Birta Skúladóttir, Hildur Ósk Rúnarsdóttir, Inga Lill Maríanna Björnsdóttir og Þórhalla Sigurðardóttir
Kynning
Watts fjölskyldan var fjögurra manna fjölskylda sem bjó í Frederick, Colorado í Bandaríkjunum. Christopher Lee Watts og Shanann Cathryn Watts giftu sig árið 2012, og eignuðust þau tvær dætur, þær Bella Marie Watts og Celeste Chathryn Watts, einnig var Shanann gengin 15 vikur af ófædda syni þeirra sem síðar var nefndur Nico Lee Watts. Það leit allt út fyrir að Christopher og Shanann hefðu átt almennt gott hjónaband. Shanann var virk á samfélagsmiðlinum Facebook og talaði þar opinskátt um sitt persónulega líf sérstaklega með myndböndum. Shanann hafði fundið fyrir áhugaleysi að hálfu Christopher síðastliðið hálfa ár fyrir morðið bæði andlega og líkamlega en skildi ekki afhverju hann væri að haga sér svona undarlega.
Glæpurinn sjálfur
Aðfaranótt 13. ágúst 2018 kom Shanann heim úr viðskiptaferð með vinkonu sinni. Christopher ákvað að segja henni að hann væri ekki lengur hamingjusamur, honum hafði liðið þannig í töluverðan tíma og vildi skilja við Shanann þar sem hann hafi kynnst nýrri konu, henni Nichole Kessinger. Þetta leiddi út í rifrildi sem ekki er víst að hafi verið lokið en þau sofnuðu svo bæði. Snemma um morguninn þegar Christopher vaknaði tók hann þá ákvörðun að verða eiginkonu sinni að bana með því að kyrkja hana til dauða. Talið er að Shannan hafi verið sofandi á meðan þessu stóð þar sem enginn merki voru um ágreining á líkama Christophers. Í kjölfarið vaknaði eldri dóttir þeirra, fór inn í herbergi þeirra og spurði pabba sinn hvað hann hafi gert við mömmu sína. Christopher vafði lík Shananns í plastpoka, bar það út í bíl og tók dætur sínar með. Hann keyrði með þær á vinnusvæði sitt sem var í klukkutíma akstursfjarlægð frá heimili þeirra. Þar kæfir hann báðar dætur sínar, fyrst þá yngri sem var þriggja ára og svo eldri sem var fjögurra ára, með værðarvoðum þeirra (e. security blanket) og faldi lík þeirra í olíutank á vinnusvæðinu. Því næst gróf hann lík Shananns í grendinni.
Um hádegisbil þann 13. ágúst hringdi vinkona Shanann sem var með henni í vinnuferðinni kvöldinu áður í lögregluna og lét lýsa eftir henni. Þá hafði hún ekkert heyrt frá henni sem henni fannst óvenjulegt og ekki líkt Shanann. Því næst fór hún heim til hennar en fékk engin svör og hafði því miklar áhyggjur. Þegar lögreglan mætti á svæðið var engin hreyfing inn á heimili þeirra og kom enginn til dyra. Fljótlega næst samband við Christopher sem kvaðst vera í vinnunni en sagðist koma heim. Þegar Christopher kom byrjaði hann á því að kynna sig fyrir lögreglunni, opnaði strax inn í húsið og bauð lögreglunni inn. Hann sagðist ekki vita hvar fjölskyldan sín væri niðurkomin, en hann hafi farið snemma í vinnuna og þær ennþá verið heima. Christopher var samvinnuþýður og ræddi við lögregluna um mögulegar slóðir sem Shanann og dætur hans hefðu mögulega geta verið. Engin merki voru um Shanann og dætur þeirra þegar húsið var skoðað í fljótu bragði og voru allar eigur Shannanns enn í húsinu þar á meðal síminn, lyf hennar, vesk og bíllinn, í kjölfarið fann Christopher giftingarhring hennar. Christopher kveikti á síma hennar og komu þá mörg ósvöruð skilaboð og hringingar meðal annars frá vinkonu Shanann sem tilkynnti hvarfið en einnig ítrekuð skilaboð frá Christopher þar sem hann biður hana um að svara símanum, sagðist hafa áhyggjur og vildi vita hvar hún væri.
Nágrannar þeirra voru með eftirlitsmyndavél á húsinu sínu sem sýndi bílastæði Watts fjölskyldunnar og buðu þau lögreglunni að skoða myndbandið sem náðist snemma um morguninn. Þar sást Christopher bera dót úr bílskúrnum sínum inn í bíl og hann keyra í burtu en Christopher sagði lögreglunni að þetta hafi verið sá tími sem hann fór í vinnuna. Nágrannar Christophers grunuðu strax að ekki væri allt með feldu, Christopher hafi verið að haga sér undarlega en venjulega var hann mjög rólegur og sagði lítið en þarna talaði hann mikið og var á miklu iði. Í kjölfarið byrjaði mikil leit af Shanann og dætrum þeirra og biðlaði Christopher til fjölmiðla að hann vildi fá eiginkonu og dætur sínar heim, heilar á húfi.
Persónan sjálf
Christopher Lee Watts er fæddur árið 1985 í North Carolina, Bandaríkjunum. Hann vann sem verkefnastjóri hjá olíu framleiðslufyrirtæki. Samstarfsfélagar hans lýstu honum sem hljóðlátum og jafnvel frekar vandræðilegum náunga en það væri ekkert sem benti til þess að það væri eitthvað grunsamlegt við hann. Christopher ólst upp á góðu heimili og átti afar eðlilega barnæsku. Hann stóð sig vel í skóla og fékk í kjölfarið skólastyrk í háskóla, spilaði íþróttir frá fimm ára aldri og var aldrei til vandræða. Móðir hans lýsti honum sem hinum fullkomna ungling, það færi lítið fyrir honum og sá hún engar vísbendingar úr barnæsku hans sem gæti útskýrt gjörðir hans. Þó er talið að Christopher hafi alist upp við að vera töluvert undirgefinn gagnvart móður og systur sinni.
Árið 2010 kynntist hann framtíðar eiginkonu sinni Shannan og tveim árum seinna giftu þau sig, þá bæði 27 ára. Talið er að Shannan hafi verið stjórnsöm kona og að samband þeirra gekk út á að hún réði flestu á meðan Christopher fylgdi því sem hún sagði. Fjölskylda Christophers líkaði aldrei við Shannan og samþykktu þau aldrei samband þeirra, í kjölfarið mættu þau ekki í brúðkaupið þeirra. Shannan og móðir Christophers náðu aldrei vel saman, enda báðar ákveðnar og vildu meina að þær vissu hvað væri best fyrir Christopher. Þessi ágreiningur á milli þeirra sést vel í skilaboðum sem fundust á milli Shannan og Christophers, þar sem Shannan talar illa um móður hans. Foreldrar Christophers vilja enn þann dag í dag meina að hann sé fórnarlambið í þessu máli og að Shannann hafi beitt hann andlegu ofbeldi. Christopher var ekki talinn ofbeldisfullur maður og var ekkert sem benti til þess að heimilisofbeldi hafi einhverntímann átt sér stað í þeirra hjónabandi, einnig hefur hann ekki verið greindur með neina geðröskun sem gæti þá ekki verið orsök morðanna. Hann var í raun hinn eðlilegi fjölskyldumaður sem enginn myndi búast við að fremja slíka glæpi. Hann var góður við dætur sínar og sýndi þeim mikla ástúð, enda hafði hann oft sagt að þær væru lífið hans. Þegar skoðuð eru myndbönd af honum með stelpunum sínum þá virtist vera mikil ást og væntumhyggja til staðar, þess vegna hafa eflaust margir velt því fyrir sér hvað olli þessum hræðilega atburð sem átti sér stað 13. ágúst 2018.
Það sem var einstaklega athyglisvert í þessu máli miðað við þær lýsingar um hvernig maður Christopher var, var að hann fann ekki fyrir neinu samviskubiti yfir gjörðum sínum en hans orð voru „All I could feel was now I was free to be with Nikki. Feelings of my love for her was overcoming me. I felt no remorse." Einnig mátti sjá það skýrt í fréttaviðtali sem var tekið daginn eftir morðin þegar hann biðlaði til fjölmiðla um að vilja fá fjölskylduna sína heim, heila á húfi, sýndi hann lítil sem enginn tilfinningaviðbrögð, heldur voru fyrstu tilfinningaviðbrögð hans þegar hann áttar sig á því að það sé búið að komast upp um hann.
Fréttaviðtalið.
Endir málsins
Þann 15. ágúst, tveimur dögum eftir hvarf Shannann og stelpnanna, fer Christopher í yfirheyrslu hjá lögreglunni þar sem hann samþykkir um leið að fara í lygapróf. Niðurstöður prófsins gáfu til kynna að Christopher hafi ekki verið að segja sannleikann og allt gaf til kynna að hann vissi hvar Shanann og dætur hans væru niðurkomnar. Lögreglan reyndi þá að fá Christopher til að segja sér hvar þær væru en Christopher reyndi að halda áfram að ljúga og sagðist ekki vita um þær. Það var ekki fyrr en Christopher fær að ræða við pabba sinn í einrúmi þegar hann játar að hafa orðið Shanann að bana. Til að byrja með sagðist hann hafa farið fram á skilnað og Shanann hafi verið ósátt við þá ákvörðun. Þá hefði hún farið inn í herbergi dætra þeirra, drepið þær og hann hafi í stundabrjálæði kyrkt Shanann í kjölfarið.
Nokkrum vikum síðar játaði Christopher á sig öll morðin og var dæmdur í fimm lífstíðar fangelsi fyrir að bana óléttri konu sinni og tveim dætrum. Christopher situr nú inni á Dodge Correctional Institution þar sem hann er í einangrun 23 tíma sólahringsins af öryggisástæðum. Erfitt er að segja hver ástæðan var á bakvið morðin þar sem Christopher hefur aldrei talað um það og eins og kemur fram í öllu ferlinu þá lýgur hann alltaf þar til komið var upp um hann, það bendir ekkert til þess að morðin hafi verið plönuð. Í fyrsta lagi þar sem það eru engin sönnunargögn um það en einnig eru morðin og þetta mál nýlegt og ekki hefur allt komið upp á yfirborð fyrir almenning. Christopher tjáði sig ekki í réttarhöldunum en hver veit miðað við athyglina sem málið fékk hvort að Christopher muni síðar á lífsleiðinni ræða málið til að fá meiri athygli.
Mælikvarðar - Christopher Lee Watts
Fundnir voru sex mælikvarðar sem hægt var að staðsetja Christopher Lee Watts á og eru þeir eftirfarandi: DSM-5, Cleckley 16, Þekktu sjálfan þig, Stone 22, Holmes og DeBurger og CCM.
Mælikvarði 2: DSM-5
Sjálfhverf persónuleikaröskun.
Skilgreining: Einhver sem finnst hann yfir aðra kominn, þá einstakur, sérstakur, æðri og líður eins og hann sé yfir reglur hafinn.
Þetta passar vel við viðhorf Christopers, þar sem honum fannst hann vera yfir aðra kominn og hans líf greinilega skipta meira máli en líf þriggja einstaklinga. Hann gerði sér klárlega ekki grein fyrir því hvað myndi koma í kjölfar morðanna og fannst honum mögulega að sérstakar reglur myndu gilda fyrir hann.
Mælikvarði 6: Cleckley 16
Skilgreining: Characteristics of Psychopath (Sociopath, Anti-social Personality Disorder).
Af 20 þáttum sem teknir eru fram á þessum kvarða fellur Christopher undir 9 af þeim. Þeir eru eftirfarandi:
Superfical charm / Yfirborðssjarmi
Christopher er með mikinn yfirborðssjarma, lítur út fyrir að vera eins hver annar góður eiginmaður og faðir. Einnig var Christopher talinn vera myndarlegur maður og síðustu ár hafði hann breytt lífstíl sínum, misst mörg kíló og bætt á sig vöðvamassa, Christopher talaði um þessa breytingu í yfirheyrslu við lögregluna.Pathological lying / Sjúkleg lygi
Hann fór léttilega með það að ljúga, bæði að eiginkonu sinni þegar hann var að halda framhjá henni með annarri konu og einnig þegar hann lýgur um það í sjónvarpinu að hann þráði ekkert meira en að fá litlu stelpurnar sínar heim. Frá því að fjölskyldan hans hvarf laug hann í hverju einasta tilfelli, þangað til að hann var gripinn í sínum eigin lygum. Fyrst laug hann um hvarf þeirra, svo um morðin þar sem hann reyndi að ljúga til um að Shanann hafi drepið dætur þeirra og hann hafi því myrt hana í stundarbrjálæði. Alltaf var hann gómaður í sinni eigin lygasögu.Lack of remorse or guilt / Skortur á samviskubiti og sektarkennd
Það er augljóst að Christopher skorti bæði samviskubit og sektarkennd eftir morðin. Fyrsta sem hann fór að gera eftir morðin var að skoða staði til þess að fara í frí eða utanlandsferð með viðhaldinu, setti húsið sitt á sölu og hafði samband við leikskóla dætur sinna og skráði þær úr skólanum. Fyrsta tilfinningalega svörun Christopher var þegar það komst upp um hann og hann gerði sér grein fyrir hvað myndi koma fyrir hann.Lack of empathy / Skortur á samkennd
Christopher fann augljóslega ekki til með öðrum þar sem hann vissi að hann væri að drepa dóttur og barnabörn tengdaforeldra sinna. Shanann átti mikið af fólki í kringum sig, bæði vini, vinnufélaga og fjölskyldu. Christopher spáði ekkert í því hvernig þetta myndi hafa áhrif á aðra í kringum sig. Í þeim viðtölum sem tekin voru við hann þegar leitin stóð yfir fjölskyldunni hans sýndi hann engin tilfinningaleg viðbrögð, ekki eitt tár. Einnig var erfitt að sjá eitthverja tilfinningalega svörun þegar yfirheyrslur stóðu yfir og sýndi hann ekkert samviskubit (e. remorse) né samkennd (e. empathy) fyrr en hann áttaði sig á því að ekkert annað væri í stöðunni en að segja sannleikann.Poor behavioral controls / Léleg sjálfstjórn
Christopher gat ekki hamið sig, hann þráði nýtt líf með nýrri konu. Í stað þess að fá skilnað eins og venjulegir einstaklingar myndu gera þá tók hann líf eiginkonu sinnar og barna. Það einstaklega léleg sjálfstjórn.Lack of realistic long term plans / Skortur á raunhæfum langtímaáætlunum/plönum.
Það plan að drepa konu sína og börn til þess að byrja nýtt líf með nýrri konu er langt frá því að vera raunhæft langtíma plan. Hann gerði sér ekki grein fyrir því hversu óraunhæft þetta var til lengri tíma.
Impulsivity / Hvatvísi
Hvatvísi þar sem engin hugsun var á bakvið hvað myndi taka við eftir morðin og að morðið átti sér stað líklegast í rifrildum.Irresponsibility / Ábyrgðarleysi
Morðin voru framkvæmd í miklu ábyrgðarleysi, hann hélt að hann kæmist upp með þau, hugsaði ekki lengra um að hann þyrfti að bera ábyrgð á því sem hann gerði.Failure to accept responsibility for own action / Skortur við að axla ábyrgð á eigin gjörðum
Honum tókst ekki að axla ábyrgð fyrir morðunum, það var ekki fyrr en hann féll á lygaprófi. Þá gerir hann sér grein fyrir því að það er að komast upp um hann en þá reynir að kenna Shanann um að hafa myrt dætur þeirra og í kjölfarið hafi hann drepið Shanann í stundabrjálæði. Hann taldi sér trú um að hann gæti losað sig við þær án þess að axla ábyrgð á því sem hann hafði gert en svo var ekki.
Mælikvarði 4: Þekktu sjálfan þig, Soundness of mind
Skilgreining: Soundness of mind merkir að hugsun sé svo skýr að einstaklingur veit hvað hann er að gera og þar af leiðandi ábyrg gjörða sinna. Þessu fylgir að einstaklingur geti greint á milli hvað sé raunverulegt og hvað ekki og veit munin á réttu og röngu. Ef þú hefur þetta ekki ert þú siðblindur.
Augljóst er að Soundness of mind skorti hjá Christopher. Hugsunin á bakvið það að drepa eiginkonu sína og börn til þess að byrja nýtt líf er ekki skýr. Líklega gerði hann sér ekki grein fyrir því að hann þyrfti að vera ábyrgur gjörða sinna og sitja í fangelsi restina af lífi sínu þar sem hann hélt að hann kæmist upp með þetta. Það fer ekki á milli mála að hann getur ekki greint á milli þess hvað er rétt og rangt, því mætti segja að hann sé siðblindur.
Mælikvarði 5: Stone 22, flokkur 10
Skilgreining: „Killers of people „in the way“ (including witnesses); extreme egocentricity.
Flokkur 10 í Stone 22 kvarðanum lýsir einstaklingum sem einstaklega sjálfselskir og sjálfmiðaðir og líta svo á sig að þeir einir skipti máli.
Christopher taldi augljóslega að hans líf skipti meira máli en líf eiginkonu og dætra sinnar og drepur þær sér í hag í þeim tilgangi að geta hafið nýtt líf með viðhaldinu sínu, hann virtist hafa séð aðstæður þannig að besta leiðin til að hefja nýtt líf var að losa sig við það gamla.
Mælikvarði 13: Holmes og DeBurger
Skilgreining: Sjálfselska: Þessir drepa vegna þess að þeir prívat og persónulega fá eitthvað út úr því, annað fólk skiptir ekki máli.
Mælikvarði 3 í Holmes og DeBurger einkennist af einhverjum sem drepur vegna sjálfselsku, talið er að þessir einstaklingar eru sakhæfir líkt og Christopher.
3.c Sjálfselsku þægindi - Drepa vegna þeir hafa gagn á því.
Christopher taldi sér trú um að þetta myndi gagnast honum á þann hátt að hann gæti byrjað nýtt líf með viðhaldinu og þurfa ekki að hafa áhyggjur af “gömlu” fjölskyldunni sinni.
Mælikvarði 15: CCM
Christopher passar vel í undirkafla 122 í kafla 7 á CCM kvarðanum sem skýrir persónulegar ástæður fyrir morðum.
122: Heimilismorð / fjölskyldumorð Þessi skilgreining á sér stað þegar fjölskyldumeðlimur myrðir annan meðlim fjölskyldunnar. Algengustu morðin er þegar eiginmaður eða fyrrum elskandi drepur eiginkonu sína/fyrrverandi maka.
Christopher passar hér inn því hann drepur fjölskylduna sína.
122.1: Hvatvís heimilismorð/fjölskyldumorð Skyndilegt og óplanað morð sem hefur upptök sín af streitandi atburði eða streita sem hefur verið vaxandi í ákveðinn tíma.
Það er ekkert sem bendir til þess að morðin hjá Christopher hafi verið plönuð til lengri tíma. Christopher játaði fyrir það að hafa hugsað til þess að losa sig við fjölskylduna sína áður en hann sofnaði og tók þá ákvörðun að fara þá leið þegar hann vaknaði morguninn eftir. Christopher var líklega með mikla uppsafnaða streitu þar sem hann var búinn að vera halda framhjá konu sinni í þó nokkrun tíma. Shanann var búin að vera að hafa miklar áhyggjur af sambandi þeirra og var alltaf pirruð út í hann. Það hefur líklega verið streituvaldandi fyrir Christopher að vera hreinskilinn við konuna sína að hjónabandið þeirra sé búið og hann vilji skilnað vegna þess að hann sé ástfanginn af annarri konu. Ef við gerum ráð fyrir því að Shanann hafi sagst ætla taka börnin og hann mætti aldrei sjá þau aftur þá gæti það hafa verið það sem fyllti mælinn hjá Christopher og öll þessi uppsafnaða streita hafi sprungið og myrt þær í ofsareiði. Einnig getur ástæðan verið vegna þess að Christopher taldi þetta bestu leiðina út úr hjónabandinu.
Heimildir
American Murder: The Family Next Door - Netflix Film.
https://www.rollingstone.com/culture/culture-news/chris-watts-family-murder-colorado-why-803957/ .