BERCHTHOLD, Robert

Hilda Björk Friðriksdóttir, Ólöf Þorsteinsdóttir, Selma Rós Axelsdóttir og Þóra María Hjaltadóttir

A. KYNNING EFNIS

Robert Berchthold.

Robert Berchthold.

Jan Broberg og fjölskylda hennar. Jan er stelpan í blómakjólnum og bleiku peysunni.

Jan Broberg og fjölskylda hennar. Jan er stelpan í blómakjólnum og bleiku peysunni.

Heimild: https://cdn.theatlantic.com/thumbor/8LDTMoeULXB3PAoezjROj0As62k=/0x63:960x603/720x405/media/img/mt/2019/02/MV5BMWU2Y2ZmNmEtMmNlMC00Y2ZhLTg0YTEtNzkwNGMwM2M5ZDhhXkEyXkFqcGdeQXVyNDM3MTM2NzA._V1_-1/original.jpg.

 

Robert Berchtold og fjölskylda hans kynntust Bob og Mary Ann Broberg ásamt börnum þeirra í gegnum kirkjuna sem fjölskyldurnar sóttu á sunnudögum. Robert var sjálfur fjölskyldumaður, giftur og átti fimm börn, þrjú elstu á sama aldri og börn Broberg hjónana. Fjölskyldurnar urðu mjög nánar, feðurnir voru báðir fyrirtækja eigendur, mæðurnar áttu það sameiginlegt að hafa gaman af handavinnu og börnin þeirra voru jafnaldrar svo hver og einn fjölskyldumeðlimur eignaðist góðan vin. Robert Berchtold hafði unnið sér inn traust fjölskyldunnar en það truflaði þó Bob og Mary Ann hve mikla athygli hann sýndi elstu dóttur þeirra Jan Broberg sem var þá 12 ára. Jan leit þó á Robert sem annan föður og naut hann alls hennar trausts. En þann 17. október 1974 hafði Robert hringt í Mary Ann og sagst vilja bjóða Jan á hestbak, hikandi samþykkti Mary Ann þó að leyfa henni að fara. Robert hafði verið mjög barngóður og voru börnin almennt mjög hrifin af honum þar sem hann lék mikið við þau og var Jan spennt að fá að fara með honum. Þegar Jan skilaði sér ekki heim um kvöldið varð Mary Ann áhyggjufull að eitthvað hefði komið fyrir þau en ekki hvarflaði að henni að Robert hefði rænt dóttur hennar. Fimm dagar liðu þar til foreldrarnir létu loks til skara skríða og tilkynntu málið til lögreglu. Bob og Mary Ann vildu þó ekki trúa því að Robert hefði rænt dóttur þeirra og það var ekki fyrr en lögreglan hafði sannfært þau um að þetta væri mannrán sem þau fóru fyrst að hafa miklar áhyggjur. Líkt og áður kom fram hafði Robert unnið sér inn traust fjölskyldunnar en ásamt því blekkti hann og ráðskaðist með þau án þess að þau gerðu sér nokkra grein fyrir því hvað hann hafði í hyggju. Hann hafði taumhald á Bob og Mary Ann og tókst honum meira að segja að fá þau til að taka þátt í kynferðislegum athöfnum með sér í sitthvoru lagi til þess að reyna að hafa áhrif á hjónaband þeirra. Allt þetta gerði hann til að komast nær Jan. Þegar Jan og Robert fundust loks í Mexíkó hafði Robert tekist að blekkja og heilaþvo Jan á þann hátt að hún vildi meina að hann hafi ekki rænt henni og leit á hann sem fórnarlamb. Þegar Jan hafði snúið aftur heim var hún gríðarlega ólík sjálfri sér en sagði þó engum frá því sem hafði skeð heldur að þau hafi verið saman í fríi og skemmt sér vel. Þrátt fyrir skýr fyrirmæli lögreglu um að Bob og Mary Ann ættu að halda sig fjarri Berchtold fjölskyldunni létu þau allar ákærurnar gegn honum falla niður þar sem hann hafði hótað að uppljóstra sambandi Roberts og Bob. Robert hafði nefnilega fengið Bob til að stunda með sér kynferðislegar athafnir. Eftir að ákærurnar voru felldar niður hélt Robert sig til hlés en fór svo smám saman að koma sér aftur inn í samfélagið sem Broberg fjölskyldan bjó í. Hann fann sér ýmsar leiðir til að hafa samband við Jan án þess að nokkur vissi til dæmis með því að senda henni fjöldan allan af ástarbréfum. Á sama tíma tókst honum að tæla Mary Ann og áttu þau í ástarsambandi. Hann hringdi þá í Bob og sagði honum frá sambandi hans við Mary Ann til þess að reyna að eyðileggja hjónaband þeirra enn og aftur. Hann byggði upp sterk tilfinningaleg tengsl við Jan í tvö ár þar til honum tókst að ræna henni aftur þar sem hún yfirgaf heimilið sitt sjálfviljug til að vera með honum og ætlaði hann sér að giftast henni.

 

B. GLÆPURINN SJÁLFUR

Jan Broberg var rænt af heimili sínu án þess að vita af því. Mannræninginn hennar var fjölskylduvinur og nágranni að nafni Robert Berchtold. Robert hafði spurt Mary Ann hvort hann mætti taka Jan með sér í dagsferð til þess að fara á hestbak. Hún samþykkti svo lengi sem hann skilaði Jan á skikkanlegum tíma því að hún átti að mæta í skólann daginn eftir. Þegar klukkan var orðin tíu að kvöldi og þau voru ekki komin aftur til baka fór Mary Ann að verða áhyggjufull. Því næst hringdi hún í eiginmann sinn og sagði honum frá því sem hefði gerst. Mary Ann talaði við eiginkonu Roberts en hún sannfærði hana um að hringja ekki á lögregluna. Robert og Jan voru þá komin alla leið til Mexíkó, hann hafði gefið Jan svefnlyf með því að telja henni trú um að þetta væru ofnæmislyf sem ættu að fyrirbyggja ofnæmisviðbrögð þar sem þau voru að fara á hestbak. Þegar Jan rankaði við sér heyrði hún skrýtnar raddir í útvarpinu. Hún var bundin við rúm inni í húsbíl og raddirnar í útvarpinu sögðu henni að þeim hefði verið rænt. Þetta hljómuðu eins og einhversskonar geimveru raddir sem sögðu að hún þyrfti að ljúka verkefni sem fól í sér að hún og karlmaður þyrftu að eignast barn saman áður en að hún yrði 16 ára. Ef að hún myndi ekki fylgja þessu eftir þá yrði pabbi hennar drepinn og systir hennar yrði blind. Robert hafði farið með Jan á þó nokkrar kvikmyndir sem byggðar voru á vísindaskáldskap ásamt því að færa henni úrklippur úr dagblöðum þar sem talað var um geimverur og fljúgandi furðuhluti. Jan sem var einungis 12 ára gömul átti því ekki erfitt með að trúa að þetta væri satt og að hún hafi verið útvalin til að klára þetta verkefni. Þegar hún stóð upp úr rúminu sá hún Robert liggjandi marinn í framan sofandi í öðru rúmi. Hún vakti hann og sagði honum frá öllu sem „geimverurnar‘‘ sögðu og að þeim hefði verið rænt af geimverum. Robert lét eins og honum væri brugðið og fann þá bók upp í hillu sem sýndi hvernig fólk átti að stunda kynlíf. Þau fóru saman upp í rúm og hann misnotaði Jan. Í framhaldinu plataði Robert hana til að giftast sér, þá var hún var aðeins 12 ára. Þegar nokkrar vikur voru liðnar vildi Robert koma aftur til Bandaríkjanna en hann þurfti að fá samþykki fyrir hjónabandinu frá Broberg foreldrunum. Þau veittu honum ekki leyfi til að giftast dóttur sinni og flugu strax Mexíkó til að bjarga henni. Þegar heim var komið var Jan orðinn frekar rugluð og trúði því að hún væri virkilega ástfangin af Robert. Í framhaldinu af því byrjaði Jan að hunsa fjölskyldu sína og var einbeitt að á klára verkefnið sem geimverurnar gáfu henni. Mary Ann hefði verið í ástarsambandi með Robert í heilt ár og konan hans vissi af því. Robert hafði upprunalega fengið fimm ára dóm í fangelsi fyrir mannránið en konan hans kúgaði Broberg hjónin til að fella niður allar ákærur gegn Robert sem þau og gerðu. Ríkið fór þó samt í mál við hann en þar sem Broberg hjónin neituðu að bera vitni höfðu þau lítið mál í höndum sér. Þá endaði dómurinn á að vera 45 dagar en Robert var aðeins 10 daga í fangelsi. Eftir þetta var Jan ennþá í samskiptum við Robert sem hringdi í hana óspart. Þau töluðu um að flýja í burt þar sem þau gætu verið ástfanginn í friði. Robert bað Broberg hjónin afsökunar á þessu öllu saman og sagði að hann hefði byrjað í sálfræðimeðferð. Sálfræðingurinn gaf honum dáleiðslu spólur til þess að hjálpa honum að „læknast‘‘ og vildi hann meina að þetta hafði að gera með áfall sem hann varð fyrir í æsku. Robert talaði við foreldra Jan um að það myndi hjálpa honum að fá að liggja hjá Jan á kvöldin til þess að meðferðinn myndi virka betur. Þau samþykktu það og hann fór nokkru sinnum í viku niður í herbergi til Jan þar sem hann hlustaði á spólurnar og lagðist við hliðin á henni. Á meðan strauk hann henni og gerði jafnvel aðra kynferðislega hluti við hana á meðan hún var sofandi.

Sumarið árið 1976 var Jan orðinn 14 ára og ákvað að flýja að heiman. Hún skildi fjölskylduna sína og Robert eftir í óvissu um hvert hún hefði farið. Á meðan Jan var í burtu hringdi Robert oft í Broberg hjónin til að athuga hvort þau höfðu heyrt frá henni, þau svöruðu neitandi. Yfir allt sumarið hringdi Jan aðeins einu sinni í fjölskyldu sína og sagði þeim að hún væri örugg en vildi ekki segja hvar hún væri staðsett. Fjölskyldan hafði haft samband við lögregluna og þau létu lýsa eftir Jan. Þegar að FBI komst í málið fullyrtu þau seinna meir að Robert vissi allan tímann hvar Jan hefði verið og í lok ágúst það sumar hafði hann rænt henni aftur. Robert var þá fluttur til Salt Lake City og hafði skráð Jan í kaþólskan skóla fyrir stúlkur. Hann hafði sannfært starfsfólk skólans að hann væri faðir hennar og það þyrfti að vernda hana þar sem glæpamenn væru á hælum hans og ef einhver kæmi að leitast eftir Jan þá væru það „vondu karlarnir.‘‘ Á endanum komst upp um hann og þegar að FBI komst á staðinn fóru þau með Jan aftur heim til sín. Þá var Robert aftur kærður fyrir mannrán. Árið 1977 brann blómabúð Broberg fjölskyldunnar niður og komst þá í ljós að þegar Robert fór í fangelsi hafði hann borgað tveimur glæpamönnum til að framkvæma verknaðinn. Eftir það var fjölskyldan hrædd um líf sitt og Jan fattaði að hún hafði mögulega verið áhrifavaldur þess að þetta skeði. Robert þurfti aftur að mæta í dómsal fyrir mannrán en var ekki talinn sekur. Í staðinn var hann dæmdur til að fara á geðspítala sem gerðist ekki fyrr en árið 1997 og var sleppt 6 mánuðum síðar.

Robert Berchtold og Jan Broberg.

Robert Berchtold og Jan Broberg.

Heimild: https://bloximages.chicago2.vip.townnews.com/idahostatejournal.com/content/tncms/assets/v3/editorial/d/85/d8521924-dfc8-557f-97a8-ed648071a835/580c358caa7f0.image.jpg.

 

C. PERSÓNAN SJÁLF

Lítið er til af upplýsingum um Robert „B“ Berchtold. Eina áreiðanlega heimildin sem er til er um Robert er heimildarmyndin Abducted in Plain Sight (2017). Robert átti tvo bræður, annar var eldri en Robert en hinn yngri,  og eina yngri systur sem hann ólst upp með.

Þegar Robert kynnist Broberg fjölskyldunni þá var hann giftur konu sem hét Gail og átti með henni fimm börn sem voru á aldri við Broberg systurnar. Hann átti ekki farsælt hjónaband með Gail, að minnsta kosti ekki kynferðislega séð.

Jan var ekki eina stelpan sem Robert misnotaði. Árið 1974 þá fékk hann áminningu (eða var „reprimanded“) frá kirkjunni fyrir samskipti sín við aðra unga stelpu og var sendur í meðferð vegna þessa á vegum kirkjunnar. Hann notfærði sér svo þessa ráðgjöf sem rök fyrir því að mega vera einn með Jan í herberginu hennar á kvöldin. Robert hafði einmitt þá eiginleika að geta stjórnað öllu fólki í kringum sig. Honum tókst að sannfæra foreldra Jan til að leyfa sér að vera einum í herberginu hennar á nóttunni. Hann fékk föður Jan til að stunda kynferðislegar athafnir með sér og náði að tæla móður Jan upp úr skónum og fá hana til að stunda kynlíf með sér. Þetta tvennt gerði hann einungis til þess að eyðileggja hjónabandið þeirra til að ná betur til Jan. Hann stjórnaði líka Jan sjálfri með því að heilaþvo hana og kynna hana fyrir vísindaskáldskap svo að áætlanir hans fyrir mannránið myndu virka. Einnig náði hann að stjórna eiginkonunni sinni og fékk hana til dæmis til að hóta Broberg hjónunum til að fella niður mannráns kærurnar eftir fyrsta mannránið. Eftir fyrsta mannránið vann hann hjá bróður sínum við að selja bíla þá náði hann að sannfæra nær alla, ef ekki alla viðskiptavinina til þess að kaupa bíla frá þeim bræðrum.

Robert lét eins og hann elskaði Jan af öllu sínu hjarta og sagði henni og foreldrum hennar að hann vildi giftast henni. Hann lét eins og hann elskaði Jan miklu meira heldur en eiginkonuna sína. Sumarið 1976 þá sagði Robert við Jan að hann hefði skilið við Gail og að þau gætu loksins gift sig. Þetta sumar var Jan aðeins 14 ára. Hvort hann hafi í raun og veru skilið við Gail er frekar óljóst.

Í Abducted in Plain Sight kemur fram að Robert hafi verið útskúfaður af foreldrum sínum. Í myndinni segir Joe, bróðir Robert, að hann (Robert) hafi alltaf haft áhuga á og líkað við ungar stelpur og hafi alltaf verið barnaníðingur. Í lok heimildarmyndarinnar segir Robert sjálfur að hann hafi átt mjög erfiða æsku. Hann segir að hann hafi alist upp á sveitabæ með stjúpföður sínum og að hafi verið kynferðislega misnotaður af starfsfólki á sveitabænum. Einnig sagði hann að hann hafi ekki verið álitin sem meðlimur fjölskyldunnar en eftir að mamma hans veiktist og hann fór að sjá um yngri systur sína hafi hann fyrst verið talinn vera einn af fjölskyldunni. Robert segir svo að geðlæknirinn hans á geðdeildinni sem hann var dæmdur til að vera á hafi sagt að þessi áföll í barnæsku hans hafi gert það að verkum að Robert fannst alltaf eins og hann þyrfti að sjá um ungar stúlkur.

Robert Berchtold. 310c7384-0015-41a6-af66-0d9b02b05928.jpg.

Robert Berchtold. 310c7384-0015-41a6-af66-0d9b02b05928.jpg.

D. ENDIR MÁLSINS

Robert Berchtold var dæmdur eftir fyrsta mannránið þegar hann tók Jan með sér til Mexíkó. Hann var handtekinn í Mexíkó en fluttur til Bandaríkjana. Robert og eiginkonan hans hótuðu foreldrum Jan að hann myndi uppljóstra um atvikið með Bob, pabba Jan, þar sem hann tók þátt í kynferðislegum athöfnum með Robert. Út frá því að foreldrar Jan felldu niður ákærur sínar gegn Robert voru réttarhöldunum frestað og losnaði hann þá úr fangelsi án þess að borga tryggingu (e. pay bail). Ríkið ákvað samt að kæra hann og tók hann við samning frá ríkinu og  játaði á sig mannránið. Þetta átti sér stað í júní 1976, heilum 20 mánuðum eftir að mannránið átti sér stað. Robert var þá dæmdur í fimm ára fangelsi en dómarinn minnkaði þann dóm niður í 45 daga fangelsisvist. Hann endaði þó á að vera bara 10 daga í fangelsi þar sem hann fékk að losna vegna góðrar hegðunar. Hann afplánaði þó ekki dóminn fyrr en eftir hann hafði rænt Jan í annað skipti og komið henni fyrir í kaþólskum skóla. Jan var síðan fundin í kaþólska skólanum og Robert var þá ákærður í annað sinn fyrir mannrán. Í þetta skipti var hann dæmdur fyrir mannrán af fyrstu gráðu (e. first degree kidnap). Hann var þó sýknaður vegna andlegra veikinda og dæmdur til meðferðar á geðdeild, hann eyddi þó einungis sex mánuðum inná geðdeild. Ásamt því að ræna Jan þá þóttist hann vera umboðsmaður (e. agent) frá CIA (Central Intelligence Agency). Hann fékk ákæru frá ríkinu fyrir það en kom aldrei fram fyrir dóm vegna þeirrar ákæru. Robert var aldrei ákærður fyrir það að greiða öðrum aðilum til að kveikja í blómabúð Broberg fjölskyldunnar. Móðir Jan, Mary Ann, gaf út bók 28 árum seinna sem fjallaði um reynslu þeirra í þessu máli. Út frá útgáfu bókarinnar fóru Mary Ann og Jan að tala á viðburðum ásamt því að fræða fólk. Berchtold fór að birtast á viðburðum hjá þeim að trufla þær, segja að allt í bókinni væri lygi og byrjaði að hóta þeim mæðgum. Eftir það sótti Jan um nálgunarbann gegn honum. Nálgunarbannið gekk í gegn og hún fékk nálgunarbann gegn honum sem gilti út restina af lífi Robert. Þetta þótti óvanalegt þar sem nálgunarbann gildir almennt bara í þrjú ár í einu, allavega í ríkinu sem Jan bjó í, sem sýnir alvarleika málsins. Robert mætti þó á viðburð hjá mæðgunum þar sem þær voru að ræða málið eftir að nálgunarbannið tók gildi. Á viðburðinum voru mótorhjólamenn sem voru í samtökunum „Bikers Against Child Abuse” og áttu þeir í smá átökum við Robert. Einn mótorhjólamaður fór á húddið á bílnum hans Robert, sem tók ekki vel í það og keyrði af stað og bremsaði svo harkalega með þeim afleiðingum að mótorhjólamaðurinn datt af bílnum og á jörðina. Eftir það atvik var lögreglan kölluð til og þeir fundu byssu í bílnum hjá Robert sem hann hafði ekki leyfi fyrir. Robert var enn og aftur handtekinn og dæmdur fyrir nokkur afbrot. Eftir að hann var kærður þá endaði hann á að fremja sjálfsvíg með því að taka öll hjartalyfin sín og drekka áfengisdrykkinn „Kahlúa.” Því miður er þetta ekki nógu ásættanlegur endir fyrir mann sem hefur brotið á öðrum einstaklingum í svo stórum stíl. Í framhaldi á útgáfu bókarinnar voru allavega sex konur sem höfðu samband við Jan og Mary Ann þar sem þær lýstu hvernig Robert misnotaði þær. Því ekki hægt að segja með vissu hversu marga hann hefur misnotað þar sem það gætu verið fleiri aðilar sem hafa ekki þorað eða viljað koma fram.

Myndband um málið: https://www.youtube.com/watch?v=SzlkUS9Gmc8.

Mælikvarðar

E. FYRSTI MÆLIKVARÐINN: DSM-5 (Geðraskanir) - Barnahneigð

DSM-5 eða Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders er fimmta útgáfa handbókar geðraskana sem gefin er út af samtökum bandarískra geðlækna (American Psychiatric Association, 2013). En íslenska útgáfan var þýdd af  Kristjáni Guðmundssyni (2014) með samanburði við evrópska ICD-10 eða International Classification of Disorders.

Barnahneigð sem er númer 19.4. í íslensku útgáfunni er kynfráviksröskun sem Robert Berchtold þjáist augljóslega af. Barnahneigð felur í sér sterkar kynferðislegar hvatir gagnvart börnum sem ekki hafa náð kynþroska, þá yfirleitt börnum 13 ára eða yngri. Breytilegt er hvort viðkomandi leiti einungis á börn en ekki fullorðna, leiti á börn innan fjölskyldunnar eða hvort hann leiti á börn af gagnstæðu eða sama kyni. Í tilfelli Roberts þá leitar hann ekki einungis í börn þar sem hann er giftur maður en fram kom í heimildarmyndinni um málið, Abducted in Plain Sight (2017) að hann var ekki kynferðislega virkur með eiginkonu sinni. Aftur á móti átti Robert í kynferðislegu sambandi með Mary Ann móður Jan og stundaði kynferðislega athöfn með Bob, föður hennar. Hinsvegar þegar litið er á heildarmyndina virðist hann ekki hafa átt í þeim kynferðissamböndum vegna kynferðislegra hvata sinna til þeirra heldur beindust þær hvatir að Jan dóttur þeirra sem var 12 ára og voru einungis framkvæmd svo hann gæti átt möguleika á að komast nær henni.

Bróðir Roberts greindi frá því í viðtali í heimildarmyndinni að þessi hegðun hjá Robert hefði gert vart við sig frekar snemma þar sem hann sýndi kynferðislegar hvatir gagnvart systur sinni á unglingsárunum þegar hann var 13 ára og hún 6 ára.

Hvatir Roberts gagnvart Jan voru ekki einungis kynferðislegar heldur ætlaði hann sér að giftast henni. Hann talaði um að Jan væri ,,litla stelpan“ sem hann væri búinn að leita að lengi sem gefur til kynna að hann hafi alltaf haft einhverja þrá fyrir ungum stúlkum.

F. ANNAR MÆLIKVARÐINN: DSM-5 (Persónuleikaraskanir) - Sjálfhverf persónuleikaröskun

Í DSM-5 (2013) eru einnig taldar upp 10 persónuleikaraskanir. Þar á meðal er sjálfhverf (e. narcisstic) persónuleikaröskun sem er númer 18.2.4 í íslensku útgáfunni (Kristján Guðmundsson, 2014). Sjálfhverf persónuleikaröskun einkennist af mikilmennsku og því að einstaklingur upplifir sig vera æðri öðrum, ætlast til að aðrir sýni aðdáun og finnst hann vera yfir allar reglur hafinn. Þeir sem þjást af þessari röskun eiga það ýmist til að notfæra sér persónuleg sambönd, skortir hluttekningu (e. empathy) og sýnir hroka og drambsýni í hegðun eða viðhorfum.

Robert Berchtold sýnir skýr merki um sjálfhverfa persónuleikaröskun þar sem hann virðist vera sérfræðingur í því að ná taumhaldi á fólki til að ná sínu fram (e. manipulation). Hann kom vel fram til að byrja með þar til hann náði fram trausti og taumhaldi á fólki áður en hann braut af sér þá blekkti hann og laug að fólki. Hann virðist upplifa sig þannig að hann hafi rétt til að fá það sem hann vill sem í þessu tilfelli var 12 ára gömul Jan, burtséð frá lagalegum og siðferðislegum reglum. Hann fór ýmsar leiðir og blekkti marga til þess að ná sínu markmiði og var augljóst að hann hafði planað þetta allt í þaula og vissi nákvæmlega hvað honum stóð til. Eftir að afbrotin höfðu átt sér stað sá hann þó ekki eftir neinu og sýndi enga iðrun. Hann tók sig meðal annars til og kveikti í fyrirtæki Bob til þess að hefna sín á honum fyrir að hafa „tekið“ Jan af honum eftir að hann taldi sig vera búinn að næla sér í ástina í lífi sínu. Rúmlega 30 árum eftir að brotin höfðu átt sér stað lét hann sjá sig á ýmsum viðburðum Jan og Mary Ann þar sem þær héldu fyrirlestra um málið og vildi hann telja fólki trú um að þetta væri ekki satt og að Jan hafi viljað vera með honum. Það endaði með því að Jan þurfti að fá nálgunarbann á hann.

G. ÞRIÐJI MÆLIKVARÐINN: Levenson siðblinduprófið

Levenson siðblinduprófið er sjálfsmats mælikvarði sem einstaklingur getur metið sjálfan sig út frá 26 spurningum. Svörin við spurningunum eru (1) mjög ósammála, (2) ósammála, (3) hlutlaus, (4) sammála og (5) mjög sammála. Prófið mælir hvort einstaklingur falli undir grundvallar siðblindu (e. Primary Psychopathy) og annars stigs siðblinda (e. Secondary Psychopathy). Grundvallar siðblinda (e. Primary Psychopathy) eru tilfinningalegu þættir siðblindu, þ.e. umburðarlyndi fyrir andfélagslegri hegðun og einnig skortur á samúð. Annars stigs siðblinda (e. Secondary Pshychopathy) er andfélagslegi þátturinn, að brjóta reglur og að vera alveg sama um samfélagsleg gildi og viðmið. Útkoman úr prófinu er svo reiknuð og er hægt að fá frá einum til fimm, þar sem einn er lítið og fimm er mikið. Mælikvarðinn er því mikilvægur til að skilja betur einstaklinginn, Robert Berchtold, og gjörðir hans.

Prófinu var svarað eftir bestu getu út frá heimildamyndinni og miðað við gjörðir Roberts Berchtolds. Útkoman úr prófinu sem skoðar grundvallar siðblindu (e. Primary Psychopathy) var 4.1 sem er frekar hátt, samkvæmt síðunni sem var notuð er útkoman hærri en hjá 91.63% af þeim sem hafa tekið prófið á þessari síðu („Levenson Self-Report Psychopathy Scale“, e.d.). Robert var með lægra skor á annars stigs siðblindu (e. Secondary Psychopathy), hann mældist með 3.1 og það er hærra en hjá 74.89% sem hafa tekið prófið á síðunni („Levenson Self-Report Psychopathy Scale“, e.d.). Niðurstöðurnar sýna að það er nokkuð öruggt að segja að Robert Berchtold sé með grundvallar siðblindu þar sem hann skorar mjög hátt þar. Einnig er hægt að halda því fram að hann falli undir annars stigs siðblindu þar sem skorið hans er frekar hátt í þeim hluta.

H. FJÓRÐI MÆLIKVARÐINN: Hare 20

Atriðalistinn hjá Hare inniheldur 20 atriði sem þarf að meta, það er hægt að fá núll til tvö stig við hvert atriði: (0) á ekki við, (1) á við að hluta til og (2) á frekar vel við. Þessi mælikvarði á vel við þar sem mikið af atriðunum eiga við hann Robert Berchtold og verður farið í þau atriði. Fyrsta atriðið sem á við er yfirborðslegur sjarmi (e. superficial charm), Robert átti mjög auðvelt með að heilla fólk í kringum sig, kom vel fyrir, var með gott orðspor á sér og álitin vera fínn náungi. Atriðið um lygasýki (e. pathological lying) á vel við þar sem hann lýgur eins og enginn sé morgundagurinn, hann lýgur sig út úr öllum aðstæðum. Síðan er það atriðið að vera handleikinn (e. manipulated), að vera góður í því að ráðskast með fólk sem Robert var. Hann náði að ráðskast með foreldra Jan út í eitt, fékk þau til að fella niður ákæru, leyfa honum að sofa í herberginu hjá Jan og svo mætti lengi telja. Næsta atriði sem á vel við Robert er skortur á iðrun eða sektarkennd (e. lack of remorse or guilt) þar sem hann sýnir aldrei að hann sjái eftir gjörðunum sínum. Skortur á samúð (e. lack of empathy) er næsta atriðið sem lýsir Robert, hann sýnir aldrei samúð í garð Broberg hjónan, Jan eða annarra aðilana sem hann hefur sært á einn eða annan hátt. Robert átti það einnig til að lifa inná fjölskyldu Jan sem passar inn í  atriðið með sníkjudýralífstíl (e. parasitic lifestyle). Einnig atriðið um lauslát kynferðisleg hegðun (e. promiscuous sexual behaviour) þar sem hann fékk báða foreldra Jan til að taka þátt í kynferðislegum athöfnum með sér. Síðasta atriðið sem verður tekið fram er að taka ekki ábyrgð á eigin gjörðum (e. failure to accept responsibility for own acions). Robert vildi aldrei taka ábyrgð á gjörðum sínum og ásakaði Jan og fjölskyldu hennar að ljúga um atburðina. Eins og sést þá eru mörg atriði á listanum sem eiga við Robert Berchtold, því er passar þessi mælikvarði vel.

I. FIMMTI MÆLIKVARÐINN: Crime Classification Manual

 Crime Classification Manual eða CCM er flokkunarkerfi þar sem áherslu er lögð á glæpinn sjálfan. Ákveðið var að setja Robert Berchtold undir flokkin 411: Domestic stalker.

Domestic stalking er skilgreint þannig að fórnalambið verður fyrir óæskilegu og / eða endurteknu eftirliti af geranda. Stalking hegðun er tengd við einelti eða ógnunum og getur falist í því að elta fórnarlambið eða fylgjast með því. Það sem fellur undir að vera domestic stalker eða eltihrellir er að þá hefur sá aðliði mikinn áhuga á ákveðnum einstakling. Svo mikinn áhuga að það getur í raun verið hættulegt.

Robert Berchtold var alltaf með það markmið að fá Jan Broberg alveg útaf fyrir sig. Á þeim tíma sem að fjölskyldurnar eyddu tíma saman var hann mest með Jan. Robert tók margar myndir af Jan sem voru oft ekki við hæfi og sýndi henni óhugnanlega mikla athygli. Á næturna þegar krakkarnir voru sofandi læddist hann inn í herbergi hjá Jan og lagðist við hliðina á henni. Robert nýtti sér öll tækifæri sem hann gat að hringja í Jan eða eyða tímanum sínum með henni. Eftir fyrsta mannránið sendi hann Jan oft bréf í skólann. Einnig ‘’hótar’’ hann Jan óbeint að stunda kynlíf með sér í gegnum spólur sem hann bjó til. Það sem Jan vissi ekki var að Robert var hennar helsti óvinur og eltihrellir í dulargervi. Hann hélt svo áfram að vera eltihrellir á hennar fullorðinsárum þar sem hann mætti ítrekað á fyrirlestra hjá henni þrátt fyrir að hún hafi fengið nálgunarbann dæmt á hann.

J. SJÖTTI MÆLIKVARÐINN: Dauðasyndirnar 7

Dauðasyndirnar 7 eru í þessarri röð: losti, matgræðgi, græðgi, leti, reiði (eða ofsareiði), öfund og stolt.

Losti (e. lust) sem dauðasynd er skilgreind sem illska vegna frávika í persónulegum og kynferðislegum samskiptum hjá viðkomandi en losti er einmitt sterk kynferðisleg löngun. Robert framdi þessa dauðasynd þar sem allt sem hann gerði í tengslum við Broberg fjölskylduna var í þeim eina tilgangi að uppfylla kynferðislegar langanir sínar. Þó aðal áhugi hans hafi verið á Jan og að stunda ,,kynlíf” með henni (misnota hana) þá fékk hann bæði móður og föður Jan til að stunda með sér kynferðislegar athafnir og / eða kynlíf. Robert náði að byggja upp sterk tengsl við Broberg fjölskylduna og allir í Broberg fjölskyldunni báru mikið traust til Berchtold. Robert nýtti sér þetta traust til að ná til Jan og fá að taka hana eina með í ferðalag. Ferðalög sem hann tók ekki einu sinni sín eigin börn með í. Þetta ferðalag átti sér stað áður en hann rændi Jan í fyrsta skiptið en mikill grunur leikur á að hann hafi misnotað Jan í þessu ferðalagi. Önnur verk illsku sem hann framdi til að ná fram kynferðislegum löngunum sínum voru svo að sjálfsögðu mannránin tvö á Jan og hvernig hann heilaþvoði Jan til að halda henni undir sinni stjórn.

Dauðasyndin öfund er þegar óhófleg ást á því sem er manni þykir sjálfum gott sem þróar með sér að viðkomandi byrjar að óska þess að aðrir fái ekki það sem er gott fyrir þá. Þetta er þar með illska vegna afbrýðisemi, gremju eða hræðslu. Þetta er önnur dauðasynd sem Robert framdi en skýrasta dæmið um öfund sem dauðasynd er þegar hann borgaði einhverjum mönnum til að kveikja í blómabúðinni sem Bob Broberg átti. Robert lét mennina kveikja í búðinni (mjög líklega) vegna þess að hann hataði Bob fyrir það að vera faðir Jan.

Heimildir

  1. Abducted in Plane Sight. Heimildamynd um mannránin tvö sem var gefin út árið 2017. Aðgengileg inná Netflix.

  2. Levenson Self-Report Psychopathy Scale. (e.d.). Sótt 27. október 2020 af https://openpsychometrics.org/tests/LSRP.php.

  3. American Psychiatric Association. (2013). Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders (5 útg.). Washington, DC: Publisher.

  4. Kristján Guðmundsson. (2014). DSM-5 : Flokkun geðraskana; heildstæð samantekt á nýútkominni útgáfu af bandaríska kerfinu: DSM-5 (Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders) með samanburði á því evrópska: ICD-10 (International Classification of Disorders).

  5. Aðrar heimildir eru skjöl um mælikvarðana sem KG útvegaði.