CUBILLOS, Luis Alfredo Garavito - The Beast

Luis Alfredo.

Luis Alfredo.

Heimild: https://www.google.com/url?sa=i&url=https%3A%2F%2Fwww.eltiempo.com%2Fjusticia%2Fdelitos%2Fluis-alfredo-garavito-es-hospitalizado-en-valledupar-471354&psig=AOvVaw2xHCoq2tPFQCmYb3GQkPT8&ust=1603918309454000&source=images&cd=vfe&ved=0CAIQjRxqFwoTCIjLgsbT1ewCFQAAAAAdAAAAABAa.

Arna Ýr Arnardóttir, Hildur Lovísa Hlynsdóttir, María Katrín Auðardóttir og Sunna Dís Jónasdóttir

Kynning efnis

Luis Alfredo Garavito Cubillos betur þekktur sem „Tribilín“ eða „The beast“ er einn alræmdasti raðmorðingi heims, hann var dæmdur fyrir að misþyrma og myrða 138 unga drengi en raunveruleg tala er sögð yfir 300.

Garavito átti ekki góða barnæsku, hann var misnotaður af drykkfelldum föður sínum sem og kunningjum hans. Faðir hans átti einnig til að binda hann niður og láta hann horfa á sig misþyrma og nauðga móður hans. Þetta varð til þess að Garavito var alinn upp við að horfa á hluti sem ekkert barn á að upplifa. Hann hóf að stunda misþyrmingar sjálfur og nauðgaði meðal annars litla bróður sínum. Í stuttu máli þá hefst ferill Garavito á því að hann fylgist með ungum drengjum í fátækrahverfum Kólumbíu, fylgdist með hverjum að þeirra yrði ekki saknað þrátt fyrir að hverfa í einhvern tíma. Hann fór í dulargervi og vann inn traust drengjanna, hann tók þá með sér á afskekkta staði þar sem hann misþyrmti þeim til að byrja með, seinna hóf hann síðan að myrða þá. Þetta gerði hann við að minnsta kosti 138 drengi á árunum 1992 til 1999 en talan er líklegast mun hærri, miðað við fjöldagrafir sem fundust en ekki var hægt að bera kennsl á öll líkin.

Fyrsta fjöldagröfin fannst í nóvember 1997 í Pereira og innihélt 25 lík, upprunalega var talið að gröfin tilheyrði glæpagengi eða sértrúarsöfnuði á svæðinu. Stuttu seinna fundust fleiri fjöldagrafir í öðrum bæjum og nágrannaríkjum en vegna lítilla samskipta milli lögregluumdæma var honum ekki náð fyrr en 22. apríl 1999 þegar að heimilislaus maður sagðist hafa séð dularfullan mann í hverfinu reyna að nauðga ungum dreng. Þrátt fyrir fjölda fórnalamba var Cubillos ekki dæmdur í nema 40 ára fangelsi sem var lækkað niður í 22 ár vegna þess hve hjálpsamur hann var að benda á hvar líkin voru grafin. Hámarksrefsing í Kólumbíu eru því ekki nema 40 ár en eftir að þetta mál komst upp þá hefur það ekki fallið vel í kramið hjá almenningi í landinu sem telja að lífstíðarfangelsi eða jafnvel dauðarefsing væri betur við hæfi. Nú hafa lögin verið endurrituð og segja að sá aðili sem dæmdur hefur fyrir glæp gagnvart börnum þurfi að sitja inni í 60 ár og eigi ekki rétt á umbun fyrir að aðstoða lögreglu, því er spurning hvort honum verði hleypt út 2021 eða ekki.

Persónan

Luis Alfredo Garavito Cubillos fæddist 25. janúar 1957 í litlum bæ sem heitir Génova, Quindío í Kólumbíu, Suður Ameríku og var hann elstur sjö bræðra. Á þeim tíma sem Garavito fæddist ríkti borgarastyrjöld í Kólumbíu og mikið var um morð, voðaverk og fjöldi fólks var annaðhvort drepið eða það týndist í glundroðanum sem þarna ríkti. Garavito ólst því upp við þennan hræðilega veruleika og varð vitni af miklum voðaverkum í umhverfi sínu. Þá neyddist fjölskylda hans á endanum til að yfirgefa heimili sitt útaf borgarastyrjöldinni og fluttu í annan bæ.

Faðir Garavito var virkur alkahólisti og beitti hann, móður hans og yngri bræður bæði líkamlegu-, andlegu- og kynferðislegu ofbeldi á heimili þeirra. Garavito og bræður hans máttu ekki hitta önnur börn nema í skólanum. Bræðrunum var haldið í einangrun á heimili sínu öllum stundum utan skólans. Þar að auki var Garavito lagður í einelti af öðrum börnum í skólanum sem tók mjög á hann. Hann hætti svo í skóla í 5. bekk þegar hann var aðeins 11 ára gamall. Þegar hann var 12 ára missti hann sveindóminn og var það með strák, en síðar sama ár var honum nauðgað og misþyrmt af karlkyns vini föður síns.

Að sögn Garavito reif hann tvo lifandi fugla í tætlur þegar hann var 12 ára, og samkvæmt sáfræðilegum kenningum er það merki um andfélagslega persónuleikaröskun (mælikvarði, Persónuleikaröskun) að stunda dýraníð í æsku. Þessar lýsingar á ofbeldisfullri æsku koma frá Garavito sjálfum eftir að hann var handtekinn, erfitt er að treysta siðblindum einstaklingum því verður að taka frásögnum hans með fyrirvara. Þegar hann var 15 ára var honum nauðgað aftur af öðrum vini fjölskyldunnar sem hann hélt að hann gæti treyst, og átti það að hafa gerst nokkrum sinnum. Einungis 16 ára var hann farinn að heiman og flutti þá frá fjölskyldu sinni í aðra borg í Kólumbíu. Hann byrjaði að drekka mikið á unglingsárunum líkt og faðir hans og einnig byrjaði hann að sína ofbeldisfulla hegðun. Alkahólismi hefur verið partur af honum allt hans líf, en hann á að hafa bruggað sitt eigið áfengi. Hann fór svo í Alkaholics Ananomus (AA) og var partur af þeim í einhvern tíma á þessum árum. Á næstu árum fór hann á milli borga þar sem hann vann meðal annars í matvörubúð.

Hann byrjaði fljótt að girnast unga drengi (mælikvarði, DSM-5) sem hann lokkaði til sín með sælgæti og fékk hann þá gælunafnið „Tribilín“ sem er spænska þýðingin á Disney karakternum Guffa. Hann fékk þetta nafn útaf því krökkunum fannst hann svo fyndinn og skemmtilegur, einskonar trúður eins og Guffa karakterinn er í sögunum um Andrés önd. Það eru ótrúleg líkindi með Garavito og Guffa þegar maður skoðar myndir af þeim saman. Á endanum missti Garavito vinnuna í matvörubúðinni og snéri sér að öðru, í öðrum bæ og fékk aðra vinnu sem hann svo á endanum missti útaf ofbeldisfullri og óviðeigandi hegðun sinni. Hann átti á þessum árum kringum tvítugt í sambandi við konu sem átti ungan dreng en beitti hann þó ekki ofbeldi. Þetta var mynstur sem Garavito virtist halda í samböndum sínum við konur. Hann stundaði ekki kynlíf með þeim en átti í samböndum við konur sem voru eldri en hann og áttu börn fyrir, því voru samböndin við þær platónsk útaf því að hann gat ekki átt í kynferðislegu sambandi við þær að hans sögn (mælikvarði, CCM). Samkvæmt skýrslu lögreglunnar hafði hann reynt að taka sitt eigið líf allavega einu sinni og var í kjölfarið vistaður á geðskjúkrahúsi í 5 ár, á þeim tíma var hann einnig á lyfjum við geðrofi (mælikvarði, Persónuleikaröskun og Norris). 

Glæpaferillinn

Luis Garavito er sagður hafa drepið sitt fyrsta fórnarlamb árið 1992, þá 35 ára að aldri. Garavito passaði sig að velja „rétt“ fórnarlömb, fórnarlömb sem að hann vissi að yrði ekki saknað og einhverja sem að hann gæti auðveldlega unnið inn traust hjá (mælikvarði, Norris). Öll fórnarlömbin hans voru munaðarlausir eða heimilislausir drengir á aldrinum 6 til 16 ára (mælikvarði, DSM-5). Garavito fylgdist með fórnarlömbum sínum og reyndi að átta sig á því hvað það var sem að drengirnir vildu, hvort það væri sælgæti, litlar gjafir, peningur, vímuefni eða áfengi. Einnig átti hann það til að setja sig í ákveðin karakter eða dulargervi sem dæmi, prest, gamlan mann, fíkniefnasala, bónda og fleira. Garavito vingaðist því við drengina í því hlutverki sem hentaði að hverju sinni, og þegar traust þeirra var komið bauð Garavito þeim með sér í göngutúr. Göngutúrarnir sem hann tók drengina með sér í voru mismunandi, stundum lét hann drengina halda á þungum hlutum fyrir sig og stundum lét hann þá ganga gríðarlegar vegalengdir. Í öllum þeim göngum sem Garavito tók drengina með sér drakk hann óhóflega mikið alla leiðina, og í endann var hann orðin mjög ölvaður. Þegar drengirnir voru orðnir úrvinda úr þreytu batt hann þá svo þeir gætu ekki reynt að flýja og misþyrmdi þeim. Segja má að morðin hans þróuðust mikið með tímanum, fyrst um sinn var nóg fyrir hann að misnota drengina til að hafa yfirvaldið (mælikvarði, Holmes & DeBurger). Þegar það var komið í nokkurs konar vana byrjaði hann að misnota þá og drap þá síðan. Með tímanum urðu síðan morðin ýktari og ýktari. Sem dæmi þá byrjaði hann á því að klæða drengina úr öllum fötunum, næst misnotaði hann drengina, og fór hann síðan með tímanum að brenna drengina með heitu kerta vaxi, stinga þá í hendur og fætur svo að þeir myndu ekki deyja strax og í raun að reyna að pynta þá nógu mikið, í lokin skar hann kynfærin af þeim og tróð þeim upp í munn drengjanna (mælikvarði, DSM, Stone og CCM) . Öll líkin fundust án fatnaðar og illa farin. Þar sem Garavito fann sér alltaf fórnarlömb sem áttu engan að þá komst hann lengi upp með gífurlegt magn af morðum.

Eins og kom fram hér að ofan hefur Garavito verið dæmdur fyrir 138 morð, en talið er að hann hafi framið upp í um 300 morð. Flest lík hafa samt sem áður fundist í Pereira, en þar bjó Garavito. Þrátt fyrir að Garavito hafi búið þar var það ekki eini staðurinn sem að hann framdi morðin, talið er að hann hafi ferðast á milli 11 ríkja og um 60 bæja. Garavito framdi flest sín morð um helgar, en það gaf honum tíma til þess að ferðast á milli staða án þess að hann myndi missa úr vinnu. Sem dæmi ferðaðist hann til Armeniu, Honda, Bogota, Boyacá, Tuna, Risaralda, Génova, Equator, Palimar o.fl. staða. Garavito framdi morðin á mismunandi stöðum svo að það væru minni líkur á því að grunnsemdir myndu koma upp. Árið 1996 var Garavito staddur í Tuna þá var hann búinn að hafa auga með einum dreng sem var hans næsta fórnarlamb á þeim tíma. Garavito náði að lokka drenginn til sín, fór með hann í göngutúr og þegar drengurinn var orðinn þreyttur ætlaði Garavito að binda hann niður. Drengurinn náði að flýja undan Garavito og komst til lögreglunnar. Drengurinn útskýrði fyrir lögreglunni hvað hefði komið fyrir og náði að lýsa gerandanum að einhverju leyti og nefndi að hann hafi haltrað mikið. Lögreglan byrjaði að leita í kring, fundu þeir mann sem haltraði mikið og var það Garavito. Lögreglan tók hann inn til yfirheyrslu en náði Garavito að koma sér undan ásökunum með því að leika fórnarlamb, hann sagði að verið væri að niðurlægja hann út af því að hann ætti erfitt með að ganga. Lögreglan sleppti honum því lausum.

 Garavito framdi sitt fyrsta morð árið 1992, en byrjaði lögreglan ekki að taka eftir morðum hans fyrr en árið 1997 þegar fjöldagrafir fundust. Ástæða þess að grafir drengjanna fundust svona seint eftir morðin er vegna þess að Garavito hafði hugsað morðin sín vel. Mest af líkum fundust í útjaðri bæja og voru ýmist á milli háa stráa á sykurekrum eða kaffiekrum. Stráin voru það há og þétt saman að ekki var hægt að sjá grafirnar úr eftirlitsturnum í kring. Margir fjöldamorðingjar halda einhverskonar yfirlit yfir þau morð sem þeir fremja og safna minjagripum (mælikvarð, Norris), Garavito var engin undantekning þar. Þegar lögreglan fór að skoða tengslanet Garavito, sem var ekki stórt, fundu þeir út að hann ætti systur og hafi verið giftur tveimur konum. Heima hjá þeim þrem fundust svartir stórir pokar, í öllum þessum pokum voru myndir af flestum drengjunum, blóðugir hnífar, lestamiðar sem sýna dagsetningar af morðum og fleiri sönnunargögn.

            Helsta ástæðan afhverju það var erfitt að ná Garavito er vegna þess að hann ferðaðist mikið á milli staða. Lögreglan var í litlum sem engum samskiptum við önnur ríki eða bæi. Það var ekki fyrr en lögreglan í Pereira hafði samband við önnur ríki um hvort að svipuð morð væru í gangi, kom þá í ljós að tíu önnur ríki voru að rannsaka eins mál.

Endir máls

Á árunum 1992-1999 var mjög erfiður tími í Kólumbíu þar sem borgarastyrjöld var í gangi, mörg börn voru munaðarlaus, heimilislaus og mjög fátæk. Morð sem áttu sér stað á þessum tíma, komust sjaldan á borð lögreglurnar á þessum árum vegna þess að börnin áttu enga aðstandendur sem lýstu eftir þeim. Lögreglan fékk þó óspart tilkynningar af þó nokkrum fjölda morða á þessum árum en gerði í rauninni ekkert fyrr en árið 1997 þegar fjöldagröf var uppgötvuð. Allsherjar rannsókn fór af stað vegna þess að þessi morð voru ekki einskorðuð við eitt ákveðið svæði í Kólumbíu. Í febrúar árið 1998, fundu rannsóknarlögreglumenn heimilisfang fyrrum kærustu Garavito skrifað á pappír á morðstað rétt utan Genova, suðurhluta Quindío, Kólumbíu. Á þessum morðstað fundust þrír drengir sem voru naktir, í kynferðislegum stellingum og með marbletti út um allan líkama, búið að skera af þeim kynfærin og særindi og bitför um allan líkama þeirra. Lögreglan hafði samband við fyrrum kærustu Garavitos en hún sagðist ekki hafa séð hann í marga mánuði. Hún gaf þeim hinsvegar eigur hans sem innihéldu m.a. myndir af ungum drengjum, dagbók sem skrásetti hvert morð sem hann framdi. Þessar nýju upplýsingar leiddu lögregluna að dvalarstað Garavitos en byggingin var tóm. Nokkrum dögum síðar var hann síðan tekinn af nágrennis lögreglumönnum vegna tilraunar til að nauðga unglingsstrák. Það var heimilislaus maður sem varð vitni að tilrauninni og átökum á milli þeirra tveggja. Lögreglan hafði hins vegar engan grun um hvern þeir voru með í höndunum, eftirlýstasta mann Kólumbíu á þeim tíma. Eftir einungis nokkrar yfirherslur komust þeir fljótt að því að hann væri sá umræddi „The Beast“ þrátt fyrir neitanir að hans hálfu, meiri segja fór hann það langt að hann grét þegar lögreglumenn lýstu morðunum. Þau sönnunargögn sem rannsóknarlögreglumenn höfðu í höndunum á sér voru sérstök sérhönnuð gleraugu sem fundust þar sem fjöldagröfin var, gleraugu sem pössuðu fullkomlega við augnsjúkdóm Garavito, sá sjúkdómur var mjög sjaldgæfur og fannst einungis hjá karlmönnum í hans aldurshóp. Einnig höfðu rannsóknarlögreglumenn tómar áfengisflöskur, nærföt og skó í fórum sér. Lífssýni (DNA) Garavito fannst á fórnarlömbum ásamt fleiri hlutum sem hægt var að tengja við hann. Öll þessi sönnunargögn urðu til þess að hann játaði að hafa myrt 138 drengi en hann var ákærður fyrir 172 morð sem áttu að hafa átt sér stað út um alla Kólumbíu. Hann sagði samt sem áður að hann hefði verið andsetinn, illur andi sagði honum að drepa (Mælikvarði, Persónuleikaröskun og CCM)  Hann var fundinn sekur fyrir morð á 138 ungum drengjum. Afplánun hans var talin 1853 ár og 9 dagar miðað við fjölda morða, en þar sem hámarksrefsing í Kólumbíu er 40 ár og hann aðstoðaði einnig lögreglu að finna lík fórnarlamba sinna þá var dómurinn endanlega styttur niður í 22 ár. Sem gerir það að verkum að samkvæmt öllu þá ætti hann að losna árið 2021. Afplánunin er við hámarks öryggisgæslu í fangelsi í Valldupar í norður Kólumbíu. Honum er haldið frá öðrum föngum vegna hættu á að hann verði drepinn innan veggja fangelsisinns. Það er vafamál hvort honum verði sleppt á næsta ári vegna þess að það gilda sérstök lög í Kólumbíu sem segja að þeir sem fremja glæpi gegn börnum eiga ekki rétt á að fá styttingu á dómnum á neinn hátt og eiga sæta lágmark 60 ára dóm.

Mælikvarðarnir

MÆLIKVARÐI 1. Persónuleikaröskun

Við teljum umræddan vera með eftirfarandi tvær persónuleikaraskanir:

a. Andfélagslega persónuleikaröskun: sem lýsir sér í hans tilfelli sem meðal annars þörf til að blekkja aðrar manneskjur til persónulegs gróða eða ánægju sem í hans tilfelli eru ungir drengir sem hann nauðgar, misþyrmir og myrðir síendurtekið. Hann helst ekki í vinnu né í námi sem er einnig sterkt einkenni þessara persónuleikaröskunar. Þar sem hann nauðgaði og mysþyrmdi bróður sínum frá unga aldri, sýndi dýraníð og drap um 300 drengi (er talið) þá er hægt að segja að hann hafi sýnt fram á langvarandi hegðunarmynstur vanvirðingar og brot á réttindum annarra frá því fyrir 15 ára aldur. Þar sem hann var elstur af 7 bræðrum og þurfti snemma að taka mikla ábyrgð sem hann ef til vill hefði ekki kosið sjálfur. Staða hans sem berskjaldað barn misnotað af föður og settur í þá aðstöðu að bera ábyrgð í stað þess að fá að vera barn gæti útskýrt hans miklu þörf fyrir að stjórna og nota aðra, þar sem hann gæti verið við stjórnina í stað varnalaust barns.

b. Geðklofalíka persónuleikaröskun: Garavito var tvítugur þegar hann fór fyrst í geðrof og á lyf við því, hann sýndi einnig skerta getu í skóla sem og félagslega. Hann var klárlega mjög einangraður sem barn og einnig sem fullorðinn einstaklingur. Hann drakk óhóflega og er það væntanlega til að deyfa mikinn sársauka sem hann þurfti að upplifa sem barn og að alast upp við mikla fátækt, misnotkun af föður sínum, kúnnum móður sinnar og nágrönnum. Hann lokkaði einnig fórnarlömb sín með dulargervum og búningum sem getur ýtt undir geðklofalíka persónuleikaröskun þar sem hún einkennist af einkennilegri hugsun, óskýru tali, hegðun og útliti sem er sérkennilegt, sérviskulegt og furðulegt. Enn frekar segist hann hafa heyrt raddir við yfirheyrslur sem styður þessa geðgreiningu.

MÆLIKVARÐI 2. DSM-5

Við viljum greina hann samkvæmt DSM-5 með tvær kynfráviksraskanir;

a. Barnahneigð: Þar sem fórnarlömb hans voru einungis á tilteknum aldri 6-16 ára. Samkvæmt DSM-5 þá greinist viðkomandi með barnahneigð ef hann á sex mánaða tímabili hefur endurtekna, sterka kynóra, kynhvatir sem fela í sér kynlíf með barni sem ekki hefur náð kynþroska (yfirleitt 13 ára og yngri). Sem á við okkar mann, þar sem hann veiðir þá, nauðgar og myrðir. Fyrst um sinn misþyrmdi hann þeim einungis en færði sig svo síðar í morð. Samkvæmt DSM-5 þá getur viðkomandi fengið þessa greiningu ef gjörðir hans takmarkast einungis við börn sem passar við hann þar sem elsta er 16 ára, tæknilega séð ennþá barn.

b. Sadismi: Sú greining liggur í augum uppi í tengslum við barnahneigðina þar sem hann þvingar vilja sínum á þessa ungu drengi og þær valda verulegri þjáningu fyrir viðkomandi fórnarlömb. Þar sem fórnarlömb hans voru mörg þá er hægt að álykta að hann hafi haft þessar langanir endurtekið að minnsta kosti á sex mánaða tímabili. Hann niðurlægir drengina með misþyrmingum og drepur þá svo. Hann hafði ekki góðar fyrirmyndir í barnæsku eins og hefur komið fram hér að ofan, kynferðislega misnotaður af föður sínum og var mikið um líkamlegt ofbeldi. Þar hefur hann ef til vill fundið fyrir fingerðari línu milli sársauka og ánægju frá frumbernsku, þar sem það kemur frá hans verndurum og uppalendum. Einnig lét faðir hans hann horfa upp á móður sína stunda kynlíf með öðrum mönnum þar sem hún var talin hafa verið vændiskona. Þá er einnig sagt að faðir hans hafi leyft kúnnum hennar að misnota hann kynferðislega og misþyrma og móðir hans hafi ekki gert neitt til þess að stöðva það. Hann á langa sögu um kynferðislega misnotkun, einnig frá tíma þar sem hann á að hafa verið á götunni eftir að hafa flúið sínar hræðilegu heimilisaðstæður. Hann segir frá því í yfirheyrslunni að hann hafi fengið sterkari fullnægingar því meiri sársauka sem hann beitti fórnarlömb sín, sem staðfestir þessa geðgreiningu enn frekar.

MÆLIKVARÐI 3. Sjö fasar Norris

Ákveðið var að flokka Luis Alfredo Garavito Cubillos í 7 fasa mælikvarða Norris. Ástæða fyrir því er að hann passar inn í alla 7 fasa kenningarinnar. Fyrsti fasinn er Aura, þar byrjar einstaklingurinn að fjarlægjast raunveruleikann og kemst í svokallað geðrof. Þegar Garavito var tvítugur fékk hann lyf við geðrofi en þó er ekki vitað hver einkenni hans voru nákvæmlega. Annar fasinn er Trolling þar sem einstaklingur fer að planleggja glæpinn, í tilviki Garavito fylgdist hann með fátækum og heimilislausum drengjum og fann út hvaða dreng yrði ekki saknað þótt hann hyrfi í einhvern tíma. Þriðji fasinn er síðan Wooing þar sem Garavito lokkaði ungu drengina með sér með því að bjóða þeim gulrót fyrir erfiðið hvort sem það var áfengi, lyf, matur eða annað. Hann bauð þeim ávallt eitthvað sem var eftirsótt á þeim stað er drengirnir bjuggu. Fjórði fasinn er capture þá hafði Garavito ávallt platað drengina með sér á afskekkta ekru í útjaðri bæjarins, þeir voru þreyttir svo hann átti auðvelt með að binda þá og hefja athafnir sínar. Fimmti fasinn er morðið sjálft, þar misþyrmti og drap hann drengina. Sjötti fasinn er Totem og það fjallar um minjagripi sem einstaklingar taka með sér. Garavito safnaði öllum sínum minjagripum í svarta poka sem hann geymdi síðan heima hjá systur sinni eða kærustum þegar hann var orðið of þungur til að bera, þar voru t.d. myndir af drengjunum. Síðasti fasinn er þunglyndi þar er átt við að fórnalambið sé táknmynd og hefnd fyrir barnæsku morðingjans, um leið og morðið er yfirstaðið kemur fyrri einmanaleiki og vanlíðan aftur upp.

MÆLIKVARÐI 4.  Stone flokkur 16 - Spree and multiple murders: psychopathy is apparent.

Við metum hann í flokki 16 á Stone 22 mælikvarðanum eins og sjá má af eftirfarandi lýsingu. Við teljum hann siðblindan einstakling því hann framdi morð, misþyrmdi og pyntaði drengina áður en hann drap þá án þess að finna fyrir neinni eftirsjá eða siðferðiskennd. Hann er glæpamannamegin yfir siðblinda einstaklinga þar sem hann var fjöldamorðingi og fer ekki eftir félagslegum reglum. Hann er einnig með andfélagslega persónuleikaröskun sem er partur af siðblindu greiningunni og hann framdi endurtekið mjög grimma glæpi þar á meðal morð eins og segir lýsingu Stone flokki 16.

Garavito byrjaði að drepa drengi þegar hann var 35 ára gamall og yfir 6 ára tímabil þangað til hann var handtekinn sem gerir hann að fjöldamorðingja. Garavito er talinn hafa drepið yfir 300 drengi frá því hann framdi sitt fyrsta morð en hann var dæmdur fyrir 138 morð. Hann lokkaði til sín drengina með ýmsum aðferðum og drap hann þá ekki aðeins heldur misþyrmdi hann og nauðgaði drengjunum. Þeir voru allir líkir honum þegar hann var ungur, varnarlausir, fátækir og illar farnir ungir drengir sem áttu oft í engin hús að vernda eða voru munaðarlausir. Hann valdi fórnarlömbin sín vel og það gæti verið að hann hafi drepið svona oft útaf því að hann var að reyna fullkomna morðið eftir því hvernig hann sá það fyrir sér í hausnum á sér. Hann drap endurtekið en hann drap í raun líka hópa því stundum leið ekki dagur eða neinn tími á milli morðanna. Hann er því bæði spree murderer og multiple murderer með augljósa siðblindu greiningu. Honum skorti bæði samúð og iðrun fyrir því að hafa drepið alla þessa drengi eftir að hann var handtekinn, mjög augljós einkenni siðblindu.

MÆLIKVARÐI 5. CCM

a. K7. -125 Revenge

Við staðsetjum Garavito á K7. – 125 Revenge útaf því að Garavito, drepur líklega af þeirri  ástæðu að hefna sín á því hvernig var komið fram við hann í æsku. Hann átti mjög erfiða æsku vægast sagt, honum var misþyrmt, nauðgað og hann pyntaður af karlmönnum sem hann þekkti og treysti, þar á meðal pabba sínum. Í CCM 125 revenge drepur morðinginn útaf einhverri ástæðu sem er byggð á hefnd, og byggir á því að það hafi verið brotið á afbrotamanninum á rangan, raunverulegan eða ímyndaðan hátt eða það er eitthvað sem gerðist í æsku eða í lífi morðingjans sem gerir það að verkum að hann byrjar að drepa af hefndaraðgerðum (revenge). Þess vegna er hægt að greina Garavito á nokkuð skýran hátt á þessum mælikvarða því hann drap alla þessa drengi líklega útaf því hvernig komið var fram við hann í æsku, sem var raunverulegt, því það sem gerðist fyrir Garavito var raunverulegt. Hann heyrði líka raddir, sem hann sjálfur greindi frá í yfirheyrslum eftir að hann var handtekinn. Því má líka segja að hann hafi framið morðin af ímynduðum ástæðum ef raddirnar hafi verið að segja honum að drepa.

b. K 8 - 134, sexual, sadistic

Við metum Garavito á K8. - 134 Sexual, sadistic þar sem við greinum hann sem sadískan fjöldamorðingja. Hann hefur sadískar hvatir gagnvart drengjum sem hann drepur, hann nauðgaði þeim áður en hann drap þá og fékk kynferðislega örvun útúr því að nauðga og drepa þá. Hann gat ekki stundað kynlíf eða átt í nánu sambandi við konu. Hann átti aðeins í platónskum samböndum við konur sem voru eldri en hann og áttu börn fyrir en hann beytti þau aldrei ofbeldi. Í sínu uppeldi var hann kynferðislega misnotaður af mönnum og hann missti sveindóminn með strák. Garavito var þess vegna að gera það sama við þessa drengi sem hann klófesti og hafði verið gert við hann sjálfan sem barn. Nema það sem var ekki gert við hann var að drepa hann, sem sýnir ef til vill muninn á honum og þeim mönnum sem misnotuðu Garavito. Hann fær eitthvað kynferðislegt út úr því að bæði misþyrma og nauðga drengjunum og hann gerði það meðan þeir voru ennþá lifandi, sem á einnig við mælikvarðann því hann fær þá eitthvað útúr því að sjá viðbrögð fórnarlömba sinna við misþyrmingunum. Hann er yfirvaldið í þessum aðstæðum, dóminerar (dominant) yfir fórnarlömbum sínum sem er tilfinning sem hann gat mögulega ekki fundið fyrir nema í þessum tilteknu aðstæðum. Það getur einnig verið ástæðan fyrir því að hann valdi þessa tegund af fórnarlömbum, aðeins drengir því hann fann bara kynferlislegar hvatir til þeirra og að þeir voru ungir og varnarlausir sem gerði það að verkum að hann fann fyrir að hann gat drottnað yfir þeim og endar svo á að drepa þá sem er einkennandi fyrir þennan mælikvarða.

MÆLIKVARÐI 6. Holmes & DeBurger flokkur 3

Holmes og De Burger kenningin skiptist í þrjá flokka með nokkrum undirflokkum. Sá fyrsti flokkast undir ofsjónir (e. visionary), annar flokkast undir hugsjónir (e. mission), og sá þriðji flokkast undir sjálfselska (e. hedonistic). Þriðji flokkurinn hefur síðan fimm undirflokka. Það má segja að Garavito sé gott dæmi fyrir þriðja flokkinn. Sjálfselsku tegundin eru þeir morðingjar sem fá einhvað persónulegt út úr morðinu. Er þessi tegund síðan skipt niður í fimm liði: a. girnd, b. spenna, c. þægindi, d. stjórnun eða vald og e. félagsskapur. Eins og sjá má í umfjöllun okkar hér að ofan þá passar Garavito í flest alla þessa fimm liði. Fyrst og fremst þá er talið að hann hafi byrjað að misnota og drepa fórnarlömbin sín til þess að finna fyrir ákveðnu valdi sem er flokkur 3.e. Hann vildi fá það vald sem að faðir hans og vinir föður hans höfðu yfir honum þegar hann var ungur drengur. Ekki er nákvæmlega vitað hvort að Garavito hafi haft mikla girnd til þess að misnota fórnarlömb sín eða hvort að hann hafi einungis byrjað á því til þess að finna fyrir valdi og seinna meir hafi þetta meira orðið einhverskonar rútína fyrir honum, s.s. fyrst misnotaði hann fórnarlambið og síðan drap hann fórnarlambið. Ekki er nákvæmlega vitað hvort að Garavito hafi upplifað einhverja spennu, þægindi eða félagsskap gagnvart fórnarlömbum sínum. Eflaust hefur hann fundið fyrir einhverskonar spennu þegar hann var að drepa fyrstu fórnarlömbin sín, en ólíklegt er að hann hafi fundið fyrir mikilli spennu eftir rúmlega 100 morð. Mögulega hefur Garavito fundið fyrir þægindum við því að ná að drepa svona marga drengi, honum fannst eflaust gott að finna fyrir því valdi sem hann fékk á meðan á morðinu stóð.

Stutt myndbönd um málið

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=9f3t6G3Af_U - 5 mín.

Heimildir

  1. Hlaðvarp (e.podcast), Serial Killers eftir Paracast network. Þættir „The Beast“ - Luis Garavito og „The Beast“ Pt.2 - Luis Garavito.

  2. https://murderpedia.org/male.G/g/garavito.htm.

  3. https://en.wikipedia.org/wiki/Luis_Garavito#Arrest,_confession,_and_sentencing.

  4. https://www.lawyersupdate.co.in/crime-file/luis-gravito-iii-interrogation-conviction-and-sentence/.

  5. https://www.vice.com/en/article/bv8bv4/the-worlds-deadliest-serial-killers-come-from-colombia-luis-garavito.

Myndir

  1. https://www.google.com/urlsa=i&url=https%3A%2F%2Fwww.eltiempo.com%2Fjusticia%2Fdelitos%2Fluis-alfredo-garavito-es-hospitalizado-en-valledupar471354&psig=AOvVaw2xHCoq2tPFQCmYb3GQkPT8&ust=1603918309454000&source=images&cd=vfe&ved=0CAIQjRxqFwoTCIjLgsbT1ewCFQAAAAAdAAAAABAa.

  2. https://murderpedia.org/male.G/images/garavito_luis_alfredo/search_002.jpg.

  3. https://murderpedia.org/male.G/images/garavito_luis_alfredo/garav_010.jpg.

  4. https://files.rcnradio.com/public/styles/d_img_850x580/public/2020-03/befunky-collage_-_2020-03-12t075931.403_0.jpg.webp?itok=Y861uAk2.