mótandi áhrif á þá, bæði í formi niðurlægingar og hjálparleysis. Þetta á við Jane en hún upplifði mikla vanrækslu. Það var hjá föður sínum áður en hann gaf hana á  munaðarleysingjahælið, og eftir að hún var ,,ættleidd‘‘ til Toppan fjölskyldunnar. Þau tóku hana aldrei inn sem hluta af fjölskyldunni, hún varð einskonar þræll þeirra.

Sjöunda einkenni er að eiga í útistöðum við karlkyns yfirmenn sína vegna neikvæðra tilfinninga til fjarlægra og oft fjarverandi feðra (sem misnota þá). Og vegna þess að móðir þeirra er svo yfirþyrmandi þá ala þeir með sér djúpt hatur á konum.  Þetta á mögulega við Jane en hún var oft rekin úr vinnu af karlkyns yfirmönnum og hún drap hlutfallslega fleiri konur.

Áttunda einkenni er að eiga við geðræn vandamál sem börn og lenda snemma í útistöðum við kerfið – eru oft snemma inni á stofnunum (munaðarleysingja-, unglingaheimilum, fangelsum ...). Jane var á munaðarleysingjahæli í barnæsku. Hún átti við einhver geðræn vandamál að stríða. Þegar hún var ung taldi hún sig geta spáð fyrir um framtíðina út frá draumum.

Níunda einkenni er að vera í sjálfsmorðshættu á unglingsárum vegna mikillar einangrunar þeirra og haturs út í samfélagið (á einstaklingum og sjálfum sér). Þetta á við Jane en eftir að æskuástin yfirgaf hana reyndi hún nokkrum sinnum að fremja sjálfsmorð.

Tíunda einkenni er að sýna mikinn og viðvarandi áhuga á kynfrávikum með sérstaklegan áhuga á blætisdýrkun (e. fetishism), sýnihneigð (e. voyeurism) og ofbeldisfengnu klámi (sjá kafla 19: Kynfrávik í DSM-5). Jane var með blæti, hún var sadisti og fékk ánægju út frá að sjá fólk þjást og deyja.

Heimildir

  1. Potts, M. (e.d.). Jane Toppan: A greed, power, and lust serial killer. https://www.academia.edu/15686136/Jane_Toppan_A_Greed_Power_and_Lust_Serial_Killer.

  2. Newton, M. (e.d.). Jane Toppan. Murderpedia. https://murderpedia.org/female.T/t/toppan-jane.htm.

  3. New England Historical Society. (2019). Jolly Jane Toppan, the killer nurse obsessed with death. https://www.newenglandhistoricalsociety.com/jolly-jane-toppan-killer-nurse-obsessed-death/#comments.

  4. Wikipedia. (2020). Jane Toppan. https://en.wikipedia.org/wiki/Jane_Toppan.